Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 2
axj^. 2. HEiMSKKlNGLA. WINNIPEG, 12. OKTÓBER 1916 Nokkrar frœðandi leksíur um nœringu og heilsu Eftir DR. EUGENE CHRISTIAN, New York. FJÓRÐA LEKSÍA. Efnafræði líkamans ag fæðunnar, útskýrt á einfaldan kátt. EFNAFRÆÐIN (Chemistry) er fraeðigrein sú, sem ræðir um samsetning frumagnanna og skyld- leika þeirra sín á milli. Fyrir sjónum efnafræðings- ins eru allar myndir efnisins að eins sambönd frum- efnanna (combinations of elements). Og efnafræð- isleg rannsókn er í því fólgin, að deila efnunum í sundur og skilja eitt frá öðru, þangað til hvert efni verður út af fyrir sig. Þegar efnafræðingurinn fer að sundurliða efnm aftur og aftur, og þar kemur loks, að hann getur ekki deilt þeim lengur í sundur, þá er hann kominn að hin- um einföldu frumefnum, sem svo kallast. Nú þekkja menn alls áttatíu o gtvö frumefni. Af þessum efnum er alt hið líkamlega á jörðunni mynd- að, og svo framarlega sem vér þekkjum, alt í alheim- inum. Taki menn vatnsdropann, steininn, blómið eða líkama mannsins, þá má leysa alt þetta sundur ögn fyrir ögn, þangað til kemur að frumefnum þeim, sem mynda hluti þessa hvern um sig. Efnin í líkama mannsins. Alt til skamms tíma fékst efnafræðin að eins við hin óæðri ríki náttúrunnar. Mönnum kom ekki til hugar, að dýraríkið og þá einnig maðurinn ætti nokk- uð skylt við efnin í hinni dauðu náttúru. En nú eru menn farnir að sjá, að alt lifandi stjórnast af hinum sömu Iögum náttúrunnar, sem gilda um alla dauða hluti eða líkami. Það hefir því verið talið hið stærsta skref vísindanna um allar aldir, þegar menn fóru að beita efnafræðinni við líkama mannsins. Þessi grein efnafræðinnar skýrir frá öllum efnum mannslíkam- ans og eins frá efnum þeim, sem hann þarfnast. Hún segir oss, hvernig vér getum gjört líkamann hraust- an, heilbrigðan og þolgóðan, og hvernig vér eigum að lifa í samræmi við lög náttúrunnar. En eðlilega varðar manninn meira um þessi hin óbreytanlegu lög lífsins, en um alt annað. Það eru þau, sem tak- marka starfssvið mannsins og valda eða ráða breytni mannsins, bæði lífi hvers einstaklings og heilla mann- félaga. Af vísindunum sjáum vér, að maðurinn er búinn mörgum og mismunandi líffærum og líkamspörtum, og hver þeirra er gjörður af óteljandi þráðum og cell- um, og allar þessar cellur, æðar, sinar, taugar og þræðir eru gjörðar af vissum kemiskum efnum, sem breytast eftir lífsskilyrðunum og ástandi mannsins. Mismunurinn milli æsku og elli kemur af breytingum í efnasamsetningu mannslíkamans og mismunandi hlutföllum hinna ýmsu kemisku efna. En mismunur- inn milli heilsu og vanheilsu kemur af því, að þessi kemisku efni í Iíkama mannsins eru ekki í réttu jafn- vægi hvort við annað. “Physiological Chemistry” er sú fræðigrein köll- uð, sem ræðir um efni þau, sem líkaminn er bygður af og hlutföll þeirra hvers til annars. Þessi efni eru fimtán, og maður, sem er 150 pund að þyngd, hefir þessi efni í þeim hlutföllum, sem nú skal greina: Pund tTnzur Grains Oxygen 97 12 Carbon 30 Hydrogen 11 10 Nitrogen 2 14 Caleium 2 Phosphorus 1 12 190 Sulfur 3 270 Sodium 2 196 Chlorine 2 250 Fluorine 215 Potassium 290 Magnesium 340 Iron 180 Silicon 116 Manganese 90 Eins og skýrt var frá í fyrstu