Heimskringla - 18.05.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 18.05.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MAl 1916. Auction Sale Every Second and Fourth Saturday monthly will be held at Clarkleigh this year frorn 2 to 6 p. m. B. RAFNXELSSON. Fréttir úr Bænum. Báðir synir Sveins Tómassonar í Selkirk eru gengnir í herinn. Annar þeirra er útskrifaður af Manitoba University og hefir gengið 2 ár á læknaskóla, Steinn O. Thompson. Hann fór núna á sunnudagskveldið með læknadeildinni (Medical corps) yfir til Englands. En hinn sonur hans, John Thompson, er Surgeon Assistant í 108. herdeildinni. Þá eru og tveir aðrir bræður gengn ir í herinn, Jón Jóhannesson í Sel- kirk og bróðir hans Egill Jóhannes- son. Þeir eru báðir f 223. herdeild- inni (Scandinavian Battalion). Jón þessi var hjá Sveini Tómassyni í 10 ár og hefir þar vanist hugmyndum þeim, sem valdið hafa að synir Sv. fóru báðir í herinn, að berjast fyrir öllu þvf, sem oss er hér kærast. Hr. ísleifur Helgason, Nes P. O.. Man., var hér á ferð nýlega og ætlar til Prince Rubert, B. C., að vita, hvernig honum lízt á sig með strönd inni og innan um eyjarnar. Býst hann því við að verja til þess sumr- inu. Þó nokkuð af ílsendingum er komið þangað meðfram ströndinni, og eru einlægt að fjölga með ári hverju. — ísleif.ur er gamail kunn- ingi vor og óskum vér honuin allra heilia. Hinn árlega BAZAAR Únítara- kvenfélagsins ve'rður haldinn að þessu sinni þriðjudaginn og inið- vikudaginn liess 30. og 31. þ.m. Verða þar til sölu alls konar heimatilbún- ir munir, við mjög lágu verði; enn- fremur ýmiskonar smábrauð og sæt- indi, til neyzlu þar á staðnum, eða handa fólki að fara með heim til sín. Þá verða þar líka kaffiveitingar eins og á undanförnum árum. Baz- arinn verður haidinn í fundarsal kyrkjunnar og byrjar upp úr há- degi þriðjudagsins þess 30. þessa mánaðar (maí). Sargeants próf fyrir rúmri viku síð- an. En þeir H. Hermannsson úr Sel- kirk og Sveinbjörn Árnason héðan úr borg, eru að læra; byrjuðu um það leyti, sem hinir luku prófinu. Allir úr 108. herdeildinni. Við háskóiaprófin núna vann Mr. Stephan Guttormsson gullmedalíu fyrir Civil Engineering í fjórða árs Civil Engineering prófi. Þriðja árs próf í Mathematics tók Mr. Einar J. Skafel með $100.00 verð- launum og Scolarship. Fimta árspróf f Medicine tók Mr. S. E. Bjarnarson. Annars árspróf í Medicine tók Mr. J. S. Árnason. Þriðja árspróf í ensku (major & minor) tók Miss Ásta Austmann. Þriðja árs próf í Medicine tók Mr. S. Bardal. Mr. Franz Thomas, sonur Teits Thomas úrsmiðs hér í borginni, hef- ir tekið iieutenants próf hér í Win- nipeg, og er um það að ganga í her- inn. Mr. Ingimundur ólafsson, liðsafn- aðarmaður fyrir 223. herdeildina, er nýkominn neðan frá Húsavík og Gimli, Man. Var hann þar að safna liðsmönnum og lét hið bezta yfir öllum móttökum þar neðra. Fólkið er eindregið með Bretum og Banda- mönnum þeirra og hefir fuila hug- mynd um hina stórvægilegu þýð- ingu baráttu þessarar fyrir land og lýð, fyrir frelsi og vellíðan allra í- búa Canada-veldis. Heitir hugir manna þar fylgja öllu því, sem nú er að gjörast í heiminum. Og konur sem karlar vilja leggja kapp á, að leggja fram sinn skerf f baráttu þessari. Og það þarf ekki að draga eða toga hjálpina frá mönnum. Hún kemur sjálfkrafa. Ingimundur lagði svo fyrir, að þar yrði myndað styrkt arfélag (Auxiliary) fyrir deildina, og tók nefnd manna það að sér í Húsavík. Hann