Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 6
BLS. 6. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 12. OKTÓBER 1916 Spellvirkjarnir eða Námaþjófarnir. SAGA EFTIR REX E. BEACH. VII. KAPITULI. sumartímann, — og til þess að forSast þacS hefir anér verið falið að sjá um verkið og geyma gullið samkvæmt fyrirskipun réttarins. Herra Voorhees, sem hér er staddur, er marskálkur Bandaríkjanna. Hann birtir stefnuna. Glenister barði saman höndunum. "Hættið nú að lesa! Dettur ykkur sú stórflónska í hug, aS nokkur dómstóll undir sólu mundi dæma Calloway í vil?” Lögin dæma um alla hluti. Ef málstaður hans «r einskisvirði, þá er þaS því betra fyrir yður”. "Þér getið ekki gjörst umboSsmaSur, án þess ■aS aSvara mig fyrst á löglegan hátt. Þetta er sjoS- ■andi vitleysa. ViS vitum ekkert um nein málaferli; okkur hefir ekki einu sinni veriS stefnt, svo viS höf- tum ekki haft tækifæri til aS verja mál okkar”. “Eg var einmitt aS segja, aS þetta mál væri sér lega einkennilegt, og því verður aS vinna einkenni- lega aS því”, mælti McNamara- En hinn ungi námu- anaSur gjörSist enn æfari. “Eg skal segja ySur eitt: Þetta gull fer ekkert liéSan. ÞaS er vel geymt í jörSinni. Eg læt hætta ■vinnu, og nárrian getur átt sig um tíma, unz máli Jjessu er lokiS. Þér getiS ekki gjört ySur þá glópsku í lund, aS viS yfirgefum eign vora aS eins fyrir fífl- •dirfsku kröfur manns, er enginn þekkir sporS eSa höfuS á. Hugmyndin er hlægileg. ÞaS verSur ekk- ert af því. ViS verjum mál vort, --- og sjáum svo bvernig fer”. Woorhees hristi höfuSiS. “Vér verSum aS 'fylgja fram skipunum þeim, er oss eru gefnar. ÞaS, •sem þér þurfiS aS gjöra, er aS mæta fyrir réttinum •á morgun, og fá umboSsmanninn dæmdan úr stöSu sinni. Ef eignarbréf ySar er eins ugglaust og þér segiS, þá eruS þér í engri hættu”. "Þér eruS ekki sá eini, er fyrir óskunda verSur”, mælti McNamara. Vér höfum tekiS í vorar hendur allar námur hér fyrir neSan”. Hann benti í áttina “Eg er embættismaSur dómstólsins og hefi sett veS —” “Hve mikið ? ” “Fimm þúsund dali fyrir hverri námu”. “Hver óhæfa! EruS þér vitfirringur? Á einum <degi fæst sú upphæS úr lélegustu námunni hér!” MeSan Glenister var aS tala, var hann jafn- framt aS hugsa um, hvaS til bragSs skyldi taka. “Þetta mál á aS ræSa fyrir Stillman dómara”, mælti Struve; — en hann vissi ekki, hvaS gjörSist í huga Glenisters. Þessi æskumaSur var sólginn í bardaga — ekki í orSasennu —, heldur ærlegan bar- -daga meS hnefum og stáli. Og hann var sannfærSur om, aS sá bardagi væri jafn réttmætur sem eSlileg- Tir, því hann vissi, aS mál þetta var eintómt rang- Jæti. ASvörun Mexico-Mullins kom honum nú í huga. — Og þó. — Hann gekk aftur á bak upp aS ijalddyrunum. Þeir gættu hans vandlega, þótt þeir virtust áhyggjulausir á hestbaki. Hann var aS því Jcominn, aS gjöia áhlaup á þá, en þá datt honum dómarinn og frændkona hans í hug. Dómarinn hlaut þó aS vera réttlátur. Hann hlaut aS vera heiS- arlegur, þar sem slíkur engill var viS hliS hans. Öll grunsemi um svik hlaut aS vera ástæSulaus, og alt Jíklega löglegt, þótt aSferSin virtist óvanaleg. Hér aS vera fyrstur til aS sýna mótþróa? EignarbréfiS var svo skýlaust, aS hann og Dextry gætu veriS ró- legir. Lögin stælu ekki af