Heimskringla - 14.12.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.12.1916, Blaðsíða 4
BLto. 4. H t 1 M i> K H I N (j L A WINNIPEG, 14. DKSEMBER 1916. HEIMSKTUNGLA «8tnfnu« 18N6) Eemur út & hverjum Flmtudesl. ■Ctgefendur og eigendur: THE VlKlJiG PHESS, LTD. VerD blaUslns í Canada og Bandarikjun- um $2.00 um ári« (fyrirfram borgali). Sent tll lslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blali- slns. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viklng Press, Ltd. M. J. SKAPTASON. Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, rátismat5ur. Skrifstofa: T29 SHERBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 Talsfml Garry 4110 HEIMSKRINGLA er kærkominn gestur íslenzku hermönnun- um. Vér sendum hana til vina yð- ar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuði eða $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Herbert Henry Asquith. Herbert Henry Asquith er fæddur í Mor- ley í Yorkshire hinn 12. september 1852. Gekk í skóla í London og á Balliol háskóla í Oxford. Stundaði hann námið vel og þótti námsmaður ágætur. Að undirbúningsnámi afloknu stundaði hann lög og gjörðist lög- maður 1876 og var í félagi með Sir Charles Russell, og varð á örskömmum tíma frægur sem lögmaður um land alt. Þingmaður varð hann árið 1886. En 1892 varð hann innan- ríkisráðgjafi í stjórnarráði, sem kallað er Gladstone-Roseberry ráðaneytið. Síðan hann fór að fást við stjórnmál hef- irhannverið: fyrst innanríkisráðgjafi, fjár- málaráðgjafi og forsætisráðherra (premier). 0g öll þessi störf leysti hann svo af hendi, að þegar hann slepti einu, þá beið annað eftir honum. Enda mátti sjá það, er hann komst undir eins í vjnfengi við Gladstone, að mað- urinn var mikilsvirði, og voru þeir miklir vin- ir alla tíð meðan Gladstone lifði. Mr. Asquith hefir komið mörgum og stór- merkilegum lagaboðum fram til að bæta hag alþýðu og auka jafnrétti manna. Honum er eignað lagaboðið um, að konur voru gjörðar “factory inspectors’’; lögin um “Employers’ Liability” eru honum eignuð, og bættu þau stórum hag verkamanna; neðri málstofan hratt þeim fyrst 1893, en Chamberlain hafði þau fram 1897. Mr. Asquith er einnig talinn höfundur að lögunum um ellistyrk gamalla manna. Og þó kveður einna mest að lögum hans um, að takmarka vald efri málstofunnar. Þar barð- ist hann móti hertogunum, jörlunum, lávörð- unum og auðvaldinu og hafði sigur að lokum, enda hafði hann öruggan hjálparmann, þar sem David Lloyd George var. Þeir voru á sömu hlið í pólitík og flokksmálum, þó að Lloyd George væri byltingamaður og æstur, en Asquith varasamur og stiltur. Á þingi er sagt, að enginn ræðumaður hafi jafnast á við Asquith síðan Gladstone gamla leið. Þar kom það skýrast fram, hví- líkur maður Asquith var; og svo var hann fjölhæfur, að það var sama, hvort hann tal- aði um fjárhag eða utanríkis stjórnmál, eða um verkamannamál, um flotamál, um kyrkju- mál Vallendinga (Welsh Disestablishment), eða heimastjórnarmál Ira eða tollfrelsi. I ræðum Asquiths var aldrei nokkurt orð eða setning ónýtt hjal; hann var aldrei æst- ur; meiningin var æfinlega skýr og ljós og svo fylilega tekin fram, að ekki þurfti orði við að bæta. Hann varð oft að þola árásir og hroðaskammir af andstæðingum sínum. 