Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEÐSJ _ HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS.y4J • BULBS AND SHRUBS ViKJ PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co., Límited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phoi\es Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2N0 DONAI.D STREET, WINNIPEG XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 7. OKT. 1915. Nr. 2 Fréttir frá Stríðinu Hálf millíón fallinna særðra og fangaðra á 7 dögum. Frá París kemur sú fregn, að sein- ustu vikuna fyrir þann 29. sept. eða frá 21.—27. sept., hafi tala fallinna, særðra og fangaðra verið 500,000 — «ða hálf millíón — á öllu svæðinu, sem barist er á; en það er á 1500 niilna svæði, nefnilega frá Belgíu til Svissaralands eða á vesturkantin- um; á ítaliu frá Trent til Trieste; meðfram Dóná á landamærum Serb- anna; á Gallipoli skaga; i Armeniu fjöllum, og Rússamegin frá Bukó- vína og norður að Riga við Eystra- salt. Stórkostlegir bardagar á Frakk- landi. Hvað orusturnar snertir á Frakk- landi, þá hafa þær verið miklu harð- ari en fyrstu fregnir sögðu, einkum á Campagne hæðunum. Þar stýrði Joffre gamli öllu áhlaupinu; ekki svo að hann riði með hersveitum sín um eins og foringar i fyrri daga. Hann var í búð einni við eldhúss- borðið á bak við hergarðinn og hópur aðstoðarmanna hans i kring- um hann, og hélt hver þeirra hlust- arpípu telefóns stöðugt við eyra sér, og einlægt kallaði hver til Joffre, livar þessi og þessi hersveitin væri og hvað hún gjörði og hvernig henni liði. En Joffre sat á stól við borðið og einblíndi á kort stórt, sem þeir höfðu fest á vegginn. Steinþegjandi og rólegur sat hann þar og sagði ekki orð, nema þegar hann skipaði fyrir um hersveitirnar: hvað þær skyldu gjöra, halda áfram eða vera kyrrar eða hörfa undan, sem sjaldan var. Enginn maður sá honum bregða; en öllu stýrði hann þarna og hreyfði herflokkana eins og tafl- maður hreyfir peð á skákborði, og sá liann þó engan. I.íkt var þetta alt víti Dantes, þeg- ar út var litið. En mílum saman í skotgröfunum og á allri bardagalinunni var leik- iirinn nokkuð sóoalegur. Uin há- nóttu stukku tugir þúsunda af blá- klæddum hermönnum upp úr skot- gröfunum, þegar skipunin kom frá Joffre, og fóru á harða hlaupi í átt- ina til skotgarða óvinanna. Var þó óslétt leiðin, þvi að rigningar hinna voðalegu sprengikúlna höfðu rótað um öllu landlaginu, svo þar var gjóta við gjótu og haugar á milli. En þegar Þýzkir litu upp úr gröf- um sinum, brotnum og sundurtætt- um af sprengikúlnahríðinni, þá sáu þeir við ljós sprengikúlnanna þykk- ar og langar þústur manna koma æð- andi að sér og blikaði á spegilfagra byssustingina, — andlit sáu þeir engin heldur ófreskjur einar, þvi að allir höfðu grímur fyrir andliti og voru draugalegir i hálfbirtunni. — Þetta voru gas-grímur til að verja Bandamenn fyrir eiturspýju Þjóð- verja. Þarna voru Bandamenn lík- astir illum öndum neðra heims, og hart fóru þeir, svo að skjótt bar þá að gröfum Þjóðverjanna. En Þýzkir urðu að taka á móti og þarna lenti vöðvunum saman. Um grið var ekki að spyrja. Þeir hnoð- uðust þarna um völluna og hröktu