Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 04.11.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 4. NÓV. 1915. HEIMSKBINGLA. BLS. 7 FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI. Minnisvarði Kristjáns IX. var afhjúpaður í Reykjavik nie'ð mikilli viðhöfn þann 26. sept., af- mælisdag hins núverandi konungs Dana, er þá var 4 5ára garnall. Land- ritari flutti aðalræðuna. Danakon- ungur sendi landritara simskeyti þann dag og þakkaði Islendingum í sinu nafni og ættingja sinna fyrir þá yirðingu er þeir með þessu sýndu afa sinum látnum. Elnglandsferðir íslenzkra botn- vörpunganna. Nýlega fékk stjórnarráðið skeyti um það frá skrifstofu sinni i Khöfn, að íslenzkum botnvörpungum væri heimilt að fara til Fleetwood á Eng- landi samkvæmt nánari reglum, sem þar um yrðu settar; en meðal þeirra skilyrða kvað það vera, að enska stjórnin skuli fá tilkynningu um komu skipanna 14 dögum áður en þau koma til Fleetwood. TíSin. hefir verið góð nú í septembermán- uði, hitar og blíðviðri viku eftir viku, kveldloftið oft sérlega fallegt og litskraut á fjöllum og hafi um sólarlag. Eitt kveldið var svo sterk- ur dimmrauður litur á Esjunni, að slíkt er fáséð. Síldarútgerð á Homvik. Nú í þinglokin var löggilt höfn i Hornvík á Hornströndum. Magnús Torfason bæjarfógeti á Isafirði er nú eigandi jarðarinnar Horns og var lóggildingin gjörð eftir tilmælum hans. Er það áform hans, að koma þarna upp útgjörð til sildveiða á sumrum og telur hann þar um kring vera mestu síldveiðastöð landsins, og lika telur hann að gjöra mætti höfnina þar góða sumarhöfn með nokkrum tilkostnaði. Hann er nú staddur i Reykjavík og mun vera að vinna að því að koma þessu máli fram. Læknuð augnveiki. Seint i september kom með Gullfossi frú Jóhanna Jósafatsdóttir úr Rviik, sem dvalið hefir í Khöfn i sumar til lækninga við augnveiki, og hefir hún fengið góðan bata. Lan dsyfirdómurinn. Þann 20. sept. var Halldór Ilaníels- on annar assessor þar skipaður fyrsti assessor, en Eggert Briem skrifstofustjóri annar assessor frú 1. október. Stjómarráðið. í stað Eggert Briems er Guðmundur Sveinbjörnsson lögfræðingur skip- aður skrifstofustjóri á 1. skrifstofu þess, en áður hefir hann verið að- stoðarmaður þar. Aðstoðarmaður á skrifstofunni i stað G. Sv. verður Björn Þórðarson lögfræðingur. Miðfjarðarlæknishérað. Þar er settur læknir frá 1. október ólafur Gunnarsson. Háskólinn. F'rá 1. október er Ólafur Lárusson lögfræðingur settur til að gegna pró- fessorsembættinu við lagadeild há- skólans, sem Einar Arnórsson ráð- herra gengdi. Slysið í Hvallátrum. Um það er Lögréttu skrifað að vest- an: “Sem betur fer er það fremur sjaldgæft, að slys verði á sjó hér í Vestureyjum á Breiðafirði. En laug- ardagskveldið 21. ágúst varð sorg- legt slys í Hvallátrum. Það var seint um kveldið, að 5 menn voru að halda heim úr kofnafari; var ofsa- veður og myrkur. Þar er fult af skerjum á leiðinni og sigldu þeir á flæðisker og hvolfdi bátnum. Þar riruknuðu 4 af mönnunum, en einn gat haldið sér á kili, þangað til bát- inn rak að hólma einum; þá synti hann upp í hólmann og bjargaði þannig lífinu. Þeir, sem