Heimskringla - 14.12.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.12.1916, Blaðsíða 2
ííLö. 2. HEIMSKKINGLA. WlKNfPEG, 14. DESEMKER ÍÍHK. f,andið ljóðs og sögu, ísland, ligg- ur langt í norðri. Fjallatindar teygja sig þar hátt við himin, vafnir hvít- um fannafeldi. Eldur brýzt þar í jörðu og kraftur býr 1 fossum. — Vér, sem fæddumst í heiminn hér erlendis, hugsum til lands þessa með eins mikilli lotningu og þeir, sem átt hafa þar æskustöðvar. En» þann dag f dag syrgir drotn- irtgin fjariæga börn sin, börnin, sem fluttu frá ströndum hennar “vestur um haf”, og hún hefir ekki séð. — Ekki flýðu þau h a n a , því þó hún köld sé og hrjóstrug, á hún ylríka vordaga og bjartar sumarnætur; en þau flýðu harðstjórn mannanna og “álög” þeirra. Svo flýðu vorir hug- I>rúðu forfeður ofrfki Haralds hár- fagra. Fjaiikonan veit þetta og ber því vel sorg sína. Einlæg ósk hennar göfuga hjarta er sú, að börnum hennar vegni vel í Vesturheimi. Tor- tryggin er hún ekki. Aldrei efar hún trygð niðja sinna, þó þeir sverjist í fóstbræðralag erlendis. Veit, að aldrei mun hún annað en frægð og frama hljóta af verkum þeirra í öðr- urn löndum. — Fornkappar hennar festu henni þá vissu f brjósti. Tortrygnin svæfir þó oft hjörtu mannanna, blæs að þeim illvilja og Jætur þá ekkert annað dreyma. Sof- andi sjá þeir ekki. — Margir þykj- ast menn þessir merkisberar góðs og göfugs málefnis og brautryðjend- ur nýrra hugsjóna. — Klerkur nokkur bjó á Islandi í byrjun tuttugustu aldar. Var hann kennimaður all-góður, en trúmaður tæpt í meðallagi. Kristileg störf sín rækti hann þannig, að honum var annara um að grúska í dauðan bók staf, en að læra að þekkja kjör iandsmanna sinna. Land sitt eins og það var eftir miðja nítjándu öld, þekti hann alls ekki, að dæma af ritsmíði einu, sem eftir hann iiggur. Hjartans sann- færing hans virtist sú, að vestu r- fiutningar hefðu ætíð óþarfir verið og iand og þjóð að eins beðið tjón við þá. Tími væri því kominn til að sporna á móti þeim af megni og reyna að hnekkja þeim að fullu. Viðhafa til þess meðul góð og ill. L y g a r , sem stuðluðu til að halda fólki kyrru í landinu, voru öllu réttlætanlegri en þær, sem kæmu því til — að flytja burtu! Dannig virtist rökieiðsla þessa kristna klerks vera. Kynduguin sögum, sem bárust af líöan “Landanna” í Vesturheimi, trúði hann öllum. Áttu þeir að vera teknir að ú r æ 11 a s t, farnir að blanda blóði við ótal aðra þjóð- flokka, hvfta, svarta og guia. Hör- undsJitur þeirra væri því orðinn með öllum litum regnbogans, en út- lendings-einkennin með öJlu horfin. Líkamlega erfiðisvinnu stundaði klerkur mjög lítið. — Einn dag sum- arið 19 ... kom Jiann þó út í tún sitt og tók að aðstoða vinnukonurnar við raksturinn. Fanst honum mikið uin dugnað sinn, enda var hann með nýja hrífu, sem kona ein hög á næsta bæ liaföi smfðað og gefið honum. Vinnukonurnar tóku að hamast Ifka með hrífum sínum og gekk heyvinnan því vel. Er kierkur studdist fram á hrífuskaftið og at- hugaði aðganginn þarna í túninu, datt honum í hug, að gaman væri, að fara vestur um liaf snöggva ferð og sjá hvort “Landarnir” gengju eins rösklega að engjasiætti sínum. Löngun þessi ásótti hann, unz