Heimskringla - 24.08.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.08.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. ÁGÚST 11916. HEIMSKRINGLA (StofnuTS 1SK6) Kemur út á hverjum Fimtudegi. tttgefendur og eigendur: THK VIKING PRESS, LTD. Ver?5 blaTSsins i Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árið (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blab- «in8. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHAXSON, rábsmabur. Skrifstofa: 729 SHERBROOKE STKEET., WIWIPEG. P.O. llox 3171 TalMlml Gnrry 4110 ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og phult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. Minni Kanada. Flutt í Wynyard, Sask., 2. ágúst 1916. Eftir HJÁLMAR A. BERGMAN. Nefndin, sem stendur fyrir þessu hátíða- haldi, bað mig að mæla fyrir minni Vestur- lslendinga, og eg lofaði að gjöra það að eins vegna þess, að eg hafði ekki kjark til að segja nei. Svo, án þess nokkuð að spyrja mig leyf- is, breytti nefndin þessu nærri tveimur vik- um seinna og tilkynti mér og auglýsti í blöð- unum, að minnið, sem eg ætti að mæla fyrir, væri ékki minni Vestur-íslendinga, heldur minni Kanada. Eg kem því fram hér í dag til að mæia fyrir minni, sem eg hefi aldrei verið beðinn að mæla fyrir, og hefi aldrei lofast til að mæla fyrir. Eg gjöri þessa skýringu strax í byrjun, svo þið dæmið mig ekki eins hart, þó það verði tómt létt-meti, sem eg hefi fram að bjóða, og þó eg fari að ráði mínu eifis og nefndin og rugli saman minnunum. Þessi dagur er sameiginlegur hátíðardag- ur hjá öllum Islendingum bæði austan hafs og vestan, og þetta hátíðahald er al-íslenzkt. Mér finst því, að það eigi bezt við, að við þetta tækifæri sé mælt fyrir minni Kanada frá sjónarmiði og með sérstöku tilliti til Vestur- Islendinga. Það ætla eg að reyna að gjöra. Kanada er framtíðarinnar land. Land- rýmið er meira hér en nokkurs staðar annars- staðar, og skilyrðin fyrir því, að geta haft ofan af fyrir sér og haft sig áfram eru eins góð eða betri hér en í flestum öðrum löndum. En það er ekki sú hlið málsins, sem eg ætla að dvelja við hér í dag. Eg ætla að ræða það frá dálítið öðru sjónarmiði, sem okkur er hætt við að gleyma og ef til vill lætur ekki eins vel í eyrum, en eg held við höfum öll meira gott af að sé rædd og íhuguð. Það getur engum alvarlega hugsandi manni dulist það, að það eru alvariegir tímar framundan, og að framtíð þessa lands — framtíð þjóðarinnar — er algjörlega undir því komin, hvernig verður leyst úr þeim mörgu vandamálum, sem liggja fyrir hendi og krefjast úrlausnar. Þetta eru þeir alvarleg- ustu tímar, sem heimurinn hefir lifað, og Kanada er að Ieggja til sinn litla skerf og fórna lífi sona sinna til þess að styðja til sig- urs þær göfugu hugsjónir, sem Bandamenn nú eru að berjast fyrir á vígvellinum. En á eftir þessu stríði byrjar, að mínu áliti, örlaga- þrungnasta tímabilið í allri sögu Kanada. Við verðum því að átta okkur nú á hættunum, sem vofa yfir, og taka okkur til í tíma að af- stýra þeim, því það er seint að byrgja brunn- inn, þegar barmð er dottið ofan í. Af hverju stendur þessu landi mesta hætt- an í nálægri framtíð? Hafið þið nokkurn tíma hugsað út í það? Af útlendingunum ölium, sem hingað hafa flutt, og jafnvel enn meiri af útlendingunum öllum, sem hingað munu streyma eftir stríðið, og eru á öllum mögu- legum menningar- og siðferðis-stigum. Fram- tíð Kanada er algjörlega undir því komin, hvað vel það tekst, að vinna úr þessu efni, og hvað vel það tekst, að gjöra sanna Kanada- menn