Heimskringla - 23.11.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.11.1916, Blaðsíða 4
é BjL*. 4. H EIMSKRINGLA WrNNÍPEG, 23. NÓYEMRER 1Í»1S HEIMSKHINGLA LSIoínnð 1SKÍI ) Keraur út á hverjym Flmtudegl. Útgefendur og eigendur: TIIK VIKIXCi PIIESS, I/I’D. Verh blatSsins í Canada og Bandaríkjun- Jm $2.00 um áriT5 (fyrirfram borgab). Sent líl Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist ráT5smanni blaT5- ilns. Póst eT5a banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, ráT5smaT5ur. Skrifstofa: 720 SHEKBROOKB STHEET., WINXIPKG. P.O. IIox 3171 TalMlnit Garry 4110 ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- *anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. Oss vantar menn, fleiri menn ! Oss vantar þá nú undir eins og framveg- is vantar oss alla þá menn, sem hægt er að fá. Hér er vandi úr að greiða og hann mikill. Stríðið er ekki alt bardagar. Og hér kemur t margt til greina. Það er hlutverk stjórnar- innar að sjá fyrir þessu. Það er hún, sem verður að ráða fram úr þessu . Og af eigin sjón og reynslu get eg sagt, að stjórnin hefir einlægt látið þetta vera sitt mesta áhugamál. Og það er ekki mitt, að fara frekara út í það, en eg verð að segja það hiklaust, að vér get- um ekki búist við, að vinna þetta stríð, nema hver einasti karl og kona í öllu Bretaveldi komi fram svo að stjórnin geti haft þau not af honum eða henni, sem framast er mögu- legt. Stjórnin þarf og heimtar fult dagsverk af hverjum einasta karli og konu, ungum og gömlum á Iandi úti á búum manna, í verk- smiðjunum og hvar sem er, til þess að losa um menn, svo að sem allra flestir geti farið, að hjálpa hinum hraustu mönnum á vígvöllunum. WILLIAM ROBERTSON, General, Chief of Staff. Burt með fína hvíta brauðið og sætu kökurnar. London hinn 15. nóv.: Þaðan kemur fregn ein, sem oss þykir nokkuð nýstárleg, en í hæsta máta heillavænleg fyrir land og lýð. En fregnin er sú, að einn þingmaður Breta og forseti verzlunar-samkundunnar (Board of Trade) í Lundúnum, kom með það Iagafrum- varp fyrir þingið, að menn skyldu með lögum verða neyddir til þess, að nota heilmalað hveiti í brauð alt, í staðinn fyrir “fína, hvíta mjölið’’; bann skyldi einnig lagt á allar fínar kökur (Cakes and Pastry), og í þriðja lagi skyldu verða ákveðmr vissir dagar í hverri viku, er menn mættu hvorki selja kjöt í búð- um neinum eða matreiða og eta á matsöiu- húsum. Hon Walter Runciman er einn af fremstu og merkustu þingmönnum Breta, og er hann kunnur orðmn um allan heim, þó að ungur sé ennþá. Honum er falið, að ráða fram úr vandræðum Breta að hafa eitthvað að eta, og þegar kjötið fór upp í þetta feykilega verð, þá urðu menn hræddir um, að fóikið myndi svelta fyrri eða síðar. Það má segja hann sé nú alræðismaður yfir öllum bjargræðisvegum Breta, og til hans líta allir, hvað mat og bjarg- ræði snertir og vilja hans verða allir að lúta í þessu efni. En honum var nú falið þetta á hendur af því að allir treystu honum. Mr. Runciman lét það í ljósi, að meira þyrfti að gjöra en þetta, því að það þyrfti að koma í veg fyrir hið mikla óhóf, sem menn hefðu í sykurnautn. Menn hefðu sykurinn sem sannkallaða munaðarvöru. Hann kvað nóg af öliu nú sem stæði; en næsta ár myndi fara að herða að mönnum, og þó að það myndi aldrei verða neitt líkt því, sem óvinir þeirra yrðu að þola, þá væri samt nauðsynin Ijós, að búa sig undir hina hörðu tíma. Næsta ár yrði England mestmegnis að treysta upp á Ástralíu með hveiti, og