Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEÐS , HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTX fc, BULBS AND SHRUBS . 1 PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUg' Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S0 DONALD STREET, WINNIPEG Snæbiiirn Olson Jan. 16 Box 4a3 XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. NÓV. 1915. Nr. 6 Charles Tupper lát mri Ráðherraskifti áFrakk-l Breta konungur hætt Seinustu fregnir af GENGINN í HERINN. inn. landi. kominn. Vilhjálmi Stefánssyni •S. Aristide Briand tekur við. Ekki stafar það af neinum bylt- ingum, að ráðherraskifti verða þarna, þvi að sumir ráðgjafarnir skifta að cins um sæti, svo sem Viv- iani, sem áður var forsætisráðherra. En suniir eru líklega orðnir þreytt- ir og vilja lofa öruggum og einbeitt- um og óþreyttum mönnum að kom- ast að. Aristide Briand er alþektur stjórnmálamaður Erakka, einhver mesti skörungur þeirra, og er viðbú- Ilinn 27. október konist Georg Bretakonungur í allmikla hættu, er hann var að líta yfir, hvernig gengi á vígvöllunum. Fóru Evrópublöðin uin það mörgum orðum. Konungur var þar með Poincare, forseta Frakklands, og Joffre hers- höfðingja og prinsinum af Wales. Iín þá vissu þeir ekki fyrri til, en Þjóðverjar fóru að skjóta og gjörðu hríð nokkra. Komu j)á 4 sprengi- kúlur niður, eitthvað 200 skref frá konungi og Poincare forseta, — en j)ó hurð . .. * i- , - ,• . | hvorugan sakaði og skall íð, að hrakkar verði engu linari ." ö undir forustu hans en ræðuskörungs j ‘læt 11 æ unl' En daginn eftir var konungur ins Vivani. í f.vrsta sinni eru i ráðaneyti jjessu menn af hinum mörgu stjórn- málaflokkum á þingi P'rakka; þeir taka nú allir höndum saman og vinna að því í sátt og bróðerni, að reka Þjóðverjana af höndum sér.— Þetta sýnir, hvað I'rakkra eru nú samhuga og einbeittjr að fella niður allar deilur, til þess að bjarga j)jóð- inni úr klóin Þjóðverja. Af gjörbótamönnum (Radicals) eru þessir ráðgjafar: Bourgeois, fyrv. ráðaneytisforseti; Coombes, fyrv. ráðaneytisforseti, og Rene Ren- ault, einn af helztu forsprökkum radikala. , , Repúblíkan sósíalistar hafa : Bri- and, forsætisráðherrann; Viviani og prófessor Painleve. Sósíalister hafa þar: Jules (íues- de; Marcel Senibat og Albert Thom- as. Hægrimenn (Demókratar) hafal þar: Gabriel Guisthan og Joseph Thierry. Vinstrimenn hafa: Etienne Cle- mentel. Konungssinnar og klerkasinnar hafa j>ar til samans: Denys Cochin. ð yfirlita kanadisku herflokkana; j)eir hrópuðu þá fyrir konungi, en við jiað fældist hestur hans og féll kon- ungur af baki, og meiddist töluvert en j)ó ekki hættulega. Var j>á kon- ungur fluttur heim til Englands og er rúmfastur. En læknar segja, að hann séá góðum batavegi og muni bráðum heill lieilsu. Strokumenn teknir. Sir Charles Tupþer andaðist ha*gt og rédega hinn 30. október að morgni í Bexley Heath, Kent, Eng- land, óðalssetri Tupper-ættarinnar. Hann var 04. ára gamall. Sir Charles lifði lengst liinna merku manna. sem Canada-þjóðin nefnir heiðursnafninu: Fathers of thc Confederalion. Hann var einn þeirra og ekki minstur, sem komu á sambandi fylkjanna i Canada og mynduðu hið blómlega, sívaxandi fylkja-samband, sem nú kaliast einu nafni Dominion of Canada, og full- gjört var árið 1866. Sir Charles var einn hinn fyrsti maður, sem gjörði heiminum jiað kunnugt í ræðum og ritum, að Vest- urfylkin myndu verða hið mikla og óþrjótandi forðabúr Bretaveldis. — Það var hann, sem öflugast studdi Sir John A. Macdonald