úr þeim öllum. Við skulum Iíta til nágranna-þjóðarinnar fyrir sunnan línuna. Það er líkt ástatt með Kanada eins og Bandaríkin, að því leyti, að það hafa verið miklir innflutningar til beggja landanna og margir útlendir þjóðflokkar hafa sez ir að í stór-hópum. Þessum mönnum hefu verið veittu ' ilyrðislaus fcmgararétt- ur, og um leið og t fa verið búnir að af- fTja þegnhollus’ m, hefir erið álitið 't væri búið. Ei. icyndin hefir orðið önn- æði hér og fyrir sunnan hefir það kom- íð í ijós síðan þetta stríð byrjaði, að þegn- hollustu eiðurinn fyrir mörgum af þessum út- Iendingum hefir verið tómt form. Til dæmis, hefir Þjóðverjinn og Austurríkismaðunnn haldið áfram samt sem áður að vera Þjóð- verji og Austurríkismaður í hjarta sínu og tekið ættjörðu sína í öllu fram yfir landið, sem þeir hafa sezt að í og gjörst borgarar í. Þetta yfirstandandi stríð hefir því meðal ann- ars komið því góðu til leiðar, að opna augu manna í báðum löndunum fyrir hættunni, sem þeim er búin, ef ekki tekst að sameina alia þessa útlendu þjóðflokka í eina heild, og gjöra þá íyrir sunnan að sönnum Bandaríkja- mönnum og þá hér fyrir norðan að sönnum Kanadamönnum. Eins og það er satt, að eng- inn getur tveimur herrum þjónað, eins er það satt, að enginn getur verið sannur borgari nema eins lands. Mér finst það því sann- gjarnt og sjálfsagt, að heimta það af hverjum manni, sem hingað flytur og hér sezt að og gjörist borgari þessa Iands, að hann læri að skilja, að hans fyrsta skylda er við þetta land. Það má ekki vera neinn tvískinnungur í trygð hans við þetta land. Hann þarf að vera Kanadamaður af einlægum og heilum hug. Eg vildi óska, að Islendingar gengju á undan öðrum útlendingum með að skilja þetta og með að lifa samkvæmt þessari hug- sjón. Og að mínu áliti standa þeir framarlega í þessu efni. Eg held að það sé alment viður- kent, að fáir, ef nokkrir, af þeim, sem teljast útlendingar og hingað flytja, séu æskilegri innfiytjendur eða betri borgarar, en einmitt Islendingar og Norðurlandabúar. En það er ekki úr lausu lofti gripið, að eg telji það vandamálið mesta, sem fyrir þessu landi liggur, að ráða fram úr því, hvað sé réttast að gjöra, til þess að tryggja það, að útlendingarnir, sem hér eru nú, og hingað flytja í framtíðinni, verði sem nýtastir og beztir borgarar og sannir Kanadamenn. — Bandaríkjunum hefir ekki tekist nema að nokkru leyti að umskapa útlendinginn. Það er engin ástæða til þess að halda, að Kanada gangi það nokkuð betur, — miklu fremur, að Kanada gangi það ver, því vandamálið er stærra, sem fyrir okkur liggur. 1 byrjun 19. aldarinnar var íbúatala Bandaríkjanna um fimm milíónir. í byrjun 20. aldarinnar var íbúatala Kanada um fimm milíónir. Við stóð- um því við byrjum þessarar aldar líkt að vígi og Bandaríkin stóðu fyrir hundrað árum, að því er fólksfjölda snertir. Og þó ekki sé tek- ið tillit til þess, að af þeim fimm milíónum, sem voru búsettar í Kanada, voru miklu fleiri svo-nefndir “útlendingar ”, en í Bandaríkjun- um í byrjun 19. aldar, þá ætti að vera nóg, að benda á innflutningana tii beggja land- anna síðan. Fyrstu tíu árin af 19. öldinni fluttust að eins 70,000 innflytjendur til Bandaríkjanna. Fyrstu tíu árin af 20. öld- inni fluttust næstum tvær milíónir innflytj- enda til Kanada. Með öðrum orðum: þá streymdu innflytjendurnir hingað 28 sinnum hraðara en til Bandaríkjanna, þegar þau voru á sama þroskaskeiði og Kanada er nú. Og ekki nóg með það. Það er alment viðurkent bæði hér og í Bandaríkjunum, að þeir, sem koma frá suðaustur