hann lagði frá sér hrífuna — s t a ð- r á ð i n n í að fara tafarlaust til Vesturheims. Nokkrum dögum sfðar sté hann á skipsfjöí. Var hann dag þann í all- góðu skapi, þó nú væri hann að kveðja ættjörðina. Nú fanst honum hann standa í skóm sinna hraustu forfeðra, trúandi á mátt sffín ðg megin eins og þeir, en að þvf leyti þeim m e i r i , að hann væri há- Jærður nýguðfræðingur. Skipið hélt á haf út. Klcrkur stóð á þflfarinu, er ísland var að hverfa í hafið. Hafði hann hugsað sér ð minnast þessa hátíðlega og láta höf- ug tárin streyma niður vanga sína. En nú varð honum litið á öldur hafsins, sem virtust vera að fyllast tryllingi. Hvítfyssandi ultu þær upp að borðstokkum skipsins, sem vildu þær sökkva því í hafsbotn. Klerkur varð mjög skelkaður og gleymdi alveg sorg sinni. Einn af Bandaríkjamönnunum, sem fórst á stórskipinu Lu « i t a n i a, sagði áður en skipið sökk, að þannlg iag- aður dauðdagi væri “yndislegt æfin týrl”. En blessaður presturinn, af- springur fslenzkrar nútíðar menn- ingar, virtiet annarar skoðunar. Hann forðaði sér ofan af þilfarinu, skjálfandi af hræðslu og kvíða. En þá tók ekki betra við, þvf nú fékk hann rétt á eftir íslenzka s j ó s ó t t. Kvað hún vera öllum sóttum skæðarl og v’erri. Stóð glím- an klerks og hennar yfir f marga sem sitja vildu í vissum höfðingja- stellingum, var hristingurinn nokk- uð harðleikinn! Ef klerkur hefði Játið svo lftið, að koina inn f vagn- inn til íslcnzku vesturfaranna, sem verið höfðu í öðru plássi á I leiðinni yfir liaflð, þá hefði hann daga og var ærið tröllsleg, ÞV1 ekki heyrt neinn kvarta. Fólki þessu hann lá alt af f i a t u r, cn sjósótt- in hamaðist i n n a n í honum. Að lokura vann hann þó frægan sigur á sjálfum sér og sjósóttinni á Jiann hátt, að hann komst á fætur. Ekki kom hann samt eftir þetta oft upp á þilfarið, því íslenzkir v e s t- u r f a r a r, sem með skipi þessu voru, voru alt af að flækjast þar. En með þessu fólki vildi klerkur ekki láta sjá sig. — Sízt vildi hann eftir að til Ameríku vaM-i komið, að hann yrði nefndur e in i g r a n t i. Einn dag, er hann sat í hugleið- ingum um fólk þetta, orti hann þetta gullfagra erindi; Eg vil heidur eiga einn anda minn og hugsun bjarta, en að vera sgjqdisveinn s a m 1 í f s þess—þar vegur beinn er frá maga upp f hjarta. A leiðinni yfir hafið dreymdi hann marga unaðsríka drauma. Allir áttu draumar hans sér stað í hinni fornu og frægu Evrópu. l>ar cr menning öll hægfara — R ó m aldrei bygð á einum degi. t>ar eru ríkir menn, ríkir öld fram af öld, en fátækir inenn, fátækir þar er viðeigandi stéttamunur. I?ar stendur vagga alls núverandi verzl- únar-fyrirkomulags mannanna; — þar var fyrsta gróðabrall mannkynsins. Evrópa er einnig vagga vísinda og lista og margvís- legra trúarbragða, — þó hún sé eðli- lega um leið vagga hjátrúar og hindurvitna. Heimskulegt er þó að fást um slíkt, þó að þar hafi þróast trúin á Þorgeirsbola, Móra og S k o 11 u r ! Enda er alt slíkt dót “kveðið niður” fyrir löngu síðan af kraftaskáldum. Kraftaskáld eru hvergi til nema í einu landi Ev rópu. “Landarnir” í Ameríku eiga engin skáld lík gömlu kraftaskáldunum á íslandi. Hagyrðingar þeirra eru bullarar