til að leggja járnbrautina yfir jjessar auðu slétt- ur og opna alt Vesturlandið fyrir straumi innflytjendanna. Það var hann, sem mestan þáttinn átti í jjví, að British Columbia var tekin inn í ' sambandið, eða gjört mögulegt að vera með, og var það járnbrautin, sem það gjörði. Eins og æfinlega á sér stað, var hann ofsóttur, hæddur og hataður fyrir spádóma sína um hina komandi velliðan Sléttufylkj- anna, — einmitt fyrir j)að, að sjón hans var skarpari og skýrari en fjöldans, eins og nú hefir á daginn komið. Hann kom inn í Dominion stjórn- ina 1870. Hann hefir verið forseti leyndarráðsins (Privy Council), IVlinister of Inland Revenue, Minis- ter of Customs, Minister of Publie Works, Minister of Raiiways and Canals, tvisvar High Commissioner á Englandi, forsætisráðherra og for- ingi andstæðinga Liberala á þingi. Hann var einn af fiskiveiðanefnd- inni, sem send var til Washington, og einn j)eirra er gjörðu samning- ana milli Frakklands og Canada. Sir Charles Tupper var atkvæða- maður hinn mesti og skörungur í orði og verki. Þegar vér sáum hann | fyrir mörgum árum, litum vér góðan meðalmann á hæð, en j>ykkan á vöxt og hvatlegan og fjörugan. — Iialin var ágætlega vel máli farinn, og flutti j>á eitt sinn ræðu i fulla 2 klukkutíma í Brydon Rink hér i horg. Voru þar fullar 2 þúSundir manna að hlusta á hann, og var svo mikill troðningur. er fólkið ruddist inn, að við meiðslum lá. Ræðan var sérstaklega skýr og ágætlega rök- studd, svo að j>ar rak ein hugmynd- in aðra í óslítanlegri röð. Var hún fram borin með mælsku og orðsnild og krafti. Það var enginn linleiki, heldur röksemd og kraftur. Nú eru yfir 20 ár síðan, og var Sir Charles þá um 70 ára að aldri; en enginn hefði trúað ])ví, sem hlustaði á hann og horfði á hann á ræðupallinum. IJann leit út fyrir tilsýndar og ræða hans og hreyfingar allar, sem þarna væri maður að tala milli-30 og 40 ára og það óþústaður og i fullu fjöri. Seinna kom liann til Winnipeg, ein- um 13—14 árum siðar. Vér sáum liann ekki jxá, en heyrðum sagt, að cllin væri farin að vinna á honuin, einkum fyrst er liann fór að tala; en svo hristi hann hana af sér, rödd- in varð sterkari, hreyfingarnar fjör- ítgri; orðin komu léttara af vörum li, ns; maðurinn varð allur yngri. Sir Charles hefir verið einn af hinum miklu og góðu mönnum Can- ada. Honum entist æfin til að sjá barnið vaxa og dafnast, sem hann studdi út á lífsins braut, — Vestur- ivlkin, sem hann lagði svo mikið til a gæfu og hollum ráðum. Þroskaár hans voru full framkvæmda; æfi- kvölcl hans fagurt og rólegt. En nafn hans stendur skráð skýru letri á minnisspjöldum Canada um aldir íram Sonarsonur Sir Charles, Charles Stuart Tupper, alþektur lögmaður hér i Winnipeg, tekur við baróns- tigninni og feðraeignunum. Hann er nú um það að fara sem herfor- ingi með Cameron Ilighlanders héð- an úr Winnipeg til Englands. Armenar hér um bil upprættir. Flugdreka-floti Frakka. Frakkar eru nú að fullkomna og útbúa flota stórann af 5000 flug- drekum, sem þeir ætla að senda iit yfir þýzkaland til að eyðileggja vopnasmiðjur Þjóðverja. Margir hinna merkustu Frakka, heimsfræg- ir menn, auðmenn, vísindamenn, skáld og stjórnmálafræðingar, eru frumkvöðlar að þessu. , Sýningin ljóta. 