hluta Norðurálfu, séu minst æskiiegu innflytjendurnir, sem flytjast vestur um haf. Upp að árinu 1870 náði það því ekki, að það væri einn af hverjum hundr- að innflytjendum til Bandaríkjanna frá suð- austur löndum Norðurálfu. Hér fyrir norðan eru það nærri tuttugu af hverju hundraði, eða næstum því fimti hver maður. Það er því ekki of djúpt tekið í árinni, þegar eg segi, að Kanada hefir miklu meiri vanda að ráða fram úr með útlendinginn en Bandaríkin hafa nokkru sinni haft. Eg er ekki að benda á þetta vegna þess, að eg örvænti um framtíð þessa lands, því það er langt frá mér að gjöra það. En eg bendi á það til þess, að hjálpa okkur betur að átta okkur á því, hvernig okkur ber að breyta, sem góðum borgurum þessa lands. Við megum ekki fara fram á nokkur sér- réttindi hér af því við erum Islendingar. Við getum ekki heimtað nein sérstök hlunnindi, sem við álítum ekki sanngjarnt að veita öll- um öðrum útlendingum. Og má eg spyrja: Hvað yrði úr’þessu landi, ef allir útlendir þjóðflokkar, sem hingað flytjast, einangra sig hér, skeyta ekkert um að læra enska tungu og læra aldrei að hugsa um Kanada sem sitt land og land barnanna sinna? Það liggur í augum uppi, að með því móti vex aldrei upp kanadisk þjóð hér, heldur margar útlendar smá-þjóðir, og landið getur ekki staðist. Það þarf að vera í þessu landi em þjóð og hún kanadisk. Það þarf að vera hér eitt lands tungumál og það enskan. Eg hefi enga þolinmæði við þá, sem vilja gjöra sitt móðurmál jafn rétt-hátt eða rétt-hærra hér en enskuna. Og eg hefi enga þolinmæði við þá, sem heimta sérstök hlunnindi vegna sinna úarbragða. I þessu efni ætti dæmi okkar önsku meðborgara að vera okkur til við- vörunar. Þeir fara út í öfgar og heimta sér- stök hlunnindi fyrir franska tungu og róm- versk-katólska trú. Ef þeir fá vilja sínum framgengt, ’>á er byrjunin gjörð til þess að eyðileggja þessa þjóð. Við verðum að var- ast, að feta í þeirra fótspor. Við verðum að vera í þeim hópnum, sem byggir upp, en ekki þeim, sem rífur niður. Við verðum að vera í þeim hópnum, sem sameinar, en ekki þeim, sem sundurdreifir. Eg vil ekki að neinn haldi, að eg sé að reyna að kveða niður Islendinginn hér. Það sæti illa á mér, að gjöra það, og mér hefir aldrei komið slíkt til hugar. Eg hefi aldrei i skammast mín fyrir það, að vera af íslenzku bergi brotinn, og eg hefi aldrei farið í neinar felur með það. Það hefir heldur aldrei verið mín kenning, að íslendingar búsettir hér ættu enga rækt að sýna ættjörðu sinni eða móður- máli sínu. Eg álít sjálfsagt, að þeir gjöri það. Það hafa allar þjóðir sín þjóðareinkenni og Islendingar eins og aðrir. Islenzka lundin og íslendings eðlið breytist ekki við það, að flytjast til annars lands. Skáldið Stephán G. Stephánsson minnir okkur á þetta í einu allra- ! fallegasta kvæði sínu, þegar hann segir: “Þótt þú langförull legðir sérhvert Iand undir fót, Bera hugur og hjarta samt þíns heima- lands mót”. Eg hefi ekki sömu skoðun og Heimskringla, að við hættum alveg að vera Islendingar, og að það verði ekkert íslenzkt eftir í okkur, þegar við erum búnir að borða kanadiskt hveiti og kanadiska hafra í sjö ár. Eg held að íslenzka eðlið og íslenzka lundin séu haldbetri en það og tolli við okkur margar kynslóðir, og það löngu eftir, að við hættum hér að mæla íslenzka tungu. Og einmitt þess vegna álít eg, að við íslendingar höfum okk- ar sérstaka skerf að leggja til kanadisku | þjóðarinnar, sem hér er að myndast. Kanad- iska þjóðin, sem hér er að rísa upp, kemur til að rekja uppruna sinn til