þá þyrftu þeir að vera vissir um, að hafa nógan skipakost til að flytja það. Þeir þyrftu því að halda áfram að byggja ný skip til flutninga. Stórblöðin öll taka ágætlega í þessa stefnu Mr. Runciman’s og lofa að styðja hann eftir megni. Það sézt af þessu, að tímarnir eru alvar- legir og að það þarf bæði á viti og sparnaði að halda. Allir, sem nokkuð þekkja til þess, vita, að hveitið er kanske sú korntegund, sem mesta næringu hefir í sér af öllum, og hefir í sér flest þau efni, sem líkaminn þarfnast. Hveitið myndar hold og vöðva efns og kjöt- ið og þó bctur; en* þá mega menn ekki treysta á fínasta hveitið. Þetta ‘patent’ hveiti, cem menn af vanþekkingu æt'a að sé bezta tegund hveitisins; menn verða að borða hveitið alt og láta ekkert taka úr því við möl- unina; rétt eins og menn borðuðu rúginn úti á Islandi, og varð gott af, þó að hann sé lakari fæða en hveitið. Hvað kökur og sæta- brauð snertir, þá er lagt bann á það, bæði fyrir það, að fólk eyðir sykri og kryddi alls konar í það, og svo af hinu, að það er eigin- lega engin fæða, heldur ruslmatur, sem þeir brosa að, sem vit hafa á. Og það skemmir heilsu manna, eyðileggur smekk þeirra og er eiginlega ímyndað sælgæti, sem maðurinn væri jafnsæll, þó hann smakkaði aldrei á æfr sinni. Sumir halda, að þetta sé svo fínt, og vilja líkja eftir öllu, sem fínt er; en gæta eigi þess, að engir hafa meiri kvillana, engir verða jafn fljótt ellihrumir og hrörlegir og fína fólk- ið, eða lasburða og karlægir. Og vissulega væri það ný kenning, ef að það væri eitt af því eftirsóknarverðasta í heiminum. Hvað kjötið sjálft snertir, þá er það orðið viðurkent, að það er einkum hermannafæða, með öllu því, sem það innibindur. En nú sézt það bezt, að menn geta lifað án þess, þegar með lögum er farið að banna mönnum að eta þa nema dag og dag í viku, sem fyrir löngu er búið að gjöra á Þýzkalandi. Og það er ekkert launungarmál, að menn geta lifað al- veg eins saddir, alveg eins hraustir, alveg ems þolgóðir, alveg eins fjörugir, þó að menn smakki aldrei kjöt á æfi sinni. En þegar snögglega þarf að gjöra breyt- ingu á þessum hlutum, hjá stórþjóð, sem tel- ur 40—50 milíónir manna, þá er það al- gjörlega ómögulegt nema með valdboði; — þó að menn viti, að það sé til heilla og vel- ferðar þjóðarinnar, þá sér hún það ekki, trú- ir því ekki og hlýðir því ekki, nema hún sé knúð til þess, nauðug viljug. Og bak við þetta liggur því það, að fara að eins og Þýzk- ir gjörðu fyrir löngu, af því að þeir voru til neyddir, að skamta þjóðinni eins og her- mönnunum. Að Bretar taka þetta upp, sýnir það skýlaust, að þeir ætla aldrei undan að láta, fyrri en Þjóðverjar liggja flatir við fæt- ur þeirra; og því fyrri, sem Bretar taka upp á þessu, því minni verður skorturinn og því áreiðanlegri sigurinn. Um sama leyti eða áður en Mr. Runciman kom með uppá stungur sínar, kom Mr. Hew- ins með þá uppástungu í neðri málstofunni, að stjórnin gjörði gangskör að því, að efla og halda við fæðustofni landsmanna og sjá um að ekki gæti orðið skortur á neinum nauð- synjum, og enn að varna því, að verð á nauð- synjum keyrði úr hófi. Við umræðuna gat Mr. Churchill þess, eð mesta furðan væri, að stjórnin skyldi þurfa 27 mánaða veraldarstríð til þess að átta sig á því, að þessar einföldu og eðlilegu varúðarreglur væru nauðsynlegar. Fjárhagur. Það hefir nú um all-langan tíma verið mikið taiað um það, að Bandaríkin söfnuðu til sín öllum auði heimsins, og á þessum stríðs tímum lánuðu þau svo mikið fé þjóðunum, sem nú eru að berjast, að þau ættu þær, að kalla mætti, og gætu ráðið öllum mörkuðum þeirra, því að þau hefðu í höndum skuldabréf þeirra upp á milíónir og biiíónir dollara. En nú hefir “Federal Reserve Board’’ rannsakað þetta og gefið út skýrslur um það, er sýna, að menn hafa gjört hér úifalda úr mýflugunni. Og skýrslan um skuldabréf þau, sem Bandaríkin halda frá öðrum löndum, er þess Frá Bretaveldi (einkum þó Canada og ný- lendunum.................