Heimskringla - 01.03.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.03.1917, Blaðsíða 4
BLS. 4. flEIMSKRINGU WINNIPEG, 1. MARZ, 1917. HEIMSKHINGLA (Stofnun 1SS6) Kemur út á hverjum Fimtudegl. Utgefendur og eigcndur: THB VIKING PRESS, LTD. Ver?J blatJsins í Can&da og Bandaríkfun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgat5). Allar borganir sendist rábsmanni blatJ- ■ins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viklng Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, rábsmatJur. Skrifstofa: 720 9HERBROOKG STHEET., WIWIPEG. P.O. Ilox :II71 'l'alMfml Garry 4110 Stefán Pétursson. -O-- Raeða flutt við útför hans 24 feb. í Islenzku Únítara kyrkjunni af séra R. Péturssyni. “Þér munið, bræður, eftir erviði voru og mæðu; til þess vér værum engum til þyng- sla, unnum vér nótt og dag. Þér eruð vitni til þess og Guð hversu réttvíslega og ólast- anlega vér hegðuðum oss hjá yður, því hvorki höfum vér nokkru sinni farið með hræsnis- fortölur, einsog yður er kunnugt, né leiðst af ágirnd, Guð er þess vottur, né leitað lof- stírs af mönnum, hvorki af yður né öðrum. —o— Kæru vinir:—Þeir eru færri en vér vild- um óska, sem þetta gætu með sanni sagt, eða þetta mætti segja um, að endaðri æfi. Líf- ið og iífsbaráttan virðist eigi gjöra það mögu- legt, nema þeim sem gæddir eru óvanalegu sálarþreki og óvanalega næmri tilfinning fyrir því sanna og göfuga. En ef þeim hæfileg- Ieikum væri gæddir allir eða flestir, og þeir lifðu svo lífinu þanmg alt til endans, hve mjög myndi lífið og mannsæfin og æfikjörin þá verða önnur, en þau á tíðum virðast verða. 0g hve færi oft margt á annan veg en fer. Ef til vill, yrði sorgarleikur æfinnar minni, eigi eins sár og bitur, og fótmálin fleiri, sem ekki eins uppgefnir fætur, fengi stígið, áður en yfir félli svefninn þungi og þöguli, og hin dimma dauðans nótt. Og sporin verða fleiri, samverudagarmr fleiri, samferðin lengri, er bezta gjöfin, og ánægjan mesta sem lífið fær veitt, þeim sem saman vilja vera, þó að dvalarslitum dragi, þó samverustundirnar taki eitt sinn enda. Að hafa fylgd tvo þriðju leiðarinnar, í stað þriðjungs, með þeim sem veginn gjöra greiðfærari og beinni, sem bæta upp þreytu vegferðarinnar með trausti er ávalt má á þá setja og aldrei bregst með djúpum og glöðum vinarhug er berst frá þeirra ínnra manm, frá sál þeirra, frá hjarta, ___er stærri gjöf en svo að með nokkru verði mæld. . “Fótmáli lengra, emn dag lengur, — hrópar hugurinn eftir hverjum sem er að fara. “Dvel um daglertgdar bil,” — en það kvöld- ar, og hann er seztur að, hann er hnígin til svefns samferðamaðurinn, en enn er ófann langur vegur, langur áfangi þeim sem eftir eru, og áfram ber að halda eftir vegin- um. En sjálfur er vegurinn æfidagarmr ókomnu fram að gröfinm. Að samleiðin endist sem lengst með þeim sem eru einka- vmir eða samfélagsmenn svo að sem mest sé lifað saman en sem minst sé eftir, áður en skiljast leiðir, svo að sigurVinningarnir smáu, sem samhygð og fögnuð veita séu sem flestir er lífsins stærsta gjöf. Og það er báðum jafnljúft, því vinur úr vinahópi, frá þeim og frá því sem honum er kærast, er aldrei í flýti að fara, þó hann svari og hlýði boðinu þegár kallið kemur. Það er einsog hann staðnæmist