margra þjóð- flokka. Og það kemur fram á sínum tíma, hvern skerf hver útlendur þjóðflokkur hefir lagt til kanadisku þjóðarinnar. Þegar ein- hver mikill maður rís upp í sögu þjóðarinnar, í framtíðinni, þá megið þið vera viss um, að , uppruni hans verður rakinn til þess þjóð- ! flokks, sem hann er kominn af í fyrstunni. Og eg vona, að þeir verði margir, sem þá geta rakið ætt sína til íslenzku landnemanna í Ameríku. Hvort þeir þurfa að bera kinn- roða eða ekki fyrir sinn íslenzka uppruna, er að mestu leyti undir því komið, hvernig við berum okkur að nú. Og eg segi ykkur það satt, að við öfium okkur aldrei álits hér með því, að lítilsvirða okkar eigið þjóðerni og móðurmál. Sjálfra okkar vegna megum við því ekki breiða ofan á íslendinginn. Og við megum ekki fara í felur með það, að við er- um íslendingar eða af íslenzkum ættum. Ef við ætlumst til þess, að ekki verði litið nið- ur á okkur af innlendum mönnum vegna þess, að við erum íslendmgar, þá megum við ekki sjálfir líta niður á okkur, eða skammast okk- ar fyrir það. Við verðum að reyna að stand okkur svo vel í samkepninni, að allir verði að viðurkenna, að landinn sé fullkominn jafn- ingi allra annara meðborgara sinna hér. Og við verðum að halda Islendingnum á lofti, þangað til hann er búinn að afla sér svo mik- ils álits og viðurkenningar, að það verði frem- ur til að sækjast eftir, en að fara í felur með, að telja sig Islending eða af íslenzkum ætt um. Og hvað eigum við að gjöra með ís- lenzkuna? Eg ætla ekki að fara að tala um, hvert stefnir, eða spá neinu um [lað, hvað lengi íslenzkan haldist við hér vestan hafs. Eg ætla að eins að láta þá skoðun í ljós, að það sé ávinningur fyrir okkur, að halda við ís- lenzkunni, og að það komi ekki að neinu leyti í bága við þegn-hollustu okkar við þetta land, ef við að eins höfum það hugfast, að enskan verður að koma fyrst, og hana verð- um við að læra og læra vel, hvað sem öðru ^líður. Það er hver maður betur mentaður, sem kann tvö tungumál, en sá, sem kann að eins eitt. Það hefir hver maður stærri sjóndeild- arhring, sem heima er í bókmentum tveggja þjóða, en einnar. Jafnvel barninu, sem kann eitthvert annað tungumál en enskuna, verð- ur stuðningur að því tungumáii við ensku- námið, en alls enginn farartálmi. Því barn- inu gengur því oft betur að læra enskuna og : læra hana málfræðislega rétt, en barninu, sem t fætt er af enskumælandi foreldrum. Það er vitmsburður barnaskólakennaranna í Winni- peg og annarsstaðar. Enskan líður því ekk- ert við það, að íslenzkum börnum sé kend ís- lenzka, heldur fremur hitt. Annað, sem benda má á í þessu sam- bandi, er það, að á æðri mentastofnununum er verið að berjast við, að kenna unglingun- um önnur tungumál jafnhliða enskunni, — vanalega frönsku og þýzku, eða þá iatínu og grísku. Það er álitið sú mentunin, sem mest er í rið, og það kemur engum rétthugs- ar inni til hugar að halda því fram, að sá jlegri borgari, sem kann tvö eða fleiri tungumál, en sá, sem kann að eins c;tt. Eig- um við þá að vera þau flón að halda, að okkur sé óhœtt að læra frönsku eða þýzku eða latínu eða grísku eða hvert annað heimsins tungumál, sem er annað en íslenzku, en að þegn-hollusta okkar við þetta land bíði tjón við það, að við lærum íslenzku? Nei. Það er ávinningur fyrir hvern sem er, að kunna íslenzka tungu og hafa aðgang að íslenzkum bók- mentum. En ávinningurinn er þó mestur fyrir okkur, sem erum af ís- lenzku bergi brotnir, því við Iærum með því móti betur að meta okk- ar íslenzka arf og lærum líka betur að