Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.10.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. OKTÓBER 191G HEIMSKRÍNGLA BLS. 3 II. Garðrœkt. Hingað til hefir liað helzt tíðkast í Vesturlandinu, að bændur hafa stundað hveitirækt eingöngu. Þetta orsakast af þekkingarleysi, og hefir ollað því, að margur er nú, eftir margra ára strit, miklu fátækari en vera ætti. Það er satt að garðrækt útheimt- ir dálítið meiri nærgætni og þolin- »æði, heldur en hveitirækt, og það ■væri einnig óráð, að vanrækja önn- ur bústörf garðræktinni í vil, undir Uestum kringumstæðum. En á hinn bóginn er það líka auðsætt, að mjög æskilegt gétur það verið, að hafa garð, sem gefur af sér gnægð af ávöxtum af ýmsu tagi yfir sumar- mánuðina. Á yfirstandandi tíma er ongin aðferð heillavænlegri til að lækka útgjöld og kostnað 1 sam- bandi við húshald. Þar að auki eru garðávextir af öllu tagi holl fæða, og ættu að notast mikið ineira en alment gjörist. Tilkostnaðurinn er Mtill, og getur hver fjölskylda í þorp- um jafnt og á bændabýlum aflað sér mikils hluta viðurværis síns með bví, að hafa vel hirtan garðblett, þó ekki væri nema sem svaraði einni bæjarlóð, eða ])á hálfri ekru af landi. “útlendingarnir” lifa mikið til á garðávöxtum, og gætum vér iært mikið af þeim, ef vér yildum kynna oss ræktunar-aöieiðir þeirra. ArSsöm Atvinna. Eins og flestum er kunnugt, hefir bveitiuppskeran verið rýr víða í ár. Ef verðið væri ekki eins geipilega bátt_ sökum stríðsins, væri margur “hart uppi”, sem hefir sett alt sitt traust á kornuppskeruna. Hversu mikið betra væri það ekki, að rækta eina eða tvær ekrur af garðávöxt- um, — rófum, kartöflum, baunum, raaís, tómatoes, lauk og þess háttar. Tökum til dæmis: sykurrófur og mangles gefa svo sem 20 ton af ekr- unni og er ekkert fóður hentugra fyrir mjólkurkýr hænsni og svín. Með litlum tilkostnaði má byggja eér kjaliara (root-cellar) til að geyma þetta fóður. Kartöflur selj- ast nú fyrir $2.60 hver poki ($1.70 bushels) í Ontario og eru kaup- fflenn nú að senda þangað heil vagnhlöss. Ef forsjáli bóndinn hefir nú einar tvær ekrur af góðum kart- öflum, getur hann sent vagnhlass sjálfur og grætt stórfé. Kostnaður- inn er frá $70.00 til $80.00, ef reikna skal útsæði, sáningu og yfir höfuð hvert handarvik, sem unnið er á ekrunni. Uppskeran er (eða ætti að vera, ef rétt er unnið) minst 200 bushels af ekrunni, og getur hæg- lega orðið alt upp að 500 bushel. — Setjum svo, að framleiðandi selji kaupmanninum alla uppskeruna íyrir 80c til $1.00 hvert bushel, þá fær hann $160.00 til $200.00, eða sem næst $80.00 til $120.00 í hreinan ágóða, og Jiaikið meira, ef hanA sendir vöru sína beint til kaupendanna. Þetta er blákaldur reikningur, sem hægt er að sanna, —• og getur hver maður séð, hvort svona búskapur borgar sig eða ckkí. Þegar verðið er lægra, er auðvitað minni ágóði, en í öllu íalb er hann forsvaranlegur, og hæg- ur vandi er líka að geyma uppsker- una vetrarlangt, því aldrei bregst, að verðið er hátt á vorin. Þetta cru að eins dæmi. Setjum svo, að búandinn leggi fyrir sig garðrækt í smærri stýl, og hafi “aína ögnina af hverju” í garðbletti sínum. Hann kynnir sér allar æski- legustu tegundir og lærir ailar heppilegustu aðferðirnar við að framleiða vöru sína. — eru hér möguleikarnir: Tomatoes, 6—8c pundið, I.aukur $1.20 bushelið. Grænar baunir, 40—50c fatan. Carrots; blóðrófur, parsnips, gul- rófur