Heimskringla - 21.09.1916, Page 1
Royal Optical Co.
Elztu Opticians i W'innipeg. ViO
höfum reynst vinum þinum vel, —
gefðu okkur tækifæri til að reyn-
ast þér vel. Stofnselt 1905.
W. R. Fowler, Opt.
XXX. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1916.
NR. 52
Stríðs =f réttir
Frakkar og Bretar sýna hreysti
mikla og hrekja Þjóðverja
úr víggröfum sínum.
Nú er farin að koma býsna mikil
hreyfing á herflokkana á vígvöllun-
um, og hefir Bandamönnum gengið,
hetur en nokkru sinni áður, síðan
þeir hröktu Þjóðverja norður yfir
Marne frá París í byrjun stríðsins,
Einna mest hefir kveðið að því á
Frakklandi, þar sem virki og víg-
grafir Pjóðverja voru ramgjörvastar.
Þcir höfðu í tvö ár búið þar svo
um sig, að bæði þeir og aðrir töldu
skotgrafir þeirra alveg óvinnandi.
Voru margir búnir að fullyrða það,
aö þó að þeir berðust þarna til
dómsdags, l>á myndi hvorugur á
öðrum vinna. Þeir myndu Si,»i]a
jafnir og þess vegna ekki til neins
að berjast lengur. Eðlilega voru
spámenn þessir leynt ef ekki ljóst
með Þjóðverjum og óskuðu þeim
sigurs.
Fyrst komu fregnir um það hinn
14. sept., að Frakkar liefðu gjört
kviður harðar á Þjóðverja norður af
Peronne og brutust þeir þann dag
og hinn næsta í gegnum allar eða
þrennar grafir Þjóðverja á nær 4.
milna svæði. Þeir tóku þjóðveginn
frá Peronne til Bapaume, og fyrst
bæjinn Bouchavesnes og síðar Ran-
court á sama þjóðvegi nokkru norð-
ar, höfðu J)á Þjóðverjar engar fleiri
grafir til að hlífa sér á svæði þessu,
en Frakkar tóku á ]>riðja þúsund
fanga. ítrekaðar árásir gjörðu Þjóð-
verjar á þá, en það var sem að
höggva í harðan klett, að reyna
vopnaviðskifti við Frakka. Þó að
ein röðin Þjóðverja kæmi eftir
aðra, þá hnigu þær niður fyrir
maskínubyssum Frakka, og seinast
urðu þeir að berjast við Frakka á
bersvæði þarna.
En Bretar voru þarna í nágrenni
við Frakka og vildu ekki láta sitt
eftir liggja og réðust á Þjóðverja á 6
mflna svæði og eiginlega á allri lín-
unni^ sem Bretar héldu þarna í geil-
inni, sem þeir hafa brotið í hergarð
Þjóðverja. Þeir sóttu fast fram og
tóku borginrar Fleurs og Martin-
xpuich og Courcelette og dýpkuðu
geilina þar um 3000 yards, eða hátt
á aðra mílu. Einnig tóku þeir skóg-
arbeltin Bouleaux Wood og High
Wood. Töluvert tóku l*eir af föng-
um. og nú hafa þeir náð hæðum
ölium þarna á leiðinni til Bapaume.
Bærinn Cómbles er nú kvíaður af á
3 vegu, og erp Bretar að norðan en
Frakkar að silnnan, og búist viðt að
þeir nái honum fljótlega. Nokkru
sunnar er Peronne, sem Þjóðverjar
halda og töldu alveg óvinnandi; en
Frakkar eru nú komnir þar bæði
fyrir norðan og sunnan við bæjinn
og geta bannað aðflutninga alla til
hans.
Þarna höfðu Þjóðverjar safnað
beztu hersveitunum saman, sem
þeir höfðu frá Verdun og þúsund
fallbyssum, sem sendu hríðina ó-
spart á Bandamenn. —Þykir þetta
vera hið mosta hreystiverk, sem að
þarna hefir unnið verið í hálfan
þriðja mánuð. Bretar þurftu að
sækja upp á móti og fyrir voru hin-
ir harðsnúustu menn með hinn
bezta útbi'mað, sem Þjóðverjar
áttu til, en þó gátu þeir ekki haldið
velli.
