Heimskringla - 14.12.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.12.1916, Blaðsíða 1
Royal Optical C«. Elztu Opticians i Winnipeg. Við höfum reynst vinum þínum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn~ ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXXI. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER 1916. NR. 12 RT. HON. SIR R. L. BORDEN stjórnarformaSur Canada. R. B. BENNEIT, M.P. Director General of National Service. Vesturför Sir Bordens. Á mánudaginn komu þeir hingað forsætisráðherra Canada Rt. Hon. Robert L. Borden og R. B. Bennett, þingmaður í Dominion þinginu, á ferð sinni vestur um fylkin til þess að hvetja alþýðu alla til l)átttöku í strfði þessu (National Service). Þeim var tekið fyrirtaks vel, er þeir komu hingað, af fylkisstjóran- um, Sir James Aikins, Mr, Norris forsætisráðherra fylkisins, borgar- stjóra Waugh, General Ruttan og stórmennum öllum og ráðgjöfum fylkisins; komst þar enginn flokka greiningur að, því að þar voru jafnt Liberalar sem Konservatívar. Fundir voru haldnir þetta kveld bæði í Walker1 leikhúsi og í Grace kyrkjunni á sama tíma og töluðu gestirnir á báðum á víxl. En heima- menn fögnuðu þeim, þeir Mr. Nor- ris og Mr. Waugh. Húsin bæði voru svo ful), að fjöldi manna varð frá að snúa og löngu fyrir tímann voru öll sæti upptekln á leikhúsinu. 1 kyrkjunni var Chief Justice Mathers forseti, og bað þá velkomna, Mr. Borden forsætisráðherra Canada og Mr. Bennett, Director General of National Sei-vice. Á leikhúsinu tal-, aði forsætisráðherra fylkisins fyrst- ur og heilsaði gestum þessum og sagðist mikið vel. Mr. Borden lýsti yfir erindi sfnu, að hvetja menn til National Service — eða að leggja sig alla fram, konur sem karlar, til þess að styðja að því »ð Bandainenn, ynnu sigur í stríði þessu og afstýra þannig voða þeim, sem nú hvílir yfir öllum heimi. — Framkoma Canadamanna hefði ver- ið framúrskarandi á vígvöllunum •og þeir væru þegar búnir að vinna fyrir Canada lárviðarsveig, sem ekki gæti fölnað um aldir fram. Kom- andi kynslóðlr myndu vitna til þeirra og lofa þá fyrir hugprýðina, staðfestuna og hreystiverkin. Þeir hefðu gengið til víganna óvanir og lftt undirbúnir, og þeir hefðu sýnt það undir eins, að kynflokkar þeir, sem þeir voru af komnir, væru alt annað en á fallanda fæti. Þeir hefðu verið og væru andvígir stríð- inu: en óskelfdir gengu þeir móti margæfðum, þaulvönum bardaga- mönnum, sem beztir væru taldir í heimi: hrundu þeim og hröktu: og er nú fyrir þetta nafn Canada og Canadamanna orðið frægt um heim allan. Mr. Borden kvaðst hafa farið til vígvallanna og séð þar Canada- mennina á vopnaþingum, þar sem þytur þýzku kúlnanna hvein í lofti — og nú gleddi það hann að sjá | nokkra af þeim hér heim komna í ' Winnipeg. Hann kvaðst hafa á- varpað Canadamenn á vígvöllun- 1 um, á spítulunum, og heyrt gleði- ; hróp þeirra særðu 'og fötluðu, er | þeir heyrðu talað um, að halda i Strfðinu áfrarn til sigurs. Sigurþrá- j in brennur þeim í brjósti og gagn- tekur huga þeirra. Iiann kvað menn hér ekki getá haft fuila hugmynd um stríðið eins og það væri. Heiina á gamla Eng- landi stæði það mönnum skýrara fyrir sjónum; í borgunum á strönd- um Englands, sem Þjóðverjar hafa brotið niður með sprengikúlum fallbyssanna á herskipum sínum. Eða þeir, sem hafa séð nánustu skyldmenni og kærustu ástvini sundurtætta af 2eppelinum í háa lofti. Eða hvað er það, sem verndar oss