Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 8
BUS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEQ, 11. MAI 1916. Fréttir úr Bænum. “Mounted Polioe" er nú sett á landamærin frá stórvötnunum og aila leið vestur að fjöllum. Inspector Wood, R.N.W.M.P., frá Regina, var hér á ferðinni og sagði fréttaritara einum á mánudaginn, að hér f Winnipeg og grendinni væru 17,000 útlendingar á bókum fylkisins fyrir utan l>á, sem tekið hefðu borgararétt: allir innan 20 mílna hrings frá Winnipeg og hefðu ]ivf 35 af R.N.W.M.P. verið sendir til að líta eftir þeim við landamærin hér sem annarsstaðar. Fara sumir þessara manna til Emerson, en aðr- ir til Boissevain. Mr. Númi J. Snædal og Gunn- steinn Jónsson, báðir frá Hnausa, Man., komu nýlega til borgarinnar. Þeir búast við að fara norður á vatn til fiskjar hinn 27. þessa mánaðar. ísinn kominn allur af suðurvatn- inu og kominn á rek á norðurvatn- inu. Það er með fyrsta móti að vatn- ið losnar, viku fyrri en vanalega, enda var ísinn þynnri en menn muna til. Alt í bezta lagi þar neðra: mcnn eru búnir að plægja bletti sína, og fara nú að sá, þegar ísinn er farinn af vatninu. Messað verður í Únftara kyrkj- unni á sunnudagskveldið kemur kl. 7 að kveldinu eftir bæjartíma. Safn- aðarfundur eftir messuna. Áríðandi að allir félagsmenn komi; mikils- varðandi málefni fyrir fundi. Áttu mál þau að afgreiðavst á sunnudags- kveldið var; en vegna þes^, hve fá- ir komu, varð að frcsta fundarstörf- um um viku. Mr. R. Sigurðsson, sem undanfarið hefir átt heima að Raymore, Sask., hefir nú flutt búferlum þaðan tii Mozart, Sask. Miðvikudaginn 26. apríl vom þau Eirfkur Solberg Sigurðsson og Sig- ríður Bergsson, bæði frá Hnausa, Man,, gefin saamn í hjónaband af síra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Leiðrétting.—I seinasta lista nýju hermannanna, sem gengið hafa í 223. herdeildina. er talinn Thos. O. Johnson, Lundar, Man., en átti að vera Theodor O. Johnson. Hann er sonur Odds Jo'hnson, bónda að Lundar, Man. Á fimtudagskveldið kemur, þann 11. maf, verður haldin samkoma Sunnudagaskóla Únítara í kyrkju safnaðarins, eins og áður hefir til- kynt verið f blöðunum. Samkoman byrjar kl. 8 að kveldinu eftir bæjar- tíma, og inngangur kostar 15 cents. Til skemtana verður, söngur, ræðnr, upplestrar, tveir smáleikir og þjóð- sýningar. Allur arður samkomunn- ar gengur til barnanna aftur, og ættu því foreldrar og annað safn- aðarfólk, að hjálpa til að samkom- an yrði vel sótt. Má fyrir margt eyða 15c, er minna er virði en skemtun sú, sern samkoma þessi mun veita. Guðleif Guðmundsdóttir, frá Vest- mannaeyjum, er beðin að gefa sig fram við ólaf S. Thorgeirsson, kon- súl. Við foringja-prófin, sem nú hafa staðið yfir, hafa þeir tekið kapteins próf H. M. Hannesson lögmaður og Skúli Hansson fasteignasali, báðir lieutepantar áður í 223. herdeild- inni. — Óefað liafa margir landar tekið æðri og lægri próf, en vér vit- uin ekki nöfn