mönnum. Og svo var eitt: orS stúlkunnar þau, aS hún yrSi honum ljúfari, ef hann hætti róstum og bardögum, voru, ef til vildi, sönn. Henni mundi ekki falla vel, ef hann þverskall- aSist viS fyrsta dóm frænda hennar. Hún hafSi sagt, aS hann væri of ofstopafenginn, og nú skyldi hann sýna henni, aS hann vildi beygja sig samkvæmt ~vilja hennar. Og fáir dagar gjörSu ekki mikiS til. Þá er hann var í þessum hugsunum, heyrSi hann, aS talaS var lágt innan viS dyrnar. ÞaS var “BrauS- snúSa-Simbi”. Víktu til hliSar, drengur! Eg miSa á stóra djöf- ulinn; hann getur ekki hreyft sig”. Glenister sá, aS mennirnir á hestbaki gripu til "vopna sinna. I sömu svipan greip Glenister um byssuhlaupiS hjá Simba og stefndi byssunni í loft upp. “Hættu viS þetta, Hank!” hrópaði hann. ‘Eg skal segja til, þá er skjóta skal”. Hann sneri sér við og sá, aS allir riddararnir miSuðu á hann byssum sínum, — allir nema einn: Alec McNamara sat ofur rólegur og horfSi á. Bros lék um karlmannlega and- litiS hans; hann kinkaði kolli. Á hann hafði Hank miSaS byssu sinni. Þetta er nú orSiS nægilega hrottalegt. ViS skulum ekki gjöra verra úr því”, sagði hann. BrauSsnúSa-Simbi’’ dró þungt andann, hrækti meS fyrirlitningu og leit efablöndnum augum á Glen- ister. Brátt sá hann aS honum var alvara. Af öllum þeim hábölvuSu afglöpum, er eg hefi þekt, ert þú sá lang-versti!”. Hann gekk aftur fyrir marskálkinn og menn hans, hrækti aftur í áttina til þeirra, fór í treyju sína, og hélt brott án þess aS líta viS manninum, er hann áleit aS ekki hefði hug til aS berjast. Bronco Kid stendur á hleri. Seinni part júlímánaSar er orSiS aldimt um miS- nætti, og Ijósin í gluggunum sýnast ekki eins gljá- andi og þau voru einum mánuSi fyrri. I hótelinu NorSriS var fjörug verzlun. Vínsölu- stofan hafSi veriS skreytt stórkostlega og til þess variS of fjár. SlípuSu speglarnir sendu geisla um salinn, og endur-spegluSu dansandi, drekkandi, hoppandi og hlæjandi gesti. Gömlu húsgögnin höfSu veriS færS fram aS dyrunum í danssalnum, til þess aS áhorfendur gætu fengiS sér hressingu, án þess aS ómaka sig inn í vín- sölu stofuna. Dansinn var aS byrja. HljóSfæra leikendur hömuSust á hljóSfærum sínum, og brátt tóku dans- endur aS syngja undir, og er kom aS þeim parti lagsins, er dansinn skyldi hafinn, rak allur hópurinn upp voSalegt fagnaSaróp, sem úr einum barka kæmi. Karlmennirnir, er flestir voru ungir menn, döns- uSu líkt og skólapiltum er títt; en stúlkurnar, er flestar voru ungar, flutu eftir hljóSfallinu eins og laufblaS á lygnum straumi. Andlitin voru rjóS, aug- un leiftrandi og gleSi lék nálega í hverri rödd. Há- reistin kom aSallega frá piltunum, og þótt á einstaka stúlku-andliti sæist bregða fyrir nokkrum raunasvip, þá skein gleSin út úr öllum fjölda þeirra. Alt einu þögnuSu hljóSfærin og dansendur héldu aS veitingaborSinu. Stúlkur drukku áfengis- lausa drykki, en karlar drukku ‘whiskey’. Fyrir kom þaS samt, aS karlmaSur stakk upp á því viS dans- mey sína, aS hún “tæki þaS sama og hann”. ÆtíS gekk stúlkan inn á þaS, og ætíS mistókst mannin- Um aS taka eftir því, aS stúlkan gaf veitingamann- inum merki, og aS hann lét engifer-öl í staSinn fyrir ‘whiskey’, eSa tært vatn í staSinn fyrir einiberja- brennivín- Aftur