Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 5
WINNIPJEG, 1L MAÍ 19t6. Rússneskt kvenfólk í stríðinu. Hvers vegna hafa konur Rússa eldri og yngri tekið á sig rússneska hermannabúninginn og gengið f lið með Rússum? Já, þær eru í skot- gröfunum hjá mönnum sínum, son- um og bræðrum, vmurn og vanda- mönnum. En konur hinna þjóð- anna láta sér nægja, að vinna að hjúkrunarstörfum. í»etta tiltæki rússnesku kvenþjóð- arinnar sýnir hina alvarlegu hlið rússneska þjóðskipunarlagsins og siðferðislíf ])jóðarinnar, og um leið sýnir það, að kvenþjóð Rússa er öllum öðrum herskárri. Það sýnir manni einnig, að hjá rússnesku þjóðinni- er meiri jöfnuður karla og kvenna: meira alment frjálsræði en í nokkru öðru landi, og þetta tvent hefir gefið rússnesku kvenþjóðinni meiri kjark, meira viljaþrek, meira sjálfstæði, en finst enn sem komið er hjá öðrum þjóðum hins siðaða heims. Og ]>ar af lciðandi eru þær ekkert hræddar við skelfingar þær, sem þessu yfirstandandi stríði eru samfara, heldur sitja þær rólegar í skotgröfunum hjá hermönnum keis arans. Og þær eru líka hermenn í orðsins fylsta skilningi, sem sýnir sig á því, að margar þeirra hafa nú þegar hlotið heiðursmerki fyrir dug- lega framgöngu sem hermenn. — Það hefir verið ritað mikið um þessa þátttöku rússneska kvenfólks ins í stríðinu, bæði i frönskum og ameríkönskum tímaritum, um und- anfarinn tíma, og hafa þau blöð talið upp fjölda nafna og heiðurs- nierkja, sem þessir framúrskarndi kvenskörungar hafa hlotið, og það sannar, að fregnritar ýmsra blaða, sem skrifuðu um þetta skömmu eft- ir byrjun stríðsins, hafa ekki verið að skruma. Það er nýkomin út bók á Englandi, sem heitir: “An Eng- lishman in the Russian Ranks”, og •er álit manna, að ritari bókarinnar sé velþektur enskur rithöfundur, aem nú er á Rússlandi. Hann segir, að kven-hermenn Rússa, séu ekki að eins eitt eða tvö tilfelli, heldur *sé það nú orðið svo víðtækt, að það «é þess. virði, að tala og rita um það. Því að það sé mikill fjöldi af konum í her Rússa, og eins og að ofan er sagt, allar í karlmanna herklæðum. Og rnargar af þeim eru fyrirliðar á ýmsum stigum (offieers). Hann segir að flestar af þeim líti út eins og lítt þroskaðir unglingar, með búldnar kinnar og svart hár, þegar þær séu komnar í herklæðin. Þær innritast í herinn ætíð sem karlmenn, en þegar það kemst upp hvers kyns þær eru, þá er jafnréttis hugmynd Moskovitans svo vel þroskuð, að það er ekkert talað um það, og þeim er leyft að vera kyrr- um í hernum. — Þær minna menn stöðugt á hina miklu leikkonu “Brunnhilde”. í þessu sambandi skal hér nefna nokkrar af þeim, sem mest haia skarað fram úr að dugnaði og her- kænsku, svo sem: Ungfrú Kokovtt- seva, Oolonel Kósakka deildar einn- ar, sem fékk medalíu fyrir hugprýði og ráðdeild: Appollovnar Isoltseva, sem elti föður sinn, sem er Colonei, og barðist við hlið hans, og bjarg- aði lífi hans úr brennandi bygg- ingu rétt í miðri skothríð Þjóðverja, — Olga Schidlowskaia, sem fékk ieyfi háyfirmanns hersins til að inn- ritast, og sem síðan hefir verið sæmd heiðursmerki fyrir hreysti; Maria Bielowskara, sem lagði líf sitt í hættu til þess, að bjarga lífi deild- arforingja síns; hennar nafn er og einnig í hávegum haft fyrir það, hve nösk hún er að sjá út þá sem njósn- arar eru; Olga Pietrovski, sem að leiddi fylking sína árfam til sigurs, með svei'ð foringjans 1 hendi sér eit- ir að hann (foringinn) var fallinn; •Zoe Smirnoff, sem leiddi átta kven- hermenn, félaga