Þarna höfðu Bretar vél cina nýja,
sem þeim kom vel að haldi en fjand-
inönnum þeirra hefir óefað þótt ó-
frýnn gestur. Það var 1 fyrsta sinni,
sem hún var notuð, en eitthvað var
búið að minnast á hana fyrir nokk-
urum mánuðum og héldu margir,
að öfgar og uppspuni væri. Vél
þessi er vagn albrynjaður svo þykk-
um stálplötum, að ekkert vinnur á;
en út úr vagninum standa straumar
kúlnanna á alla vegu, og svo fer
brynvagn eða landdreki þessi nærri
yfir hvað sem fyrir er. Hann fer á
gaddavírsflækjurnar og járnstaur-
ana, sem vírarnir eru festir á, og veð-
ur yfir þetta, sem vatnssull væri;
þvert yfir skotgrafirnar strikar
hann hindrunarlaust og eins hinar,
mörgu og miklu holur eftir sprengi-
kúlurnar; — ekkert af þessu getur
stöðvað hann og einlægt spýr hann
cidinum, svo að ilt er fyrir að
standa. — Væri betur, að Bretar
hefðu nóg af kerrum þessum.
Meðan á þessu stóð linti stór.
skotalníðinni aldrej frá morgni til
kvelds og frá kveldi til næsta morg-
Uns. En áður en aðaláhlaupið byrj-
aði hjá Bretum, hafði verið smáleik-
ur nokkur við Thiepval, sem sumir
köiiuðu “hcllish”. Þar höfðu Þjóð-
verjar búist um sem bezt þeir gátu
og grafið reglulegt völundarhús í
jörðu niðri og víggirt með allri
þeirri kunnáttu, sem þeir áttu til,
og kölluðu “furðuverk”. En Bretar
komu l>ar fyrir dag og tóku hús á
Þjóðverjum og réðust niður og inn
í göngin og höfðu kastvélar í hönd-
um, sem þeir létu ganga á óvinun-
um í göngunum og hvelfingunum,
þangað til þeir gáfust upp, sem eftir
lifðu. Þetta var rétt við Thiepval,
að sunnan og austan; en Thiepval
er þar, sem geilin eða skarðið byrjar
að norðan, sem Bretar og Frakkar
hafa brotið á hergarð Þjóðverja.
Þenna sama morgun, einnig fyrir
sólaruppkomu og réttum klukku-
tíma áður en aðaláhlaup Breta byrj-
aði, höfðu Þjóðverjar gjört áhlaup á
stórbýlið Mauquet, og kom þeim
sízt til hugar, að Bretar væru í
þann veginn að sækja fram, og voru
Þjóðverjar búnir að ná fremstu
gröfum Breta þarna og komnir í
grafirnar; en Bretar, sem fyrir
voru, í siag við þá að reyna að ná
þeim aftur; — þá komu raðir Bret-
anna í áhlaupinu, ein röðin eftir
aðra, og veltust yfir grafir þessar og
þá, sem þar voru að berjast og sintu
þeim ekki, enda hefir iítið orðið
um bardaga eftir það, því að Þjóð-
verjar hafa óðara gefist upp
Þenna morgun lá þykk haust-
þoka yfir landinu áður en sólin fór
að skína, og sáust Bretar þá ekki;
enda var áhlaupinu snildarlega
hagað. Bretar fóru þarna á hraðri
ferð yfir hinar gömlu grafir Þjóð-
verja í annari línu og á þriðju lfnu
skotgrafanna, sem Þjóðverjar höfðu
verið að grafa og útbúa undir stöð-
ugri skothríð Breta. Með Bretum
fóru brynvagnar þessir hinir nýju
og voru þeir svo skringilegir og
lilægilegir, að Brctar gátu ekki ann-
að en hlegið að þeim og tilburðum
þeirra í sjálfu áhlaupinu. Þeir voru
eins og einhver ferlíki fornaldarinn-
ar mögnuð af galdri og fítonsanda,
og gáfust margir Þjóðverjar upp, er
þeir sáu óvættur þessa koma vað-
andi og eldi og kúlum spúandi. —
Ákaflega mikinn styrk hafa Bret-
ar af flugdrekum sínum, því að þeir
taka langt fram hinum þýzku flug-
vélurh, og steypa einlægt fleiri og
fleiri vélum Þjóðverja niður úr háa-
lofti.