á móti tók vínsali einn dal frá hverjum karlmanni, en laumaði aS stúlkunni ávísan á smá- upphæS, er hún stakk á sig. ASkomumaSur frá austurfylkjunum mundi fyrst hafa furSaS sig á því, hve hljóSfæraslátturinn var góSur; þar næst á því, hve stúlkurnar voru mynd- arlegar, og aS síSustu á því, hve mennirnir voru ruddalega til fara. I aSalspiIaherberginu voru fáar konur. Fjöldi manna voru þar á móti í kringum allskonar spila- borS. Þeir töluSu um verzlun, heimkynni sín, stúlk- ur, seldar og keyptar námur og fleira. Allskonar menn stóSu þar hliS viS hliS. Sár- fínir menn og menn klæddir tötrum. Þetta norS- læga kynja-land hafði hrifiS þá alla jafnt. Þeir ræddu af fjöri miklu um þaS, er þeir ætluSu aS gjöra; þaS er þeir höfSu gjört og sögðu ýmsar öfga- sögur. Bronco Kid var maður alþektur alt frá Atlin ti Norae. Hann var af öllum álitinn beztur “banka- gjafi i Yukan héraSinu. Hann stjórnaSi fjárglæfra- spilum frá kl. 8 til kl. 2 á nóttunni. Hann var maS- ur grannvaxinn, um þrítugt, lipur í öllum hreyfing- l|m, brosti Sjaldan, mjúkur í máli, og algjörSur eldi- brandur meSal kvenna; en var þó ekki talinn óeirS- armaSur um kvennafar- Hann hafSi “gefiS” spilin, þá er hæSst var spilaS, og átti enga óvini. En samt var því svo fariS, aS margir þeirra, sem nefndu hann vin, vissu ekki meS vissu, hvernig á því stóS. ÞaS var hátt spil, er Kid hafSi meS höndum þetta kveld. Svenski Siggi frá Dawson hafSi lagt undir stóran seSIa hlaSa. Hann var afskaplegur fjárglæfra-spilaglópur. GySingur nokkur sat viS annan enda borSsins meS tíu $1,000 seSla fyrir framan sig, og þar aS auki hlaSa af smærri seSlum. Hann spilaSi fífldjarft, og eftir engum vissum regl- um; fjórir eða fimm aðrir veSjuSu á smáar upp- hæSir. ÞaS var torvelt aS fylgjast meS spilinu. Þar af kom þaS, aS "gæsIumaSur”, er sat í hásæti sínu, hallaði sér áfram, studdi hökuna í höndum sér og at- hugaSi alt meS gætni. Fjöldi áhorfenda voru kring um borSiS. Faro -spiliS er flestum mönnum sem lokuS bók, því flestir verða ruglaðir í flækjum þess. Og hver sá er hepnismaSur, er aldrei hefir lagt höfuS sitt í bleyti til þess, aS greiSa þær flækjur, svo aS gagni komi. Þeim, sem tekist hefir aS greiða úr véla- vef þessum, þurfa á mikilli æfing, fimleik og rósemi aS halda. Gefandi hefir stjórn á spilunum, gætir aS hinum breytilegu veSmálum, hefir hendi á seSla- hlöðunum snotru og reiknar skaSa og ábata meS flughraSa. Hinn makalausi óskeikulleiki Kids viS þenna starfa, hafði gjört hann frægan Þetta kreld þurfti hann á þessari list aS halda. Hann gaf spilin þegjandi, alvarlegur, og löngu fingurnir virtust þukla um spilin meS ástúS. Sakir þess, aS hann var önnUm kafinn, tók hann ekki eftir ys all-miklum meSal áhorfenda bak viS hann. Loks kom hann auga á undrun þá, er lýsti sér a andlitum þeirra, er framundan honum vorti. Hann sá, aS GySingurinn glápti aftur fprir hann. Hann hafSi steingleymt peningum sínum. Hann glápti svo aS skein í tennurnar, er líktust rottu-tönnum, og í augum hans bryddi á aSdáun. Svenski Siggi var í líku ásigkomulagi. Sama var aS segja um alla aSra viSstadda. Allir gláptu. Bronco Kid leit skyndilega um öxl og brá honum svo, aS hann náSi vart andanum, — en aS eins ör- skamma stund. Stúlka stóS