skilja Islendings-eðlið og um leið okkur sjálfa. Eg álít því, að okkur sé miklu meiri hætta búin, ef við köstum íslendingnum og íslenzkunni of fljótt, en ef við reynum að halda sem lengst í hvorttveggja. Og svo að síðustu eitt áminningarorð, sem ef til vill kemur þessu minni ekki beint við: Það er eitt, sem við verðum að læra og læra fljótt og það er, að láta okkur koma betur saman, en okkur hefir gjört, eða menn fælast burtu frá öllum íslenzkum félagsskap, og Vest- ur-íslendingar detta alveg úr sögunni, og það án þess, að úr þeim hafi orðið það, sem átt hefði að verða og án þess að þeir hafi lagt þann skerf, sem þeim bar, tii kanadiska þjóðlífsms hér. Það er of mikill maður í hverjum sönnum Islending til þess að hann láti kúga sig. Við höfum líka allir jafnan rétt til okkar skoðana, hvað mismunandi sem þær eru og um hvaða efni, sem þær eru. Það ættum við að skilja, og við ættum að vera nógu miklir menn til þess, að geta rétt hver öðrum bróðurhönd, þrátt fyrir allan skoðanamun, því íslendingar erum við allir, og íslendingar viljum við allir vera. Fréttir af Vilhjálmi Stefánssyni. Heiðurssamkoma. FYRIR MR. OG MRS. HJÁLMARS SON í WYNYARD. Frá Nome, Alaska, kemur sú fregn hinn 16. ágúst, að 6 af hinum upprunalegu félögum Vilhjálm.s Stefánssonar hafi komið þangað aftur hinn 15., og höfðu þeir verið á hurtu þaðan í þrjú ár. Sögðu þeir, að Vilhjálmur myndi ekki aft- ur koma á þessu ári, enda var tæp- lega við því að búast. Fyrir hóp þessum var doktor Rud olph Anderson, sem var fyrirliði fararinnar næstur Vilhjálmi. Aðal- starf Andersons var að gjöra land- mælingar og draga upp iandabréf af ströndunum við Union og Dol- phin sundin og öilu landinu í kx-ing um Coronation Gulf, langt austur af ósum Mackenzie fljótsins. Aliir Homu aftur, sem iögðu á stað í hóp þessum, nerna Daníel Blue, véiameisari. Hann dó á Bailey eyju í maímánuði 1915. Menn þeir, sem aftur komu, voru: Di\ Ander- son, formaður hópsins; J. O. Neiii, jarðfræðingur; John R. Cox, land- mælingamaður; Dr. Jenness, mann- fræðingur; J. Johnson, skordýra- fræðingur og hafstrauma, og Geo. Wilkins, ljósmyndasmiður. 8kiit- unni, sem þeir komu á. stýrði kapt. Sweeney, og hafði hann slegist í förina í norðurhöfum. Aliir voru þeir hressir og heilbrigðir og létu það bezta yfir veru sinni nyrðra. Mikið af tímanum síðan 1914 höfðu þeir haldið til í búðum a Bernard Harbor, við Coronation flóa, og er það einn af stöðum þeim, sem hvað minst eru þektir á linett- inurn; ]>að er langt austur af Mac- kenzie ósum. Ljósmyndasmiðurinn Wilkins var sá maðurinn, er seinast sá og talaði við Vilhjálm Stefánsson. Hann var með Viihjálmi veturinn sem leið, en skiidi við haxjn áður en ísa leysti, og fór á ísunum yfir til Cor- onation flóa, og hitti þar þessa fé- laga sína. —Meginið af vísindalegu rann- sóknunum gjörðu þessir menn; — ]>eir fórxx einmitt í þeirn erindum. Fyrsta veturinn eftir að þeir fóru frá Nome, voru þeir á Maning Point, nálægt Camden Bay. Næsta vor héldu þeir Anderson austur og sett- ust niður við Barnard Harbor og höfðu þar aðalstöðvar sínar, Vetur- inn og sumarið 1915 voru þeir á ein- lægum ferðum með ströndunum 1 kringum flóann. Frá Coronation flóa lögðu þeir af stað í júnímánuði 1916 áleiðis til Bering hafsins. Mr. Wilkins hefir það eftir Vll- hjálmi, að þetta nýja iand, scm iiann fann, sé annað Grænland, að stærð. .