Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 4
BXS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. OKTÓBEB lyift HETMSKTJTNGLA (Stofnuð iss«> Kemur út á hverjum Fimtudegi. Útgefendur og eigendur: THB VIKINQ l'RESS* LTD. Vert5 blatSsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um áritS (fyrirfram borga«). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganlr sendist ráðsmanni blafl- sins. Póst eða banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, ráðsmaður. Skrifstofa: 720 SHERHROOKE STREET., WINNIPEC. P.O. Box 3171 Talntml Garry 4110 ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. ------o——— Þýzkir sjá sitt óvænna. —o— Það hafa verið að ganga sögur um það í blöðunum, að Mr. Gerard, sendiherra Banda- ríkjanna í Berlin, sé á leiðinni frá Þýzkalandi til Washington. Maður sá virtist hafa haft mikið að gjöra í Berlin, og hlýtur því erindið að vera áríðandi. Enda segja fréttirnar, að hann sé sendur af Vilhjálmi blóð til þess að fá nú Wilson forseta Bandaríkjanna til að leita um sættir milli þeirra, sem nú eru að berjast. Á Þýzkalandi hefir nú staðið yfir Sósíal- ista þing, og hefir sem eðlilegt er stríðið ver- ið aðal-umræðuefni manna á þingi þessu. — Kom það í ljós í ræðum manna, að hvorugir myndu geta sigrast á öðrum, Þjóðverjar eða Bandamenn. — Þetta sýnir, eins og för sendi- herrans til Washington, að Þjóðverjar eru nú farnir að sjá það, að þeir eru ekki eins miklir menn og þeir héldu að þeir væru. Þeir eru nú alveg óvissir um það, hverjir sigra muni á endanum. Frá þeirra sjónarmiði er það mjög eðlilegt, að þeir geti ekki eða vilji ekki hugsa sér, að þeir verði undir, og að þeir Iíti þeim augum á bardagann, að þeir haldi einlægt sínu, þó að þeir séu að tapa á hverri viku og hverjum degi. Vér höfum heyrt þetta hvað eftir annað í hópi sjálfra vor; — hinir þýzku Islendingar hafa haldið því fram, bæði hér og heima á Islandi; því að í augum þeirra eru Þjóðverjar svo stórir og hámentaðir, hreinir og fullkomnir, að þar getur enginn komist í samjöfnuð við. Þessar skoðanir komu nú fram á Sósíal- ista fundinum. Einhver helzti maður þeirra, Karl Kautsky, hélt því fram, að þetta væri ó- þarfa eyðsla, að eyða þanmg fé og blóði manna, þegar hvorugur gæti unnið á öðrum. Hann sagði, að það væri létt að koma á friði. Þeir þyrftu ekki annað, Þjóðverjar, en að lýsa því yfir, að þeir skyldu skila aftur lönd- um þeim, sem þeir hefðu tekið; sleppa því, að leggja undir sig Belgíu; skila Serbíu aft- ur; viðurkenna alþjóðadómstól í málum, er snertu samband þjóðanna, og gjöra samein- ing við Breta um, að takmarka herbúnað á sjó og landi. — En aðal-hugsunin, sem lá á bak við allar þessar yfirlýsingar, var sú, að fyrst að Þýzkir gátu ekki brotið þá undir sig, þá væri sjálfsagt að semja frið og láta alt vera klappað og klárt. Ef að menn fara að brjóta þessar hugmyndir til mergjar, þá get- ur komið margt í ljós, sem nú er verið að reyna að breiða yfir. Hugsum oss ræningjaflokk, sem brýzt inn í sveit eina, rænir öllu föstu og lausu, drepur unga sem gamla, svívirðir konur og meyjar og