og skáld þeirra leirhnoðar- ar í samanburði við þau. Réttnefnd- ir ættarníðingar eru “Landarnir”, ef þeim er annara um lfkamlega vel- líðan sfna en að lesa draugarímur íslenzkra kraftaskálda. Og klerkur fyltist móð og mælsku með sjálfum sér. Ixiks rann upp dagur sá, er strönd Amerfku cygðist. Klerkur starði þungbúinn á landið. Ekki virtist honum það glæsilegt við fyretu sjón. Fýsti liann þó í land að komast sem fyrst og kynnast þar "áttum" öllum, en lending virtist ennþá ekki mjög nærri. Skipið tók nú að sigla inn fjörð einn. Var það f marga klukkutíma að sigla inn fjörð þenna, svo langur var hann.— Prest- ur var orðinn sár-leiður og sár- gramur. Að lokum hafnaði skipið sig þó við stórskipabryggjuna f Q u e b e c. Komst klerkur þá f land og var von bráðar leiddur f emigranta- h ú s i ð. Hérvirtist hann skoðað- ur blátt áfram emigranti, ekk- ert annað, — hér virtist enginn stéttamunur gjörður. Tollþjónar hömpuðu pjönkum hans. Læknar gjörðu sig lfklega til að úthverfa augum hans og hand- leika hann óþyrmilega, sem hvern annan emigranta. — Prestur beit á jaxlinn og bað fyrir þeim í hljóði. Að raunum þessum loknum, var hann svo tekinn til járnbrautar- stöðvanna. En þar tók ekki betra við. Blaða- strákar, Ijótir og glannalegir, hóp- uðust f kringum hann og otuðu að honum blöðum, sem vfldu þeir æra hann. Sendisveinar gistihúsanna toguðu í hann, sem vildu þeir slíta han-n í sundur. — Einhvernveginn komst hann þó upp f elmlestina. Leit hann þá felmtursaugum út um einn vagngluggann á mannþyrping- una úti á pallinum. Alt var þarna á ferð og flugi. Var engu líkara, en að þetta væri ein- hver bardagavöllur mannanna. Svo mikið létu einstaklingarn- i r hér á sér bera, að hugsa mætti, að hér væri verið að rffa niður ein- veldi og kúgun og hefja upp fána lýðfrelsisins. Eða gat verið, að hér gæti að lfta v a k n a ð a alþýðu, sem nú væri að byrja að taka vald- taumana sér í hendur? — En eimlestin hélt nú af stað með klerkinn og tók að hossa honum á allar hliðar. Másandi, bröltandi og blásandi, hentiat hún. yfir hoit og hæðir, hristandi prestinn, unz tenn- ur hans glömruðu og augu hans urðu kringlótt af áreynelu.— Einsk- is óskaði hann nú fremur en hann væri komlnn á bak fslenzkum h e s t i, vökrum og taumþýðum, og gæti svo í rólegheitum riðið þessar nokkur þúsnnd mílur. --- Annars var lest þessi mjög skrautleg og þægileg. Að eins þeim, þótti fara hér ljómandi vel um sig. Spaugsyrði voru á ailra vörum og allir giaðir í snni, — hér skipaði öndvegi fslenzka glaðlyndið. Og þetta voru þeir íslenzkir inn- flytjendur, sem æskilegastir eru hvert í land sem þeir koma. 1 þessu fólki býr k j a r n i þess góða Bjartsýni þess hefir barist í margar aldir vlð óblíðu náttúrunnar á ís- landi og s i g r a ð. betta eru mcnn- irnir, sem sigrað hafa íslenzka fjalla- bylji og íslenzkt fannfergi. Þetta eru konurnar, scm lýst hafa sein ylríkir sólargeislar heimahúsin í landinu kalda og á foldinni fanna. — Manni hlýnar um hjartarætur, að koma til Jiessa fólks. Velkomnir hér í land, íslenzku innflytjendur!