Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.05.1916, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. Við höfum reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifœri til að reyn- ast þér vél. Stofnsett 1905. IV. R. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 11. MAI 1916 NR. 33 Stríðs =f réttir Það er sagt, að Trakar hafi lent herliði 50 míluin suður af Mikla- garði, við borg þá sem Makri heltir; en sú borg er þar ekki til og œtti eftir fjarlægðinni að vera í miðju Marmarahafi. En 300 mílum suður af Miklagarði er borg, sem Makri eða Makry heitir, á suðurströnd Litlu-Asíu, við fjörð einn með sama nafni upp af eyjunni Rodes, og þar voru Frakkar búnir að lenda eða gjöra strandhögg áður. Er nú mjög líklegt, að þeir séu að launa Rúss- um liðveizluna á Frakklandi, með því að senda herlið á iand að baki Tyrkja í Litlu-Asíu. VERDUN ORUSTAN BÚIN. FRAKKAR SIGRA. Loksins er það nú viðurkent yfir allan heim, að Verdun orustan sé búin með algjörðum sigri fyrir Erakka og algjörðum ósigri fyrir Þjóðverja. Telja menn hana harð- asta bardagann og mesta, sem nokkru sinni háður hafi verið f heimi þessum. Og aflciðingar hcnn- ar svo miklar, að þær hafi langvar- andi áhrif á mannkynið, alt eins mikil og þegar Bretar og Frakkar stöðvuðu Þjóðverja við Paris og hrundu þeám norður yfir Marne. Larna við Verdun beittu Pýzkir öiium trölldómi sínum, allri sinni herkunnáttu, öllum sínum trölla- byssum, öllu sínu bardaga hug- rekki; allri þeirri harðneskju og grimd, að ota og reka tugi þúsunda sinna eigin manna út í opinn dauð- ann. En alt kom fyrir ekki. I*eir mættu mönnum jafn hraustum sér og jafn hugrökkum. En Frakkar höfðu það fram yfir, að þeir börð- ust fyrir föðurland sitt, fyrir frelsið, fyrir konur og börn. Þarna ætluðu Þýzkir þó að sigra, í marga mánuði voru þeir búnir að búa sig undir. Þangað söfnuðu þeir hinum hraust- ustu hersveitum sínum. Þeir treystu sigrinum svo, að þeir voru búnir að gjöra opinbert, hvað þeir myndu gjöra, þegar sigur væri unninn, — hvernig þeir myndu haga sigur inn- reið Vilhjálms í Verdun; hvernig l>eir myndu velta frá sér íierskörum Frakka á leiðinni til Parísar. — En hamremman dugði ekki; Frakkinn var hraustari, frönsku byssurnar hraðskeytari, herforingjar Frakka betri og vígkunnátta þeirra meiri. þess vegna var það, að sigurinn hlaut að verða þeim megin. — Síðan hafa Þýzkir hamast bæði &ð austan og vestan við Verdun; en hvergi hefir gengið. Þeir hafa gjört harðar og grimmar hrfðar bæði á Frakka og Breta og Canada menn, en æfinlega fengið ófarir og ekkert unnið á, því að þó að þeir hafi náð frönsku gröfunum á stöku stað, þá hafa þeir óðara verið rekn- ir þaðan aftur, oft tmeð mannfalli miklu. flugdrekar skotnir niður í aprflmánuði skutu Frakkar niður 31 flugdreka Þjóðverja og féllu 9 þeirra niður milli herflokka Frakka, en 22 sáust falla logandi niður Þjóðverja megin. Á þcssum tíina töpuðu Frakkar 6 flugdrekum, sem allir féllu niður milli herflokka og skotgrafa Þjóðverja. —Þrjá Zcppelina sprengdu Banda menn eða ónýtt, einn við Salonichi, annan við Slésvíkur strendur og