Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 4. NóV. l'Jiö. Styrjöldin í landi hinna fyrstu manna. Þar sem sagan er líklega elzt, eða vér höfum fyrst fregnir um mann- inn, er í landinu forna milli fljót- anna Euphrates og Tigris. Þar eru nú Bretar að halda upp frá Persa- flóanum, meðfram fljótunum miklu og viðkunnu Euphrates og Tigris.— Stríðið er ekki eins stórkostlegt þar og í Evrópu; það eru að eins smá- skærur i samanburði við hina hroða legu bardaga á Rússlandi og Frakk- landi. Og menn skyldu ætla, að þar væri ekki mikið að berjast, þar sem er einlægt sól og sumar og hiti nóg- ur. En það er nokkuð öðruvísi, þvi þrautirnar og erfiðleikarnir eru þar líklega meiri en nokkursstaðar ann- arsstaðar. Fyrir nokkrum vikum síðan skrif- aði brezkur herforingi um þrautir þær, sem hermennirnir urðu að þola, og sagðist honuin á þessa leið: “Það er ekki orð til í málinu nógu sterkt til þess, að skýra fyrir mönn- um hinar voðalegu þrautir og kval- ir, sem hermennirnir hafa orðið að þola. Hitinn er 123 gráður i skugg- anum, — það er að segja í svalasta tjaldinu, sem við höfðum og stærstu. í minstu tjöldunum er hitinn 130 gráður. Majórinn i liði okkar hafði hitamælir, sem ekki tók nema 120 gráður, og svo sprakk hitamælirinn einn daginn. Hinn 9. þessa mánaðar áttum við í hreðum nokkrum við Arabana, og máttum þá reyna allar þær skelfing- ar, sem eyðimörkunum fylgja; — en það er með einu orði: þorsti. Hershöfðinginn sagði oss, að við myndum bráðlega koma að lækjar- sprænu.--------En þegar við kom- um þangað, þá var þar alt þurt og enginn lækur. Sólin skein yfir hiifð- um vorum, með brennandi, steikj- andi hita, og vér voruin alveg út- gjörðir og uppgefnir. Oss var skip- að að hefja göngu ofan að fljótinu. Þakkaði eg þá guði fyir það, að eg var á hestbaki. Og eg kendi svo mik- ið í brjósti um indversku hermenn- ina (sepoys), sem urðu að ganga í steikjandi sólarhitanum. Það fór að líta illa út fyrir oss: mennirnir voru að uppgefast og hnigu niður á göng- unni, og hvert hundrað jarðs, sem vér komumst áfram, varð útlitið Ijótara og Ijótara. En svo voru ridd- ararnir látnir ríða áfram á undan að sækja vatn. En eg fór að sjá ofsjón- ir og hélt að eg myndi deyja. Þetta land þarna er víti sjálft og kvala- staður fyrir hvíta menn. En alt fyrir þetta erum vér hægt og hægt að siga áfram norður eftir landinu, og verður fótgönguliðið stundum að fara yfir eyðimerkur og stundum að ösla fenin og flóana meðfram Tigris fljótinu. Það skiftist á vatnið og sandurinn; steikjandi hiti á daginn, og suddakuhlinn á nóttum, þegar vér erum alblautir frá hvirfli til ilja. En þegar herferðinni er lokið, þá verður landið þetta alt eign Breta. Borgin heimsfræga Bagdad, þar sem hann ríkti kalifinn Harún-Al-Ras- chid, sem vér þekkjum af Þúsund- og-einni-nótt. Haugarnir miklu, þar sem borgin Babýlón stóð fyrrum. Kurna, þar sem sumir segja að aldin- garðurinn Eden hafi verið. Kaldeu- Lorgin Úr, ættborg Abrahams. Rúst- ■ir hinnar miklu og fornu borgar Ctesiphon, sem var höfuðborg Par- tha á hæsta stigi veldis þeirra, en féll fyrir Rómverjum fyrir tvö þús- und árum. ()g svo er þar Mosup og Ninive, með ölluni hinum afarmerku fornleifum, leturspjöldunum og let- urkólfunum úr steini og steyptum, bökuðum leir, sem segja æfisögur konunganna og skýra mentun landa þessara — tvö, þrjú og fjögur og alt að fimni þúsund árum fyrir Krist. Þar er bókasafn konunganna, kennarabækur skólanna, samningar um kaup og sölu á löndum og lausum aurum, ljóð og sagnir-eldri