druknuðu, voru: Daníel Jónsson, 36 ára, ekk- ill, og lætur eftir sig 5 ung börn (hann var mágur ólafs bónda Sveins sopar i Hvallátrum); Eyjólfur, sonur ólafs bónda, 18 ára, og Guðmundur, sonur Daníels, 12 ára. Fjórði maður- inn var F'riðrik Jónsson, kaupamað- ur i Hvallátrum. Var uiikil eftirsjón að öllum þessum mönnum. Daníel var bezti drengur og hvers manns hugljúfi og unglingarnir hinii' efni- legustu. Jón Laxdal kaupmaður og tónskáld á fimtugs- afmæli 13 þ.m. Stendur þá til að söngfélagið “17 júní” efni til sam- söngs til heiðurs honum og verða eingöngu sungin þar lög eftir hann, en hann mun sjálfur stjórna sam- söngnum. Meðal annars er ráðgert að syngja þarna ljóðaflokk eftir Guðm. Guðmundsson, sem Laxdal hefur sett lög við, en Ijóðin eru um Gunnar á Hlíðarenda og í 10 köflum með einsöng, tvísöng og kórsöng. Þessi lög ásamt fleirum koma út í sönghefti, sem Laxdal er nú að gefa út og át£i að vera fullprentað fyrir 13. þ.m. Úr Gar'Sahreppi í Gulibringusýslu er Lögr. skrifað að konur þar í hreppnum hafa ný- lega fært Jórunni Guðmundsdóttir ljósmóður kvæði skrautritað, sem ( þakklætisvott 'fyrir 25 ára starf. Jafnframt færðu þær henni að gjöf vandaðan hægindastól og guilhólk. Róstur í Gaulverjabæ enn. Af Stokkseyri er skrifað 27. f.m.: “Nýtt Gaulverjabæjarmál virðist enn vera að rísa hér upp. Nýi ábú- andfnn mun vilja vera í stórbokka tölu og láta nokkuð til sín taka, sem ekki er láandi, og kom þetta nú nýlega niður á manni, sem Guðni i heitir Arnason og er málleysingi, en sagan berst um bygðina á þessa leið: G'iðni rjeðst til Skúla í Gaul- verjabæ til túnsléttunar. Er hann talinn allgóður verkmaður og trúr við vinnu. Verkið átti hann að vinna “upp á akkorð,” fór til hús- bóndans og bað iiann á sínu máli að mæla út sléttuna. Gekk Guðni upp á loft til þessa og klappaði á dyr hjá húsbóndanum. Skúli kem- ur til dvra og fer málleysuiginn að reyna að gera sig skiljanlegan fyrir honum, en svarið hafði verið það, að húsbóndinn þreif í axlir hans og hratt honum aftur á bak niður stig- ann og niður í eldhús, og.þar ræðst hann á hann aðnýju og hendir hon- um út á hlað og hafði rifið skyrtu hans í tætlur í þeim sviftingum. Hafði hann ætlað að halda bardag- anum þar áfrarn, en þá kom að syst- ir Guðna, sem býr þar rétt við túnið og ekki er mállaus, og bjóst til varnar bróður sínum, en á hana rjeðst Skúli ekki og gekk móður af hólmi inn í hús. Sagt er að mála- ferli standi til út af þessu og talið víst að yfirvöldin muni frernur vera hlynt Skúla. Nú eru Gaulverjabæjarhrepps- menn sfmalausir, og er jiað afleið- ing útburðárins í júní, og mega þeir þakka það fyrv. sýslumanni sínum. Björn átti sfmann frá Stokkseyri út að1 Bæ og var hann alment notaður, en nú verður hann að engu, eins og fleira, sem Björn hafði látið gera f Bæ.” Árnesingur. Háskólinn. Eyrirlestrar þar, í heimspekisdeild- inni, sem allir geta liaft not af, eru nú þessir: Próf- Björn M. ólsen lieldur fyrir- lestra um bókmentasögu íslendinga þriðjudaga og laugardaga, kl, 5—6 siðd. Fer yfir Sólarljóð og Eddu- kvæði, fimtud. kl. 5—6 og laugar- daga kl. 6—7. Stjórnar æfingum í lestri