livorir aðra, og einlægt féllu menn- irnir; Skotin og köllin og ópin blönduðust þarna saman og flokk- arnir riðluðust; en Þýzkir urðu und- an að láta, og gjörðist það á skömm- um tíma, 10—20 mínútum. Þá lágu þar hrúgur og hnappar dauðra og deyjandi manna og hópar Þjóðverja stóðu þar vopnlausir hér og hvar. Þeir höfðu gefist upp; en Frakkar voru í óða önn að búa um sig i gröf- unum, sem þeir höfðu unnið, og hlaða garða á þá brúnina, sem sneri að Þýzkum. En í loftinu voru þykk ský af púðursvælunni, sem lág yfir öllu. Þarna sem áhlaupin í Campagne voru gjörð, réðist hægri og vinstri fylkingararmur Joffre litlu fyrri, kanske 2 til 3 mínútum, upp úr gröf- unum; en þegar þeim var lent sam- an við óvinina, fóru mið fylkingarn- ar allar af stað. Eitt af því átakamesta við þetta, segir fréttaritari einn, að hafi vcrið að sjá fjölda af stórskotaliði Þjóð- verja. Þeir voru orðnir tryltir og ærðir af dunum og dynkjum stór- skotanna. Margir Frakkar, sem særð- ir voru, sögðu svo frá, er þeir komu aftur til Parísar til lækninga, að þeir liefðu séð heila hópana af Þjoðverj- um utan um fallbyssur sinar. Þeir reyndu ekki til að skjóta af þeim. Sumir voru heyrnarlausir og mál- lausir; sumir nístu tönnum; aðrir skulfu sem hríslur; en aðrir orguðu og hljóðuðu í sifellu, — þeir voru gengnir af vitinu. Bandamenn hefðu getað komist lengra áfram þarna, ef að Þjóðverj- ar hefðu ekki verið búnir að byggja hin rammbyggilegustu vigi á öðrum hergarðinum. En fallbyssur Frakka voru ekki búnar að brjóta þær með skothríðinni. Þær voru búnar að sópa virkin og grafirnar alt upp að þeim. Nú þurfa þeir að taka til víg- girðinga jiessara og fara með þær eins og hinar fyrri; en það hlýtur að taka nokkra daga, að fletja út þessi virki og brjóta. Þessa hina mestu hreðu gjörðu Frakkar á einum 15 til 20 mílum. En rétt austan við það svæði sendi krónprins Þjóðverja 100,000 manna á móti öruggum skotgröfum Frakka í Argonne hæðunum; ruddust þeir fram að sið.Þjóðverja í þéttum skör- um og varð þá voðalegt mannfall i liði þeirra, og lyktaði því svo, að þeir voru hraktir heim til sin aftur. — Sézt það nú fyrst, að skotfærin cru farin að koma að gagni, sem Bandamenn hafa haft svo mikið fyr- ir að búa til í sumar. Bretar taka Loos. Bretar gengu svo hraustlega fram, er þeir tóku Loos, þorp eitt norður af Lens í Norður-Frakklandi, að það mun lengi í minnum haft. Það var á laugardaginn þann 25., þegar að eins var farið að skíma, að þeir stukku upp úr gröfum sínum og hlupu af stað. óvinirnir gátu ekki stöðvað þá. Fyrst komu þeir að skot- gröfum Þjóðverja utan við bæinn Loos. Þeir óðu í gegnum þær og yfir þær á augabragði; svo komu þeir í bæjinn Loos á hælum Þjóðverja, er uppi stóðu af þeim, sem í gröfunum höfðu verið; þar varð hardagi á strætunum og í húsunum með hyssu stingjum og sprengikúlum, sem inenn báru í höndum sér og hentu livorir að öðrum. Þá tók við slétta, þegar út úr bænum kom, hálf míla upp á hæð eina, sem nefnd er liæð- in 70. Þegar þeir.voru búnir að taka bæjinn, þá héldu þeir á hlaupi yfir sléttuna, jiví að þeir vildu ná hæð- inni líka; enda komust þeir upp á hana og voru farnir að