Heimskringla - 18.05.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.05.1916, Blaðsíða 4
HEIMSKKINGLA ( StofnuíS 18S0) Kemur út á hverjum Flmtudegl. TMgefendur og eigendur: THK VIKING PRESS, LTD. Vert5 blat5sins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árit5 (fyrirfram borgat5). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgat5). Allar borganir sendist rát5smanni blat5- sins. Póst e75a banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rát5smat5ur Skrifstofa: 720 SHERBROOIvE STREET., WINXIPEG. P.O. Box 3171 Talnlml Garry 4110 Landfarsóttin Hún hefir gengið yfir alt landið hér í Canada þessi sótt: að ná sér í skildingana um fram alla hluti, hvað sem það kostaði. Fyrir peningana má kaupa alla hluti, húsin og löndin, munaðinn og nautnirnar, gleðina og ánægjuna; konurnar, mennina, samvizkurn- ar og sálirnar. Og því fleiri sem þeir eru, doll- ararnir því betra, í þúsundatali, í hundruð þúsundatali, og þegar ein milíónin bætist við aðra, þá er nú komið sælunnar ástand, því að þá stendur ekkert fyrir þeim manni, sem þetta hefir til umráða. Það er ekkert í heimi, sem hann ekki getur keypt sér. Þetta hefir verið að grafa um sig á öllum hillum og hjöllum mannfélagsins hér í Can- ada í mörg herrans ár. Það er farið að bera á því nokkuð óþægilega hjá hinum pólitisku barúnum, hertogum og furstum. En það kem- ur af því, að þeir standa á hólum og hæðum og þeir hafa verið dugiegri eða samvizkulaus- ari en allir hinir, eða hvorttveggja. En ef að nokkur hlutur er smittandi í heiminum, þá er það þetta. Mannfélagið hefir verið gegn- sósað af þessu: að fá eitthvað fyrir lítið, án þess að þurfa að leggja fram tilsvarandi erfiði og svitadropa til að öðlast það. Það er eng- inn efi á því, að verkamaðurinn er verður launa sinna; en sumir heimta mikið, gífur- Iega mikið kaup fyrir litla vinnu, og sumir fyrir enga vinnu, eða vinnu, sem er verri en engin væri. Þetta er ein af aðalkonstum stjórnmála- vizkunnar, og þess vegna eru þeir svo marg- ir, sem óvægir vilja komast áfram í blessaðri pólitíkinni. Þar er tækifærið! Þar er féð, sem kemur úr vösum borgaranna og eiginlega enginn veit hver á. Þjóðin á það, Iandið á það; en það er svo sem alt annað, en ef þetta væri eign einstakra manna! Vér höfum heyrt dynina og dynkina af málum þessum hér í Manitoba, Ontario, Que- bec, Saskatchewan, Alberta British Colum- bia. Og vér vitum, að það er eitthvað veru- legt. Þessir hvellir eru svo háir og svo tíðir, að það hlýtur að vera um eitthvað töluvert að gjöra. Og nú kom Kyte þingmaður með ákærur sínar í Ottawa á General Sir Sam Hughes og Colonel Allison, út af fjárdrætti í skotfærakaupum. Rannsókn var hafin. Gen- eral Hughes kom heim. Prófin voru haldin, en eiginlega er ekki hægt að sjá, að neitt hafi komið upp, er festi sök á General Hughes, nema ef vera skyldi að hann hafi borið of mikið traust til Allisons. — En hvað hann áhrærir, þá er kanske ekki hægt að segja, að hann hafi dregið undir sig nokkurt fé frá Can- ada, en hann tók “commission” af skotfæra- sölunni, og hafði þó laun sín. En það voru Bretar, sem keyptu skotfærin og borguðu fyr- ir þau umsamið verð suður í Bandaríkjum, og Bretar borguðu honum ekkert. En félög- in, sem bjuggu til og seldu skotfærin, græddu á þeim, og þau borguðu Colonel Allison “com- mission”. Blöðin segja reyndar, að ekkert sé hægt við þetta að gjöra; en Colonel Allison sé ekki góður