svo nærri honum, aS kniplingarnir á kjól hennar snertu handlegginn hans. Hann var aS stokka spilin og misti eitt spil niSur. Hann kinkaSi kolli aS henni, sem kveSju-merki, og mælti ofur rólega: “Komdu sæl, Cheny!” Hún svaraSi engu — en horfSi stöSugt á pen- ingahrúgurnar á borSinu. “Hvílík kona!” hugsaSi hann Hún var mátulega há vexti, brjóstafögur, mittisgrönn og vöxtur allur hinn fegursti. Hún var fremur kringluleit, munnurinn fagurlagaSur, augun svört eSa blásvört. Hárfögur var hún, og er hún brosti, komu mjallahvítar tennur í Ijós. En þaS merkilegasta var, aS andlitiS var sakleysislegt, bros- iS engilhreint. Kid endaSi viS aS stokka — en hálf klaufalega — og lét spilin á kassann. “Láttu mig taka sæti þitt, Bronco!” Mennirnir stóSu agndofa; GySingurinn varS ná- fölur. Spilagætir hóf sig upp í sætinu háa. “Hættu viS það! Þetta er erfitt spil”, mælti Bronco; en rödd hennar var afar bjóSandi, er hún svaraSi: “Flýttu þér! Burt úr sætinuf’ Bronco stóS upp. Hún settist í sætiS, lagfærSi pilsið sitt, tók af sér glófana og lagaSi demants- hringina á fingrum sínum. “Hver djöfulinn er á seiSi?” hrópaSi spilagætir “Ertu fullur, Bronco?” StandiS upp úr stólnum, ungfrú!” Hún sneri sér rólega aS honum. SakleysiS var horfiS af andliti hennar, og stóru augun tindruSu. Breytingin var eins snögg og þegar stórbylur þýtur yfir stöSuvatn. Hún horfSi á hann um stund og mælti svo á þann hátt, er húsbændur tala til þræla: “FleygSu honum út, Bronco!” "Öllu er óhætt”, sagSi Bronco viS spilagætir í mestu vinsemd. “Hún er betri og fimari viS þetta verk en eg sjálfur- Þetta er hún Cheny Malotte!” Án þess aS gefa minstu gætur aS því, þótt allir gláptu á hana, sem tröll á heiSríkju, tók hún til starfa. Fallegu, mjúku og hvítu hendurnar hennar fóru sem elding um borSiS. Hún gaf fljótt og ó- skeikult, er sýndi mikla æfingu í aS fara meS spil, og handlék seSla og smápeninga á þann hátt, er van- inn veitir. Menn tóku eftir því, aS hún leit aldrei á ávísana-snagann, en greip nokkurn bunka í hvert sinn, er borga skyldi, án þess aS líta viS; og eftir því tóku menn líka, aS hún rétti aldrei tvisvar út hendina. Hún tók undantekningarlaust alt af þá upphæS, er borga skyldi, — hvorki meira né minna. Þetta er álitiS hámark fullkomnunar við starfa þenn- an. Bronco Kid brosti ánægjulega, er hann sá, hve undrandi og hissa spilagætir var. Hann heyrSi og lofræSu áhorfenda, er stóSu á borSum og stólum til þess aS geta séS til hennar. Þannig hélt hún áfram tuttugu mínútur. ÞaS var orSinn húsfyllir. Aldrei gat spilagætir séS hana gjöra eitt einasta afglap. MeSan hún var önnum kafin kom Glenister inn um framdyrnar. Hann var þreyttur og utan viS sig og öll framkoma hans stór-breytt. Hann tók ekki undir viS þá, er heilsuSu honum. "HvaS gengur aS Glenister í kveld?” spurSi maSur einn- “Hann er eitthvaS undarlegur”. HefirSu ekki heyrt þaS? Midas-eignin hefir veriS svikin úr höndum hans. Hann er í vandræS- um. Hefir mist aleigu sína”. Stúlkan hætti alt í einu starfa sínum og stóS upp. Haltu áfram , mælti Kid og óánægju-nöldur heyrSist þegar frá áhorfendunum. Hún aS eins hristi höfuSiS, dró á sig glófana og sinti þeim ekki. Hún gekk hispurslaust gegnum mannþröngina. Allir horfSu undrandi