o. fi., vanaiega 25c fatan. Rhubarb 4c pundið. Lettuce, 5c hvert. Cabbage 10—15c hvert. Radish 3c pundið. Aðal “galdurinn” er að koma þess- um afurðum á markaðinn snemma, «ða nokkrum dögum á undan aðal uppskerunni. Hver, sem kaupir of- antaldar tegundir á því verði, sem hér er greint, fær góð kaup, og reynslan sýnir, að fólk kann að meta þau. Enginn milliliður kemst þar að, því einn selur öðrum bein- ustu leið. Nábúabændurnir og bæj- arbúar koma langar leiðir til að ná í ávextina, og getum vér af eigin reynslu fulivissað lesarann um það, að eftirspurnin er ætíð nóg, í smá- bæjum, og jafnvel á meðal bænda, sem ekki hafa enn kynt sér mögu- leikana sem felast í þessari búskap- argrein. Og svo mun verða um lang- an tíma enn. Akuryrkjudeildin er að leggja grundvöllin til betri búskapar á ail- an hátt og byrjar einmitt á garð- rækt. Skólarnir eru nú farnir að kenna garðrækt, og Unglinga bún- aðarfélögin (Boys’ and Girls’ Clubs) fræða meðlimi sína um ræktun á kartöflum og öðrum garðávöxtum, í þeirri von, að uppvaxandi bænda- stéttin læri að gjöra sér þessa at- vinnugrein arðsama. Fullorðna fólk- ið hefði gott af, að kynna sér þessa nýju hreyfingu. ITpplýsingar. Bezt er, að kynna sér fyrst réttar aðferðir. Veturinn er bezti tíminn til þess. Eftirfylgjandi rit getur hver sem vill eignast með því að skrifa (án póstgjalds) til: Publication Branch, Department of Agriculture, Ottawa. Exhibition Circuiar No. 16: “How to inake Hotbeds”. Pamphlet No. 5: “Onion and As- paragus Culture”. Pamphlet No. 10: “Tomato Cul- ture”. Bulletin No. 49: “Potato Culture”. “The Vegetable Garden” (Saxby Blar). Experimental Farm Report, Vol. II., 1914. Experimental Farm Report, Vol. II., 1915. Þessi rit má einnig fá með því að skrifa næsta tilraunabúi (frímerki >arf á bréfið). — Búfræðisskólarnir gefa einnig bæklinga, sem fjalla um garðrækt. —B.— Framför í Kína. Segir a'ö Kína verði mesta akur- yrkjuþjóð heimsins. Prinsinn Chow Tsiz Chi, fyrver- andi ráðherra akuryrkju og verzl- unarmála í Kína, hefir lýst yfir því, að Kína sé nú loks að vakna til köllunar sinnar. Hann segir, að iandið hafi legið í afar-löngu svefn- móki, og átt erfitt með að rífa opin augun. Nú sé það að rísa úr rekkju, og skuli hvorki Japan, Rússland né Ameríka standa því á sporði hvorki í verzlun, akuryrkju né málmnámi. Prinsinn bendir á eftirfarandi at- riði: Frá ómunatlð hefir akuryrkja verið aðalstarf þjóðarinnar kín- versku, og því hviiir hagur ríkisins aðallega á veimegun bænda. Gömlu keisararnir höfðu mikinn áhuga á akuryrkju. Akuryrkju-musterið í Pekin ber vitni um þetta. Þar klæddist keisarinn á ári hverju í bóndabúnað, flutti bæn fyrir við- gangi akuryrkjunnar, og var hátíð þessi I líkum anda og “þakklætis- dagurinn” í Ameríku. Fórnarbál mikið var kynt og voru þar til elds- neytis hafðar margar tegundir hins dýrasta viðar. í ‘Jarðmusterinu’ bar keisarinn fram fórn á altari miklu á ári hverju á sumar-sólstöðudag. — Altarið var gjört af hvítri, gulri, rauðri og svartri jörð. Heimsóknin til himnesk* musterisins. Áhrifamest var keisaralega heim- sóknin til “himneska musterisins”. Þar var flutt bænagjörð mikil fyrir uppskerunni. A fyrstu árum lýð- veldisins voru heimsóknir þessar iagðar niður, en þjóðin varð svo œst út af slíku tiltæki, að forsetinn varð að setja þær aftur á laggirnar. Á rfkisárum Manchu-ættarinnar var stjórnardeild sett