borgari. Allison gengst við þessu, enda getur hann ekki annað og sýnir hverj- um hann hafi borgað 220,000 dollara, — þessa, sem hann fékk frá verksmiðjueigend- um, og nefnir til nokkra, sem hafi fengið 10 til 30 þúsundir. En einkennilegast er það, að vinnukonan á skrifstofu hans hefir fengið 105 þúsund dollara. Þetta er hálf-einkenni- legt. En vér erum ófróðir í lögunum — og leggjum því ekki út í að tala nema sem allra minst um það. En þetta er víðar en hjá þessum mönnum, því að alt mannfélagið er morandi af þess- um og Iíkum hugmyndum. Það er þýzki mat- eríalisminn, eins og hann kemur fram í mannfélaginu, í daglegu lífi mannanna og viðskiftum. Það er þegar dollarinn er tilbeð- inn og dýrkaður sem guð. En sá guð er með- aumkvunarlaus, tilfinningalaus og samvizku- laus; en það eru æfinlega einkenni hans, að hann gjörir alla sína dýrkendur eins og hann er sjálfur, því að guð þessi er sálarlaus, og sálarlausir og samvizkuiausir verða þeir, sem hann elta. En hvar sem hóp af mönnum eða heilli þjóð er kent það, að auður og peningar sé hið einasta og æðsta markmið lífsins, eða það, sem menn eigi að sækjast eftir fremur öllu öðru, — þá verða þessir menn og konur að þrælahópum, sem æfmlega eru fahr, þeg- ar nóg er í boðið. — Ef að vér lítum til Þjóð- verja, þá játa þeir það hreinskilnislega og ó- feimnir, að þeir séu materíalistar. Þeir trúa og treysta á það eitt, sem er “praktiskt”, sem gefur þeim góðan arð, og þar er silfrið og gullið fyrst. Þeir hafa keypt upp heila hópa af mönnum í öllum hmum mentuðu löndum til að vinna með sér til að sigra og undiroka heiminn, — stundum vísvitandi, þegar menn- irnir eru nógu óheiðarlegir; stundum óafvit- andi, þegar þeir eru nógu heimskir og fáfróð- ir. Þetta bendir á það, sem margir halda fram og vér Islendingar höfum gamalt orð- tak yfir: “Margur heldur mann af sér”. Menn búast við því og ganga út frá því, að aðrir séu eins innrættir og þeir sjálfir eru. Og hvað materíalista snertir, þá mun það all- oftast reynast sannleikur. Þetta er hugsunarháttur, sem nú í tvo mannsaldra hefir verið að breiðast út meðal hinna mentaðri þjóða mannfélagsins; sumir kalla það heimspeki og rekja til kenninga hinna þýzku materíalista; aðrir taka það fyrir trúbrögð, og kalla það vísindalega trú; enn aðrir grundvalla á því pólitiskar kenn- ingar sínar. En æfinlega eru hugmyndir þessar tilfinningalausar, samvizkulausar og sálarlausar. Og getum vér ekki kallað það annað en myrkranna kenningar ; enda sézt það á því, að nú eru þær að verða til bölv- unar öllum heimi. Utgöngusálmur Lauriers Það er hvorttveggja, að Laurier er nú gamall orðinn og ætlar að hann hafi ennþá tögl og hagldir á íbúum Canada veldis, enda ætlar hann nú að gjöra seinasta sprettinn og kúga íbúana til að fylgja sér í skólamálunum. En margir ætla, að hann hafi nú byrjað út- göngusálminn. Deilumálin, sem Laurier og hinir frönsku félagar hans hafa flutt inn á sambandsþingið, eru öll út af skólamálunum í Ontario. Á stöku stöðum í Ontario hafa verið æsingar út af þeim. Engum, hvorki Konservatív né Liber- al, hefir komið til hugar að útiloka frönsku úr skólunum. En þeir vilja ekki láta kenna hana nema þar, sem meiri hluti barnanna er franskur. En Laurier og fylgjendur hans heimta meira, og hóta öllu illu, ef ekki verð- ur látið að kröfum þeirra, og heimta, að sam- bandsþingið og sambandsstjórnin taki í taum- ana, og gjöri ógild skólalög, sem