íslenkra rita í sundurlausu máli með sérstöku tilliti til islenzk- rar málfærði. Prófessor Ágúst H. Bjarnason heldur fyrirlestra fyrir almenning um undirstöðuatriði siðfræðinnar, miðvikudaga kl. 7—8. Dócent .Tón Jónsson heldur áfram fyrirlestrum um sögu íslands eftir 1700, þriðjudaga og laugardaga kl. 7—8 síðd. og um verslunarsögu ís- lands, fimtudaga kl. 7—8 síðd. Dócent Bjarni Jónsson heldur fyr- irlestra um bókmentir Grikkja mið- vikud. kl. 5—6 og um bókmentir Rómverja laugard. kl. 2—3. Hvenær ætlarðu að spara ef þú gerir það ekki núna? Þau laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú er þvf timinn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður I einn dollar gefur vexti. I V. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0TIB0 A. A. Walcot, bankastjóri j FYfílR KVENNA-MINNI 12. Sept. 1915. Hvað segið þér, karlar, er kveðið svo aS, að konum g e f i S þér? VitiS þér — hvaS: eg veit enga ambátt um veraldar geim, sem var ekki borin meS réttindum þeim. Þeim réttarins lögum aS ráSa sér sjálf, og ráSa til fulls og aS vera ekki h á 1 f ! HvaS þoldir þú, píhdist þú, móSurætt mín? Ó, mannheimur, karlheimur, blygSastu þín! HvaS skuldum vér, svanni?----Vér skuldum þér flest, er skaparinn gaf oss, og mest er og bezt; meS helstríSi lífiS þú lént hefir oss og ljúfasta yndi þann sætasta koss. Ó, brúSur, þú galzt þess, er bezt var þér veitt, þú barst undir hjartanu, kramin og þreytt menning og framför; já, mannkyniS alt á meSan í herfjötrum réttvísin svalt. En bundin og sigruS þú sigurinn vanst, úr samúS og kærleik þinn guSvef þú spanst, er blóSböndum helgaSi heimili og stjórn, en hornstein hvern lagSi þín sjálfselskufórn. Af álögum þjökuS um aldir og ár til eilífSar logar þér sigur um brár; og grípi þig ástin, þá gefur þú alt, sem guS hefir lánaS þér, þúshundraSfalt! Matth. Jochumsson. þaðan af Hagskýrslum íslands. í því eru búnaðarskýrslur frá árinu 1913. Fyrst eru talin býli og fram- teljendur. Eru bændur taldir að meðaltaii é árinunum 1901—5 : 6,634, en aðrir framteljendur 3,308, eða framteljcndur alls 9,942. En 1913 eru bændur taldir 6,570, en aðrir framteljendur 4,308, eða framteljend- ur alls 10,878. 1910 reyndist svo sam- I kvæmt manntalsskýrslunum, að 2,261 bóndi væri sjálfseignarbóndi, en 3,773 leiguliðar. Þar næst eru skýrslur um búpeningstölu og eru nautgripir 1913 taldir alls á land- inu 26,963. Sauðfénaður 634,964, geit- fé 925, hestar 47,160. Fyrsta búfjár- talning á öllu iandinu fer fram 1703 og eru Jiá nautgripir taldir 35,860, sauðfé 278,994 og hross 26,909. 3. kaflinn er um ræktað land, 4. um jarðargróða og 5. um jarðabætur. Margar töflur fylgja. Heftið er fróð- legt og vel frá því gengið. Ofanprentaðar fréttireru úrtveim- ur Lögréttu blöðum, 29. sept. og 6. okt. Vér hpfum tekið upp fyrir- lestra-skrá Hóskóla íslands,— fyrir- lestra er almenningur getur hlýtt á, til að sýna hve öflugt menningar- meðal háskólinn er þegar að verða fyrir Íslendinga, og mun þó betur verða síðar, þegar honum vex meír fiskur um hrygg. En söikum féleys- is fer vöxtur og viðgangur háskól- ans ekki eins hröðum skrefum og