Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 4. NÓV. 1915. wsrtffflc cágt COATS. AT WELL MiSvikudaginn og Fimtudaginn BLANCH SWEET IN THE CLUE Kemur innan fárra daga “CAMP SEWELL” FÁHEYRT TILBOÐ Á gæ'ðum, Mismunandi tegundum og Prís FYRIR VESTUR-CANADA EATON’S sannarlega bjóSa sérstök kaup þetta haust og vetur á fötum og klæSnaSi. Einmitt þegar þörfin er mest—þegar framleiðsla er lítil og verS hátt—VerSa EATON’S verSgæSi best. EATON’S TilboS merkir stórkostlega varninga byrgSir til þess aS velja úr, þannig gefst fólki tækifæri til þess aS fá einmitt þaS sem því er hentugast, besta tegund af vörum sem eru keyptar af okkar eigin innkaupsmönnum, sem þekkja þarfir Vestur landsins og sanngjarnir prísar, sem eru mögulegir vegna þess hvaS keypt er í stórum slumpum og vegna þess aS viS seljum fyrir peninga út í hönd, en aukum ekki nema lítiS verSiS. 4\ A t PRJCES Y* ■ \ ’-J í \ % <c »**# B«o» '*T íftAv- f wxt-u* Sérstaklega á fatnaöi, sem varöar miklu í vetur.’ Margt af þeim fatnaSi fyrir menn, konur og börn, sem er sýnt í EATON HAUST OG VETRAR VERÐSKRÁNNI er ó- kaupanlegt í dag fyrir nokkuS í nánd viS þaS verS sem þar er sýnt og þetta stendur þér enn til boSa. NáSu í EATON Vöruskrá og vertu aSnjótandi EATONS kjörkaupanna. ÞaS verSur þér til sparnaSar og ánægju. T. EATON C°u ■ ■ | LIMITED WINNIPEG - CANADA Fréttir úr Bænum. Mr. Sigurður Sölvason frá West- bourne, Man., var hér á ferð í borg- inni nýlega. Lét hann vef af liðan manna þar vestra. Hveiti betra en nokkru sinni áður. Skemdir af rign- inguin minni, en flestir hafa búist við, en tafið hefir ]>að fyrir þresk- ingu stórum. Þó hélt hann að flest- ir myndu búnir að þreskja þessa \ iku. Bráðkvödd varð á fimtudagskv. i síðustu viku á Winnipeg Beach, Mrs. Harry Anderson, dóttir Magnús- ar Guðlaugssonar á Gimli. Hafði ver- ið veik í fæti, en var á flakki við dagleg störf og fékk svo hjartaslag. Mr. E. J. Skjold, lyfsali, er nýkoin- inn til bæjarins úr ferð sinni til fornra stöðva i Norður Dakota. Mr. Skjold lét vel yfir öllu þar syðra. Þreskingin var búin og hlöðurnar svignuðu iindir hveitinu. Þeir kæra sig ekki mikið um að selja það, Þyk- ir verðið nokkuð lágt; og svo eru menn'önnuni kafnir að plægja akr- ana meðan frostin konia ekki, og mega þvi ekki verá að því að keyra hveitið til markaðar. Þann 28. október voru Jiau Árni S. Halldórsson og Christina Good- man, hæði til heimilis á Winnipeg Beach, gefin saman í hjónaband að 391 Hargrave St., Winnipeg, af síra F. J. Berginann. Mr. Hannes Kristjánsson. kaup- maður á Gimli. kom til borgarinnar á mánudaginn var i verzlunarerind- uin. Hannes segir, að það sé inikill áhugi á Gimli fyrir bindindislöggjöf- inni. Hann fór ofan eftir á þriðju- daginn og ætlar eins og fleiri norður að Fljóti, til þess að verða viðstadd- ur hina miklu afmælissamkomu ]>ar. Islenzki Konservutíve Klubburinh ætlar nú að fara að halda hina vana- legu vetrarfundi sína, og á hinn lyrsti að verða á fimtudaginn í næstu viku, 11. nóvember, í hinum venjulega ftindarsal klúbbsins, sam- komusal Únítara, horni Sherhrooke og Sargent. Þeir hafa oft verið fjör- ugir og skemtilegir ]iessir fundir og verða það vonandi ekki síður í vet- ur.