Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA, WINNIPEG, 4. NóV. 1915. HEIMSKEINGLA. (StofnuS 1S86) Kemur út á hverjum fimtudegi. tJtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver?5 bla?Jslns í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritS (fyrirfram borgat5). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Póst eba banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur. Skrifstofa: 720 SHEKBROOKE STREET, WINNIPEG. P. O. IIox 3171 TaJsíml Garry 4110 Þýzkaland hefir þegar tapað. (‘Germany is beaten”). Svo segir blaðstjóri New York Tri- bune í ritstjórnargrein 28. október. Þjóðverjar eru nú að komast á seinasta áfangann: að reyna nú að vinna, eða halda öllu sem þeir geta með friðarsamningum. Menn geta séð þetta í baráttunni á vígvöllunum, — i Eystrasalti, á Frakklandi, í Flandern, á Rússlandi öllu, við Riga — þar sem Þjóðverj- ar leggja fram alla sína krafta —, í Alpafjöllum — þar sem þeir tapa nú hverjum fjallatindinum eftir ánnan —, á neðansjávarhernaði þeirra — þar sem Rretar eru búnir að sökkva eða veiða hér um bil alla neðansjávarbáta þeirra, en herskip- in þýzku liggja i hnöppum, sem scm hundeltir fjárhópar, á höfnum inni, bak við margfaldar sprengi- vélagirðingar. Það má sjá það á hinum seinustu fjörbrotum þeiira, er þeir fóru að reyna að slátra hin- nm fámennu Serbum og brjótast suður til Miklagarðs, ef að þeir kynnu að geta gjört ilt með því. um þessum stöðum, og einlægt verð- ur erfiðara og erfiðara að fá nýja menn í skarðið fyrir þá, sem falla, svo að nú eru þeir farnir að taka hálfvaxna unglinga og gamla menn og fatlaða. Það tók fjögur ár, að berjast við Sunnanmenn, þangað til þeir voru að þrotum komnir að mönnum, vist- um og vopnumi Þetta stríð kann að endast ennþá eitt ár eða tvö, eða kanske ekki nema nokkra mánuði; en einlægt hlýtur hann að síga end- inn Þjóðverja. Þjóðverjar geta ekki þokað Rúss- um lengra, og nú verða þeir að sitja þarna yfir þeim og bíða meðan þeir i;á sér í vetur. Rússar geta ýtt fram tuttugu millíónum hermanna enn, ef að þeir hafa vopn handa þeim og geta æft þá. En Þjóðverjar geta eig- ir.lega ekki hreyft sig; ef að þeir reyna að halda undan, þá eru ófar- irnar visar, Rússar stökkva þá á þa og eyðileggja þá. Heldur er það þó, að þeir geti haldið undan að vestan og mun ]ió erfitt. En þó að þeir geti nú eyðilagt Serba-tetrin, og þó að þeir kæmust til Miklagarðs, þá eru þeir engu nær sigrinum fyrir það. Og ef að þetta getur ekki sann- fært menn, þá er sulturinn og óá- nægjan á Þýzkalandi , ummæli þýzku stjórnmálamannanna, þýzku blaðanna, þýzka fólksins heima, — allstaðar bólar á orðinu friður; — það eins og liggur á hvers manns vöruin, blasir við hvers manns aug- um, hvar sem á blað er litið. Það fylgja þvi allrahanda lýsing- arorð: sigursæll friður, heiðarleg- ur friður, friður með viðbótum landa, friður ef óvinaþjóðirnar borga allan kostnaðinn, friður ef vér Þjóðverjarnir fáum að halda öll- um nýlendum vorum og einhverju í viðbót, friður ef að vér höldum Belgíu og Póllandi og Galizíu og Búkóvínu. Ritstjórinn ber Þjóðverja og nú- verandi ástand þeirra saman við á- stand Sunnanmanna í þrælastrið- inu. Sunnanmenn voru dæmdir, — þeir hlutu að tapa, nema þeir ynnu stórkostlega sigra á vígvöllunum og það skjótlega. Þeir voru færri, þá vantaði alt; þeir voru útilokaðir trá verzlun. Eff að Jieir áttu að sigra — þá þurftu þeir að eyðileggja all- nn her Norðanmanna. En þetta gátu Sunnanmenn aldrei. Þeir unnu marga bardaga. Þeir gátu safnað miklu liði, oft á vissa staði og unnið þar sigur eins og Þjóðverjar; cn þeir unnu svo lítið með þessum sigrum, og einlægt urðu herflokkar þeirra fámennari og fámennari. — Norðanmenn hiifðu allan heiminn s.