Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 11. MAÍ 191«. HEIMSKRINGLA. i. *------------------------------* Islands fréttir. •t---------------------—-------* (Lögréita 29. márz). Norðangartiur í fjóra daga. Síðast- liðinn föstudagsmorgun, 24. marz, var hér bezta veður, sólskin, logn og heiðríkt yfir hverjum tindi. En nokkru fyrir hádegi skall á grenj- andi norðanstormur, svo sviplega, að fá dæmi munu til annars eins. Með storminum fylgdi hörkufrost, hélzt þetta veður látlaust allan dag- inn, og svo áfram, lltlu vægara, alt til mánudagskvelds. En l>á kyrði al- veg. Sama var veðrið austanfjalls og hér suður um Reykjanesið, einnig á Vcstfjörðum og i Húnavatnssýslu, en þar fylgdi því snjókoma. Lengra að fréttist ekki, því að síminn hefir verið 'slitinn ausfcan við Blönduós. Vélbátar margir og róðrarbátar frá veiðistöðunum hér suður með flóanum voru á sjó og urðu menn mjög hræddir um þá. Hafa fréttir af þeim verið að berast alt til þessa og nú hefir frézt til þeirra allra, nema vélbátsins “May” frá ísafirði, er fór út héðan fi'á Reykjavík rétt fyrir rokið. Hann var eign Helga Sveinssonar, bankastjóra á ísafiiði o. fl., skipstjóri Elías Magnússon. Einn af vélbátunum héðan úr bænum, sem haldið er út í Sand- gerði, “17. júni”, eign Öl. G. Eyjólfs- sonar kaupmanns, misti út mann, er druknaði, Magnús Guðmunds- son frá Eistabæ á Akranesi. Bátur- inn strandaði svo, er hann koru á land í Sandgerði, en er þó sagður lít- ið brotnn. Vélbáturinn “Hermann” frá Vatns leysu er sagður hafa farist með þeim mönum, er á voru. Aðaleigandi hans vár Bjarni Stefánsson, en skip- stjóri Sigurður L. Johnson, báði" á Vatnsleysu. Hafði vélbáturinn “Vin. dy” frá ísafirði komið hingað í gæv og flutti þær fregnir, að skipverjar hefðu séð bátinn Hermann farast á föstudaginn. Hafði stórsjór hvolft honum við línudrátt og var Vindy þá þar skamt frá, en tókst ekki að bjarga mönnunum. Hinn vélbáturinn, sem farist hef- ir, hét “Guðrún”, frá Bolungarvík, eign Péturs Oddssonar kaupmanns. “Guðrún sökk undir Krisuvíkur- bjargi; en vélliáturinn “Freyja” frá ísafirði, skipstjóri Guðm. Jónsson, bjargaði mönnunum, er voru 10, og kom með þá hingað í gænnorgun. Hafði leki komið að skipinu úti á hafi og vélin bilað aðfaranótt laug- ardagsins. Ejórum róðrarbátaskipshöfnum úr Grindavík bjargaði fiskiskipið “Ester” héðan úr Reykjavík, eign P. J. Thorstenssonar, en skipstjóri er Guðmundur ólafsson. Koin “Est- er” inn hingað í gær. Hún hafði bjargað skipshöfnunum öllum á föstudaginn, 38 manns, og voru þá sumir af mönnunum orðnir illa til reika eftir hrakningana. Lagði síð- an til drifs, en gat skilað mönnun- um af sér í Grindavík á sunnudags- kveld. Eru önnur eins verk og þetta hvortttveggja mikilsverð. Fjórir vélbátar komust á Hafnar- leir og lágu þar af sér veðrið, en aðrir þrír undir Hafnarbjargi, og var einn þeirra “Víkingur” frá Akra- nesi, með brotna vél. Hefir flóabát- urinn Ingólfur verið fenginn til að ná honum þaðan. Austur f Þoriákshöfn varð það slys, að botnvörpuskipið “Ymir”, frá Hafnarfirði, eign Aug. Flygen- rings kaupmanns o. fl., rakst á sker og brotnaði nokkuð, er það leitaði þar hafnar í stórviðrinu. Kom sjór í lestina. En vatnsheld skilrúm eru í skipinu og