leksíu, er það kom- ið undir aldri, störfum og hita loftslagsins, hvaða hlut- föll efnanna eru hentugust til að halda við góðri heilsu og halda líkamanum í sem beztu lagi. Efnin í fæðunni (Chemistry of Food). Efnafræði fæðunnar eru vísindi þau, sem ræða um hin kemisku efni í öllum þeim fæðutegundum, sem mennirnir neyta. Efnafræðin ákvarðar hlutföll efnanna í hvorri fæðutegund, og segir hvaða áhrif suðan hafi og samblöndun annara efna. Efnafræð- ingurinn þekkir öll áhrif efnanna á fæðuna í melt- ingarfærunum og getur sagt, hvert sé næringargildi hverrar tegundar, hvað af fæðunni verði að notum og hvað ekki, eða hver úrgangurinn sé. Nú vjta allir menn, að ef að menn í hugsunar- leysi blanda kemiskum efnum saman á efnastofun- um, þá getur oft illa farið og voði af hlotist. Tvö efni, sem hvort fyrir sig er meinlaust, geta orðið að drepandi eitri, þegar þau blandast saman, eða sprengt alla bygginguna í loft upp. Fáir menn munu þeir, sem viti, að magi manns- ins er sem bræðslupottur efnafræðinga, og enn þá færri, sem hafi tekið eftir því, að í fæðunni, sem þar! sér er mokað hugsunarlaust niður, eru einmitt efni þau, sem menn þurfa að meðhöndla rpeð svo óendanlega mikilli gætm og varúð og viti á stofum efnafræðmg- anna og vísmdamannanna. Sambandið milli efnafræði mannslíkamans og efnafræði fæðunnar er einhver mest áríðandi grein hinna nýrri vísinda, — og þó var henni ekkert sint, þegar eg (segir höfundurinn) fyrir tveim árum fór að leggja stund á hana; enginn maður gaf henni nokkurn gaum. En eg hefi gjört það að lífsstarfi mínu, að sameina og skýra þessar tvær óumræðilega nauðsynlegu greinar vísindanna og gjöra það á svo einfaldan hátt, sem mögulegt er. Einföld flokkaskifting fæðunnar. Meiri hluti þessara 82. kemisku efna, sem vér höfum getið, eru í fæðu mannsins. En vér notum hér hina vanalegu skiftingu þeirra í 4 aðal-flokka, og eru þeir Carbohydrates (kolahydröt), Fats (fituefni), Proteids (vöðvamyndandi efni) og Mineral Salts eða málmsölt. Kemur þá hver ein fæðutegund í einhvern þessara flokka, eftir því hvaða efni ræður í þessari og þessari tegund. Þannig hefir hveiti 70 prósent af “Carbohydrates”, 12 prósent af “Proteids” og 2 pró- sent af “Fats Nú er lang-mest í því af “Carbohy- drates” og kemur það því í þann flokkinn. En þar sem jafnt er í einni fæðutegund af tveimur eða fleir- um efnum, má setja þá tegund í tvo eða fleiri flokka, eins og t. d. “peanuts”. Þær hafa 20 prósent af pro- tein, 29 prósent af fitu og 19 prósent af kolahydröt- um, og má því hafa þær í öllum flokkunum. Flokkaskifting helztu fæðutegunda. Carbohy- drates. Fats Proteids Mineral Salts. Butter Eggs Wheat Miik Milk Lettuce Corn Cream Cheese Celery Rye Cheese Bean String Bean Barley Almonds (dried) Green Pea Riee Pignolia Peas (dried) Dandelion Oats nut Lentil Turnip-tops Tapioca Walnut (dried) Beet-tops Sugar Peanut Wheat Radish-tops Syrup Pecans Bran Romaine Honey Hickory Peanut Watercress • Potato nut Pignolia Wheat Bran (white) Filbert nut Potato Cocoanut Meat ) sweet) Chocoiate Poultry Squash Pumpkin Bananas Grapes Persimmons Dates Figs Raisins Peanuts Pignolia nut Chestnuts Chocolate Meat Eish Skýring á “Carbohydrates”. Nafnið “Carbohydrate” táknar: “carbon” (kola- efni