sína, í gegnum Kar- patha fjalla bardagann í fyrra, og sá þrjár f þeim falla við hlið sér, og var sjálf send heim, særð þremur stórum sárum: frú María Malko, herforingja kona, sem vár tekin til fanga af Þjóðverjum, og sem að komst upp hvers kyns hún var, þeg- ar hún þverneitaði að fara í bað með hermönnunum. Þessar konur Rússa, ásamt mörg- um fleiri, hafa vakið athygli verald- arinnar. Og spurning hinna þjóð- anna er: "Hvers vegna er þessi ‘Brynhildur’ til að eins á Rúss- landi?” Samuel N. Harper, prófessor í rússnesku málunum, er nýlega kom- inn úr tíundu ferð sinni til Rúss- lands, sem allar hafa verið gjörðar í þeim erindum, að kynna sér þjóð- íélagsskipulag, siðferði, karaktér og Pólitík þjóðarinnar. Hann segir: Aðal útskýringin yfi.r þetta hernað- artiltæki rússnesks kvenfólks, er, að þær eru frjálsari að samveru og sambúð við karlmennina, heidur en nokkur önnur kvenþjóð í Evrópu. Konurnar taka miklu meiri þátt í lífskjö rum og starfi bænda sinna, en nekkrar aðrar konur á megin- landi Evrópu; en sérstaklega er þetta tilfeliið um jarðeigna-klass- PÉTUR JÓNSSON, hermaður. (Fæddur 20. júní 1885; dáinn 23. marz 1916). Dagur tjaldast svörtu sorgar-líni sólin björt um vorhimin þó skíni, þegar helja heimtar sína fórn, — þá fær enginn bróÖur bak að verja; böðlar dauðans lífið þannig merja, engum lúta lögum eða stjórn. Ekki stoðar undan þessu kvarta, allra bíður þögult grafar húm, mannsins börn í moldu leggjast svarta, moldar skipa hinsta rúm. Eilíf moldin, rekkja rökkri vafin, rótast þegar beinm eru grafin, sálin losnuð svífur guðs á fund. Sú er trúin helguð heims um aldir hjarta lýðs — þá dagar eru taldir endurfundir færast lífs á grund. Þessi trú á tök í þjáðu hjarta trega gegn, sem huggun öllum ber; vonarljósum vefur minning bjarta vinar þess sem dáinn er. Eins í dag í söknuðinum sárum svífur þessi huggun ofar tárum okkur hjá sem eigum þessa trú, — hálftrúuðu hjörtun jafnvel finna helgan eld hjá gröfum vina sinna, harmur sá til himinsins er brú. — Þú átt, Pétur, vist á himni háum, hugsun þín fær eilíft líf að gjöf; vonarbjart við sólarljós þig sjáum svifinn bak við dauðans grÖf. Heima fyrir skarð er fyrir skildi, skilnað þenna ekkert okkar vildi, hel og feigð ei hjartans þekkja mál. — Það er sárt að sjá þá ungu falla, sem að vildu styðja og gleðja alla, ' áttu gott og göfugt inhra bál. — Þrungin harmi sætið sjáum auða, sem að enginn skipar eins og hann; hér er liðið ljós á bak við dauða lífi sem að fagurt brann. Blíð er okkar bernsku-minning, Pétur, brosir jafnan sumar, haust og vetur, vorsins geislum vörmum er hún háð. Þó nú harmi, hlýt eg það að finna, hjá mér varir ylur daga þinna, — saman höfum þrótt og þroska náð. Lékum sömu leiki á æskuvori, lífsins feigð við skildum ekki þá. Alt var sæla sönn með hverju spori, sólarljós og gleðiþrá. Feigur hér í fjöri og blóma lífsins feldur ert af reiðarslögum kífsins, vörm og þýð er vorsins sunna skín. — Þig við sjáum þar á hverjum degi, þegar rækt er s t a r f hjá lífsins vegi, þar sem kapp og dugur ekki dvín. Meðan störf sín stunda hraustir armar, sterkur maður þunga dagsins ber, hugljúf minning bjart og fagurt bjarmar bróður míns sem dáinn er. O. T. JOHNSON. Fáið McKenzie fræ hjá kaupmanni yðar. . HVER FRAMTAKSSAMUR KAUPMAÐUR í Vesturland- inu tiefrr ætíð nægar birgðir af þcssu ÚRVALS FRÆI. McKENZIE'S AFBXJRÐA FRÆ er sérstaklega hentúgt fyrir Vestur-Canada af eftirfylgjandi ástæðum: 1. Við lifum í Vestur-Canada, og okkar tuttugu ára reynsla gjörir okkur mögulegt að þekkja til hlýtar þarfir Vestur- landsins. 