Heimskringla


Heimskringla - 04.11.1915, Qupperneq 6

Heimskringla - 04.11.1915, Qupperneq 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 4. NÓV. 1915. Hver var hún?— Það er líklegt, að honum hafi litist vel á hana, þvi þau fundust oft eftir þetta, og töluðu sainan um alt mögulegt. Hann fékk að vita, að hún hét Edda Brend; en ckki annað. Upphaflega ætlaði hann að vera að eins 14 daga; en var í þess stað i 3 mánuði. Hann sagði henni að síðustu, að hann elskaði hana, og hún viðurkendi, aðl hún elskaði hann lika. Hann sagðist skvldi koma næsta haust, og þá gætu þau opinberað trúlofun sina. Hann fór aftur ,til Lundúna til þess að vinna þar af kappi. Aldrei skrifaði hann Eddu; en hún vissi, að hann elskaði sig. Frú Nesbit var dáin, svo hún gat ekki snúið sér til neinnar manneskju með leyndarmál þetta. Eftir að hann var farinn, langaði Eddu til að yfir- gefa Racket Hall. En hún hafði hvorki séð hann eða heyrt um hann getið siðan, fyrri en nú. Að hann var ætt frú Vavasour, það sárnaði henni, — því hún var i efa um, að hann kvongaðist sér, sem var einstæðingur. Edda vaknaði af draumum sínum, þegar frúin sneri myndinni aftur að veggnum. Eg vildi helzt fara ,til Lundúna til þess að sjá kæra drenginn minn’, sagði frúin. ‘Eg var fóstra hans, og hann hafði spurt prestinn nákvæmlega um mig, þegar þeir fundust. Presturinn sagði mér líka, að hann gjörði sér von uffl, að hann kæmi til að sættast við frúna. — Hann getur komið nær sem er’. Edda stóð upp. ‘Eg verð að fara til herbergis mins’, sagði Edda. ‘Það verður bráðum borðað, og eg má ekki koma of seint. Seinna eruð þér máske svo góðar, að segja mér alt um herra Vavasour, og láta mig vita, þegar hann kemur’. ‘Ráðskonan horfði fast á Eddu, en lofaði þó að verða við beiðni hennar. Hún fylgdi Eddu til herberg- is hennar, og gekk svo til sins herbergis, og þar beið frú Priggs hennar. Á leiðinni til herbergis sins hugsaði frú Macrey: ‘Ungfrú Brend er ástfangin af Dugald, og það getur verið, að hann hafi minst á ást við hana; en — að giftast henni, þernunni, — það gjörir hann ekki’. Edda kom nógu snemma til máltíðarinnar, en var fremur þögul. Frú Vavasour var þar á móti mjög inál- hreyf, og tók ekki eftir þunglyndi Eddu. Þegar þær voru búnar að borða, fór Edda að líta á blómagarðana og gróðrarhúsin. Klukkan 3 kom vagninn að dyrun- um; frúin settist í aftara sætið og Edda beint á móti henni. Þær óku ofan fjallið til litils þorps, sem hét Brae Tov/n, og svo upp fjallið aftur aðra leið, sem var verri en hin; þær komu mátulega til að geta haft fataskifti fyrir dagverð. Eftir dagverð lék Edda á pianó í stóra salnum, og klukkan 10 fór frú Vavasour til herbergis sins og Edda til sins. Hún vakti lengi og skrifaði langt bréf til ungfrú Powys; hún lýsti öllu nákvæmlega fyrir henni, nema uppgötvun sinni um kærastann. Svo fór Edda að hátta. Morguninn eftir tók frú Priggs bréfið og lagði af stað til Lundúna. Næstu tvo