1 Petrograd var nýlega opnuð sýning á grimdarverkum Þjóðverja. Eru þar myndir af sárum hermann- anna, sem j>eir hafa fengið af kúl- um, er springa í sárinu, eða fletjast út og rífa stór stykki úr mönnum. Þar eru og skýrslur af fimm þúsund fólskuverkum þeirra, sem fullsannað er að þeir hafa framið. Áður en striðið byrjaði voru eitt- hvað 1,200,000 — ein millíón og tvö hundruð þúsund -— Armeníumenn í lönduni Tyrkja; en nú segja Armen- iumenn, sem flúið hafa til Tiflis i Kákasuslöndum Rússa, að ekki sé meira eftir af þeim en tvö hundruð þúsundir í Tyrkjalöndum. Tyrkir eru sem næst búnir að uppræta ]>á. 850 þúsundum hafa þeir slátrað, ungum og gömlum, konum sem körlum, nema þeim j>eirra — helzt ungum konum og stúlkum —, sem þeiin leizt á og j>eir tóku í þrældóm, en neyddu um leið lil að afsverja trú sína. Nokkrum fleiri hafa þeir lofað að hjara með því að þeir af- neituðu kristinni trú og játuðu trú sína á Mahómet, og svo mun þeim mörguin varið, af þessum 200000 j)úsundum, sem eftir eru. Til Riiss- lands komust núna í seinustu of- ' ókninni eitthvað 200,000. Og nú er foringi einn í Rússaher, Tarkom að nafni, nýgróinn sára sinna að búa sig undir að safna her- flokki einum af Armeniumönnum i balkanrikjunum, Rússlandi, Egypta- landi, ftalíu, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Canada, til j>ess að berja á Tyrkjanum. Hann er víst Armeníumaður sjálfur. Býst hann við að, fá ef vel gengur, einar 30— 40 þúsundir og ekki minna en 10 þúsundir. Hann segir að ómögulegt hafi verið að liindra, að Tyrkir slátruðu niður Arineníumönnum. En jiað mætti kannske bjarga ein- hverjum af þessum fáu, sem eftir lifa. Og þegar friður kæmist á, mætti að líkindum fá heimfarar- leyfi handa hinum, sem úr landi eru flúnir. Kapteinn Tarkom hafði barist hraustlega með Rússum i Galiziu þangað til hann særðist. Þegar Serbar sáu, hvað uppi ætl- aði að verða, og að j>eir voru milli steðjans og sleggjunnar, þá er sagt, að j)eim hafi ekki litist á og búast við, að með sig yrði farið sem Belgi eða Pólverja og nú seinast Armeníu- menn. Þeir leituðu tit sendiherra Randaríkjaiina, og báðu hann að vita, hvort Randaríkin gætu ekki komið í veginn fyrir, að Þjóðverjar og Búlgarar strádræpu sig niður, menn, konur og börn. Hið sama gjörðu Armeniumenn, en Tyrkir sintu ekki ummælum Bandaríkjanna og fóru sínu fram, hvað sem ]>eir sögðu. Eins og menn nnrna rendi þýzka ræningjaskipið, Kronprins Wilhelm, í vdtur inn á höfn í Bandaríkjunum, eftir að hafa lengi farið um sjóinn og sökt varnarlausum skipuni bæði lyrir Bretum og Bandaríkjamönnum. Það flúði inn á höfnina undan her- skipum Breta. — Bandaríkjamenn settu skipið í liald og alla menn þess. En foringjarnir voru látnir vera lausir gegu þvi, að þeir lofuðu því upp á æru sina og trú, að stelast ekki burtu. Þessu lofuðu þeir há- tíðlega. En ekki leið á löngu áður en for- inginn sjálfur strauk burtu, sem matreiðslumaður á skipi, sem fór til i vópu. Og nú fyrir nokkru hurfu hiiVfr/ foringjarnir með skipinu eða j .ktinni Eclispe hinn 10. október. En nú-kemur fregn um, að eitt af herskipum Breta hafi rekist á jakt- ina nálægt Bermuda-eyjum, tekið uf henni strokumcnnina og aðra menn ella, er á henni voru, og sökt svo jaktinni. Þeir höfðu tekið upp hinn sama starfa, sem þeir höfðu áður, Þjóðverjarnir, og farið að ræna. Radko Dimitrieff er foringinn. Hann stýrir hersveitunum, sem Hitss- ar senda til hjalpar Serbum. Badko Dimitrieff var alþektur í Balkanstriðinu fyrra. Hann var þá foringi Búlgara og var kallaður; “Napóleon Búlgara”. Hann hefir kent Búlgörum alt sem j>eir kunna til hernaðar. Þótti hann ágætur foringi. Hann var sendiherra Búlg- ara hjá Rússum, þegar striðið hófst og sagði undir eins af sér sendinerra embættinu og bauð