komst það hjálparlaust af skerinu og lá síðan 1 Þorlákshöfn, þangað til björgunarskipið Geir var sent héðan til að sækja það, og komu þeir Geir og Ymir til Hafnar- fjarðar f fyrrakveld. Er lítið gjört úr skemdunum á Ymi, og búist við að hahn geti lagt út á veiðar eftir fáa daga. önnur slys urðu ekki austanfjalls, og f Vestmannaeyjum urðu þau eng- in. Á Vestfjörðum eigi heldur, að því er frézt hefir, nema að lítinn vél- bát rak á land í Hnífsdal. — Húsbruni í Reykjavík. Aðfara- nótt sfðastliðins mánudags, 27. þ. m., fóru brunakallar hérna um göt- urnar. Hafði einn af næturvörðun- um orðið var við eld í húsinu 10C við Lækjargötu, Waagesliúsinu gamla, kl. rúmlega hálfþrjú. Grenj- andi noTðanstormur var og grimd- arfrost. Húsið, sem var að brenna, stendur á bakióð frá Lækjargötu, f þéttri húsaþyrpingu, og var því eld- urnn ægilogur þarna í öðru eins rok veðri. Tvær fölskyldur bjuggu í húsinu, Magnús Blöndal verzlunarfulltrúi niðri, en- Lárus Fjeldsted yfirdóms- lögmaður á cifri hæð. Vöktu nætur- verðirfnir fólkið, og var það að eins svo, að það gat tekið á sig eitfchvað af fötum áður það flýði út, því hús- ið fyltist fljótt af reyk. Tengdamóð- ir M. Bl., sem er á nfræðisaldri, hafði ! verið veik að undanförnu, og var hún borin burt frá eldinum. Hann kom upp í austurenda hússins, en þar voru forstofurnar á báðum hæð um, og niðri var þar svefnherbergi frk. Ragnheiðar Blöndal. Var for- stofan í báli, er næturvörðurinn vakti hana, en hún vakti sfðan for- eldra sfna, er sváfu í vesturenda liússins. Hár hennar hafði sviðnað og hún fengið brunasár á andlit og liendur. Uppi vaknaði L. F. við há- vaðann niðri fyrir. Var ]>á komin reykjarsvæla í herbergi hans, og forðaði hann og fólk hans sér þegar út bakdyramegin, að vestafiverðu. En svo fór, að brunaliðinu tókst að slökkva í húsinu áður það félli og náði eldurinn engu af húsunum í kring. Iiúsið var járnklætt. Er eystri hluti þess allur mjög brunn- inn, en vesturendinn minna. Allir húsmunir eru auðvitað eyðilagðir, en ekkert af þeim náðist út. Var alt vátrygt hjá báðum. Brunaliðið hef- ir sýnt þarna mikinn dugnað, og hafði alveg slökt kl. 6 um morgun- inn. En ekki vita menn, hvar eldur- inn hefir komið upp. Húsið mun hafa verið cign D. Thomsen konsúls. — Anton Bjarnasen, kaupmaður f kaupmaður í Vestmannaeyjum, er nýlátinn. Hann andaðist 22. þ. m., rösklega fimtugur að aldri. Banamein hans var heilablóðfall, hafði hann fengið aðkenningu af þvf í fyrra vor, og náði sér aldrei eft- ir ]>að Anton fæddi'st í Vestmannaeyjum 7 desember 1863, og var faðir hans Pétur Bjarnason, forstjóri Brydes- verzlunar, er lézt hálffertugur árið 1870 . Hafa l>eir frændur fleiri orðið skammlífir. En kona Péturs og móð- ir Antons, er frú Jóhannæ, f. Ras- mussen, og var faðir hennar skip- stjóri; er frú Jóhanna nú enn á lífi og vel áttræð. Börn þeirra hjóna Péturs og Jóhönnu, eru, auk Ant- ons, frú .Júlíana, kona Jóns Árna- sonar kaupmanns, Nikolai kaup- maðúr og Fr'iðrik trésmiður, öll f Reykjavík, Jóhanri, er áður var for- stjóri Brydes-verzlunar bæði í Vík og í Vestmannaeyjum, en fluttist til Ameríku fyrir nokkrum árum, og Karl (dáinn). Anton ólst upp í heimahúsum, þar til hann var áfcta ára, en þá var honum komið