og doki við þröskuldin, til þess enn að geta sagt fáein orð, sent fáeina þýða geisla frá ljósi sinnar eigin sálar til þeirra sem eftir sitja, hlýtt á orð þeirra enn um nokkur augnablik áður en hann lokar hurðinm og fer, — . . Sjúkdómslegan sjálf er á stundum eigi ólík þesskonar dvöl. Hann er staðinn upp samferðamaðurinn, hann er kallaður burtu, en hann tefur við hurðina, kastar augnaráði og kveðju yfir hópinn sem eftir situr meðan hann er að fara. Það er síðasta töfin, sem í hans valdi er ei að lengja, hve sárt sem er að skilja, og hve mjög sem hann vildi. Að sem lengst verði til þeirrar stundar er það ljúfasta sem lífið fær látið í té. En hve margt er eigi að athuga er hlut á í því að kallið kemur oft áður en varir. Hve veikur er eigi mannlegur máttur og oft að því kominn að bresta þó hann láti eigi ásjá, og hve hleðst og bætist eigi oft á þær byrðar sem fullþungar eru fyrir, og hve tillitssemin nær þá skamt,—þetta sem göfugast er og eðalbornast í mannlegri sál. Samfélagið, viðskiftalífið, fyllir öll mannlífs- torgin með háreysti og hraðar sér eftir alfara- vegunum, og fáir eða engir heyra það þó sá falli eða andvarpi er ber krossinn. Upp aftur og aftur, dag eftir dag er stöðug umferð frá Getsemane til Golgata og hin föllnu þyrnikrýn- du höfuð reifuð og hjúpuð í götumóðunni. En meðan þannig lagaðri umferð eigi lýkur, er ekkert gjört til þess að fjölga samverustund- unum, lengja samleiðina svo að styttist áfang- inn sem eftir er, og blíðka æfina og lífið. Það gleymist að blómin sem fléttuð eru í margan aðdáunarkransinn og sem oft er ofinn með miklum hagleik, eru slitin úr þyrnikrönsunum af höfðum þeirra er ervið- uðu, nótt og dag, leituðu sér eigi lofstírs af mönnum, en unnu hvert verk með skyldu- rækni og trúmensku. Ótal hugsanir þrengja sér í hugann nú við þessi vegamót. Nú þegar leiðirnar skilja í hinsta sinn. Vinur vor sem horfinn er oss sjónum og sofnaður, var oss öllum kær. Vér þektum hann öll, hugarfar hans og hjartalag, því í viðkynningu hélt hann aldrei neinu til baka, það var ekkert sem hann þurfti að fela, í fari hans bjó ekkert sem eigi var bæði satt og heiðarlegt. Við enga lifði hann í ósátt, við hvílurúmið hans síðasta bíður ekki bræði eða óvild ems einasta manns, og því getur hann rólegur og með frið í hjarta héð- an farið. Hann vildi eigi nema það sem hann áleit satt og rétt. Órétt vildi hann ekki gjöra, og bar óréttinn á stundum heldur sjálf- ur en- hætta því að hann gjörði öðrum rangt með því að hrinda honum af sér. Iðinn samvizkusamur, skyldurækinn, vann hvert sitt verk með trúmensku. Traustur og ábyggi- legur ávalt svo að orð hans brugðust aldrei. Reyndur að drengskap, lifði hann, og dó hann, og fól sitt ráð eilífðarinnar guði einsog hann hafði honum lifað. Margar hugsanir koma oss því í huga, er hann að endaðri æfi og loknu verki kveður oss. Er vér horfum eftir honum yfir djúpið burt frá tímans strönd. En mest og helzt er einsog kveðjan hans minni oss á orðin, “þér munið bræður, eftir erviði voru og mæðu: Til þess vér værum engum til þýngsla unnum vér nótt og dag. Hvorki höfum vér nokkru sinni farið með hræsnisfortölur, né leitað lofstírs af mönnum, hvorki yður né öðrum.” —“Til þess vér værum engum til