Bússum þjón- ustu sina; en þeir tóku glaðir 6 móti honum. Hann var aðalforingi Rússa með Russky, þegar þeir tóku Gal- izíu. Um hann ganga ótal sögur, og segja sumir að liann sé æfintýra- maður (fortune hunter) og sé upp- haflega Englendingur. En líklega er jiáð orðasveiinur. Hann á nú að vera foringi hersins, sem Rússar senda til hjálpar Serbum, að berja á Búlgörum og stöðva Þjóðverja. Hinn 28. október var hann í Buch- arest, höfuðstað Riimena, að fá leyfi til að fara með her Rússa yfir lönd jjeirra og sjálfsagt að herða á þeim, að slást í förina líka. Blaðið Toronto Clobe hefir fengið þessar fregnir frá Vilhjálmi Stefáns- syni, rétt áður en hann var að leggja upp i ferð sína, til að kanna lönd J)au hin nýju, sem hann hefir fund- ið. Hann býst við að koma aftur að ári liðnu. Hann kvíðir engu og seg- ir að alt utlit sé nú betra en nokkru sinni áður, síðan hann skildist við Karluk. Bréfið er j>annig: - “Cape Kellett, Banks Island 3. sept. 1915 Via Circle City, Alaska, 26. okt. “Skipið North Star sigldi héðan 34. ágúst og stýrði því Wilkins, frá Adelaide, Ástralíu. Var hann hinn eini Breti, að sjálfum mér undan- teknum, sem var í þessari norðurför. Skipið North Star á að fara til Prince Albert Land og Melviile eyj- ar og fara hjá hiifðunum Alfred og Pottersly. Fjóra háseta hafði Wil- kins með sér. En skipið Polar Bear leggur upp í dag undir forustu niinni og hefi eg með mér hina livítu menn og níu Eskimóa i norðurferðina. Vér höf- um nú í förinni eitt hundrað hunda 1 staðinn fvrir 20, sein vér höfðum seinast og allur útbúnaður er sá bezti, sem cg hefi haft siðan Karluk rak frá mér. Ef að vér verðum ekki ohepnari en i hinni seinustu ferð, l*á ættum vér að Ijúka við rann-j sóknina vestur að 145. hádegisbaugj og norður að 82. gráðu norðlægrart breiddar. Eg býst við að koma hér suður nívsta ár. en hefi forða nægan fyrir 2 ár. Og j»ó að sá tími liði svo, að ekki spyrjist af okkur, jjarf enginn ;:ð óttast l)að, að sultur verði oss að fjörlesti, þó að slys geti náttúrlegu komið fyrir oss sem aðra”. f rannsóknarferð þessari ætlar Vilhjálmur nú fleiri hundruð mílur inn á alveg ókunnar slóðir, eða inn á fláka j)á hina miklu, sem á landa- hréfum eru merktir nreð orðinu: “unexplored” (ekki rannsakað). — Þessir staðir tveir, sem Vilhjálmur ætlar að ná, 145 gr. vestur og 82. gr. norður, eru langt norður og vestur af landi því, sem hann fann hinn 18. júní. Staðurinn, sem hann ætlar að lenda á hinu nýfundna landi sínu, er á 78. gr. norður og 117. gr vestur. Þessa þrjá daga, sem liann var þar i sumar, var þykt í lofti, er j)eir fé- lagar héldu austur með ströndinni, nema einn dag, er þeir gátu séð til lofts og mælt hvar j>eir voru. Voru ]>eir þá á 77. gráðu 4:. míniitu norð- lægrar breiddar og 115. gráðu 43. minútu vestlægrar lengdar. Þetta hið nýja land ætlar Vil- hjálmur að rannsaka á ferð þessari. Eandið er á að gizka á stærð við Grænland og stefnir oddi landsins að pólnnin. Það-er stærra en Mani- tcjþa, Saskatchewan og Alberta til samans. Allir íslendingar öska Vilhjálmi Stefánssyni til hamingju og lukku á ferðum sínum. Sex nýjar hersveitir á að mynda í Winnipeg Sex nýjar hersveitir (battalions) eða nálægt 7,000 manns, þegar 1100 eru i hverri hersveit á að mynda liér í borginni. Menn ætla að þetta verði það minsta, sem hér verði safnað, enda virðast menn hópa sig á stöðvarnar, þar sem hinir nýju menn skrifa sig í herinn. Það er eins og menn séu að verða ákveðnari og einbeittari í því, að standa nú