á hana. Hún var svo tignar- leg, en um leiS alvarleg, aS enginn vogaSi aS gjöra henni farartálma. Hún mætti þjóni og spurSi hann einhvers. “Hann er uppi á lofti”. “Einn?” Já, ungfrú! Hann var einn rétt núna. Getur veriS, aS einhverjir af ófriSar-seggjunum hafi brot- ist inn á hann. Á næstu stundu vaknaSi Glenister upp úr þung- um hugsunum vi SþaS, aS dyrnar voru opnaðar og heyrSi hann um leiS skrjáfa í silkikjól. ’ GjörSu svo vel aS fara út”, sagði hann án þess aS líta viS. “Eg óska aS vera einn”. Þar eS enginn svaraSi, endurtók hann: “Eg fór hingaS til þess aS vera einn —”, en nú þagnaSi hann. Stúlkan var komin til hans og hafði lagt báðar hendur á brjóst honum. “Drengurinn minn elskulegi”, sagði hún undur- blítt. — Hann stóS skyndilega upp. “Cheny! Hvenær komstu?” “Ó! fyrir nokkrum dögum”, svaraði hún óþolin- móS. “Frá Dawson. Mér var sagt, aS þú hefðir randfest hamingjuna. Eg stilti mig um, aS þjóta til jín þegar, — en svo varS eg aS koma. SegSu mér nú alt um sjálfan þig. LofaSu mér aS skoða þig lyrst. Fljótt!” Hún dró hann nær ljósinu og einblíndi framan í íann og eins og svalg hann í sig meS ástleiftrandi augunum sínum. Hún hélt í treyjubarminn hans og stóS svo þétt upp aS honum, aS andardrátturinn reiti streymdi um andlit hans. “Jæ-ja, kystu mig!” mælti hann. Hann tók um úlnliSi hennar og losaSi hægt hendurnar af börmunum. HorfSi síSan alvarlega og raunalega á hana og sagSi: “Nei — þaS er alt saman búiS! Eg sagSi þér þaS, þá er eg fór frá Dawson”. “Alt saman búiS! Ó! nei, þaS er ekki elskuvin- ur! Þú heldur þaS, góSi, en þaS er ómögulegt. Eg elska þig of heitt til þess, aS sleppa þér”. “HafSu ekki hátt”, sagSi hann. “ÞaS er fólk í næsta herbergi”. “ÞaS kemur mér ekkert viS! Látum þaS heyra”, hrópaSi hún af kvenlegu kæruleysi. “Eg er hreykin af ást minni á þér. Eg skal segja þeim frá henni, — segja þaS öllum heimi!” “Gættu nú aS, góSa mín!” mælti hann rólega. “ViS áttum langt samtal í Dawson og kom okkur saman um, aS bezt væri aS vegir okkar skildu. Eg var bráSvitlaus af ást til þín einu sinni, eins og fjöldi annara hefir mátt reyna. VitiS kom til mín aftur. Ekkert gott gat af því sambandi leitt, — og þaS sagSi eg þér”. “Já --- já; eg veit þaS. ág hélt þá, aS eg gæti lifaS án þín. Eg vissi ekki, aS mér væri þaS ómögu- legt, fyrri en þú varst farinn. Ó! í þessi tvö ár hefir hver einasti dagur fært mér helvítis-kvalir í fullum mæli”. Nú var kuldinn þiSnaSur af andlitinu, er á því hvíldi, er hún var í spilasalnum. Hún talaSi hratt; allur líkami hennr titraSi og röddin var ó- styrk af ástarfuna. “Eg hefi séS fjölda manna; þqjr hafa elskaS mig, en enginn þeirra gat náS ástum mínum. Svo komst þú. Þeir eltu mig meS glóandi ástarheitum. Þú varst kaldur sem ís. Þú neyddir mig til aS nálgast þig. -Má vera, aS þaS sé orsök- in. — Eg ber þetta ekki af. Eg skal neita mér um alla hluti, - gjöra hvaS sem vera skal, aS eins til þess, aS fá aS vera þar sem þú ert! HvaS hugsar þú um konu, er biSur sér ölmusu? Eg biS um ást þína á sama hátt. Ó! eg hefi lagt niSur stórmensku mína, — eg er fífl, — vitfirringur, — en eg get ekki viS þaS ráSiS”. “Mér svíSur sárt, aS þér skuli líða svona illa”, mælti Glenister. “ÞaS er ekki mér aS kenna, og þaS er gagnslaust”. Um