Heimskringla - 09.03.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4.
H E I M S K R I N G L A
WINNIPEG, 9. MARýJ 1916.
HEIMSKIÍINULA
( Stofnu75 1886)
Kemur út á hverjum Fimtudegi.
Útgefendur og eigendur:
THE VIKI.VG I'HBSS, LTD.
% VertS blaísins í Canada og Bandaríkjun-
um $2.00 um áriS (fyrirfram borgab). Sent
til íslands $2.00 (fyrirfram borgab).
Allar borganir sendist rábsmanni blat5-
sins. Póst efca banka ávísanir stýlist til The
Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri
H. B. SKAPTASON, RáÍ5smat5ur
Skrifstofa:
720 SHERBROOKE STREET., WINXIPEG.
P.O. Box 2171 Talsfml Garry 4110
Mæti nú kjósandi hver sem
vöttum veldur.
—o—
Nú er stundin fyrir höndúm, þegar það skal
sjást, hvað íslendingar hugsa um velferð lands.
og lýðs, um velferð sona sinna og dætra í landi
þessu. Nú verður það að sjást hvort kosning-
arrútturinn er þeim mikilsvirði eða ekki. Nú
verður það að sjást, livort þeir eru heilir eða
hálfir. Nú verður það að sjást, hvort þeir
skiilja hið mesta velferðarspursmál. Nú eða
aldrei hafa þeir tækifæri, sem komnir eru til
ára sinna. Nú eða aldrei hafa hinir yngri tæki-
færi til að leggja hornsteininn til velferðar og
hamingju sinna eigin heimila í hundraða og
þúsundatali; til velferðar ótölulegra heimila
annara, sem ekki sjá eða skilja þessa þýðingar-
miklu stundu. Nú verður því hver að duga sem
hann má og enginn draga sig undan, enginn
hleypa fram af sér stundu þessari.
Láti nú enginn kálf eða kú eða annir bús
sér heima halda. Koinið á kosingarstaðinn!
Komið keyrafldi, komið ríðandi, komið gang-
andi. Á hinum fyrri dögum frumbyggjanna
gengu allir til funda, því að þá voru hestar
engir og vagnar engir og keyrsluvegir engir,
— og þó komu menn. Látið ekki, sem fætur
yðar séu svo fúnir orðnir, vinir. Löðurmenni er
sá. sem heima liggur á degi þessum, sé hann
ekki sjúkur eða fatlaður.
Þetta er yðar heiðursdagur, vitiir!
Allar heillir fylgi yður. Gæfan og hamingj-
an styðji yður til sigurs og vegs og frama. Og
á efri dögum munuð þér glaðir geta aftur litið,
— lifað upp aftur þenna dag, þegar þér stóðuð
fastir og létuð ekki rótast. Og hvernig sem fer,
þá gjörðuð þér skyldu yðar, og sú ánægja er
betri, margfalt betri en gull eða silfur eða völd
eða virðing.
Vonarfullir lítum vér fram til dagsins 13.
marz, þegar vér heyruin hvernig atkvæði yðar
hafa fallið; Vér treystum því, að þér gjörið
Ilakkus útkegan úr þessu fagra fylki.
Látið nú engan hcima sitja! Látið ekkert
utkvieði vanta!
------o—-----
Sóttin elnar í Saskatchewan.
—0—•
Það er hörmulegt að heyra það eða lesa
um það, eða horfa á það, að fremstu menn
Jandsins, fulltrúar þjóðarinnar, sem luin trúir
fyrir sinum mestu velferðarmálum; sein hún
lítur upp til sem fyrirmyndar allra annara, —
skuli vera sakaðir frá einu landshorni til ann-
ars um fjáldrátt, um mútur, um þjófnað, um
óheiðarlega framkomu í stöðu sinni, og æfin-
lega eru það peningarnir, sem freista þeirra.
Það hefir öllum verið Ijóst, að enginn flokkur
á þetta fremur öðrum. Einn flokkur kann um
tíma að gjöra meira af þessu en annar, þegar
hann hefir völdin og þegar hann heldur að sér
haldist alt uppi, og þess vegna hefir það verið
sannreynd hér í stjórnmálum Canada, að þeg-
ar einhver pólitiskur flokkör er lengi búinn
að sitja að völdum, þá er hann orðinn svo
spiltur, að hans cigin vinir, hans eigin flokks-
menn, jnirfa að fara að gjöra samtök til að
reka hann burtu; eins og átti sér stað þarna í
Saskatcliewan, þegar eigin flokksmenn Líber-
ala urðu til þess, að heimta konunglega nefnd,
til að rannsaka þjófnaðar- og nnitu-ákærur þær,
sem bornar voru á stjórnina. Hún vildi rann-
saka sjálf; en blindan var horfin af auguin
manna og allir vissu, hvernig sú rannsókn
myndi enda.