ítalir vinna nokkuð á, þó við
ramman reip $é a& draga.
Italir eru nú aftur komnir á kreik,
suður af Gorizia á Carso háslétt-
unnit austan við Isonzo, og sóttu
þeir á vígi Austurríkismanna og
stefndu suður á leið til Trieste. Þeir
höfðu nýjar fallbyssur stórar, 305
millimetra, hundruð af þeim, og þær
þóttu reynast ágætlega; þeir höfðu
og ýmsan útbúnað annan en vana-
legt var. Itölum skeikaði ekki að
hitta með byssunum, hvað sem þeir
viidu. Þeir tóku skotgrafir Austur-
ríkismanna á all-stóru svæði og yfir
tvö þúsund fanga. — Italir eiga nú
þarna um 20 mílur eða rúnrlega það
til Trieste; en það er seinlegt fram-
sóknar og Austurríkismenn hafa
vandlega víggirt sig á þvf svæði, og
þurfa Italir að róta þvl öllu upp
með stórskotum, áður en þeir kom-
ast að borginni. En svo eru þeir
líka að sækja austur þarna, áleiðis
til júlíönsku Alpafjallanna, því að
þeir vilja náttúrlega komast yfir ,
þau, þó að fyrst verði þeir að taka
Trieste og Istríu-skagann.
Bandamönnum gengur einnig vel
á Balkan-skaganum.
Á Balkanskaganum eða á landa-
mærum Serba og Grikkja hefir geng.
ið vel fyrir Bandamönnum. Við Os-
trovo-vatnið héldu Búlgarar tanga
nokkrum suður á Grikklandi, einar
20 mílur á lengd og álika á breidd,
og var borgin Kastoria við vatn eitt
lítið. En nú réðust Serbar austur á
tangann frá vatninu Orsovo og
brutu upp skotgarða og skotgrafir
Búlgara og stöktu þeim á flótta.
Þeir gátu komið þarna við riddara-
liði sínu og hleyptu þvi á Búlgara,
þegar þeir voru búnir að róta þeim
úr gröfunum. Urðu Búlgarar þá
fegnir að taka til fótanna og lögðu
á flótta áleiðis til Monastjr, norður
í Serbíu; en hinir eltu, sumir segja
12 mílur en sumir 19. Eftir slag þenn.
an er sagt að Búlgarar hafi farið
burt úr borginni Kastoríu og norð-
ur í landið. En fregnir á laugardag-
inn sögðu, að Serbar hefðu fylgt
Búlgörum eftir og hefði lið Búlgara
verið í mestu óreiðu. Þarna tóku
Serbar stöðvar Búlgara við Malkan-
itze og Malarkea, fjölda mikinn af
föngum, 29 fallbyssur og sumar
stórar, mikið af skotfærum, 50 fram-
hluta vagna til að keyra á fallbyss-
ur og handriffla marga. Búlgarar
töpuðu mesta fjölda af mönnum og
var vígvöllurinn þakinn líkum. Eitt
“regiment” Búlgara hafði tapað 15
hundruð mönnum. Tvo daga hafði
orustan staðið áður en áhlaupið
byrjaði og var skothríðin grimm
dag og nótt
Um sama leyti réðust Frakkar á
Búlgara á mílu svæði og hröktu þá
hálfa mílu. En Bretar sendu Búlg-
urum skeyti yfir Struma-ána á aust.
urkanti vígvallarins. I borginni
Kavala, við gríska hafið, austast í
löndum Grikkja, héldu Grikkir
virkjum nokkrum utan við borg-
ina og þegar Búlgarar komu þar, þá
gáfust Grikkir upp fyrir þeim bar-
dagalaust eða því sem næst og voru
það nokkrar þúsundir. Þeir voru
svo sendir sem fangar norður til
Þýzkalands. En þar var tekið móti
þeim tveim höndum og sýndur hinn
mesti heiður fyrir framkomuna.
Seinustu stríðsfréttir.
Bandamönnum gengur betur og
betur á Frakklandi við Somme og á
norðvesturhorni Grikklands, suður
af Monastir. Þar sækja fram Serbar,
Frakkar óg Rússar, en Búlgarar
flýja, og voru seinast að fflytja skjöl
öll og herbúnað úr Monastir. Hinir
voru rétt á hælum þeirra.