5n aldrei þurfti hann að taka aftur nokkurt orð eða setningu, sem hann hafði sagt. Hann var oft hvassorður, og tók rækilega ofan í við menn fyrir vitleysur eða rangar skoðanir. — Aldrei sóttist hann eftir lofi annara, og hann var langt of alvarlegur fyrir keskm eða kýmni. Slíkt heyrðist aldrei af vörum hans. Hann gekk æfinlega beint áfram og króka- laust, og fyrir því ávann hann sér oft virð- ingu og velvild andstæðinga sinna. Það, sem kom Asquith til að segja af sér nú, var ástandið á Grikklandi og Rúmeníu- málin. Asquith var konservatíve að því leyti, að hann vildi fara varlega og sjá, hvar hann sté fæti sínum. En Rúmenar voru of ákafir og héldu sig miklu meiri menn en þeir voru. En Grikkir svikulir og prettóttir, sem þeir hafa ætíð fengið orð fyrir, frá fyrstu tímum, jafnvel þegar vegur þeirra stóð sem mestur, og konungur þeirra tól í höndum Vilhjálms keisara. — Aftur á móti er Lloyd George kanske ákafamestur allra stjórnmálamcuina Breta, veruleg hamhleypa. En hins vegar er Bretinn nú Ioksins_ orðinn reiður og vill láta ganga að Þjóðverjum með oddi og egg, og öllum þeirra fylgismönnum. Þeir eru báðir í Liberal-flokki, Asquith og Lloyd George, og báðir hafa unnið saman og styðja hvor ann- an að þessu, sem nú ræður meira en alt ann- að: að brjóta niður veldi Þjóðverja. David Lloyd George. David Lloyd George er fæddur í Man- chester 1 7. janúar 1863, og er því 10 árum og tæpum 5 mánuðum yngri en Asquith. — Misti hann föður sinn, sem var skólakennari, þegar hann var ársgamall. Móðir hans var fátæk, en bróðir hennar tók hana til sín með börnum hennar og hjálpaði henni sem hann gat. Lloyd George sagði 1898, að þau syst- kini hefðu sjaldan fengið kjöt að eta og há- tíð hefði það verið á sunnudögum, þegar þau fengu sitt eggið hvort. Hann átti fyrst að verða prestur, en það fórst fyrir, og eftir vanalegt skólanám fór hann til lögmanns eins. Árið 1880 var hann farinn að rita í North Wales Express og voru það mestalt byitinga- greinar og þær nokkuð ákafar. Árið 1881 kom hann til London og sá þá þinghússbyggingarnar í fyrsta sinni. Lloyd George varð lögmaður árið 1884, og fór undir eins að bera á honum. Hann kvæntist 1888 Miss Maggie Owen. Árið 1890 sótti hann um þingmensku í Carnarvon Bor- oughs og komst inn með 18 atkvæðum um- fram. Það hlaut að bera á honum á þingi sem » annarsstaðar, og 1896 sagði Sir William Har- court, “að litli fingurinn á Lloyd George væri meira virði en allir skozku þingmennirnir. Lloyd George barðist á móti Búastríð- inu. Seinna barðist hann á móti lávörðunum, þegar Mr. Asquith hóf baráttuna á móti þeim. Hamaðist hann þá oft og tíðum; enda höt- uðu þeir hann meira en nokkurn annan. Og þegar það komst í lög að leggja skatt á land- eignir aðalsmanna, þá tók út yfir. Þeir sáu, að þetta var byrjunin að falli þeirra. Svo kom stríðið, og vildi Lloyd George strax koma á herskyldulögum um alt landið og engan undanþiggja, láta þau ganga yfir Irland líka. Hann var ráðgjafi fjármálanna, og var sem hann gæti ausið upp milíónum þar sem enginn vissi af skilding áður. Bretar voru óviðbúnir stríðinu og höfðu hvorki her né vopn. Lávarður Kitchener heitinn og lá- varður Derby útveguðu mennina, en allir voru ráðalausir með að vopna þá. Þá var ekki um annað að gjöra en að fá Lloyd