sendir þeim öilum kæra kveðju sfna og þakkar fyrir aiiar viðtökurnar. Mr. Rafnkelsson á Clarkleigh bið- ur oss að geta þess, að einhverra hluta vegna hafi hann ekki getað fengið f tíma auglýsingablöð við- víkjandi sölu þeirri sem hann hafði ákveðið, og sem berast áttu út um bæi og bygðir í grendinni, þá hafi orðið að breyta deginum. Salan hjá Mr. Rafnkelsson verður 20. maí og aftur 27. maf, eða tvo seinustu laugardagana í maí. Það má eflaust fá mörg kjörkaup þar, og ætti því fólk að færa sér það alment í nyt. ískndingar leggja af staí héían til Englands. Þessir fslenzku hermenn fóru héð- an með Winnipeg Grenadiers (78th Battalion) á mánudaginn áleiðis tii Englands: Pétur Goodman, frá Argyle. Páll Pálsson, frá Argyle. Óskar Finnbogason, frá Wpeg. Óskar Goodman, frá Winnipeg. Gunnar Rikhardsson, frá Wpeg. Alexander Davíðsson, frá Argyle. Konráð Sigtryggsson, frá Argyle. Björn Hjörleifsson, frá Árnesi. Serg.-Majór Egill Stefánsson. Á sunnudagskveldið kemur verð- ur fundi haldið áfram eftir messu í Únítarakyrkjunni. Voru ýms mál eftir óafgreidd, er fundarslitatími var kominn á sunnudagskveldið var, og er því safnaðarfólk beðið sérstaklega að koma og fjölmenna, svo málum þessum verði öllum ráð- ið tii lykta. GOODTEMPLARAR! Næsti fundur stúkunnar HEKLU á föstudaginn þann 19. maí verður skemtifundur og fróðleiksfundur. Síra Rögnvaldur Pétursson flytur FYRIRLESTUR. Fleira verður til skemtunar. Þess væri óskandi, að ALLIR Goodtemplarar sæktu fund- inn. Það'mun engan iðra þess. Hinn 11. maí gaf síra Rúnólfurl Marteinsson saman í hjónaband, að 493 Lipton St., þau Joseph Péturs-| son og Guðnýju Margrétu Goodman, bæði frá Gimli. Tvö rúmgóð herbergi til leigu hjá H. Bjering, 704 Simcoe St. fyrir að eins 4.00 á mánuði hvort. Leiðrétting. í kvæðinu “Herhvöt” koma fyrir tvær slæmar prentviliur; önnur er rangt nafn höfundarins, á að vera John G. Gillies. Hin er í tíunda er- indinu; á að vera leiðarstjarna, ekki heiðurstjarna. Aðrar villur i því eru ekki til muna viilandi. Á þessu eru kaupendur kvæðisins beðnir vel- virta. J. G. Gillies. LEIDRÉTT'ING. — 1 síðasta blaði Heimskringlu, þar sem getið er um heimferð síra Bjarna Thórarinsson-1 ar, er missögn dálítil, þar sem sagt er, að hann verði aðstoðarmaður I Jóns Magnússonar bæjarfógeta í Reykjavík. Það er ekki rétt, heldur “býst hann við að fá stöðu í Reykja-1 vík fyrir tilstilli gamals sambekk- [ ings síns Jóns Magnússonar bæjar- fógeta í Reykjavík, og mágs sínsj Guðmundar Jakobssonar hafnaj-- stjóra”. Oss barst fregnin á skotspónum og hefir hún lítið eitt snúist við. Og nú um leið viljum vér geta þess að með honum fer kona hans og vili láta eitt yfir þau ganga og fylgja honum, þangað til dauðinn skilur | á milli. Síra Bjarni hugsar gott til fararinnar. Vir(íist oss lítið eða ekki á honum sjá síðan hann kom hér. Hann er hress og fjörugur sem fyrri og getur leikið við hvern sinn fingur ennjiá. VANTAR góða vinnukonu á gott heimili í smábæ úti á landi. öll þægindi í húsinu. Kaup $20.00 Um mánuð- inn, og fargjald borgað. Ritstjóri vísar á. YFIRKENNARA VANTAR fyrir Lundar Consolidated skóla nr. 1617, frá 5. september næstkomandi árlangt. Verður að hafa 1. eða 2. stigs “Professional Certificate”. Um- sækjendur tilgreini æfingu, aldur og kaup. Tilboðum sint fram að 20. júní næstkomandi. D. J. Líndal, Secy-Treas. 