— Á Frakklandi er nú mest talað
um vagninn nýja, sem Bretar komu
með (marga af þeim) í bardagannl
og fara yfir hvað sem fyrir verður;
geta farið upp húsþök, yfir ‘stompa’
og gaddavíra, upp og ofan grafir eft-
ir sprengiyélar og yfir skotgrafir —
rétt eins og þeir væru að renna á
sléttri grundu. Og ekkert grandar
þeim enn sem komið er. Eru menn
farnir að segja, að þeir muni drjúg-
um stytta stríðið. Þýzkir hræðast
vagna þessa stórum.
— Aðra nýjung höfðu Frakkar og
þótti vel reynast. Þeir höfðu 20
flugdreka með 5 manns á hverjum
og 3 maskínubyssur, og skaut ein
fram en 2 niður. Þessa dreka létu
þeir fara á undan áhlaupinu, nærri
jafnt, en þó heldur á undan og
skutu þeir niður á hersveitirnar
þýzku. Ruglaði það reikningana
hjá þeim og lögðu margir á flótta,
aðrir fóru að skjóta á flugdrekana,
en þá komu Frakkar á jörðu niðri
og ruddust á þá og varð létt að
hrekja þá og ná gröfum þeirra.
Sunnan við Dónárósa, við Svarta-
haf er eini staðurinn, þar sem Þjóð-
verjár halda sínu og vel það. Þar er
Mackensen með Búigara, Tyrki og
Þjóðverja, 400,000 manna, og heldur
norður ósalandið Dobrudja, austan
Dónár, þar sem áin rennur norður.
En nú hafa Rússar sett garð þvert
yfir landið, 10 mílur sunnan við
Constanza, við Svartahaf, nálægt
bæ þeiin er Tuzla kallast, og þvínær
beint austur í Dóná, nálægt bænum
Rachova, sem á kortinu kallast Ras
ova, og þar berjast þeir þangað til
annarhvor hefir betur. Yígvöllúr-
inn er 60—70 mílur á lengd.
Liberalir vinna.
Við kosningarnar í British Col-
umbia sópuðu Liberalar fylkið. —
Konservatívar höfðu setið þar all-
lengi að völdum, og vildu menn því
skifta um. Af 47 sætum náðu Kon-
servatívar að eins 5 eða 6, og þó að
hermenn á vígvellinum eigi eftir að
kjósa, getur það ekki miklu munað.
— Gleðiefni var það, að vínbann
sigraði og konur íengu atkvæðis-
rétt eftir því sem blöðin segja.
Stórkostleg ráðagerð
Þrjú hundruð þýzkir neðansjávar-
bátar eiga að girða um Eng-
land og sökkva hverju
skipi, sem um
sjóinn fer.
F’oringi flota þessa er maður, sem
á að hafa sökt 100 skipum.
Þann 12. september kemur sú
fregn til Lúndúna frá Berlin, sem
segir:
Þýzkaland hefir ákveðið að leggja
hergarð neðansjávarbáta um hinar
brezku eyjar frá 1. janúar 1917.
Er nú verið að smíða og fuilgjöra
tl þess flota gríðarmikinn af ncðan-
sjávarbátum, og skal ekkert til
sparað.
Til að stýra og ieiðbeina kafbát-
unum verða nýjir og stórir Zeppe-
linar, sem geta flogið skýjum oíar.
Háttstandandi embættismaður
þýzkur sagði nýlega: “Við árslok
eða fyrri verða þcir tilbúnir liinir
nýju þýzku kafbátar, sem langt
taka fram öllum öðrum, sem áður
liafa verið gjörðir, verða þeir út-
búnir hinum allra-næmustu loft-
skeytaverkfærum, til að senda og
taka á móti fregnum, og mörgum
öðrum nýjum konstum. Skal nú
engu skipi með vopn eða vistir
hleypt inn að ströndum Englands.
“Þetta -skal verða sönn og veruleg
hafnagirðing; en ekki hin óverulega,
hálfgjörða, ólögmæta hafnagirðing,
sém Bretar hafa lagt um Þýzkaland.