þriðja nálægt Stavangri í Noregi. RÚSSAR 1 ASÍU. Siðan Trebizond féll liafa Rússar smásigið áfram til Baiburt, sunnan við strandfjöllin meðfram Svarta- hafinu; til Erzingan, beint vestur af Erzerum og til Diarbekar, suður í Eufratsdal. Hermönnum sinum öllum, sem heima voru og í Litlu-Asíu, hafa nú Tyrkir safnað l>ar saman á móti Rússum. Þarna er ákaflega fjöllótt; en þó að fjöllin skilji fylkingar Rússa, þá passa þeir einiægt, að ckkert af liðinu fari harðara en þeir flokkar, sem næstir eru. Þctta gjöra þeir, svo að ekki sé hægt að komast á milli þeirra eða kljúfa þá í sund- ur. Hægt en óstöðvandi fara þeir yf- ir sveitir þessar, og þó að Tyrkir herjist á hverjum hól og liæð, og í hverju fjallaskarði, þá verða þeir þó undan að láta. En það er sem leng- ist línan, þegar Rússar koma nær Diarbekr, því l>á þarf mikill hluti liðsins að stefna suður, meðan hægri armurinn heldur vestur. En það er sem Tyrkir hugsi inest uin að verja þessa þrjá staði: Baiburt, Er- zlngan og Diarbekr. Hafa þeir vopnabúr og víggirðingar á öllum þessum stöðum. En Rússar liafa tekið viggirtar borgir fyrri, og eru engar líkur til, að Tyrkir geti meira en þvælst fyrir þeim og seinkað þeim. Seinustu fregnir frá strfðinu. í fjórða sinni reyna nú Þýzkir að brjótast áfram við Verdun. Yfir 70 daga má segja að Verdun bardag- inn hafi staðið; því þó að dag og dag hafi orðið hlé á áhlaupunum Þjóðverja á sjálfa Verdun og víg- girðingarnar umhverfis borgina, þá hafa þeir reynt aftur og aftur á næstu grösum að segja má, á næstu hólum og hæðum. Þeir gjöra hroða- áhlaup og halda áður uppi látlaus- um sprengikúlnahríðum í einn eða tvo daga. Á sunnudaginn var gjörðu Þýzkir hroða-áhlaup vestur við Meuse ána, sem Verdun stendur við, á veginum frá Betincourt og til Esnes; liggur hann um skógargljúfur eitt nálægt “Dauðs manns haug”, sem Þýzkir hafa lengi verið að berjast um. — Segja þeir, sem þar voru nærstadd- ir, að skothríðin á undan hafi kari- ske verið hin grimmasta, sem nokk- uru sinni hafi verið á Frakklandi. En Frakkar tóku svo á móti, að 10,000 Þýzkir lágu eftir og urðu Þýzkir frá að hverfa allstaðar, nema á litlum spotta í gilinu, sem þeir lialda. Annarsstaðar gengur þeim ekkert, hvernig sem þeir hamast. Svar Vilhjálms keisara. Loksins kom það, svarið frá Vil- hjálmi til Bandaríkjanna, eftir eina 10 daga, þó að forseti Bandaríkja hemtaði svar innan 48 klukku- stunda. Um svarið voru í fyrstu mjög svo skiftar skoðanir. Bandarfkin heimt- uðu, að þeir tafarlaust hættu að sökkva skipum hlutlausra þjóða og myrða þannig sakiausa menn og konur. En því svöruðu Þjóðverjar engu. Þeir kendu Bandaríkjunum um líftjónið og eignatapið; sögðu, að Bandaríkjamenn hcfSu ekki þurft að senda skipin, og ekki þurft að láta menn og konur og börn ferðast á þeim. Þeir neita því, að Bandarík- in liafi sannað, að þeir liafi sökt sumum þeirra, svo sem skipinu Sus- sex. Þeir hóta að lialda áfram neð- ansjávar-herskap sínum, nema Bret- ar leyfi skipum annara ]>jóða að færa þeim mat og aðrar nauðsynj- ar, — þá segjast þeir kunna að hætta að sökkva öðrum skipum en skipum Breta