34-35 Lundar, Man. TILKYNNING. Undirritaður, er tekið hefir að und- anförnu í éldsábyrgð fyrir The Wa- wanesa Mutual Fire Insuranee Co., Wawanesa, Man., er hættur þeim starfa; en heid áfram fyrir The Oc- cidental Fii'e Insurance Co., Winni- peg, að minsta kosti fyrst um sinn. B. Jóhannsson, Geysir, Man., 8. maí 1916. JónasGuðlaugsson dáinn “Decorah Posten” flytur þá fregn frá Danmörku (Skaganum), að nótt- ina hins 15. aprfl hafi þar dáið hið efnilega íslenzka skáld Jónas Guðlaugsson. Hann varð að eins 29 ára gamall. Hann hefir dvalið í Nor- egi og Danmörku nokkur síðastlið- in ár, og unnið sér þar orðstír sem skáld og rithöfundur, ekki síður en meðal íslendinga á Fróni. Oss er.ljúft að minna landa vora hér í borg á Bazarinn, sem haldinn verður í Skjaldborg á fimtudags- og föstudagskveldið 1 þessari viku. — Konurnar þar, sem standa fyrir söl- unni, leysa verk sín ávalt vel af hendi, svo fólkið fer þaðan ánægt um leið og það hjálpar göfugu mál- efni. Axarsköft Smíðuð af Dr. S. J. Jóhannessyni. Hefir þú Brúkað SILKSTONE Hið ljómandi veggja mál. Það Þvæst Þcir Sam. Sarnson, sonur Jóns Sam- son, kaupmanns og póststjóra á Kristnes, Sask., og F. Vatni, tóku | Lögberg 4. þ. m. (maí); — “Landsbankinn ætlar að byggja stórt og vandað hús fyrir sjálfan sig norðan við Hafnarstræti; hefir hann beðið um 1,500 fermetra keypta hjá bænum í því skyni”. Hvað skyldu nú byggingamenn taka til bragðs, þegar stórbyggingar eins og bankar eru farnar að byggja sig sjálfar? — Það er að segja, ef Lögberg lýgur ekki! Lögberg 4. maí (þ. á.): — “-----Skagfeld'sagði tíð mjög kalda þar ytra; var svo mikið frost á laugardagsmorguninn, að uppi hélt hestum, nema þar sem vatn var, og þar var svo þykkur ís, að hætta var að og mikiar lafir að”. Þar sem var þurlendi, hélt uppi hestum, og þar sem Isinn var sem þykkastur, var mest hættan á ferð um!! — Finst þér það borga sig, les- ari góður, að borga peninga fyrir svona lagaðan vísdóm vísinda mannsins? Lögberg 4. maí (þ. á.): —- “Á mánudaginn var sökt gufu skipinu “Cymric”, ' sem var eign ‘White Star" línunnar og systur- skip “Arabic”. Það var eitt hið allra stærsta skip á Atlanzhaf inu”. En heyrðu, Dr., — þvf sagðir þú ekki alla söguna eins og hún' stóð hverju einasta dagblaði ' h'éi-, og sannað hafði verið, að Þjö8vérjar söktu skipinu fyrirvaralauSt og deyddu 5 manns? — Þú ert áuðsjá anlega að hylma yfir glæpí7 vinar þíns, Þýzkalandskeisara og hans ráðanauta. E'r ekki svo? . •* Lögberg 11. þ. m. (maí): — “Paritiac sýslan (Couþty) Ontario samþykti vínsölubann vetur en því var áfrýjað af brenni vínsmönnum, og féll dómur í mál- inu á föstudaginn.----” Sýsla er ekki sama og County; þv County þýðir sveit og Cbunty stjórn er sama og sveitarstjóm. En Province er sýsla. Lögberg 4. þ. m. (maí) ; — “Fréttir hafa komið um það, að Þjóðverjar hafi í hyggju að sökkva hverju skipi sem flytji vist ir til Englands, hvaða þjóðar sem það sé”. Réttum 15 mánuðum áður en Lög- berg flytur þessa fregn lýstp Þjóð- verjar því yfir, að þeir ætluðu sér að sökkva hverju því skipi, er vörur flytti til Bretiands eyja, hvort sem það væri eign hlutlausra þjóða eða ekki. Því tilgangurinn var, að svelta Breta í hel. Og frá stríðsbyrj- un til 27. apríl 1916 segja skýrslur hinnar brezku stjórnar, að Þjóð- verjar og Austurríkismenn hafi sökt 960 skipum þar með ekki talin her- skiji af neinni stærð, heldur vöru- flutningaskip; og fiskiskip voru l)ar talin kringum 200. Þessi tala mun þó heldur of lá, og ræð eg það af því, að skömmu áður en Bretar gáfu út þessa