fara niður hinum megin. Einlægt hafði skot- hriðin dunið á þeim; en jiegar þeir komu yfir háhæðina, þá dundi sá eldstraumur á þá, að þeir gátu ekki komist lengra. Þjóðverjar höfðu rutt þar upp garði úr leir og grjóti og stóðu þar á bak við með raðir af maskínubyssum, og skýtur hver af þeim 500—600 skotum á mínútunni. En svo þegar Bretar komu yfir liæð- ina, blasti við þeim garðurinn og straumur kúlnanna lék um þá og hrundu þeir unnvörpum niður. Þeir voru kallaðir aftur og tóku undireins að grafa sig niður þarna, Breta megin við hæðina. Þarna voru með Bretum nýjar hersveitir, sem aldrei höfðu í orustu komið fyrri. En þeir reyndust sem alvanir her- menn. Þeir liirtu ekkert, þó að kúl- urnar þytu um eyru þeim og eld- strokurnar úr fallbyssunum og liin- um smærri byssum stæðu í augu þeim; þeir stukku á gaddavirsnetin og kliptu þau rólegir í sundur, þó að félagar þeirra féllu helsærðir við hlið þeirra. 1 sumum skotgröfum Þjóðverja lá ferföld röðin Þjóðverja, —- allir dauðir hver ofan á öðrum. í borg- inni Loos hröktust Þýzkir inn í hús- in og ofan í kjallarana. En Bretar fóru á eftir þeim og fleygðu sprengi- kúlum ofan um kjallaraopin. Húsin þurftu þeir oft að brjóta, því að Þýzkir skutu út um gluggana og um göt á hurðum og veggjum. 1 einni gröfinni þar fundu þeir þýzkan her- foringja með telefón-hlustarpipu við eyrað. Hann var að skipa félögum sínum, hvar þeir skyldu skjóta. Eftir orustuna við Loos, sem i rauninni hélt áfram i fleiri daga, voru Bretar dag eftir dag að grafa Þýzka út úr rústum húsanna í bæn- um og kjallaranna og úr skotgröfum og holum, sem þeir höfðu grafið sér. Þar voru líka hinir fyrri ibúar bæj- arins, sem höfðu haldist við i kjöll- urunum alt sumarið, þó að bardag- inn stæði jafnt og þétt yfir höfðum þeirra. Hinn 29. sept. voru þeir búnir Bretarnir að grafa upp 23 fall- bysssur þar, auk þeirra, sem þeir fundu fyrst. Einlægt voru flugmennirnir á ferðum allan timann yfir höfðum Þjóðvcrjanna, og er þeim mikið að þakka, að Þýzkir gátu ekki sent lið vinum sinum til hjálpar, þegar mest lá á. Þeir flugu yfir járnbrautunum suður af I.ille og sendu þar niður sprengikúlur hvað eftir annað, en eftir þeim brautum fluttu þýzkir að lið og vopn úr Belgiu. Hinn 25. sept- ember sprengdu þeir upp heila lest þar, og daginn eftir eyðilögðu þeir járnbrautina á fleiri stöðum. En á laugardaginn sprengdu þeir járn- brautarlest fulla af hermönnum og aðra af matvælum og skotfærum. —f- Stundum rendu þeir niður að Þýzk- um, þar sem þeir voru í stórum hóp- um og settu sprengikúlu í miðjan liópinn, og urðu þær furðu raahn- skæðar því að þær viktuðu 110 pd. hver. Og svo kveiktu þeir i járn- brautarstöðinni við Valenciennes og var það meira mein Þýzkum en nokkuð annað, því að þar var meg- instöð þeirra, þar sem margar lestir urðu að fara um. Oft urðu flugmenn Breta að mæta Þýzkum í loftinu og einlægt var skotið á þá að neðan. En þeir flugu hátt, 6000—7000 fet i lofti. Og stöð- (Framhald á 5. bls.) Kelly handtekinn. Það var á laugardagsmorguninn, að fregnin kom í blöðunum, að nú væri hann loksins tekinn, þessi listamaður í löstunum, hann gamli Kelly, sem grunaður