Og eitthvað þessu likt er að komast upp í
Alberta, og í British Columbia segja blöðin að
eitthvað hafi verið mórautt eða flekkótt.
Ef að menn ætla að þessir menn, sem upp-
visir verða, eða um þessa hluti eru sakaðir,
séu einu mennirnir, sem sekir eru, þá fara
menn algjörlega rangt, ef að menn kenna það
einum flokki, hvort sem flokkurinn er Liberal
eða Konservatív, þá er það rangt lika. Þetta
liggur í loftinu eða réttara liggur í þjóðinni og
brýzt út, hvenær sem gott tækifæri kemur, —
hvenær sem menn ætla að sér haldist það uppi.
Þjóðin er i heild sinni gegnsósuð af þessu. —
Það er mammons-dýrkun. Sumum mönnum
virðist ekkert vera heilagt, nema gullið; fyrir
það vilja menn alt leggja i sö<Iurnar, — lífið,
og æruna, og mannorðið. Og þegar menn fara
eingöngu að beita vitinu til þess að fleka aðra,
féfletta þá, múta þeim og gjöra þá sjálfum sér
samseka, þá er spillingin komin á hæstu tröppu.
En alþýðan er leiðitöm, og eins og einstakl-
'ingurinn er oft léttara að leiða hana til hins
illa, Hétdur en til hins góða. Heilir hópar
I manna taka þetta eftir þessum góðu mönnum;
þessum riku mönnum; þessum mikilsmetnu
mönnum. Þeim finst þeir ekki geta lifað án
þess. Menn þurfa ekki annað en Hta til hinna
stöðugu ákæra við kosningar, um meðferðina
! á svo -og svo mörgum þúsundum dollara, og
svo og svo mörgum brennivínskútum; svo og
svo mörgum bjórtunnum; að svo og svo mörg-
I uin vegaloforðum hafi verið heitið hinni og
j þessari sveitinni um alt landið. Þarna getur
’ enginn maður kært, því að allir eru sekir, og
j svo verður þetta náttúrlegt og eðlilegt ástand.
j Enginn maður treystist nú orðið að bjóða sig
j fram til kosninga, nema hann hafi svo og svo
mörg þúsund eða tugi þúsunda, til þess að
múta kjósendunum með. Alþýðan heimtar
j þetta. Margur maðurinn hreyfir sig ekki fyrri
i á kosningastaðinn, en hann veit, hvað hann fær
fyrir það. Þeir, sem peningana leggja fram,
gjöra. það náttúrlega nauðugir, og lesa með
sjálfum sér bænir yfir sérhverjum þeim, sem
þeir þurfa að múta. — Það skyldi enginn ætla,
sem mútu þiggur, að honum sé gefin hún í
virðingar eða vináttu skyni, því að það er al-
i veg öfugt. Fullir fyrirlitningar snúa menn-
j irnir sér frá þeim, þegar þeir eru búnir.að
múta þeim.
Vér viljum taka það fram, að það er heið-
j arlegt af flokksmönnum stjórnarinnar. í Sas-
j katchewan, að rísa upp á inóti sínum eigin
j mönnum og hcimta að þeir gjöri rétt, —---
| heimta lög og dóm yfir þeim, sem sekir eru.
1 Það ætti svo að vera um alt landið. Ef að
, nokkur æru og sómatilfinning er hjá þjóðinni,
j þá þarf hún að sundurmola höfuð þessa högg-
j orms. Sannarlega er æran og mannorðið mik-
[ ils virði, og hvort sem að maðurinn er ríkur
i eða fátækur, þá á hann að meta það sem sína
dýrustu eign, sem liann ekki megi láta fyrir öll
j auðæfi jarðarinnar. Og alveg hið sama er um
I einstök félög eða heil fylki eða heila þjóð. Ef
j að þjoðin eða fylkið eða félagið eða sveitin
! tapar æru siniri og mannorði, þá er illa farið,
| — alt að einu fyrir það, þó að menn sjái heilar
j þjóðir kasta því út á sorphauginn.