gjöreyðir landið. Hinir, sem þannig var farið með, höfðu ekkert til saka unnið. En nú rísa upp vinir þessara manna, sem rændir voru og drepnir, og fara að berjast við ræn- ingjaflokkinn, og sjá þá ræningjarnir, að þeir geta ekki haldið löndunum. Þeir vilja því láta sleppa öllu, ef þeir skili landinu aftur, og þykjast vel gjöra. — En hvað er um morðin og ránin og friðrofin, og alla hina óteljandi glæpi? Eiga þeir að sleppa með það? Eng- in þjóð, ekkert ríki eða mannfélag getur þol- að annað eins, hefir aldrei þolað og mun ald- rei þola. Enginn heimur, ekkert þjóðfélag eða hópar þjóða geta þolað, að nokkurri þjóð eða þjóða-hóp geti haldist annað eins uppi. Þá væri sannarlega áþreifanlega helvíti ríkj- andi á jörðu. — Þetta er þýðing hinnar þýzku menningar, hins þýzka materíalisma, hinnar þýzku hugmyndar um, að þeir séu “super- men” og eigi að drotna yfir öllum heimi, og að fyrir þeim eigi ailar aðrar þjóðir réttlaus- ar að vera. Móti þessum öflum og maktarvöldum er allur hinn verulega mentaði heimur nú að berjast. Til þess að hnekkja því, að þessar hugmyndir fái yfirráð í heiminum, fara landar nú að láta lífið eða særast og bera örkuml hópum saman, og sannarlega ætti hver æru- kær og viti borinn íslendingur, að fyllast gremju við yfirgangsmenn þessa, sem hvorki skeyta guðs eða manna iögum. Þeir mega , ekki fá frið, ef að heimurinn á óhultur að | vera, fyrri en búið er að brjóta bak þeirra og sjá um, að þeir rísi ekki upp á næstu manns- öldrum. Þetta stríð verður til varnaðar eftir- komandi kynslóðum. Menn verða betur við- búnir að taka á móti slíkum mönnum, og það verður meira gætt hugmynda þeirra, sem valdið hafa slíku stríði; því að hugmyndir og fýsnir liggja til grundvallar þessa stríðs, j sem annft-a, og eiginlega er allur þessi bardagi um hugmyndir. Vér viljum segja, að það sé vald myrkranha og dauðans, sem er annars vegar og vald ljóssins og Iífsins hins vegar. Og það er ekki eingöngu á Þýzkalandi, sem postular myrkranna og kennifeður ránanna, griðrofanna, materíalismans og tvöfeldninnar eru, því að þeir eru í öllum löndum, þó að uppspretta vísinda þessara sé á Þýzkalandi; og vér verðum að varast þá og fylgja þeim ekki, því að þeir eru og verða æfinlega á móti oss, og koma fram í mörgum og ókennanleg- um myndum. En hvað aðal-málið snertir, þá eru Þýzk- ir, ótalmikill fjöldi þeirra, búnir að játa, að þeir geta ekki unnið, og með hverri viku verða þeir veikari og veikari. Þeir réðust á nágrannaþjóðirnar óviðbúnu. Þeir hafa haft þessa stefnu síðan á dögum Friðriks mikla, er hann stal og rændi pólsku löndunum af Rúss- um, >og Schlesíu af Austurríki. Og sérstaklega hafa Þjóðverjar búið sig undir þetta alla tíð síðan þeir rændu Lauenburg, Holstein og Slés- vík af Dönum 1864, eða full 50 árin. Og það fer að styttast þangað til þeir taka út gjöldin, og eru þegar byrjaðir eða í þann veginn. ------o------ Óvinirnir heima. Staðhæfing Bourassa, að þetta mikla stríð sé ekki Canada stríð og snerti ekki Canada, verður meiri og meiri óhæfa og ósannindi eft- ir því, sem lengur líður. Á því augnabliki, er Þýzkaland