og Bandamanna ann- ara. Samt ætla þeir að gjöra það fyr- ir Bandaríkin, að bjóða neðansjáv- arbátum sfnum eða kapteinum þeirra, að sökkva ekki vopnlausum skipum hlutlausra þjóða, nema þeir gjöri þeim aðvart fyrst, — svo fram- arlega sem þau veiti ekki mótstöðu eða reyni að komast undan. — En svo ásaka Þjóðverjar Breta harðlega fyrir óinannúðlega hern- aðaraðferð, og segjast nú vera að berjast fyrir lífi sínu, og því verði þeir að nota öll þau vopn, sem þeir geti. . — Eiginlega verður hugsunin sú hjá Þjóðverjum, að þeir séu sak- lausir af öllu þessu. Barnamorðin eru Bretum og Bandaríkjamönnum að kenna. Þetta er svo einkennileg- ur hugsunarháttur mannanna, sem réðust óvörum á saklausa Belgi, og stálu, ræntu og myrtu þvert ofan í svarna eiða; ---mannanna, sem brendu Pólland og Serbíu og Kúr- land og Lithauen. — Þetta eru sið- gæðis-hugmyndir hinna þýzku vís- indamanna, og hver, sem tekur vís- indi þeirra eða kenningar heim- spekinga þeirra góðar og gildar, — hann verður að taka þetta gott og gilt líka. Og meðan þeir eru að semja þetta skjal, eru neðansjávar- bátar þeirra að sökkva skipum lilutlausra þjóða; sökkva skipum frá Bandaríkjunum , sem eru að flytja fæðu og læknislyf til Belga, sem þeir hafa svift eignunum, frels- inu og fæðunni, sem þeir liafa tckið handa hermönnum sínum. Til skýringar málunum viljum vér nú geta um atburði þá, sem valdir voru að skriftum liessum á milli Bandaríkjanna og Þýzkalands. þessar skriftir hafa staðið yfir nú meira en iieiit ár. 4. febrúar 1915 lýstu Þjóðverjár því yfir, að sjórinn allur í kringum Bretland væri orustuvöllur (war zone) eftir 18. febrúar, og myndu þeir sökkva hverju verzlunav- skipi, sem þar væri á ferðuin. 10. febrúar 1915 sendu Bandaríkin þjóðverjum aðvörun, og sögðu að þeir væru ábyrgðarfullir fyrir lífi og eignum Bandaríkjamanna, er þar væru á ferðum. 16. febrúar 1915. Þýzkir svara og segja, að hergarður Breta á sjón- um sé ósanngjarn og ranglátur: en til að vernda sjálfa sig, þá neyðist þeir til að halda fast við stefnu þessa og sökkva skipum öllum, sem þeir geti. 30. apríl 1915. Gufuskip Bandaríkja “Gulf Light” sekkur af völdum Þýzks neðansjávarbáts. 1. maí 1915. Þýzkir láta auglýsa í New York blöðunum aðvaranir til Bandaríkjamanna, að þeir skuli ekki fara sjóferðir um svæði þetta. Mörg hundruð manna, er búnir voru að kaupa sér far með Lúsitaníu, fengu aðvaranir bréf- lega áður en skipið lagði af stað. 7. maí 1915. Lúsitaníu sökt. 1200 far- ast, af þeim 115 Ameríkumenn. 13. maí 1915. Bandaríkin mæla á móti, og lýsa því yfir, að þau muni ekki láta undanfalla orð eða verk, sem nauðsynleg séu til að framfylgja sinni heilögu og háleitu skyldu, að vernda rétt- indi borgara Bandaríkjanna. 30. maí 1915. Þýzkir svara og scgja, að þeir hafi varað skipið við þessu, og svo hafi það flutt vopn og skotfæri. 8. júní 1911. Bryan neitar að skrifa undir næsta bréf Wilsons forseta og verður svo að segja af sér. 10. júní 1915. Wilson forseti sendir Þjóðverjum aðvörun á ný. 9. júlí 1915. Þýzkir svara og segja, að þeir hlífi ekki skipum Breta, þó að Bandaríkjamenn séu inn- anborðs. 