ð sækja vopn og vistir til eins og Bandamenn nú; en Sunnanmenn gátu hvergi komist og ekki fleytu ýtt út fyrir landsteinana, alveg eins og Þjóðverjar og Austurríkismenn nú orðið. , I þrælastriðinu tóku menn alment ckki eftir þessu fyrri en undir hið síðasta. Eins og Norðurríkin voru svo iniklu aflmeiri að öllu heldur en Suðurríkin, eins eru Bandamenn (Bretar, Frakkar, Rússar og ítalir) margfalt aflmeiri en Þjóðverjar. — Þeir hafa meiri mannfjölda í liind- nnum; fleiri hermenn; margfald- an skipastól; margfalt lánstraust. Það er því litt hugsanlegt, eða ó- hugsanlegt. að Þjóðverjar sigri; því hinn hugsanlegi tími fyrir þá að sigra var allra fyrst, meðan hinir voru óviðbúnir, en nú er hann fyrir Iöngu liðinn. Þýzkum er nú hægt og hægt að blæða út; þýzkir hermenn eru að bana óvinum sínum á öllum köntum, að austan og vestan og sunnan. En þeir falla líka þjóðverjarnir á öll- Það sem Þýzkaland er að reyna nú er að þreyta óvini sina, gjöra þá leiða á ófriðnum og vigunum og kostnaðinum. Þeir eru enn einu sinni að reyna að kaupa Rússa eins og þeir keyptu Búlgara og Tyrki og reyndu að kaupa Spánverja. Og þeir lofa gulli og grænum skógum, sem þeir eiga ekki. Þeir lofa Rússum Miklagarði og Galizíu, eins og þeir lofuðu Tyrkjum F.gyptlandi og Búlg- örum Serbíu. Og nú, þegar þeir sjá að þeir kom- ast ekki lengra með vopnum, þá er að fara að vekja friðartalið. Þeir senda menn út um allan heim að prédika fyrir þjóðunum, hvað óguð- legt það sé að berjast svona. Allir góðir menn verði nú að hjálpa til að koma á friði. — Er þetta ekki bið blóðugasta háð, sem heimurinn hef- ir nokkurntíma séð? Mcnnirnir, sem ófriðinn byrjuðu, og mennirnir, sem deyddu fólkið, stálu eignunum, sem rufu eiðana við saklausa Belgi, eyddu landið, brendu borgirnar, fóru ennþá ver með Pólland og Gal- izíu sem nú eru að slátra Serbum, sein aldrei höfðu mein þeim gjört; mennirnir, sein ætluðu að verða drotnar heimsins og voru búnir að blása þeim hugmyndum inn i hjörtu allra þjóðverja í tvo mannsaldra, — þeir eru nú alt í einu orðnir elsiku- legustu guðsbörn og friðarpostular. Mennirnir, sem lögðu út í þetta til aí' stela og ræna löndunum af hin- um þjóðunum: Belgíu, Luxemburg Noi ður-Frakklandi, Pólen og Kúr- landi (Galizíu og Búkóvina eigin- lega líka af félögum sínum) —, þeir sjá nú vel, að þeir eru að þrotum komnir, hvað vopnaviðskifti snertir. En nú vilja þeir hefja annan slag, stjórnmálaslag, sem háður sé með tungunni og öllum þeim klókindum og brögðum og klækjum sem mann- legt vit getur upphugsað. Þetta er óefað hugmyndin og Jivi senda þeir sína beztu menn út um heiminn og kaupa, ef þeir geta, blöð- in í hverju Iandi til að fara að pré- dika frið. En undir liggur hug- myndin að halda sem mestu, ef ekki öllu, sem þeir hafa nú klófest; halda öllu því, sem þeir eru nú