þeina. Aldrei höfum vér áður heyrt um það getið, að nokkur íslendingur fyrri eða síðar iiafi tekið )>róf l>etta. Vér vildum gjarnan óska, að fá nöfn þeirra landa, sem foringjapróf taka í hvaða deild sem er, því að oss þykir vænt um þá alla og teljum þá alla vera þjóð vorri til heiðurs og landi þvf, sein nú er föðurland okkar. Mr. óli Johnson, úr Winnipeg, fyrrum “caretaker” fyrir Union Loan j and Investmnet Co., kom nýlega að j sjá oss. Hann er fyrir þremur mán-j uðum síðan genginn í 108. herdeild- ina og lætur mjög vel af sér og fé- [ lögurn sínum öllum í deildinni. — | Þetta er Bradbury deildin, sem [ margir kalla, og er fjöldi Islendinga í henni. Þeir eru nú yfir vana- lega tölu hennanna í deildinni, ein góð 1200, þar sem deildir þessar teljast fullkomnaðar með 11 hundr- uðum hermanna. Vér þekkjum fjöl- mai’ga landa þar, og mun leitun vera á jafn harðsnúnum og gervileg- urn flokki manna, hvar sem leitað er og munu þess sjást merki fyrr eða i síðar, þegar þeir koma í návígi við j Þjóðverja. Mr. Johnson fór frá konu og fjór- um börnum, og er það ólíkt þeim, sem heima sitja, þó að barnlausir séu. En hann, sem margir landarnir aðrir, sá og skildi nauðsynina að berjast fyrir frelsið og mannréttind- in og þá, er honum voru kærastir, og tók þann kostinn heldur, en að eiga á hættu, að sitja undir veldi þýzkra, og sjá þá drepa niður frelsi og menning lands og lýðs; og er ekki að undra, þó að mönnum þess- um þyki leitt, að sjá margan mann- inn heima sitja, sem ekki einungis neitar að fara, heldur leggur þeim ilt til, sem eru að hætta iífi sínu fyr- ir J)á. Takið eftir gleðisamkomunni, sem kvenfélagið “Jón Sigurðsson1’ held- ur á föstudagskveldið kemur 1 Col- umbus Hall, horni Smith og Gra- ham stræta, og hér er auglýst á öðr- um stað í blaðinu. Það er liklegt, að ungu mennirnir noti nú tæki- færið, bæði þeir, sem dansa, og þeir, sem dansa ekki, og iáti nú ekki standa á sér. Nú er vorið komið og sólin skín yfir grænar grundir og hellir straumum lífs yfir akra sána og engi gróandi. Og hví skyldi þá ekki vera lff og fjör hjá mönnum eldri og yngri. Farið þangað, dreng- ir, og flytjið burtu með ykkur giað- ar endurminningar. Jóhann Soffonías Einarsson, frá Mary Hill, Man., gckk nýiega í 223. herdeildina. Hann er 22. ára gamall. Foreldrar hans eru: Einar Guð- mundsson og Thorstína Guðmunds- son, að Mary Hill, Man. Vér viljum benda á auglýsingu um annan myndunarfund “Lad- ies’ Auxiliary’’ 223. herdeildarinnar og hvetja konurnar að sækja hann. Þeir segja, að hún sé aðallega að verða íslenzk 223. herdeildin, og þá verða þær þrjár herdeildirnar, sem mikið til verða íslenzkar . Fonseea- deildin hefir mikinn fjölda Islend- inga. En nú ætla konurnar í hjálp- arnefnd 223. herdeildarinnar að halda annan myndunarfund félat ins mánudaginn 15. maí, kl. 8.30 e. m. í fundarsal Somerset skólans, og væri vel að hann yrði fjölsóttur. — Vér erum með þeim öllum, sem vilja