til síra Gfsla Thorar- ensen á Eyrarbakka og dvaldist hann þar í 4 ár; mun hann hafa átt að læra þar undir skóla; en er síra Gfsli dó, fórst þetta fyrir, og hvarf Anton þá aftur til Eyjanna, og settfst að hjá móður sinni, er nú var grft öðru sinni, Thomsen verzl- unarstjóra þar; tók hann þá að gefa sig við verzlun þaðan í frá. Var hann lengstum f þjónustu Brydes, og stýrði verzlunum hans um langt skeið, bæði í Vík og Vcstmanna- eyjum, og fórst það prýðilega, enda átti hann jafnan miklum vinsæld- um að fagna. En nú fyrir nokkrum árum tók hann sjálfur að reka verzl- un þar á Eyjunum. Anton var kvæntur Sigríði, dótt- ur síra Guðm. Johnsens, prests að Arnarbæli; varð þeim tveggja sona auðið, er báðir lifa, Axel og ólafur. Anton sál. var hár maður vexti og þrekinn að sama skapi, kominn á sig manna bezt, frfður sýnum og svipgóður og að öllu hinn gervileg- asti; var hann og hið mesta afar- menni að burðum. Á uppvaxtarár- um hans voru glímur algeng skemt- un meðal sjóróðrarmanna í Eyjun- um landlegudaga; sótti Anton sál. leika þessa kappsamlega, og þótti garpur mikill við glímurnar; fór ]>ó vel með afl sitt. Anton sál. var drengur hinn bezti, glaðlyndur og skemtilegur í við- ræðu, prúðmenni utan heimilis og innan, góðgjarn og hjálpfús við þá, til hans leituðu, en annars ekki í- hlutunarsamur; manna áreiðanleg- astur í viðskiftum. Er hin nmesti skaði og harmur í fráfalli Antons sái., og munu Eyjar- skeggjar og aðrir læir, cr kyntust honum, lengi muna liann; er og jafnan vandfylt skarðið, er slfkir drengir hníga— (B). — Aflabrögð. Bæði botnvörpung- ar þeir, sem hingað liafa komið und- anfarna daga, og eins skúturnar, hafa haft mikinn afla. — Slys. Morgunbl. flytur þá fregn, að 23. marz hafi hvolft báti við Landeyjasand, sem var að koma úr fiskiróðri. Mennirnir, sem á voru, komust allir í land; en tveir af þeim meiddust mikið, og dó annar litlu síðar, Sigurgeir Einarsson bóndi í Hlíð, kvæntur maður og tyeggja barna faðir. — Guðmundur Magnússon pró- fessor fór til Khafnar ásamt frú sinni með Islandi nýlega og ætlar að láta gjöra á sér skurðlækning við gallsfceinaveiki. Hann rar mikið sjúkur, er hann Mn — Dómur féll nýlega í yfirrétti f máli Sigurðar Hjörleifssonar gegn Isafold út af samningsrofi, er hon- um var sagt upp ritstjórnarstarfi við blaðið 1913, og voru honum þar dæmdar 1650 kr. skaðabætur, en undirréttur hafði dæmt honum 2800 kr. — Hafís. Hrafl af honum hefir sást úti á ísafjarðardjúpi nú eftir stór- viðrið, en ekki mi'kið. Úr Norður- landi er sagt, að þar hafi verið svo mikið brim í norðanveðrinú, að ís geti ekki verið nærri landi. — Frú Kristjana Hafstein varð fyrir því slysi nýlega að hún datt á götu og fótbrotnaði. — Skipasmíðastöð í Reykjavík. — Það er nú sagt, að Sweitzers björg- unarfélagið, sem haft hefir hér skip á undanförnum árum, vilji koma hér upp viðgjörðarstöð fyrir botn- vörpunga, eða jafnvel skipasmíða- stöð, og er í orði, að það félag kaupi Slippinn, eða fari í eitthvert sam- band við félagið, sem nú rekur hann. Verkfræðingur frá Sweitzer- félaginu er hér í þessum erinda- gjörðum. inu Hermanni frá Vatnsleysu, voru þessir: Sigurður L. Jónsson, 38 ára, kvæntur og átti 3 börn; Helgi Jón- asson, 33 á ra, kvæntur, átti 