frá hryllingum og skelfingum stríðsins, eins og það hefir háð ver- ið á Fraklandi, í Belgíu, Serbíu eða á Póllandi? Hvað er það, sem varð- veitir hina ungu menn í landi þessu frá því að verða dregnir sem fangar til annara landa til að vinna þar sem þrælar, barðir, svívirtir og fyr- irlitnir? Hvað er það, sem varnar því, að ungbörn og konur eru ekki limlestar og deyddar á strætum borga yðar? Hvað veldur því, að þökin sitja óbrotin á kyrkjum yðar, eða að hús og heimili yðar liggja ekki í \-ústum eða eru til ösku brunnin? Þaö er Bretaveldi. Það er Bretaveldi, sem varSveitir ySur frá öllum þessum skelfingum! — Og Og af þeirri ástæðu er eg nú hér kominn til þess að heita á hjálp og fulltingi allra manna í Canada, aö þeir leggi nú fram alt, sem til er, og beiti öllu þvf afli andlegu og lík- amlegu, sem þeir og þær hafa til að bera; öllum þeim vopnum og meðulum, sem þeir hafa ráð á, til þess að vinna þetta stríð! -----Þetta stríð er alt annað en stríðin voru í gamla daga; þvf að hér eru það ekki hermennirnir, sem hervæðast áð eins, heldur þjóðin öll, ungir sem gamlir, konur sem karlar. Og vopnin eru ekki einungis byssan og sverðið, heldur plógur- inn og forkurinn. Vér getum allir hjálpað! Og konurnar f Canada hafa verið ljómandi gagnteknar af kærleika og meðaumkvun með föðurlandsást- ina logandi í hjarta. Og þessi verk og þessi hluttaka þeirra nú mun gjöra mnningu þeirra kæra og ást- fóigna -eftirkomandi kynslóðum, af- komendum þeirra. -----Þá mintist forsætisráðherr- ann á póstspjöld þau, sem getið var hér í síðasta blaði, og sendast eiga hverjum manni. Tilgangurinn væri sá, að'vita deili á hverjum manni og geta kallað hann, þegar á þyrfti að halda. — — Svo hélt Mr. Borden áfram: Þér hafið rétt-til Jiess hér í Mani- toba, að heimta af fylkisstjórninni, að því, er til hennar kemur, og af Dominion stjórninni, að því er til hennar kemur, að vernda og varð- veita líf yðar, limu og eignir; að halda uppi lögunum; að stjórna rétt og sanngjarnlega öllum opin- berum málum, og um þetta hafið þér allir, hver fulltíða maður, rétt til að greiða atkvæði, eftir reglum þeim, sem settar eru. En eg vil benda yður á það, að þessum rétt- indum fylgja skyldur, sem þér verð- ið að inna af hendi. Og nú er það alt undir því komið, hvernig þér gegnið þessum skyldum, hvort vér vinnum strfðið eða ekki. Og undir því, hvernig hver einstakur maður skilur og gegnir skyldu þessari, er komin framtíð þjóðarinnar. Menn verða að finna til og skilja skyld- una til að varðveita landið og lögin og stofnanir lands og þjóðar. Þær einar þjóðir verða miklar, þar sem þetta stendur hverjum einstökum manni skýrt og ljóst fyrir sjónum. — Vér höfum f flýti tekið þenna útdrátt úr hinni ágætu ræðu Mr. Bordens. En svo taiaði á fundun- um einnig Mr. Bennett, Director General of National Service. Fanst mönnúm mikið til um ræðu hans. En er vér fórum að lfta yfir hana, sáum vér, að útdrætti hennar í blaðinu var þannig varið, að hún þurfti að koma öll, hver einasta setning; en höfðum hvorki tfma né rúm í þetta sinn og verður hún aö bíða næsta biaðs. DAVID LLOYD GEORGE, Hinn nýji stjórnarformaður Bretaveldis. Hin nýja stjórn Breta Forsætisráðherrann er David Lloyd George. Með honum eru aö eins 4 eðrir ráðgjafar í str<ðsráðjiui (War Council), o geru þeir þessú-; Lord Milner, Earl Curzon, Andrew Bonar Law. Arthur Hemjerson. Þetta eru alt reyndir menn oq vitrir og ráða þeir