— Meðlimir klúbbsins eru ámint- ir um að sækja vel fundinn, og koma með sem flesta nýja meðlimi með sér. íslenzkir Konservatívar utan úr bygðum, sem staddir kunna að verða i bænum um það leyti, eru boðnir og velkomnir á fundinn. Athugið auglýsingu í næsta blaði. Þakklætis samkoma verður hahlin i Tjaldbúðarkyrkju þann 18. nóvem- ber. Prógram auglýst síðar. Mr. John Heidmann, Skálholt P. 0., Argyle, kom til bæjarins með konu sína, að leita henni lækninga við sjóndepru. Hafði I)r. Jón Stef- ansson góðar vonir um. að henni gæti batnað. Heidmann sagði þresk ingu að miklu leyti búna. En snjór- inn, sem nú kom þar seinast, stöðv- cði þá sem eftir voru, og ætlar hann að stöku maður eigi viku þreskingu eftir enn. Auglýst var við guðsþjónustu í Tjaldbúðinni á sunnudagskveldið var, að umræðuefnið við guðsþjón- ustu næstkomandi sunnudagskveld yrði: Kenningarnar, sem hrundu striffinu af staff. — Mrs. Dr. Fit Pat- rick, ein helzta söngkona bæjarins, s.vngur í Tjaidbúðinni sama kveld- ið. Borgið Heimskringlu bændur— MuniS eftir Heimskringlu þegar þér seljiS uppskeru ySar þetta haust. — Þetta er líka uppskeru- tími hennar. Miðvikudaginn 27. október and- aðist að heimili sínu, 961 Garfield St., Winnipeg, ekkjan Anna Abra- hamsson, fullra 90 ára að aldri; eft- ir fulla 6 mánaða sjúkdómslegu. Banameinið var hjartabilun. Hún fluttist hingað vestur fyrir 30 árum síðan frá Eyjafirði á íslandi, ásamt inanni sínum, Jóni Abrahamssyni, sem andaðist hér i Winnipeg síðast- l’ðið sumar. Jarðarförin fór fram niánudaginn 1. nóv., frá heimilinu og Skjaldborgarkyrkju, framkvæmd af síra Rúnólfi Marteinsssyni. Dáin i Piney, Man., Mrs. Katrín Iiinarsson, móðir Einars Einarsson- ai ]>ar í bygð. Hún dó 2. þessa mán- ur; var öldruð kona. Meira síðar. Vinur vor Marteinn Jónsson hefir gefið oss frekari upplýsingar um Ragnar Johnson, sem nýlega fór aust ur til að berjast með Bretum. Hið fulla nafn hans er Jóhann Ragnar: fæddur 1888 í Suður-Múlasýslu á ls- iandi. I’aðir hans er Marteinn Jóns- son, Framnes P.O., Man. En móðir hans er Helga Jóhannsdóttir, systur- dóttir Benedikts sýslumanns Sveins- son.ar. Hann hefir átt heima síðast- liðin 10 ár í Winnipeg og er útlærð- ur tinsmiður. — Utanáskrift óskast. Siðan vér birtum bréf frá Serg. J. V. Austmann hefir faðir hans fengið 2 bréf frá honum og 1 póst- spjald. Lætur hann allvel af sér og virðist fá með góðum skilum það, sem honum er sent héðan, bæði af mat og peningaávísunum. — Hann biður um, að senda sér ekki meira af tóbaki; segist ekki neyta þess, nema lítilsháttar; en vinir sinir hafi sent svo mikið, að 6 mánaða forði sé nú fyrirliggjandi. Rausnarlegar