$ 212,000,000 Frá Evrópu ............ 1,627,000,000 Frá latnesku ríkjunum í Ameríku............. 88,000,000 Frá Kína ................... 4,000,000 Samtals.............$1,931,000,000 Þessar upphæðir allar verða þá til samans nærri tvær bilíónir; en nú er stríðið búið að kosta Breta um $13,000,000,000, eða þrett- án bilíónir dollara. Þjóðverja hefir það kost- að 12 bilíónir, Frakka er það búið að kosta hið sama eða 12 bilíónir dollara, og Rússa um 9 bilíónir dollara. Þetta munu vera bein útgjöld þessara þjóða: alls 46 bilíónir doll- ara; en ef alt væri til tínt, má ætla kostnað- inn fullar 75 bilíónir dollara. En beri menn nú saman við þetta skuldabréf þau, sem Bandaríkin haida frá Evrópu, sem ekki ná tveimur bilíónum, eftir því sem að ofan er sýnt, þá verður það gjörsamlega hverfandi upphæð: tvær bilíónir á móti 75. En það lán, sem Evrópuþjóðirnar hafa fengið frá Ameríku er nálægt hálfri annari bilíón doll- ara, og sé það borið saman við fé það, sem Evrópuþjóðirnar verða að leggja fram heima hjá sér, verður það Iítil upphæð, og þegar stríðinu er lokið, mundu þær geta borgað skuldina út með því að fá lán hver í sínu eig- in landi. Áður en stríðið hófst átti Bretland úti- standandi í lánum hjá öðrum þjóðum rúmar $20,000,1)00,000 — tuttugu bilíónir dollara. En þá átti Þýzkaland útistandandi lán hjá öðrum þjóðum upp á $5,000,000,000, — fimm bilíónir dollara. Þarna geta menn séð, að Fvrópuþjóðirn- ar gætu svo léttilega borgað þessa hálfrar annarar biííón dollara skuld, með því að leggja móti því lítirin, sáralitinn hluta af þeim skuldum, sem þær eiga hjá öðrum þjóðum. Það er því ímyndun ein, að Bandaríkin séu lánardrotnar Evrópu og geti þar af leiðandi ráðið þar íögum og lo’’Um og prísum öllum. Það heíir eðliiega komist orð á þetta við það, að þegar Bretar voru að borga sínar eigin og annara skuldir í Bandaríkjunum, þá sendu þeir til Ameríku feikna-mikið af gulli, svo að kistur allar og kirnur og skápar urðu fullir af gullinu, og þótti mörgum nóg um. Það er hins vegar áreiðanlegt, að Banda- ríkin hafa mikinn fjárhagslegan hag af því, þegar stríðinu er lokið, að eiga sjálfir öll sín skuldabréf. Evrópuþjóðirnar hafa tínt saman öll skuldabréf Bandaríkjanna í sínum lönduir. og selt þau með háu verði á markaði Banda ríkjanna. En nú um stund geta Bandaríkin tekið leigu af peningum, sem þau eiga á lán- um úti um Evrópu, í staðinn fyrir það, að áð- ur þurftu þau að borga leigu af lánum til Ev rópu, og ætla menn að þetta muni hafa góð áhrif á verzlun milii þeirra og Evrópuþjóð- anna, svo framarlega sem vmnulaunin í Ev- rpu verða ekki svo um muni lægri en í Banda- ríkjunum, og hafi þannig áhrif á vöruverðið, svo að þeir geti þar selt vörurnar billegri en þær eru framleiddar í Bandaríkjunum. En þarna kemur það, sem margir eru búnir að spá, að koma muni eftir stríðið: Annað stríð friðsamt eða án blóðsúthellinga, en kanske engu vægara, hvað efnahag snertir. Þeir kalla það sumir: “The war after the