eiginlega einir um aliar framkvæmdir Breta f stríðin.i og mest þó Lloyd George sjálfur, ei verður hálfgjörður alræðisinaður eða “Dictator”, scm hér er kallað. Af þessum mönnum eru þeir Milner og Curzon aðalsmenn tignir, en hir.ir þrír ótignir og Henderson verka- manna fulltrúi. Af hinum öðrum ráðgjöfum má geta þessara: Arthur Balfour, Austin Chamberlain Earl of Derby Sir Edward Carson Lord Robert Cecil. og fleiri. Hermálaráðgjafi er jarlinn af Derby, vinur og fulltrúi Kitchen- ers; Indlandsráðgjafi er Austii. Chamberlain; Nýlenduráðgjafi V al ter Long; Utanrfkisráðgjafi Artliur Balfour; Flotainálaráðgjafi Sir Ed. Carson, bardagajarlinn frá Ulster. Það má fullyrða, að alt séu þetta valdir menn, og hver fyrir sig fær um að stjórna hvaða ríki sem er á hnetti þessum. Búist við miklnm breytingum. Á Bretlandi horfa nú við miklar breytingar og virðæst allar stefna í lýðveldisáttina. Það er hvorttveggja að Lloyd George er alþýðumaður og1 hefir verið lýðveldismaður alt frá bernsku svo mikill, að margir hafa kallað hann byltingamann. Og nú er sem horfi við nýjir tímar og hefst þar Sósíalista öld, sem margir kalla; því að stjórnin kvað hafa 1 hyggju að taka að sér flutninga alla á sjó og landi, námur allar og jarðyrkju. Stjórnin er þegar búin að taka að sér flutning allan eða að mestu á járnbrautunum; hún rennir ótal verksmiðjum; hún er búin að taka að sér kolanámurnar í Wales, og þykir þetta alt farast hálfu betur en áður. — Enn er eitt stórvægilegt at- riði, sem margir búast við að stjórn- in taki skjótlega að sér, cn það er að hnekkja vínsölunni og vín- drykkjunni, sem hinir mestu stjórn málamcnn Breta eru búnir að segja að væri Bretlands langversti óvinur. Og ef aö þessi liin nýja stjórn get- ur komið þessum breytingum á, að vér tölum ekki um, ef að hún vinn- ur stríðið, eða heldur því frain þar til Þjóðverjar verða að gefast upp, j — þá verða inenn þessir frægir um j aldir fram í sögu mannkynsins. i Og það eru mörg önnur mál en | þessi, sem vænta má að fram gangi , og herskyldulög á írlandi' um leið. ♦ .». og eitt af þeiin eru írsku máiin j g herskyidulög oá írlandi um leið. Til merkis um það, er einhver harð- asti bardagamaður og foringi ír- anna tekinn í stjórnina og gjörður að flotamáláráðgjafa, Sir Edward Carson, og fylgir honum alt norður- Irland. Stríðsfréttir. Eins og sagt var í seinasta blaði voru Rúmenar einlagt á undan- haldi í Rúmeníu og stönsuðu lítið fyrri en þeir komu til höfuðborgar- innar. Þeir reyndu ekki að verja hana, en fluttu burtu úr borginni alt fémætt og vistir allar, sem þeir gátu. Hélt Mackensen innreið sína í borgina hinn 4. desember. Einlægt á þessu undanhaldi, einkum sein- ast.olf því þeir komu austur fyrir Aluta fljótið, urðu Rúmenar að skilja eftir herflokka sína hér og hvar, til að berjast við Þjóðverja og tefja fyrir þeim meðan hinir voru að komast undan. Þetta varð av taka sig upp aftur og aftur, og var þá annaðhvórt, að þeir sem biðu að taka á móti Þýzkum, féllu, eða voru teknir fangnir. Þannig segja fregnir, að þcgar Rúmenar liéldu frá Bucharest, ])á hafi Þýzkir alls verið búnir að taka eina hundr að þúsund til fanga af þeim. En þó nokkuð af þeim föngum var frá byrjun stríðsins, kanske fram und- ir helming; enda var það oft í byrj- uninni, að þeir tóku rúmenska fanga í Dobrudja, þegar þeir voru að hrekjast þar fram og aftur; og þó að Þýzkir hafi tekið einar fim- 10 þúsundir eða