kyldi.r-Ekki gætu austur og vestur íslenzkir efnamenn betur varið af- gangs-fúlgu sinni en að efla Há- skóla íslands og stofna verðlauna og styrktarsjóði í sambandi við hann. Dócent Holger Wiehe heldur fyrir- lestra um dönsk hetjukvæði og þjóðvfsur mánudaga kl. 5—6. æfing- ar í dönsku fyrir þá, sem lengra eru komnir, mánudaga og föstudaga kl. 6—7. Heldur fyrirlestra á íslenzku um sögu danskrar tungu miðviku- daga kl. 6—7. Dr. phil. Alexander Jóhannesson hefur æfingar í ])ýzku mánudaga og föstudaga kl. 8—9: skýrir leikrit Schillers, Mærin frá Orleans, mið- vikudaga 8—9 síðd.; hefur æfingar í gotnesku þriðjud. kl. 8—9 síðd. (byrjar 12 okt.) og heldur fyrirlestra um Schiller fimtud. kl. 8—9 sfðd. (byrjar 14. okt). Hjúkrunarfélagi'8 Líkn, sem stofnað var hér í sumar, fær hingað með “Islandl” nú í vikulok- in danska hjúkrunarkonu, frk. Tvede, í þeim tilgangi að eins að hjúkra fátækum sjúklingum ókeyp- is. Mun hún byrja starf sitt um miðjan næsta mánuð. Dánarfregnir. Nýlega er látin í Reykjavík fröken Helga Árnadóttir ekkja Árna Böð- varssonar áður prófasts á Isafirði (d. 1889), 81 árs, fædd 11. sept. 1834. Þau Árni prófastur giftust 1857 og lifa 4 börn þeirra af 10: Séra Helgi á Kvíabekk, frú Kristín kona Einars Markússonar spftalaráðsmanns f Laugarnesi, Árni silfursmiðiir i Reykjavik og Arnór. í Canada. Nýlátin er einnig hér í bænum frk. Soffía Sigurðardóttir, frá Þerney. Engin kol frá Bretlandi. Það er sagt hér, og mun rétt vera, að kolaflutningur frá Englandi til íslands sé bannaður afensku stjórn- inni. Kolaútflutningsbannið nær, að sögn, bæði til Danmerkur og íslands, og til Svíþjóðar einnig. Nýja I8unn. Annað hefti hennar er nýútkomiö og í því: Tvær þulur; þýdd smá- saga; liæða I. H. B. skólaforstöðu- konu frá kvennafagnaðardeginum hér í sumar; stutt grein um lands- spftala, eftir landlækni; framli. af gi-ein Á. H. B. um heimsmyndina nýju og framh. af endurminningum æfintýramanns, eftir J. Ól., og þar nú komið aftur að skólaárum; grein eftir J. H. um vesturísl. alþýðu- skáld, Kr. Júl. Jónsson; frumsamin smásaga og nokkrir ritdómar. Þorvaldur á Þorvaldseyri er liér nú staddur og reið á rúmum 2 dögum suður hingað að heiman frá sér. Hann verður 82 ára 18. þ.m. Heyskortur á Akureyri. “ísl.” frá 10. sept. kvartar mjög um lieyskort hjá Akureyrarbúum og segir meðal annars: “Þeir, sem enga grasnyt hafa sjálfir, verða annað- hvort að fá sér engi í sveit.og heyja handa kúm slnum, eða að kaupa heyið að öðrum kosti. Grasbrest- urinn í sumar veldur þvf, að engi er ófáanlegt lijá bændum, og hey fæst naumast keypt nokkurstaðar, hvað sem í boði er, af sömu ástæðu, en í þeim fáu stöðum, þar sem það kynni að fást, er það gríðarlega dýrt. Heybirgðir bænda hér um slóðir munu verða með langminsta móti í haust. En stór bót er það i máli fyrir bændur, að þó þeir þurfi að lóga skepnum sínum í haust framar venju, þá eru afurðir fjársins í feikilega háu verði...” Enskur konsúll á Akureyri \er Ragnar ólafsson kaupmaður nýlega skipaður. Landsjóðskol. Landstjórinn hefur nýlega fengið hingað koiafarm með norsku skipi, sem “Botnía” heitir og er leiguskip þeirra