er um, að hafa t'Iekað og féflett stjórn eftir stjórn, liberala sem konscrvativa, og nú er sakaður um 800,000 dollara fjár- drátt, — eða hvað sem menn nú vilja kalla það, þetta stórþjófamál út af þinghússbyggingunum. Hann var sakaður um: Meinsæri, samsæri lil að svíkja út peninga og að fá peninga undir fölsku yfirskitii. Ilann hefir forðast Winnipeg nú um langan tíma og verið mest í Minnesota, og einkum í Detroit. En nú var hirauni víst ekki farið að lit- ast á blikuna og var á leiðinni, að sagt er, að komast á öruggari stað, þar sein hann yrði ekki framseldur, þó að eftir honum væri leitað. Spæj- arar stjórnarinnar i Manitoba voru einlægt á eftir honum og mistu ald- rei sjónar á honum, hvert sem hann fór. Nú var hann kominn til Chi- cago, og var sterkur grunur á, að hann mundi ætla að komast til Suð- ur-Carolina í Bandarikjunum, þvi að þar eru lögin svo rúm, að tæplega er hægt að fá þar nokkurn inann framseldan, þó að glæpi hafi frainið. Þarna var nú Kelly i Chicago og var að bíða eftir lest, er færi suður, og var á gangi á strætum borgarinn- ar, og hefir kanske haldið, að nú væri öllu óhætt, hann væri að minsta kosti bráðum úr allri hættu. En þá reið honum þruman að eyra. Stjórnin hér sendi telegram suður og heimtaði að hann væri tekinn fastur fyrir sakir þessar þrjár, sem hér eru að ofan greindar. Þetta var gjört og kom hann engri ábyrgð fyr- ir sig og var tekinn i hald þangað til lögin gjörðu út um það, hvort að hann skyldi framseldur eða ekki. Þeir fóru undir eins suður: R. A. Bonnar, lögmaður og sækjandi í málum þessum, og J. C. McRae, Com- missioner of Police fyrir Manitoba. En það er ætlan manna, að þeir liafi jafnharðan farið suður lög- mennirnir W. A. T. Sweatman og Edward Anderson; þeir hafa verið lögmenn fyrir Kelly í málunum alt til þessa. — Þessir menn fundust hvergi í borginni á föstudagskveld- ið, og var það ætlun manna, að þeir hefðu suður farið. Búast má við, að þarna verði harður og langur bardagi um að fá Kelly norður. Hann fer ekki hingað af fúsum vilja og verður ekkert til- sparað í sókn eða vörn. Kelly haftSi verið prúðbúinn, er hann var tekinn og lét þetta ekkert á sig fá. Hafði hann verið skrafhreyfinn og talað um alla heima og geima við þá, er gættu hans, nema um mál þetta. — Undireins fékk hann lögmenn og ráðgaðist um málin við þá. Sagt er að Kelly hafi nú 8 lögmenn sér til hjálpar í Chicago. Búist er við, að það taki eitt eða tvö ár, að fá Kelly framseldan, ef hann á annað borð verður skyldaður til að koma. PENINGARNIR FENGNIR. Lánið stóra, sem Bretar og Frakk- ar komu til að fá hjá Bandarikja- mönnum er nú gengið i gegn. Hinn 4. október lýsti Morgan því yfir, að engin tilboð yrðu tekin til greina eftir kl, 10 fyrir hádegi hinn 5. okt- óber. Og hinn 5. október að morgni sögðu blöðin, að þeir liefðu ekki get- að þegið öll tilboðin, Bandamenn, svo að munaði um 50 milliónir. Alls var lánið 500,000,000 dollara. — Þetta sýnir, að peningamennirnir búast ekki við því, að Frakkar og Bretar verði gjaldþrota bráðlega. Um Vilhjálm Stefánsson Blaðið New York Post segir: Á fyi'ri dögum fóru menn í landaleit á skipum, og þá réði