rauf friðinn og sendi herskara sína inn á Belgíu og Frakkland, nágranna Breta, þá var Bretaveldi um leið ófriður og bani ráð- inn; Bretar voru þá í meiri hættu, en þeir nokkurntíma hafa séð á allri æfi sinni. Og þó að Bretland hefði farið að ráðum hinna sár- fáu Breta, sem friðnum héldu á lofti, og hefðu staðið hjá meðan keisari Þjóðverja framdi vilja sinn á nágrönnum sínum og braut þá undir sig og tók af þeim löndin og auðinn í stórkostlegum mæli, — þá hefði röðin kom- ið næst að Bretum, og von bráðar hefðu kúl- urnar og vopnin orðið að skera úr því, hvort Bretar mættu halda frelsi sínu, eða nýlendur Breta, hinar sjálfstæðu, fengju að halda frelsi sínu og sjálfstjórn. Það hefði verið óhugs- andi og ómögulegt fyrir Canada, að verjast oki Þjóðverja nema með blóðugu stríði. Hitt er að vísu ljóst, að Canadamenn gátu sagt, að sig'varðaði ekkert um þetta; þeir gátu lúpað sig niður og látið hina aðra hluta Bretaveldis hafa alla baráttuna: Brezku eyj- arnar, Indland, Ástralíu, Nýja Sjáland, Suður- Afríku, Nýfundnaland og allar hinar aðrar ný- lendur. Og með því að úthella straumum blóðs hefðu lönd þessi öll getað fylgt Bretum og Bandamönnum til sigurs. Þeir hefðu getað brotið á bak aftur riddara og aðalsvald Þjóð- verja. En hvaða álit hefði þá allur heimurinn haft á Canada nú og um aliar komandi tíðir? En það var engin hætta á því, að Canada myndi skríða í felur og láta aðra berjast fyrir sig. Canada stjórn brá óðara við og hét Bret- um því, að standa með þeim til hins ítrasta. 0g landsbúar tóku í sama strengmn og tugir þúsunda af Canada mönnum buðust sjálfkrafa fram til baráttunnar, og landslýður allur lagði rausnarlega fram fé til allra þarfa og skar ekki við nögl sér. Canada menn sýndu undir eins, að þeir voru af göfugu bergi brotnir, ! æðri sem lægri, og svo hitt: að þeir sáu og skildu, að þetta var Canada-stríð eins og Bret- lands og Frakklands og Rússlands og Serbíu, — það var alheimsins stríð. En hafi það verið Canada-stríð frá byrj- un, þá varð það miklu fremur svo, þegar tím- ar liðu. Þegar hin fyrsta sveit Canada-manna var komin á vígvölluna, þá svall þeim hugur, öllum hinum vopnfæru mönnum, sem heima sátu; þeir knúðust til að fara líka. Þeir hugsuðu til hinna hugprúðu landa sinna, sem á undan voru farnir, að þeir væru nú komnir 1 í háskann og voðann og fjöldi þeirra var far- | inn að falla. Það var ekki lengur spurningin um það, að koma Belgum til liðs eða hinum hraustu og hugrökku Frökkum, eða að berjast fyrir frelsi og mannréttindum þjóðanna, eða að mæta hinum tryltu fjandmönnum Canada og Bretaveldis, — heldur var það, áem mestu réði einmitt þetta: að koma Canada-mönn- um til liðs, sem blóðugir hnigu til jarðar á j vígvöllunum í tuga og hundraðatali í þessu j grimma og trylta stríði. Það voru bræður þeirra, sem voru að falla, og það gátu hinir ekki staðið, sem heima voru. Nú voru í veði líf þúsundanna af Canada-mönnum, og ein- lægt voru þeir að falla. — Þessi hugsun hreif hvern einasta mann, sem hjartað hafði á rétt- um stað, að fara nú sern fyrst að hjálpa þeim, sem á undan voru farnir, og