svo í þessari kviðu hinni seinustu, þá má það ekki mikið heita; og allur aðalher þeirra hélt undan með ailgóðri skipun til Ploesti, sem er vestanmegin Yalom- nitsa árinnar; það er að sjá sem Rúmenar hafi komist yfir hana með sveitir sfnar og vopn. En Ploesti urðu þeir að yfirgefa á vesturba.kk- anum. Borg sú er í miðju olíuhér- aðinu og var það þó bezt þar norð- ur af í Prahova dalnum. Olían og brunnarnir eySilagt. Menn ætliTallir að Þjóðverjar fái þarna feikna birgöir af kornteg- undum öllum. En fyrst og fremst iiafa Rúmenar eyðilagt alt af þeim, sem þeir gátu í öllu vcstur-Vallaohi og þegar þarna kom hafa þeir reynt það sem þeir gátu til þess að skilja sem minst eftir handa Þýzkum, og þýzka blaðið Frankfurter Zeitung varar Þjóðverja við að gjöra sér miklar vonir um, að fá birgðir kunni að fara, að þeir Rúmenarnir korns frá Rúmeníu; því að svo og Rússarnir geti bjargað mestu af kornin^i, því að aðalbirgðirnar séu niöur með Dóná, í landi, sem Þjóð- ver;ar séu ekki búnir að ná og geti kanske aldrei náð. En í olíulandið voru Þjóðverjar komnir. Það er fyrir meira en viku síðan að þeir komu til Tirgoviste, noivaustur af Bucharest, uppi und- ir fjöllunum; þar voru olíunámur nokkrar, en þó með hinum léieg- ustu og vitum vér ekki með vissu, hvo. t Rúmcnar hafa eyðilagt þær áður en þeir héldu undan þaðan. En aðalbrunnarnir eru um Ploesti og norður í Pralrova dalnum. Sem dæmi þess hvað mikið er af olíu þarna er það, að árið 1915 voru tek- in þaðan 1,500,000 ton af olíu og flutti Rúmenía út 429,000 tons af hreinsuðu olíunni og fóru 98 pró- sent af því eða nærri alt til Þýzka- lands. En nú var ætlað að Rúmenar hefðu þarna birgðir miklar, — eina milíón tonna. Og ef að Þjóðverjar hefðu náð þeim birgðum öllum, þá hefðu þeir þótzt mata krókinn. En í mánudagsblöðunum komu þær fregnir, að í vikunni fyrir hinn 3. desember hefðu Rúmenar -kveikt í öllum brunnum, hreinsunarhúsum, olíu og öllum geymslukössum, sem voru þarna í Prahova dalnum. Og skildu þeir ekki við fyrri en alt var eyðilagt, og segja kunnugir menn, að það taki mikla peninga að geta farið að vinna eða pumpa upp olí- una aftur, því að vélar allar voru einnig eyðilagðar og sé óhugsandi að gjöra það á skemri tíma en sex mánuðum. Og getur þá svo farið, að einhver breyting verði á komin. Austur af Ploesti og austanvið Jal- omnitsa ána snerust Rúmenar gegn Þjóðverjum, sein sóttu fast á eftir þeim og tóku svo á móti, að þeir gátu stráfelt þessa herflokka tvo, sem fastast sóttu á eftir þeim. Þar námu þeir staðar; enda sóttu Þjóð- vcrjar ekki lengra frain, en héldu kyrru fyrir vestan við ána f Ploesti og Bucharest. — Sagt er, að Hind- enburg vilji komast lengra norður; fara alla leið niður með Dóná og þaðan til Odessa. En hvort það er nema draumur einn verður tíminn að sýna. Er hætt við, að Rússar vilji sparka á móti, áður en Þýzkir komast niður að Dónár ósum, og þvf fremur, ef þeir leita lengra. En líklegt er, að nú hörfi Rúmenar ekki mikið lengra undan og taki sér stöðvar við Buseo fljótið, þar sem það kemur úr Bodza skarðinu og reiíhur austur í ána Sereth, rétt áð- ur en hún fellur í Dóná, nálægt Gal- atz. Alt enn í óreiíu á Grikklandi. Á Grikklandi gengur alt enn á sömu tréfótunum. Konstantín kon- ungur er hlnn versti. Hann safnaði að sér mönnum sem hann gat og lét þá fara að grafa skotgrafir og gjöra vígi á öllum hólum og hæð- um í Aþenuborg og kring um borg- ina. Segja