2 börn; Jón, bróðir Helga, 23 ára; Jón Run- ólfsson, 23 ára: Sigurður Gíslason, kvæntur, 58 ára, frá Kletti í Borg- arnesi; Sveinbjörn sonur hans, 21 árs, og Guðbrandur Árnason, 20 ára, frá Miðdalskoti í Laugardal. Einnig druknaði maður af vélbátnum Sæ- borg frá Vatnsleysuströnd, ög- mundur að nafni, úr Barðastrand- arsýslu. — Skipakaup Eyfirðinga. Þcss var nýlega getið hér í blaöinu, að Ásg. Pétursson kaupm. á Akuereyri hefði keypt auk gufuskip«ins “Kristjáns 9”, 4 vélskip til síldveiða; en Vísir segir að liann hafi keypt 3 vélskip og einn botnvörpung, er kostaði 160 þirs. kr., og séu fleiri í félagi með honum um hann. Áður átti Ásgeir 2 fiskigufuskip. Ennfremur segir blaðið, að Höfðabræður hafi keypt tvö vélskip og ætli að byggja brygggju á Kljáströnd og reka það- an síldveiðar með hringnótum, og einnig hafi Böðvar Jónsson yfir- dómslögmaður o. fl. keypt vélskip til síldveiða. verið eftir kúlur, því að hann var skotinn af sfnum eigin mönnum eða undirforingjum. Seinasta fregn- in segir, að það hafi verið tyrknesk- ur foringi ilr sveitum Tyrkja f Litlu- Asfu, Ali Abdullah að nafni, sem skaut á hann, er Goltz setti ofan í við hann. Tyrkinn tók upp skamm- byssu og hleypti af á Goltz þremur skotum og hittu öll, og þurfti Goltz ekki meira. Roosevelt vill veita konum at- kvæðisrétt. Roosevelt lýsir því nú yfir opin- berlega, að hann sé cindreginn með því, að veita atkvæðisrétt öllum konum og fullaldra stúlkum í Bandaríkjunum. — Engin vissa er fyrir því, að hann verði í kjöri við næstu forsetakosningar, en ekki er það ólíklegt. Til Sölu — Maður druknar. Morgunblaðið flytur þá fregn frá Yestmannaeyjum að 4 menn þaðan hafi verið að flytja fé á báti út í Alsey, en báturinn hafi fylst af sjó, er hann var að leggja þar að, og einn maðurinn, Guðm. Þórarinsson, 65 ára gamall bóndi, fallið útbyrðis og druknað. (Lögrétta, 5. apríl). — TíS og aflabrögð. Síðan norðan- garðinum lauk hefir verið óstilt veður. Eftir miðja síðasl. viku snjó- aði, en síðan kom austanveður rok- livast, einkum fyrir sunnan land, og hleyptu þá þilskipin mörg inn liing- að. Kom svo aftur norðanátt með frosti, en í dag er hláka og rigning. — í Norðurlandi er tíð vond og hag- leysur, og látið illa yfir heybirgðum manna í Skagafirði og Húnavatns- sýslu, ef þessu heldur lengi áfram. Þilskipin, sem inn hafa komið, hafa aflað vel, hæst Ása (Duus) 15(4 þúsund og Sigríður (Th. Th.) 14 þús. Botnvörpungar hafa einnig afl- að vel. — Fyrirlestur flutti Har. Nfelsson prófessor um afstöðu sína til kyrkj- unnar síðastliðinn sunnudag. Taldi hann sig nær frumkristninni en presta nú alment, og voru það fróð- legar skýringar, sem hann gaf í því sambandi á ýmsum stöðum í Nýja- testamentinu, en margir kaflar fyr- irlestursins ljómandi fallegir. Hús- ið var fult, Bárusalurinn, og urðu margir frá að hverfa. — Slys á “Rán”. Bötnvörpuskipið Rán kom inn hingað síðastliðinn mánudagsmorgun með einn af skip- verjum örendan. Hafði vörpuvírinn hrokkið upp úr skorðum sfnum, er skipið var að veiðum á sunnudags- kveldið í sjógangi, lent á höfði mannsins og lostið hann til bana. Maðurinn hét Benedikt Jóhanns- son, frá Lindargötu 4 hér í bænum, ungur maður og efnilegur. — Skipatjón Vestanlands. Mrg.bl. segir