21. júlí 1915. Wilson sendir Þýzk- um bréf: endurtekur það, sem hann hafði ságt í seinasta bréfi og heimtar svar. , 19. júlí 1915. Gufuskipinu “Arabic” sökt. Þar drukna tveir Banda- ríkjaborgarar. 5. október 1915.. Bernstorff lofar af- sökun og skaðabótum fyrir “Ara- bic”. 8. janúar 1916. Þýzkir lofa að gjalda bætur fyrir Bandaríkjamenn, er týndu lífi á “Lusitania”; að rann- saka, hverjir liafi sökt skipinu “Persia” og halda alþjóðalögin f Miðjarðarhafinu. 25. janúar 1916. Lansing utanríkis- ráðgjafi Bandaríkjanna, lýsir þvf yfir,' að Þýzkir hafi neitað að efna loforð sín, að gjöra afsakan- ir þær, sem þeir hafi lofað, eigin- lega bera af sér, að ’þeir hafi unn- ið verk þessi. 26. janúar 1916. Wilson sendir Bern- storff sendiherra Þjóðverja sitt seinast a bréf um “Lusitaniu” morð Þjóðverja. 4. febrúar 1916. Þjóðverjar svara enn. 15. febrúar 1916. Þýzkir iýsa þvf yfir fyrir öllum heiini, að þeir muni sökkva aðvörunarlaust öllum vopnuðum skipum Breta o Bandamanna. En Bandaríkin heimta, að Þýzkir afturkalli yfir- lýsingu þessa. 25. marz 1916. Bandaríkin heyra um ófarir gufuskipsins “Sussex”, og sfðan hvað af öðru um “Eagle Point”, “Manchester”, “Engineer” og “Benvindvale”. Þetta eru aðalatriðin, sem voru orsök til bréfaskriftanna milli Wil- sons Bandarfkjaforseta og Þýzka- lands. Þýzkir fremja hverja skömm- ina á fætur annari. Wilson skrifar þeim, ávftar þá og lieimtar skaða- bætur. Þýzkir fara undan f flæm- ingi; kenna þetta sumpart Brct- um, sumpart Bandaríkjamönnum sjálfum, og vilja draga alt á langinn og eyða þessu þannig. Þeim finst, að það vera svo lítils virði, þó að þeir drepi nokkur hundruð eða l>ús und Bandaríkjamcnn. Sjáifsálitið og sjálfselskan keyrir svo feykilega úr hófi, að það er mörgum erfitt að skilja þá. Þeir sjá ekkert nema sjálfa sig. Þeir einir hafa réttinn. Hitt mannkynið er eitt samansafn hunda eða annara dýra, sem lítinn eða engan rétt eiga á sér, nema í því eina tilfelli að þeir séu auðmjúkir þjónar eða þrælar hinna voldwgu, hámentuðu Þjóðverja, einu mann- anna, sem svo geti kallast, á hnetti þessum. Upphlaup Iranna. í sjö daga stóð upphlaupið í Dýfl- inni, og var barist á strætum borg- arinnar meira og minna. Er sagt, að þar hafi fallið af upphlaupsmönn- um full 500, en 1500 verið særðir, og munu tölurnar heldur vera lágar en liáar. En nú eru uppreistarmcnn fluttir f hundraðatali sem fangar yfir til Englands, og eru margir fanganna konur í karlmannafötum. Hér um bil alt eru þetta menn og konur úr Sinn Fein félaginu. . Þrír af foringjum íranna (sumar fregnir segja fjórir), sem upp gáfust, voru skotnir eftir dómi herréttar- ins. Voru þeir þessir: Patriek H. Pearse, bráðabyrgðarforseti hins nýja írlands; Thomas Clark og Tliomas Macdonagh. Ilöfðu þeir all- ir skrifað undir uppreistarskjalið. James Conolly var hinn 4, sem sagt er að dæmdur hafi verið og skot- inn. Var hann hershöfðingi upp- reistarmanna. Alt Irland er sem höggdofa yfir tiltæki þessu. Fullyrt er, að fáeinir óvandaðir menn hafi æst upp hina - yngri menn í Sinn Fein félaginu til óynd- isúrræðis þossa. Þeir voru búnir