Heimskringla - 18.05.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.05.1916, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians í Winnipeg. Við höfum reynst vinum þínum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. MAl 1916 NR. 34 MENN ÆTTU AÐ GEFA SIG FRAM TAFARLAUST Stríðs=fréttir í LITLU-ASÍU. Nú er snjórinn að mestu þiðnaður úr fjöllunum þar eystra og vegir farnir að verða eins góðir og þeir geta verið, þar sem eiginlega engir vegir eru tll. Eru því báðir að búast þar: Tyrkir að taka á móti, en Rúss- ar að sækja á. Rússar hafa nú byrj- að suður af Yansjónum, frá Bitlis og sveitinni í kring og hafið heljar- árás á Tyrki. Hleyptu þeir Kósökk- unum á þá, og gátu Tyrkir ekki á móti staðið og urðu undian að halda. Enda er vandráðið, hvert halda skal, því að sunnan og vest- an tekur við eyðimörkin á löngu, stóru svæði, vestan við Eufrat. Er því um tvent að gjöra: að hörfa suður með fljótunum Tigriis og Eu- írát, eða beint vestur til Sýrlands, og er hvorttveggja vont, þvf fari þeir suður, þá slíta Rússar hergarð- Inn og banna þeim allar samgöngur við Miklagarð. En haldi þeir vestur, verða Rússar elniægt við hliðina á þeim á meira en hundrað mílna evæði. En f Persíu, austur af Bagdad, er verið að berjast, við Kermanshah, uppi f fjöllunum í löndum Persa og í dalnum við Kerind. En þar hafa Tyrkir haldið fjallaskörðunum alt til þessa. En nú seinast hafa Rússar fært sig nær eða vestar og eru nú að eins skörðin hjá Hamikin sem halda Rússum frá að komast ofan á slétturnar. Hvenær sem þeir komast þarna í gegn, fara að heyr- ast tfðindi þarna að austan. Rússar á þröskuldinum að Mesópótamíu. 1 tíu eða tólf daga hafa Rússar nú verið á leiðinni frá Kerind og um fjalldalina í Persfu vestur á landa- mærin milli Persa og Tyrkja, sem eru vestast á fjallgarði þessum. Þar í Hanikin skarði áttu Tyrkir að hafa mikinn viðbúnað og víst voru þeir þar nokkuð mannsterkir. Þangað hröktu Rússar Tyrki undan sér úr öllum þessum dölum og skörðum og af hryggjum fjallanna, og gátu Tyrk- ir hvergi viðnám veitt, svo að um munaði. Segja sum blöðin að þegar þeir komi í Hanikin eða liklega heldur Khanikin-skarð, þá eigi þeir 100—110 mílur til Bagdad; en á beztu kortum mælist það ekki meir en 75—80 mílur. En þegar Tyrkir taka lítið á móti þeim þarna, þá ber það vott um, að ekki hefir liðið verið komið þangað sem Bretar gáfust upp fyrir við Kut el Amara. Rússar verða þarna illur gestur fyrir Tyrki; því að þegar þeir koma ofan úr fjöllunum, þá kljúfa þeir sundur miðja Mosópótamíu, og er þangað kemur verða vegir mik- ið betri og engin fjöll eða ófærur til tálinunar- en járnbraut með Tigris fljótinu, að minsta kosti frá borg- inni Mosul upp með fljótinu og er hún um 200 mílur frá Bagdad. En Bagdad verðu fyrir sunnan þá þar sem þeir koma niður á slétturnar. Þar í Bagdad og nágrenninu verða Tyrkir því að hafa mikinn her; en Rússa teppa alla flutninga að norð- an, en Bretar að neðan, því að enn þá eru all-miklar sveitir Breta all- skamt fyrir neðan Kut-el-Amara; en vea má að Tyrkir hafi snúist á móti