en nokk- ursstaðar í heimi. — Alt þetta kemur á vald Breta og litlar likur til að þeir sleppi þvi fljótlega aftur. Enda þurfa Bretar að hafa umráð yfir landi þessu, þar sem það er á Jeið þeirra til Ind- lands, og gæti verið óþægilegt fyrir þá, að hafa þar vohlugar ræningja- þjóðir. Og ineð því að halda land- inu, þá taka þeir fvrir hinar marg- itrekuðu tilraunir Þjóðverja til að Þyggja járnbrautina til Bagdad, sem hefði verið svo hættuleg fyrir Tnd- land; og þarna ætluðu Þýzkir að slá eign sinni á landið alt, og kljúfa hinn gamla heim i sundur í tvent, og taka^siðan hvern partinn af öðrum. Og þegar Bretar eru búnir að fá land þetta, þá megum vér vera vissir um, að farið verður af kappi að leita að fornleifum í hinum miklu, gömlu borgum. , „ Hin elzla menning heimsins. Þarna var áður fyrrum einhver hin elzta menning heimsins. Þar voru þeir Kaldearnir, Assyríumenn- irnir, Babýlónsmennirnir, Medar, Persar, Grikkir og Rómverjar, hver af öðrum, og börðust og féllu og vökvuðu landið með blóði sínu. — Sagt er, að hinn mikli kappi og veiðimaður Nimrod hafi reist þar borgina Babýlón fyrir 4200 árum, og þaðan héldu Semítar 300 árum seinna norður á við til þess að flýja undan harðstjórn Cush-flokkanna. Seinna héldu Assýrar burtu úr Kal- deu, og bygðu stórar og frægar borg- ir upp með Tigris-fljótinu og urðu þar svo auðugir og öflugir, að þeir sigruðu hina fyrri kúgara sína Kaldeana og drotnuðu yfir þeim í 000 ár. Náði ríki Assýríumanna alla leið vestur að Miðjarðarhafi. Þar ríkti Nebúchadnezzar, sem vér þekkj um allir af sögunni, og þaðan kom hann og settist um Jerúsalem. Sat hann um borgina í 13 ár, áður en hann náði hanni. Hann tók einnig hina miklu borg Tyrus á Phönicíu- ströndum. , Hafa menn fundið frá sögn um konung þenna letraða á stein, er hann fór herferð á hendur Elamit- um fyrir 3000 árum síðan, og er hún þannig: — 1 janúarmánuði lagði hann af stað. Klettarnir og steinarnir voru steikjandi heitir og brendu sem log- andi eldur. Úr görðunum var allur gróður brunninn, og þurrar voru iindir og uppsprettur allar og hvergi var hægt vatn að fá. Magnlausir urðu hinir sterkustu hestar. Þannig er frásögnin. Virðist nú sem sagan endurtakist þarna i land- inu milli Tigris og Euphrates, þar sem Bretar eru að halda norður með f'jótum þessum með hina indversku liðsmenn. Breytileg hernaðaraffferð. En býsna breytileg er nú hernað- araöierðin frá Jiví, er var á hinuni fvrri tíinum. Nú hafa menn mask- i.’ubyssur, sprengikúlur, sem dre. járnarusli um höfuð óvinanna, er Jiær springa, og hinar voðastoru tröllabyssur sem skjóta í loft upp og svo þegar kúlan kemur niður, þá smýgur hún mörg fet í jörðu niður og sprengir svo alt frá sér, molar björgin og klettana og sendir alt í háa Ioft upp. Og fallbyssum þessum er skotið Jiaðan, sem skotmaðurinn sér ekki inarkið, en getur [)ó hitt á hvaða stað sem hann vill, ef alt er rétt útreiknað og menn vita fjar- lægðina. En Asshurbanipal fór til bardagans standandi með skjaldbera sínum í kerru sinni og með honum var hópur manna, er héldu sólhlíf yfir höfði hans; bogmenn og kylfu- menn og spjótberar og herinn, sem honum f.vlgdi var stálgrár fyrir járn- um. Þar var sem á sjó að líta, er menn litu yfir hjálmklæddar rað- irnar, og báru mennirnir skjöldu mikla og höfðu sverð og stórar axir og spjót, og voru allir brynjum klæddir Og svo báru þeir þar með konung- inum hásæti hans, og sat konungur í hásætinu á herðum þeirra eftir unn- inn sigur, er fangarnir gengu í lest- um framhjá, og þar