sameinað vatni). Oss er nóg að vita, að í efni þessu eru: Línsterkja (starch), sykur, celluefni (cel- lulose) og vatn. Skýring fitunnar. Öll fita hefir í sér kolaefni (carbon), vatnsefni (hydrogen) og súrefni(oxygen). En fitan myndast við sameining fitusýranna við “glycerin ’. Þessar sýr- ur auðkennast með nafni efnisins, sem blandast við sýruna. Þannig er “stearin”-fitan komin af sam- blöndun “stearic acid” við “glycerin”, o. s. frv. En “glycerin” er ætíð annað efnið. Skýring á “Proteids”. Allar fæðutegundir, sem í sér hafa töluvert mik- ið af prótein, eru kallaðar “proteids ’, og er því “proteids” og “protein” eiginlega sama nafnið. Prótein er þó ekki eitt efni, heldur allur sá fjöldi fæðutegundanna, sem í sér hafa frumefnið “nitro- gen” í þeim samböndum, að það geti samlagast lík- ama mannsins. Og prótein-efni líkamans verða að myndast af prótein efnum í fæðu mannsins (eða dýrs- ms), því að prótein-fæðutegundir eru þær einu fæðu- tegundir, sem hafa þetta nauðsynlega efni fyrir lík- ama mannsins: nitrogen”. En hlutfallslega er þyngd efnanna, sem mynda próteinið, hér um bil þessi: Carbon...................32 prósent Hydrogen................. 7 Oxygen ..................22 Nitrogen................ 16 Sulfur....................2 “ Phosphorus................ 1 “ Dtskýring hinna málmkendu saita. Blóðið og allur líkami mannsins (tissues) hefir í vissar tegundir málmkendra salta, og án þeirra gæti maðurinn ekki lifað. En þar með er þó ekki sagt að maðurinn geti tekið málma þessa og nærst á þeim, því það er óhugsandi. Hann getur ekki neytt þeirra, nema fyrir jurtalífið. Jurtirnar verða fyrst að draga þá úr jörðunni og breyta þeim og gjöra þá að lík- ama sínum. Þá fyrst getur maðurinn neytt þeirra, er hann borðar plöntur eða ávexti. Ef að maðurinn til lengri tíma ætlaði að lifa á eintómri olíu og tilbúnum prótein-efnum, þá mundi fæða sú verða óheilnæm til lengdar, þegar málm- kendu söltin vantaði í hana. ÖJl fæða frá náttúrunn- ar hendi, hvort heldur það eru jurtir eða ávextir eða dýrafæða, hafa meira eða minna af söltum þessum. Einkum þó mjólkin og eggin og fræin og hinir grænu hlutir plantanna. En maðurinn þarf góðan skerf af söltum þessum, einkum af “calcium phosphates”, sem beinin eru mynduð af. En á degi hverjum þarf hann þó ekki mikið, því að sölt þessi eyðast ekki eins fljótt og hm önnur efni fæðunnar. “ MÓRAUÐA MÚSIN ” Þessi saga, sem verið hefir í blaðinu, er nú því nær fullprentuð í bókarformi og er um 200 blaðsíður, prentuð á góðan pappír og innheft í sterka kápu. Saga þessi er, eins og menn vita, sem hafa lesið hana, einhver hin bezta í sinni röð, og hefir notið mikillar hylli og verið hrósað víða af enskumælandi gagn- rýnendum. Hún fjallar mjög blátt áfram og Ijóslega um breytingar á fyrirkomulagi sveita- skólanna, til að gjöra þá að verulega nytsöm- um stofnunum fyrir þjóðfélagið í heild sinni, og bændastéttina sérstaklega. Bókin verður seld á 50c og getum vér af- greitt pantanir í kringum miðjan október. — Sendið oss pantanir yðar sem fyrst. Kvennarán Þjóðverja. Þeir stela ungum stúlkum í stór- hópum. MACLENNAN BROS. Vaffn»tttt(vununi. KORNVARA r m 1m» <V.ss:i I» r. “Eg sá stórflokka halda til Þýzka- lands samkvæmt skipun foringja eins”, segir sjónarvottur. “Það^ sem mér sveið sárast var, að sjá konur o" un"::r stúlkur í flokkum þess- um. Það er auðvelt að hugsa sér, hvernig íoreldrunum hefir liðið, er urðu að sjá dætur sínar, 16 til 20 ára, vera reknar þannig frá foreldra- húsum af unguin, ósvífnum mönn- um. Og hvert? Það veit enginn. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hef- ir þó þýzki kardinállinn í Cologne ritað langt mál um það, að þessi svl- virðilegi mannstuldur sé að öllu ó- saknæmur og leyfilegur, þar sem að Þýzkaland vanti svo mjög vinnu- krafta. Eiga konur að prédika? Eiga konur að prédika eða ekki? Þannig hijóðar spurningin. Það er biskupinn af Lundúnaborg, er hrundið hefir þessari spurningu af stokkunum. Um hana hafa orðið snarpar umræður á Englandi. Hinn háæruverðugi biskup hefir í þeirri von, að vekja meiri athygli á og laða menn að kyrkjunni, tilkynt klerkum í biskupsdæmi sínu, að hann væri því hlyntur, að konur prédikuðu í biskupsdæmi hans: — Hann setti að eins einn eða tvo skil- inála. Um tíma leit svo út, sem þessi skoðun biskups mundi fá góðar undirtektir. En brátt tóku lærðir menn kyrkjunnar að efa lögmæti þessarar skoðunar. Nú dundu á mótmæli úr öllum áttum. Meðal þerra, er harðast mótmæla biskupi, eru: Lafði Henry Somerset og hr. Athelston Riley, einn hinna at- kvæðamestu leikmanna, er að pré- dikun starfar í Bandaríkjunum. — Hin meiri spurning þessara tveggja — réttur kvenna til að pré- dika — er nú rædd af kappi miklu. Um þá spurningu segir Lafði Som- erset: “Það væri sjálfsmorð fyrir ensku kyrkjuna, að taka upp slíkt gjörræði, þar sem frá fyrstu stofn- un kyrkjunnar slfkt hefir aidrei leyft verið”. Erelsismáli kvenna mundu kven- prédikarar gjöra ómetanlegan skaða og lafði Henry Somerset segir, að slíkt mundi hrinda því máli engu minna aftur á bak, en mótstööu- menn þess b«fa gjört. Herra Riley heldur þvl fram, að biskupinn hafi engan lögmætan rétt að bakhjarli. Hann gengur svo langt að segja fyrir óþægilegar af- leiðingar, er brátt gjöri vart við sig, ef að erkibiskupinn af Kantaraborg taki ekki þegar I tauma þessarar nýju hreyfingar. — Biskupinn af Lundúnum heldur samt ósmeykur áfram að gjöra ráðstafanir í þá átt, að konur hafi prédikunar-starfsemi mcð höndum. Það eru ekki ástabréf • Á mörgum hinna þýzku fanga, er Bretar og Frakkar hafa tekið, hafa fundist sendibréf frá vinum og kunningjum, er öll hljóða líkt og þetta bréf, dagsett í Bryslau: — “Við óskum sem fyrst eftir friði. Sfðustu viku varð upphlaup hér út úr kartöfluin’”. Annað bréf frá Winden segir: ‘Eg gjöri ráð fyrir, að þú hafir heyrt um upphlaup það, er hér varð í námunum. Hagiega koma hér her- menn frá Essen til þess að stilla til friðar”. Bréf frá Porow segir: “I Kiel voru upphlaup mikil í járnverkstæðunum. Yerkamennirnir neituðu að vinna. Þú getur getið þér til, hvað þá kom fyrir. Eg þori ekki að skrifa þér meira um þetta mál: eg gæti ient í bölvun”. ! bréfi frá Berlín stendur: — “Þú getur rent grun f ástandið hér, er eg segi þér, að allir hér óska friðar. Það eina, s<an vér höfum til þessa haft upp úr öllu þessu, er að fórna dýrinætum mannslffuin. Og til hvers? Og fyrir hvern?” FULT LEYFI. ÁBYRGSTIR. I EKKI MEÐLIMIR undir Canada kornvörulögunum. | Winnipeg