2. Það, að búið okkar eru í Brandon og Calgary er sönnun þess, áð við getum æfinlega afgreitt pantanir án tafar. Allar pantanir eru sendar út innan 24. klukkutíma. 3. Alt fræ er valið sérstaklega, með því augnamiði, að það sé haganlegt fyrir jarðveg og loftslag Vesturlandsns. , 4. Alt McKenzie's fræ er af beztu tegund, vandlega endur- hreinsað með nýjustu vélum, og hefir sterkasta vaxtar lífs- afl, sem hægt er að fá. Dálítiil fræ-böggull er f sjálfu sér ekki mikið, en það er mik- ils virði, þegar það er komið í garðinn þinn. Beans, Beet, Carrots, Corn, Cucumber, Lettuce, Onion Peas, Parsnip, Radish, Squásh, Turnips, Tomatoes. Einnig úrval af Sweet Peas og öðru blóma-fræi eftir vigt. Skrifið eftir Verðlista (Catalogue) í dag. A. E. McKenzie Co., Ltd. Brandon, Man. Calgary, Alta. svo vanar við, að skoða sig sem jafnoka mannsins, og að vinna hvaða vinnu sem er samhliða hon- um, að það,að fara í karlmannabún- ing og grafa skotgrafir eða gjöra hvaða annan hermannastarfa sem er, veldur engu hneyksli, hvorki hjá konu eða kaíli. ann, sem og er mentaðri hluti þjóð- arinnar. Siðferðisböndin eru slakari hjá þeim, heldur en tíjá ensku konun- um; en siðferðishugmyndin er að sama skapi hærri. 1 ríkisháskólum (universities) eru auðvitað kven- nemendurnir ekki í sömu bekkjum (klössum?) og námssveinarnir; en sömu prófessorar kenna þeim sömu lærdómsgreinarnar og hinum nem- endunum. Og á kveldin koma þau öll saman — piltar og stúlkur — til að tala um pólitík, músik, listir og hvað annað, sem er á dagskrá, sem rússneskir náinsmenn, konur jafnt sem karlar, sýna svo feikna mikinn áhuga og alvöru fyrir. Á Rússiandi er fullkomin, óhindr- uð og eðlileg vinátta, eða kanske réttara að segja kunningsskapur á milli karla og kvenna. Þar eru eng- ar gæzlukonur til að þefa upp hvert fótmál ungu stúlknanna; dóttirin er frjáls að fara og koma þegar henni sýnist, og að vera hjá vinum og kunningjum sinum, án þess að vera úthrópuð af slúðurkerlingum; nauðsynjar. Af þessu framanskráða sér maður, að rússneski kvenmað- urinn er heilsugóð, sjálfstæð og lík- amlega sterk kona, og einnig skiln- ingslega og skynjanalcga, svo að hún er að flestu leyti jafnoki karl- mannsins — bróður síns; cins og hún á að vera, — og er, þar sem að djöflavald kyrkjunnar hefir ekki lengur sín hræðandi áhrif. Allstaðar á Rússiandi finnur mað- ur til þess, að koran reynir sitt ýtr- asta til þess, að standa manninum jafnfætis. Hjá verkalýðnum og smá- bóndanum vinnur hún hina sömu vinnu og maðurinn, og tekur þátt í öllu hans starfi og féiagsskap. Hjá riku og mentuðu flokkunum reyn- ir hún ætíð að fylgjast með manni sínum að minsta kosti. Það eru mörg pláss til í Péturs- borg, og öðrum borgum landsins, sem brúkuð eru fyrir fólk að koma saman í á kveldin, til að tala um mentamál, stjórnmál, póiitík og hvað annað og taka þátt í þvi kon ur sem karlar. Eg hefi oft orðið hissa, að hlusta á ungar stúlkur né heldur þarf hún að vera hræddj rœða mentamál, stjórnmái, pólitík við, að hún hcyri götustráka henda ^ og hitt og annað við mentaða menn, að sér háði og ruddayrðum. Ungu ■ 0g þær héldu fyllilega uppi sínum stúlkurnar eru mikið af tímanum ■ Pnda. Slíkt finn eg ekki hjá þjóð undir beru lofti; þær ríða á hest- minni. Nú, þogar maður athugar baki og spila marga leiki við piita, en á kveldin koma þær heim, og sitja hjá fjölskyldunni og nágrönn- þetta