Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 17. AGÚST 1916 HEIMSKRINGLA BLS. S eigin lífsskeiði. Trúið mér, að þeg- ar Free Press fer að tala um hið meistaralega íslenzka málverk,, Chi- cago Tribune um hina stórfeldu ís- lenzku höggmynd, New York Times um hinn áhrifamikla íslenzka sjón- leik, ]já munu margir vilja gjörast Islendingar, og færri fá en vilja. — Hvenær verður l>að? munuð þér spyrja. Og spurningin snertir cin- mitt við hjartarótum málsins. Það getur orðið á morgun og það getur orðið eftir hundrað ár, alt eftir því, hve fljótir vér verðum sjálfir að viðurkenna á borði þá list, sem vér höfum þegar eignast og munum óð- fluga eignast. Eg sagði áðan, að listin ein væri ódauðlegs eðlis. Litið yfir sögu þeirra þjóða, sem ýmist standa nú aflaufgaðar, eða eru liðnar undir lok, og segið mér, hvort þær hafi í raun og veru reist sér nokkurn var- anlegan minnisvarða annan en list sína og bókmentir. Nei. Svo litill sem máttur fegurðarinnar er enn á þessari jörð, þá er hugsjón hennar samt svo há og svo réttlát, að sá vátryggir manngildi sitt lengst og bezt, sein leggur það í verðbréf list- arinnar. Því hún er það, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Þegar auðæfi þjóðanna hafa moln- að, þegar vísindi þjóðanna hafa kulnað, þegar trúarbrögð þjóðanna hafa skrælnað, — þá eru það listir þeirra, sem enn standa og verður ekki haggað. Meðan eg, kæru Yestur-íslend- ingar, er sjónarvottur í dag að litlu broti af yðar göfugu baráttu fyrir að varðveita þjóðerni vort svo lengi sem unt er, þá leyfið mér að minna yður á þetta: Islenzkan er tunga þjóðernisins; en íslenzk list er HJARTA hins íslenzka þjóðernis. Hún er líftaug þjóðlífs vors, af því að hún er um fyrirsjáanlegt skeið hið eina svið, sem vér getum orðið forvígisþjóð á, og um leið hið göf- ugasta. Og á þann hátt einn getur ræzt á oss það, sem völvan spáði: “Þeir skulu lýðir löndum ráða, er útskaga áðr of bygðu”. Þess vegna er oss svo ant um, að íslendingar vestan hafs og austan standi í nánu og lífrænu sambandi við íslenzka list. Þegar eg segi þetta nú, þá stendur það alt í einu ljóst, hve margir yðar, sem áttuð ættjörð heima, eigið ættjörð yðar litið að þakka. Þess vegna er það einmitt, að vér ætlumst til svo mik- ils af yður. Því að enginn gjörir sjálfan sig stærri eða verk sitt stærra á því að gjöra skyldu sína, hcldur er sá einn stór, sem gjörir verk sitt óverðskuldað. Þér munið eftir lýsingu Grfms Thomsens á Skúla fógeta, þegar honum hélt við skipbroti á regin- hafi, og hann situr á eftir með skip- verjum sínum og skýrir þeim frá, af hverjn hann hafi farið í skrautklæði sín meðan ofviðrið stóð sem hæst: “En hefðum við fengið að súpa á sæ, sýna það vlldi’ eg, ef okkar ræki á fjörur af hafi hræ, að hunda það væri ekki skrokk- ar”. Enginn óskar íslenzku þjóðerni betri og lengri byrjar í þessu landi en eg. Enginn óskar þe.ss heitara, að allir vorir synir mætti verða Islendingar. En fari svo, að við pkk ert verði ráðið, að hin enska timga, hið víða flæmi þessa lands, og ensk- íslenzk hjónabönd ,fari svo að þetta þrent gjörist þær höfuðskepnur, sem íslenzk þjóðernisgnoð fær ekki staðist, þá lilægir mig, að liér muni finnast margir Skúlar fögetar. Og þegar hæsti boðinn stendur fram undan, ]>egar að því er komið, að ])jóðerni yðar er að skolast burt, þá munuð þér