búnir að ræna eða myrða svo og svo margar millíónir enn. Og láti enginn sér til bugar koma, að Þjóðverjar hætti að liugsa um, að Iggeja undir sig heim- inn. Það gjöra þeir aldrei fyrri en allir möguleikar til þess eru teknir úr höndum þeirra. Borgið Heimskringlu og hjálp- ið henni til a$ standa í skilum eins og vera ber. i Fall Novo-Georgievsk. Aldrei í sögu mannkynsins hefir nokkur borg eða kastali verði var- ir.n eins og þessi kastali Rússa; ald- rei nokkurntíma hefir sóknin verið eins hörð á nokkurn stað. 240,000 inanna falla af Þjóðverjum áður 'en þeir vinna. Rússar vörðu ræningj- ur.um feðraleifð sína; þeir voru settir þarna til þess að tefja fyrir Þjóðverjum, meðan hinir bræður þeirra slyppu úr herkvíum þeim, sem þeir voru í, er þeir yfirgáfu Warshau. Þessar 70 þúsundir Rússa vissu vel, að þeir áttu lífið að láta, svo að hinn herinn slyppi og föður- landinu yrði bjargað. Fúslega ætl- uðu þeir að fórna lifinu. Einbeitt- ir horfðu þeir í augu hinna mý- mörgu herskara Þjóðverja, sem kom með dauðann i höndum. Brennandi, rænandi, myrðandi hiifðu Þjóðverjar farið yfir hið ve- sada Pólland. Oft hefir verið til Belgíu tekið fyrir það, hvað Þýzkir hafi þar illa fram komið. En Belgía er sein blómreitur i skrúði sínu hjá Póllandi. Þarna voru hermennirn- ir sendir áfram, að ræna landinu, borgunum handa pjóðverjum, en myrða alla, sem fyrir stæðu og það vildu hindra. Það var Þjóðverjinn, sem var að víkka út kvíarnar og laka löndin af nágrönnum sinum. Prófessorarnir og blaðamennirnir og aðalsmennirnir, allur hinn lærði lýður Þjóðverja, var orðinn fulltrúa um það, að Þjóðverjar ættu heimt- ingu á þessu. Og prófessorarnir voru svo búnir að umsnúa siðfræð- inni og klerkarnir trúnni, að j>að var eiginlega heilög skylda Þjóð- verja, að ræna Pólverja landinu, lif- inu og eignunum, og taka landið og eigurnar og umbæturnar handa ser og sinum eftirkomendum, eins og Friðrik Prússakonungur mikli, sæll- ar minningar, byrjaði með svo mikl- nm heiðri og sóma! Og fremstur í öllu þessu var náttúrlega blessaður keisarinn, hann Vilhjálmur blóð, því að hann græddi mest á því. Honum bar heiðurinn og vegsemdin og völdin. Og Jiarna voru bændurnir úr Pommern og Westfalen og Hannov- er og Sachsen og Slesiu og Bajern reknir áfram til að taka vígið. Hin vanalega stórskotahríð gekk náttúr- lcga dag og nótt, marga daga og næt- ur samfleytt, að brjóta virkin, að sálga sem flestum og trylla kastala- menn, ef hægt væri. Og svo byrjaði þetta trylta áhlaup, sem heimurinn aldrei hefir séð fyrri eða heyrt getið um annað eins. Þeir hlupu jjangað til allir voru dauðir. Aðrar raðir komu á eftir; þær deyja líka, — en það gjörir ekkert. Manns- lifið er einskisvirði, segja prófess- orar Þjóðverja, og það sem mestu ræður, Vilhjálmur blóð Ííka. Þeim í'er þó að standa stuggur af þessu, Þjóðverjum; en Vilhjálmur og hin- ir þýzku herforingjar skipa þeim nieð harðri hendi; líf þeirra er ekki meira virði jen líf hundanna eða úlf— anna. Og svo eru þeir fyltir af víni! Þeir hlaupa áfram, æstir og tryltir af víninu, með það eitt fyrir augum, cð drepa og drepa. þeir hlupu á móti röðum fallbyssanna í kastalan- um, en — á bak við þá var líka önn- ur röð, fallbyssur þeirra eiyin manna. Og ef að þeir hlupu ekki nógu hart, ef