------o------
Er það þá eintómt ‘grín’?
En nú heyrum vér, að þessi rannsókn i Sas-
katchewan, sem stjórnin neyddist til að gefa
eftir, eigi ekki að verða nema hálfgjörður
handaþvottur. Að dómararnir, sem rannsókn-
ina gjöra, eigi að eins að dæma um tvær ákær-
ur af hinum rnörgu, en sleppa öllum hinum. —
j Blöðin segja, að rannsóknarnefndin eigi að
dæma um:
1. Hvort hinir ákærðu Liberal þingmenn séu
sekir um, að hafa þegið mútur í desem-
bermánuði 1913, til þess að vinna á móti
frumvarpi stjórnarinnar, að afnema vín-
sölu á hótelum.
2. Hvort vissir menn liafi gjört samsæri árið
1915 til þess að múta þingmönnum í
brennivíns- eða vínsölumálunum, sem
• lögð voru fyrir þingið 1915, og uni það,
hvort tilraunir liafi verið gjörðar til þess
að nnita sérstökum þingmönnum.
Það er æfinlega talinn galli á kúnum, ef
þær karra ekki kálfinn nema að hálfu leyti, og
svo verður um þetta. Þarna er takmark sett
dómendunum. Þetta lítur illa út, og sýnist
vera gjört til þess að slá ryki í augu almenn-
ings. Slikir hlutir hefna sín oft sjálfir. Og
þeir, sem þvost eiga, koma jafn óhreínir út úr
þvottinum, sem þeir voru áður. Og þó því
verri, ef nokkuð er hæft í liinum ákærunum,
'sem farið var að þvo þá; en óhreinindin
reyndust svo mikil, að þeir komu út sem flekk-
óttir gemlingar úr baðinu. Og sé mannskapur
sá í mönnum þar vestra, sem vér ætlum vera,
þá eru mennirnir jafn dæmdir eftir, sem áður
I voru sakbornir.
Mannorðið.
Hún kom þá í blöðunum greinin fríða(I),
i um mútuleit Sigurðar Baldvinssonar, og í tvær
vikur lá sveitin varnarlaus undir hcnni. f
tvær vikur var mannorð sveitunga hans undir
j tönnum alþýðurómsins. Menn hafa togað æru
þeirra, sem hrátt skinn á alla vegu. En þeir
! voru svo langt í burtu, að enginn gat borið
j hönd fyrir höfuð sér eða sveitarinnar. Blöð-
i in koma seint út þangað, og þegar þeir sjá
| þetta, þá er búið að fella dóminn á hundruð-
j um heimila, — af mörguni hundruðum, já, af
| mörgum þúsundum inanna. Virðing jieirra og
j æra er stórkostlega meidd, því ekki verða það
allir, sem ráða i það, að mútubeiðandinn hafi
verið að Ijúga jiessu upp: að hann ætlaði
að kaupa þenna fyrir 10 dali og þenna fyrir
flösku og þenna fyrir pott, en í rauninni hafi
hann sjálfur ætlað að súpa liiginn, en stinga
peningunum í vasann. Reyndar var það þjófn-
aður, en sá þjófnaður var engu verri en að
eyða mannorði heillar sveitar.
Vér lýsum því enn aftur yfir, að vér trúum
því ekki, höfum aldrei trúað því, að Narrows-
búar hafi nokkra minstu vitneskju haft af
þessari mútuleit Sigurðar Baldvinssonar.
En vér viljum vekja athygli manna á þvi,
að sveitirnar eiga sér æru og mannorð eins og
hver einstakiingur, og cf að einliver meiðir
eða eyðileggur mannorð sveitar sin.nar, þá- er
jiað i rauninni þvi þyngri sök, sem mennirnir
i sveitinni eru margir; en einstaklingurinn er
að eins einn maður. Og eins og livcr einstak-
ur maður þarf að gæta mannorðs síns, eins
þurfa allir sveitarbúar að gæta mannorðs sveit-
arinnar. Þelfrt keimir ni'jög oft fyrir og sjálf-
ir sveitarbúarnir í öllum sveitum landa ættu
að vera varkárari með það en verið héfir. Þá
færu óvandaðir menn að vara sig, og félags-
skapur í hverri sveit kæmist á hærra stig, —
þegar hinum óhlutvöndu mönnum væri hald-
ið niðri.
