Heimskringla - 24.08.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 24.08.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, ÁGÚST 1916 Auction Sale Every Second and Fourth Saturday monthly will be held at Clarkleigh this year from 2 to 6 p. m. B. RAFNKELSSON. Ef eitthvað gengur að úrinu þínu, þá er þér lang-bezt að senda það til hans G. Thomas. Hann er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því, að úrin kasta ellibelgnum í hönd- unum á honum. Föstudag og Laugardag: — “THE SECRET OF THE SUBMARINE”. Látið ekki hjá líða, að sjá þenna mjög svo spennandi leik. Mánudag og Þriðjudag: — BLANCH SWEET í “1000 dollar Husband”. Miðvikudag og Fimtudag: — SWEET KITTY BELLAIRS. Þetta er heimili “Paramount” myndanna, og allra nýjustu Charles Chaplain gamanleikanna, sem allir hlæja að. Fréttir úr Bænum. Dr. M. B. Halldórsson, frá Souris, N. Dak., og Druggist J. M. Skapta- son, Souris, komu snöggva ferð að sunnan norður hingað. Komu norð- ur á sunnudaginn í autó og fóru um Camp Hughes. Þeir fara bráð- lega suður aftur. Segja ryð mikið á hveiti suðurfrá. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu — og hefir verið í undan- förnum blöðum — óskar félagið JÓN SIGURÐSSON, I.O.D.E., eftir að fá sem allra fyrst nöfn og áskrift allra íslenzkra hermanna, hvar sem þeir eru, hvort heldur hér eða í Ev- rópu. Þeim er alveg nauðsynlegt að fá þetta, ef að hermenn þessir eiga ekki að verða útundan og afskiftir, ]>egar félagið sendir þeim Jólagjafir eða annað. Það er illa farið, ef að vinir þeirra og frændur, sem vita um verustað þeirra, vanrækja að láta félagskonurnar vita um hag þeirra, ástand og heimilisfang, þvf að það er félagsins vilji og tilgang- ur, að hjálpa og gleðja, hvar og hve- nær, sem það getur. Argyle er eina sveitin, sem hefir sent félaginu fulln- aðarskýrslu um hermennina ]>aðan. — Og nú óskum vér, að vinir þeirra, sem f hernum eru, láti það ekki dragast, að senda félaginu nöfn og áritan þeirra. Það tekur langan tíma, að búa þetta alt undir og langan tíma að senda, því margur er maðurinn, sem fer, og má því ekki draga þetta lengi. Vinsamiegast vildum vér biðja menn og konur að vinda bráðan bug að þessu og senda allar upplýsingar til: Mrs. J. B. SKAPTASON, 378 Maryland St., Winnipeg, sem er for- seti Jón Sigurðsson félagsins. Næsta sunnudag (27. ágúst) verð- ur ekki messað í Únítarakyrkjunni en annan sunnudag (3. sept.) fer þar fram messugjörð á venjulegum tfma. GARDEN PARTY. Jón Sigurðsson, , I.O.D.E., hefir GARDEN PARTY á OLAFSSON LAWN, horni MeDermott og Sher- brooke stræta, fimtudagskveldið 24. ágúst, kl. 7. Ymsar góðar skeintanir vcrða ]>ar. Veitingar seldar. Að- gangur lOc. — Ágóðinn gengur til glaðningar fslenzkum hermönnum. Næsti fundur Jón Sigurðssonar fé- langsins v.erður 5. september kl. 8 að kveldinu í John M. King skólan- um. Áríðandi óð sem flestar félags- konur sæki þenna fund, því mikið starf er fyrir höndum. Hr. Sigfús Magnússon, frá Duiuth, Minn., var hér á ferðinni um helgina Hann er sonur síra Magnúsar sál. Jónssonar á Grenjaðarstað. Mun- um vér eftir honum heima, háum manni, grannvöxnum og í öllu \ snyrtilegum. Nú er hann hvítur fyr- ir hærum, þrekinn að sjá, en kátur og fjörugur, og er sem ellin hafi auk- ið og skerpt alla andlega hæfileika. Það' var skemtun að sjá Sigfús. — Héðan skrapp hann norður í Nýja ísland, en fer svo suður í Dakota, er hann kemur þaðan aftur. Kvenfélag Fyrsta iúterska safnað- arinfe hefir HOME COOKING SALE ]>ann 