Ontario- þingið og stjórnin þar hefir samþykt. Þetta væri að taka völdin af fylkisþingunum og fylkisstjórnunum og beinlínis móti stjórnar- skránni. Þetta væri, að láta franska hafa meira en jafnrétti og kúga öll Vesturfylkin; því að efað þetta kæmist einu sinni á, þá yrði sama orustan háð alla leið vestur að hafi. Annað atriði er það, að nú stendur yfir þetta hið mikla stríð, og allir þurfa að vera með einum huga, að hrinda af sér háskanum, sem yfir vofir, ef að Þýzkir sigra, og sannar- lega er þetta lífs og dauða spursmál fyrir Canada. — En nú koma þessir menn, með hinn gamla og gráhærða foringja sinn í far- arbroddi, og hleypa öllu í uppnám, þegar það er siðferðisleg skylda allra, að kasta frá sér öllum ágreiningi og allri misklíð og vinna að því einu, að frelsa landið, frelsa Breta- veldi, sem hefir veitt oss öllum verndun og frelsi og er máttarstólpi alls frelsis og lýð- veldishugmynda í heiminum. Það lág nærri, að manninum, sem flutti þetta mál inn á þing, væri bannað að flytja það þar, svo þótti mörgum það mikil óhæfa, að láta bera það upp og stofna með því allri þjóðinni í erjur og illdeilur. En frelsisástin varð ofan á, og honum var leyft að koma með það, þó hásk- inn væri mikill. En þegar til atkvæða kom fór öðruvísi en Sir Wilfrid Laurier hafði ætlað. Hann klauf í sundur Liberal flokkinn með þessu, því að málið féll með 107 atkvæðum á móti 60. — Málið stóð yfir alla nóttina fram undir morg- un. — Allir Liberalar úr Vesturfylkjunum, sem áður voru með honum, verða héðan af á móti honum. British Columbia, Alberta, Sas- katchewan og Manitoba vilja ekki hafa hann lengur sem fyrirliða. Liberalar frá Ontario greiddu reyndar atkvæði með honum, en all- ir sögðu þeir, að þeir myndu áreiðanlega tapa sætum sínum á þinginu fyrir bragðið. Telja allir, að með þessu hafi Laurier veitt Liber- ölum það svöðusár, sem seint verði læknað, og þurfi hann ekki að ætlast til, að halda for- ustu flokksins lengur. En það er líklega ekki ætlun hans, heldur að mynda nú nýjan pólitiskan flokk, — “Nationalista” eða þjóðernisflokk. Er þá til ætlast, að allir Frakkar verði í flokki út af fyrir sig, og heimti öll hin fylstu réttindi fyrir Frakka, sem sérstaka þjóð í landinu. — En þessi flokkur gæti orðið Canadaveldi hættu- legur, og áreiðanlega viss að reisa og kveikja hatur og úlfúð um alt landið, ef til vill svo mikla, að vanséð er, hvar það enda tekur. Væru þá hinir seinustu dagar Lauriers óþarfir og illir, ef að hann vekur langvarndi sundur- gjörð í þessu fagra og góða landi. Tíminn einn getur sýnt, hvað í vændum er. ------o----- Herskyldan —o— Á öðrum stað í blaðinu höfum vér komið með skýrslu yfir liðsafnað 223. herdeildar- innar. Vér gjörðum það til þess, að menn sæju, hvað verið er að gjöra. Af þessu geta menn séð, að mönnum þessum er fylsta al- vara, sem út í þetta hafa gengið. Þér þekkið þarna nöfn margra hinna efnilegustu og gjörvulegustu ungra Islendinga, — gjörvuleg- ustu bæði til sálar og líkama. Þeir bjóða sig fyrst fram til að berjast, ef þarf, upp á líf og dauða, móti böðlunum og kúgurunum, sem troða vilja heim ailan undir fótum sínum; — berjast fyrir því, að konurnar, börnin, feður eða mæður, bræður eða systur, sem heima sitja, fái að lifa óþrælkuð, óáreitt; fái að njóta gæða lífsins, geti alið upp komandi kyn- slóð, sem verði frjálsir menn en ekki þrælar; að berjast fyrir því, ea réttara á móti því, að