Vér höfum ekkert samvizkubit af
þvi, að byrja að nýju neðansjávar-
herskap þenna, því að Bretar eru
margbúnir að rjúfa Lundúna samn-
inginn, og erum við því lausir allra
loforða”. —
— Walter Frostmann heitir hann,
sem ætlað er að stýra flota þessum,
og sagt, að hann hafi nýlega verið
sæmdur heiðurskrossi fyrir að
sökkva hundrað skipum.
— Þetta eru fregnirnar, og má
þarna sjá viljann til hins góða hjá
þeim, blessuðum. óefað kunna þeir
ilt að gjöra, en óvíst er að líði yfir
Breta við hótanir þessar. Og svo
kann margt að bera við í heiminum
fyrir 1. jan. 1917.
Bréf frá H. Magnússynij
Camp Hughes, 11. sept. 1916.
Herra ritstjóri, kæri vin!
Það er einkennilegt útlitið hér
um þessar slóðir nú: alt er á tjá og
tundri, tjöldin hundruðustu og
áttundu herdeildarinnar öll tekin
niður; mennirnir í smáhópum út
um sléttur og hóla með pjönkur
sínar og pinkla, aliir að búa sig í
óða önn út í hinn mikla leiðangur,
— húsnæðislausir, búnir að kveðja
vini og vandamenn, horfa þeir nú
fram á veginn, spyrjandi örlagagyðj-
uniji tíðinda, en fá ekkert svar. En
sam't eru allir í góðu skapi og lyfta
böggum sínum brosandi og leggja
öruggir á stað.
Það eru milli 60 og 70 Islendingar
í þessari deild, og er það myndar-
legur hópur, þar sem þeir standa
allir saman; 11. Platoon C Company
samanstendur eingöngu- af íslend-
ingum, og er það af yfirforingjun-
um álitið hið hraustasta drengja-
val; þeir ganga djarflega fram og
hafa reynst liprir og snarir í öllurn
heræfingum; sérstaklega liafa þeir
unnið sér álit, sem frainúrskarandi
skotmenn. Mér þykir leiðinlegt, að
geta ekki gefið þér nöfn þeirra allra
áður en þeir leggja af stað. En mér
datt það ekki í hug fyrri cn of seint;
en þú hefir kanske einhver ráð til
að nálgast það síðar. Það mætti
ekki mihna vera, en að landar vorir,
scm heima eru, fengju ljósa hug-
mynd um það, hváð þeir eru að
leggja til í þessari miklu baráttu
fyrir alheiins réttindum og frelsi.
Margir góðir íslenzkir drengir eru
nú og hafa verið á vígvellinum frá
byrjun stríðsins; en þetta er fyrsti
og stærsti liópurinn, sem fer.
Eg ætla að senda þér línu seinna
við tækifæri, og láta þig vita, hvern-
ig 11. Platoon iíður.
Hjartkær kveðja frá okkur öllum
til vina og ættingja.
Með vinsemd og virðingu,
H. E. Magnússon.
Vill ræna bankana.
Vilhjálmur keisari vill rana bank-
ana í Belgíu 200 mil. doll.
Pjármálaráðgjafi Belga skýrir frá
ráni þessu hinu seinasta. Þeir eru
búnir að ræna mörgu í Belgíu,
Þjóðverjarnir: listaverkum, mál-
verkum, myndastyttum, eignum fá-
tækra og ríkra, kolum, málmum,
mönnum, konum og körlum. Þeir
hafa lagt ákaflega þungt gjald á
borgirnar og skrúfað út úr fólkinu
hinn síðasta pening, — en í bönk-
unum var enn eftir fé, sem þeir
höfðu til geymslu, svo milíónum
skifti. En nú voru Þjóðverjar í fjár-
þröng. Þeir ætluðu að taka lán
heima hjá sér til þess að halda á-
fram stríðinu, en sjálfir Þjóðverjar
vildu ekki lána, og svo fóru þeir til
Belga og báðu fankana um lán upv)
á 200,000,000 dollara. Þeir sögðust
borga það eftir stríðið. En banka-
stjórarnir vildu ekki lána Þjóðverj-
ar hótuðu bankastjórunum öllu
illu og suma tóku þeir fasta. En
forstjóra Þjóðbanka Belga tóku
þeir fastan og fluttu inn á Þýzka-
land, — til Aix la Chapclle, færðu
hann í fangabúning og misþyrmdu
honum, til þess að kúga hann til að
láta undan. — En svo er mjög lík-
legt, að þeir taki þetta lítilræði,
hvort sein nokkur leyfir eða ekki.