26. ágúst (næsta iaugardag) á eftirfylgjandi stöðum: Wrellington Grocery, á Wellington og Victor. B. Árnason, Sargent og Victor. Central Grocery, Ellice og Langside. Til arðs fyrir Red Cross félagið. Miss G. Patrick kom vestan frá hafi á laugardaginn, og biður hún Heimskringlu, að skila þakklæti til lslendinga í Vancouver fyrir góðar viðtökur. Mrs. G. Jóhannsson og Miss G. Jóhannsson, frá Hólar, Sask., komu hingað til Winnipeg nýlega til þess að sjá Dr. Jón Stefánsson við heilsu- iasleika Miss G. Jóhannsson. — Vér spurðum þær um storminn mikla, og sögðu þær að hann hefði verið með aftökum, og þó að sumir hefðu að meira eða minna leyti sloppið undan haglinu, þá lamdist kornið úr stöngunum á ökrunum, og varð af því litlu minni skaði en þó að haglað hefði. Mrs. Jóhannsson stóð við glugg- ann, þegar veðrið skall á. War þar raunar ekkert haglið, en regnið var svo mikið, að koldimdi í hús- inu og sást ekki meira en tvö fet eða svo út úr glugganum. En vind- urinn svo mikill, að alt tók á rás, sem laust var úti. TIL VINA OG AÐSTANDENDA HERMANNANNA. JÓN SIGURÐSSON, I.O.D.E., fé- lagið óskar þess, að vinir og aö- standendur hermanna þeirra hinna íslenzku, sem nú eru farnir, sendi utanáskrift hvers eins hermanns til forstöðukonu félagsins Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winni- peg.— Félaginu ríður á að vita rétta utanáskrift þeirra og breytingar, undir eins og þær verða, svo að þær beðnir að láta þetta ekki undan- falla. Málverk. Allskonar litmyndir (“Pastel” og olíu- málverk) fást keyptar hjá I*or- ntelnl Þ. I»orNtelnHnynl, 732 McGee St., -TalHfml G. 4í>»7.— Ljósmyndum, bréf- spjaldamyndum o. s. frv. breytt í stór- ar litmyndir fyrir mjög sanngjarnt vert5. Efalaust eiga allir einhverja mynd svo kæra, aö þeir vilja geyma hana meC lífi því, sem höndin og litirnir skapa, til minja í stofunni sinni. Húspláss fyrir litla fjölskyldu að 564 Victor St. Hr. Magnús Freeman, frá Cold Springs, Man., kom til borgarinnar í vikunni á leið heim til sín frá frá Prince Rubert* B. C. Hann fór vestur síðastliðinn vetur og dvaldi þar á ströndinni til þessa. Fiski- veiði sagði hann góða og verð mcð bezta móti. Þeir landar, sem hann kyntist, vinna flestir við fisk; enda cnga aðra vinnu að fá, þvl að mjög mikil deyfð er í öllum framkvæmd- um í Prince Rupert. Magnús hældi mjög tíðarfarinu á ströndinni, og kvað sumarið iíkast því, sem bezt væri á Islandi. Háttvirti ritstjóri! Síðan 3. ágúst hefi eg legið hér á "Camp Hospital”. Varð of nærri þeg- j ar eldhús okkar fauk í storminum I 3. ágúst. Eg er illa fótbrotinn, og hefi liðið dálítið. Beztu ráðstafanir til að hlynna að mér voru gjörðar af CoL okkar yfir 223. herdeildinni, og gott á sú herdeild, sem hefir jafn- góðan læknir og 223. herdeildin. Með virðingu, Þorbjörn. Tómasson, 223rd Battalion, A. Comp. Camp Hospital, Camp Hughes , 18. ágúst 1916. EATON’S VETRAR HAUST OG VERDLISTI UTBYTINGAR Hefirdu fengid eintak? Ef ekki, — þér vitið, hvað þessi bók er mikils virði fyrir yður, hvað pen snertir. Þér vitið, hvað-stóru EATON búðirnar og vöruhúsin eru áre fljót að afgreiða pantanir, — og sem er enn meira virði: þér vitið, að alt a sig á gæði EATON vörunnar. Þér vitið, að öll þau hlunnindi, sem EATON gefur, eru yðar strax og þér fáið Haust- og Vetrar-Verðlista verður sendur yður samstundis og vér fáum línu frá yður um, að þér óskið 1 Sendu eftir Listanum Strax > EATON á EATON í haust, — með því að verða aðnjótandi þeirra sérstöku kjörkaupa, sem