hjálpa hermönnunum. Það kann að þurfa að halda á því, þó að síðar verði. Sfra Bjarni Thórarinsson er nú að fara heim til íslands bráðlega. — Hann er lengi búinn að vera hér prestur, fyivst 1 Winnipeg og síðar hjá Islendingum sunnan og vestan við Manitobavatn. Fln nú hefir hann fengið tilboð um góða stöðu í Reykjavík hjá æskuvini sínum Jóni Magnússyni bæjarfógeta þar, og á hann að verða aðstoðarmaður hans. Síra Bjarni er lipurmenni hið mesta, fjörmaður og skemtinn og drengur góður, og hefir ætíð verið í miklu upjiáhaldi hjá söfnuðum þeim, sem hann hefir ])jónað. Hann iæt.ur hjr eftir uppvaxin börn. — Vér óskum heilla og bamingju með heimferð- ina, og vonum að hann lendi ekki í gini Þjóðverja, er hann fer yfir sjö- inn. Síra Carl Olson messar í Skjald- borg á sunnudaginn kemur, kl. 11 f. m. og kl. 7 e. m. ANNAR MYNDUNARFUNDUR FJELAGSINS Ladies Auxiliary of the 223. Canadian Scandinavian Battalion verður haldinn í FUNDARSAL SOMERSET SCHOOL, SHERBROOKE ST. klukkan 8.30 stundvíslega. Mánudaginn 15. maí 1916 Þangað eru allir beðnir að koma, sem áhuga hafa fyrir málefni því, sem félagskonur þessar eru að vinna að. Jón Sigurðsson félagið I. O. D. E. heldur skemtisamkomu í COLUMBUS HALL, á suðvesturhorni Smith og Gra- ham stræta, á föstudagskveldið í þessari viku, 12. maí, kl.8. Skemtanir verða Vist-spi/ og Dans Það er mjög áríðandi að allir komi stundvíslega á tilteknum tíma. Inngangur 35 Cents Mrs. H. Skaftfeld látin. Olga Skaftfeld, kona Hreiðars Skaftfeld, að 657 St. Mathews St. (La- vinia), andaðist aðfaranótt mánu- dagsins, að heimili sínu, úr hjart- veiki. Hún hafði verið veik all-lengi. Mrs. Skaftfeld iætur eftir sig eig- intnann og 5 unga drengi: Olgeir, 12 ára; Júlíus, 10 ára; Vilhjálm, 8 ára; Pál Þórhall, 6 ára, og Ingimar, 5 ára. Mrs. Skaftfeld var gáfuð kona og einkar vel gefin; verður hennar rækilegar minst síðar. Jarðarför hennar fer fram á morg- un (föstudaginn) frá Tjaldbúðar- kyrkju, kl. 2.45. Vorpróf við Saskatchewan háskóla. Við nýafstaðin vorpróf við Sas- katehewan háskólann skaraði Skúli G. Líndal langt fram úr sambekkj- ingum sínum i fyrsta bekk skólans. Hann vann fyrstu verðlaun háskól- ans í sínum bekk. Þessi verðlaun veita vinnanda þriggja ára fría kenslu við skólann. Að afstöðnu prófi innritaði Skúli sig í herdeild háskóla Vestur-Canada. Tveir aðrir Islendingar, sem eru ný-útskrifaðir úr “matriculation,,- deild við Saskatoon Collegiate, Jak- Ob Líndal, bróðir Skúla, og William Lundal, eru einnig innritaðir í sömu herdeild. Valdimar A. Vigfússon, frá Tan- tallon, sem í síðastliðin tvö ár hefir stundað nám við háskóiann í Sas- katoon, og hefir sérstaklega lagt fyr- ir sig efnafræði, hefir verið settur “Assistant" í efnafræði við rann- sóknardeild háskólans. Tveir ungir íslendingar Thorbei’g- ur Thorbergsson, frá Churehbridge, og Baldur Bergsteinsson, frá Ala- meda, Sask., skrifuðust upp úr fyrsta bekk búnaðarskólans við þessi próf. Báðir