Ge- orge til þess og taka hann frá fjármálunum, því hann var búinn að koma þeim í ágætt lag. Lloyd George tók þá til starfa og á ör- skömmum tíma risu upp vopnasmiðjur um alt landið, ein stórborgin verkamanna hjá ann- ari, svo að landið varð krökt af þeim, og öll- um gat Lloyd George borgað. Þegar lávarður Kitchener druknaði norð- an við Skotland og Bretar mistu þar mann- inn, sem allir treystu og trúðu á, þá var eng- inn maður talinn fær um, að taka sæti hans; Robertson, aðstoðarmaður hans tók reyndar við í orði kveðnu, en aðalmaðurinn var Da- vid Lloyd George. Eins og allir vita, hefir nú verið “Coali- tion Goverpment” á Bretlandi. Með öðrum orðum: í stjórninni eru menn af öllum stjórn- málaflokkum landsins. Þarna verða allir að koma sér saman, hversu ólíkar, sem skoðanir þeirra eru, og hversu mikið, sem þeir hata andstæðinga sína hver um sig. Til þess að halda uppi þannig lagaðri stjórn, þótti enginn maður jafnfær á Englandi sem Asquith. — Hann varð að synda á milli allra og hafa þó sitt fram;' varð að snúa hugum allra að þessu eina, sem var nauðsynlegra en alt annað. Hann gat engu komið fram nema að fá stuðn- ing Liberala, Verkamanna, Unionista og Ira. En þessi stuðningur var æfinlega ótryggur, þegar þessir flokkar hötuðu hver annan. — Hið eina, sem hjálpaði, var það, að þeir höt- uð Þjóðverja meira. Oft voru þeir baldnir við Asquith fylgis- menn hans, og einlægt hefir hann orðið að sitja á sér; og að Asquith skuli hafa getað það svo lengi, er vottur um það, hvað mikill snillingur maðurinn er. Og vafalaust hefir hann oft átt fult í fangi, að halda Lloyd Ge- orge í skefjum, og einlægt hefir það verið erfiðara og erfiðara eftir því sem lengur leið. LJoyd George var ólíkur Asquith. Hann var einlægt að berjast; ekki eiginlega fyrir því, að fá fylgi eins eða annars, heldur fyrir því, sem hann áleit rétt. Hann vildi brjóta alt niður, sem kom í bága við það, sem hann áleit rétt vera; en hugsaði ekkert um það, hvernig öðrum geðjaðist þetta. Hann barð- ist fyrir málinu af því hann áleit það rétt og þessi hugmynd gjörði baráttu hans svo harða og ákafa; hann var ekki að hugsa um, að hlífa neinum eða hegna neinum. Hann hefði fótum troðið vini sína, ef að þeir voru á rangri hlið. Það er haft eftir Lloyd George, að þegar hann var sendur yfir til Irlands, til þess að koma þar á samkomulagi milli flokkanna, þá hafi hann sagt, að ef að nokkur maður gaeti sætt Irana, þá ætti hann að geta það, því að báðir málspartar vantreystu sér. Og það er altalað, að hver einasti stjórnmálaflokkur á Bretlandi vantreysti Lloyd George, nema einn — og þessi eini flokkur er þjóðin öll. Sem flokksmanni treystir enginn honum, en sem Breta treysta honum allir. Menn eru ekki að rífast um það, hvort iandeigendur eigi að halda eignum sínum — land.nu — eða ekki, þegar spurningin blasir við öilum, hvort nokkurt land geti haldið á- fram að vera eign Breta, þegar stríðinu er lokið. Hver hirðir um réttindi verkamanna, þegar í veði er réttur og íreisi manna til þess að eiga sjálíir vinnu sína, eða verða þrælar annara ? Hver hirðlr um atkvæðisrétt kvenna — þegar frelsi og atkvæðisréttur als mann- kynsins er í voða? Hver hirðir um heima- stjórn Iranna, þegar búast má við, að hnef- inn þýzki sviíti þjóðirnar