JOSEPH HÖSKULDUR
THOMPSON.
*----------------------*
Hann er frá Mather, Manitoba, er
20 ára að aldri. Hann er sonur Jo-
seph Thompson, sonar Þorsteins Jó-
sepssonar Thomsons frá Sveina-
tungu í Norðurárdal, og Helgu
konu hans, Jóhannsdóttur frá
Haugi f Miðfirði í Húnavatnssýslu,
systur þeirra bræðra Ásmundar og
Gunnlaugs Jóhannssona liér í borg.
Þessi ungi maður er iunskrifaður
í 100. herdeildina, sem lagði upp til
orustuvallarins síðastliðinn mið-
vikudag.
Jósph er einkabarn foreldra sinna.
Stundaði hann skólanám, þar til
hann var 16 ára; fékk sfðan atvinnu
á banka, er hann stundaði í 4 ár,
og var óðfluga að vinna sig upp 1
þeirri stöðu, enda er hann sérlega
vel gefinn, eins og hann á ætt til;
prúðmanniegur í framgöngu, og
hraustur og kappsamur f hvívetna.
HITT OG ÞETTA.
*------------------:-------------*
Gullfjallið. — Þega r stóru gull-
námurnar fundust í Ástralíu eftir
1840, þustu gull-leitarmennirnir
heim aftur með tvær hendur tómar.
Það var hreinasta hending, að
hinn mikli fjársjóður fanst árið
1882. Morgans bræðurnir tveir höfðu
verið á ferðinni að leita silfurs, leið-
sögumaðurinn sýndi þeim stað, þar
sem bæði var gull og kopar, en svo
lítið, að það borgaði sig að eins að
vinna það.
Þeir lögðu því af stað heimleiðis
vondaufir, en þá kom hellirigning,
svo að þeir neyddust til að leita sér
skýlis. Morguninn eftir fundu þeir
loks eyðikofa og þar gátu þeir þurk-
að föt sín og matreitt. Edvard Mor-
gan stakk upp á því, að þeir skyidu
rannsaka hæðina þar hjá, á meðan
fötin væru að þorna, og fann hann
þar stóran svartan kisilmola, sem
hann stakk í vasa sinn.
Þegar heim kom, var molinn skoð-
aður af forvitni, og sást þá, að hann
var fulluraf gulli. Síðan var hafin
rannsókn, og kom þá f Ijós, að í
hverju tonni af grjóti í hæð þessari
voru 3700 únzur af gulli. Morgan
keypti hæðina fyrir 12,000 kr. og
byrjað að grafa 1883. Síðan hefir
gullhæð þessi gefið af sér yfir 250
milíónir króna.
— Norðurlönd. — í Svíþjóð eru
nú 5% milíón íbúa; í Danmörku 3
milíónir;' f Noregi 2Vt milíón; á
íslandi 90 þúsundir, og í Færeyjum
20 þúsundir fbúa. Á hvcrjum ferh.
km. f þessum löndum bvia: í Dan-
mörku 77, f Svíþjóð 13, f Noregi 8,
í Færeyjum 14, en á íslandi ekki
nema 1 á hverjum ferkflómeter, og
þó tæplega ])að. — (Dagsbrún).
Voðaleg hungursneyð.
Hefðarfrú ein frá Ameríku liefir
verið að ferðast um Sýrland og
hitiu Asíu og segir ljótar sögur
l>aðan. Hún haíði með nokkrum
öðrum farið um Þýzkaland, Austur-
ríki, Búlgaríu og Tyrkland, og sá
þar margt ófagurt, — en út yfir tók
þó, þegar hún koin í Tyrkjalönd í
Asíu.
Svo lýsir hún plágunni, þegar
engispretturnar eyddu landið 1915.