------o-----
Hver var nú keyptur?
—d—
Hver var nú keyptur fyrir gullið rauða eða
hið glóandi vín á fulli? Auglýsingarnar eða á-
skoranir hótelmannanna, á íslenzku, ber þess
ijósan vott, að þar hefir einhver selt æru sína.
Þar er einhver maður viðriðinn með tungur
tvær; — einhver maður, sem metur gullið
meira en æruna; einhver, seni ber kápuna á
báðum öxluin. En það má hann eiga, að mál-
ið á þessum vinsölu áskorunum er góð íslenzka.
— Og einhver hefir prentað, og vandað prent-
unina betur, en vér höfum scð á nokkru is-
lenzku riti. Er það ekki leiðinlcgt, að menn
skuii selja þannig mannorð sitt og virðingu?
Vér höfuiTi ékkert á móti því, að hótelmenn-
irnir sendi út þessa áskorun; en vér höfuni
megnustu óbeit á lubbuni þeim, sem láta kaupa
sig til að hjálpa þeim. Og að öllum líkindum
eru það menn, sem látast vera alt annað en þeir
eru. — Bindindis- og vínbannsnienn ættu að
sýna þeim, að gullið er ekki hið æðsta í heimi
þessum; æran og mannorðið er nieira virði,
og þeir ættu ekki að vera eins glámskygnir og
þeir hafa verið. Þeir ættu að þekkja betur
sína sauði og þá, sem þeir mega treysta, —
hinir svikja jiá.
---*■—o———
Alt af versnar í Saskatchewan.
-—o—-
Einlægt fer ver og ver í Saskatchewan. Nú
eru 15 Liberalar kærðir, tveir af þeim ráðgjaf-
ar, 5 þingmenn og 8 aðrir, fyrir samsæri, fjár-
drátt og þjófnað. Þrír eru flúnir úr landi fyr-
ir utan stjórnarformanninn Scott. Er nú að
verða ljóst, að stjórnin getur ekki haldið sæti
sinu lengur. Það virðist vera hálfu harðara
þariia, en inálin góðu í Manitoba, og var þó
fullilt.
Og nú, þann 7. marz, eru ranitsóknarnefnd-
irnar (Royal Commissions) orðnar fjórar. Og
búið er að nefna mennina í þá fyrstu, en hún
fjallar um þjófnað úr vegasjóðum og af vega-
bótafé sveitanna.
önnur nefndin á að rannsaka mátugjafirnar
árið 1914, og hið svokallaða “konservative sam-
særi 1915”.
Hin þriðja á að’ rannsaka ákærurnar um
mútur og hótanir í vínsöluleyfismálunum; eru
þar sakaðir fjórir þingmennirnir, og er einn
þeirra þingforsetinn sjálfur.
En fjórða rannsóknarnefndin á að fást við
seinustu ákærurnar, sem fram voru borimr á
föstudaginn siðastliðinn, og voru þá sakir
bornar ó tvo ráðgjafana. Lúta ákærur þær að
samningabrellum, kúgun og yfirgangi i telefón
málum og svo að beinlíbis fjáldrætti.
Slumpað hefir verið til, að kostnaður við
nefndir þessar verði ekki ininni en $60,000.00
og væri ekki ósanngjarnt, að þeir borguðu
kostnaðinn, sem hafa valdið. honum með fram-
komu sinni. Ilofðu þetta verið ráðvandir menn,
þá hefði þessi kostnaður enginn verið. Það er
oft kostnaðarsamt að passa þá, sem ófrómiir
eru. Og það ergir þá hina, sein frómir eru, að
þurfa að borga fyrir skammir annara. — En
fyrst af öllu þarf að hreinsa til.
----—o------
Dýr matvara.
—O---
Menn eru að kvarta yfir hveitinu, hvað það
sé dýrt; en samt keppast menn við, að kaupa
sömu fæðuna svo margfalt dýrari.