þeim, þegar þeir voru búnir að ná Bretum á sitt vald, sem voru við Kut-el-Amara. Á laugardaginn var sagt, að Rúss- ar væru að halda vestur á strönd- inni Svartahafsins frá Trebizond og hlýtur þá að hafa lagast eitthvað fyrir þeim i fjallaskörðunum suður af Trebizond, því annars myndu þeir tæplega hafa haldið lengra vest ur. Sagt var og á laugardaginn, að Tyrkir hefðu fengið mikinn lið- styrk í Erzingan, 100 mílur suður af Trebisond. Kom sá styrkur að vest- an og var um 80 þúsundir, en 120,000 þúsundir Tyrkja voru þar fyrir. — Gjöra Tyrkir nú meiri mótstöðu gegn Rússum, þegar þeir ráðast á þá. En Rússar hafa mikið af mask- ínubyssum og stráfaila Tyrkir, þeg- ar þeim slær saman. Pjöldi af þýzk- um foringjum, æðri og lægri, var með Tyrkjum þessum, sem að vestan komu, og sögðu tyrkneskir fangar, sem Rússar tóku, að Mackensen gamli væri fyrir þeim, og hofði tekið við herstjórn allri í Litlu-Asíu. En Maekensen þykir annar bezti herfor- ingi Vilhjálms. Og mætast þeir nú aftur þarna Mackensen og Nikulás hinn mikli. ........ A Frakklandi. Einlægt hafa Þýzkir verið að gjöra árásir á Frakka og nú seinast á Breta á vesturkantinum. En á Frakka hafa þeir ráðist mest í kring um Verdun, og er nú farið að bóla á einni ástæðunni til þess, að þeim er svo ant um, að hrekja Frakka frá Verdun. En hún er sú, að austan við Verdun eru málmnámur miklar; en þeir eru ioksins orðnir uppi- skroppa bæði af kopar og járni, og búast ekki við að ná miklu frá Sví- þjóð og Noregi f sumar, þegar neð- ansjávai'bátar Breta og Rússa fara að gæta skipaleiðanna í Eystrasalti. Þeim er því nauðugur einn kostur: að fá málminn eða hætta stríðinu. En hvernig sem þeir hafa hamast á Frökkum að austan og vestan við Meuse-ána, sem Verdun stendur við, þá hafa þeir engu getað áorkað, en fengið stórkostlega skelli. Á einum stað nálægt "Dauðs manns haug” náðu þeir nokkrum gröfum, sem kostuðu þá 10—15 þúsundir manna dauðra. En Frakkar ráku þá burtu aftur, nema úr gili einu, og þó mjóu. En nú kemur sú fregn frá Svissara- landi, að þeir hafi bætt tveimur milíónum nýira hermanna við Uð sitt þarna vestra. Mest eru það þó ungir menn lftt reyndir, 17—20 ára að aldri. En alt til þessa hefir þeim ekki gengið betur fyrir þenna liðs- auka. Nú seinast hafa þeir beint árás- um sínum á Breta við Hulluch. — Halda Bretar nú línunni frá Ypres og suður undir Soissons, en það er um hundrað mílur, og má heita, að hergarðurinn liggi frá norðri til austur í krókum til Verdun og austutr í krókum til Verdun og beygir þá suður aftur. Á þessari línu Breta við Hullock og Vermelles eru þeir nú byrjaðir með afla mikl- um og spara hvorki skotfæri né menn. Þeir náðu rcyndar gröfum á eitthvað 500 yards við Vermelles, í einu áhlaupinu. En miklu af því náðu Bretar aftur næsta dag. En búast má yið, að þeir séu ekki hætt- ir þar undir eins, þó að Bretar taki óþyrmilega á móti þeim. Seinustu stríðsfréttir. í Mesópótamíu segja seinustu fregnir, að Rússum miði svo áfram, að Tyrkja herinn, sem sigraði Breta við Kut-el-Amara, sé nú í mestu hættu, og eins eru borgirnar