hefna þeirra, er fallnir voru. Og eftir því sem vikur og mánuðir líða og herdeildir Canada fjöiga á vígvöllunum, og listarnir hinna föllnu og særðu verða lengri, verður þetta stríð, með hverri viku og mán- uði, meira og meira Canada-stríð, því að nú kemur bróðurbandið blóði helgað, sem teng- ir fólkið saman, og sorgin eftir hina föllnu, sem einlægt Iegst þungt á fleiri og fleiri heim- íh landsbúa. « Af hinum ungu mönnum, sem í blóma æskunnar og þroska fullorðinsáranna fyrir tveimur árum eða skemri tíma yfirgáfu heimili sín til að ganga í herinn, eru nú meira en 200 þúsundir komnir yfir hafið og víst 150 þús- undir á vígvellina á Frakklandi eða í Belgíu. Einstaka á Grikklandi eða í Afríku, og yfir 150 þúsundir eru að æfast hér heima. Er það nú virkilega mögulegt, að hér í Canada séu menn, sem neiti því, að þetta sé Canada-stríó bé svo, þá er tími til kominn, að hið opinbera gefi þeim gætur, tali til þeirra með bróðurlegri tilfinningu og vekji bróður- hugann og kærleikann, sem hver Canada- maður á að bera til annars, og minni þá á, hvað þeir séu skyldugir þessum bræðrum sín- um, sem farnir eru, — skyldugi r Iandinu, mannfélaginu og eftirkomendunum. — Þetta myndi óefað vinna marga, og fá þá til að hugsa djúpt og alvarlega um málin. — En hvað snertir vesalmenni og óþokka þá, sem misbrúka einkaréttindi þau, sem þeir njóta, sem borgarar landsins, með því, að pré- dika í ræðu eða riti á móti því að ganga í her- inn, — þá er hin einfaldasta aðferð við þá, að setja þá fyrir herrétt og leiða þá út á völl og skjóta þá. Canada-mennirnir á vígvöllunum eru að leggja fram líf sitt fyrir land sitt, og þessa menn, sem telja þá viti fjarri að gjöra það, og það er ákaflega hart fyrir þá, að þola þttta — það er ákaflega hart fyrir alla þeirra vini og skyldmenni, og þegar menn fara að minn- ast þeirra á vígvöllunum, flakandi af sárum og örenda, þá hlýtur vinum þeirra að svella þungur hugur í brjósti til hinna, sem he'ina sitja og hæðast að sorgum þeirra. — Vér tókum þessa grein úr einhverju merkasta blaði hér í Canada, “Toronto Mai and Empire”, til þess að sýna, hvað hugur manna er farinn að verða heitur, og er ein- lægt að verða heitari og heitari eftir því sem fleiri falla af Canada-mönnum, sem út hnfa farið að berjast. Og er þó sem þeir séu fyrst að byrja á vígvöllumim. Er það nú viðkvæði á Frakklandi, að lofa Canada-menn fyrir hug- rekki og hreysti. En það er dýrkeypt og kost- ar margra manna líf. ------o------ Eftir stríðið. Lávarður Northcote, auðmaður og eig- andi og útgefandi fjölda blaða á Englandi, hefir verið á Frakklandi um tíma og ritar nú þaðan: “England verður alt annað land, þegar hermennirnir koma heim og með atkvæðum sínum heimta launin fyrir allar þær þrautir, sem þeir hafa orðið að þola. “1 skotgröfunum ber margt á góma, en málefni það, sem mest er talað um, er lands- spursmálið. Þeir ætla nú ekki að koma heim aftur og fara að þræla, sem verkamenn eða leiguliðar, heldur sem sjálfstæðir menn og eigendur að blettum þeim og bújörðum, sem þeir lifa og vinna á. Með eigin augum hefir fjöldi þeirra séð