---- Áður en margir dagai- liðu, endaði þessi óralanga leið og lestin rann inn á járnbrautarstöðina í Winni- pcg. Er prcstur var viss um, að hún hefði staðar nuinið, þreif hann tösk- ur sfnar og ruddist rösklega út á pallinn. Eldheit löngun knúði hann áfram. að fá sem fyrst að sjá “Landana” og heyra þá tala. Þetta brást ekki. Margir Vestur- íslendingar voru þarna fyrir, að bíða eftir eimlest þcssari. Hvílíkir menn! Kiæddir fötum eftir e n s k r i tízku og með e n s k u sniði, — enginn þeirra í s 1 e n z k u m vaðmálsfötum. Með hvíta, stífaða fiibba voru þeir uin hálsinn, — enginn þeirra ineð ís lenzkan ullartrefil. Með enska skó voru þeir úr allavega lituðu leðri, — ekki einn einasti þeirra með ís- lenzka sauðskinnsskó. Margir eldri inannanna gengu við gullbúna göngustafi, — en enginn gekk við íslenzkan broddstaf. Vindla reyktu þeir, — enginn tók í nefið. Slíkir og þvílíkir voru þá “Land- 'arnir”! Klerkur leit til kvenfólksins. Kvenþjóðin hefir honum jafnan jafnan kær verið. En ekki virtust honum stúlkur þessar “sjálegar meyjar”! Engin þeirra var í íslenzk uin peysufötum. Pils kvenna þess- ara voru svo þröng að neðan, að þær virtust eiga örðugt með gang, — ekki var þetta glæsilegt í augum klerks. Og ekki ein einasta þeirra heilsaði aðkomufólki með kT5sft Þær virtust hafa lagt niður íslenzku kossana, þessar stúlkur. — Drottinn góður, hvað átti vesæll maður til bragðs að taka í öðru eins landi og þessu! Og f viðbót við alt annað virtist fólk þetta ekki kunna að þé r a. Flestir þúuðu hann, sem væri hann bóndi eða iðnpðarmaður. Að eins örfáir þéruðu hann og fórst það þó fremur klaufalega. Vissulegá voru þetta “Landar’, — ekki voru það Islendingar. Klerki var sár-nauðugt, að eiga nokkuð saman við fólk þetta að sælda. Sá þó ekki annað ráð vænna. Lét hann því tilleiðast, að stfga upp í bifreið cina og iáta keyra sig eftir aðalstræti borgarinnar. Alt hefði þetta getað farið þolan- lega, ef hann hefði ekki hlerað cftir tali tveggja ungra manna, sem voru þarna með. Heyrði hann, að þeir töluðu saman á e n s k u, — blóðið þaut upp í kinnar hans og fram f augun. Vígamóður greip hann. — Fann hann sig nú knúðan til að sýna fólki þessu, að hann væri þó sannur íslendingur. Orti hann í örsvipan, að austur-fslenzk- um hœtti, vísu eina og tók að kveða hana með gamalli miðalda stemmu. Fór bifreiðin áttunda part úr enskri mílu meðan hann var að “draga seiminn” f lok vísunnar; en ein- kennilegri þögn sló yfir samferða- fólk hans. Vísan var svona: vestur-fslenzka, J. M a g n ú s a r B j a r n a s o n a r, voru ekki þess virði að nefna þær. Ljóð K r. S t e f- ánssonar, þess frumlega og þroskaða skálds, virti hann að vett- ugi. Snjöli og fögur ljóð G u 11 - o r ms .1. O u t t o r in s s o n a r— voru einskis verð. Svo Ijóð S i g. .1 ú 1. .1 ó hannessona r, sem talist geta til vestur-fslenzkra bók- menta, og hreimfögur l.jóð 1>. Þ. Þ o r s t e i n s s o n a r, — alt var þetta argasta rusl í auguin klerks. St. G. S t e p h a n s s o n vissi liann hafa hlotið viðurkenningu allra ínentamanna, heima og hér, - og var of mikill heigull til að neit* því. Einn dag ráfaði hann út í lysti- garð borgarlnnar. Mætti hann þar inörgu ungu vestur-íslenzku fólki. Sérstaklega varð honum ])á starsýnt á ungan mann og unga stúlku, sein gengu hlið við