Mosul og Bagdad. Það fer nú að sjást, hvens vegna Nikulás mikli þurfti að fara suður til Kákasus, rétt þegar hann var búinn að stöðva seinustu kviðuna Þjóðverja f flóunum og fenunum á Rússlandi. Þarna suðurfrá hefir hann reynst öllum vitrari og öllum harðfengari. Og enginn efi er á því, að Tyrkir eru þarna í hinni mestu kreppu, í öllum hinum langa Tigris dal, hvort sem þeir kunna að sleppa úr henni. En tapi Tyrkir dalnum nú, þá fá þeir seint land þetta aft- ur, sem er eitt hið fegursta og bezta land í allri Asíu, þó að það nú þurfi mikilia umbóta. En hvað sem seinna verður, þá flýja nú Tyrkir, sem voru suður af Urumiya vatni, í áttina til Mosul, og hafa hlaupið frá farangri og fall- byssum sínum. En Rússar eru á harða ferð á eftir þeim og vilja ná þeim. Ný maskínubyssa Breta. Lengi var það í stríðinu, að Þjóð- verjar höfðu öll skotfæri miklu betri og fullkomnari en Bretar. En nú hafa Bretar hraðskeytabyssu eina, sem reynist betri en hraðskeytabyss- ur Þjóðverja. Byssu þessa fann upp ameríkansk ur maður að nafni Col. Lewis og var farið að smíða hana í Belgíu, þegar Þýzkir óðu yfir landið og var þá næri komið að því, að Þýzk- ir næðu uppdráttum af henni, er þeir komu inn í borgina, þar sem byrjað var að smíða hana. En upp- dráttunum varð l>ó komið undan. Svo var farið að smfða hana á Englandi, og er nú loks svo komið, að hún er brúkuð bæði hjá Frökk- um og Bretum. Má sjá það, hvort hún er n^t af því, að nýlega voru tveir menn í gröf Breta einni og höfðu þessa byssu, þegar Þýzkir réðust á þá. Bretar stöðvuðu á- hlaupið, og töldu að byssan hefði séð fyrir 340 mönnum á tæpum hálf- um tíma. Hún hefir verið kölluð “dauða- pumpan” (hose of death) og er jafn góð f áhlaupi eða undanhaldi. — Vanalegur riffill vegur 10 pund og skýtur 15 kúlum á mínútunni. En þessi byssa vegur 25 pund og fylgja hverri tveir menn; en hún skýtur 15 kúlum á sekúndunni eða 900 kúl- um á mínútunni; og er þá ekki að furða, þó að þeim tefjist gangan, er sækja framan að henni. Væri vel, að býssa þessi kæmi að gagni, þegar Bandamenn brjóta garðinn þýzka. Belgir berja á þýzkum Það er í löndum Þjóðverja í Aust- ur-Aríku, sem Belgir hafa mætt þeim, og kom sú fregn frá Parfs þ. 8. maí. Hinn 19. apríl höfðu Belgir barið á Þýzkum við Shangugu og hrakið þá suður af Knoul vani, og við Ishange tóku þeir stöðvar Þjóð- verja hinn 22. apríl. Þessi nýlenda Þjóðverja er sunn- an við Sudan á austurströnd Afrfku og er land það stærra en Belgía. En mjög er það illfært yfirferðar, rétt undir Miðjarðarlínunni og því ákaf- lega hei^t. Að sunnan er nýlenda Portúgalsmanna. Sækja þar að Þýzkum Bretar að norðan, en Port- úgalsmenn að sunnan, og svo nokk- ur hópur Belga. Þýzkir voru þar áð- ur búnir að bfða ófarir fyrir Bret- um. Þetta er seinasta nýlendan Þjóðverja. Hlnar allar farnar. Uppskerubrestur á Þýzkalandi Það er sem Þjóðverjum hafi gleymst eitt og annað, þó að vísindamenn séu og mentaðir og eitt af þvf er það, að það kynni að koma upp uppiskerubrestur í landinu. Þeir hafa gleymt náttúrunni og Guði al- ináttugum. Nú koma fregnir