öllum rétti til að stjórna sér sjáifar? I málum þessum geta menn búist við tvennu: Annaðhvort sópar Lloyd George öílu úr végi sér, eins og menn sópa kóngulóarvef úr húsum sínum, eða hann steypist fyiir bakkann niður og kemur kan- ske aldrei upp aftur, og er það þó nokkuð ó- Iíklegt. En því er einhvernveginn þannig var- ið með Lloyd George núna. En þjóðin og þingið fær honum þetta umboð í hendur, —: ekki til þess að hann steypist og dragi Eng- land með sér niður í djúpin, heldur til þess, að hann hefji harðan aðgang að óvinum mannkynsins ctg troði Þýzkarann undir fót- um. Þeir treysta honum til þessa og sýna að þeim er alvara, og upp frá þessu skal ekkert til spara, og engum hlífa, hvorki kotungum eða konungum. Stjórnarskiftin Hinn 10. desember kom út yfir- lýsingin um það, að myndað væri hið nýja stjórnarráð Breta, og er það með svo skjótum atburðum, að fá dæmi eru til slíks, því að þarna þarf að setja eða skipa í 34 ráðgjafasæti, nýjum mönnum, — mönnum af öllum flokkum, sem vissir eru um það, að hafa fylgi allra flokksmanna sinna; mönn- um, sem eiga að taka fram þeim, sem fyrir voru í sætmu að dugn- aði og viturleik; mönnum, sem bera velferð landsins svo heita í brjósti sér, að þeir vilja leggja ah í sölurnar til að vinna stríð þetta og koma Þjóðverjum á kné; — mönnum með svo mikilli orku og áhuga, að ráð óvinanna svigni fyr- ir; mönnum, svo áköfum og fram- kvæmdarsömum, að þeir taki hin- um ráðgjfunum fram, sem á undan voru. Það efast enginn um góðan vilja hinnar nýju stjornar, eoa viturleik hennar, samvizkusemi og áhuga; en mönnum þóttu þeir ekki vera nogu djartir, ekki vera nógu harð- ir í garð Þjóðverja og allra þeirra* vina. Þessi hinn nýji flokkur, með Mr. Lloyd George í fararbroddi, mann- inn, sem fjöldi Breta og ekki síður Þjóðverja, segir að sé gæddur djöfulóðri framkvæmdarsemi (dia- bolical energy), — vill láta hart mæta hörðu og hnúa skafa um nas- ir Grikkjakonungi og hans líkum. Þeir minnast þess, að það er verið að berjast um líf eða dauða, um frelsi eða ánauð. Kurteisin er þá flónska; vægðin er sama og áð tortíma og eyðileggja sjálfan sig og málin, sem menn berjast fyrir. Við blóði stokkna úlfahópana duga engin kjassmæli, heldur brandur- ofbeldismannanna. i inn eða kúlan- Við eiðrofana 8ilda I engir samningar; við svikarana engin grið; við landráðamanninn engin vægð; við þrælana — ekk- ert annað en svipuólin. Þetta hið nýja ráð Breta verður því stríðsráð. Þessir menn allir eru einráðnir í því, að láta nú til skarar skríða, þó að skálmar og axir í prældom i hundrað þúsundatali; sonurinn ^ verðl blóði drifnar. Tíminn emn ungur og meyjan slitin úr faðmi móður sinn-; verður að sýua- hvort beim lukkast ar; móðir og faðir tekinn frá ungum börn-lbetur en bmum* sem lo8ðu allau um eða hjálparvana gamalmennum, sem þá1 sinn mermska vllja °8 vit fram- b° verða harmþrungin að leggjast út af og' að beir færu upp á síðkastið kan- deyja. Aldrei nokkurntíma í heiminum á I ske nokkuð varlega. En framan af hans verstu og grimmustu dögum, hafa dæmi var Það ema ráðið; þeir máttu verið til annars eins; því að þetta er alt ekki fara barðara °8 bafi beir gjört með svo köldu blóði og yfirlögðu ráði t>okk fyrir- t>ví ,að beir hafa gjört Árni Eggertson sækir um ControDer-stöðu. Belgian