skýrslu, var það haft eftir flotastjórn Norðmanna, að þeir hefðu tapað 96 skipúm; en í skýrslum Breta er tap Norðmanna ekki talið nema 85 skip, frá 4. febr- úar 1915 til 27. apríl 1916. Og vfst er um það, að ekki er “Skúli fógeti talinn. Well, Dóc., — Hvernig lýst þér á það? Nálægt 1000 skípum sökt, niörg hundruð mannslíf töpuð, og eignatjón í hundrað milíónatali, — öilu sökt f sjóinn, og þetta fer alt fram hjá þér, fyrir ofan garð eða neðan. — Eftir 15 mánuði hefir þú að eins “frétt að Þjóðverjar hafi í hyggju að sökkva hverju skipi, sem vistir flytji til Engiands, hvaða þjóðar sem sé”!! Heldurðu nú ekki sjálfur, að þetta sé alveg dæmalaus fáfræði af blaðritstjóra, sem kallaður er “há- lærður”? Og ef þú ert ekki hæfari í doktors- stöðunni en en í ritstjóra stöðunni, ert þú vissulega ekki upp á marga fiska. S. J. A. (S. J. Austmann). Hólarnir mínir Vegaskil mín ófeig önd enginn þarf að gera: þegar eg vil er hægt um hönd heima á Fróni að vera. S. Breiðfjörð. Nær haustdagur horfinn húminu veitir friðland á foldu, svo felst hún í skugga, Hólana mína hefi eg tíðurn séð í sjónauka sárra minninga. Hólunum hét eg f minni heiðskírri æsku hjá þeim að lifa og lfka liðin að hvíla; en ógæfan oft við mig ræddi með orðtaki mjúku og sagði að svoddan ein loforð sízt þyrfti að efnia. Hólarnir mínir þá hurfu mér hurfu flest gæði, það sem vér þægindi köllum á þessari jörðu fanst ekki á útlegðar auðnum í ókunnu landi. Ofseint er feiltök að forðast nær framin þau eru. Þegar eg losna úr læðing líkamans fjötra, heimfús til hólanna minna held eg þá aftur; mun eg þá mána á skærum miðsvetrar kvöldum svfía’ yfir Álfhól og öðrum undra heimkynnum. Nær sem eg þvingast af þreytu þungrar andvöku, heim þá til hólanna minna huga eg sendi; leitar hann yndis með álfum og öndum gegnsæjum, og algleymis unaðar nýtur þar æskan lék forðum. Á Kastala-hólinn eg hoppa hrifin af kæti; hans austurhlíð aðgætin skoða hvort alt er sem fyrri. Litlar dyr áður þar átti, hvar út sá eg ganga, f æskunnar hugmynda heimi, hólbúans dætur. Leikfundi lagði eg tíðum í lautunum hóla; ljúfar þá ljúflinga dætur að leiksystrum hafði; bygðust þar borgir hugsjóna í blómlundum æsku, og haustboðin hamingju-vona hófust á stundum. En þvílíkar heimboða hallir horfnar nú eru, > og hyggin af skaða eg hefi hólunum tapað, því mýrarljós margsviknra vona mega ei lengur lýsa um hallir og lieiiar hamingju-brautir. Gróa frá Krossholti. Bréf aí norðan. Árborg^ Man., 20. apríl 1916. Háttvirti ritstjóri Heimskringlu! Eg þakka þér innilega fyrir Kringluna. Mér og öðrum hér líkar liún ágætiega. Eg segi að hún beri af Lögbergi. Stríðsfréttirnar eru mikið sögulegar og betur sagðar, og sýna að þú sért vel lærður og minn- ugur. Þér ferst snildarlega að lýsa Þýzkurunum; fljótur að taka Is- landsfréttirnar, og yfir höfuð eru á- gætar ritgjörðir. Og munu margir segja, eins og Gröndal kvað, þegar örvaroddur bjó sig í tötrabúning og kallaði sig Víðförul, og sat í höll Garðaríkis konungs og hafði geit- skinnsbelginn með örvum sínum. öndvegishöldar sumra manna hér eru Lögbergingar Hálfdán og Sjólf- ur, sem þykjast bogmenn mestir og eru að skjóta örvum. En þegar þú tekur úr belg þínum Gusisnauta, þá þurfa þeir ekki að reyna. Og þegar Óttar loksins hefir þig á stað þá segir Gröndal: “Undrast Óttar gamian grepp að sjá gildlegar bera sig en margan drenginn, sem þar í höll á unga aldri var og ekki bar svo liðugt fæturnar”. Og eg hafði