á stofn, er annast skyldi um akuryrkju- og verziunarmál. Tilraunabii var sett á fót rétt utan við borgarveggi Pekin borgar; en I raun réttri v’ar það að eins gjört til skcmtunar gömlu keisarafrúnni, er iangaði að sjá sveitabúnað. Vísindalegur búnaður gat það ckki talist. Nú hefir þetta leikfangsbú drotn- ingarinnar verið gjört að reglulegu fyrirmyndarbúi, tii þess að ksnna bændum í grendinni rétta búnaðar aðferð. Sýningar, fyrirlestrar, úthlutun útsæðis, áburðar-fræðsla, kensla unglinga í akuryrkju o. fl. hefir sýnt bændum, hve vísindaleg akur- yrkja er margfalt arðsamari heídur en þeirra forna aðferð. Fyrirmyndarbú stofnsett. Nú eru tuttugu og tvö fyrirmynd- arbú reist til og frá um landið, undir stjórn sérfræðinga. Fyrir tveimur árum var stjórn hinna ýmsu búa falin mið-fyrirmyndar- búinu hjá Pekin, er tekur við öllum skýrslum frá útibúum. Eftir þess- uin skýrslum eru eftirlitsmenn svo sendir þangað, er þurfa þykir betri starfsemi. Nú rísa upp fyrirmyndarbú hver- vetna og te-yrkjan er að komast í sama horf. Sama er að segja um silki rækt og annan iðnað. Spádómur prinsins er þegar tekinn að rætast. Um föðurlandsást Eitt af mest umræddu hugtökum þjóðanna nú á tímum felst I orðun- um föðurland og föðurlandsást. Og þessum hugtökum er gofin svo sterk og ákveðin þýðing, að menn leggja alt í sölurnar, jafnvel iífið til að vernda hana. Vernda þýðingu föð- urlandsástarinnar, eins og stjórn- endur og leiðtogar þjóðanna skilja hana. Við íslendingar hér í landi tölum einnig mikið um föðurlandsást. Við höfum talað um hana frá þvl við koinum hingáð; fundið áhrif henn- ar cg sannað með athöfnum í nokk- urum tilfeilum, að við bárum hana í brjósti. Þessi föðurlandsást var ástin til gamla landsins. En af því við höfum yfirgefið fsland og ís- lenzkt þjóðfélag, og fengið aðgang að jöfnum mannréttindum við aðr- ar þjóðir hér í landi, þá höfum við með því fengið annað föðurland, sem er einnig okkar framtíðarland. Og föðurlands skyldur okkar við þetta land, eru sérstaklega áríðandi, af því við erum að mynda nýja lijóðarheild, sem við viljum að taki réttar stefnur að æðstu markmið- um mannsandans, svo afkomendur okkar verði uppbyggilegir í fram- þróun mannkynsins. Eg vil nú ieitast við að gjöra mér ljóst, hvað föðurlandsást ER, og hvernig við ættum að beita henni gagnvart þessu gamla og nýja föð- urlandi. Fortíðar föðurland meinar þann hluta jarðar eða það ríki, sem liefir framleitt manninn og forfeður hans. En framtíðar föðurlandið meinar ríkið eða landið, sem afkom- endur okkar eiga að lifa í og “auk- ast og margfaldast”. Ást meinar til- finning eða hvöt, semþráir, að það, sem maður elskar, njóti allra þeirra sömu gæða, sem maður vili sjálfur njóta eða þeirra gæða, sem því væri til mestrar farsældar. Rétt föður- landsást er einn liður í hinum al- fullkomnu jafnvægisöflum tilver- unnar. Sönn ást heimtar jafnvægi, hvort heldur ]iað er á smáu cða stórú sviði, sem hún vinnur. Þýðing ástarinnar kcmur að eins í ljós í at- höfnum og afleiðing þeirra. Eins og áður er sagt, höfum við íslendingar hér í landi tvö föður- lönd, fortíðar föðurland og fram- tíðar föðurland. Fortíðar föður- landsástin byggist á endurminning- unum; en framtíðar föðurlandsást- in á samtíðar reynslunni og fram- tíðar voninni. Af því það er skyldu- hlutverk allra manna í lífinu, að nota hin frjálsu persónuöfl einung- is til að þroska og