þýngsla,”-^- nei, mörgum til léttis, mörgu til léttis og að- stoðar þó aldrei öðru en því er hugur og sann- færing fylgdu. Og nú ertu farinn vinur, frá því langa erviði. Hve oft og mikið þú lagðir á þig, veit enginn. Dauðinn greinir það eigi, en sjálfur möglaðir þú aldrei. Yfir miklu og yfir litlu varst þú trúr svo í lífi sem í dauða. Hve hlýjan og ósérplæginn huga hann á- valt bar til vina sinna mun jafnan minst meðal allra sem þektu hann. Kom þar trúmenskan í Ijós sem annarstaðar er hann átti til að bera. Var það hið sama, hvort þeir voru honum nær eða fjær. Hann hafði gefið þeim vináttu sína og það var eitt sem hann aldrei tók aftur. Bresti þeirra og galla gat hann borið, þó honum þætti vænst um það að vita þá fyrir samvizku sinni sem lýtalausasta, sann- orðasta, og trúverðugasta. Af hjarta og sál var vináttan veitt, eigi um örfáar stundir, heldur æfilangt. Dauðinn fjarlægði þá ekki, ekki höfin breiðu sem aðskilja álfurnar og löndin. Að halda á lofti minningu þeirra sem farnir voru, ná til þeirra sem enn voru nálægir, var ein hans stærsta unun. Við burtför eins eftir annan draup hugurinn, og | örlaga kuldinn gekk honum að hjarta. Sálin I fyltist angurværð, við að horfa fram á leið og sjá þá þar ekki lengur. Hinna mörgu samverka sem vér áttum öll með honum, hér á þessum stað, hljótum vér ávalt að minnast; við þau öll var hugur hans sérstaklega heill og óskiftur. Hann var einn af stofnendum þessa safnaðar, op voru honum velferð hans og skoðanir j sérstaklega hjartgrónar. Fulltrúi kyrkju- 1 vorrar hefir hann verið nú í samfleytt tólf ár og lengst af gegnt vandasamasta verkinu. ; Er vér komum nú saman eftir að hann er far- ! inn verður þar autt skarð og hljótt í því sæti er hann skipaði. Mörgum þeim samverkum var eigi lokið, og finst mér nú er eg snerti við þeim að hljóð og þögul þýngsli grípi mig, og ; eg heyra mál hans enn, og sjái hann enn í því i sem við vorum að vinna saman og höfðum til hálfs lokið við. Og við engu þeirra fæ eg svo snert að ekki rifjist upp fyrir mér minn- ingar um hann um hans óeigingjarna starf góðhuga hans, og gleði yfir öilu sem honum fanst að til gagns mundi miða. Og maður horfir um kring og spyr ósjálfrátt mun nokk- { ur taka upp verkið hans? Mun nokkur vinna i öll þau verk sem honum eru fengin, hvort þau miða til eins eða annars, með sömu trú- mensku með sömu skyldurækni og sannleiks- ást og hann. Oss hættir öllum við, að horfa á stundum fram á lífsbrautina með vantraust og kvíða, og sviðakendum sársauka, þegar þeir hverfa, sem maður fann að fóru ávalt betur með manns eigið traust, en maður sjálf- ur, reyndust því hollari, brugðust því sjaldnar. j 0g horfa svo til samtíðarinnar og hópanna og j fjöldans, sem sjálfsagt að ástæðulausu, en þó svo sannarlega og víst virðast fremur einsog skriða en fjallshnúkur, feyskin brot og smælki en gróandi viður. Þeir sem reynt hafa trú- mensku hans og sanngirni, munu hennar lengi minnast og víða leita hér eftir. Hjálpfúsari mann gat heldur ekki ef til var leitað, en hjálp hans var hóglát yfirlætis- J laus og þögul. Hún var eigi gjörð til þess að ! leita lofstírs af mönnum. Þó sjálfir ættu I hann ekki mikið, og þó kraftar hans væri eigi miklir, varð hann þó oft að liði og það ávalt á