voru ætíð með honum hinar mörgu konur hans. — Og öllum brögðum var beitt til þess að vinna sigur. — Það er sagt um Cambyses, son Kýrusar Persakon- ungs hins mikla og fræga, að hann vann Egyptaland alt í einum bar- daga og þó með klókinduin; J)ví að hann lét safna saman hinum ótelj- andi kattahjörðum og hundum lands ins, sem hann fór yfir, og reka þá á undan fylkingum sinum, er berj- ast skyldi, og fleiri dýrum, sem öll voru heiliig haldin af Egyptum. — Vildu Egyptar heldur láta deyða sig, en gjöra nokkurt mein dýrum |)ess- um, og allra sízt köttunum. Þeir reyndu þvi ekki að skjóta örvum sín- uin á hermenn Cambysesar, því Jieir héldu að þeir kynnu að meiða ein- hvern köttinn. Vann Cambyses þar léttan sigur á þeim, og gafst alt Egyptaland á hans vald. Voru þeir þó hermenn miklir Egyptarnir. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada NorÖvesturlandinu. Hver, sem heflr fyrtr fjölskyldu at sjá eöa kartmaöur eldrl en 18 ára, gat- ur tekið helmlllsrétt á fjóröung úr sectlon af óteknu stjórnarlandt I Manl- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandl veröur sjálfur aó koma 4 landskrtfstofu stjðrnarlnnar, etSa und- Irskrifstofu hennar t þvt héraöl. f um- boöt annars má taka land á ðllum landskrlfstofum stjórnartnnar (en ekkt á undlr skrtfstofum) metl vlssum sktl- yrðum. SKYLDDR. —Sex mánaöa ábútt og ræktun landslns á hverju af þremur árum. Landneml má búa mett vtssum skllyröum lnnan 9 milna frá helmllts- réttarlandt sínu, á landt sem ekkl er minna en 80 ekrur. Sæmllegt tvöru- hús veröur aö byggja, aó undanteknu þegar ábúðarskyldurnar eru fullnægtt- ar tnnan 9 mítna fjarlægtt á öttru landl, etns og fyr er frá grelnt. 1 vissum héruttum getur góttur og efnllegur landneml fengitt forkaups- rétt á fjórttungl secttonar metSfrara landt sínu. VertS $3.00 fyrlr ekru hverja SKYLDUR—Sex mánatSa ábútS á hverju htnna næstu þriggja ára eftlr atS hann heflr unnltS sér inn elgnar- bréf fyrir hetmlttsréttarlandt stnu, og auk þess ræktatS B0 ekrur á hlnu setnna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengitS um leltS og hann tekur hetmtlisréttarbréfit5, en þó metS vlssum skilyrtSum. Landneml sem eytt hefur helmttls- réttl sínum, getur fengttS helmlllsrétt- arland keypt í vlssum hérutSura. VertJ $3.00 fyrlr ekru hverja. SKYLDUR— VertSur atS sltja á landtnu 6 mánutst af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og retsa hús á tandlnu, sem er $300.00 virtSt. Bera má nltSur ekrutal, er ræktast skat, sé landitS óstétt, skógl vaxttS etta grýtt. Búpentng má hafa á landlnu 1 statS ræktunar undir vtssum sktlyrtSum. W. W. CORY, Deputy Mtnlster of the Interlor. BlötS, sem flytja þessa auglýslngu leyftslaust fá enga borgun fyrlr. Fall Novo-Georgievsk. Borg sú eða vígi var unnið af Þjóðverjum seint í ágústmánuði síðastliðnum, eftir langa atsókn og stranga og mannfall svo mikið af liði Þjóðverja, að talið var nær 240 þúsund manns. Vörn Rússanna hins vtgar er talin svo fræg, að verða rr.un uppi meðan saga er skráð. Herstöð Jtessi hin mikla, er talin tin hinna mestu í veldi Rússlands, og vígi J)ar svo gott til varnar, að inikill liðs- og voþnamunur varð að vera til þess að Rússar töpuðu þvi. Og víst er um J)að, að svo varð sig- urinn Þjóðverjum dýrkeyptur, að þegar fregnin um hann barst til Berlínar, þá bar þar ekkert á þeim fögnuði, sem þjóðin er vön að láta i ljósi, J)egar óvinaborgir vinnast. Miklu fremur færði sigurfregnin >>orgarblæ á andlit manna, þvi að það var áður ljóst orðið af fregnum, sem