Relief Fund. Það er fagurt og kærleiksríkt fyrirtæki, sem þeir hafa í fangi á Lundar, Man.: að halda samkomu til styrktar hinum allslausu, kúguðu og marghröktu Belgum. — Þó að ný- lenda þessi sé með hinum yngri bygðum Is- lendinga, þá fylgist hún með tímanum og viðburðunum eins vel — ef ekki betur — en nokkur önnur bygð Islendinga. Hún er “upp to date”, sem menn segja. Hún veit og skil- ur, hvað nú er að fara fram í heiminum. Hún finnur, að hér á allur heimur hlut að málum. I nýlendu þesari blæða hjörtu manna og hríf- ast til sorgar og með aumkvunar yfir þeim blóðugu hörmungum, sem saklausir menn verða að þola af hendi Hryllingin og skelfingin sraýgur sem sverð í gegnum sálir þeirra, er þeir hugsa um barna- morðin, konumorðin, brennurnar, svívirðing- arnar, ránin, og nú seinast, þegar brauðbitinn er tekinn frá munnum hinna ungu og ósjálf- bjarga, hinna sjúku og hjálparlausu. Og svo ofan á alt þetta, þegar fólkið, konur og karl- ar, ungir og gamlir, eru nauðugir fluttir burtu þrældóm í hundrað og svo vísindalegri niðurröðun og tilhögun, af t>essum- sem nu koma, mögulegt mönnum þeim, sem telja sig öllum mannflokk- um æðri, af foringjum og höfðingjum þeirra, sem byggja veldi sitt og stórmensku á því, að útrýma úr hjörtum sínum öllum mannleg- um tilfinningum, svo að dýrið eitt verður eft- ir með blóði stokkinn hvoptinn og augun sindrandi af hatri og grimd. Og það eru þessir menn, sem troða nú „ stálvörðum hælunum eina þjóðma eftir aðra, og steypa yfir þær skelfingu og dauða, og hinum seigpínandi sultarkvölum; því að þeirra ætlun er, að afmá þjóðina, eina eftir aðra, svo að ekki verði af þeim annað eftir en þrælar þeirra. . Til þessara hinna kúguðu og margkvöldu karla og kvenna, ungra barna og ósjálfbjarga gamalmenna, hverfur nú hugur og með- aumkvun Islendinganna á Lundar og sveitun- um þar í kring; og heiður sé þeim fyrir öll þeirra framlög, og blessun fylgi hverri mál- tíðinni, sem þeir senda til að seðja hungrað- an karl eða konu, eða börnin ungu, eða hina eliihrumu, höltu og fötluðu; því að af full- vöxnu fólki er nú ekki eftir í Belgíu, eða verð- ur bráðlega ekkert annað eftir en þeir, sem fatlaðir eru, fótar- eða handarvana, sjúkir menn eða kryplingar, — þeir einir.sem að Þjóðverjar geta ekki notað til að þræla út. Það er þeirra miskunn. 40 þúsundir tóku þeir úr borginni Ghent núna og svo er um allar bygðir og borgir Belgíu. Hugsið yður hvern- ig færi, ef taka ætti alla, bókstaflega alla vinnandi menn og konur úr sveitum yðar og bæjum, og skilja hitt bjargarlaust eftir! — Þetta er skeð í Belgíu; það er búið .að gjöra það. Og þér eruð nú að leggja fram yðar skerf til að reyna að halda lífinu í hinum, sem eftir eru. Guð blessi allar tilraunir yðar og láti þær gleðja aumingjana og seðja hungrið og gefa hinum vonlausu von og hinum kjark- Iausu dug til að draga fram lífið þangað til refsingin nær óbótamönnunum og líknin og réttvísin réttir Yið eru nú til dauðans hag þeirra, sem kvaldir að sigra. Og allra heilla óskum vér hinu nýja ráði og nýja mönn- um, sem nú taka við stjórninni. Ef að það hefir nokkra þýðingu, að vera einbeittur og spara ekkert til þess að ná ákveðnu marki, þá ætti það að sýna sig nú. Og nú heyrum vér, að sama hreyfingin sé á Frakklandi. Þeir