að glæða hjá þeim hatur til Bretlands, og á því ólu þcir. Segir frcgnriti einn svo frá, sem var þar staddur og tal- aði við upprcistarmennina, þcgar uppreistin stóð sem hæst: Þeir voru algjörlega sannfærðir um, að þeir væru búnir að ná öllu Irlandi undan \-eldi Brcta; Bretar myndu aldrei til eilífðar ráða yfir Irlandi eftir þenna dag. Það væru að cins 3000 enskra hermanna á ,; landi. En 50 þúsundir Þjóðverja (sögðu þeir 1 Dýflinni), að væru ein- mitt á þessari stundu að lenda í Tralee, á suðvesturströndinni, og 60 þýzkir neðansjávarbátar væru í írska sundinu milli Irlands og Bret- lands, og þeir myndu banna Bret- um allar ferðir um sundið, svo að þeir kæinu engum her yfir. Ein auglýsing uppreistarmanna var ]>annig: Standið fastir fyrir. “Vér höldum óvinunum allstað- ar, svo að þeir geta ekkert. Standið fastir fyrir. Hjálpin er á leiðinni. Lengi lifi þjóðveldið írska!” Þetta og margt annað sýnir það, að þeir hafa staðið í sambandi við Þjóðverja. Enda kemur það upp meira og meira undir yfirheyrslu fanganna. Á þriðjudagskveldið 4. maí var farið að verða óhætt, að ganga á flestum strætum Dýflinnar, og þann dag var gefið út eitt morgunblað og eitt kveldblað í borginni. Þá fóru og hópar manna að skrfða upp úr kjöllurum húsanna. Hafði fólk- ið falið sig þar meðan upphlaupið var f borginni. Margir voru þar svangir, þvf að matarforði var lítill og aðflutningar allir að mestu heft- ir. En þogar hermenn Breta náðu yfirhöndinni, þá fór það að iagast. Canadiskt hjúkrunarlið kom með hermönnunum ,og fær það liið mesta lof fyrir framkomu sína.'Var að sækja og bera burtu særða menn nótt og dag og oft undir sjálfri skot- hríðinni. Þýzkir kafbátar á leið hingað. Og núna einmitt, Jiegar skrifin stóðu sem hæst milli Vilhjálms og Wilsons forseta, þá kemur fregnin um, að tveir kafbátar þýzkir hafi verið á ferð yfir Atlantshaf, og ]>að svo sunnarlcga, að þeir virðast hafa verið á lciðinni til New York. Það var skipið “Venezia", sem varð vart við ])á hinn 29. apríl. Það fór frá Bordeaux á Suður-Frakklandi og iiélt beina leið til Ne\v York. En þogar það var komið 120 mílur frá landi og átti eftir 1800 mílur til New York, þá urðu þeir bátanna varir og var eitt lierskip Þjóðverja með þeim og annað skamt í burtu. Segja brezkir foringjar f New York að herskipin inuni vera ránskip, sem Þýzkir hafi sent út, og gátu 3 þeirra sloppið í gegnum hergarð Breta hinn 28. febrúar; en einu þeirra, herskipinu “Grief”, náðu Bretar í Norðursjónum og söktu. Sjómaður einn á “Venezia” segir söguna, er þeir hittu skip þessi: “Það var um liádegi hinn 29. aprfl, að við sáum tvímastrað gufuskip með cinuin rcykháf, éitthvað 4 míl- ur frá okkur, og stcfndi það í veginn fyrir okkur. Nokkrum mínútum síðar sáum við reykinn úr fallbyssu þeirra framan á skipinu, er þeir skutu í veginn fyrir okkur, til merk- is um að stöðva skipið. Vorum við búnir að frétta það áðiír en við logöum frá Bordeaux, að ránskip nokkur hefðu sloppið i gegnum her- garð Englendinga, og höfðum við því einlægt menn á verði til þess að fá auga á þeim, ef að þau væru á ferðinni, eða önnur