svo Ijúfan hátt, að sá sem aðstoðarinnar naut, leið eigi meira fyrir hjálpina, en ef hennar hefði verið synjað, einsog stundum hefir hent með miskunnar verkin í heimi þessum. Frá verki hans verður hans saknað lengi; en mestur.er þó söknuðurinn að sjálfur hann er farinn, og með honum einn af vor- um beztu drengjum, er ávalt hélt öll orð sín, efndi öll sín Ioforð og leysti öll sín verk af hendi með prýði og trúmensku. Stefán Péíursson var fæddur 10 dag apríl mánaðar 1867 á Leifsstöðum í Bólstaðahlíðar sókn í Húnaþingi. Voru foreldrar hans Pét- ur Björnsson ættaður Norðan úr Þingeyjar- sýslu og kona hans Rannveig Magnúsdóttir ættuð úr Skagafirði. Þrjá bræður á hann á lífi, eru tveir þeirra á Islandi Pétur kaupmað- ur á AklJreyr' og Sigurður bóndi í Skagafirði, sá þriðji, Magnús, er búsettur hér í bæ og fluttust þeir bræður saman, hingað vestur. Snemma misti Stefán föður sinn, og voru þá foreldrar hans flutt að Reynistað í Skagafirði. Fluttist hann þá með móður sinrii aftur vestur í Húnavatnssýslu og ólst upp innan Bólstaðar- hlíðar sóknar fram yfir fermingar aldur. Var hann um nokkurn tíma hjá Pétri búfræðingi Péturssyni á Gunnsteinsstöðum í Langadal og naut þar tilsagnar í Dönsku og almennum fræðum, en undirbúnings mentun sína fékk hann hjá sóknarpresti sínum séra Stefán Jónssyni á Bergstöðum. Síðustu árin þar í sveitinni var hann barnakennari. Um tvítugs aldur fór hann til Akureyrar til þess að nema prentun og vistaðist hjá Birni Jónssyni útgef- anda Norðanfara. Var hann þar í nærri þrjú ár, en fpr þá til Reykjavíkur fyrst sem prent- ari að ísafold en þar næst að Félagsprent- smiðjunni. Kyntist hann þar fyrst Jóni rit- stjóra Ólafssyni og hélzt sá kunningsskapur meðan báðir lifðu. Á þessum árum full- numaði hann sig í móðurmáli sínu og Dönsku svo að hann máttr heita mæta vel að sér í báðum þeim málum. Haustið 1890 fluttist hann og Magnús bróðir hans hingað vestur. Komu þeir til Winnipeg 12. desember um veturinn. Að Stefán kom hingað var mest fynr áeggjun Jóns Ólafssonar er þá var hingað kominn og orðinn ritsjóri við “Lögberg.” Réðist Stefán nú sem prentari að Lögbergi og var við það þann vetur. En sumarið eftir fór hann suður í Bandatíki. Var hann fyrst í íslenzku bygð- inni í Dakota um nokkurn tíma en þar næst í Minneapolis. Var hann þar um nokkurn tíma og vann við prentun, ýmist á enskum prentsmiðjum eða norskum. En um 1893 fór hann þaðan til Chicago og réðist sem prentari að norska blaðinu “Norden.” Var hann kominn þangað nokkru á undan Jóni Olafssyni er þangað fluttist héðan. Voru þeir nú enn samtíða, við blaðið um allnokkurt skeið, mun Stefám hafa þótt vænna um hann en flesta aðra menn er hann kyntist. Leið eigi það ár eftir að þeir skildu þar að eigi færi þeim mörg bréf á milli. Og á síðast- liðnu sumri er lát Jóns barst hingað, mun fáum hafa fallið það þýngra en Stefáni. Haustið 1900 þann 13. oktober kvongað- ist hann hinni góðu trúlyndu konu sinni er nú syrgir burtu horfin vin, h'ólmfríði Sigurðar- dóttur, og Helgu Ásmundardóttur frá Vallá á Kjalarnesi í Gullbringusýslu. Bjuggu þau enn í 2 ár í Chicago en fluttu þvínæst alfarin hingað til bæjar árið 1902. Og hafa þau búið hér síðan. Um veturinn 1902 byrjaði Stefán að vmna við