hermannavaldið, aðalsvaldið, hnefarétturinn þýzki ráði hér nokkurntíma lögum og lofum, því aumt og vesælt og harmsfult yrði þá líf allrar alþýðu manna. Það er því fyrir yður, konur og karlar, sem heima sitja, sem menn- irnir fara í stríð þetta. Enginn neyðir þá, því að hér er engin herskylda, eins og í Evrópu- löndunum, og verður semt eða aldrei. — En göfugir menn þurfa ekki, að lögin skipi sér að fara. Herskyldan hjá þeim er siðferðis- leg, en ekki lagaleg. Það er kærleikurinn til vina og kunningja og allra, sem þeir elska, sem býður þeim að fara. Þeir bjóða fram líf sitt til þess, að ástvinum þeirra megi líða vel, og það er kærleikurinn, sem veldur því, að mæðurnar, feðurnir og eiginkonurnar leyfa sonum og eiginmönnum, að fara í stríð þetta. Vér þurfum oft á sjálfsafneitun að halda; en enginn, hvorki karl eða kona, verður stór eða mikill meðan ekkert reynir á. I þraut skal manninn reyna. Og þrautin er nú fyrir hönd- um, og vér finnum til með öllum þeim, sem sjá á bak ástvinum sínum, er þeir leggja út í hættu þessa; en fyrst og fremst vonum vér að meiri hluti þeirra komi aftur, og svo er hitt, að vér sjáum þá, þó að síðar verði. Þeir vinna skyldu sína og sýna með því göfug- mensku, og því skyldum vér, sem heima sitj- um, ekki reyna að vinna vora skyldu og hjálpa þeim og styðja þá, að reynast sannir menn, — sannir synir hinna fyrri forfeðra vorra, eins og vér treystum að allar íslenzkar konur reynist nú sannar dætur hinna göfugu kvenna á fyrri tímum. Og nú eru víkingarnir þýzku. stöðvaðir; komast hvergi áfram, því að nú fyrst standa Bandamenn þeim jafnt að vígi. Þeir geta ekki sigrað, Þjóðverjarnir. Sulturinn er að koma yfir alt Þýzkaland, og kurr mikill er að magnast um alt landið; en hermenn þeirra orðnir þreyttir og fjöldi þeirra er að verða vonlaus um sigur. I sumar þarf að reka þá heim. Og mennirnir eru ekki svo heimskir, að halda áfram að berjast, þegar öll von er úti. Þessir menn, sem nú fara, þeir fara til að reka þá heim. Þér feður og mæður, sem ekki aftrið son- um yðar að fara, eða þér konur, sem leyfið eiginmönnum yðar að fara í stríðið, þér sýn- ið engu minna hugrekki en þeir, sem til víg- anna ganga. Heiður sé öllum, sem þannig hugsa! ----------------o----- Lokið hliðunum (“Chicago Tribune”). Það eru sum Bandaríkjablöðin, sem glögt finna, hver skórinn kreppir nú og sjá skýrara og skýrara með degi hverjum hættuna á því, að hleypa öllum ruslaralýð skilyrðislaust inn í landið, hvaðan sem þeir kunna að koma. Og sem sýnishorn af því, sem þau segja, setj- um vér hér orðrétt grein úr stórblaðinu “Chi- cago Tribune . “Það er ekki víst, að friðurinn færi oss nýja strauma af innflytjendum hingað til Ámeríku. Því að vel gettur verið, að Norð- urálfan hefti með lögum útflutning manna úr löndum sínum, af þeirri ástæðu, að löndin þurfi vinnumanna nú meira en nokkurntíma áður, og svo hinu, að verkkaup manna verð- ur þar miklu hærra en áður. En þó að þetta reynist alt saman satt, og þó að herskattur og hin þunga lífsreynsla þessara tíma hrekji ekki karla og konur hingað vestur, þá getur straumurinn Iíka komið úr öðrum stöðum og öðrum löndum en þeim, sem mest hafa verið við stríðið riðin. En skynsemin og varúðin ætti að benda oss á, að loka innflytjendahlið- unum um tíma. “Þessi seinustu ár hafa allir hin- ír hugsandi Ameríkumenn vaknað til íhugunar um það, að hinar að- komnu þjóðir eru miklu lengur að taka upp venjur og