ganga fram og vinna þess eið, að ef íslezkt ])jóðerni í Yesturheimi á að farast, l)á skal ]>að að eins farast í dýrustu skartklæð- um fslenzkrar listar! Því í listinni einni er það, að þér getið reist þjóð- erni yðar minnisvarða, sem fær staðist um aldur og æfi. Þá mun ættjörð vor kannast við hma ís- lenzku lund, því þá hafa óskir yð- ar og bænir verið teknar upp i Fað- irvor hins íslenzka þjóðernis. Vestur-íslendingar! í nafni íslands færi eg yður þessa fullvlssu. ' ísland í nafni Vestur-lslendinga lyfti eg fána þínum með fjórföldum árnáðaróskum. - Lifi ísland! Minni Vestur-íslendinga. Flutt í Winnipeg 2. ágúst 1916 AF SlRA FRIÐRIK HALLGRÍMSSYNI Til hvers erum við komin saman( hér í dag? Erum við komin til þess að horfa á hlaup, stökk og alls kon- ar íþróttir? Eða til þess að hlusta á ræður og hljóðfæraslátt? Ekkert af þessu er aðalatriðið. Við erum komin hingað til þess að glæða þjóðernismeðvitundina. Það er, eða á að vera, aðalerindið, og að því á alt a stefna, sem hé rfer fram. Við erum komin hér saman til að minnast þess og halda því á lofti, að við erum Vestur-íslending- ar. 'v Eg er ekki svo fróður, að eg geti um það sagt, hvort aðrir hafa gefið okkur þetta nafn, eða hvort við höfum gefið okkur það sjálf. En hvort sem er, þá könnumst við við það sem þjóðernismerki okkar. Og nafnið bendir á það, að þessi kyn- slóð, sem nú er uppi, skoðar sig að- allega íslendinga, — brot af íslenzku þjóðinni. Með því nafni er alls ekki afneitað hollustu okkar við þetta land; — með því er ekki gefið f skyn, að við viljum taka okkur út úr og vera út af fyrir okkur, — að við viljuin ein- angra okkur og lifa hér sem Islend- ingar, en ekki Canadamenn. Miklu fremur vildi eg láta nafnið tákna það, hvaða skerf við viljum leggja til uppbyggingar hins canadiska þjóðiífs, — að við viljum leggja til þess íslenzkan skerf. Við játum okkur íslendinga, og við förum ekki í launkofa með það, heldur höldum því á lofti og telj- um okkur það sóma. Eg segi fyr- ir mig: eg miklast af því, að vera lslendingur, innan um hina þjóð- flokkana innfluttu hér í landi þessu Ekki af því, að eg hafi neinar mæt- ur á þjóðernisdrambi eða álíti að ein þjóð eigi að hreykja sér upp yf- ir aðrar; heldur af þeirri ástæðu einni, að eg elska Islend og þjóðina Islenzku, og þykir þess vegna vænt um, að mega bera nafn hennar, og mig langar til þess, að ef mér auðn- ast að leggja nokkurn skerf til fé- lagslífsins í þessu mannfélagi, þá megi sá skerfur verða þjóð minni til sóma en ekki vansa. Látum hvern Islendingadag halda þeirri hugsjón á lofti; látum hverja þjóðernissamkomu glæða hjá okKur þann metnað, þá löngun, þann á- setning, að koma þannig fram hér í bygðum Vesturheims, vinna þann- ig verk okkar og ávaxta þannig þjóðernislegan arf okkar hér, að það megi verða íslandi og íslenzku þjóð- erni til sóma í bráð og lengd. Aldrei iiefir verið auðveldara að mæla fyrir minni Vestur-lslendinga en nú. Því aldrei hefir líklega hag- ur þeirra og orðstír verið með meiri blóma. Á það bendir margt. Þjóðernistilfinningin er að glæð- ast, — á þaö vil eg fyrst benda, því það er í mínum augum þýðingar- mesta atriðið; við látum aldrei að marki til okkar taka fyr en við vit- um og gjörum okkur grein fyrir því, hvað við erum og hvað við vilj- um. — Um tíma fanst mér þjóðernis tilfinningin vera sofandi. Menn