hlið. Virtust honum þetta vera elskendur. Maður þessi var á tvítugs aldri, meðalmaður á hæð og karlmann- lega vaxinn. Var hann sýnishorn ungra vestur-íslenzkra borgar- manna. Likainsæfingar höfðu gjört hann beinan og vasklegan, vöðva hans stælta og harða. Föt hans voru eftir nýjustu tízku. Fas lians var cinarðlegt og staðfestulegt. Hörund hans var bjart og blómlegt: höndur lians hvítar og hreinar. — Hann vann á skrifstofu. Faðir hans hafði orðið að þræla sér út baki brotnu við skurðavinnu eftir að hann koin frá íslandi. Drengurinn liafði brot- ist áfram af sjtflfsdáðuin. Stiilkan, sem með honum var, var á líkum aldri og hann og fögur sem drauma mær. Orð eru ónóg til að lýsa fcgurð hennar. Til að draga upp sanna mynd af fallegri vestur- fslenzkri stúlku þyrfti heimsfrægan málara. Hún var kennari í einum barna- skóla borgarinnar. Staða hennar var heppilegasta staðan, sem ung og velgefin stúlka getur valið sér. Nú hafði stúlka þessi fundið kappa vordrauma sinna, — þenna efnilega og vaska Vestur-lslending. Þau voru bæði efnileg og líkleg til mikils og góðs starfs f mannfélag- inu. Bæði áttu þau bágt með að tala íslenzku. Enskan var mál instu liugsana þeirra og dýpstu tilfinn- inga. Voru þetta eðlilegar afleiðing- ar af orsök. Báðum þótti þeim þó í raun og veru vænt um íslenzkuna og var hlýtt til ættlandsins norðlæga, Is- lands; settu þetta hvorttveggja í samband við föður sinn og móður. En þau voru ekki vakin til trúar á viðhaldi íslenzkunnar hér í landi. Vakin til slíks gátu þau gjört mik- ið. — Hér var verkefni fyrir sannan leið- toga. Hugljúft verk hefði það átt að vera fyrir sannan íslend- i n g, að leiða þessar ungu sálir í blómareit íslenzkra bókmenta. — En er klerkur stóð þarna í lysti- garðinum, fanst honum h e i 1 t h a f milli sín og ungs fólks hér f landi. Og hann var ekki hingað kominn til að brúa höf! Hann var að eins kominn til að f r æ g j a sjáifan sig og heimaland- ið. Sál hans var biksvört af ])jóðar- drambi. Hann flýtti sér heim til herbergis síns og tók þar í einverunni að þéia sjá^lfan sig f ákafa! Við það létti honum ögn f bráðina. Líst mér andans lélegt stand Landa, Landa, Landa. Þetta fjandinn flutt’ f land, fór í Landa, Landa. Vera klerksins í borginni var ekki löng. Á þeim tíma varð hann þó alls þess vfsvitandi, sem hann girntist að vita um “Landana”. Hann sá þá skipa helztu stöður borgarinnar og sá þá standa f stöð- um þessum sjálfum sér og þjóð sinni til sóma. En hann heyrði mörgum þeirra Væri enskan tamari í tali en íslenzkan, — og honum varð þungt innanbrjósts. Hann fann, að flestir þeirra báru hlýjan hug til gamla ættlandsins, og að flestir geymdu sögu þess í hjarta sínu. En hann fann þá elnn ig þrungna af ást til síns nýja föð- urlands, — og hann varð bálreiður. Með gleraugu hlutdrægninnar á blánefi afturhaldsins, reyndi hann ögn að rýna í bækur og blöð Vest- ur-íslendinga, en fann þar ekkert nýtilegt. Frumleg Ijóð vestur-fsl. alþýðumanna gátu ekki snortið hans k 1 a s s i s k a heila. Frumlegar sögur góðskáldsins Eftir stutta dvöl í borginni afréð hann að halda út f eina af elztu bygðum íslendinga f Vesturheimi. — Þar fengi hann þó að líkindum eitthvað