stýrimaður (kapteinn) ferðinni. En nú fara 11109111 á landi, og þegar landaleitar- maðurinn kemst af isnum upp á þurt land, þá er hann öruggari og óhultari. Nú gctur Stefánsson haft stöðvar sinar á landi og getur því farið eins langt og fljótara, en með- r* hann var á ísunum seinustu tvö ;®n. Hann hefir nýtt skip (‘Potar Ilear’), og hann hefir bætt við sig 5 mönnum, og hefir vistir, sem nægja honuin til 1917. Og með atorku þeirri og dugnaði, sem hefir gjört hann heimsfrægan mann, þá ætti hann að geta komið furðu miklu til leíðar og hæta nýjum löndum við hin gömlu á heimskortinu og flák- um miklum við Canada-veldi. Skall hurð hælum nærri Herforingi einn nýkominn af vig- völlunum til Parísar segir Prinsinn at Wales hafa verið hætt kominn. Hann var að keyra í autó nálægt I.oos, þegar gauragangurinn varð þar mestur núna um daginn. Orust- an stóð sem hörðust og nam prins- inn staðar við hól einn litinn og sté úr autófírtt og gekk upp á hólinn, þvi hann var forvitinn og vildi sjá, hvernig slaguiHin gengi. Hann stóð þar stundarkorn og horfði á bardag- ann og hefir verið í skotmáli, ef ó- vinirnir hefðu vitað af honum. En alt í einu kom þar sprengikúla og féll á autóið, rétt fyrir aftan prins- inn og muldi það mélinu smærra og með þvi ökumanninn, sem sat í sæti Sást hvorki tugga né tætla eftir af honum. Svo var farið að ávíta prinsinn fyrir dirfsku þessa, að stofna sér þannig í hættu. En hann var fljótur að svara: “ó, það gjörir ekkert til, — eg á nóga bræður'.” Synir Kellys reiðir. Blöðin segja, að synir Kelly séu einnig i Bandarikjunum. Þeir komu til St. Paul og fundu þar fréttarit- ara og lásu óspart yfir stjórninni hinni nýju i Manitoba. Þeim fórust meðal annars þannig orð við fréttaritarann: Lögsóknin á móti föður okkar er hlægileg. Það er ofsókn en ekki lög- sókn. Ibúarnir í Mexico njóta fyllra og meira réttlætis af hendi Carranza og morðingja lians, heldur en íbúar Manitoba. Ástæðan til þess, að Thomas Kelly og við synir hans erum nú ekki i Manitoba eða Canada er sú, að við höfum ekki viljað mæta fyrir Math- crs nefndinni fyrri en lögin eru bú- in að skera úr því, hvort nefnd sú er lögum samkvæm. Það er uppspuni einn, að við sé- um að fela okkur. Faðir okkar hefir aldrei reynt að leyna þvi, hvar hann væri og ekki heldur við. Eða er það líkt því að maður sé að fela sig, — þegar faðir okkar fór til NewYork og Chicago og skráði nafn sitt á beztu hótelum borganna? Sakirnar, sein á oss eru bornar, koma frá pólitiskum óvinum okkar, sem algjörlega eru sainvizkulausir. Faðir okkar sagði A. B. Hudson, Attorney-General fyrir Manitoba, að hann skyldi koma til St. Paul með 24. stunda fyrirvara, reiðubúinn að verja framsal sitt til Manitoba, eða hverja sök sem á hann væri borin. Hann gjörði enga tilraun til að fela sig. Ástæðan til þcss, að hann var tek- inn í Chicago var sú, að þar var hann fjarri vinum sínum. Hann á eignir i Minnesota og vildi heldur kjósa að verja sig i St. Paul, þar sem alt var undir það búið. Það var yfirlagður prettur þeirra að láta taka hann i Chicago. -—--------------------_®næ^jörn OJson jan ____ Eox 453 ' ---- Kitchener segist taka mennina