enska blaðið “Telegram” hér í bæ sem prentari, en vorið 1904 mun hann hafa ráðist að Heimskringlu. Og þar hefir hann unnið síðan. Hvað blaðið og útgefendur þess eiga honum að þakka fyrir starf hans við það í 13 ár, sem síðan eru liðin, verður eigi talið hér, og veit það enda engi maður. En þar hefir hann unnið og gef- ið krafta sína í þjónustu þess, fram til þess tíma að heilsuna þraut með öllu á þessum vetri. Þekking hans á íslenzku máli og hin haldgóða undirstöðumentun er hann átti yfir að ráða, kom þar oft að góðu liði. Sam- vinnu þýðari og skylduræknari mann, um- hyggjusamari og vandvirknari var eigi unt að finna. Og engin gat meiri hollustu sýnt eða meir í sölur lagt fyrir það starf en hann hefir gjört. Stefán var gæddur frábærlega fínum og Iiprum gáfum, og kom það bezt fram í viðræðum við hann á þeim stundum er hann gat tekið sér hvíld frá erviðinu. Hann var frjáls í anda og hugur hans og sál var öll þar sem víðsýnið var mest og jöfnuðurinn stærst- Á frelsis hugsjóninni festi hann ungur STEFÁN PÉTURSS0N. Hálfnuð sagan enduð. — íslenzk saga.— Allir runnir dropar hjartablóðs. Burt í fjarlægð fluttur Ijómi daga fögnuðs þess og gleði, er bað sér hljóðs. — Hálfa sögu eg las þér síðsta sinni, seinni helftin geymist framtíð hjá. Hver mun dagur? hvert það undra inni áframhaldið þegar Iengja má? Ofar geymist svarið sefafjöllum — svarið — vissan. — Spá er alt um knng: að úr lífs vors baugabrotum öllum búum vér til nýjan sjónarhring — lending sé við lífs og dauða gjögur, landnám nýtt, sem skygt er jörðu frá. Máske allar Islendinga sögur eigi þar sín beztu lok að fá.----- Trúi, dyggi, sanni samborgari, sólskinsvinur, starfs og skyldu þjónn! hreinum alt var hreint í þínu fari, hugrenningin djúpur sannleikstónn. Þeir, sem nánast þektu þig og skildu — þeir, sem unnu langan dag með þér —■ þeir, sem sömu menning með þér vildu mega bíða unz fylt þitt skarðið er. Fyrir þig sem sefur, sáttur er eg, sólar þó og lífs eg unni þér. Þá, sem lifa, fyrir brjósti ber eg, burtför þína harmar vinur hver Einum færra, er okkar beztu drengja, íslendinga, fyrir vestan haf, sem að þrá þann ljóssins dag að lengja lífi manns, sem frelsisandinn gaf. Orðstír sá, sem liðinn munar mestu, minning þinni hjartastaðinn kaus: Þar sem alúð einlægninnar beztu eldinn geymir skær og föiskvalaus. Þar skín mynd þín arni vorum yfir, ímynd þess, sem trútt var, satt og gott. — Heill og sæll í þökk, sem látinn lifir ljósi dags, þótt farinn sértu brott. Þ. Þ. Þ. vanda hvert verk og hverja hug- sun svo að hvorttveggja beri vott um sannleiksást og trúmensku og ekkert annað. ^ Banasóttin tók hann á gamlárs- dag. Veiktist hann um morgunin, var það emsog boðun um að árin yrðu ekki fleiri. Á fætur komst hann þó aftur en var altaf sár- þjáður. En er batinn virtist vera í vændum, sló honum niður aftur, nú fyrir rúmum hálfum mánuði síð- an, og lyktaði svo að á miðviku- daginn var, þann 21. þ.m. var hann dáinn. ur. augu og tapaði aldrei sjónar af henni meðan æfin entfst. Æfisagan þannig sögð er ekki löng. Nokkur ártöl er svífa hjá einsog blöð sem berast með straumi, hið fyrsta er fallið á strauminn og horfið framhjá, svo hið annað, þriðja og loks hið síðasta. En árin eru heldur ekki löng þegar