hlutu heiðursein- kunn. Jón Sigurðsson Chapter Jón Sigurðsson Chapter, I.O.D.E., hélt fund í samkomusal Jobn M. King skóla þriðjudagskveldið 2. maí 1916. Á fundinuin gengu þessar í fé- lagið: — Miss Ali)iia ólafsson. Mrs. Guðrún Jóhannsson. Miss Maria ólafsson. Mrs. Steinunn Halldórsson. Miss Lilian F. Paulson. Miss Charlotte A. Paulson. Miss Halldóra Grímsson. * Mrs. Geo. Selfe. Mrs. C. OsL. Chiswell, Gimli. Alls eru félagskonur nú 71. Mrs. Chiswiell gaf félaginu $5.00. Félagið hefir gjört ráðstafanir til þess, að senda brauð í hverri viku til íslenzkra fanga á Þýzkalandi, og eru frændur og vinir hermannanna, sem nú eru í skotgröfunum, beðnir að láta félagið vita, hvenær sem ein- hver frændi þeirra eða kunningi er fanginn af Þjóðverjum. Nú koma einlægt margir hinna ís- lenzku hermanna af landi utan og eru ókunnugir í borginni, og ætla félagskonur innan skamms tíma, að gjöra þeim heimboð að kveldi. Hafa margar félagskonur boðist til þess, að taka móti þeim á heimilum sín- um. Félagskonur hafa sótt um ]>að til Ottawa, að mega búa út að öllu deild eina á heimili eða hæli aftur- kominna hermanna í Deer Lodge. WONDERLAND, sem vér íslend- ingar getum kallað “Undralandið”, er nú að halda þriggja ára afmæli sitt hinn 10. maí. Það hefir æfinlega verið skemtun, að liorfa á leikina á Wonderiand; en nú á að sýna þar hina beztu leiki, sem nokkurt leik- hús getur sýnt í Winnipeg. Það vorður afmælishátíð þeirra og þó verður ekkert til sparað, en alt svo vandað og fágætt og skemtilegt og hrífandi, sem hægt er að hugsa sér. Þar verður sýnt: Cbarles Chaplin í “Shanghaied", í tveim þáttum. — Einnig fyrirtaksleikur sem kallast: “The Love Route”. Komið snemma. Opið frá 2 e. m. til 12. Frá 223. herdeildinni. Eftirfylgjandi hei-menn hafa bæzt við nýlega í 223. herdeildina: Frá Camiose, Alta.: Ptc. Roys. Pte. Christensen. Pte. Odegard. Pte. Engebrechtsen. Pte. Christensen. Pte. Olson. Pte. Dragon. Pte. Hoyem. Pte. Abrahamson. Pte. Grafstad. Frá Cadogan, Alta.: Pte Fnley. Frá Czar, Alta.: Pte. I>arson. Frá Cameron, Man.: Pte. Done. Port Arthur, Ont.: Pte. Tuomi. Pte. Berg. Pte Lagerstrom. Frá Sa.skatoon, Sask.: Pte. Nelson. Pte. Chooke. Pte. /fedorozuy. Frá Birds Hill, Man.: Pte. Kalamomen. Frá Winnipeg: Pte. Smith. Þetta eru drengirnir, sem seinast hafa skrifað sig í 223. herdeildina. Eftir nöfnunum eru þeir flestir eða allir Skandinavar, Norðmenn og Svíar og nokkrir Finnar. Vér óskuni þeim öllum heiila og hamingju og erum glaðir yfir að sjá þá fylla flokkinn þeirra, sem ekki vilja láta hermanna og aðalsmanna vald Þjóðverja troða undir hælum sér Canadaveldi. Heilir fari þeir, heilir komi þeir aftur. Fimm þúsund hermenn ráðast á Winnipeg-borg. Fimm þúsund hermenn með öll- um vopnum og skotfærum, sem í alvarlegu stríði væri, réðust á Win- nipeg á laugardaginn, og ætluðu að taka borgina; en 108. herdeildin réð- ist á irióti þeim og varði borgina. Bardaginn stóð yfir