frelsis-jafnræði karla og kvenna, er það þá nokkuð til að furða sig á, að fjöldi rússneskra um og ræða um landsins gagn og kvenna eru í stríðinu? Nei, þær eru En hvað myndi hcyrast hjá ensku og ameríkönsku þjóðunum? Eg þarf ekki að segja það; þú veizt, les- ari góður, hvað það er, sem fólk myndi segja. En hjá hverri af þess- um þremur þjóðum er þó siðferðis- tilfinningin mest þroskuð? Sið- ferðis-hugmynd Rússa er nokkuð öðruvísi en okkar. Til dæmis er hjónaskilnaður mjög sjaldgæfur hjá Rússum, því kyrkjan leyfir hann ekki. En samt eru þar hjónaskiln- aðir, sem í sannleika eru mikið mannúðlegri en þessir löglegu hjóna skilnaðir okkar. Þegar rússneskum hjónum kemur saman um, að þau ættu ekki og geti ekki lengur búið saman, l>á er 1 það alt, sem þau þurfa að gjöra og gjöra — að tilkynna aðstandendum og nágrönnum, að þau séu ekki lengur gift, og allir álíta það full- nægjandi, og það er svo ekkert meira um það. Og vilji annað eða bæði giftast á ný, er það gjört á sama hátt, — með því að eins að til- kynna það nágrönnum og aðstand- endum, að í augura guðs og sjáltfs sín séu þau gift, og Rússland álítur ]>að fullnægjandi, þó að kyrkjan hafi ekki og geti ekki helgað l>að. — Rússneska þjóðin varð mjög heit út af því, að Maxim Gorky, hinum mikla rússneska ritiiöfundi, var bannað af Bandaríkjastjórninni, að taka sér bólfestu ]>ar með konu sinni. Bandaríkjastjórnin sagði, að Gorky væri ekki kvæntur konunni sem nú var með honum, og þess vegna væri hans “mórall” ekki nógu góður fyrir sig. En Gorky og kona han* höfðu tilkynt rússnesku ]>jóð- inni, að þau væru gift í guðs aug- um, þvi þau elskuðu hvort annað, og það dugði á Rússlandi: en hjá ensku þjóðunum er siðferðið á svo háu(?) stigi, að Gorky var ólíðandi og óalandi. Rússa undrar mjög á hinum mörgu löglegu hjónaskiln- uðum í Bandaríkjunum. Þetta frjálsræði í vali til hjóna- bandsins, er eitt af þvf, sem hefir lyft rússnesku konunni upp, og gjört hana að jafningja mannsins í flestum greinum. Kvenfólkið tek- ur alt eins mikinn þátt í pólitiskum og öðrum framfara-hreyfingum með ])jóðinni, eins og karlmennirnir. — Já, það eru konur til meðal Rússa, sem standa eins framarlega í pólitík og stjórnmálum eins og beztu karl- menn þjóðarinnar. Til dæmis er ein kona í framkvæmdarnefnd Consti- tutional Demoeratic flokksins, sem er í eins miklu áliti og orð hennar og gjörðir hennar eins mikils met- ið, cins og beztu manna flokksins. í Odessa er sá merkilegasti og ])arflegasti félagsskapur kvenna, er eg hefi þekt. Það er “The Woman’s Legal Aid Society”. Sá félagsskapur hefir það fyrir starf sitt, að hlusta á kærur og kvartanir fátækra kvenna af öllum stéttum og hjálpa þeim. Þetta félag hefir ætíð við hendina tvo þá beztu iögmenn, sem hægt er að fá. Eg hefi séð forseta félagsins, sem auðvitað er kvenmað- ur, sitja f tvo klukkutíma á dag milli tveggja lögmanna til þess að hjálpa þeim til að svara spurning- um, leysa úr hinum og öðrum vandamálum og hjálpa þessum aum ingjum á einn eða annan hátt. Og það var cnginn látinn synjandi f burtu fara. í byrjun stríðsins var það inesti fjöldi ungra kvenna, sem tóku upp hjúkrunarstörf við herinn; sérstak- lega voru það ríkismanna- og em- bættismanna-dætur; en nú á síðast- liðnu ári og hinu yfirstandandi ári ganga þær beint í herinn. Þessi skjaldmeyja lnigmynd er ekki ný hjá rússnesku þjóðinni, þvf í meira en heila öld hafa rússneekar prinsessur verið heiðurs ofurstar í herdeildum Rússa. Olga