gaman, er þið ritstjór- arnir voruð að reyna ykkur, að skjóta niður gullskálina með vín- inu í; það fór eins og hjá þeim önd- vegishöldum: lögurinn fór niður. En skálin datt, en mjöðin spiltist ekki lijá þér. Og svo þegar þeir verða búnir að reyna sig, munt þú segja: “Þið munuð hvergi þykja um láð, þegnar, með nokkrum hetjum góðir, — sigraðir nú þið sitjið hljóðir, skjótlega horna þraut er háð. Minst hef eg sagt af mínum hög- um, því margt eg framdi á liðnum dög- um. CANADA’S FINEST SUBURBAN THEATRE. Föstudag og Laugardag: — “GRAFT”, “THE MILK TRUST”. Mánudag og Þriðjudag: —• Grace Cunard in “PEG 0’ THE RING and “THE CHEAT” Þetta er einn hinn allra áhrifamesti sjónleikur. t SJQNLEIKIR S “LYGASVIPIR” leikrit í 2 þáttum eftir Árna Sigurðsson,— og “VARASKEIFAN” gamanleikur í 3 þáttum eftir Erick Böghe verða endurteknir í sfðasta sinn í Goodtemplara-húsinu þriðjudaginn 23. Maí, 1916 Jonstons Orchestra spilar milli þátta. Inngangur 35 cent. ..Bjrrjar klukkan 8. Aðgöngumiðar að eins seldir við innganginn. Leiknefndin. I í ♦ X ♦ X X B0RÐVIÐUR MOULDINGS. ViS höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. VerSskrá verSur send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telefone: 2511 Bögglasölu og Dans ásamt fleiri skemtunum heldur stúkan HEKLA Fimtudaginn 18. maí 1916 /. í fjöodtemplarahúsinu. Góður hljóðfærasláttur við dansinn. Aðgöngumiðar 25 cents Fríar veitingar. En öllu því þið intuð frá, sem auðið ykkur var að tjá”. “Og aumingjar munduð þykja þið”, o. s. frv. “Og haldnir þið væruð hæfir ei”, o. s. frv. Jæja, þetta er nú orðið lengra mál, en eg ætlaði mér; enda þó eg hefði vel getað haft það mikið lengra. — En nú kom kona til mín og bað mig að bera þér kveðju guðs og sína, og bað þig að gjöra svo vel og endursenda sér mynd af syni sínum, er hún eegist hafa sent þér ásamt nafni og ætt og ihvenær hann hafi gengið í 108. herdeildina í Selkirk. Hann heitir Konráð Egilsson John- son, af Mýramanna kyni í Borgar- firði í föðurætt; en móðurætt af Austuriandi, Suður-Múlasýslu og Norður-Múlasýslu. Hún lieitir Rósa Egilsdóttir, Árborg, Man., þessi kona. Svo er það búið. Þegar eg sá bróðurson þinn særð- an holundarsári því, er leiddi hann til bana, féll mér tár af hvarmi, því eg þekti hann og fólk hans að öllu góðu, og í sama knerinn sóttuð þið bræður konur ykkar (Reykjahlíðar ættina). Og þú veizt sjálfsagt að þið Einar bróðir minn áttuð sína systurina hvor. Og oft hefi eg verið að hugsa um, að biðja rnenn að skrifa mér um ættir sínar, og um börn, ef kvæntir væru, því það væri mér hin mesta skemtun og fróðleik- ur, ef því væri haldið saman. Og eg, sem Iltið get unnið vegna veiki minnar, að eins lesið og skrifað, hefði tækifæri að tína það saman. Fyrirgefðu svo þessar lfnur. Eg kveð þig svo með virðing og vin- semd. Ásgeir Tr. Friðgeirsson. “Margt smátt gerii eitt stórt’’ segir gamalt orðtak, sem á vel við þegar um útistandandi skuldir blaða er að ræða. Ef allar smá- skuidir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaðar á þessu ári, yrði það stór upphæð og góður búbætir fyrir blaðið. — Munið það, kæru skiftavinir, að borga skuldir yðar við blaðið nú í ár. LAND TIL SÖLU eða i skiftum fy-rir kvikfcnað, norð- vestur fjórðungur af Sec. 32, Twp. 19, R. 3 West; gott land nálægt Lun- dar, Man.. Hús, fjós og góður þrunn- ur. Verð mjög sanngjarnt.—Suite 1» Sterling Bank Bldg., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.