þrjá dagana var alt rólegt. Frú Vava- sour var nokkuð önug og grunsöm gagnvart Eddu, en góða lundin og fjörið hennar Eddu sigraði, svo frúin fór að þrá að hafa hana hjá sér. Þriðja daginn kom pósturinn með tvö bréf til frú Vavasour. Hún frestaði að lesa þau, unz hún var komin í viðtalsherbergi sitt; þá leit hún á frímerkin og sagði: ‘Hum’, sagði hún. Þetta bréf er frá Grétu Cameron, ungri stúlku, sem mér þykir vænt um. Hún skrifar af- ar illa, svo eg vil biðja yður að lesa það fyrir mig’. Edda gjörði það. f bréfinu stóð, að Gréta Cameron þráði svo inni- lega að sjá sína kæru, kæru ömmu, og að hún ætlaði að koma til Ben Storm Castle á morgun, til að dvelja þar eina'viku. ‘Bréfið er dagsett í gær, svo hún kemur þá í dag’, sagði frúin. Edda braut bréfið saman og-fékk frúnni það. ‘Hitt bréfið er frá prestinum, sem er vanur að borða hjá mér dagverð. Lesið þér það líka fyrir mig; mig langar til að vita, hvað hann skrifar um, en sem hann getur ekki sagt niér’. Edda opnaði og las bréfið: “fírae prestssetri, 20. ágúst. “Mín kæra vinkona! “Eg skrifa yður þetta bréf sem prestur, og sem niaður, er fúslega vill stilta til friðar milli tveggja eðallyndra persóna, sem hafa vilst af réttum vegi. Eg heimsótti Dugald, eins og þér vitið, í Lundúnum. “Eg sá að hann vann með kappi, hegðaði sér sóma- samlega, og fylgdi þeim reglum, sem honum voru kendar í æsku. Hann heiðrar yður og yðar nafn. Eg bauð honum að koma og heimsækja mig, eins og þér vitið; en í dag fékk eg bréf frá honum, skrifað í litlu þorpi í Yorkshire, þar sem hann hefir dvalið nokkra daga. Þetta bréf cr skrifað meðan hann er mjög hryggnr, og eftir að hann hefir orðið fyrir óhappi, að mér skilst, — hann segist vera þrcyttur af Lundúnum, og ætlar nú að koma og heimsækja mig þann 20. þ. m. Bréfið hefir einhvern veginn tafisl; en samkvæmt því kemur hann í dag. “Má eg ekki biðja yður um það, frú, að sættast við hr. Dugald Vavasour, áður en þér farið héðan úr þess- um heimi? Viljið þér ekki enda líf yðar með því, að vera réttlát og miskunnarsöm gagnvart ungum manni, sem verðskuldar velvild yðar? Eins og nú stendur er eg neyddur til að svifta mig ánægjunni af minni viku- legu heimsókn til Ben Storm Castle. Eg er hræddur um, að það samband, sem eg hefi gjört við frænda yð- ar, vekji óvilja yðar tit mín; en um leið og eg- óska þess innilega, að verða ekki fyrir óvitd yðar, sem mér yrði þungbær sorg, — má eg ekki gleyma stöðu minni, og skyldunni, sem á mér hvílir gagnvart þeim herra, sem eg þjóna. “Með mestu virðiagu og hugann fullan af von, er cg, kæra og heiðursverða frú, yðar einlægur vinur J. Macdougal". Frú Vavasour studdi hökunni á stafinn sinn með- an Edda las bréfið. ‘Jæja’, sagði hún, þegar Edda var búin að lesa; ‘eftir allan þann greiða, /sem eg hefi gjört honum, kem- ur hann til mín á þenna hátt. Hann heldur að eg sé við það að deyja, og hann er svo kurteis að segja mér, að hann vilji vera vinur