stund stóS hún grafkyr sem myndastytta. Hún náfölnaSi. Svo kom þessi ör-skjóta breyting, er henni var svo eiginleg. Bros færSist yfir andlitiS. Spékoppar komu í kinnarnar. Hún settist viS hliS honum, dró gluggaskýlurnar saman, svo ljósin frá spilasalnum bæru ekki birtu inn til þeirra. “Jæ-ja þá. ÞaS gleSur mig samt sem áSur aS sjá þig. ÞaS getur ekki varnaS mér aS elska þig”. Hann strauk háriS hennar meS annari hendinni, en varS ekki var viS, aS hún titraSi undir snerting hans, eins og fjörhestur, er heyrir svipuhvin. “Alt gengiir á móti mér”, sagSi hann. “Náman hefir veriS svikin undan okkur”. “ÞaS er smáræSi! Þú eTt ekki ráðalaus! Þú ert ekki örkumlamaSur. Þú hefir fimm fingur á byssu- hendinni þinni”. “Þarna kemur þaS enn. Þetta sama segja allir mér, — allir gömlu námamennirnir. Eg veit ekki, hvaS gjöra skal. Lög eru komin í land þetta og eg hefi reynt aS verjast þeim. Þeir hafa hrifsaS nám- una frá mér og sett umboSsmann yfir hana — stór- an mann —, er heitir McNamara. Dextry var ekki viS og eg veitti ekki vörn. Þegar Dextry gamli heyrSi þaS, varS hann nærri vitlaus. ViS skömm- uSumst þá í fyrsta sinni. Hann hélt aS mig brysti hug —” “Nei, svaraSi stúlkan. “Eg þekki hann og hann þekkir þig”. “Þetta var fyrir viku síSan. ViS höfum fengiS bezta lögmann, sem til er í Nome — Bill Wheaton — og viS höfum reynt aS fá þessa skipan dæmda ómérka. ViS höfum boSiS fram peninga-ábyrgS; en dómarinn neitar aS taka hana. ViS höfum sótt um, aS mega skjóta málinu til hærri réttar, en hann neitar einnig aS veita okkur þaS- Því meira, sem eg hugsa um þetta, því ískyggilegra virðist mér þaS, því rétturinn var ekki settur samkvæmt lögum. Okkur var ekki stefnt til þess aS verja mál vort, - ekkert gjört. Þeir bara slöngdu á okkur þessum umboSs- manni og neita okkur um, aS leita réttar okkar. Mér er sagt, aS þetta sé lögum gagnstætt. En hvaS skal segja? Hver er ásetningur þeirra? Eg er hálf vit- laus út úr þessu, því þetta er mér aS kenna. Eg hélt ekki, aS þetta væri áform þeirra, --annars hefSi eg barist viS þá og haldiS mínu. Félagi minn er tekinn til aS drekka út úr öllu saman; en þaS hefir hann ekki gjört í tólf ár. Hann segir aS eg hafi slept eign- inni úr höndum okkar og þaS sé skylda mín og guSs aS gefa okkur hana aftur. “Þegar hzmn er fullur, brýtur haan alt, er fyrir verSur og kveðst skuli steindrepa dómarann, þá er hann nái honum”. “Hví ofsækja þeir ykkur Dextry á þennan hátt? Einhver óvild?” spurSi hún. “Nei, nei. ViS erum ekki þeir einu, er þeir of- sækja. Þeir hafa sölsaS undir sig allar beztu nám- urnar og sett þennan McNamara umboSsmann yfk þær; en þaS bætir ekki úr skák fyrir okkur. Svíar eru bandvitlausir. Þeir hafa fengiS alla lögmenn, sem í bænum eru og hfa limlest fleiri ensk orS, et Behrings-hafiS rúmar- Dex vill aS viS leitum liSs hjá vinum okkar og drepum umboðsmanninn. Hann vill endilega drepa einhvern; en viS getum þaS ekki. Hermennirnir veita þeim liS. ViS höfum fengiS aS vita, aS herinn hefir fengiS skipun um, aS sjá um, aS gjörSum réttarins sé framfylgt. Eg trúi því samt ekki, aS dómarinn gamli sé refur. — Stúlkan myndi ekki líða honum, aS hafa brögS í tafli”. “Stúlkan?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.