vilja einnig setja hina einbeittustu menn fyrir málin; mennina, sem ekkert vilja til spara og engum hlífa, — svo að þeir geti unnið sigur. Og alveg sama hreyfingin er *nú hjá Rússum. Þeir steyptu Sturmer, forsætisráðgjafa. Og þó að vér vit- um óglögt um, hvað gjörist þar eystra, þá eru dylgjur um, að þingið (duman) sé að sópa úr sæt- um mönnum öllum, sem þeir af ein- hverjum ástæðum eru hræddir um, að séu linir í baráttunni á móti Þýzkum eða þá mótfallnir lýðveld- is-hreyfingum þeim, sem nú þjóta um hinar víðlendu sléttur Rússí lands eins og sléttueldar fara um grasi vaxna landfláka á haustdegi. Athugasemdir Glenboro 9. des. 1916. Herra ritstjóri Hkr.! Viljið þér gjöra svo vei og ljá þessum Jínum rúm 1 blaði yðar Lögberg getur þess 30. nóv., að borgarréttindaiögum Canada hafi verið nýlega breytt, svo að nú þurfi menn að vera búsettir 5 ár 1 land- inu til þess að öðlast borgararétt- indi, í stað 3. ára, sem áður var. Þetta cr ekki rétt hjá blaðinu; — gömiu lögin eru í gildi eins og þau hafa verið. Hver sá sem búsettur hefir verið í Ganada í 3 ár, getur tekið borgarabréf samkvæmt gömlu lögunum. En það voru samin ný borgara- réttindalög í Canada 1914, sem samt óskar eftir fylgi Islendinga. Biður alla þá, sem vilja og geta hjálpað til kosningadag- inn, að gefa sig fram strax. LANDAR! Komið fslending í Con- trollers stöðuna! J. J. Vopni Fyrir bœjarfuiltrúa Óskar eftir fylgi m Islendinga í 4. kjördeild koma ekkert í bága við gömlu lög- in. Það eru alríkis borgararéttinda- lögin (Imperial Naturalization Act). Samkvæmt þeim geta menn fengið borgarabréf, sem gildir fyrir alt brezka rfkið og eru skilyrðin sem fylgir: 1. Að hafa verið búsettur í brezka ríkinu í fimm ár eða í þjónustu hins opinbera sömu tímalengd, af síðustu 8 árunum áður en sótt er um borgarabréf. 2. Að hafa verið í - Canada ekki minna en eitt ár strax á undan umsókn og ennfrmeur að hafa átt heima áður í Canada eða öðr um hiutum brezka veldisins fjög- ur ár af þeim siðustu átta árum, á undan umsókn um borgara- réttindi. 3. Gott mannorð. 4. Góða þekkingu á annaðhvort ensku eða frönsku máli. 5. Ásetning — ef borgararéttindin eru veitt, að halda áfram að vera búsettur innan brezka veldisins eða ganga f eða halda áfram að vera f þjónustu ífins opfnbera. Þessi lög gengu í gildi í Canada I. jan. 1915. , Tungumála-ákvæði lag- anna hindrar það að allir geti tekið borgarabréf samkvæmt þessum lög- um. ----Þess er einnig getið f Lögb- 7. des., að Mrs. Laufey ólafsson, sem dó að Skálholt P.O. 26. nóv., hafi átt hcima f Argyle bygðinni. — Hún hefir aldrei, mér vitanlega, verið f Argyle. Þau hjón voru í Glen boro í fjölda mörg ár og sfðustu 2 árin í Skálholt bygðinni, þar sem hún dó. Bæði Glenboro og Skálholt eru í Cypress bygðinni. Hún eftir- skildi eiginmann og 2 sonu, ekki 2 dætur eins og Lögberg sagði. Sama blað getur þess einnig, að Kristján ísfeld Sama blað getur þess einnig (7. des., að Kristján ísfeld frá Cypress River hafi gifst Krlstbjörgu Good- man 22. nóv. Þetta «r ekki rétt. Það var Kjartan ísfeld, son,ur Kristjáns Isfeld, Cypress River, sem gekk að eiga Kristbjörgu dóttur Jóns bónda Goodman, að Glenboro, Man., 22. nóv. sl. Virðingarfylst G. J. Oleson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.