Heimskringla - 02.11.1916, Qupperneq 2
BI-&. 2.
HlilMSKRlNGLA.
WINNIPEG, 2. NÓVEMBER 1916
Nokkrar frœðandi leksíur um nœríngu og heilsu
Eftir
DR. EUGENE CHRISTIAN,
New York.
SJÖUNDA LEKSÍA.
Vísindaleg matreiðsla, einföld gjörð og haganleg.
Sýnishorn máitiða.
AÐ meira eða minna leyti hafa vísindin leiðbeint
manninum hérumbil í öllum störfum fyrirtækj-
um, tilraunum og lífsháttum, nema því, hvernig hann
skuli nærast. Einstöku stjórnir landanna hafa gjört
máttvána og gagnslitlar tilraunir til að komast að
fyllri þekkingu í þessum efnum. En frá vísindalegu
sjónarmiði geta menn sagt, að fæðsla manna, eða
fæðuspursmálið, sé lítið ljósara nú en fyrir þúsund
árum. Stjórnin hefir reyndar í mörgum löndum Iátið
rannsaka efnin í fæðunni, en við það hefir setið. AI-
þýða manna hefir aldrei verið frædd um það, hvernig
hún ætti að nota sér þessar upplýsingar.
Og meiri hlutinn af breytingunum, og tilbúningur
og blöndun fæðutegundanna, sem maðurinn hefir
gjört, hefir frá sjónarmiði vísindanna öllu fremur
spilt en bætt um.
Maðurinn upprunninn í hitabeltinu.
Uppruni mannsins er í hinum heitu löndum, og
þaðan hefir hann smáfært sig norður, og með hverri
mílu, sem hann fór frá hinum fyrstu bústöðum sínum,
þá var fyrsta spurning hans sú, hvernig hann skyldi
halda við lífinu. Hann lifði á ávöxtum, aldinum og
rótum í hinum fyrstu bústöðum sínum ; en þ.egar
hann fjarlægðist átthaga sína, varð hann að neyta
hverrar fæðu, sem fyrir var, og gat ekki um kosið.
Varð hann því oft að eta dýr þau, sem hann náði,
með berum höndum. Og þannig lærði hann að eta
kjöt dýra og ef til vill manna líka.
Maðurinn er æðstur af dýrum þeim, sem ganga á
tveimur fótum (quadrumana), og það vita allir, að
dýr þau, sem honum líkjast, sýkjast sjaldan eða ald-
rei, enda lifa þau eingöngu á ávöxtum. En þegar
maðurinn hvarf frá lífernisháttum þeim, sem náttúr-
an í fyrstu hafði ætlað honum, og fór að verða al-
æta, fór að eta alt, sem hann gat komist höndum yfir
og satt hungur hans, þá fóru sjúkdómarnir að koma.
Vísindin koma til sögunnar.
Á fyrri dögum voru aðferðirnar margar og mis-
jafnar, að lækna sjúkdóma mannsins. Voru þær oft
barnalegar og oft hjátrúarfullar, og ein lækninga-
aðferðin hefir rekið aðra. Stundum ætluðu menn, að
sjúkdómurinn stafaði af illum öndum, og var þá lækn-
ingin sú, að reka þá út. Heiðnir menn lásu seið yfir
mönnum, aðrir bænir, og svo komu allrahanda að-
ferðir, svo sem: “hydrotherapi”, “electrotherapi’ ,
“mineral water cures”, “mud baths”, “massage” og
hver veit hvað, og má vel vera, að sumt hafi dugað,
einkum þegar sjúklingurinn hafði traust á því. En
svo fóru læknar meira og meira að grenslast eftir
orsökum sjúkdómanna og studdust meira og meira
við vísindin og efnafræðina, og loks kom full rann-
sókn efnanna í fæðunni, og einnig efnanna, sem lík-
ami mannsins var gjörður af, og nú eru hundruð og
þúsundir mentaðra manna að hugsa um og prófa vís-
indalega matreiðslu eða vísindalegt mataræði (Scien-
tific Eating), sem sumir kalla það.