prinsessa, elzta dóttir keisarans, hefir verið Colonel of Hussars , sem er bezta riddaralið keisarans, í mörg ár, og rfður ætfð í broddi fylkingar við heræfinga sýningar. Samkomuiag, samvinna og sam- hygð rússneskra karla og kvenna hefir ætfð verið öðruvísi en það er hjá öðrum þjóðum, og það er óhætt að segja, á hærra stigi; því á milli rússneskra karla og kvenna yfir það heila tekið er þetta indæla vin- skapar- og jafnréttis-samband, sem ekki finst hjá öðrum þjóðum siðuð- um eða ósiðuðum. Eftir að Tartar- arnir fóru úr landinu, voru rúss- neskar konur mjög ófrjálsar; þeim var haldið í eins konar kvennabúr- um (tereens) og höfðu lítið meiri rétt á sér en gripir. En kona ein, Marfa Passadnitza að nafni, prédik- aði þangað tii fyrir samlöndum sín- um í Novgorod, og þar í kring, að eins konar kvenfrelsi komst á, og gömlu kvennabúrssiðirnir voru af- lagðir. Marfa Passadnitza var sett í æfilangt fangelsi í klaustri einu; en hún hafði brotið þrældómsokið af systrum sínum, og það var henni nóg. Já, það er þessi jafnréttis, vin- skapar og samúðar tilfinning, sem Marfa gróðursetti í hug og hjarta þjóðarinnar og sérstaklega kven- þjóðarinnar sem gefur rússneskum konum þetta göfuga hugrekki þessa óttalausu stiilingu og þessa móður- legu blíðu og viðkvæmni og umönn- un. Það er þetta ofanskráða sem gefur henni .hugrekkið til að berjast við !ilið föður, sonar, bónda og bróður. Eg vildi óska, að kvenfólk okkar siðuðu þjóðar stæði eins ofarlega í mannúðar og mannkærleika stigan- um. inu að hann getur sprengt það upp á augabragði, ef að það gefst ekki upp. Þetta er mikil miskunnsemi af Þjóðverjum! — eða hvað? Smjör-róstur. Matar-upphlaup eru nú að tíðk- ast á Þýzkalandi, og fimtudaginn 1 vikunni sem leið urðu smjör-róstur all-miklar í Charlottenburg við Ber- lin. Mest voru það konur. Þær gengu í þéttum fylkingum um stræt- in og rændu og brutu smjörbúðir tvær á leiðinni, en brutu glugga alla á öðrum smjörbúðum á vegi þeirra og rifu niður söluauglýsingar allar og merki. Lögregluliðið var náttúrlega scnt til að tvístra þeim, en þær voru búnar að gjöra usla allmikinn áður en þeir gátu eytt flokknum. Út af róstum þessum höfðu kon- urnar þó það, að fjöldi slátrara var fastur tekinn fyrir að selja ekki svínakjöt og nauta, heldur búa til pilsur og langa úr því og seija svo fyrir tvöfalt eða þrefalt verð. Háttvirta Sig.-Júl.-vizka! ! Þú ert að svingla, þvf er ver Þínu er ringl á minni. Kvarnahringlið heyrist hér í höfuðkringlu þinni. Eg þakka yðar hátign fyrir, hvað yður liefir tekist vei, já, undarlega vel, í “bitum” síðasta I.ögbergs nr 18, að sanna það, som eg sagði un: yður í grein minni í Ileimskringlu —- nefniicga það; að ]>ér segið ekki oft satt. Eg er viss um, að enginn, sem le- grein mína, getur fundið þan orð í henni, sem ];ér berið fram fyrir les- endur Lögbergs, að eg hafi sagt. Svo, — “iiaiið r nú láð, þótt heimskur kenni” og hættið nú að auglýsa frekar líísstefuu yðar; Sig.- Júl.