skip grunsöm. Þegar skip þetta kom nær, virtist það vera kaupfar, 3000 ton að stærð. Ekkert hafði það flagg uppi og enga rafþræði á möstrunum. Alt var skip- ið svart. En þegar þetta var að gjörast, sá- um við reykinn af öðru skipi á stjórnborða. Var það miklu stærra og stefndi á okkur mcð hraða mikl- um. Nokkrir af kyndurum okkar voru þá uppi á þiljum að hvíla sig, og fóru þeir undir eins ofan til katl- anna, og var þá kynt þar niðri alt sem skipið þoldi. Fór þá að koma skrið á skip okoar “Venezia”, en stóra skipið stefndi fram hjá okkur til hins skipsins, sem skotið hafði til okkar og hcimtað að við stönz- uðum. Seinna skjpið var um 8000 tons á stærð. Þau komu nú svo ná- lægt hvort öðru, að þau gátu tal- að saman, og tók það nokkrar mín- útur. Síðan skildu þau og hélt hið stærra skipið burtu, en smærra skipið hélt á eftlr okkur, og fór hart og sendi okkur 12 sprengikúl- ur, sem þó ekki hittu. Við vorum búnir að sjá 2 kafbáta, sem með því voru. Stromparnir á þeim voru of- ansjávar og liðlega bláhryggurinn. Þcir fylgdu skipinu, sem lömb elta móður sína. Þeir ætluðu að komast fyrir okk- ur, en skipið okkar var fljótara en þeirra og dróg í sundur. Gekk þetta mikinn hluta dags, þangað til rökkva tók. Fóru þeir þá að skjóta til okkar í 3—4 mílna fjarlægð, en aldrei gátu þeir hitt okkur. Um nóttina breyttum við stefnunni og urðum ekki varir þeirra framar”. — Þetta á víst að vcra eins og á- herzlumerki við svarið sem Vil- hjálmur sendi Wilson, og svo ætla þeir sér náttúrlega að sökkva skip- um Breta og Canadanianna, hvar sem þeir geta hér með ströndum fram. Það er einnig lítill efi á því, að þeir geta sent liingað marga kaf- báta, og þeir eru miklu ólmltari hér en við strendur Evrópu. — En ]>að er eitt, sem þeim er nauðsynlegt: þeir þurfa einliversstaðar hér við strendur að hafa vini, sem geta selt þeim oliu, — annars geta þeir ekk- ert. Þessu haia þeir óefað treyst áð- ur en þeir fóru. En hvar eru þessir vinir? Og hverjir eru þeir? Shackleton viú suðurpólinn. Bretastjórn liefir nú afráðið, að senda von bráðar skip og menn til að leita Shackletons foringja, sem eftir varð við suðurpólinn, þegar l>eir mistu frá sér skipið. Engar á- reiðanlegar frcgnir höfum vér séð af honum, síðan vér gátum hans fyrir nokkru. Þetta er mjög umhyggju- samlegt af Bretum. Þeir vilja líta eft- ir sfnum mönnum, og ekki láta l>á farast ef þeir gcta að gjört, og von- um vér þeim takist að finna liann lieilan á húfi. — Landi vor Vilhjálmur Stefáns- son situr nú við norðurpól, eða ein- hversstaðar nálægt honum, og er enginn um hann hræddur. Reynd- ar búumst vér ekki við því að hann sitji'heldur sé á kreiki og heill og hraustur, og mun honum ekki setu- gjarnt. Ætlum vér að hann hafi hendur fullar að starfa, að mæla lönd og taka stjörnuhæðir, skjóta birni og rostunga, kanna lönd og hann hefir fundið sjálfur, eða finna ný. — Heill komi hann heim! BANDARÍKIN VILJA KAUPA VESTUREYJAR DANA. Sagt er að Bandaríkin séu nú að semja um kaup á Vestureyjum Dana fyrir $5,000,000. Tvisvar áður hafa þeir verið langt til búnir að afgjöra kaup þessi við Dani, en