háttu landsbúa, en vér ætluðum og gjöra það ekki nema á löngum tíma, og það að eins á yfirborðinu. Það er að eins skelin að utan, sem verður amerík- önsk; alt fyrir innan hana er rotið og fúið. Og nú sitjum vér með stóra hópa manna af útlendu kyni, sem sporna höndum og fótum við því, að blandast saman við þjóð- ina og taka upp tungu hennar og háttu, og er fjöldi þeirra nú orðinn svo mikill, að til vandræða horfir; en nauðsynin brýn og bersýnileg, að gjöra við því í tíma, svo að ekki verði ilt úr öllu saman”. ------Þegar þetta á sér stað í Bandaríkjunum með 100 milíón- um manna, — þegar þeir eru farn- ir að sjá, að þarna kreppir skórinn, hvað megum vér þá ekki hugsa hér í Canada, með allan útlendinga- strauminn; með hinar mörgu þús- undir manna úr löndum óvina vorra, sem vér nú erum að berjast við upp á líf og dauða? Og þessir menn heimta, að halda sínu tungu- máli, háttum og venjum; heimta að stofna nýjar sveitir með fyrir- komulagi, hugsunarhætti, tungu og siðum landanna, sem þeir komu frá; með öðrum orðum: stofna óvinaflokk og óvinasveitir í land- inu og hjá þjóðinni, sem tók við þeim opnum örmum. — Og þeir heimta, að þeir hafi fullan atkvæð- isrétt og borgararétt og taki þátt í stjórn allra mála, þó að þeir séu annars hugar en þeir, sem fyrir voru; heimta að þeir stjórni, þó að vér vitum og sjáum og reynum dags daglega, að þeir vilja breyta þessu stjórnarfyrirkomulagi og vilja sníða alt eftir fyrirkomulagi og hugmyndum feðra sinna; þó að þeir vilji umturna landsstjórn og lögum. Vér spyrjum: Er það nokkurt vit, að standa aðgjörðalausir með- an þeir eru að brugga vélráð þessi? Er það nokkurt vit, að leyfa slík- um mönnum að vaða um land og sveitir og æsa menn upp til þessa? Er það nokkurt vit, að láta post- ula landráðanna leika lausum hala og ginna alþýðu í ræðum og ritum og grafa undan máttarstólpum þjóðfélagsins? Þetta hefir hér lengi viðgengist, og þyrfti að ráða bót á því, áður en ilt verður úr. — Það eru aðrir tímar nú, en þegar hver kjafturinn mátti ausa úr sér allri þeirri vitfirr- ingu, sem til var inni fyrir! Rosebery um stríðið Honum farast þannig orð, eftir símfrétt frá London 13. maí: “Einn hlutur er áreiðanlega viss, en það er, að eftir stríðið verða allar hernaðarþjóðirnar í fjár- þröng, bæði þær sem sigra og eins þær, sem ósigur bíða. Peningakist- urnar verða tómar. Evrópa öll verður komin á vonarvöl, bæði ein- staklingar og ríkin sjálf. En pen- ingaskortur þessi hlýtur að valda breytinguum á fyrirkomulagi öllu í mannfélaginu. Þetta er mjög al- varlegt atriði. Enginn maður getur vitað um, hvaða ástand kemur eftir stríðið, — hvort þá tekur við varanlegur friður, eða stöðugur, framhald- andi undirbúningur undir nýja styrjöld, ennþá voðalegri en þessa. Þetta verður alt komið undir því, hvaða pólitiska stefnu ríkin í Ev- rópu taka, hvort þau geta séð og skilið alla þá ósegjanlegu bölvun, sem stríðunum fylgir, og svo hinu, hverjir sigurinn vinna. “En svo er annað mikilvægt at- riði: Milíónir hermanna vorra, er í stríðinu hafa verið, koma heim úr því með nýjum anda og með nýjar skoðanir á lífinu og heimmum. Þeir verða “supermen” (æðri menn), þegar þeir koma, og það verða þeir, sem öllu ráða í löndun- um. Þeir koma aftur með mikið sjálfsálit, og virðingu fyrir öðrum. Þeir verða staðfastir og viljafastir, og láta ekki snúa sér sem snældu, eða brúka sig sem þvöru. Þeir verða menn, sem allir hljóta að