war’. Prísarnir fljúga upp. Það er eins og það séu vængir á öllu, sem menn þurfa að kaupa á þessum dögum. Allir hlaupa til stjórnarinnar, því að hún er móðir allra manna, af hvaða flokki sem eru, og koma þeir fram með spurningar og bænir til hinnar elskuðu mömmu sinnar. Þeir segjast einlægt hafa elskað hana; grátið með henni, þegar hún hafi grátið, og hlegið með henni, þegar hún hafi hlegið. Nú segja menn að sé orðið svo hart í ári, að þeir geti ekki keypt brauð handa börnum sínum eða skó á fætur þeirra, eða hlýja flík að verja þau fyrir vetr arkuldanum. Og stjórninni hrekkur tár af augum, að heyra alla þessa eymd og vill nátt- úrlega hjálpa sínum elskuðu börnum; ^g í Manitoba á að setja nefnd stóra og mikla, eða láta “Public Utilities Commissioner” rann saka, hvernig á þessu standi. Og Ottawa- stjórnin samþykkir tilskipun (Order in Coun cil), og sendir út Iista yfir allar nauðsynja- vörur, sem eru allar fæðutegundir og allur fatnaður, og lætur víti varða, að færa óhæfi- lega upp verð á þessum hlutum með samtök- um (combination) eða öðrum orðum: gróða- bralli. Einkum á þetta við flutning, fram- leiðslu, geymslu eða afhendingu á vörum þessum. Svo að nú mega allir “Skylocks” vara sig; því að ráðgjafi opinberra verka hefir fult vald til að rannsaka alt ítarlega, sem að þessu lýtur. Alt að 5,000 dollara sekt varðar það, ef brotið er á móti reglugjörð- um þessum. Menn segja, margir nokkuð, að prísarnir fari eiginlega ekki upp, en blessaður dollarinn sé á hraðflugi niður á við og sé nú kominn ofan í 67 cents. Vér erum ekki hagfræðing- ur og getum lítið um þetta dæmt. En skemti- staði borgarinnar sjáum vér einlægt troðfulla af prúðbúnu fólki; búðirnar eru svo fullar, að menn geta varla snúið sér við í þeim. Og menn lifa á hinu bezta og dýrasta, sem hægt er að fá, og ekkert þykir nýtandi eða etandi, nema það sé nógu dýrt, hvort sem það er matur eða eitthvað annað. Hið fyrsta, sem menn ættu að gjöra, er að hugsa sér, hvernig þeim líði, sem lifa í hin- um hernumdu löndum og eru öllu sviftir og mega lofa hamingjuna, ef þeir finna harða brauðskorpu að bíta; hið annað er að spara dollarinn og kaupa ekki nema hið allra nauð- synlegasta. Það á margur harða tíma í heim- inum nú, osfher naá segja, að menn lifi í vel- lystingum. — En hvað stjórnirnar snertir, sjá- um vér ekki annað en að þær komi vel fram í málum þessum. Það er eftirspurnin og framboðið, sem ræður verðinu. Hámarkinu náð. French, hershöfðingi Breta segir að nú sé stríðið komið að hámarkinu, og hljóti aðal- kviðan annaðhvort að koma bráðlega eða með vorinu. En því mega menn ekki gleyma, að það er ekki hið sama og að stríðið sé bú- ið þá. Hámark stríðsins og endir þarf ekki endilega að vera hið sama. ÞRIÐJA RÖDD. Þú mmnist í óS (þaS er ágætis ljóS) Hins alkunna glaesimanns, Sem sómi varS þjóS, framar samlöndum stóS Sem sómi síns fósturlands. AS viSgangi þjóSar á þessari grund Hver þumlungur í honum vann, Og ónotuS leiS ekki’ ein einasta 'stund Af æfinni frá því hún rann. Og honum sem prúSasta prúSmenni ann Hver piltur sem meta hann kann, ' Og hafi eg séS nokkurn sjen.tlimann Þá sannlega er þaS hann. Þótt ýmislegt taki hann upp í sitt fang Er altaf hann Baldvin hreinn. I sextugri æsku hann gengur sinn gang Um götuna fríSur og beinn. Og fremur en þú (ekki fremur en eg) Er frúnum hann Baldvin kær, Þótt víSar kannske’ en í Winnipeg Hann v i n k i framan í þær. — Hann læzt vera saklaus, er sumum aS tjá AS sé þaS