og lært mikið af búskap smábændanna á Frakklandi. Mig skyldi ekki furða, þó að fólkið heima á Englandi og póli- tisku mennina væri farið að gruna, að hreysti og hugprýði hermannanna og félagsskapur foringja og hermanna hefði brotið niður ali- an stéttaríginn, þenna gamla múrvegg milli æðri og lægri, ríkra manna og fátækra, og við það bætist, að milíónir hermannanna eru frá öðrum löndum, úr öðrum álfum, frá mann félagi, sem hefir alt aðrar hugsanir og hug- myndir, en vér hér heima. “Það er albúið, að það verði eitthvað líkt því, er hermenn Grants komu heim úr Þrælastríðinu. Þá réðu þeir kosningum öll- um í Bandaríkjunum um fjórðung aldar. Eins munu brezku hermennirnir koma heim úr skotgröfunum og frá sjúkrabörunum og vögn- unum, og heimta launin með atkvæðum sín- um. Og þá gjöra þeir svo mikla breytingu á Englandi, að það verður alt annað land, — svo breytt, að núverandi auðmenn og land- eigendur, og jafnvel verkamanna-foringjar geta ekki gjört sér hugmynd um það, og munu í fyrstu stara á allar þær atfarir með undrun og skelfingu”. Kristinn Stefánsson Framhald frá 1. bls. ist hann nokkrum ungum mönnuin, er voru á líku aldursskeiði eða nokkru yngri. Bazt með þeim vin- átta, er entist æfilangt. Mætti þar til nefna ’þá tvo Brynjólifssonu, Magnús iögfræðing og Skapta, meðal annara, | er vér síður þekkjum til. Madltu þeir það báðir margsinnis, að betri dreng| hefðu þeir eigi fyrir hitt. I)áði það hver hjá hinum, er ríkast var hjá þeim sjálfum : Fjör og gáfur, dreng. iyndi og vinfestu og hreinskiftni i öllu, og þess utan frelsisþrá og rétt- lætistilfinning svo djúpa, að þeir gátu óvægnir verið öllu ofríki og kúgunarvaldi, hverju nafni sem það! nefndist. Hefir Kristinn kveðið til j þeirra beggja og lýsir sér þar úr j hvaða þeli vináttu-samband þeirra | var spunnið. Til Magnúsar segir hann í kvæði, er hann orti til hans árið 1905: “Svipinn kenni’ cy, sá var mér sól um tvenna morymi. Sé ey enn i auyum þér eldinn brennu forna. Þinn er andi að tápi oy trygð tröll í vandaflœkjum, jió að fjandinn, flónska’ og lyyð fylli land með klxkjum. Hörð er gjóla um hrakfalls-skarð hröktum óláns lýði. Engann kól né úti’ hann varð er i skjól j>itt flýði. Og til Skapta kveður hann, er. þau hjónin, Skapti og ikona hans, lögðu af stað til íslands 20. des. 1908: “Þú velur slundum ekki blíða blæ- inn, að bera knör þinn, sú hefir orðið raun. Og einurð þín hún entist tengur cn daginn, og aldrei sá eg hana blása’ i kaun. Og þú vilt heldur slá hinn ramma slaginn, en slyppur taka ósigursins laun. Og þig er aldrei þokuloftið kringum, þar þykir máske hvast og skýjafar, sem vekur ys á okkar draumaþing- um, með öldnum hreim af þvi, sem forð- um var, en mi til muna er okkur fslending- um lir eigu gengið, — dautt og kulnað skar. Eg veit þið finnið færra, er gengur öfugt, en fjúk-sagnanna orðasveimur ber, og fleira, sem er stórt og gott og göf- ugt, en grunar suma i fjarlægðinni hér, og lífið ekki eins hörkufult og höf- ugt og hræðslukenda vanþekkingin sér”. Voru það svipbrigði mikil, er þeir hurfu honuin af leið, og fann hann tiil þess að