gjafir. Merid, Sask., 28. okt. 1915 Herra ritstj M. J. Skaptason. Kæri herra! Innan i þessu bréfi vonast eg til að þú finnir $22.00 — tuttugu og tvo dali —, sem eg bið þig að koma til skila fyrir mig þannig; $2.00 til Heimskringlu frá mér. $5.00 til samskotasjóðs Canada i larfir stríðsins. $5.00 til Rauða-krossins. $5.00 í samskotasjóð til hjálpar Belgíu. $1.00 frá mér í jólakassa handa blessuðum hermönnunum. $1.00 frá Stephen Kolbeinsson. 1.00 frá J. T. Kolbeinsson. $1.00 frá S. J. Kolbeinsson, og $1.00 frá Þorsteini Ingimarssyni. Ofangreindir $4.00 eiga að ganga til jólagjafanna til íslenzku hermann- anna. Konan mín sendi i dag til skrif- stofu Heimskringlu 3 pör sokka og 3 pör vetlinga til hermannanna. Ekki neitt að frétta. Góð uppskera og þresking langt komin hér í kring, en óinögulegt að koma hveitinu frá sér. Vinsamlegast, Þórffur Kolbeinsson. • * * Aths.—Vér setjum bréf þetta hér í blaðið. Það sýnir svo vel göfugan bugsunarhátt landa vorra. Þeir ætla ekki að liggja sem ormur á gulli því, sem jörðin gefur af sér, heldur láta aðra njóta góðs af. Hjartað er á rétt- um stað. Tilfinningin er svo vakandi að gjöra gott með þessari miklu upp- skeru, sem menn hafa fengið: að gleðja þá, sem fjarri eru sinum, og ef til vill í hörmuiig og þrautuin. Heiður sé öllum þeim, er þannig b.ugsa.—fíitstj. Leiðrétting.—Stefán Sigurðsson, er 394 Toronto St. hér í borg dó að heimili sínu á laugardaginn 16. okt., kl. ‘8 að kveldi, úr maga-blóðspýt- ingi. Stefán sál. varð 57 ára gamall; ættaður af Jökuldal og fluttist hing- að fyrir 28 árum. Hann lætur eftir sig konu, Guðnýju Einarsdóttur, og fjögur börn : Guðrúnu Pálínu, konu Sigurðar F. Magnússonar í Keewat- in, Ont.; Mrs. Sigríði Bergmann hér í borg; Rósu, ógifta stúlku, og Karl Óskar, 12 ára. Þau þrjú síðasttöldu voru hjá foreldrum sínum. Jarðar- förin fór fram 19. október. Hús- kveðja frá heiinili hans og likræða i Tjaldbúðinni. Útförin fór fram und- ir umsjón herra A. S. Bardals. Andlátsfregn þessi var að ýmsu leyti ranghermd i siðasta blaði, og prentum vér hana því upp aftur. Miss Ástriður Johnson, 16 ára gömul stúlka, dóttir Mr. og Mrs. John son, 624 Beverly St. er nýdáin. Jarð- arförin fer fram í dag 3. nóv. Síra Björn Jónsson jarðsyngur Tímaritið Iðunn ekki enn komið hingað vestur til útsölu, og veit eng- inn hvað veldur. VANTAR.—Mrs. L. J. Hallgrímsson, að 548 Agnes St., vantar vinnu- konu. HEIÐURSLISTI ÍSLENDINGA. Johnson Thory (Þórhallur).—Hann er frá Innisfail, Alberta. Er móð- ir hans Mrs. J. Björnsson (Sigur- ást Daðadóttir); faðir hans Þór- hallur Johnson var fyrri maður hennar. Þórhallur sonur þeirra er fæddur í Hörðudal i Dalasýslu á lslandi 20. júní lö97. Hann gekk i herinn i sumar og fór til Calgary og var þar við æfingar þangað til 6. sept. siðastl. Þá fór hann með 23rd Reserve Batt. til Englands. Áður var hann með móður sinni og fóstra á Tinda- stól í Alberta Utanáskrift: Pte. Thory Johnson (A35457). 