með Bretum og gamla Englandi svo að dugi. Og er því búist við, að margt verði hér um hermenn i borginni vetur. Eaton býður fram $200,000. Dr. Beland, Þingmaður i Ont- ario, ungur maður, fór til Belgiu til að sjá unnustu sína rétt áður en stríðið hófst í fyrra. Þegar þangað kom kvæntist hann unnustu sinni, sem var ein af hefðarkonum Belga, og voru þeu að skemta sér, þegar stríðið skall á. Dr. Beland var lækn- ir góður og gekk sem herlæknir i lið Belga. Nokkru seinna var hann fangaður og fluttur til Þýzkalands. Margar tilraunir voru gjörðar til að fá hann lausan, en ekkert dugði. Seinast bauð Eaton 200,000 doll- ara, ef Þýzkir vildu láta hann laus- an; en ekkert hefir þvi orðið á- gengt enn. ItúTFH SIGURÐVK SÖLVASOX. frú VVestbonrne. 100,000 hermenn enn. Dominion stjórnin hefir ákveðið, j:ð safna um 100,000 hermönnum hér í Canada í viðhót við það, sem kom- ið er. Áður var stjórnin búin að á- kveða, að safna 150.000, hinn 6. júlí síðastliðinn; verða j)á samtals her- menn, sem Canada leggur til, 250 jnisund eða einn fjórði hluti úr millíón. Þó að stjórnin hefði áður ákveð- ið að safna að eins 150,000 hcrmönn- um, ]>á voru þó 173,000 gengnir í herinn. Af þeim voru 101,500 komn- ir úr landi á vígvellina, en 71,500 tit og frá í Canada við heræfingar. — 1‘etta sýnir bezt, hvort Canada ekki tekur ]>átt í þvi að verja hið hrezka ríki, og hefir ekki á öðru borið, en að einlægt hafi mátt fá fleiri menn tn um hefir verlð beðið. Cengur þó úr mikill fjöldi manna: Allir hinir nýkomnu innflytjendur frá löndum þeim, sem Bretar eru í stríði við og margir annara ]>jóða menn, sem ekki eru af Breta kyni. Áætlunin um tölu hinna nýju her- manna úr hverju fylki er þessi: Manitoba ................ 9,000 Saskatchewan............. 9,000 Ontario ................ 27,000 Alberta.................. 7,000 British Columhia......... 8,000 Quebec................... 8,000 Nova Scotia ............. 4,000 New Brunswiek............ 4,000 Prince Edward Island .... 1,000 Samtals........... 77,000 Þegar við tölu ]>essa bætast þau 23,000, sem komið var fram yfir áður, þá fyllir |>að töluuna 100,000, cða alls 250,000. NÝ VETRARHÖFN FYRIR RÚSSA. Rússafloti ægir Búlgörum. Herfloti Rússa hefir nú lagst utan við sjóborgina og kastalann Búlgara Varna við Svartahafið, og skýtur á horgina. Það er annar sækastali Biilgara. Hinn er við Grikklands- haf og heitir Dedeagatch. En þann kastala brutu Bretar og Frakkar um daginn, litlu eftir að þeir lentu her- mönnum við Enos. Allir vita, að hin eina höfn Rússa við Hvitahí'fið, Archangel, er lokuð af ísum eina 7 mánuði á ári hverju, og er það þó eina höfnin, sem þeir hafa getað fengið á vörur frá öðr- um löndum. En nú eru þeir búnir að búa sér til nýja höfn mikið norðar, við svo ncfndan Kola-fjiirð, sem er við ls- hafið, og lieitir staðurinn Ekater- ina. Þetta er nokkuð langt austur af Varangerfjord (Candvik Norð- manna). Þarna geta þeir með hjálp isbrjóta haft sjóinn opinn allan vet- urinn. Tvöfalda járnbraut hafa þeir nú I lagt þangað frá Pétursborg á 6 mán- I uðum, og er vegalengd sú 1200 míl- | ur. Þeir fengu verkfræðinga frá j Ameríku til að stjórna verkinu; en verkamennirnir voru 10,000 þýzkir fangar eða vel það. Þessi braut átti að vera albúin 1. nóvember, og geta Rússar nú fengið þangað allar nauðsynjar sínar, skotfæri og hvað annað, sem þeir ]>arfnast. BorgiS Heimskringlu og hjálp- iS henni til aS standa í skilum eins og vera ber.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.