sæti þcirra myndi löngum autt verða um ókomnu árin, sem fs- lendingar eiga hér fyrir höndum. Þá voru ýmsir eldri menn og kon- ur, er stundar-atvik höfðu orðið þess valdandi, að kynni hans af þeim höfðu orðið náin, og sýna kvæði hans, hvc vel hann skildi þr-ekraun þá, er þeim var búin í lifsbartátt- unni hér og hve vel þeim auðnaðist að yfirstíga þá raun. Myndaðist hjá honum sam-hugur til þeirra, og virð- ing; og lotning fyrir þeim og togan- um, sem í íslenzka eðlið er spunn- inn. — 1 eftinmælum um Jóhönnu Pálsson segir hann: “Lifað æfi langa fékkstu. .Leiðar þinnar seinast gekkstu sjúk og hrum, þín sáru sporin siðsta viljakrafti borin. — Aldrei varst með hálfum huga, heldur þeim að vinna’ og duga Ilutað gaztu hjartanlega, hrygst og grálið innilega; elskað líka heitum huga, harma lézt ei yfirbuga þig en Ijósblik lífsins bjarta lagðir varmt að þínu hjarta. Þá var líf f)itt laust við efa, Ijúft að þra og fyrirgefa. Þú útt itök ennþá víða undir lögum rúms og tiða.--•-- Þegar einhver er að hugga einstæðing, sem býr í skugga, birtist þú rneð bros í augum, boriti eftir minnistaugum, einsog fórstu fyrr á árum feginsglöð að hlú að sárum. óbreytt þú og íslenzk varstu, aldrei liinuð klæði barstu. Hefðir ált í hinsta sinni hvíld að fá hjá m ó ð u r þinni. Ættrót þín var utar sprottin, en við sjálfan bræðslupott- i n n. Þú gazt atdrei skjallað, skriðið, skarn og sorann ekki liðið; brendir árla og eins að kveldi illgresið á hugareldi.” Þá vini hans frá eldri eða yngri árum og -enn eru á dí fi, á eigi við að nefna. En þess geta þeir vitni bor- ið, að hugur hans breyttist aldrei til þeirra, þó tímarnir liðu. llm hann hefir verið sagt, að hann S hafi verið fárra vinur, að hann hafi| dregið sig mjög ’í hlé og lifað út afi fyrir sig, og fólk eigi náð að kynn-í ast honum. Var það satt, að hann lifði al-l-mjög út af fyrir sig, ef það heitir "út af fyrir sig”, að draga sig burt úr háreystinni. En vini átti hann marga, eignaðist fleiri og fleiri eftir því sem árin liðu og flesta und- ir aldurslokin, — fleiri -en hann vissi uin, Eftir þvi sem hann li-fði lengur, eftir því eigrvaðist hann fleiri vini. Er það óbrigðult merki um þá, sem kostina eiga mesta. 'Arin leiða persónuna í ljós; en fólk, ósjálfrátt. virðir og metur mest það, sem -bezt er og sannast, er það fær loks komið auga á það. Árið 1884 breyttist hagur hans til sælla muna. Fram til þessa hafði ti.minn gengið i atvinnu-Jeit og erv- iði og árin liðið, án þess þau bæri niikinn -árangur. Þá um suinarið kvæntist hann og gekk að eiga heit- mey sína, ungfrú Guðrúnu Jónsdótt- itr, bónda frá Máná í Þingeyjarsýslu, Árnasonar, og Rebekku Guðmunds- dóttur. Var Jón faðir Guðrúnar föð- urbróðir sira Árna á Skútustöðum. Voru þau gefin saman hér í bænum af síra Jóni Bjarnasyni mið- vikudaginn þann 13. ágúst. Varð hjónaband þeirra hið ástúðlegasta frá fyrsta til hins síðasta, og var það svo jafnt báðum sem öðru að þakka. Var það þó eigi svo, að annað dragi sig algjörlega í hlé og hyrfi ifyrir hinu. Heldur þroskuðust þau hlið við hlið, svo að persónuleiki hvors j um sig kom æ betur og betur i ljós | eftir þvi sem aldurinn óx, og mun ; það eins dæmi vera. Hvort átti sínar i hugsanir, en þau lifðu og unnu sam- j an og höfðu bæði -lag og vilja á því. að gjöra úr samiífinu og samvinn- unni óaðskiljanlega eining. Mun þroski þeirra aldrei hafa verið meiri en undir það, að skilnaðinn bar að höndum, né samhugurinn og kær. leikurinn innilegri og dýpci en þá, — eftir 32. ára sainbúð. Þröngur var efnahagur þeirra um mörg ár, og lögðu þá bæði á sig erv- iði, og hún oft meira en heilsan leyfði. En með þessari stöðugu vinnu og fyrirhyggju, 'komust þau undir efni nokkur, svo að sjálfstæði þeirra var borgið; enda kusu bæði það siðast, að þurfa nokkuð til ann- ara að sækja. Þó var fjarri því, að þau settú sér það takmark, að safna aiuðæfum og li'fa til þess eins. Því jafnskjótt og þau sáu fyrir, að þau gætu séð ókomnu árununn borgio, léttu þau af sér -erviðinu, einsog hjá varð komist, er bæði voru búin að fá nóg af, og hún eigi sízt. Og svo hefir verið öll síðari ár. í kvæði er hann orti sumarið 1909, eftir 25 ára sambúð þeirra hjóna og n-efnir: “Við”, minnist hann sam- búðarinnar og ástúðarinnar á veg- | inuin farna: “Við litum hinn forna, farna veg í fjarsýn andans, þú og eg. En enn ertu hjá mjr við mannlifs mar og minningafjöldinn sem kemur þar. Þó hárið sé grátt, sem hafi' í það fent, er lieilt okkar skip, og við höfum lent. Það líður á daginn. Við títum með ró á tjósblikið hallast að vestursjó. fíg blóm okkar fá hinn bleika lit, og bráðum heyrum við vængjaþyt. fíg svanurinn flýgur til sólfjalla- lands, er sumarið veifar kveðju til hans. fíg tnttugu og fimm ára samverusól er sezt í sinn marbláa drottningar- stól. Og enn þá skin dagurinn okkur í kring, því alvara’ og trygðin slógu’ um hann hring. Þú ber enn þinn forna brúðarkranz úr blómstrum frá sumri þíns innra manns. fíg sátt við hið liðna, við litum með ró á tjósblikið hallast að vestursjóJ* í Frainan af árum átti hann all- stóran þátt í félagsmálum, en leiddi þó hjó sér deilur, og var honum ekk ert leiðara en flokkarigur. Einsog við mátti búast, fylgdi hugur hans hinum frjálslyndari stefnum, og studdi eindregið skoðanafrelsið. — Leiddi það og til þess, að hann ifór meira einförum, jiví alstaðar var þvi ekki vel tekið, né það rétt skilið. — Þátt átti hann í blaðaútgáfum. Var það einkum öldin, er Jón Ólafsson gaf hér út (1891—’2). Voru Jieir Jón vinir og studdi Kristinn hann í fleiru en þvi, órin, sem Jón var hér vestra. Um það leyti byrjaði Krist- inn líka að koma meira fram fyrir almenningssjónir sem skáld. Fóru ]iá að sjást kvæði eftir hann í blöð- unum, og upp fró því hefir eigi svo komið hér út blað eða tímarit, að ekki ætti hann í Jieim fleiri eða færri kvæði og ritgjörðir. 1 fjórða árgangi “Aldarinnar” ritar Eggert Jóhanns- son, er ]>á var tekinn við ritstjórn hennar, hlýlega grein um hann og getur lielztu æfiatriða hans; fylgir ritgjörðinni mynd. 0,g í þriðja bindi “Nýju aldarinnar” (1899), er gefin var út i Reykjavík, ritar Jón ólafs- son um hann og birtir mynd hans i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.