frá Rotterdam á Hollandi um það, að það sé áreið- anlega vfst, að þessa árs uppskera á Þýzkalandi muni mislukkast stór- kostlega. Fregnritinn segir, að ástandið sé vonlaust, og einmitt fyrir þessar or- sakir séu Þjóðverjar nú að reyna að fá Wilson Bandaríkjaforseta til þess að fara að leita um frið fyrir þá. En uppskerubrestinum valda þessir ólukkans Eriglendingar, sem banna alla flutninga til Þýzkalands. En jarðvegurinn á Þýzkalandi er fátækur og þarf nærri allstaðar á- burðar með, annars fæst lítið eða ekkert úr jörðunni. Þenna áburð hafa Þjóðverjar þurft að kaupa að; fyrst og fremst mikið af gripafóðri og svo allra handa áburðarefni; en nú hafa þeir hvorugt fengið, og úr öllum pörtum landsins eru bænd- urnir að kvarta um, að þeir standi ráðalausir uppi, og að fráleitt geti þeir vonast eftir meira en hálfri upp skeru. Það er hart í ári á Þýzkalandi nú sem stendur. En þó að verjast megi sultinum yfir sumartímann, þá er veturinn eftir, og þá sé sulturinn ó- umflýjanlegur, þegar fram á kemur. Þetta veldur því, að þeir í bráð- ina vilja nú vera góðu börnin, og komu til Wilsons forseta, sem þeir hafa verið að myrða mennina fyrir, og biðja liann að hjálpa sér og fá Bretann til að hætta. Eftirlaun hermanna Nefndin, sem kvödd var til að á- kveða eftirlaun hermannanna, með formanni sínum, Hon. J. D. Hazen, hefir nú setið við starf það nokkrar vikur og hefir komist að þessari nið- urstöðu: — Óbreyttir hermenn (rank and file) á sjó og landi skulu fá $480 yfir árið; Stpiad Sergeant Major og Quartermaster Sergeant $510; Regi- mental Sergeant Major, Master Gun- ner og Regimental Quartermaster Sergoant $620; Warrant Officer $680; Lieutenant $720; Captain $1000; Major $1260; Lieutenant-Colonel $1560; Colonel $1890; Brigadier Gen- eral $2700. Þeim öllum, sem fá eftirlaun þessi, verður skift í 6 flokka, eftir því, hve mikið þeir eru fatlaðir. Þeir sem tapa sjón á báðuin augum eða misíia báðar hendur eða fingur eða fætur eða fá ólæknandi sjúkdóm, — verða settir í 1. flokk og fá full eftir- laun; þeir, sem t. d. tapa hönd og fæti verða í 2. flokki og fá 80 prósent af laununum; þeir, sem missa aðra hendi, fá 60 prósent og verða í 3. flokki; í 4. flokki verða þeir t. d., sem tapa öðru auga og fá 40 prósent missi hermaðurinn t. d. þumalfing- ur, verður hann f 5. flokki og fær 20 prósent áf laununum. Tillög til barna hermannannia verða fyrir alla fjölskyldumenn upp að Lieutenant $6.00 fyrir hvert barn á mánuði, og hækkar eftir því, sem staða foringjannia hækkar upp í $10.00 til barna æðstu foringjanna, eða Brigadier Generals. Tillög þessi verða greidd drengjum þangað til þeir eru 16 ára, en stúlkum þangað til þær eru 17 ára. Þegar kvæntur maður fellur í or- ustu eða deyr aif sárum, þá fær ekkja hans 80 prósent af launum hans. Giftist hún aftur, fær hún í einu eins árs eftirlaun manns henn- ar. En börh hennar fá styrkinn sem áður. Hinna föllnu er minst Hér í borginni var haldin á sunnu daginn var minningarhátíð þeirra, sem féllu f Indíánastríðinu hér árin 1885 til 1886. 