voru vondaufir um viðhald þjóðern- isins, — þeim fanst það vera að hverfa; en nú á þessum síðustu tímum er svo margt sem bendir í ])á átt, að þjóðernismeðvitundin sé að endurfæðast. Mönnum er að verða auðveldara og sjálfsagðara að táka höndum saman um sameigin- leg velferðarmál, þó að þeim kunní að ýmsu leyti eitthvað á milli að bera. Þjóðernissamkomur eru að verða tíðari og almennari, bæði í bæjum og til sveita. Menn eru farnir að temja sér að tala og skrifa hreinni íslenzku, en gjört var hér fyrir nokkrum árum. Og víða er löngunin að verða sterkari hjá æskulýðnum til þess að kunna að fara rétt með móðurmál sitt í ræðu og riti. Annað tákn tímanna er það, að aldrei hafa íslenzkir menn og konur látið eins til sín taka í opinberum málum og nú. Við eigum meira af okkar þjóð, sem standa framarlega í fylkingu i stjórnmálum, mentamál- um, atvinnumálum og öðrum félags- málum; menn, sem njóta almennr- ar virðingar landslýðsins og halda nafni þjóðar sinnar á lofti með sóma. Eg þarf ekki að nefna nöfn. En þeim mönnum eigum við mikið að þakka og okkur ætti sannarlega að vcra ljúft að láta ]>á njóta sann- mælis og sýna þeim maklega viður- kenningu. Og þá má ekki gleyma þeirri fríðu sveit, sem klæðst hefir ein- kennisbúningi hermanna og skipað sér eins og góðir borgarar undir merki ríkisins á þessum miklu al- vörutímum. Hve margir þeir eru, veit eg ekki með vissu, en eg liefi það fyrir satt, að í tiltölu við fólks- fjölda standi þeir ekki að baki inn- fluttum þjóðflokkum öðrum , — og ]>vi síður að gjörfileik. — íslenzku hermenn! hafið l>ökk fyrir dreng- lyndið! Hafið þökk fyrir það, að þið sýnduð, að íslendingar vilja ekki annara eftirbátar vera, þegar um það er að ræða, að berjast fyrir góðu máiefni! Hafið þö)vK fyrir þann sóma, sem þið liafið gjört þjóðinni ykkar. Guð fylgi ykkur og verndi, og hann leiði sem flesta ykkar heila á húfi heim aftur, — heiðri krýnda fyrir drengilega fram- göngu! Við, sem heima urðum að sitja, skulum aldrei gleyma því, að þið fóruð í okkar stað og lögðuð ykkur sjálfa í hættu til þess að verja það, sem okkur öllum er kært og dýrmætt. Já, það hefir aldrei verið meiri ástæða til að mæla fyrir minni Vestur-íslendinga, en nú. Því þaö er svo margt til þess að gleðjast af í félagslífinu, svo margt að benda á, sem sýnir, að íslenzkt táp og is- lenzkur dugnaður, íslenzkt vit-og ís- lenzkt drenglyndi hefir fundið hér góðan jarðveg og dafnar liér vel. En þess vegna hefir heldur aldrei verið méiri ástæða til þess að hrópa iiátt til þessa brots isíenzku þjóð- arinnar: “Haltu fast því sem þú hefir, til þess að enginn taki kórónu þína!" Aldrei meiri ástæða en nú, til þess að benda tvímælalaust á það, hvílik lífsnauðsyh okkur er, að við fleygjum ekki frá okkur í liugs- unarleysi þeim þjóðernislega arfi, sem hefir verið okkur svo máttugt vopn í framsóknarbaráttu okkar í þessu landi, eins og okkur hefir ný- lega verið bent svo vel á af góðum gesti, sem til okkai- kom heiman af rettjörðinni: — heldur, að við leggj- um rækt við hann, höldum áfram að varðveita liann og ávaxta, og skilum honum óskertum í liendur komandi kynslóða. Eg veit að ]>að eru því miður til menn með íslenzkt blóð í reðum. sem segja: “Eg hefi ekkert use fyrir þetta íslenzka business, það er no good anyhovv”. Um þann hugsun- arhátt, sem kemur fram hjá slfkum