borist höfðu til Berlínar hve örðug Þjóðverjum hafði reynst um- sátin og hve dýrkeyptur þeim mundi verða sá sigur, sem falli víg- isins fylgdi. Það var eins og þjóðin beygði höfuð sitt í sorg og auðmýkt og af meðlíðan með þeim aragrúa mæðra eiginkvenna, barna og ann- ara skyldmenna og ástvina, sem alt sitt höfðu mist við þennan stað, og tilfinningin fyrir því, að þessi hrika- leikur við Novo-Georgievsk rétt- lætti ekki J)au útlát fyrir Þýzkaland, sem honum fylgdu, og Jrað því síður sem það var vitanlegt, að vígi þetta var sigurvegurunum að engu liði, þegar það var unnið. Einn maður í varnarliði Rússa ritar um Jienna bardaga á þessa Teið: Það er verkefni fyrir annan Ver- estchagin, að mála myndir af þessu stríði Rússa og þýzkra. Vígvöllur- inn er þakinn ryki. — ryki, sem ckki myndast af reyk úr skotkúlum vorum, heldur þvi, sem rís upp af inannlegum líkömum við hristing Jiann, sem verður, J)egar hundruð þúsunda af byssukúlum vorum snerta völluna. Yfir einn hluta vígvallarins koma hinir sigurvegandi Þjóðverjar í stór- um, þéttum fylkingum og drepa ntörg hundruð vorra særðu manna, sem eru á Ieið til þeirra. Á öðrum stað á völlunum eru smáhópar vorra manna; Jieir eru særðir, en J>ó með þrautum færir um að ganga; þeir standa þarna og signa sig. Einbeitn- in skín úr andlitum J)eirra, þó J)eir fái ekki vopnum beitt. Þeir eru all- ir drepnir, hver. einasti })eirra. *1ín nú berst atlagan að oss. Setulið Novo-Georgievsk hefir með þrautseigju varið hvern einasta J)umlung vígisins; hermenn vorir biðu með rósemi, þar til að þeim kæmi. Vígi vor höfðu hér 10 og 12 þumlunga fallbyssur og skotfæri voru yfirfljótanlega nóg, en setulið- ið vissi að varnardagar þess voru taldir, og að það var því engin þörf á að spara skotfærin. Þess vegna var skothriðin uppihaldslaus bæði dag og nótt. Úr sumum af fallbyss- um vorum var skotið meira en 15 hundruð kúlum, þar til byssurnar sprungu af sinum eigin skotum, þegar þær voru orðnar rauðheitar. Skothæfni manna vorra var ágæt. Þjóðverjar gjörðu öll áhlaup sin í þéttum fylkingum, þó J)eir væru innan mílu vegar frá fallby'ssum vígisins, og sprengikúlur vorar lentu allar á Jiessar fylkingar, þar sem þær voru þéttastar, og breyttu þannig á svipstundu heilum her- sveitum óvinanna upp í smátætlur holds og beina. Gæzlumenn vorir, sem einatt höfðu sjónauka sína mið- aða á áhlaup Þjóðverjanna, sögðu ,að vigvöllurinn líktist mest maur- þöktu loðskinni, sem verið væri að berja rykið úr úti í sterkum vindi. Við hverja kúlusprenging þeyttust ský af mannatætlum upp í loftið. Jafnvel hinir æstu Þjóðverjar hikuðu ,við að gjöra áhlauþin móti slíkum hvirfilbyl elds og ógna. En svo hafði verið utnbúið, að hermenn Þjóðverja höfðu verið fyltir af víni, óður en þeim var skipað til fram- sóknar. Ekki einn einasti þeirra Þjóðverja, sem vér tókum til fanga, af þeiin, sem áhlaupin gjörðu, var ódrukkinn. Meðan hersveitir óvinanna voru að gjöra áhlaupin og yfirmenn þeirra að örfa J)á til framgöngu, voru byssur þeirra til taks fyrir aft- an fylkingarnar, að skjóta á vígi vort; hermenn þeirra gátu því und- ir engum kringumstæðum hörfað til baka; þeim var annaðhvort að gjöra að sigra Rússana, sem voru fyrir framan þá, eða deyja. l)ag eftir dag og nótt eftir nótt komu Þjóðverj- arnir í storum, þéttum fylkingum, eins og haföldur, sem köstuðust af ofsa vindi upp að kletti, og eftir því sem fylkingar þessar voru tættar sundur af skotfærum vorum, komu aðrar nýjar fylkingar i þeirra stað. Mannmergðin var óþrjótandi. A