15,000 (aðrir segja 18,000) hermanna gengu f fylkingum með vopnum og blaktandi fánum um stræti borgar- innar, ofan til City Hall. Og þótti mörgum tilkomumikið að sjá. Fyrst var ffutt guðsþjónusta á háskólavellinuih og prédlkaði þar erkibiskup Matheson^ . og mintist þeirra, sem fallið hefðn í seinasta Indíána-Stríðinu. Þá mintist hann á þá, sem nú færu í voðastríð þetta og hvattl menn til að sýna þeim virðingu fyrir sjálfsafneitun þeirra og hugprýði. — Stóðu mennirnir þar á völlunum í þéttum fylkingum, svo margir, sém þar komust fyrir; en stræti og gangstéttir alt í kring þakið af fólki. Yar svo haldið niður á Aðalstræti og léku 30 horneleikaraflokkar á lúðra sfna, því að hornleikaraflokk- fylgdi ihverri Battalion. Þarna voru Brigadier General John Hughes og aðstoðarmaður hans Major Siíton; Colonel Ruttan; Lt.-Colonels Mc- Lean Gray, Lindsay, Rowley, Major Thornton o. fl.; Sir Douglas Camer- on, Count de Bury o. fl.; Premier Norris, Mayor Waugh, Sir Hugh John Macdonald o. fl. o. fl. Þar var erkibiskupinn og margir prestar með honum. 100,000 borgarbúar voru þarifa á strætunum að horfa á skrúðgöngu þessa. í St. Johns grafreit söfnuðust hin- ir gömlu hermenn úr Indíánastríð- inu og lögðu blómsveigi á minnis- varða hermannanna. Þar kom og Women’s Yolunteer Reserve og voru allar með blóm í höndum. — En “Daughters of the Empire” komu í blómum skrýddum autós og fylgdi þeim riddarasveit úr Lord Strath- cona riddaraliðinu; héldu þær til Elmwiood grafreitsins og skrýddu grafir hermannanna með fánum og blóinum. Síðan var farið til Brook- side grafreitarins og grafir her- manna, er þar hvíldu, blómum skrýddar; en Rev. R. H. McElheran flutti ræðu. , Allir gluggar húsanna við strætin, sem hermennirnir gengu um, voru fullir af fólki og hóparnir biðu á strætunum fulla 2 klukkutíina áð- ur en gangan byrjaði. Segja allir, að þetta hafi lfklega verið sú tíguleg- asta skrúðganga, sein nokkurntíma hefir sézt í Winnipeg. En hinir mörgu hornleikaraflokkar, allir vel æfðir, prýddu gönguna ákaflega mikið, því að fyrir þá hafði hún á- hrif bæði á augu manna og tilfinn- ingar. Roosevelt vill verða forseti Bandaríkjanna Þessa seinustu daga hefir Roose- velt lýst þvf yfir, að hann muni taka á móti forsetakosningu. Um hann segir Thoinas Alva Edison, að hann sé manna liæfastur til þess og jafn- vel að hann sé eini maðurinn um þvera og endilanga Ameríku, sem til þessa sé hæfur. 1 bréfi einu til Rooscvelts flokks- ins segir Edison: “Hann (Roosevelt) er betri stjórn- málamaður, — þekkir betur þarfir landsins, er margfalt betri til fram- kvæmda allra og er færari að eiga við öll þau alþjóðamál, sem upp munu koma að stríðinu loknu, on allir hinir umsækjendurnir sainan- lagðir”. Það er óumflýjanlega nauðsyn- legt, að allir Skandinavar, sem hafa ætlað sér að ganga í 223. herdeildina eða Scandinavian Ovenseas Batta- lion, GJÖRI ÞAÐ FYRIR LOK ÞESSA MÁNAÐAR, því að það er áríðandi, að herdeildin verði þá bú- in að fá svo marga menn sem hægt er. Það er ómögulegt, að senda lið- söfnunarmenn út um allar sveitir, þar sem Skandinavar búa. Og svo ættu