mönnum, vil eg sem minst tala. En víst er um það, að ef þeir á annað borð eiga nokki'a hugsjón æðri en hugsjónir fyrirhafnarleysis eða' stundarhagsmuna, þá hefir þeim sézt yfir þann sannleika, að hvert þjóðerni hefir sína köliun; hverri þjóð er eitthvað sérstakt gefið, sem hún á að leggja fram í þarfir heims- menningarinnar. Úr því að guðleg forsjón leiddi þetta íslenzka þjóðar- brot hingað vestur, l>á er áreiðan- legt. að við höfum eittlivað ]>að til brunns að bera, sem geti orðið til góðs hér í þessu mannfélagi, sé rétt með þaö farið. Þjóðernislegi arfurinn,— þær hug- sjónir, sem liver þjóð lifir á andlega og gjöra hana það sem hún er, þær birtast í tungu hennar og sögu. Þess vegna ætti öllum liugsandi mönnum að skiljast það, hve afar nauðsynlegt okkur er, — ef okkur á annað borð er nokkuð ant um það, að leggja einlivern sjálftsæðan skerf til menningar þessa lands —, að varðveita okkur sjáifa, til þess að hafa eitthvað af að miðla, — að halda fast sem andlegri eign okkar sérstöku þjóðernishugsjónum. — En það getum við ekki nema þvf að eins, að við höldum við tungu okk- ar. Tungan er lykill að skilningi á þjóðernishugsjónum. í henni birt- ist sál þjóðarinnar. Týnist hún, þá týnist iíka þjóðernið, — andlegi arf. urinn, sem okkur var gefinn til á- vöxtunar. Mér dettur ekki í hug að segja, að við getum ekki komist á- fram, þó við afklæðumst okkar ís- lenzka þjóðerni. En hitt hika eg ekki við að fullyrða, að ef við gjör- um það, þá bregðumst við köllun okkar, — gjörum okkur óhæf til þess, a gegna eins og vera ætti skyld um okkar við þessi nýju heimkynni okkar; það vantar þá eins og eina sérstaka rödd eða eitt hljóðfæri f flokkinn, sem átti að hljóma með hinum og gjöra samróminn fyllri og fegurri. ‘ Og vér bregðumst þá líka köliun okkar við ættjörðina gömlu, — að varðveita böndin, sem eiga að tengja okkur við hana, svo að við getum bæði gjört henni sóma, eins og ræktarsamir synir góðrar og göf- ugrar móður, og lfka miðlað henni af því marga og mikla góða, sem við eignumst hér fyrir samlíf okkar og samvinnu við önnur göfug þjóð- erni. iióldum þvi við tungu okkar, — tungunni fögru og hugsana auðugu, —- tungunni, sem opnar okkur svo bjartan himinn göfugra hugsjóna! Látum hana lifa í hjörtum og á vörum okkar og kynslóðarinnar uppvaxandi. Það verður aldrei of mikil á- hersla á það lögð, hvilfk ábyrgð livílir f því efni á heimilunum. Þau verða að vera gróðrarreitirnir, þar sem hlúð er að þjóðernishugsjón- um; þar sem íslenzk tunga er höfð í heiðri og töluð, — töluð inn í sálir barnanna ungu, svo að hún verði þeim bæði töm og kær. Foreldrarnir verða að kenna börnunum sínum að lesa íslenzku og leiða þau inn í bókmentaheiminn íslenzka, svo að | þau læri að meta og virða og elska þær liugsjónir, sem hafa verið eldri kynslóðum kærar og aflið í fram- sóknarbaráttu þjóðarinnar. Undir því, hvernig ÞESSI Kynslóð fer með þjöðernislegan arf sinn, er það komið, hvað úr kynslóðinni næstu verður. Hér blaktir i dag yfir okkur ís- lenzki fáninn, — sá fáni, sem er orðinn bræðrum okar og systrum heima á íslandi dýrmætur og kær. Hvað táknar hann? Hann táknar sigur, — sigur í þeirri baráttu, sem íslenzka þjóðin hefir lengi liáð, til þess að fá viðurkent sjálfstæði þjóð- ernis síns. Hvaða vit væri í því fyrir okkur að draga þann fána hér á stöng, ef okkur væri ekki alvara að lialda áfram að vera Vestur-íslend- ingar? Nei.