að þeir hikuðu sig, — þá dundi á þá skothriðin frá þeirra eigin mönnum. Dauðinn var ekki eins viss að framan eins og að aftan! Eru þeir nú jafn sekir — inenn- irnir sem verjast og þeir sem á sækja — mennirnir, sem eru að verja eig- ur sínar, óðul og heimili, konur sín- ar og börn, eða hinir, sem vilja taka alt þetta af þeim? Er nokkur munur á manninum, sem alvopnaður brýzt inn í hús nágranna síns og fer að drepa konuna og börnin, eða mann- inum, sem stekkur kanske vopnlaus upp úr rúmi sínu og fer að verja þau? Vér heyrum margan manninn, og það þá, sem lærðir kallast, segja, að enginn munur sé á þeim. Þýzku vísindin segja, að sá hafi réttinn, sem hnefana hefir sterkari. Það er nú orðið ölluin vitanlegt, að þeir komu þessu á stað. Það hefðí nú verið friður í heiminum, ef að þeir hefðu ekki verið. Hin þýzka kenning var sú, að Þjóðverjar ættu heiminn. Þeir byrjuðu núna að taka hann. Og aðalpostuli þeirrar kenningar var Members of theCommercial Educators’ Assoeiation Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- urn kennarar. Öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komifi eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. Goritzía fallin. Vilhjálmur blóð, með Junkerunum og hershiifðingjunum þýzku. 1 or- ustunni við Novo-Georgievsk hefir liann sýnt, hvernig hann rekur þegna sina áfram, samvizkulaust og miskunnarlaust, til rána og þjófnað- ar, til morða og brenna. A þessi siðfræði nú að fá vald yf- ir heiminum og hjörtum manna? — Eiga þessir og þvílíkir höfðingjar að ráða lögum og lofum? Eiga menn að samþykkja réttmæti gjörða þeirra með því, að skriða felmtsfullir inn í holur sínar til að frelsa sitt eigið skinn, en láta varga þessa æða taum- laust yfir heiminn? Eru menn svo heimskir að ætla sér, að fara að pré- dika úlfinum frið, meðan hann stendur yfir volgri bráðinni og slit- ur hana i sig? Er ekki mál að hnekkja þessu, — hnekkja þessu hermannavaldi Þjóð- verja? Er ekki mál að hnekkja þess- ari vitfirringar-valdafýkn og drotn- unargirni hinna þýzku aðalsmanna, hermanna, höfðingja og fursta? Er ekki tími til kominn, að hnekkja kenningum þeim, sem hafa umhverft huga og hjörtum allrar hinnar þýzku þjóðar, svo að hún gleypti við þess- um drotnunar hugmyndum? Er ekki mál til komið, að hnekkja hin- um ramma materialismus, sem neit- ar og slær stryki yfir sálina, sam- vizkuna og ábyrgðina, og sem eigin- lega stendur undir öllu þessu, hvar í heimi sem er, hvort sem það er hjá gulum eða hvítum mönnum, hjá Þjóðverjum eða öðrum? Því að liann kemur víðar fram en hjá Þjóð- verjum, þó að í öðrum myndum sé— materialismusinn sá. En án haiis hefði þetta aldrei getað fyrir komið. Bretinn, Frakkinn og Rússinn sáu þetta og skildu og þeir hlupu til að stöðva illræðismennina, — menn- ina, sem alt þetta byrjuðu. Og til daganna enda eiga þeir heiður og þökk skilið fyrir. Stöðvið jiið morð- ingjajin! Takið l)ið innbrotsþjóf- inn! hljóma köllin í daglegu lífi. En nú er þetta svo óendanlega, ósegjan- lega, ófyrirgefanlega djöfullegt at- hæfi Þjóðverja, að allur samanburð- ur er ómögulegur. — En eitt er víst: það verður að hefta þá, eða heimur- inn verður allur þrælar ]ieirra. Og rnenn geta séð forsmekk af því í slriði þessu, — af bardaganum við Novo-Georgievsk. “Margt smátt gjörir eitt stórt” segir gamalt orStak, sem vel á viS þegar um útistandandi skuldir blaða er að raeÖa. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaÖar á þessu hausti, yrSi þaS stór upphæS og góSur búbætir fyrir blaSiS. ------ MuniS þaS, kæru skiftavinir, aS borga skuldir ySar viS blaSiS nú í haust. Stórheiðarleg f ramkoma Vér urðum hrifnir af Jiakklæti og virðingu til kvenréttinda-félagsins “Sigurvon” á Gimli, þegar vér brut- um upp bréfið frá Mrs. Kristíönu B. Þórðarson með hinum rausnarlegu jólagjöfum til hermannanna, 96 döl- uni. Vér vissum það, að drengskap- urinn var til hjá löndum, tilfinning- in fyrir þrautum hermannanna var til hjá konum sem körlum. Þarna kemur það líka fram í rausnarlegum stýl, og það svo alment; — það eru ekki einstöku menn og konur, held- ur menn og konur í stórum hópum. Vér erum þeim öllum þakklátir fyr- ir hönd hermannanna og fyrir sóma þann, sem þeir og þær afla ölíum ís- lendingum. Fá öðrum stöðum eru líka að koma gjafir, og svo munu inargir senda gjafirnar sjáifir frá sér til Ev rópu. Og svo eru fleiri hér í Winni- peg, sem taka á móti gjöfuin, sem vér( vitum ekki uni. Ætti nú enginn íslendingur í striði þessu að fara varhluta jólagjafanna og hins hlýja hugarþels, sem fylgir frá þektum og oþektum löndum hans. Þeir sjá þá, að hugheilar óskir landa þeirra fylgja þeim, þó að þeir séu fjarri í öðrum löndum. Vér skiljum ]iað, hinir, sein heima sitjum, að um leið og þeir eru að berjast með Rretum og F’rökkuin og Belguin, þá eru þeir einnig að berjast fyrir oss, sem hér sitjum heima, fyrir réttlætinu og frelsinu og menningunni. Orustan við Dvína. Sextíu daga er hún búin að standa. það er stórt Rússland og þar fara fram atburðir stórkostlegir. Menn berjast þar á 800 mílna spildu,— lieilar borgirnar eru brendar hver af annari; löndin eru sviðin, fólkið er horfið. En ennþá berjast Rússar við Dvinafljótið, á 150 mílum, frá Riga «.g suðaustur til Dvinsk. Samt sækja hinir frægustu herforingjar Þjóð- verja þar á, eða að minsta kosti einn af þeirra frægustu herforingjum, Hindenburg gamli; og hann hefir haldið þar uppi stöðugum bardaga í n.eira en 50 daga, eða nær 60, og ekkert tilsparað. Þegar orustan byrjaði, voru . , >ð- verjar í hæsta gengi sinu þar austur trá. Það stóð ekkert fyrir þeim. — Sprengikúlnahríðarnar gengu fyrir þeim og eyddu öllu lifandi fvrir framan þá, og svo ruddust fram fylk- ingar þeirra og fylgdu ■ hríðunum eftir. Foringjar Þjóðverja og marg- ir aðrir héldu þá að ekkert gæti stöðvað þá. Rússar sjálfir bjuggust ckki við, að geta haldið Riga eða varnað ovinunum austur yfir Dvina- fljótið. Þá vantaði skotfærin til þess. En einhvernveginn lagaðist það þó nokkuð. Verksmiðjur ]ieirra unnu nótt og dag og Japanar scnrl þeim stöðugt á hverjum degi skot- færi, og Bretar sendu þeim þau líka á skipum, sem ’fóru norður fyrir Noreg og lentu við Archangel. Og Russky gamli tók á móti þeim, og hefir hann verið talinn einhver bezti hershöfðingi Rússa, þegar Nikulás stóri fór frá; og smámsaman úckkaði hann þýzku spæjurunum i liði Rússa. Það voru flest herfor- ingjar, æðri og lægri. Þeir létu ein- lægt Þjóðverja vita um allar hreyf- Nú eru Italir loksins búnir að ná kastalanum Goritzía (á þýzku Görz), sem þeir eru búnir að