Sérfræðingar stjórnarinnar í Ottawa liafa
nú gefið út skýrslur sinar uiii fæðutegundir,
og sýna þær ljóslega, að þessar nýmóðins fæðu-
tegundir, sem búnar eru til úr hveitinu, en hafa
hér um bil alveg sama næringargildi, eru seld-
ar ineð ránsverði. En fólkið, se.m ekkert þekk-
ir til fæðutegundanna, sem likaminn þarf að
nærast á, og enga hugmynd he.fir um það, hvað
rétt og holl næring er, hleypur vanalega á eft-
ir þeim, sem mest lýgur, og kaupir fyrir tífalt
eða tvítugfalt verð fæðutegund, sem það gæti
liaft heinia hjá sér. |iannig segir l)r. Ladd, að
hveiti, sem kosti $1.80 bushelið, kosti undir
nafninu fíreakfast Food $27.00 bushelið, og
muni það svo sem engu, hvað næringargildi
snerti. En í fávizku sinni og hugsunarleysi
fleygja menn þarna út margföldum peningum
við það senn þeir þyrftu.
Trygð og hollusta Ind-
verja við Breta.
fíretar gætu aldrei haldið Indlandi,
ef að j>eir treystu á aflið sitt.
Eftir Sidney fírooke.
Ef að eg sem Breti væri spurður
að þvi, hvaða atburður i stríði þessu
hefði veitt mér mesta ánægju, þá
mundi eg hiklaust svara: Indland
og hUittaka Tndverja i stríði þessu;
hvernig Indur allir ótilkvaddir, ó-1 iands, og‘a1lar"íétU "t.ær V ljósi/ að
norðan fjalla (Himalaya fjallanna)
héldu föstur og bænadaga tiJ að
biðja Bretum sigurs y.fir óvinum
sinum. Og þegar fregnin kom þarna
norður, að Bretar hefðu unnið suð-
vestur Afriku, þá voru fánarnir upp
dregnir á hverri hæð og hól í kring-
um hina eldgömlu stórborg Jjhassa.
Á stjórnarfunduim og þingum þjóð-
anna héldu innfæddir menn ræður.
og innfæddir höfundar - rituðu
hverja greinina af annari, allar log-
andi af hollustu og þakklæti til
Breta fyrir velgjörðir þeirra til Ind-
stöðvandi, risu upp, fátækir sem rik-
ir, almúginn sem prinsar og furstar,
alt til að verja ‘íThe British Raj”,
Bretaprinsinn, sem þeir kalla Breta-
það væri hjartans ósk og vilji Inda,
að bera sinn fulla skerf af öllum her-
skyldum og kostnaði striðsins. Það
er því algjörður misskilningur, að
konung. Vér höfum í stríði þessu i æya að Englendingar hafi
orðið fyrir mikluin vonbrigðum, i kvap indversku hermennina til að
orðið hrakning að jjola og slagi ]{0rna ng pgrjast i Flandern. Það er
stóra. Vér höfum gjört glappaskot og
orðið að líða fyrir; en þetta eina
atriði stríðsins, hefir flutt oss ó-
nægju, svo vér inegum stoltir vera
og þó auðmjúkir og fullir aðdáunar,
aðdáunar og undrunar yffr því,
hvernig alt hið víðlenda veldi Breta
um heim allan er nú sem ein» mað-
ur með óskiftum huga, að koma til
liðs við móðurlandið enska, þó að
19 menn af hverjum 20 í Bretaveldi
séu af alt öðrum kynstofni, og verði
að skoða Bretastjórn sem
algjörlega rangt. Indur sjálfir sóttu
um að fara. Indur vildu sýna Breta-
veldi hollustu sína og að þeir væru
einn ábyrgðarfullur, sjálfstæður
hluti hins mi'kla Bretaveldis.
Bretar þáðu tilboð þeirra Ind-
anna. Þeir gátu ekki neitað því; því
að hefðu þeir tekið það ráðið, þá
hefði það verið stjórnarfarslegt
glappaskot; Það var litilsvirðing á
Indum og hefði kælt vináttu þelrra
útl'en'cla j ^rundið frá Brctum hverjum ein-
,..„,asta Indverja undir stjórn þeirra.
stjórn í fjarlægu landi, og hafi mjog , v
• , ,, A Alt Indland var þarna með einum
óljósa þekkingu um þetta
veldi.