bera virðingu fyrir. Þetta stríð er í rauninni barátta milli lyndiseinkenna: milli hmna hugrökku, kærulausu og trúgjörnu Breta annarsvegar og hinnar til- finningarlausu, alt-útreiknandi — morðvarga-þjóðar, er í tvo manns- aldra hefir varið öllum vísindum og þekkingu til þess að undirbúa svikaráðin og samsærið móti ná- grönnum sínum og réttindum og frelsi alls mannkynsins. , “Ef að Þýzkir vinna sigur í stríði þessu, þá byrgja þeir alla alla Norðurálfuna í líkkistu einni, og láta prussneskan hermann halda vörð yfir henni”. Dæmalaus fréttaburður Mig rak í rogastans, þá eg las fréttirnai' í síðasta Lögbergi, og haía þó fréttir blaðsins verið ærið óáreið- anlegar og vitlausar fyr; en nú kast- ar þó tólfunum fyrir alvöru; ef eg vissi ekki, að ritstjórinn er gall- harður Goodtemplari, hefði eg svar- ið, að hann hefði haft meira en iltið í kollinum, þá hann þýddi(!!) eft- irfarandi fréttagrein: — “Frumvarp var borið upp í Ot- tawa þinginu nýlega um það að hafa 142,000 manna fastan her í Canada. Efri deildin kom með breytingartillögu um það, að hækka töluna upp í 250,000, en Það var felt með 221 atkvæði gegri 142”. Þessi frétt er ósannindi frá upphafi til enda, g hefir aldrei staðið í nokk- uru blaði fyrri en nú í Lögbergi, og hún er þar að auki svo heimskuleg, að naumast er trúandi að 10 ára drengur hefði gjört verri samsetn- ing. Eða síðan ihvenær hafa hátt á fjórða hundrað(M) þingmenn setið í neðri málstofu Ottawa þingsins? í hériendum blöðum mátti lesa “fréttina svona: “Frumvarp var borið upp í WASH- INGTON þinginu nýlega um að hafa 142,000 fastan her f BANDA- RIKJUNUM. Efri deildin kom með breytingartillögu um að hækka töl- una upp í 250,000, en það feldi neðri deildin aftur með 221 atkv. gegn 142”. Þetta er nú allur munurinn, en eg býst við að mönnum þyki hann ærinn. Getsakir vil eg engar gjöra rit- stjóranum, en einkennilegt er þó að hann skuli ekki hafa vitað betur en þetta, og ensku ætti hann að geta lesið. Aðra fréttaklausu, sem er mein- lítil í sjálfu sér, set eg hér einnig vegna þess, að hún sýnir svo dæma- fáa fáfræði hjá pólitiskum ritstjóra. “Ai-mond Lavergue franski þing- maðurinn í Ottawa, sem mest og grimmast hefir barist gegn þátt- töku Canada í stríðinu, lýsti þvi yfir á laugardaginn, að hann ætl- aði sér að leggja niður þing- mensku og stjórnarstörf í bráð; er það vegna stríðsins”. Um þessa frétt(M) sem hina má segja, að það er naumast heil brú til í henni. Fyrst er nú það, að nafn manns- ins er skakt, bæði nöfnin. Hann heitir Armand Lavergne. Hann er ekki Ottawa þingmaður né heldur á heimili í Ottawa. Hann er Mon- treal-maður og var þingmaður í fyikisþinginu í Quebec. Hann hefir aldrei lýst því yfir, að hann ætlaði að leggja niður þingmensku; hann gat það ekki vegna þess, að hann var ekki lengur þingmaður, þar sem Quebec þingið hefir verið uppleyst fyrir nokkrum vikum síðan. En hann lýsti því yfir, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til þing- mensku á ný. Þannig er sagan rétt sögð og þannig gátu lesandi menn lesið hana í ensku blöðunum. Ritstjóri Lögbergs ætti að hafa tvenn gleraugu, og er eg þó í efa að það dygði. Margar fleiri öfugsnúnar “fréttir” mætti tilfæra; en hér nem eg stað- ar að sinni. Má vera, ef næsta blað Lögbergs verður svipað þessu síð- asta, að eg birti annað sýnishorn af þessum dæmalausa fréttaburði. Tryggvi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.