eina hlið vígisins gjörðu Þjóðverjar slík uppihaldslaus áhlaup í sam- fleyttar 24 klukkustundir, frá dögun eins dags til jafnlengdar næsta dags. ,Ekki að eins menn vorir, heldur og byssurnar líka örmögnuðust af þreytu. Fallbyssurnar rauðhitnuðu og sprungu. Oft urðum vér að skifta um byssur og raða óþreyttum inönn- um á skotgarðana. En einatt sóttu Þjóðverjar Jieim mun fastara fram, sem lengur leið á timann. Sumir ó- vinanna, sem hepnaðist að komast ,nógu nálægt okkur, köstuðu rifflum SÍnum, með styngjunum áfestum, inn í hóp vorn, steyttu hnefana og með orgi og óhljóðum og blótsyrð- Gullbrúðkaupsljoð til hjónanna Valdísar og Símonar Símonarsonar. Nú er eg fjarri góSu gamni í kvöld gullbrúSkaupsins rausn og veizlu-sölum; ÞaS eru sjaldgæf svona töSngjöld í sjóplássum og kotbygS fram í dölum; og því er þaS, þó langt sé millum landa, eg leiSist til aS senda fleygan anda. Nú sitjiS þiS á brúSarbekk í kvöld og bandiS virSist hvorki teygt né slitiS, sem tengdi ykkar hjörtu um hálfa öld; svo hugfró getiS þiS nú bæSi litiS á liSna tíS og lífsins stríS og gaman, á langri braut. er þiS hafiS gengiS saman. ÞiS minniS mann á aldnar eikur tvær, sem ungar höfSu greinum saman fléttaS, svo vindar gátu' ei beygt né brotiS þær. ÞiS bæSi voruS sómi ykkar stéttar, og studdust vel, þótt einatt áfall kæmi, og öSrum jafnan gáfuS fagurt dæmi. Á ykkar harSa, langa landnáms-stríS nú lítiS þiS meS sigurbrosi aftur. Bezt dugSi ykkur æ, á þeirri tíS, íslenzk seigja, þrek og viliakraftur. ÞiS hafiS skeiSiS heiSarlega runniS, haldiS velli, fríSan sigur unniS. Hve fríS er ykkar liáa aldurs-hacS, um haustkvöld lífs meS snævarfald á brúnum. I skýjarofi stjarna skín einstæS og stafar hana friSar-geisla rúnum. En Argyle fagra geymir gæfu sporin þar grænkar jafnan hveitiS fyrst, á vorin. MeS hélu-hvítan elli sigur-sveig þiS samleiS haldiS fram, á lífsins vegi, og drekkiS bæSi langan, Ijúfan teig af lífsins bikar, sem á nýjum degi, og nemiS land í Argyle, æSri og betri; því eilíft sumar fylgir jarSlífs vetri. , Erl. Gíslason. X »C i Ábyrgstar vörur Maður heyrir talsvert nú á dögum um að “kaupa pakkað- ar nauðsynjar”—vörur ábyrgstar. Ágætt ef ábyrgðin Jiíðir nokkuð. BLUE MBBON TEA er þrefaldlega ábyrgst. Á bak við það stendur félag með tuttugu ára orðstýr fyrir varmensku og ærlegheit í verslun. Hin nýja tvöfalda umbúð er ábyfgð þess að teið tapi ekki krafti vegna loftslags eða annara orsaka. Og svo er hin reglulega ábyrgð að hver sem kaupir og er ekki ánægður þó það sé ekki nema ímyndun ein fær peninga sína til btrka ef hann aðeins fer þess á leit. Gæti nokkur ábyrgð verið áreiðanlegri. um skipuðu oss að gefast upp og fara heim. “Fáiff okkur Novo-Georgievsk! — Farið heim! Látiff okkur komast i vigið!’’ — hrópuðu l)eir. Þegar dagaði næsta morgun og jnenn vorir litu yfir vígvöllinn, and- vörpuðu þeir þungt. Bardagasvæð- ið, sem var 5 milna langt og hálf- önnur míla á breidd, var J)akið þykku lagi fallinna hermanna. Þjóð- verjar lágu þar í röstum og haugum, og yfir Jjenna akur fallinna sam- landa sinna þrömmuðu nýjar og aft- ,ur nýjar stórfylkingar, hver á eftir annari og allar að sama markmiði, — að mæta dauðanum, sem inætti þeim frá óteljandi eldtungum úr byssukjöptum vorum. Hundruð — J)úsundir dauðra inanna stóðu þar uppréttir, eins og þeir væru lifandi, milli stórhauganna af þeim föllnu félögum þeirra. Þeir, sem lengst voru frá víginu, voru tættir sundur af fallbyssukúlum vorum; þeir sem nær voru*féilu fyrir haglhrið kúlna úr riflum