þá fregn frá Þingeyri 2. þ. m., að þar sé þá aftakaveður á norð- austan og hafi slupp-skipið “Christ- ian”, eign Poppésbræðra, slitið upp og rekið í land og sé líklegt tal- ið að það sé gjörónýtt. Einnig hafi þilskipið Tjalfinn rekið í land á Bíldudal, en það kvað vcra lítið skemt. Á Suðureyri við Tálknafjörð strandaði þilskipið Sigurbjöi-g, og kútterinn Talisman frá Eyjafirði rak á land í Bíldudal, og er hann talinn mikið skemdur. — Mannskaðinn í norðanveðrinu. Mennirnir, isem druknuðu á skip- Maskínubyssa strýkur. Það var ítalskur drengur einn 16 ára gamall í liði Rússa austurfrá á Rússlandi. Hann hét Constantin Zepolli, og þó hann sé ungur, þá er hann nú búinn að fá 2 heiðurs- krossa fyrir hugrekki sitt. Hann heyrði einu sinni foringja sinn í skotgröfunum tala um það, að það væri nauðsynlegt að ná þessari maskinubyssu, sem einlægt var að ónáða þá, þarna skamt frá þeim; eða þá á einhvern liátt að koma henni til að þagna. Hún var búin að særa og bana mörgum Rússum byssan sú. Zepolli fór nú að hugsa um þetta, og áður en nokkurn varði læddist hann upp úr gröfunum og skríður svo liægt og hægt, eins og ormur, á maganum, eitthvað hundrað yards í áttina til maskínúbyssunnar, og sá núvel, hvar hún var og hvernig landslagi var háttað: svo snýr lmnn heimleiðis aftur, og fer nú að segja íélögum sínuin, hvað sér hafi dottið í hug. Þeir verða hálf forviða, en sjá þó,að þetta kann að lukkast, ef að lánið er með, og fara þeir svo skjót- lega að búa sig undir. Svo skríður di'cngurinn á stað aft- ur og dregur nú sterkan kaðal á eftir sér. Hann kemst að byssunni og getur hnýtt kaðlinum um hana, án þess að nokkur Þjóðverji vcrði hans var, og fer svo að skríða á kviðnum beim í grafirnar Rússa aftur. En þegar hann er heim kon^ inn, þá fara Rússar að taka í kaðal- inn og byssan fer á stað. Þýzkir taka ekki eftir þessu undir eins. En svo tekur einhver eftir því, að byss- an er lögð af stað frá þeim. Stund- arkorn skilja þeir ekkert í þessu; en svo sjá þeir, að þetta er alvara: byssan er að yfirgefa þá. Þá stökkva þeir upp og ætla að stöðva hana. En Rússar voru einmitt við þessu búnir og láta kúlurnar dynja á þeim, svo að þeir fáu scm lifðu voru fegnir að komast í grafir sínar aft- ur, hvað sem byssunni liði. En fyrir þetta fékk drengurinn St. Georges krossinn sinn, annað heiðursmerk- ið, sem lmnn hafði. ágætt hús i vesturbænum. Framstofa, borðstofa, eldhús og skrifstofa niðri, — 4 svefnherbergi, sumarherbergi og baðrúm uppi. Efni og smíði alt vandað (hard wood og lincrust fin- ishing niðri; bezta finishing og bur- lap uppi). Allir söluskilmálar eins sanngjarnir og hugsast getur. Hkr. vísar á. ™ DOMINION BANK Hornl Notre Dome og Shrrbrooke Strrrt. HtlfullattUl uppl>.. Varnojftflur........ Allar elKulr....... ,.... * (1,000,000 .....»7,000,000 .....»78,000,000 Vér óskum eftir vlósklftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst aB gofa þelm fullnægju. Sparlsjóósdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr 1 borglnnl. Ibúendur þessa hluta borgarlnnar óska ab sklfta vtb stofnum sem þelr vtta atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrJttS spart lnnlegg fyrlr sjálfa ytsur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáísmaSur PHONB GARHY 34M Columbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiii og aðra kornvöru, gefum hæðsta verð og ábyrgjumst áreiðanleg við- skifti. Skrifaðu eftir upplýs- ingum. Von der Goltz. Yér vorum búnir að segja, að Von der Goltz, hershöfðingi Þjóðverja hjá Tyrkjum í Asíu, hefði dáið úv flekkusótt. En hún liefir víst verið þýzk fregnin, eða flekkirnir liafa 223rd Canadian Scandinavian Overseas Battalion Lieut.