Með löngum og vandasömum rannsóknum eru
menn nú komnir að þeirri niðurstöðu, að mikill meiri-
hluti sjúkdómanna (nálægt 90 prósent) komi af því,
að menn vanræki eða brjóti lögmál náttúrunnar, sem
skýrt er frá í fyrstu leksíu. Einnig hafa menn og það
fyrir löngu, orðið ásáttir um það, að hin eðlilegasta
lækning sé sú, að hlýða þessum lögum, með því að
útrýma eða eyða orsökum sjúkdómanna. Og þó að
menn ekki gjöri annað en að hlýða þessum lögum,
sem vísindin eru búin að sanna, þá hjálpar það alt
til þess, að koma í veg fyrir fjölda sjúkdóma. En hin
vísindalega lækning sjúkdóma þeirra, sem menn þjást
af, er í því fólgin, að neyta hinnar réttu fæðu.
Ef að vér gætum valið og blandað í réttum hlut-
föllum fæðu vora eftir aldri, störfum og loftslagi, þá
mundu sjúkdómar tæplega þekkjast. ,En ef að vér
þar á móti brjótum þessi lög náttúrunnar, þá er góð
og fullkomin heilsa næstum ómöguleg og óhugsandi.
Og hin vísindalega matreiðsla eða vísindalega nær-
ing er þá fólgin í því, að láta líkamann fá þær fæðu-
tegundir, sem í sér hafa þau hin nauðsynlegu kem-
isku efni, sem líkami mannsins þarfnast, eftir aldri,
loftslagi og starfi, og láta þau vera einmitt í þeim
hlutföllum, að hann hafi þeirra fullnot, og forðist
þannig rotnun þeirra í líkamanum og óþarfa eyðslu.
Það ætti nú að vera öllum augljóst, að þetta geta
menn bezt með einfaldri og óbreyttri fæðu, nýrri úr
skauti náttúrunnar. Eins hlýtur það að vera mönn-
um ljóst, að því samsettari og blandaðri, sem fæðan
er, því erfiðara verður að fylgja þessum lögum nátt-
úrunnar. Þetta myndi leiða til þess, að menn færu að
eta að eins eina tegund fæðu í hverri máltíð. En þó
að menn séu ekki komnir svo langt og komist kanske
seint, þá eru menn nú að verða meira og meira sann-
færðir um það, að samkvæmt vísindunum ættu menn
að lifa á einfaldri, óbreyttri fæðu, matbúinni á hinn
allra einfaldasta hátt, og einskorða máltíðina við rétti
þá, sem maðurinn verulega þarfnast til næringar lík-
amanum, en aðra ekki.
Hér með fylgir sýnishorn af máltíðum fyrir fólk
frá 25—60 ára að aldri. Hér eru réttirnir fáir, en þó
nógir til þess, að halda líkamanum hraustum.
Vormáltíðir fyrir þá, sem sitja við vinnu.
Morgunverður.
Lítill skamtur af bleyttum sveskjum.
Brauð úr klofnu (flaked) hveiti eða maís.
Tvö glös af góðri mjólk.
Miðdagsverður.
Nýr laukur (onions), parsnips, carrots eða mat-
jurtir soðnar.
Bakaðar sætar eða hvítar kartöflur.
Kveldverður.
Lettuce eða eitthvert nýtt salad með hnotum.
Kartöflur eða hrísgrjón.
Nýjar peas eða beans.
Eitt glas af áfum eða eggjakaka með muldum
hnetum og rjóma.
Rúsínur með dálitlum ostmola.
Vormáltíðir fyrir erfiðismenn.
Morgunverður.
Lítill skamtur af bleyttum sveskjum.
Ómalað hveiti, soðið, eins mikið og menn vilja.
Tvö glös af mjólk og eitt egg.
Miðdagsverður:
Carrots, parsnips, turnips eða cabbage.
Maísbrauð, rúgbrauð, bran meal gems, eða bak-
aða kartöflu væna.
Ostmoli með matskeið af rúsínum.
Kveldverður:
Kartöflur, sætar eða hvítar.
Corn hominy (grófmalaður maís, soðinn í vatni
eða mjólk) eða bakaðar baunir (beans).