Engispretturnar fóru yfir landið
sem feykilega stórir herskarar. Þær
átu hverja einustu plöntu og börk
af hverju einasta tré, svo að þau
stóðu nakin eftir. 1 júlímánaðarlok
var olive- og vínberja-uppskeran al-
gjörlega eyðilögð. Og þá fór hungrið
og sulturinn að koma í ljós. Fólkið
lá máttvana og meðvitundarlaust á
strætunum. Við sáum konurnar og
börnin liggja meðfram veginum, ná-
bleik og skinin, með lokiiðum aug-
um. Og á sorphaugunum var fólkið
að leita að epiaskurnum og göml-
um beinum eða matarrusli, sem út
hafði verið kastað, og reif það í sig,
hvað sem það fann. Við heyrðum
jafnvel sagt, að á Lebanon fjöllun-
um hefðu menn vitað dæmi til þess,
að menn hefðu verið farnir að eta
mannakjöt.
Frá íslandi.
—Steindepilsungar,— Mesta fjölda
af steindepilsungum, sem þegar eru
fleygir, má sjá þessa dagana kring-
um gróðrarstöðina.
■— Hreindýrin. — Kunnugur mað-
ur segir, að við Snæfell muni vera
um 300 hreindýr; við Kröflu 150 og
á Reykjanesfjallgarði 15.
Hann tók þó fram, að þetta væri
að eins laus ágizkun.
— Islendingar við síldveiðar á
norskum skipum, voru, eftir því
sem hr. Rósinkranz Ivarsson segir,
um 60. Á nokkrum norskum skipum
varð hlutur hásetanna við síldveið-
arnar fullar átta þúsund krónur,
frá nóvember til páska. Nokkrir
landar urðu þátttakendur í þess-
um háu hlutum.
Rósinkranz segir, að það muni
ekki of hátt, að að ætla að meðal-
hlutur fyrir þennan tíma hafi á
gufuskipum verið 4500 til 5000 kr.—
Reknetaveiðin byrjar í nóvember og
og stendur yfir til janúarloka; þá
byrjar hringnótaveiðin (vorsíldin),
sem í ár var rekin framundir miðj-
an apríl.
Norskir útgjörðarm^nn hafa ekki
reynt að færa hlutakjörin niður,
þó hásetarnir hafi grætt vel. Það er
dálítið annað en íslenzku togara-
eigendurnir, sem ekki gátu haft
fulla ánægju af hinum feykimikla
gróða sínum í fyrra, af því að háset-
arnir græddu líka.
— Landhelgisvarnir tslendinga. —
Tveimur vélskipum haida íslend-
ingar út í sumar til þess að verja
landhelgina fyrir ágangi útlendra
síldveiðamanna. Heitir annað skip-
ið ‘Garðar’ og er 12 smálesta. Er þar
‘chef’ Guðm. B. Kristjánsson (gjald-
keri Hásetaf. Rvíkur). Hitt beiti-
skipið heitir ‘Draupnir’ og er 9 smá-
iesta, og chefinn ])ar Jón Þorkels-
son (líka í Hásetaf. Rvíkur). Sam-
tals eru á flotanum 8 manns, 4 á
hvorum dreka. “Hafið þið nokkrar
byssur með ykkur?” var Jón chef
spurður. “Nei, ckki einu sinni stól-
pípu, hvað þá pístólu”, var svarið:
“nema einhver vilji kalla baukinn
sem yfirmaðurinn geymir í salt og
allehaande “pipar-byssu”.
—(Dagsbrún).
Seinasta tækifæri.
<
Þegar Hkr. var að fara á pressu í
síðustu viku, frétti eg til “Iðunnar”-
sendingar á pósthúsinu. Eg gekk út
frá því sem gefnu, að nú væri loks-
ins komið 1. h. annars árg., ásamt
einhverju af 1. árg., sem eg hafði beð-
ið að scnda, ef tii væri. — En sú
varð reyndin, að í þessari sendingu
var að eins 1. árg..
í gær fékk cg bréf frá útg. og segja
þeir, að pappírsleysi liafi hamlað út-
komunni, en nú sé bót á því ráðin,
og ætli þeir að senda tvö hefti til
kaupenda í einu í byrjun október.
En nú get eg um tima afgreitt
pantanir fyrir 1. árg., og verður
þetta seinasta tækifæri fyrir menn
að fá “Iðunni” frá byrjun, því 1. ár-
gangur er sem næst uppseldur á Is-
landi. Kostar $1.25. — Pantið sem
fyrst.
Winnipeg, 20. sept. 1916.
Stefán Pétursson,
696 Banning St., Winnipeg.