Dugalds. En presturinn er samt sem áður vitgrant góðmenni. Máske forsjónin eigi hér hlut að máli, — þau koma bæði i dag, Dugald og Gréta. Eg skal fyrirgefa Dugald, ef hann kvongast Grétu. Skrifið þér MacDugald fyrir mig, og segið hon- um, að ef Dugald vilji ganga að skilyrðum mínum, væri mér ánægja að þvi, að hann og presturinn kæmu hingað strax. Eg sigra þá a endanum, eins og þér sjá- ið. Eg skal lifa nógu lengi til þess að vera vitni að því, að hinn ungi ættingi minn gangi að eiga Grétu Cam- eron’. , Gamla konan hálfhló af ánægju. Föl i andliti og sorgþrungin i huga skrifaði Edda bréfið, sem gamla konan las fyrir. 27. KAPITULI. Vonbrigði frú Vavusour. Dagurinn var nærri liðinn, þegar vagninn trá Cam- eron koin; hann var gamail og sterkur og fvrir hon- um voru 4 sterkir hestar. Auk ökumanns voru á sæt- inu að framan tveir þjónar. Allir voru menn þessir í einkennisbúningi. Unga stúlkan, erfingi að Cameron, sat inni í vagn- inum, ásamt herbergisþernu sinni. Loks nain vagn- inn staðar við dyr hallarinnar. Gamli þjónninn, serú tók á móti Eddu, stóð ber- höfðaður fyrir neðan tröppuna, meðan þjónn ungfrú Cameron hjálpaði henni út úr vagninum; svo fylgdi hann ungfrúnni að dyrunum; þar beið hennar frú Macray. Þetta voru óbreytanlegir siðir á Storm Castle. Frú Vavasour tók ahliei á móti neinum gesti,, fyrri en hann var búinn að hafa fataskifti og skreyta sig eftir ferðalagið. Frú Macray fór með ungfrú Cameron til þess her- bergis, sem henni var ætlað, — það var beint á móti herbergi Eddu, hinu megin við ganginn, og miklu skrautlegra. Ungfrú Cameron bjó sig með hjálp þernu sinnar, og stundu seinna kom hún ofan í stóra salinn, um leið og ljósin voru kveikl. Salurinn var afburða bjartur og Skrautlegur, ilm- andi blóm á allar hliðar, og inn um opna gluggann streymdi hið heilnæma fjallaloft. Frú Vavasour hafðí fengið sér sæfi í háum stól, mjög skrautlegum. Frú Vavasour var á afar kostbærri kápu úr purp- uralitu flaueli, fóðruð með hreysikattarskinnum; en þrátt fyrir skrautið minti hún mann á galdranorn. Edda var i dökkum fötum, föl en fjörug og glöð eins og vant var, þó í huga hennar byggi sorg, kviði og efi. Frú Vavasour stóð upp og gekk á* móti ungu vin- stúlkunni sinni., Ungfrú Cameron æpti af gleði, og þaut í fangið á gömlu konunni. ‘ó, mín góða, allrabezta amma, — það er heill mánuður síðan eg hefi séð þig, og eg var nærri dauð af löngun eftir að sjá kæra andlitið þitt’. ‘Mér þykir líka vænt um að sjá þig’, sagði gamla konan. ‘Það er meiri hepni en þú heldur, þó eg sé ekki lengur einmana’. Frú Vavasour slepti Grétu og sagði: ‘Ungfrú Cameron, þessi unga stúlka er lagsmær mín, ungfrú Brend. Hún er mér mjög geðþekk. Ung- frú Brend, þetta er ungfrú Cameron frá Glen Cameron, ein af rikustu stúlkunum á Skotlandi og uppáhaldsgoð mitt’. Edda hneigði sig kuldalega, en hin með miklu drambi. Ungfrú Cameron hafði verið lýst sem fagurri stúlku fyrir Eddu; en hún var alt annað en fögur. — Hún var há, limastór, freknótt; kinnbeinin há, ennið lágt: fiskblá augu; rautt hár; afarlitið nef, en voða- lega stór munnur. Fatnaður hennar var sannarlegt listaverk og kost- bær. ‘Ný lagsmær, bezta amma?’ sagði Gréta. ‘Eg hélt þú værir búin að reyna þær allar’. ‘Ó, já. En ungfrú Brend er í rauninni ekki lags- mær; hún er stúlka af heldra tagi, og vinstúlka vin- stúlku minnar. Þú manst eftir ungfrú Powys?’ ‘Ungfrú Powys, sem enginn gat aðhylst; já, eg inan eftir henni, hún kom hingað oft’. ‘Og kemur aftur, vona eg. Henni þykir afar vænt um ungfrú Brend. Þið verðið að likindum mikið sam- an og ættuð að verða vinstúlkur’. Ungfrú Cameron brosti lítillátlega til Eddu; en hún svaraði með kuldalegu og stoltu brosi. Frú Vavasour settist aftur og bað Grétu að fá sér sæti. ‘Góða Gréta min, þú kemur á hentugum tima. — Þú getur ekki hugsað þér á hverju meg á von i dag?’ ‘Það er þó liklega ekki — hr. Vavasour?’ stamaði hún. ‘Jú, góða mín. Dugald kemur heim’. ‘ó, það er ágætt, ánægjulegt, undursamlegt’, hróp- aði Gréta. ‘Dugald kemur heim? Þú hefir fyrirgefið honum? Hvað þýðir þetta?’ ‘Það þýðir það, að Dugald er að verða skynsam- ur aftur; hann hefir verið eitt ár í Lundúnum og liðið illa, og nú held eg hann sé i Brae prestssetrinu’. ‘Svo nálægt. Þá kemur hann bráðum’, sagði Gréta glöð í bragði. Frú Vavasour leit !á klukkuna. ‘Já, hann kemur strax. Eg hefi frestað dagverð- inum til kl. 7 hans vegna. Og þá kemur hann. ‘Ó, eg er svo glöð’, sagði Gréta, ‘mér hefir fallið svo þungt að vera orsök að ósamlyndi ykkar’. ‘Það var hann, sem var orsök þessa ósamlyndis, Gréta, en ekki þú. — Eg hefi stöðugt þráð hann, og eg veit að hann elskar mig, en nú vona eg að hann komi heim’. ‘Já, eg veit hann gjörir. En ef hann kemur, er eg þá ekki til óþæginda?’ ‘Ertu hætt að elska Dugald?’ spurði frúin talsvert hörkulega. Ungfrú Cameron svaraði þvi neitandi. ‘Þá skaltu vera kyrr. Eg ^jörði það að skilyrði, að hann kvongaðist þér, ef hann vildi ná sáttum við mig. En annars má hann ekki koma’. ‘Hann kemur líklega og hlýðnast þér’, sagði Gréta mjög ánægjuleg. — ‘En hlustaðu. Er þetta ekki vagn- skrölt?’ Frú Vavasour gekk að glugganum. Gréta sömuleiðis. Edda stóð sem myndastytta og studdi annari hend- inni á hjartað, sem barðist ákaft. ‘Nú fæ eg að vita, hvers konar maður hann er’, hugsaði hún. ‘Eg get auðvitað ekki gifst honum, — en að hann kvongist Grétu fyrir peninga, því trúi eg ekki’. Dauðaþögn var í salnum; en svo hrópaði frú Vavasour: ‘Það er enginn vagn; það er maður riðandi’. Gamla konan studdi sig við stafinn, gekk svo að stólnum og settist aftur. Maðurinn reið heim að dyrunum. Gréta læddist aftur að stólnum sínum; en Edda stóð kyr, föl sem liðið lík. Minúturnar liðu. Loks var barið að dyrum, og inn kom aldraður þjónn með bréf, sem hann rétti frúnni. ‘Bréf', sagði frúin. ‘Hvar er Dugald?’ ‘Með yðar leyfi, frú’, sagði þjónninn, ‘sendimað- ur prestsins kom með bréf til yðar, og hann bíðitr eft- ir svari’. ‘Máske Dugald sé veikur á prestssetrinu?’ sagði Gréta. ‘Veikur?’ sagði frú Vavasour ineð hásum róm. — ‘Ungfrú Brend, takið þér bréfið. MacDonald, segið þér sendimanninuin að bíða. Nú, ungfrú Brend, nú gctið þér lesið bréfið’. Þjónninn fór. Edda opnaði bréfið og las hátt. Það var frá prestinum. Brae prestssetri, 20. iigiist. “Heiðraða frú! Eg læt yður hér með vita, að hr. Vavasour er hjá mér á minu heimili. Eg hefi sagt honum frá skilyrð- unum, sem þér setjið fyrir því, uð hann nái aftur ást yðar scm réttmætur erfingi. Hann er eðallyndur mað- ur, elskar yður og verðskuldar ást yðar. En hann seg- ir, að þó honum þyki vænt um yður, þá gcti hann ekki rýrt sjálfsvirðing sína með þvi, að kvongast ungfrú Cameron. En, heiðraða frú, eg bið yður innilega, að sættast við ættingja yðar, hvað sem nngfrú Cameron liður”. Bréfið endaði með marg-endurteknum bænum um að taka Dugald i sált. Edda var skjálfrödduð meðan hún las bréfið; en undir niðri var hún afar glöð yfir þvi, að kærasti henn- ar var henni tryggur. Ungfrú Cameron brá vasaklútnum að auguin sín- um og sagði stynjandi: ‘ó, guð minn góður, eg vildi að eg hefði ekki komið hingað Þetta bréf er móðgun gegn mér. Hann hatar mig og kvongast mér aldrei; og eg hefi neitað mörgum góðum tilboðum, af því þú sagðir, frú Vava- sour, að hann mundi með tímanuin knéfalla fyrir mér. Eg hefi verið svikin og inætt rangindum, og nú er eg fyrirlitin. Eg fer heim á morgun — þó það drepi hestana’. Þessar kvartanir höfðu söinu áhrif á frú Vavasour og eiturflugna stungur. Hún vaknaði. ‘Hann þverskallast þá enn þá við skipan minni!’ sagði frúin. ‘Hann metur sinn vilja meira en minn. Ungfrú Brend!’ ‘Já, frú’, svaraði Edda. ‘Náið þér í ritföngin’. Edda kom með þau að borðinu hjá frúnni. ‘Skrifið þér nú það, sem eg segi, og hvorki meira né ininna’. "Frú Vavasour viðurkennir, að hafa fengið Mac- Dugalds bréf. Hún hefir það eitt að segja, að hún ósk- ar, að ullar bréfaskriftir viðvikjandi Dugald Vavasour, hætti. Sáttatilraunir hans eru gagnslausar. Hún vill hvorki heyra nafn hans né sjá andlit hans oftar. Eins og hann hefir sáð, uppsker hann!" ‘Eruð þér búnar, ungfrú Brend? Gott. Skrifið þér utan á til hr. MacDougal, Brae prestssetri’. Edda gjörði það. ‘Og nú’, sagði frú Vavasour með hörkulegri raust, 'verð. þér að sKrifa annað bréf. Það er stutt, að eins þessi orð: ‘Frú Vavasour óskar að tala við hr. McKay frá Kirkfaldy, hér á fíen Storm Castle, eins fljótt og hann getur komið”. Þetta bréf var líka skrifað. ‘Gjörið þér svo vel að hringja, ungfrú Brend’, sagði frúin. Klukkunni var hringt og þjónninn kom. ‘Fáðu sendimanninum prestsins þetta bréf, Mac- Donald’, sagði frú Vavasour, ‘og sendu svo mann á fljótasta hestinuin i hesthúsinu með þetta bréf, til herra McKay í Kirkfaldy. Segðu honum, að halda á- fram án þess að koma nokkursstaðar á leiðinni. Sendu nú áreiðanlegan mann’. MacDonald tók bréfin og fór. ‘Hver er þessi McKay í Kirkfaldy, amma?’ spurði Greta. ‘Og hvað getur hann gjört við Dugald?’ ‘McKay er lögmaður minn. Og eg gjöri honum boð til þess að hann semji erfðaskrá mína. Eg hefi beðið árangurslaust; en nú ætla eg að skilja Ben Storm Castle eftir handa óskyldum persónum mér. Dugald fær ekkert eftir mig’. 28. KAPÍTULI. óendanleg ánægja. Helen stóð við gluggann og horfði niður i garðinn. Alfons hélt á björtu blysi yfir höfði sér, svo unga stúlkan sá alt glögglega. Barúninn og jarlinn láu reykj- andi i grasinu; bak við þá stóð eldabuskan og ráðs- konan; en þar sem bjartast var, stóðu söngvararnir. Helen horfði á þann eldri, sem var að syngja. I herbergi Helenar var góð birta, svo að söngmað- urinn, sem horfði þangað, hlaut að sjá hana, og ef hann hafði séð hana áður, hlaut hann að þekkja hana. Helen opnaði neðri helming gluggans og hallaði sér út um hann. ‘Það er Ronald — já, það er hann!’ tautaði hún. ‘Hann lærði þetta lag j fyrra í Týról, og hefir oft sung- ið það fyrir mig. En hann er snildarlega dulbúinn’. Þegar hinn eldri hætti að syngja, tók hinn yngri við og skemti með nýju lagi. Hinn eldri gekk inn í skuggann að húsveggnum; leit síðan upp, en enginn tók eftir hreyfingum hans, nema Helen. Hún sá hann gjöra svo þýðingarmiklar bendingar, sem sýndu að hann vildi ná sambandi við hana. ‘Skiljið þér ítölsku, lávarður’, sagði hinn eldri við barúninn, þegar sá yngri var hættur að syngja, og tal- aði við hann á frönsku. ‘Nei’, sagði barúninn. ‘Þegar maður kann frönsku og ensku og hefir næga peninga, þá er óþarft að læra fleiri mál’. ‘Að undantekinni spænskunni; hún er guðamál’, sagði jarlinn, ‘en italska er fyrir börn, þó eg skilji ekki eitt orð, eg fæ aldrei neina meiningu út úr ítölskum orðum’. ‘Það er slæmt’, sagði Týrólarinn. ‘Eg kann ítölsku, og eg mæli af munni fram á þvi máli’. ‘Jæja. Lofið þér okkur að heyra mælsku yðar’, sagði jarlinn. Hann kastaði handfylli af koparskildingum tíl mannsins, sem hinn yngri tíndi upp; en sá eldri lék forleik á hljóðfærið og byrjaði svo á söngum, sem f rauninni var fremur upplestur en söngur. Meðan hann las upp, aðgætti hann svip þorpar- anna, sem láu reykjandi i grasinu. Það var sjáanlegt, að hvorugur þeirra skildi eitt einasta orð. Það var líka gott, því söngurinn var að eins bend- ingar til fanganna í turninum. Söngvarinn bað hana að hafa kjark og von, því vinur væri í nánd. Hún mætti ekki hljóða, þó þessi vinur væri kærasti hennar; en hún yrði að gæta vel að, því að hjálpin kæmi frá sjónum, um miðnætti sæi hún skip út um gluggann við rætur turnsins. Nú varð barúninum og jarlinum litið upp, og sáu Helenu í glugganum. Þeir héldu, að Helen mundi segja Týrólarmannin- um, að þær væru fangar i turninum. ‘Farið þið nú, við viljum ekki heyra meira’, sagði jarlinn hrottalega. ‘Alfons, fylgdu þeim út á barutina í skóginum’. Þeir fengu ekki einu sinni tíma til að láta hljóð- færin niður í poka sína. Alfons sá þá hverfa út myrkrið; sneri svo við og gekk inn í höllina. Helen settist agndofa. ‘Þetta var Ronald lávarður, Letty’, sagði hún. ‘En þessi söngvari var dökkur og digur; Ronald er ljós og grannur. Þeir eru ólikir.’ ‘Eg þekti hann glögt’. ‘Hann getur ekkert gjört fyrir okkur samt. Hon- um er ómögulegt að komast til okkar’. ‘Jú, hann sagði mér á ítölsku, að hann yrði undir turnglugganum um miðnætti, og ætlaði að frelsa okkur’. ‘En það eru 300 fet frá efsta tindi turnsins niður að sjónum, ungfrú’. ‘En við erum 20 fetum neðar en toppurinn; frá okkur eru 80 fet að eins niður að klettinum. Ef Ron- ald heldur, að mér sé óhætt að fara, þá er eg fús til að reyna það’. ‘Þar sem þér getið farið, þar get eg líka farið’, sagði Letty. Innköllunarmenn Heimskringlu: 1 CANADA. F. Finnbogason Árborg F. Finnbogason Arnes Magnús Teit Antler Pétur Bjarnason . Páll Anderson Sigtr. Sigvaldason Lárus F. Beck Brú „...Baldur Beckville F. Finnbogason Ragnar Smith Bifrost Brandon Hjálmar O. Loftson Bredenbury Thorst. J. Gíslason Jónas J. Húmfjörd Brown Burnt Lake B. Thorvordsson Óskar Olson Oalaarv Churchbrigde J. K. Jónasson Doa Oreek .T. H. Goodmanson Elfros F. Finnbogason Framnes John Januson Foam Lake Kristmundur Sæmundsson. Gimli G. J. Oleson Glenboro F. Finnbogason Bjarni Stephansson Geysir Hecla F. Finnbogafon J. H. Lindal Hnausa Holar Andrés J. Skagfeld Hove Jón Sigvaldiason Árni Jónsson Icelandio River Isafold Andrés J. Skagfeld Jónas J. Húnfjörð Ideal Innisfail G. Thordarson Keewatin, Ont. Jónas Samson Kristnes J. T. Friðriksson Kandahar Thiðrik Eyvindsson Oskar Olson Lögberg Lárus Árnason Leslie P. Bjarnason.... Lillesve Eiríkur Guðmundsson Lundar Pétur Bjarnason Miarkland Eirfkur Guðmundsson John S. Laxdal Mozart Jónas J. Húnfjörð Markerville Paul Kernested Narrows Gunnlaugur Helgason Nes Andrés J. Skagfeld St. O. Eirikson Oak Point Oak View Pétur Bjarnason Otto Sigurður J. Anderson Pine Vallpy Jónias J. Húnfjörð Hpd Dfífír Ingim. Erlendsson Wm. Kristjánsson Snmarliði Kristjánsson Gunni. Söivason Selkirk Runólfur Sigurðsson Semons Paul Kernested líalliir Hallson A. Johnson Sinélaff Andrés J. Skagfeld Snorri Jónsson Tantállon J. A. J. Lindal Victoria B O Jón Sigurðsson Vidir Pétur Bjarnason Ben B. Bjarnason Thórarinn Stefánsson Winnipfig-osiíi ólafur Thorleifsson Wild Óak Sigurður Sigurðsson _Winnipeg Beach Thidrik Eyvindsson .Westbonrnft Paul Biarnason Wvn varrl í BANDARlKJUNUM. Jóhann Jóhiannsson Akra Thorgils Ásmundssoh Blaine Sigurður Johnson Jóhann Jóhannsson Cavalier S. M. Brciðfjörð Edinborg S. M. Breiðfjörð Gardar Elís Austmann Grafton Árni Magnússon _Hallson Jóhann Jóhannsson _Hensel G. A. Dalmann Ivanhoe Gunnar Kristjánnson Milton, N.n Ool. Panl .Tohnson Mountain G. A. Dalmann Minneota Einar H. Johnson Spanish Fork .Tón .Tónsson, bóksali Svold Siaurður .Tónsson UDham

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.