litið er til baka,—hálf öld, eigi meira en augnablik. En svo er æfin ekki sögð þó árin séu talin. Það er löng saga sem skýrir frá þeim þroska sem byrjar hjá fátækum og munaðarlausum dreng og nær fullkomnun hjá fullaldra manninum, að Síðari árin var heilsan oft veil, þó eigi léti hann það á sér festa. — Æðruorð mælti hann engin, en á síðastliðnu hausti og á þessum vetri mátti merkja að hann var orðinn uppgefinn. En svo sótti að hon- um sjúkdómurinn og margra ára þreyta. En nú er hvíldin fengin og það er vel. Oft tók hann upp þau orð skáldsins við oss, “gott er sjúkum að sofa.” Yfir því að stríð- ið er alt á enda og honum líður vel að hann er búin með það sem vér eigum öll eftir, að hann er enn í vinahópi þeirra sem þektu hjarta- lag hans hér og fagna nú komu hans þar, mega allir gleðjast, sem þótti vænt um hann, sem þektu hann, sem honum urðu samferða. Og þér ættingjar hans, eiginkona hans og förunautur yfir horfnu árin fagnið fyrir hans hönd að fyrir hann er eigi sorg eða vonbrygði framar til, að á vinafund er hann farinn. Horfin um skamma stund, yður, en þér eigi honum um nokkra stund þó burtförin tefjist. Guðs góða frið hefir hann fundið kær- leiksríka, blessaða frið. Það virð- ast lífssvik fyrir yður sem elskuðu hann, börðust með veikum kröft- um við dauðann með honum, hélduð vörð um sæng hans um daga og nætur. En dauðinn er eigi lífssvik. Hann er líka líf, hann er líka sátt og hann er bót allra rauna, og hin mesta og bezta hvíld. Fyrir það hvað hann reyndist trúr, fáið þér aldrei full- þakkað, honum sem gaf af sínum smáu kröftum og Honum sem gaf honum þrekið, ásetninginn og sig- urinn að lokum, þann mesta sem lífið fær veitt. Minningu hans berið þér með yður fram á ókomni árin og hún verður yður mætu förunautur það sem eftir er vegar íns. Farðu vel kæri góði vinur. Sæt þitt verður autt hjá oss löngum vér söknum þín sem vinar. Þess vetur hefir verið dimmur og svalur éinsog myrkvi yfir oss hvílt. 0í þegar vorsólin fer aftur að nálægj ast og myrkvanum léttir og véi horfum í kring um oss, finnum véi að vér erum færri er vér göngun út úr myrkvanum en þegar véi gengum inn í hann. Vér minn umst þá alls þess sem þú hefir meí oss starfað, þíns trausta og trúe vinarþels. Allra þeirra hátíða senr þú undirbjóst með oss. Allra þeirra funda er vér sátum saman. En þetta er nauðsyn lífsins. Menn þreytast missnemma á þess- ari alfara leið. Og undir nauðsyn lífsins beygjum vér oss öll í auð- mýkt, með klökkri minning um það sem var, og þakklæti fyrir það góða sem oss hefir veizt og til hins algóða föðurs vors, sem veitt hefir oss af gæðunum dularfullu undur- samlegu og miklu. Farðu vel vinur, guð fylgi þér. Þakklœti. Öllum þeim sem heiðruðu minningu mannsins míns Stef- áns sál. Peturssonar með nær- veru sinni og aðstoð við útför hans; með blómum er þeir lögðu á kistuna hans, fyrir alla þá hluttekningu er þeir hafa auðsýnt mér við hinn sára missir er ég hefi biðið, langar mig til að tjá mitt alúðarfylsta þakklæti. Nöfnin þarf eg ekki að nefna, en öllum þessum vinum hans og mínum nær og fjær þakka eg allan þeirra vináttu hug og góðvild bæði fyrr og síðar. Winnipeg24. feb., 1917. Hólmfríður Pétursson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.