í herinn hvort þeir vilji það eða ekki. “EG VEIT, HVE MARGA MENN EG ÞARF”, sagSi Kitchener viS verkamannaforingjana, sem komu aS finna hann rétt nýlega. “EG VEIT HVAÐ ÞEIR HEITA OG EG ÞEKKI TÖLURNAR Á DYRUM HÚSA ÞEIRRA, OG EF AÐ ÞEIR KOMA EKKI AF FRJÁLSUM VILJA, ÞÁ FER EG OG SÆKI ÞÁ”. LÁTIÐ ÞIÐ MIG FÁ SVO MARGA MENN, SEM EG ÞARF OG SKOTFÆRI NÓG, ÞÁ LEIKUR SIG- URINN i HÖNDUM VORUM”. Það var sagt, að hans hluti af fjárdrættinum við Jiinghússbygging- arnar hefði verið 81,200,000 á einn- ar millíón doll. verki. Skal fljótlega sýnt fram á, að þessi ákæra nær alls engri átt. Þegar byggingaméistari stjórnar- innar fór að meta verkið, sem við höfðum látið vinnafþá mat hann alt vitlaust. Hann sagði að alt verkið væri einnar millión dollara virði. En þó að svo hefði nú verið, þá gat fjárdrátturinn ómögulega verið yfir 600 þúsundir dollara. En á sínum tima skulum við sýna, að verkið var $1,600,000 virði, og við unnum þar fvrir liverju centi. Þeir beittu þarna við okkur hinni skitnustu og grimmustu aðferð, með lögin og valdið að þaki sér. Og okk- ur er ómögulegt að jafna á þeim. — Hudson og flokkur hans stendur nú í skjóli laganna, verndaðir af þeim eða sínu cigin valdi (The Crown). Við getum ekki lögsótt þá, — getum ekki náð rétti vorum. Við erum að berjast út af yfir- heyrslu Mathers nefndarinnar fyrir leyndarráði Breta (Privy Council), og hyggjum sókn málsins á stjórnar- skránni. Mathers nefndin hefir liald ið áfram starfi sinu, án þess að taka nokkurt tillit til reglu og viðtekinni venju, þegar sannanir eru fram hornar. 1 nefndinni eru þrír leikmenn, er Attorney-General Manitoba hefir til jiess kosið. Hún er engin dómstóll (Court) og getur ekki tekið sér dómsvald. Mótstöðumenn okkar hafa leyni- lega gefið út á kontrakt að ljúka við byggingu þinghússbygginganna. — Kontraktinn fékk félag eitt í Winni- peg, þrátt fyrir það, að við höfum góðan og gildan samning á þessu, að öllu leyti lagalega fenginn. — Þeir veittu félagi þessu kontraktinn, án þess að sýna, að okkar samningur væri ólöglegur eða ónýtur. En hvenær sem þeir vilja finna oss, þá skulum við ekki hlaupa frá þeim, heldur biða. Sprengikúlur smíðaðar í Canada. Brctar eru að panta 50 millíón dollara virði af fallbyssum hér i Canada; og að auki segja blöðin að útgjört sé nú um það, að fá héðan 80 millíón dollara virði af sprengi- kúlum. Þarna koma 130 millíónir dollara inn i landið. Canadamenn smíðuðu töluvert af sprengi'kúlum í vetur, og dugðu þær Bretum svo vel, að þeir fóru að kalla Canada: “Our Lady of the Shells” (Skeljafrúna okkar). Þær hinar fyrri sprengikúlur voru samt miklu minni. Þessar eiga að vera stórar nokkuð, 9—12 þumlunga skeljar (sprengikúlur). Hafa verksmiðjurn- ar austurfrá aukið svo mannafla og áhöld, að þær geta smíðað 200,000 fleiri á mánuði en áður. Alls geta þær nú smíðað 800,000 á mánuði. F.n til þess að smíða sprengikúlur þessar, sem nú eru pantaðar, þurfa þær 170,000 tons af stáli. Um 150 verksmiðjur fást nú við þetta hér í I landi. Loftskeyti. Það hefðu þótt lygar eða skáld- skapur fyrir nokkrum árum, ef menn liefðu farið að segja einhverj- um, að tala mætti þráðlaust við