-— Við höfum dregið fána íslands liér á stöng, — ekki einan sér, lieldur við hlið ríkisfánans brezka og þjóðfána Canada, til þess að tákna það, að við viljum vera Vestur-íslendingar, — að við vilj- um leggja rækt við okkar íslenzka þjóðararf og ieggja liann hér á borð með okkur í bróðuriegri samvinnu við aðra ibúa þessa lands; — að við viljum varðveita og styrkja böndin, sem tengja okkur við ætt- jörðina gömlu, svo að úr Jæruin berglindum íslenzks þjóðernis megi fyrir okkar milligöngu streyma blessunarríkir straumar inn í þjóð- líf ])essa lands. Látum okkur fara fram í því, að vera góðir Vestur-íslendingar! Lát- um það aldrei um okkur spyrjast, að við vcrðum einliver óþekt stærð, einhverjir áhrifalausir og frægðar- lausir þjóðernislegir flækingar í þessu nýja og blessaða landi, sem hefir tekið okkur að sér og farið svo vel með okkur. Heldur sýnum ])á trúmensku við það, sem við tókum bezt í arf eftir feður okkar og mæður, að ])að verði okkur og niðjum okkar hvöt og kraftur í framsóknarbaráttunni, ættjörðinni gömlu til sóma og heimkynnunum nýju til gagns, svo að þeir, sem með okkur byggja þetta land, geti alt af hugsað með einlægri virðingu og hlýjum tilfinningum til bræðra sinna og systi'a, Vestur-lslendinga. “ Djöf laskógurinn.” Það heitir eiginlega Delville-xvood — en nú hefir þar farið fram svo margt og sóðalegt, að hermennirnir eru búnir að gefa skógnum nafnið furstans gamla í neðri lieimum. Hann er á Frakklandi l>essi skóg- ur og er toppur einn þar sem Bret- ar hafa fremst komist í skarðinu, sem þeir brutu á hergarð Þjóðverja. Topj)ur l>essi er á milli Longueval að sunnan og Martinpuich að norð- an. Sjónarvottar segja, að skógurinn sé svo þakinn líkum, sem áburðar- reinar lágu þéttast á túnum heima, og liver smáköggull væri mannslík. Það er búið að berjast þar hvað eftir annað. Trén hin miklu eru brotin niður og liggja þar í hrúg- um og flækjum og köstum, en uppi stendur ])ó tré og tré og grein og grein með laufi á og hylja það, sem niðri á jörðu liggur, sem eru rastir breiðar af rotnandi líkum þeirra, sem fallið hafa. Herforingi einn, sem var þar í einu áhlaupinu, segir frá þessu, og ósk- ar að hægt væri að kveikja í þessu og brenna alt saman: liirr niðri liggjandi tré og búka liinna dauðu inanna. Á fimtudaginn segir hann að skot liríðin frá Bretum hafi verið sér- lega áköf og brotnaði þá niður meg- inið af trjám þeim, sem áður stóðu uppi. Var þá gjörð hin þéttasta og liarðasta skothríð, sem nokkur mað ur hafði séð síðan orustan þarna í Picardie byrjaði. Helmingi þéttari var hríð þessi, en nokkur maður hafði séð áður. Þar voru teknar fyr- ir raðir og lengjur af skógnum, sem voru eitt óslitið sílogandi eldhaf, að því er virtist, svo féllu sprengikúl- urnar þar þétt niður. Skotgarðar vorir voru á bak við oss á margra mílna svæði, og voru þar hinar stóru fallbyssur f fjarska, er sendu eins til tveggja tonna þunga kólfa 15—20 mílur eða meira; voru þær af mörgum stærðum. En allir voru kólfar þessir fullir af sprengiefni og járnarusli eða smá- kúlum, og reis upp mökkur mikill er kóifarnir smugu í jörðina og sprungu þar og rifu upp 'trén og björgin og aurinn og leðjuna. Það virtist alveg óhugsandi, að nokkur Þýzkari gæti verið ]>ar eftir lifanöi. En þó að undarlegt