allan seinni liluta dagsins; en svo fóru ieikar, að þeir, sem að sóttu, urðu fró að hverfa. Borgarliðið sendi út sveitir nokkrar, er skutu á aðkomendur; náttúrlega skutu hinir á móti, og var þar barist af hinni mestu hreysti. Aðkomendur gjörðu sér víggrafir, ]>egar skothríðin fór að dynja á þeiin, og þeir komust ekki lengra. En í bardagalokin fóru allir hinir særðu menn og dauðu á kreik og gengu sem heilir væru og þótti það furða mikil. Og ætla margir, að Þýzkum finnist þeir erfiðir við- fangs, ef þeir gjöra þessar konstir, því að ilt er að eiga við þann, sem aftur gengur. Þann hinn saina dag voru hershöfðingjaprófin, og tóku ])á iandar nokkrir æðri próf, en þeir höfðu áður, og cr fullyrt, að þeir liafi verið þarna í slagnum. LAND TIL SÖLU eða í skiftum fyrir kvikfénað, norð- vestur fjórðungur af Sec. 32, Twp. 19, H. 3 West; gott land nálægt Lun- dar, Man.. Hús, fjós og góður brunn- ur. Verð mjög sanngjarnt.—Suite 1, Sterling Bank Bldg., Winnipeg, Man. Til leigu. gott land ÍÍ4 section) 2 mílur norð- ur af Winnipeg Beach, hálfa mílu frá vatni. Landið er inngirt, gott hús á því, og nógur heyskajiur og viður. Ágætt fyrir fainilíu sem vildi byrja búskap og reisa nokkra gripi. Snúið ykkur til G. J. Goodmundson, 696 Simcoe St., Winnijveg CANADA’S FINEST SUBURBAN THEATRE. AFMÆLI VORT 10. MAÍ ÞRIGGJA ÁRA GAMALT í DAG. Til minningar um þenna merkisatburð, ætlum vér að bjóða fólki hinar stærstu og beztu sýningar í borginni. Chas. Chap/ain in ” Shanghaied” Leikur í 2 þáttum. Einnig einn hinn allra skemtilegasta leik, sem nefnist: “THE LOVE ROUTE”. Komið snemma. Opið klukkan 2 e. m. til 12. TAKID EFTIRI KOMNIR AFTUR ERU ÞESSIR LEIKENDUR: Grace Cunard, Francís Ford, Eddie Polo, Marie Walcamp, Ruth Stonehouse. Alt ága&tir Ieikendur í hinu mikla “Circus Serial” Peg O’ The Ring sem byrjar mánudaginn 15. maí og heldur áfram þann 16 maí. Þessi leikur er beztur aUra. Missið ekki af honum. f X Fyrirlestrar Dr. Guðmundar Finnbogasonar t Dr. Guðm. Finnbogason flytur fyrirlestur sinn um við- ♦ hald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi á þeim stöðum og ♦ þeim tíma, sem hér segir: Lögberg (kyrkjunni), mánudag 15. maí, kl. 1 e. h. Thingvalla (kyrkju Konkordía-safnaðar), sama dag, kl. 7 e. h. Kandahar (kyrkjunni), þriðjudag 16 maí, kl. 2 e. h. Wynyard, sama dag, kl. 8 e. h. Mozart, miðvikudag, 1 7. maí, kl. 2. e. h. Elfros, sama dag, kl. 8 e. h. Foam Lake (Bræðraborg), fimtudag, 18. maí, kl. 2 eh.. Leslie, sama dag, kl. 8 e. h. Edmonton, sunnudag, 21. maí kl. 3 e. h. Markerville, mánudag, 22. maí, kl. 2 e.h. BORÐVIÐUR MOULDINGS. ViS höfum fullkomnar byrgSir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telefone: 2511 Bögglasölu og Dans ásamt fleiri skemtunum heldur stúkan HEKLA Fimtudaginn 18. maí 1916 í Goodtemplarahúsinu. Góður hljóðfærasláttur við dansinn. Aðgöngumiðar 25 cents Fríar veitingar. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.