O. Johnsens & Kaabers. Sigurður Þórðarson fyrv. sýslumaður í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu er nýlega alflúttur hingað til bæjarins. Sjóð stofnuðu sýslubúar hans síðastliðið sumar, sem á að styðja framkvæmdir þar í héraðinu síðar meir, og er liann kehdur við Sigurð Þórðarson sýslu- mann. Sænskur konsúll hér í Rvfk, í stað Kr. ó. Þorgrfms- sonar, er Olgeir F'riðgeirsson verzl- unarmálaráðanautur fyrst um sinn I settur. “Fréttir.” Svo heitir nýtt dagblað, sem byrjaði , að korna út hér f bænum síðastl. laugardag. Ritstjóri og útgefandi er Einar Gunnarsson, áður ritstjóri “Vísis”. Þetta er nú þriðja dagblað bæjarins og kvað seljast vel. Skólamir hér f bænum voru, að venju, settir 1. þ.m. Á háskólanum eru nú rúml. 60 nemendur; í Mentaskólanum 160: í Kvennaskólanum 102, þar af 12 í hússtjórnardeild: í Stýrimannaskól- anum 60; í Verslunarskólanum 50, en 67 höfðu sótt um inntöku; f Barnaskóianum 1100 börn. Fullvíst er ekki enn, hve margir háskólanemendurnir verða f vetur, en 13 nýir hafa komið í haust: 6 í iæknadeild, þar af ein stúlka, 4 í guðfræðisdeild, þar af ein stúlka, og 3 í lagadeild, þar af 2 stúlkur. 1 Mentaskólanum eru nemendur fleiri en nokkru sinni áður, yfir 100 í lærdómsdeildinni. Prestar víg8ir. Síðastliðin sunnudag, 3. þ.m. vígði Þórhallur biskup Bjarnason tvo presta: Sigurð Sigurðsson, guðfræð- iskand. úr Hornafirði, aðstoðarpres til séra Bjarna Einarssonar á Mýr- um í Ves t u r-Ska ftafellssýslu, og Stefán Björnsson guðfræðiskand. áður ritstjóri “Lögbergs,” sem nú er fríkirkjuprestur í Fáskrúðsfirði. Stefán Björnsson sté í stolinn, flutti vel og skörulega mjög góða ræðu og talaði um “heimþrá og heimkomu.” Séra Jóhann Þorkelsson lýsti vígsl- unni en, séra Bjarni Jónsson var fyrir altari. Þeir nývígðu prestarnir komu hingað báðir að austan með “Pollux”. eftir miðja síðastl. viku, og Stefán fór austur aftur með “Gull- fossi” á sunnudagskvöldið. Með honum var frú hans og stjúpdóttir. En Sigurður verður hér um tíma og fer síðan landveg austur. Séra Bjarni Einarsson er nú kominn til Víkur í Mýrdal og mun ætla að segja af sér prestskap á næsta vori. Raflýsing er nú komin á í Vest- mannaeyjum. Bjöm Blöndal læknir var kvaddur með samsæti á Hvammstanga síðastliðinn föstu- dagskvöld Hann sest að hér í Reykjavík með fjölskyldu sína. Hagstofan. 6. heftið er nú fyrir skömmu komið Heimskringla samgleðst bænd- unum yfir góðri uppskeru, því "bú er landstolpi." Og svo veit hún aS þeir gleyma henni ekki, þegar peningarnir fara aS koma inn fyrir uppskeruna. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Ti. þess að verða fullnuma þarf aðeim 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra Nemendur, fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfuir hundruð af stöðum þar sem þéi getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlegs mikil. l’il þess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEOE. Vlexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St„ Winnieg. íslenzkur rá'ðsmaður hér. BorgiS Heimskringlu bændur— MuniS eftir Heimskringlu þegar þér seljiS uppskeru ySar þetta haust. -- Þetta er líka uppskeru- tími hennar. Sérstök kostaboö & lnnanhúss munum Koml* til okkar fyrst, þi® munlt e.kki þurfa a® fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. —r>»5 NOTUK DAIIB AVBNUB. Tnlnfml Garry 3884. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg THE CANADA STANDAFtD LOAN CO. Aftal Skrlfstofa, AVInnlpear. $100 SKULDABRÉF SELD Til þægtnda þeim sem hafa sm& upp hæölr til þess ati kaupa, sér i hag. Upplýslngar og vaxtahlutfall fst á skrifstofunnl. J. C. KYI.E, r&Ssmahur 428 Main Street. WINNIPEO Columbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aöra kornvöru, gefum hæsta verð og ibyrgjumst dreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433. J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. I nlon Bank 5th. Floor N’o. 520 Selur hús og lótíir, og annatt þar atl lútandi. Útvegrar peningalán o.fl. Pbone Nlaln 26S5. WYNYARD, SASK. J. J. Swanson Phone Maln 3142 Arni Anöerson E. P. Garlaná GARLAND & ANDERSON LÖGFR.EÐINGAR. Phone Maln 1561 (01 Electric Railway Chamber*. Dr. G. J. GISLASON Physlcian and Snrgeoi Athygrll veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skurói. 18 South 3rd St., Grand Forka, N.D. Dr. J. STEFÁNSSON 401 BOVD IU ILDING Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna. nef og k verka-sjúkdóma. Er aS hltta frá kl. 10 til 12 f.h. og k! 2 til 5 a.h. Tulnlml Muln 4742 Heimlli: 105 Ollvla St. Tal*. O. 2111 Talafnil Maln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANN 1.ÆKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. S H A W ’ S Stærsta og elsta brúka5ra fata- sölubúóin í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue PAUL BJARNASON FASTEIGNASAM. Selur elds, lífs, og slysaábyrgh og útvegar peningalán. H. G. Hinrlksson J. J. SWANSON & CO. fasteignasai.aH og peninga mltilar. Talsími Maln 2597 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐINGAR. 907—908 Confederation Life Bldc* WINNIPBQ Vér höfum fullar birgOIr hreiuu<tn lyfja og meöala, KomiÐ með lyfseöla yóar hiug- að vér gerum meðuliu nAkvœmlega.eftir ávlsau læknisins. Vér sinnum utansveita pðuuuum og selium giftingaleyíi, COLCLEUGH & CO. Notrf Dame Ave. A Sherbroofce 9t. Phone Garry 2690—2691 hÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó viögerti á meöan þú bíöur. Karlmanna skór hálf botn- aóir (saumaí) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eða leóur, 2 mínútur. STEW.4IIT, 193 Paeiflc Ave. Fyrsta búö fyrir austan aðal- stræti. CISLI COODMAN rixoiim k Verkstæöi: — Hornt Toronto St. og Xotre Daint Ave. I'honf Helmllla Garry 21188 Garry A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfarlr. állur útbúnahur sá besti. Ennfrem- ur selur hann allskonar mlnnisvarOa og legsteina. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2152 WINNIPBG. MARKET HOTEL 146 Friucess St. á mótl markabinum Bestu vinföng vlndlar og abhlyn- lng góTS. tslenzkur veitingamah- ur N. Halldorsson, leitibeinlr Is- lendingum. P. O'UONNBL, elgnndl WINNIPKG FURNITURS r on Easy Payments ___ i 0VERLAND MAIN & ALEXANDER

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.