Þegar Vilhjálinur fann þ ið fyrst, ]»á fór hann með ströndim fram um 200 mílur og sá þar fjöil há og inörg iangt upp í landi. Sagði Wilkins, að Vilhjálmur hefði retiað ])angað áður en ísa leysti í vor til að iialda áfram rannsóknum sínu- um. Er því Vilhjálms ekki að vænta fyrri en næsta sumar. Skipið Alaska, sem þeir komu á að norðan, hafði meðferðis um 30 ton af aiira handa varningi og grip- um og svnishornum, sem þeir höfðu safnað . nyrðra, mest við Corona- tion flóa. Og svo kom þeir með feiknin öll af skýrslum og uppdrátt- um um vísindalegar athuganir og rannsóknir, sem eru ákaflega mik- ilsvarðandi. Þ< fcta verður a1*- ,r>t til Ottawa og ve ður þar raða^ nið- ur og greinilega skýrsiur samdar um það. Flestir félaga so la að halda suður -and en sjálfur býst ha ið að snu. íorð- ur aftur. Er hann mikill vinur Vil- hjálms Stefánssonar. Það kann að vera gamalt og nokkuð slitið orðtak, þó að heppl- iegt sé, að segja, að vér berum það jafnan úr býtum, sem vér eigum skilið. Verðleiki manna og starf er þó oft seint og ilia viðurkent og illa borgað. Og þegar menn í þjónustu hins opinbera leggja fram meiri vinnu en þeir eru skyldir um, þá er það sjaldan, að þeir vænta nokk- urra launa, því að hið opinbera þakar illa og launar seint. Slíkir inenn vinna því verk sín fremur af skyldurækni en nokkru öðru; en siíkt og því iíkt tekur almenningur sjaldan til greina. En W’ynyard búar sýnast vera undantekning í þessum efnum. Og sýndi það sig þriðjudagskveldið í vikunni sem leið. Þá komu saman ! á skólanum vinir Mr. og Mrs. Iljálm- | arsson, til þess að sýna þeim hjón- um augijós merkji virðingar og vin- áttu sinnar og viðurkenningu fyrir góða og heiðarlega vinnu í þarfir skólans. Gjafirnar voru að vfsu ekki verðmiklai’, sem þeim voru færðar, en þær voru viðurkenning og sýndu hlýjan vinahug þeirra til hjónanna, Sergeant Hjálmarsson og konu lians. Ræður fluttu; Slieriff Smitli (for- seti heiðurssamkomurinar), Rev. Mc Ciay, Mr. Sage, Mr. Brauscombe, Lieutenant Líndal og síra Sigmar.— Síra Sigmar bar fram gjafirnai'. Var það eindregin yfirlysing sam- komunnar, að skólinn ætti mikið að þakka Mr. Hjálmarsson fyrir starf hans, sem yfirkennara skólans, er hefði sýnt sig í hinni ágætu fram- komu nemendanna við seinustu fylkispróf. — (Eftir “Wynyard Ad- vance”). Frá H. F. Daníelssyni. Moore Barrack Hospital, Shornciiff, Kent, 31. júlí 1916. M. J. Skaptason, Esq. Kæri vin! Eg hlýt að skrifa þér fáeinar línur til að þakka fyrir búnka af.Heimskringlu, sem cg fékk nýiega. Það var sannarlega skemti- logt að fá hana, ])ar sem eg hefi ekki séð íslenzkt blað eða bók síðan eg fór frá Winnipeg. Á öidum Atlantshafsins þýddi eg skólaritgjörð eftir stúlku og sendi þér; en Englendingar hafa litið grunsamlega til bréfsins, því það var þykt og hafa þeir stungið því undir stól. Tii að láta nú ekki und- an þeim, sendi eg hana ásamt þessu ineð áreiðanlegum manni, og máttu birta það, er þér líkar af því, sem eg scndi. Lítið er í fréttum, nema eg taldi 16 flugvélar sveima hér yfir. í gær- kveldi veiddu þeir eina þýzka, sem liggur hér í dalbotninum. Þeim Þýzku leikur hugur á að eyðileggja "artiliery” stöðvar, sem hér eru rétt hjá. Engin ijós eru hér í brejum á kveldin, og séu þau í húsum inni, l»á eru gluggar vel byrgðir. Eg hefði ánægju af, að gjöra til- raun til að senda þér meira seinna. Með beztu óskum. Þinn einlregur, H. F. Daníelsson. Aths. rér eyum stóiiega þakk- iátir H -i F. Danfelssyni og vildum m fá sem m st frá lion. um, og i. . sama segja allir kaup- endur Heimskringiu. Vér þurfum varla að gcta þess, að heillaóskir vorar fylgja honum, hvar sem hann fer.—Ritstj.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.