svipað íslenzkum mat að borða. Bændur bygðarinnar tóku hon- um eftir föngum og létu á borð fyrlr hann bera það bezta, sem þeir áttu til í forðabúrum sfnum. En klerki virtust þetta alt vera enskir réttir, og var — óseðjandi. “Gefið mér barinn harðfisk og feitan lundabagga, reyktan hákarl og súrt smjör”, hrópaði hann sffeld- lega. Annars hefir höfundur æfintýrs þessa aldrei til íslands komið, þekk ir mjög lftið til “alíslenzkra” rétta staðhæfir þvf ekki, að hér sé alveg rétt með sögu farið. Vel getur verið, að klerkur hafi beðið um f e i t a n harðfisk, b a r i n n lundabagga, aúran hákarl og reykt smjör! Brátt tók hann að gjöra vísinda- legar rannsóknir þar f bygðlnni og athuga nákvæmlega líf “Landanna’ frá öllum hliðum. Hann sá hér manningn og framfarir, sem teklð hefði margar aldir að skapa í Ev- rópu En hér hafði þetta skapast á örfáum árum. — Hvílíkt hneyksli! Hann sá, að öll bændavinna var hér gjörð með vélum. — Hann kom út á engi og sá grasið slegið með sláttuvél, síðan rakað með h r í f u, sein gekk á tveimur stórum hjólum og tveir hestar gengu fyrir; enmað: ur sat á hrffunni og stýrði öllu sam- an. Hvílík hrífa! Prestur hugsaði til litlu hrífunnar sinnar heima og vinnukonanna — og hrökk burt af enginu með hryllingi. Þeir bændur, sem hann kyntist, unnu að búum sínum með dugnaði, en virtust gefa sér lítinn tfma til bókalestur$ Um alla hluti gátu þeir þó rætt, jafnvel um g u ð f r æ ð i. Lakast þótti presti, að vera í-ekinn þar i vörðurnar af öðrum eins mönn um! En sárgrætilegast þótti honiim, að sjá íslenzka þjóð fallna svo lágt, að jafnvcl efnamenn og stórbændur legðu á sig alla vinnu frá morgni til kvelds ásamt vinnumönnum sínum. Þessir menn virtust hafa fundið lífsglcðf sína í e r f i ð i s - vinnu og skítaverkum! Ef klerkur hefði verið eldri og þroskaðri, keííi h»nn v«ri* skiln- iBg* bstri. Hann hefði þá séð, að þessir menn eru g u 1 1 k o r n mannfélagsins. Á herðum slíkra dugnaðarmanna hvílir velferð lands og þjóðar. Þeir eru íslenzkar hetjur nútfðarinnar. — Og þeir geta rekið hann og hans lfka í vörðurnar, af þvf þeir cru “lærðir” úr skóla e f t - irtektar og reynslu. — Klerkur festi ekki lengur yndi í Ameríku. Hann dreif sig heim til ís- Iands aftur og samdi “Lýsing” mikla af ferð sinni vestur og “Löndunum” í Vesturheimi. Og hann hélt fyrir- lestra víða á íslandi og fáfróðir menn trúðu honum eins og nýju neti. Alt, sem liann sagði um Vestur- íslendinga, var mjög laglega — 1 o g i ð. Hann sagði frá veru sinni í þess- ari einu bygð, — og dæmdi svo allar aðrar bygðir Vestur-lslendinga í Amcríku eftir henni! — Hann kyntist stöku bændum í þessari bygð—og hlaut þvf að dæma alla vestur-íslenzka bændur eftir Jieim! En Ameríka er stór og vestur- fslenzkt bygðalíf er margbrotið. — Klcrkur sá ekki þúsundasta part þess. Og hann sá ekki rétt bygð þá, sem hann dvaldi í, því hann skoðaði alt með glámskygnum tortrygnis aug- um. Sjón er sögu ríkari, segir mál- tækið; en þessi sjón klcrksins gjörir sögu hans að örgustu lygasögu.