fullkomna mann- llfsheildina, og vinna í samræmi við framþróunarlögmál lífsins þá er auð sætt, að sérhver maður hlýtur að vinna að þessu á því sviði, sem næst honum liggur, þar sem hann hefir þegnréttindi og þegnlegar skyldur. Yið getum ekki breytt því, sem lið- ið er. En við getum lært af þvi liðna okkur til nota í samtíðarlífinu, og við getum dáðst að liinum óum- breytanlegu myndum fortíðarinnar. — Það er því framtíðar föðurlandið, sem við getum unnið fyrir, verðum að vinna fyrir, til þess að fullnægja tilgangi lífsins. Ástin til gamla landsins er ekki ó- lík móðurástinni; hún er tilbreyt- ingalaus, þakklát virðingar tilfinn- ing. Þegar við horfum til baka, sjá- um við alt af sömu sjónirnar; við getum ekki breytt þeim, þó við vild- um. Hún verður því líflaus bókstaf- ur, að eins orð, hjá flestum. En ást- in til nýja landsins, er þar á móti eins og ást liinna ungu elskenda: Iþrungin af lífi, starfsáformum, von- um og framtíðar hugsjónum, og þessa ást getum við sýnt í fram- kvæmdum, af því við erum starf- andi hlutar í þessari nýju mannfé- lagsheild. Af þvf þetta nýja föður- iand veitir okkur framkvæmda- réttindi, þá tilheyra því allar okkar framkvæinda skyldur, og jafnvel að verja það fyrir árásum af okkar eig- in gamla föðurlandi, ef þörf krefst. En jafnvel þó föðurlandsástin til gamla landsins sé bygð á endur- minningunum, þá höfum við samt eitt tækifæri til að sýna hana í verki og framkvæmd. En það tæki- færi felst að eins í því, að leysa vel af hendi -okkar þjóðfélagsstörf í fram- tíðarlandinu. Samtíðar menningin skoðar okkur sem auglýsing eða lif- andi sýnishorn af fslenzku þjóð- inni. Og því meiri yfirburði, sem við getum sýnt fram yfir aðra þjóð- fiokka, þess meiri virðing ávinnum við heimaþjóðinni, og fortíð okkar. Skáldið Goðmundur Kamban seg- ir: að það sé að eins listin, sem Is- lendingar geta notað í samkepn- inni, til að fá viðurkenningu sem ]>jóð með jafn iiáum virðingarsessi við stórþjóðir heimsins. Listin er fólgin í verkum og hugmyndum, sem skara fram úr öllu öðru, sem mennirnir hafa framleitt. Ef meiri listhæfni væri sköpuð inn í íslenzka eðlið en annara þjóðflokka, eins og skáldið virðist halda fram, þá gjörð- um við vissulega vel í að æfa það eðli, svo við getum framleitt lista- verk og þannig útbreitt sæmd ís- lenzku þjóðarinnar, og með því sýnt okar föðurlandsást. Við teljum okkur það heiður og lán, að vera fæddir íslendingar; af því við lít- um svo á, að íslenzka þjóðin hafi náð liærri andlegri og líkainlegri þroskun, en margar aðrar þjóðir. Að náttúra landsins hafi gjört hana andlega víðsýna og líkamlega hrausta. Og fyrir ]>að brum við kærieiks og vir'öingarliug til lands- ins, þjóðarinnar og fortíðarinnar. En í þesu felst, að við vonum, að geta því betur — f nútfð og framtíð — leyst af hendi þau störf og fram- kvæmdir, sem miða okkar nýja föð- urlandi til vegs og gengis. íslenzku sérkennin, sem íslenzku kringumstæðurnar sköpuðu, eru að hverfa hér og sömuleiðis móðurmél- ið, íslenzkan, er á förum. Og jafnvel ]>að eina-, sem gat þó fyrirhafnar- laust auðkent okkur, sem Islend- inga fram i aldirnar, er einnig að glatast, og það eru íslenzku manna- nöfnin. Það lýsir ekki miklum á- huga fyrir viðhaldi íslenzks þjóð- ernis né því, að viðurkenpa íslenzkt ætterni, að hætta að nota íslenzku nöfnin. Bezta ráðið til að viðhalda ein- liverjum hlut af íslenzku þjóðerni og málinu