allir þjóðhollir Skandinavar að koma til að innrita sig, án þess að sent sé eftir þeim. Hinir fremstu menn og atkvæða- meetu í hverri sveit, ættu að taka það upp hjá sjálfum sér, að útvega liðsmenn fyrir *223. herdeildina, ef að þeim er ómögulegt að ganga í her inn sjálfum. Þeir geta fengið allar nauðsynlega upplýsingar hjá aðal- skrifstofum deildarinnar, 1004 Um- ion Trust Bldg., Winnipeg. Þeireru enn í hundraðatali Skan- dinavarnir, sem ætla sér að ganga 1 herinn, því þeir sjá að það er skylda þeirra, en af kæruleysi vanrækja 223. herdeildin Eins og menn munu hafa séð í blöðunum, er það ákveðið, að hver Battalion verði að vera búin að fá full 600 liðsmenn, áður en þær geti farið til heræfinga út í Camp Sew- ell, þar sem bersveitir allar hér vestra verða æfðar í sumar. Yfirfor- ingi 223. herdeildarinnar, Lieut.-Col. Albrechtsen hefir nú sent góða menn 1 allar áttir um vesturhluta Canada til að safna liðsmönnum, og fara þeir til allra þeirra sveita og bæja, þar sem von er um að geta fengið menn til að fylla upp tölu þessara tveggja hundrað manna, er herdeildina vantar f bráð, og nefn- um vér til hina helztu, sem nú eru í liðsöfnuði meðal Islendinga og Skandinava: — MR. A. L. JÓHANNSSON, 1564 Charles St., Vaicouver, B. C., sonur fyrrverandi ritstjóra Heimskringlu, Eggerts Jóhannssonar, hefir tekið að sér liðsöfnuð allan í British Col- umbia og fer þar um allar bygðir Skandinava, Islendinga og annara. ADJUTANT H. M. HANNESSON fór á mánudaginn til Edmonton til að takast á hendur liðsöfnuð í Al- berta fylki. SERGEANTARNIR C. A. NORD og M. SKOGHEIM hafa um tíma ver- ið að safna liðsmönnum í Camrose héraðinu og hefir orðið vel ágengt; en SERGEANT A. R. MELLANDER 1 Wetaskiwin héraðinu. I Saskatchewan stendur LIEUT. W. LINDAL fyrir liðsöfnuði, og nafa þeir stutt hann mikið Mr. H. Ham- mer bankastjóri Commercial bank- ans f Elfros og Dr. H. M. Chant f Foam Lake. Hafa liðsmannasveitir verið myndaðar á báðum þessum stöðum. SERGEANT B. HJÁLMARSSON, háskólainaður frá Wynyard, starfar að liðsöfnun í Wynyard og grend- inni og alla leið þaðan norður til Prince Albert. En Mr. J. M. JAN- SEN, frá Unity, Sask., er að vinna þar í bænum og grendinni. 1 Langruth, Manitoba, var nefnd manna stofnuð til að vinna að lið- söfnuði, og kvenfélag (Ladies’ Aux- iliary), og hafa bæði þessi félög unn- ið vel og prýðilega að söfnun her- manna þar, svo að þaðan hafa kom- ið og skrifað sig í herinn allir eða því nær allir þeir menn, sem um var talandi að gætu farið að berjast fyrir frelsi lands og lýðs. Á Lundar, Man., var einnig félag stofnað til þess að vinna að liðsöfn- uði og má segja að þar hafi verið sópað um bygðir. SERGEANTARN- IR H. JOHNSON og G. O. THOR- STEINSSON hafa báðir gengið í | herinn og voru báðir skólakennarar þeir að finna næsta liðsöfnunar- mann (recruiting sergeant) til að skrifast inn hjá honum. Þeir af yð- ur, sem ætla sér að fara, ættu þvf að gjöra það nú þegar, að skrifast inn. En þeir sem neyðast til að sitja heima einhverra hluta vegna, geta unnið skyldu sína við landið og ríkið