Nýjar peas eða beans.
LÍtt eða tvö glös af mjólk eða ögn af fiski.
Súrum ávöxtum öllum er slept úr þessum réttum, því
þegar menn blanda sýrunum saman við línsterkju-
efnin (starches), þá veldur það ofsýringu og ólgu
(fermentation). ‘
Sé mönnum hætt við harðlífi, ættu menn að eta
eina eða tvær matskeiðar af hreinu hveiti-brani með
hverri máltíð.
Eitt eða tvö glös af vatni ættu menn að drekka
með hverri máltíð, en gæta þess, að fæðan sé ve
tuggin og komin niður áður en menn drekka.
Sumarmáltíðir fyrir þá, sem sitja við vinnu.
Morgunverður.
Peaches eða canteloupe.
Tvær stórar, móðnaðar bananas (afhýddar) og
bakaðar í ofm í 10 mmútur, etist með rjóma.
Eitt egg eða glas af mjólk.
Bran meal gem eða corn muffin (maískaka).
Miðdagsverður.
Eitt eða tvö öx af maís (ear of corn).
Hálft glas af góðri mjólk.
Kveldverður.
Lettuce, celery, eða nýtt, grænt salad með hnot-
um.
String beans eða ferskar peas, carrots eða soðinn
laukur (boiled onions).
Potato eða bran meal gems.
(Þessi réttur, er ýmist nefnist ‘gems’ eða ‘muffins' er
búinn til úr heilmöluðu hveitimjöli og bætt við einum
fjórða eða einum fimta af hveiti-brani).
Sumarmáltíðir fyrir erfiðismenn.
Worgunverður.
Cantaloupe eða peaches.
Sweet potato eða flaked wheat.
Ostur með rjóma og fíkjum.
Wiðdagsverður.
Eitt eða tvö öx af mjúkum maís.
Eitt eða tvö glös af áfum.
Ostur með rúsínum og hnotum.
Kveldverður.
Eitthvert nýtt salad með hnotum.
Carrots, turnips, parsnips, cabbage.
Baked potato eða boiled rice.
Áfir eða ostur með rúsínum eða dates.
Af garðmeti má hafa eitt eða annað af neðangreind-
um ávöxtum, í stað þeirra, sem nefndir eru í máltíð-
um þeim, sem að framan hefir verið getið.
Fresh Peas, Beans, Turnip^, Beats, Asparagus,
Carrots, Onions, Cauliflower, Egg plant, Squash,
Cabbage.
Haustmáltíðir fyrir þá, sem sitja við vinnu.
Morgunverður.
Cantaloupe eða bakaðar bananas.
Ómalað hveiti, soðið, etið með rjóma og hnotum.
Hálft glas af góðri mjólk.
. . • , . > , • .
Miðdagsverður.
Carrots, parsnips eða soðinn laukur.
Bran meal gems eða lítið eitt af maísbrauði.
Hálft glas af góðri mjólk.
Kveldverður.
Bakaðar sætar eða hvítar kartöflur.
Carrots eða Winter Squash.
Corn muffins eða bran meal gems.
Eitt g'as af mjólk eða einn bolli af cocoa.
Haastmáltíðir fyrir erfiðismenn.
Morgunverður.
Cantaioupe eða bananas.
ómalað hveiti, soðið, eða maís og hominy með
hnotum og rjóma (hominy er grófgjörður maís
soðinn í vatm eða mjólk).
Eitt egg eða glas af mjólk (mjólkin þó fremur)
Miðdagsverður.
Cabbage, turnips eða lima beans.
Bakaðar kartöflur eða maísbrauð.
Eitt glas af mjólk eða öllu fremur eitt glas af
áfum.
Kveldverður.
Celery með hnotum.
Maísbrauð eða brauð úr heilmöluðu hveiti með
hnotum eða hnotu-smjöri (nut butter).
Eitt eða tvö glös af mjólk.
Vetrarmáltíðir fyrir þá, sem sitja við vinnu.
Morgunverður.
Linsoðin eggjakaka úr tveimur eggjahvítum og
einni rauðu, blandað rjóma og muldum hnot-
Corn muffms.