útlenda I
j huga, einu hjarta, einni ósk. Allur
j pólitiskur flokkadráttur varð að
Þetta hlýtur að hafa komið Þjóð- j engu 0g hjaðnaði eins og bóla vatns.
verjum mjög á óvart, og verið þeim j ])rungjnn 0g óánægjan og óróinn,
til eins mikillar gremju og það var
ánægjulegt fyrir Breta. Þeir gátu |
ekki trúað því Þjóðverjarnir, að ný-
sem áður hvíldi yfir öllu Jandinu,
hvarf á augnabliksstundu. En hjört-
un loguðu af hollustu og vináttu og
lendurnar, sem hver hafði sína sjálf-i vjrjjjngu 0g þakklæti til Bretáí. Þeir
stjórn, myndu halda fast við móð-j
urlandið, Jjegar jafn mikið reyndi|
á, og láta eitt yfir ganga sig og móð-
urina. En sú varð raunin á, að Can-
ada, Ástralía og Nýja Sjáland hafa
gengið í málin með því kappi og a-
huga og fylgi, sem einlægt hefir ver-
ið, og er nú miklu sterkara, en þeg-
ar herlúðurinn gall fyrst, fyrir 1.8
mánuðum. Og hinir veiku og óheil.u
útjaðrar Bretaveldis, sem Þýzkir ætl
uðu vera, hafa nú reynst miklu
traustari, en Þýzkum nokkurntima
gat til hugar komi'ð.
Á írlandi hefir aldrei verið meiri
samhygð með mönnum, og það land
hefir aldrei staðið eins fast með
Bretum, siðan sambúð þeirra byrj-
aði, eins og einmitt nú. Og í Afríku
höfum vér sundrað upphlaupsmönn-
um og sigrað þýzka nýlendu, og mað
urinn, sem hvortlveggjg sigurino
vann fyrir Breta, var einn af for-
ingjum Búanna og barðist á móti
Bretum fyrir 15 árum siðan. Og það
sem svo miklu varðar er það, að
þessi hinn mikli, óútgrundanlegi
sægur af þjóðflokkum og trúflokkum
á Indlandi stendur ákafur, sjóðheit-
ur, einbeittur, af huga og hjarta
með Bretum og Bretastjórn.
Eg býst við því, að fáir Ameríku-
menn hafi lesið þingskjölin brezku,
sem ganga undir nafninu Cd 7624.
En það eru reglulega hrifandi skjöl.
Og ef að Rretastjórn á Indlandi væri
lokið morgun, þá væri ekki hægt
að finna hæfilegri minningarrit,
heldur en þessar fáu blaðsíður af
enibættisskjiilum, þar sem upp eru
taljn öll tilboðin um hjálp og styrk
til Bretakonungs, í byrjun stríðsins,
frá prinsunum og furstunum og þjóð
unum á hinu mannmarga Indlandi.
Það er sem væru menn að lesa Ili-
onskviðu, eða æfintýrasögur úr
austurheimum. Glóandi, glitrandi af
gulli og demöntum koma furstarnir
frain, klæddir pelli og purpura, og
hneigja sig fyrir hinum útlenda yfir-
konungi og bjóða honum öll sín auð
æfi, alJa sína herskara. Og riddara-
skararnir koma fram á völluna, stál-
gráir fyrir járnum, og hinir þúsuml
þjóðflokkar og þúsund trúflokkar
keppast hver við annan. — Fátækir
sem ríkir bjóða fram menn, bræður
sína og sonu og sjálfa sig, til að láta
lífið fyrir konunginn lengst í burtu,
á eyjunni Jitlu í vesturhöfum, kon-
unginn, sem er keisari þeirra, yfir-
höfðingi yfir öllum hinum voldugu
furstum þeirra. Þeir koma allir með
gull og gersemar, með fjárstjóðu, er
þeir hafa safnað mann fram af
manni og leggja það fyrir fætur hon-
um. Þeir koma þessir 700 rikjandi
þjóðhöfðingjar Indlands, með aleigu
sína, alla sína peninga, alla sína
gimsteina, hestana, úlfaldana, fil-
ana, hermennina; með millíónir til
að kaupa spítalaskip; með maskínu-
byssur, flugdreka, mótorvagna, og
öll þau áhöld, sem nú eru nauðsyn-
leg orðin í striðum seinustu tim-
anna.
mundu þá, Indur, alt hið góða, sem
þeir höfðu af þeim hlotið. Þakklæti
ið varð að brjótast út.
Mikill þorri Englendinga fór að
núa stýrurnar úr augunum. Þeir
gátu varla trúað þessu. Árum saman
höfðu menn fengið iJJar fré.ttir af
Indlandi: að hinu friðsama veldi
Breta þar væri hætta búin; það væri
bráðum á enda, og stundum átti alt
landið að loga af uppreistaranda, —
svona undir niðri. Og á vissum stöð-
um hafði bólað á mikilli óánægju.