sumir að hann hafi getað komið saman einum 20 þúsund her- mönnum. Hann lét taka fasta þús- und Venizelos menn í borginni og setti í dýflissu og var illa og hrak- lega með þá farið; en í Larissaborg, norður í landi að austanverðu, 'var hann að sögn að safna liði. En á meðan hann var að þessu, lýsti hann því yfir, að hann væri algjör- lega hlutlaus (neutral) og ætlaði sér að láta stríðið alveg hlutlaust. En — bætti hann svo við — ef að Bandamenn færu að setja nýjar skrúfur á sig og Grikkland, þá segði hann Bandamönnuin stríð á hendur og íæri í lið með Þjóðverj- um. Bréfin ganga einlægt á milli hans og stjórnarinnar í Berlin, og niina, þegar fyrirsjáanlegt var að Þjóðverjar tækju helminginn af Rúmeníu, þá skrifar Vilhjálmur honum bréf og heitir lionum, að hann skuli opna leiðina á landi til Áþenuborgar, ef að hann segi nú Bandamönnum stríð á hendur. Og það búast margir við að Konstan- tin gjöri von bráðar. Þá má Sarrail foringi Banda- manna í Salonichi, búast við að hafa óvinina að brjósti og baki; — þvf að eins og nú stendur, geta Þjóðverjar sent lið suður til Salon- ichi og Monastir; en Grikkir komið að sunnan, ef að Bandamenn verða ekki nógu fljótir að ganga á milli bols og höfuðs á þeim áður en hinir koma að norðan. Góðafoss straadaður. Mr. Árni Eggertsson fékk nýlega rafskeyti um það frá Isiandi, að gufuskipið Goðafoss væri strandað á norðvestur ströndum íslands. All- ir menn björguðust af skipinu. En lítil von um að bjarga skipinu. Þetta hefir skeð eftir 22. nóv. En engin tíðindi hafa komið um það, hvar þetta liafi verið eða með hverj- um atburðum. Skipið var vátrygt, en skaði hlýtur engu að sfður að vera mikill, þar sem ómögulegt mun viya að fá skip Jieypt eða smíðað, hvorki hér 1 Aineríku eða Evrópu nú sem stendur. Bravó, Saskatchewan! Bakkus feldur með 60,000 at- kvæðum í meiri hluta.— Hafi þeir þökk fyrir, heiður og virðing! — Stjórnin lýsir yfir, að öllum vín- söluhúsum verði lokað 30. desem- ber þ. á. HENTUGAR JÓLAGJAFIR Miss H. Kristjánsson biður þess getið að hún hafi ýmsa muni til sýnis og sölu, sem hentugir væru 'fyrir Jólagjafir, svo sem handmálað- aú leir og silki og fleira, föstudag- inn og laugardaginn þann 15. og 16. desember, að 582 Sargent Ave. TIL LESENDANNA. Það er mikið pláss upptekið í þessu og síðasta biaði af auglýsing- um frá mönnum sem sækja í bæjar- kosningunum, og verður margt að bíða þess vegna. Reynt mun verða, að bæta lesendum blaðsins það upp í næstu blöðum. n SAMK0MA w HJALPARSJOÐ BELGA Verzlunarmenn að Lundar, Man., með styrk Kvenfélagsins og Home Economic Society þar, hafa ákveðið, að halda skemtisamkomu mikla að GOOD TEMPLAR’S HALL, LUNDAR, á Fimtudagskveld, 21. þ. m., kl. 8.30. Þar verður sýnt með uppdráttum og leikum orsakir stríðsins og þátttaka hvers Iands, sem í stríðið er komið. — Einnig verða til skemtana ræður, sam- söngvar, einsöngvar, upplestur og margt fleira. — Dans á eftir. ‘ Ágóði samkomunnar skal ganga til B E L G I A N RELIEF FUND. Það eru því vinsamleg tilmæli samkomunefndar- innar, að fólk úti um bygðina styðji þessa samkomu og sendi til J. Halldórssonar, féhirðis nefndarinnar, gjafir þessu málefni til styrktar; svo sem sokka, vetlinga, smjör, fugla eða hvað annað, sem verðmætt er, og er svo til ætlast, að allar ^líkar sendingar verði seldar við uppboð á samkomunni. Páll Reykdal, skrifari nefndarinnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.