Hálft glas af mjólk.
Miðdagsverður. ____
Bakaðar sætar kartöflur.
Muffins úr maís eða heilmöluðu hveiti, etist með
1 hnotum og mjólk.
Kveldverður.
Celery, carrots, parsnips eða beets.
Bakaðar kartöflur eða bakaðar beans.
Einn bolli af súkkulaði.
Wafer cracker og ostur, rúsínur, fíkjur og hn»tur.
Vetrarmáltíðir fyrir erfiðismenn.
Morgunverður.
Eitt egg, soðið í tvær mínútur.
Corn muffins eða bran meal gems.
Bakaðar kartöflur.
Corn (maís) kökur, steiktar á pönnu með s mjöri
undir; etist með maple sírópi.
Eitt glas af mjólk.
Miðdagsverður.
Brauð úr maís, heilmöluðu hveiti eða rúg.
Tvö glös af áfum.
Tvær móðnaðar bananas, etist með rúsínum,
hnotum eða góðum osti (cream cheese).
Kveldverður.
Bakaðar kartöflur.
Turnips, carrots eða steikt (stewed) pumpkin.
Maísbrauð, soðin hrísgrjón eða bakaðar kart- j
öflur.
Góður ostur (cream cheese) með fíkjum og
hnotum.
um.
Þing Þjóðverja.
af
Nú fer að koma þingið (Reichs-
tag) þýzka, og verður það frá póli-
tisku sjónarmiði skoðað hið þýð-
ingarmesta þing síðan stríðið byrj-
aði. Skuggum ófaranna er nú farið
að slá yfir Þýzkaland. Þegar Falken-
hayn var rekinn frá yfirforingja-
stöðunni, en Hindenburg settur i
hans stað, þá mátti sjá, að Vilh,
keisara hefir þótt í óvænt efni kom
ið. Þjóðverjar eru þreyttir orðnir
að berjast og vinna hvergi og geta
ekki sigur unnið. Liebknecht er nú
hneptur í fangelsi. Reventlow greifi
fær ekkert að rita, því að hann talar
um ófarir þeirra. Hohenlohe prins
skrifar ritgjörðir um það, að hvor
ugur geti unnið, og menn verði að
sleppa allri von um, að leggja undir
sig lönd annara þjóða. Dr. Nau
mann er örvæntingarfullur út
því, að Rúmcnar hafi farið í stríðið
á móti Þýzkum, og ofurkappi fjand
mannanna á hverjum einasta víg
velli. Um alt Þýzkaland eru menn
meira og minna farnir að sjá, að
hvrju stefnir sfðan 1 byrjun júní.
Hið bezta, sem Þýzkir nú geta
gjöft sér vonir um, er að fá frið með
því, að láta öll þau lönd, sem þeir
hafa unnið. Stóri þýzki flokkurinn
(Pan Germans) talar reyndar um
að leggja undir Þýzkaland ná
grannalöndin; en Hohenlohe prins
segir þeim að það sé fásinna ein. —
Von Tirpitz flokkurinn hnakkrífst
við kanslarann og heimtar, að neð
ansjávarbátarnir fari á stað og
sökkvi nú öllu, sem á sæ flýtur. • En
kanslarinn er hræddur uin, að þ
reiðist Wilson og Bandaríkin. Og
stór-þýzki flokkurinn tekur undir
undir með Tirpitz liðum og vill láta
sökkva öllu neðansjávar.
En svo neyðist kanslarinn til að
skýra þinginu frá því, hvað margir
Þýzkir neðansjávarbátar hafi aldrei
komið aftur, til þess að þagga niðri
í þeim, sein halda vilja neðansjávar
stríðinu áfram. f þinginu býst
kanslarinn við árásum frá riddur-
unum )Junkcrs), frá Liberölum og
frá .Sósíalistum, og hefir hver flokk-
urinn sfna sök á hendur honum. En
flokkar þessir eru svo æstir hver á
inóti öðrum, að líkur eru til að
kanslarinn geti skriðið á milli
þeirra og fengið stuðning þeirra,
sem minni eru ofsamenn.
Allir búast við æsingum og ólát-
um á þinginu, ]»ví að ljótt er um út-
litið og munu skainmir og ásakanir
tíðár og hnútur fljúga í lofti, nema
hermenn skakki leikinn, enda inunu
þeir verða þar nærri, ef að til þarf
að taka.
Feikna mannfall
Austurríki hefir látið nær því hálfa
fimtu milíón manna.
ítalska blaðið ‘Oorriere della Sera’
hefir þær fregnir frá Rómaborg, sem
eiga að vera áreiðanlegar, að fram
að aprílmánuði 1916 hafi Austurríki
kallað til vopna 7,400,000 menn. En
alls eru nú hermenn þeirra að eins
þrjár milíónir, og þó eru 300,000 af
þeim ungir menn og gamalmenni,
— hinir ungu aldrei vopn borið og
gamalmeniiin örvasa orðin —, og
verið er nú að æfa þá. Eftir þessu, er
mun nærri láta, hafa Austurríkis-
menn tapað 4,400,000 hermanna, og
er það meira en helmingur af Öllum
þeirra hermönnum.
MACLENNAN BROS.
Ivaupa A
VflKnstöAvunum.
KORNVARA
FULT LEYFL ÁBYRGSTIR. I EKKI MEÐLIMIR
i’mhotÍNNilar.
undir Canada kornvörulögrunum. | Winnipeg Grain Exchang*
SJ ALFSTÆÐIR
Vér erum tilbúnir aö vfra etfa fönn hærrl prí.sa, heldur en nakkrir
aörir kornvöru-kaupmenn. Korn af öllum tegundum keypt agr má
senda í gegrnum hvaöa Elevator sem er Borgum hæstu upphæöir á
korniö til þeirra, sem senda þaö til v’or, og lánum peninga þeim,
sem vilja geyma korniö sitt.
705 Union Trust Building, Winnipeg.
Kornvöru kaupmenn
Licensed and Bonded.
Acme Grain Co., Ltd.
Walter Scott Bldg. TJnion Trust Bldg.
SASKATOON, WINNIPEG,
Canada Bldg.
MOOSE JAW,
Hveitíbœnc/ur!
Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.—
Reynið að senda oss eitt eða flelri vagnhlöss; vér munum
gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun.
Skrifið út “Shipping Bills’ þannig:
NOTIFY
STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED.
Track Buyers and Commission Merchants
WINNIPEG, MAN.
Vér vísum til Bank of Montreal.
Pemnga-borgun strax Fljót viðskifti
FULLKOMIN SJÓN
HOFUÐVERKUR HORFINN
Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi.
Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfan bezta útbúnað
og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla.
— Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi.
Þægindi og ánægja auðkenna verk vort.
R. J. Patton,
OPTOMETRIST
AND OPTICIAlf
Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s.
211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG
TIRB EXCHANGK — TIRE EXCHAJiGE — TIRE EXCHANGE
I
a
a
x
-
B
b
H
B
e
x
Tire
Exchange
TOGLEÐUR HRINGIR
Nýir og brúkaðir af öllum tegudum.
VULCANIZING VIÐGJÖRÐ.
>4
s
a
■
H
o
R
r
H
AM/tYin VniID CWI Bara fónit! Main 38*2, vili aendum
OMAKlö YÖUR LKKI ettlr hringunum og akilum þeim aft-
ur, þegar vitSgjörUi» er búin.
Bændur — sendiS okkur gömlu togletSurshringina ytSar; vér
grjörum vi« þá., ef þeir eru þess viröi, etSa kaupum þá haesta
vertSi, ef þcir eru of slitnir til vitSgJörtiar.
Thompson Commission Co.
318—320 Hargrave St. Phone: Main 3602
>4
3
m
v
H
e
3
H
C
fí
TIRE KXCHANGIi — TIRE EXCHANGE — TIUE EXCKANGK
Umboðssalar
Hveiti keypt á brautarstöðvum
VAGN-HLÖSS. VANTAR UMBOÐSMENN
Páiö vora prísa áöur en þér seljiö. I>ar sem vér ekki höfum þá
Telephonent Maln 3789 or 3700