Menn höfðu mótmælt ýmsum á-
kvörðunum stjórnarinnar; — menn
höfðu neitað að kaupa brezkar vör-
ur. Indverski umbótaflokkurinn var
farinn að prédika ofbeldisverk, og
margir voru farnir að ætla, að und-
ir niðri væri eitthvert útbreitt sam-
særi, sem stýrði þessu öllu. Bretar
urðu að taka Iiart i taumana og taka
til fanga einn óróamanninn eftir
annan. Indur reyndu að myrða jarl-
inn brezka, sem ríkti y.fir landinu.
- En---------
En svo kom stríðið og á auga-
bragði snörist alt við. Þetta koin alt
í einu sem þruma úr lofti. Bretlan I
var í hættu, veldisstóllinn hristist.
— Indur sáu óðara, aö þarna var
tækifærið, ekki að ráðast á móti
Bretum, eða brjóta af sér veldi
þeirra, heldur að hjálpa þeim sem
Jiezt að styðja þá. Prinsarnir, sem
riktu yfir meira en þriðja hluta
landsins, komu undir eins fram og
buðu Bretum allar sínar eigur og
sjálfa sig og menn sína. Allur hinn
mentaði flokkur Indverja (og þar
eru margir hámentaðir menn) kom
nú fram og buðu að styðja Breta
með eigum og cigin lífi. En áður
höfðu úr þeim flokki komið mestu
óeirðarmennirnir. -— Nú voru þeir
hinir fyrstu til að sýna Bretum holl-
ustu og bjóða þeim hjálp. Og þjóðin
öll, þessar 300 milíónir, notaði hvert
tækifæri til þess, a'ð sýna Bretum í
smáu sem stóru, hversu mikið traust
þeir bæru til Breta, til réttsýni og
réttlætis hinna brezku stjórnenda.
Alt þetta sýndi og sannaði, live frá-
leitur og ástæðulaus sá grunur væri
að Indur myndu bregðast Bretum,
þegar mest lægi á, eða jafnvel snúast
á móti þeim.
Fyrir Bretum stóð nú að eins einn
vegur opinn, — sá, að taka þessu
boði tveim höndum, taka þeim sem
jafningjuin og bræðrum á vígvellin-
um. Og með þvi að veita þeim þess-
ar heitu óskir þeirra, að taka þátt í
háskanum og njóta sæmdanna og
heiðursins með Bretum, þá sýndu
Bretar, að þeir viðurkendu hreysti
og luigrekki hinna indversku her-
manna, og svo lika hitt, ■— að þeir
treystu örugt einlægni og dreng-
skap liinna 300 milíóna indverskra
manna, því að þarna voru þeim
fengin vopnin i hendur og kent að
beita þeian. Og svo var öllu hinu
æfða herliði Breta sópað burtu af
Indlandi, en settir alveg nýjir og ó-
vanir hermenn í staðinn. — Mestur
Frá Himalaya fjöllunum til Com- híllli :,f hinum indversku hermönn-
orin höfða, á suðurodda Indlands, 11111 Hl'eta var einnig tekinn burtu
liafa tilboðin um hjálp og liðstyrk j °8 látnir fara að berjast ýmist a
komið, sem skæðadrifa til lands- Frakklandi, í Afriku eða i Mesópóta-
stjórans, frá þúsundum trúarbragða rmu.
félaga og borgaralegra félaga af öllu
tagi, með óte.ljandi nöfnum, og frá
einstaklingum af öllum stéttuúi og
trúbrögðum, og svo að auk frá ein-
um Jijóðflokknum eftir annan og
einu ríkinu eftir annað utan endi-
marka Bretaveldis þar eystra. Má
þar geta þess, að Dalai Lama í Tíbet
bauð Bretum undir eins 1000 her-
menn, og ótölulegir lama’s aðrir
Veldi Breta á Indiandi hefir aldrei
verið bygt á hnefaréttinum eða vald-
inu. Þvi að af hvitum hermönnum
hafa Bretar aldrei haft þar meira cn
75,000; þar sem hinir innfæddu
hermenn voru um og yfir 160,000.
Landið er ein milión og 500,000 fer-
mílur og ibúar þar eru 300,000 mil-
Framhald á 5. bls.