með því að útvega einn eða tvo nýja liðsmenn fyrir 223. her- deildina, — Skandinavisku deild- ina. Það er vilji vor og áform, að láta deildina vera reglulega skandinav- iska herdeild, með skandinaviskum foringjum, og er það því skylda allra Skandinava í Canada, að gjöra alt sitt til þess, að efla hana og vinna að þvf, að hún nái fullri tölu hermanna fyrir lok þessa mánaðar. Konur af hinum ýmsu skandin- avisku þjóðflokkum geta ósegjan- lega mikið hjálpað landinu og mál- um þessum, sem barist er fyrir og sérstaklega þessari eigin herdeild þeirra ,hinni skandinavisku, með því að senda deildinni frændur eína og vini. í héraðinu, og eru þeir nú af kappi að safna mönnum. Á Markland P. O. hefir lítið verið reynt að safna mönnum. En nú er SERG. THORSTEINSSON þar að vinna að liðsöfnuði, og vonum vér að honum verði vel ágengt. KAPT. FJELDSTED er nú að fara enn einu sinni um Nýja ísland, frá Árborg til Húsavíkur. SERG. S. E. SIGURDSSON var búinn að safna þar víða, en er nú kominn heim til herdeildarinnar. Þessi sveit hefir nú þegar sent marga menn í herinn; en hinir ókvæntu menn halda sér aft- ur, þó að margir hinna fari, sem meiri og þyngri byrðar liggja á herð- um. Margir eru þeir, sem segja, að foreldrar sínir haldi þeim aftur, og er það von, að ástríkir foreldrar kvíði fyrir að sjá af börnum sínum. En allir eigum vér að deyja fyrri eða síðar. Og engu verra er að deyja við góðan orðstír fyrir gott og fagurt málefni, en að veslast upp heima og deyja af einum eða öðrum kvillan- um, oft eftir lengri eða skemri rauna tíma. 1 Selkirk hefir kvenfélag (Ladies’ Auxiliary) verið stofnað fyrir deild- ina. En B. S. Benson lögmaður og síra N. S. Thorláksson hafa veitt herdeildinni stuðning í einu og öllu og síra Thorláksson hefir lagt til tvo syni sína í stríðið. En P. SERG. J. BENSON og ýmsir aðrir hafa drjúgum safnað mönnum þar. LIEUT. AUSTMANN er nú að fara í suðausturhluta Manitobafylkis að safna mönnum. Hefir SERG. WAL- LIN áður ifarið um nokkrar bygðir þar og vonum vér að undirbúnings- starf hans hafi þann árangur, að þaðan fáum vér góðan liðsauká. í Ontario hefir LIEUT. J. T. THOR- SON tekið sér aðsetur í Port Arthur og hefir þegar fengið þar milli 10 og 20 menn. Þessa skýrslu um liðsöfnuð her- deildarinnar höfum vér fengið hjá foringjum deildarinnar, og getum vér hennar á öðrum stað í blaðinu. Frægur flugmaður. Einn af hinum allra frægustu og djörfustu flugköppum Frakka er maður að nafni Navarre. Hefir hann háð margan hildarleik við þýzka flugmenn f skýjum uppi; rétt ný- lega lagði hann að velli seytjánda flugdrekann fyrir Þýzkum. Áður en hann vann þetta síðasta þrekvirki, hafði franska stjórnin gefið honum öll þau heiðursmerki, er þektust í Frakklandi og títt var að gefa fyrir hreysti og hugprýði. Komst nú stjórnin í vandræði, en sagði þó við Navarre: “Vér höfum engin fleiri heiðurs- merki til fyrir þig, þú hefir nú þeg- ar fengið þau öll. Hvers óskar þú?” “Eg óska þess, að fá að dvelja 48 klukkustundir í París”. Hann var bænheyrður.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.