-vizkan er orðin al])ekt. Hreggviður. Dönsku eyjarnar. Dönsku eyjarnar, sem Bandaríkin eru nú að kaupa, lieita: Santa Cruz, St. Thomas og St, John, og liggja rétt austur af Porto Rico. Santa Cruz er stærst, 135 ferh. mílur með 18,000 íbúum; St. Thomas .53 fermfl- ur með 14,000 íbiium, og St. John 35 ferh. mílur með !!00 íbúum. Bandaríkin voru nærri búin að kaupa eyjarnar árið 1865, en þá neit- aði öldungaráð Bandaríkjanna að samþykkja ]>að. Þá ætluðu Banda- ríkin að gefa fyrir ])a>r 7»/j milíón dollara. Árið 1892 reyndu itanda- ríkin aftur að fá þær og enn í þriðja skiftið. En hvorutveggja skiftið komu Þýzkir í veginn og varð ekk* ert úr. Þetta er því í fjórða sinni, sem Bandaríkin vilja fá /eýjarnar. Þær eru lítilsvirði nema fyrir höfnina á St. Thomas, sem er einhver hin bezta höfn á þenn slóðum og mundi rúma all-mikinn flota. Síðan Papama- skurðurinn kom, liafa Þjóðverjav viljað fá eyjarnar, því að eí að ]>eir íéldu þeim, væri engum óliætt að fara um Panama skuiðinn eða sigla nokkursstaðar um höfin þarna. — Þetta er það, sem mest knýr Banda- i'íkin að kaupa ]>ær af Dönuin, og ná þeim núna, áður en Þýzkir geta múist við að hamla því. Á bervöllunum. Geirinn sári svæfir hold, svefninn fárið linar. Dreyra báran brynnir mold, blandin tári vinar. Hvar sem báran blóðug flaut blómgast flár og hólar, grátinn smári úr gægist laut gegnum tárin sólar. J. G. G. Kafbátar Þjóðverja verða nú tveir og tveir saman. Jafnhliða bréfi Vilhjálms til Wil- sons forseta og loforði hans, að sökkva héðan af engum kaupförum, neema þau fái aðvörun áður, kem- ur fregnin um það, að Þýzkir séu nú að breyta til hvað neðansjóvar hern- »ð sinn snertir. Héðan af láta þeir tvo og tvo kafbátana fylgjast að, svo að annar geti verið í karfi meðan hinn er ofansjávar. Báturinn, sem er uppi, kallar, eða gefur skipum, sem þeir hitta, merki um að gefast upj), en heldur sig þó svo fjarri, að minni kúlur frá kaupskipum saki ekki; en hinn er í kafi, og svo nærri skip- ***?, AGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada og Norðvesturlandinu. ,xH\er’ ?em, heJir fyrir Gölskyldu aí et5iir karlmaliur c!dri en 1S ára get- ír tekl» helmllisrétt á fjóröun’g úr íection af óteknu stjórnarlandl í Mant- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- j,ækjandi eróur sjálfur aó koma á landskrifstofu stjórnarlnnar, eba und- Lrs*«rifstofu hennar í þvi hératíi. 1 um- ma taka lan<1 *• öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki a undir skrifstofum) met5 vissum skil- yroum. SKYLDCR:—Sex mánaóa ábúí ob ræktun landsins á hverju af þremur ,V,m'. Lnndnemi má búa meti vlssuzn skilyrtium lnnau 9 milna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt iveru- hus verBur ati byggja, atS undanteknu Þegar ábutSarskyldurnar eru fullnægtS- ar innan 9 mílna fjarlægtS á ötSru landl eins og fyr er frá greint. 1 vissum hérutSum getur gótSur og efntlegur landnemi fengitS forkaups- rdt. á fjórBungi sectionar meBfram landi sínu. VertS $3.00 fyrir ekru hverja SKVLDllRi—Sex mánaBa áhútS á hvcrju hlnna næstu þriggja ára eftir ao nann hefir unnit5 sér inn eignar- bréf fyrlr heimtlisréttarlandi sínu, og auk þess ræktatS 50 ekrur á hinu selnna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- íle?’i,,fen.gits um leí® ®S hann tekur heimilisréttarbréfitS, en þé metS vissum skilyrt5um. Landnemi sem eytt hefur heimills- rétti sinum, »etur fengi?5 heimilisrétt- arland keypt í vissum hérut5um. Ver?5 $3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDUR:_____ Ver?5ur at5 sitja á landinu 6 mánut5i af hverju af þremur nœsteu árum, rækVa 60 ekrur og reisa hú« á landinu, sem er $300.00 virfci. Bera má nit5ur ekrutal, er ræktast skal, sé landi'S óslétt, skógi vaxit5 eí5a grýtt. Búpening; má hafa á landfnu i sfet5 rœktunar undir vissum skilyroufft. W. W. CORY, Deputy Mtuister of the Interior. Blðt5, sem flytja þessa a^iglýsingn leyfislaust fá enga borgun tyrir. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.