berjast um i fimm mánuði. Kastali þessi er aust- anmegin Izonzo-árinnar i löndum Austurríkis, norður af botni Adria- flóa, nálægt 22 milum norður af hafnarborg Austurrikis, Trieste. — Vastali þessi var svo rammgjör, að liann var talinn alveg óvinnandi. Liggur hann á hásléttu einni, sem Carso kallast, og er sléttan sundur- grafin öll af gjám ög sprungum; en fjallahryggir liggja í skeifu utanum kastalann og voru þar á otal víg- garðar eða einn óslitinn víggarður. Þtir voru sem múrveggir sjálfs kast- í.lans. Þarna var sótt og varið af l.inni mestu hreysti. Austurríkis- rnenn gatu ekki trúað því, að þeir myndu nokkurntíma tapa þessu vígi. Enda var þar engum fært að .akja að nema hinum röskustu fjallabúum; því að þeir þurftu að k’ifrast upp snarbratta klettana, því nær á öllum stöðum. En ítalir marg- ir eru bjargmenn betri en nokkur örinur þjóð. Og loksins tókst það. En með kastalanum opnaðist þeim leiðin til Trieste, því að óður en hann var unninn gátu þeir ekkert komist þar áfram. Þetta er hinn mesti sigur ítala enn sem komið er, og er ekki ólík- iegt, að þeir sígi nú lengra þarna í.ustur, — taki Trieste og Istriu- .'.kagann og haldi lengra austur i dalina þarna. Kastalinn var unninn 22. eða 23. október. En fregnin var í fyrstu ó- Ijós. ]>ví að ítalir eru vanir að tala lítið um sigurvinningar fyrri, en þeir eru búnir að búa vel um sig á stöðvum þeim, sem þeir hafa unnið. ,ngar Rússa, svo að þeim kom ekk- ert á óvart. Fóru þá Rússar að leita hjá sér og lauk þvi svo, að þeir fundu 250 herforingja, sem allir urðu uppvísir að þessu. Þeir voru náttúrlega teknir og skotnir og þá i inkaði víst mikið um fréttaburð- inn. Og nú, eftir meira en 50 daga or- uslur, eru Þýzkir engu nær að ná Riga eða Dvinsk, en þegar þeir byrj- uðu. Má geta þess um leið, að á degi hverjum hafa þeir að jafnaði skotið 100,000 sprengikúlum á Rússa. Borgið Heimskringlu bændur— MuniS eftir Heimskringlu þegar þér seljið uppskeru yðar þetta haust. — Þetta er líka uppskeru- tími hennar. ÞVZKIR BYGGJA NVJAR SKOTGRAFIR. Það lítur út, sem Þjóðverjar séu farnir að búast við því, að verða að halda undan af núverandi stöðvum sinum í Flandern og Frakklandi; þv að þeir eru óðum að búa sér til nýjar skotgrafir austanmegin við Scheldefljótið þar sem Antverpen stendur við. Þeir taka alla Belga og skipa þeim að vinna í skurðunum; en ef að þeir vilja ekki vinna, þá hverfa þeir einhvernveginn. Þeir eru teknir og fluttir burtu — enginn veit hvert; Hklega eitthvað austur á Þýzkaland. í hundaraðatali hafa þeir þannig verið fluttir burtu úr borginni Brus- sel í Belgíu. UPPLÝSINGA EYÐUBLAÐ. Nafn .................................................... Heimilisfang ......................................... Aldur ....................................... ...... Nafn og heimilisfang foreldra eða nánustu ættmenna....... Nafn konu og barna, ef kvongaður........................ Heimilisfang þeirra .................................. Staða hermannsins áður en hann gekk í herinn.........'... Utanáskrift hermannsins nú............................... Vinir og vandamenn, eða aðrir, sem til þekkja eru vinsam- lega beðnir að fylla inn þetta eyðublað og senda það til — HEIMSKRINGLA, Box 3171, Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.