Þýzkir hafa ónýtt það, því að þeir ætluðu sér eyjarnar sjálfir. Væru ]>eir þar hættulegir bæði Bretum og Bandamönnum og öllu meginlandi Suður- og Norður-Ameríku. — Eru Bandaríkin nú að reyna að hraða kaupunum, svo að þau verði um garð gengin meðan Þjóðverjar eru í kreppu þessari. Til kjósenda í 4. deild. MRS. A. G. HAMPLE. Enn á ný sækir kona f skólanefnd Winnipeg borgar. Hún heitir Mrs. A. G. Haraple, og hefir fyrir áeggjan frarasýnna manna og kvenna gefið kost á sér í 4. kjördeild. Mrs. Hample staðhæfir einbeitt- lega, að hún bjóði sig ekki fram af því hún treysti sér betur en nokkr- um karlmanni til að leysa þetta verk af hendi svo vel fari, — alls ekki; en hún fylgir því fram, að al- veg eins og sameiginlog samhygð föður og móður er nauðsynleg til uppeldis barnsins innan takmarka heimilisins, elns sé þessi föður og móður samhygð nauðsynleg, þegar farið sé að gæta upplýsingar fyrir barnið. f stuttu máli: að tii þess að barn- ið fái sem fullkomrtasta og upp- byggilegasta þekkingu, þurfi bæði karlar og konur að leggja fram sitt bezta af orku og viti. Það er ein- ungis ein kona, er situr í skóla- nefnd bæjarins, — Mrs. Brown; — hún hefir rcynst ágætlega. Aftur á móti er nefndin skipuð þrettán körlum, og þykir ótilhlýðilega skift. Mrs. Hample cr kona vel gáfuð, stilt í lund og hagsýn. Hún hefir liðið súrt og sætt með Winnipeg borg í yfir 30 ár. Utan þess að ala upp sín eigin börn, ])egar mann hennar brast heilsa, tók hún að sér og annaðist aðra fjölskyldu, sem líkt stóð á fyrir; hafði hún mat- söiu um hönd og rak ]>á verzlun svo sköruglega, að hún veitti mörgum vinnu og stendur ein í sinni röð sem “business” kona. Það væri æskilegt, að landar, sem atkvæði eiga í fjórðu kjördeild, greiddu ]>au með Mrs. Hample. llún hefir reynst “drengur góður” í alla staði og alt af verið í fararbroddi, þegar umbótamál hafa verið á dag- skrá. Stórbruni í Winnipeg. Aðfaranótt hins 3. maí brann Stovel byggingin, á horninu á Mc- Dermot Ave. og King St„ til kaldra kola. Stovel félagið er alþekt hér í Manitoba. Hefir það fengist við prentun og litmyndasmfði og letur- gröft. Þar unnu 300 manns, sem margir töpuðu atvinnu sinni í bráð. Skaðinn talinn 400 þúsund dollarar, en vátrygt fyrir 265 þúsund dollara. Eldurinn kom upp 11.30 kveldið 2. maí.og voru því einir fjórir menn í byggingunni. Milli kl. 12 og 1 um nóttina stóð hún í Ijósum loga. — Slökkviliðið kom auðvitað og gjörði alt sem hægt var, cn ekkert dugði. Byggingin var úr tré að innan, en veggir úr múrsteini og brann alt nema steinninn. Ekkert manntjón. Sagt er, að Stovel félagið ætli að byggja aftur, meiri og dýrari bygg- ingu, upp á 250 þúsund dollara eða meira, og verður hún á horninu á Bannatyne Ave. og King St. Og á undir eins að fara að byrja. Formað- ur félags þessa, var á Englandi þeg- ar brann, og var liann ekki fyrri bú- inn að heyra um brunann, en hann sendi rafskeyti hingað, og bað l>á að farajlindir eins að byggja upp aftur. Gat hann ]>ess og, að hann þess og, að hann iegði af stað frá Englandi hinn 12. maf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.