-Col. Albrechtsen O.C. HEADQUARTERS: 1004 Union Trusl 8ldg„ Winnipeg Æðri og lægri (oringjar og hermenn verða Scandinavar. Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana. MARKET HOTEL 146 Prlneoss Street á. móti marka?5inum Bestu vínfðng;, vindlar ogr at5- hlyning góð. íslenkur veitingra- maður N. Halldórsson, leiíbein- ir Islendingum. P. O’CONNEL, Eigandi Winnlpegr Sérstök kostabob á innanhúss- munum. Komib til okkar fyrst, þib munib ekki þurfa at5 fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—505 XOTIIE DAME AVEXl'E Talsfml: Garrj 3884. Shaw’s Stœrsta og elsta brúkaðra fata sölubúð í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI GOODMAN TINSMIÐIIR. Verkstœ'ði:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone IfelmillA Garry 2988 Garry 89» LlNASTA skóviðgerð. MJög ffn skó vttSgerb á metan þú bítSur. Karlmanna skór hálf botn- aöir (saumaö) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t sllp) eba leöur, 2 mínútur. STEWART, 183 Paciflc Ave. Fyrsta búö fyrir austan aöal- strætl. J. J. BILDFELl FASTEIGNASALI. Unlon Dank f»th. Floor No. 520 Selur hús og ló?5Ir, og annab þar aU lútandi. Útveg&r peningalán o.fl. Phonc Maln 2683. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgT5 og útvegar peningalán. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. G. Hlnrlkasoa J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALA R OG penlnKH ratftlar. Talsimi Main 2697 Cor. Portage and Garry, Winnipeg Graham, Hannesson & McTavish I.ÖG FR.F.ÐI NGAR. 215—216—217 CURRIE BUILDING Phone Main 0142 \VI*\1PEG | Arni Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON LÖGFR ÆÐIN G A R. Phone Maln 1561 <01 Œlectric Railway Cbambera Talsími: Main 5302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMEItSET ULK. j Portage Avenue. XVINNIPEG Dr. G. J. Gislason I’li Y.HÍ4-ÍII n and Siirg'eon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum og upp- skurtii. 18 8outh 3ril St., Grand Forka, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 IIOYD BUILDING Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aö hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h. Phonc: Main 3088. Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2315 Vér höfum fullar birgöir hrein- ustu lyfja og mebala. Komið i meb lyfsebla yöar hingab, vér 9 gerum mebulin nákvæmlega eftir i ávísan læknisins. Vér sinnum utansveita pöntunum og seljum i giftingaleyfi. : : : : COLCLEUGH <fc CO. > Notre Dnme & Sherhrooke Sta. ^ Phone Garry 2690—2691 » A. S. BARDAL selur likklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bestl Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvaröa og legstelna. : 813 SHEKBROOKE ST. Phoae G. 215» WINDUPBG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.