og óskiljanlegt sé, þá kemur það samt oft fyrir, og cinnig ])arna, að menn lifa. þó að sprengikólfar þessir springi yfir höfðum ])eirra, undir fótum þeirra og alt í kringum þá. Þarna voru nokkrir Þjóðverjar, sem lifðu þetta af; en margir voru þeir ekki, sem gátu lifað til að segja söguna um kviðu þessa, þegar Bretar skutu á skóginn; því að þeir voru ekki bún- ir, að vera þar nógu lengi til þess, að grafa skotgrafirnar nógu djúpar til þess að vernda þá frá 6 og 8 þuml- unga sprengikúlunum. Versti staður á jarðríki. \ Eg talaði við nokkra þeirra á eft- ir (segir foringinn) og höfðu þeir allir sömu söguna að segja: “Djöflaskógur þessi er versti stað- ur á jarðríki. Að því er eg veit bezt er skógurinn fullur af líkum, sem spaðbitum sé í flát þjappað. Og sé maðvir þar nokkra stund, þá verð- ur maður að líki sjálfur. Hið eina skýli, sem maður getur fengið, er að skríða undir fallið tré og gjöra sér hinar beztu vonir eða skríða ofan í einhverja sprengikúlna-holuna og búast við hinu versta, sem maður svo vanalega hreppir. Eg var svo hundheppinn, að fá skeinu á öðru lærinu, svo að eg get ekki gengið þangað aftur. Hann skildi ekkert í því, að hann skyldi vera kominn þaðan lifandi, — að liann ennþá skyldi sjá sólina skína í gegnuin rifuna á tjaldino. En liann var spriklandi af fjöri og ánægju, eins og allir, sem fá “kodda- sár”, sem þeir kalla (sár, sem leggur þá á koddann), Enda var það eng- in furða, þar sem um annan eins stað og Djöflaskóg var að gjöra. Hinir mennirnir, sem eg fann, töl- uðu mikið um launskytturnar (snipers) hinar þýzku, sem földu sig bak við laufið í toppum trjánna með rifla sína og maskínubyssur og biðu þess, að liermenn vorir kæmu að klifrast yfir trjábolina eða skríða undir þá, og slátruðu þeim svo í hópatali. — En þessi leikur þeirra er nú á efida, þvf að skfiÞ hríðin í morgun hefir sópað burtu öllum slíkum mönnum og öllum vopnum þeirra, hver svo sem þau liafa verið. Djöflaskógur hefir einlægt orðið fyllri og fyllri af hinum dauðu. Og jegar hermenn vorir seinast tóku skóginn, þá urðu þeir að skríða yfir búkana og kestina líkanna. Þeir voru þá óáreittir því að við bygð- um eldliaf hátt og mikið fyrir fram- an þá. Svo héldu þeir áfram í röðum eða öidum (waves), og þegar þeir komu að eldhafinu. þá biðu þeir meðan við á bak við lyftum byssunum, ?vo að hríðin kom niður 50 eða 100 fetum fjær þeim og héldum henni þar hálfan klukkutíma eða svo: þá kornu þeir á eftir. Þarna þurftu þeir að fara yfirv“Prince’s Street”. En það var niðurgrafinn vegur, og höfðu Afríkumennirnir dýpkað hann og gjört að skotgröf, og Skot- arnir sem á eftir þeifn héldu þess- um stað, dýpkuðu liann þó ennþá meira. Sagan um bardaga þessa eða bar- dagann síðan 14. júlí er sú undar- legasta og einkennilegasta saga, er nokkurntíma hefir sögð verið, og lýsir svo dæmalausu hugrekki og staðfestu, að iáta alt heldur en að víkja, að þess eru tæplega dæmi, — jafnvel ekki í þessar i voðastyrjöld eða þessum slag þarna 'í Pieardie, sem yfirgengur alt annað sem menn >ekkja. — Þeir segja margir, að nú séu Bretar fyrst farnir að betjast þarna í Picardie. Enn um bardagann í ‘Djöfla- skógnum”. Það ér svo undarlegt, sagði dreng- ur einn — hermaður ungur — að sjá sprengikólfana springa rétt fyr- ir framan sig. Hann var nýkominn út úr skógnum aftur, því að liann hafði