----- — Einkennilegur virðist k æ r - 1 e i k u r sumra trúuðu mannanna í garð meðbræðra sinna. Skrítið er það, að maður, sem þykist merkis- beri kristilegra hugsjóna, skuli á- líta það skyldu sína, að stofna til kala og illvilja milli Austur- og Vestur-íslendinga, bræðranna, sem ættu að unnast og bera traust til hvors annars. En þess er skylt að geta, að mað- urinn, sem þetta gjörir, er n ý g u ð- f r æ ð i n g u r ! Hreinhjartaður en með ölhi t r ú- 1 a u s maður gæti ekki aðhafst annað eins. Þeir menn sigla ekki undir f ö 1 s k u flaggi og tala ekki af öðru en sannfæring sinni. En Vestur-íslendingar haida á- fram að lifa þrátt fyrir hrakspár allar. Islenzkan lifir þar á vörum ineirihlutans lengi, lengi enn þá. Ef til vill í margar ókomnar aldir. bögu síns forna ættlands hafa þcir ofið inn i sögu síns nýja fóstur- lands. Það er engin hætta á, að þeir gleymi henni. Og þeirra nýja fósturgrund, land sona þeirra og dætra, heldur áfraai að blómgast og dafna. Sól frelsisins vefur storð þessa geislum sínum: geisluin, se meiga eftlr að leysa allaa heiminn úr álögum, er tfmar líða. • . T JokiMi. “íslenzkir raánaðardagar”. "Islenzkir Mánaðardagar’’ (Calend- ars), svo heitir mánaðatal, er gefið hefir verið út að tilhlutun Únitara- safnaðarins, og hefir sira Rögnv. Pétursson annast um útgáfu þess.— Er þetta hið fegursta rit og ætti öli- um að verða kærkomið. Eru blöðin alls 14: Skrautkápa og á herini Hiyndin ‘Dagurinn’ eftir heimsfraiga listamannin’n norræna Albert Thor- valdsen. Þá er blað með hátíðaósk- um, og eftirskildar llnur,' er skrifa má á til þeirra, er mánaðardagarnir yrðu sendir. Þá koma tólf blöð með mánaðartöflunum á. Á hverju því blaði er mynd af frægum íslendingi, er allir kannast við, en undir mynd- inni setningar eða vísur eftir þá til minnis að hafa yfir mánuðinn. Rit- ið er prentað í jiremur litum og er sannarlegt listaverk .Kostar 25e eg til sölu hjá Stefáni Péturssyni á Heimskringlu og síra Rögnv. Pét- urssyni, 650 Maryland St. Má senda pantanir til þeirra. Ennfremur verð- ur það til sölu víðsvegar um bygðir og hér um bæjinn, og í fslenzkp ; verzlununum flestum. — Snoturra ■ .Iðlakort höfum vér ekki séð, né jafn ; Ódýrt. ™£ D0MIN10N BANK Hortl Sotrc Donr og Sbcrbrooko 8trf*t. H»rnn*tAII nopb__________________ M.MMMMM VoraoJObnr .................. *7,(MH)^K>0 Allar rlarnlr................. *7N,(M>9,00# Vér óskum eftir vtSsklftum veri- lunarmanna og ábyrgjumst aó gafa þelm fullnægju. SpartsJóHsðetld vor •r sú stœrsta sem nokkur bankt hef- lr ! borglnnl. lbúendur þessa hluta borgarlnnar óska aó sklfta vTB stofnum sem þetr vita aS er algerlega trygg. Nafn ▼ort er fulltrygglng óhlutlelka. ByrJIB sparl lnnlegg fyrlr ojálfa yHur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaðor PHONB GARRY 345A Sendið Heimskringlu til hermanna á Engiandi og Frakklandi KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MANUÐI eða $1.50 I 12 MÁNUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskrtnglu í hverri viku, ættu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. THE VIKING PRESS, LIMITED. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg FULLKOMIN SJÓN HOFUÐYERKUR HORFINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. RPílttófl OPTOMEZFRIST * V* I CX l LUII , AXD OPTICIAN Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.