50th Draft, attached to 23rd Reserve Batt. West Sandling, Shorncliffe, Kent, England. Jchnson, Guðmundur G., smiður.— Gekk í 66th Batt. hér í Edmon- ton á öndverðu sumri. Er hann sonur Gisla Jónssonar, frá Veðra- móti í Skagafjarðarsýslu. Fædd- ur í Dakota 2. sept 1882. Giftur maður og dvelja kona hans og börn hér í bæ í fjarveru hans. — Skömmu eftir að hann gekk í herinn var hann gjörður að eft- irlitsmanni deildar þeirrar, er hann heyrir til (police) og hefir gengt þeirri stöðu síðan. Guð- mundur cr Vestur-íslendingur í húð og hár, fastur fyrir og ein- beittur. Áritun hans er nú: 9332 lsabella St., Edmonton. Loptsson, Sveinbjörn.— Frú Edmon- ton, Alta. Hann er 21 árs gamall. Móðir hans er Mrs. O. Loptsson, 10946 83rd St., Edmonton. Var stúdent á Alberta University áð- ur en hann gekk í herinn. Utanaskrift: Pte. S. Loptsson, Mc G 227 P. P. C. L. I. 80th Brigade, 27th Division. B. E. F’., France. Eða má láta: No. 5 Co., llth Reserve Batt. P.P.C.L.I., England Sölvason, fíútur Sigurffui^ frlá West- bourne.— Gekk í 44th herdeild- ina B. 2 . maí, i Port. la Prairie; fór héðan 18. okt. til Englands. Rútur er 25 ára gamall. Foreldr- ar: Sigurður Sölvason og Guð- rún Pétursdóttir í Westbourne. Hann á 2 bræður lieima, 4 syst- ur, 2 hjá foreldrum sínuin, eina hér í Winnipeg og eina heima.— óskast utanáskrift. Tryggvi Thorsteinsson er bróðir Kolskeggs Thorsteinssonar, eins og sagt var í síðasta blaði, og eru þeir synir Tómasar Thorsteins- sonar og Guðrúnar Jóelsdóttur konu hans, til heimilis í Sturgeon Creek, Man. 1 föðurætt eru þeir bræður náskyldir Tómasi Sæ- mundssyni, fræðimanninum al- kunna. í móðurætt eru þeir 4. af- koinendur sira Gísla konrectors Hólum í Hjaltadal, sonar Jóns biskups Teitssonar og Margrétar Finnsdóttur, systur Hannesar biskups Finnssonar í Skálholti. Utanáskrift: No. 423102, Pte. Tryggvi Thorsteinsson. 44th Oversea Batt. c.o. Officer in charge Canadian Records. Willbank, London, England. I| ’ "" - QUEEN ESTHER (ESTER DROTNING) Hinn fagri hljómleikur, eftir Bradbury, verður sunginn af söngflokki Skjaldborgar-safnaSar meS aSstoS annara söng- krafta í Skjaldborg, þriðjudaginn, 9. NOVEMBER, 1915 Byrjar kl. 8 aS kvöldinu. Inngangur 25c. í»essi hljómieikur fylgir efni Esterarbókar. Sagan um Ester, fátæku Gybinga stúlkuna, sem varb drottning Persalands, hefir ætíb þótt ein hin tilflnningarríkasta saga mannkynsins. í hljómleiknum eru þessar tilfinningar færflar í hinn dýrblega búning söngsins svo meistaralega ab allir hafa dást at5, sem heyrt hafa. Allur undir- búningur þessarar samkomu hefir veriö mjög vandaöur. BIXSÖJTGVA SYNGJAt MÍS8 E. Thorvaldsson Miss S. Hinriksson Miss M. Hermann Mr. H. Thórólfsson Miss M. Anderson Mr. P. Bardal Miss Ollver Mr. W. Albert Mr. B. Methúsalemsson Gleymið ekki níunda Nóvember. Fyllið húsið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.