irenn yfir þvera Ameriku, þar sem hún er breiðust. En nú hafa menn þó gjört iniklu bctur, því að menn hafa talað saman gegnum loftið — þráðlaust — frá Arlingtonsstöðvun- um við Washington og vestur yfir alla Ameríku og vestur til Hawaii eyja. En það eru 4,600 milur. Áður þótti furða hin inesta, að manns- röddin skyldi flytjast á svipstundu frá Arlington til Mare Island i Cali- forniu og voru það 2,500 mílur. — Nú var það um kveldið hinn 1)0. sept að menn töluðu saman frá Arlington í Virginíu, sunnan við Potomac- fljótið, rstt a móti Washington, og til Pearl Harbor á Havaii eyjum. Þetta er lengri vegur, en þó talað væri ífó New York til Lundúna, Parisar, Berlínar eða Rórns. Manns- röddin þyrfti fyrst að ferðast yfir fjöll og dali, fljót og sléttur Banda- rikjanna og siðan yfir hið geysi- niikla haf frá Californiu til Havaii. lJetta er gjört, þó að fáir skilji. Og fljótt gengur það sem hugur manns. Loftskip og flugdrekar. Nú er mikil eftirspurn eftir flug- drekum af öllu tagi, smáum og stór- um flugdrekum, sem bera 10 menn og 20 menn. Flugdrekum með 80 milna ferð, 100 mílna, 120 og 140 milna ferð á klukkutimanum. Flug- drekum með einföldum, tvöföldum, þreföldum vængjum. Allstaðar fer þörfin óðfluga vaxandi. 1 öllum heiminum heimta menn fleiri flug- dreka, og þó að farið sé að smíða þá hjá smáum þjóðum sem stóruin, þá er svo langt frá að hægt sé að smíða IiÓg. Mr. Lawson, forseti flugmannafé- lags í New York, sem hefir verið að tela um, að stofnsetja verksmiðjur til þess að smiða flugvélar hér, seg-r að áður en ár sé liðið þurfi þjóðir þær, sem nú eru í striði, 50,000 nýja flugdreka; og innan 5 ára hálfa millíón, eða 500,000. Og þetta er alt vígdrekar til að berjast á. Vefnaður steinaldar- manna. Einhverjar hinar elztu leifar af bústöðum manna, að undanteknum liellrum, hafa fundist í Svissara- landi, i vötnum úti. Þeir höfðu rek- ið staura niður í vötnin ‘á Ieirum, þar sein var mátulega djúpt, og svo hundu þeir með tágum þvertré ofan a staurana og lögðu palla á. Þetta gjörðu þeir til þess að vera óhultari fvrir óvinum sinum, viltum dýruin og mönnum, og svo var það svo lundhægt fyrir veiðimennina. Þeir bundu eintrjánings og barkarbáta sína þarna við stólpana. Þakmynd höfðu þeir yfir bústöðum þessum. Þarna bjó heill hópur manna saman. Leifar steinrunnar hafa fundist af bústöðum þessum, bæði í Sviss- aralandi og viðar, jafnvel norður 1 Svíþjóð ekki fyrir löngu. Þetta vita menn að hefir verið á steinöldinni, af leifum þeim, sem menn hafa fund ið í bústöðum þessum. En nú hafa menn nýlega í vatn- inu við Robenhausen i Svisslandi fundið bindi eftir þá af þráðum úr flaxi og þræði úr grófu lini, og eru strengirnir sumir snúnir. Þar var og prjónles og spunasnældur og vefjar- steinar cða lóð og lijól til að snúa strengi eða þætti i kaðla eða reipi. Þetta sýnir, að fólkið, sem bjó á staurum þessum, kunni að spinna og vefa hör og hamp til klæða og c'.úka sér til skýlis, þó að vefnaður- inn væri einfaldur. Þetta var á liinni yngri steinöld, og er afarlang- ur tími síðan, svo að það skiftir tugum þúsunda ára.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.