hér í framtíðinni, er að láta nútíma menning okkar skara svo fram úr í listhæfni og bókment- um, að við fáum fyrir það almenna viðurkennihg, svo afkomendijmir geti talið sér til heiðurs ætterni sitt, og fái með því hvöt til að nota og rækta hin beztu sérkenni okkar, og hvöt til að læra að meta gildi ináls- ins og bókmentanna að . fornu og nýju. — “Það verður listin, sem lif ir”.. En eg er því miður hræddur um að það verði fáir af fjöldanum, sem læra að meta gildi hennar. En það verða þó þeir fáu sem halda uppi heiðri þjóðflokksins og ætt- jarðarinnar. Hver sem afdrifin verða fyrir Is- lenzkt mál oy þjóðcrni hér í landi, ]>á sé eg ekkert göfugra-fyrir okkur, en að gjöra kenning skáldsins okk- ar að framkfæmd: Láta svanasöng íslenzrar tungu hér í landi fram- leiða hæstu og ljúfustu tónana með- an við höfum ráð á málinu. Og sömuleiðis, að láta tilfinningarnar til ættjarðarinnar vera eins og hans — “að hvað sein þú, föðurland frétt- ir um mig, sé frægð þinni hugnun, — eg elskaði þig”. í sambandi við framanritaðar at- hugasemdir vil eg benda á: að það eru máske margir, sem skilja þýð- ingu föðurlandsástarinnar á annan veg en eg gjöri. Og þar á ineðal eru ritstjórar íslenzku blaðanna í Win- nipeg. Þeir saka hvor annan fyrir skort á föðurlandsást, sem eg sé þó enga ástæðu til. Þeir hafa báðir komið fram sem starfandi öfl í mannfélaginu, mannlífinu til upp- byggingar. Annar hefir valið sér til- finningasviðið til að vinna á, en hinn þekkingarsviðið. Þeir hafa báðir gjört stórvirki f íslenzka menningarheiminum, og sýnt með því sanna föðurlandsást. Kærleik- urinn er tilfinningamál. En þekk- ingin fær gildi sitt gegnum sannan- ir. Kærleikurinn er leiðarvísir mannsins til að nota þckkinguna rétt. Án kærleika er þekkingin lít- ilsvirði fyrir heilbrigði lífsins. Ev- rópu stríðið sannar þetta átakan- iega. En án þekkingar yrði líka verksvið kærleikans lítið og ófull- komið. Minn dómur er, að báðir þessir menn séu sannir föðurlands- vinir, og hafi sýnt það með fram- komu sinni á almennu sviðunum. — Það er auðvitað slæmt, að þeir hata notað getsakir, sterk orð og niður- lægjandi háð hvor á annan. En »g skoða þetta að eins sem óeðlilega ses ing á stríðstímum. Eftir því sem mannúðin, menn- ingin og sönn þekking þroskast meðal þjóðanna, eftir því stækka þessi hugtök, sem tákna föðurland og föðurlandsást, þangað til þau ná yfir alla jarðarkringluna, til allra þjóða heimsins. Og þegar föður- lands hugtakið er orðið svo stórt meðal þjóðanna, ]>á verður friður á jörðu. Og þá geta menn tekið undir með Thomas Paine og sagt: “Ver- öldin er mitt föðurland, og að gjöra gott eru mín trúarbrögð”. M. J. 1 KAUPIÐ Heimsknnglu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : *‘C 1 ' ** oylvia “Hin leyndardómsfullu skjöl” “Dolores” "Jón og Lára” “Ættareinkenni'S” ‘Bróðurdóttir amtmannsins ’ ««T r ** Lara “Ljósvörðurinn” “Hver var hún?” “Forlagaleikurinn’ “Kynjagull” BORGIÐ Heimskringlu Sérstakt Kostaboð Hver áskrifandi blaðsins er sendir oss borgun upp í skuld sína má velja um EINA SÖGUBÓK í kaup- bsetir fyrir hverja $2.00 er hann sendir, TVÆR SÖGUBÆKUR fyrir hverja $4.00, þRJÁR SÖGU- BÆKUR fyrir hverja $6.00, og svo framvegis. Allar borganir sendist oss affallalaust. Notið tædifœrið. Eignist sögumar ókeypis |^X‘XX|iXX*X|XXX«XiX*XXiXXiXX'XX'XX*XX*XX<XX'XX<XX<Xs

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.