Grain Exchange. SJ ALFSTÆÐIR Vér erum tilbúnir a’ð vlrn etSn fónn hærrl prlnn, heldur en nokkrir aörir kornvöru-kaupmenn. Korn af öllum tegundum keypt og má senda í gegnum hvaöa Elevator sem er. Borgum hæstu upphæt5ir á korniö til þeirra, sem senda þaö til vor, og lánum peninga þeim, sem vilja geyma kornitJ sitt. 705 Union Trust Building, Winnipeg. Kornvöru kaupmenn Umboðssalar Licensed and Bonded. Hveiti keypt á brautarstöðvum Acme Grain Co., Ltd. Walter Scott Bldg. Union Trust Bldg. Canada Bldg. SASKATOON, WINNXPEG, MOOSE JAW, VAGN-HLÖSS. VANTAR UMBOÐSMENN Fáiö vora prísa áöur en þér selji®. í>ar sem vér ekki höfum þá Telephonen: Main 37S0 og 3700 ♦ l H veitibœn dur! ♦ Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN C0MPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. T Peninga-borgun strax Fljót viðskifti VÉR ÞURFUM PENINGANA og til að fá þá fljótt og ráðvandlega ætlum vér að selja eftirfarandi vélar án alls hagnaðar og með nokkrum af tilbúnings kostnaði. Aflvélar fyrir bændur Ohio Gasolin Vélar. . $328.75 .. 300.30 180.00 300.00 173.ÍK8 85.00 15 H.P. Standard (ný) ............................. 12 H.P. Standard (ný) ............................. 11 H.P. Special Hooper cooled (ný) ................ 12 H.P. Standard (smíöutS upp) .................... 8 H.P. Standard (smit5uö upp) .................... 2% H.P. Farm Engine Hooper cooled (ný) ............ Badger Engine Gas Standard. 14 H.P. (smíðu?5 uppq í góöu standi ............... Gasolin Tractors. 45 H P. 4 Cylinder Tractor (smítSutS upp)....... 45 H. P. 4 Cylinder Tractor (ný) .................. Manitoba Universal (bygð upp) ................... Tractors, Steam. 35 H.P. Double Cylinder (smít5ut5 upp) ........ 25 H.P Northwest (smít5uð upp) .................... Portable Engines. 22 H.P. Single Cylinder, portable, Geiser (ný) ........ $800.00 22 H.P. Single Cylinder, portable, Geiser (smíðuð upp) .... 000.4M) 20 H.P Single Cylinder, portable, Geiser (smíðut5 upp) 500.00 Vér höfum einnig tvær 20 og 22 heetaafls vélar, sem vér erum reiðubunir at5 smít5a upp, og selja fyrir $350.00 hvora. $1200.00 $1200.00 1750*00 000.00 $2,500.00 1,000.00 Fáeinar Mölunar-Vélar (Grinders). 6, tommu Superior Grinde ijllS.OO Peninga-prísar, en góðir skilmálar gefnir á öllum stórum Tractors. Skrifið eftir hvaða upplýsingum, sem yður vantar, — bara segið oss, hvað þér þurfið. R. S. EWING, 200 Union Trust Building, WINNIPEG Wonder 0/7 DRÝGIR GASOLIN STÓRKOSTLEGA. Þú leggur ekki í neina hættu með að kaupa WONDKR OIG. Hún er ábyrgst að gefa þér 25 til 50 prósent meiri vegalengd og meira afl úr sjálfhreyfivagni þínum, ef hún er hrúkuð samkvæmt fyrirsögn. Það er ekkert í þessari olíu, sem getur skemt hinar fínustu vélar Spyrjið Mr. Yule, Manager Northern Crown Bank, um áreiðanleik félags-ins. Spyrjið Mr. Mundill, frá Ogilvie Flour Mills Co., Wtnnipeg, Mr. Pope frá Tri- bune og Mr. Lincoln, frá Telegram, hvað þeir viti af reynslunni um WOSDEIl OIL. Komið á skrifstofu vora og leieið hundruð meðmæla frá fólki, sem brúkar olíuna, — og veit, hvað það segir. Reynið $3.00 dunk. Það borgar sl§/ ekki að vera án olíunnar. WONDER OIL COMPANY. 1101 McArthur Building, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.