fengið sár, og var glaður og kátur. Þær komu niður í röð langri, rétt 75 yards fyrir framan okkur; þær smugu þar í jörðina og sendu upp gusur stórar og brutu alt sem fyrir var. En þetta var svo undursamlegt hvað skotmennirnir langt á bak við okkur gátu haldið þessum logandi, brestandi og spúandi garði rétt fyt- ir framan okkur. Þegar við runnum áfram, sáum við liópana af Þýzkum hlaupa á undan okkur. Þeir skutust undir trén eða hlupu yfir þau, þar sem þau lágu þarna á jörðunni, og svo komu hvftu veifurnar þeirra upp úr holunum eftir sprengikúlurnar. Þeir veifuðu þeim til merkis um, að þeir gæfust upp, er þeir húktu þar á hnjánum niðri á botni í holum þessum. Einn ]>eirra veifaði Rauða- kross fánanum, sem hann tryltur væri. Hermcnn vorir liéldu áfram ineð feldum byssustingjum og hrópuðu: “Komið þið út, þarna!” Þá fóru þeir að skreiðast út úr holunum, héldu upp liöndum og hrópuðu í sífellu: “Pity! Pity!” Það var eina enska orðið, senr þeir skildu og liafa þeir lært l>að liver af öðrum til ]>ess að geta gripið til þess, þeg- ar mest lá á. Fyrrum þektu þeir ekki þetta orð. Einn drenghnokki enskur tók þarna fimm fanga og voru alt stórir þýzkir risar. Það mátti segja, að þetta voru alt stórir og hraustfegir menn, einkum þeir, sem voru norður af Longueval og vestantil í skógnum. En þegar inn kom í skóginn, þá voru þar mest hálfvaxnir drengir. Sumir þeirra voru svo litlir, að hermannafötin hólkuðust utan á þeim, og treyjurnar þeirra slettust þeim niður á hné. Þegar hermenn vorir otuðu byssu- stingjunum að þeim, án þess þó að snerta þá, þá krupu þeir niður á hnén og hrópuðu um miskunn. — Þeim var líka hlíft og voru þó her- menn vorir ekki í góðu skapi, því að þeir urðu þá einmitt fyrir mik- illi sprengikúlnahríð og eiturblæstri frá óvinunum. DÁNARFREGN. Fimtudaginn 15. júnf sl. var jarð- sett að Mountain, N. D-, Júiíana Þiðriksdóttir, sem þar hafði lengi dvalið. Hún var fædd að Sviðningi í Koibeinsdal í Skagafjarðarsýslu árið 1859. Voru foreldrar hennar Þiðrik Ingimundarson og Solveig Guðmundsdóttir, sem var síðari kona Þiðriks. Júlíana heitin ólst upp með foreidrum sínum, unz hún var 14 ára gömul. Þá misti hún föð- ur sinn, en móðir liennar hélt áfram að búá á Sviðningi, þangað til árið 1883. að þær mæðgur fluttust til Vesturheims. Settust þær að skamt fyrir sunnan Mountain í N. Da., hjá Kristjáni heitnum Sigurðssyni Bakkmann og konu lians Viktoríu Þiðriksdóttur, sem var systir Júlí- önu heitinnar. Þar voru l>ær mæðg- ur báðar, unz Solveig lézt 1896- Eftir það var Júlíana heitin einstæðing- ur, því hún giftist aldrei og var lengst af mjög heilsulítil. Hún var kona mjög fáskiftin um annara hagi og vel látin. Var séð um jarðarför hennar af söfnuðinum. sem hún til- lieyrði; flutti síra F. J. Bergmann iíkræðuna og var hún jarðsett f grafreitnum að Mountain. r Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía Bróðurdóttir amtmannsins $0.30 0.30 0.30 Hin Ieyndardómsfullu skjöl 0.40 Jón og Lára 0.40 Ættareinkenmð 0.30 Lára 0.30 Ljósvörðurinn 0.45 Hver var hún? 0.50 Forlagaleikurinn 0.55 Kynjagull 0.35 Sérstök Kjörkaup Ef pantað er fyrir $1.00 eða meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pantaðar í einu, seljum vér þær á — að einsþrjá dollara ($3.00). Borgun fylgi pöntunum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.