þessi mikla verzlun laetur í té, vegna sinna öflugu inn- kaups-ráðstafana og ótakmarkaða peninga- valds á heimsmörkuðunum. Gjörist þér því hluthafar í öllum þeim sparnaði, sem verzlun við EATON hefir í för með sér. ^ar og ánúm með beiðni L um verðhsta vorn, — skrifuð á fflb póstspjald eða bréfmiða, er j&Hk a^ sem Þarf’ þess að vér sendum yður þessa stóru 520 blaðsíðu bók. Þess fyr, sem þér fáið hana, þess lengri tíma hafið þér til iWíwHhMk wK að njóta alls þess hagnaðar, sem hún hefir að bjóða. IMPERIA1 T. EATON C LIMITED WINNIPEG CANADA Druknun 5 manns frá Gimli. Þetta stórkoslega slys vildi til á Gimii á fimtudaginn 10. ágúst, er 5 manns fóru á byttu frá Gimli yfir vatnið til Elk eyja, til þess að tína bláber, og fórust allir. Voru það ný- gift ung hjón, Mr. og Mrs. Jóseph Peterson, Mrs. D. Einarsson (systir Jósephs Peterson) og bræðurnir Herbert og Alfred Bristow. Elkeyar eru nálægt 24 mílur norð- ur af Vietoria Beach, að austan- verðu við vatnið, og sjást rétt að eins frá Gimli, þegar gott er veður. — Þegar fólk þetta lagði á stað, var vindur all-mikill, og var búist við því aftur á laugardagsmorguninn. En er báturinn kom ekki, urðu vin- ir þeirra hræddir um þau, og var farið að leita á miðvikudagsmorgun- inn. í leitina fóru Mr. E. S. Jónas- son, Miss Steina J. Stefánsson og Mr. Einarsson og lögðu upp kl. 5 að morgni í gasolíubát. Vatnið var ylgið og eftir leit nokkra hittu þau bát á hvolfi, og var llkið Herberts Bristow bundið við mastrið. Hvikan og veðrið var svo mikið, að þau gátu ekki reist við bátinn og tóku þau því líkið eitt heim. Varð mönnum á Gimli bilt við fregn þessa. En Mr. Einarson hafði verið við veiðar úti á vatni og kom ekki heim fyrri en þann 13. og varð því ekki af meiri leit fyrst. En þann 15. átti gufubátur að fara að leita hinna daginn eftir, þann 16. Alt var þetta ungt fólk og mann- vænlcgt. Mr. og Mrs. Peterson voru: hann 28 ára, en hún 17; Mrs. Einars- son 23 ára. Herbert Bristow 22 ára, en Alfred 18 ára. Síðar hafa fundist rekin lík Mr. og Mrs. Joeph Petersons og Mrs. Einar- son, og voru hin látnu 4 jarðsungin á Giinli á sunnudaginn var að við- stöddu hinu mesta fjölmenni. Lík Alfred Bristows var ófundið, er síðast fréttist. ¥—— --------------------------y TIL LEIGU. *-----------------------------* Herbergi til leigu með öllum þæg- indum í Block í Ft. Rouge, hjá ís- lenzkum hjónum. Herbergið er stórt gott fyrir eina eða tvær stúlkur; sangjörn leiga. Stutt frá strætis- vögnum. — Hkr. vísar á. Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrja haustnám sitt á WINNIPEG BUSINESS COLLEGE.— Skrifið eftir skólaskrá vorri meö öllum upplýsingum. Munið, að það eru einungis TVEIR skólar í Canada, sem kenna hina ágætu einföldu Paragon hraðritun, nfl. Regina Federal Busineas College. og Winnipeg Business College. Það erogverður mikil eftirspum eftir skrifstofu-fólki. Byrjið því nám yðar sem fyrst á öðrum hvorum af þessum velþektu verzlunarskólum. GEO. S. HOUSTON, ráðsmaður. ENNIS & CO. Eitt af allra beztu PIANO’S í Canada. Síðan það fyrst varð til, árið 1886, hefir álit fólksins og aðdáun á hljómfegurð, traustleika og mörgum öðrum góðum kostum þess aukist svo mjög, að það hefir verið skýrt: “Hið hljómfagra Ennis”. — Þetta Piano er selt á mjög vægum borgunarskil- málum af Cross, Golding & Skinner, Limited 323 PORTAGE AVENUE. Nýjir kaupendur ættu að nota sér kostaboð Hkr., sjá augl. á 7.bls »♦♦♦-♦-♦■♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.