ei alvara full; En svei mér, eg vildi ekki sverja neitt á HiS sextuga kvennagull. VerSi æfi hans löng! Eg tek undir þann söng MeS öllum í Vesturheim. (Aldrei bregst mér nein von). Lifi Baldvinson Til blessunar mér og þeim! Þó aS ljóS mitt sé smátt, get eg haft þaS svo hátt, AS heyrist um allan geim. Gutt. J. Guttormsson. Konungur samþykkir Allir tala nú ineira um hinar nýju reglugjörðir og stjórn á fæðuteg- undum á Bretlandi, og konungur Bretlands er búinn aö samþykkja og undirskrifa reglugjörð, er skipar allri stjórn á málum þessum í hend- ur eins einasta manns, sein verður alræðismaður (Food Dictator) yfir allri fæöu í ríkinu. Þenna mann er ekki húið að tiltaka, ]>ó að nefndur liafi veriö til þess starfa Lord Milner (Higli Commissioncr fyrir Suður- Afríku) og Lord Havenport. Aðrir vilja, að Walter Runeiman fái stöð- una; maðurinn ,sem öilu þessu hef- ir komið á stað og gjört hefir meira fyrir mál þetta en ndkkur annar maður á Englandi. J>essar hreyfingar á Englandi, að Játa stjórnina taka að sér urnsjón og eftirlit á sölu og kaupum allra fæðutegunda, hafa verið gjörðar í þeim tiigangi. að varna því að skortur verði, að auka sparnað og koma í veg fyrir alt sukk og eyðslu, að iáta hina fátæku hafa sinn skamt sem hina ríku, og að skamtur sá sé nærandi og haldi við kröftum manna og holdum. t>að verður því Ll fræðslu fyrir aiþýðu í þessum malum, og þess er sannarlega þörf. En svo verður þetta einnig til þess, að styrkja hendur og allar fram- kvæmdir manna þeirra, sem berjast fyrir afnámi víndrykkjunnar á Eng- landi, og sá flokkur er mikill og fjölmennur og segja menn að hann eflist ineð hverjum degi sem líður. Eru ]>cir nú ]>egar búnir að hefja hina snörpustu baráttu til útrým- ingar vínsins, að ininsta kosti með- an stríðið stendur yfir. Og þegar Mr. Runciman var bú- inn aö flytja ræðu sína á þingi á miðvikudaginn var, ]>á lýsti hópur þingmanna því yfir í þinginu, að þeir ætluðu að koma fram mjög bráðlega með lagafrumvarp um að banna allan tilbúning á áfengum drykkjum. l>á var einnig nýlega lögð fyrir stjórnina bænarskrá, .ineð undir- skriftum þúsunda hinna mcrkustn manna landsins, og fór bænarskráin frain á, að öll vínsöluleyfi yrðu af- jiumin meðan strfðið stæði yfir- — Þarna voru undirritaðir merkustu listamenn, skáld, fræðimenn, fjár- hagsfræðingar og auðmenn, iðnaðar menn og verksmiðjueigendur, em- bættismenn og hershöfðingjar. Matspjöld koma ekki strax. Stórblaðið Times segir i ritstjórn- argrein. að ekki sé líklegt, að mat- spjöld komi strax, svo að hver mað- ur verði að sýna matspjald sitt, er hann kaupir sér í matinn, og áái ekki annað en það, sem þar sten^ ur, eins og á sér stað á Þýzkalanét. En það væri hið sama og úthluta hverri einustu manneskju mat siisn í hvert skifti eins og hcrmönnuw. En harðni mikið má búast við að svo fari- A Englandi hefir fæða öll hækkað ákaflega. Frá byrjun stríðsins til 1. nóvember hafa matvörur farið .upp um 78 prósent f smásölu. Er hækk- un þessi svo mikil, að menn eiga erf- itt með að sjá fram úr því. Það er því ckki furða, þó að menn eéu þreyttir á þessu og taki fúslega hin- um nýju breytingum- Og viidu marg ir að þetta hefði verið gjört fyrri. Sendið Heimskringlu til hermanna á Englandi og Frakklandi KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MANUÐI eða $1.50 I 12 MANUDI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. THE VIKING PRESS, LIMITED. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.