vorum og vélabyssum; röð eftir röð af aðvífandi óvinum téll og líkin lágu i röstum. En ein- att voru nýjar fylkingar bak við til ,að sækja fram. Þessar fylkingar urðu að klifrast yfir stóra hauga af þeim föllnu, áður en þær gátu kom- ist áfram meira en fáein skref. En einatt komu fylkingar Þjóðverjanna,' fleiri og fleiri, og nýjar rastir fall- inna manna, og margir gátu ekki fallið fyrir þrengslunum, en stóðu uppréttir eins og þeir væru lifandi. Þegar hlé varð milli áhlaupanna, sögðu foringjar vorir oss, að hinir dauðu Þjóðverjar virtust miklu þræðilegri en þeir lifandi. Þegar loks Þjóðverjarnir, þrátt fvrir hið afskaplega mannfall þeirra, komust nogu nálægt okkur, þá ruddust þeir bein.t upp að byssukjöptunum, svo að ekki varð unnið með þeim, af Jiví að líkamir óvinanna urðu sem J'éttur veggur fyrir framan hlaupin. Aðrir hópar ruddust að oss með byssustingi sína. Hinir druknu Þjóð- verjar steyptust eins,og stórflóð yf- ir skotgarða vora og hentu sér ofan á menn vora, sem voru í skjóli garð- anna. Óvinirnir voru algjörlega æðisgengnir og rifu og bitu Rúss- ana í andlit og hendur, eða hvar, sem þeir fengu tennur á fest. En Rússar tóku fast á móti og héldu velli meðan þeir máttu. “Fariff þiff heim, Þjóðverjar!” hrópuðu þeir. “Þaff má vera, aff yffur takist aff sigra oss á þessum stað. En þér miinuff jafnan muna eftir okkur, og þvi, aff Novo-Georgi- evsk kostaffi yður meira en einn kopeck.” Það bar sjaldan við, að menn vor- | ir gjörðu áhlaup á Þjóðverjana. Þeir j vissu, að ekki var mögulegt, að hrinda öllum þeim mikla manngrúa frá víginu. Og hvers vegna skyldu J)eir þá eyða kröftum sínum að á- rangurslausu? Þeir hlifðu því liði sínu við óþarfa hættum, með því Jíka, að þeir höfðu ekkert aflögu af vopnum, hvorki fallbyssum né rifl- um. Méðan stóð á þessum mikla bardaga fundust engin tök til að annast um þá særðu eða koina þeim :• spitala. Þegar Irensonski, rússneski mál- arinn frægi, var 'eitt sinn spurður um, hvaða verð hann setti á eitt af ínálverkum hans, svaraði hann: “Mitt vanalega verð”. En það var að raða 100-rúbla seðlum yfir mynd- j ina, Jiar til hún var öll þakin. Á lík- ,an hátt hefir varnarlið Novo-Georgi- ,evsk sett verðið, sem Þjóðverjar ,urðu að borga fyrir J)að vígi í fölln- um herinönnum. Það var af þessum ástæðum, að engin gleði varð á Þýzkalandi yfir falli borgarinnar. “Margt smátt gjörir eitt stórt” segir gamalt orStak, sem vel á viS þegar um útistandandi skuldir blaSa er aS ræSa. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaSar á þessu hausti, yrSi þaS stór upphæS og góSur búbætir fyrir blaSiS. ------ MuniS þaS, kæru skiftavinir, aS borga skuldir ySar viS blaSiS nú í haust. ISf D0MINI0N BANK Hornl Notre Domt ob Sherbrooke Street. HUfutSMðll uppb............ 46,000,000 VarasjtStSur .............. 47,000,000 Atlar eigrnlr..............478,000,000 Vér ðskum eftlr vttSsklftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst atS gefa þeim fullnægju. SparlsjótSsdellcl vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr f borglnnl. Ibúendur þessa hluta borgartnnar óska ats skifta vltS stofnum sem þelr vita atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng ðhlutlelka. ByrjitS spari innlegg fyrlr s jálfa ytSur, konu og börn. W. M. HAMILT0N, RáSsmaíur PHONE GARRY 34.10 Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldirfS D. D. Wood & Sons. -------------------Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. , Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.