Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. Við höfum reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnselt 1905. W. R. Fowler, Opt. XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 8. MARZ, 1917 NR. 24 Sóðakosningar. Það eru kosningarnar til bæjarstjórnarinnar sem nú virðast skara fram úr öllu sem menn hafa heyrt um kosningasvik. Eftir því sem fram var borið fyrir rannsóknardómara Myers, sem skipaður var til að rannsaka bæjarkosningarnar seinustu hér í borginni; þá reyndist það, að á atkvæðastaðnum nr. 33 í Ward 5 áttu als að greiðast (í deildinni A—K) 126 at- kvæði. Af þessum atkvæðum voru 35 fölsuð, g bæði þar og á atkvæðastaðnum nr. 29 hafði margt óreglu- legt fram farið. Sex kjósendur að nr. 29 komu fyrir rétt og sóru að þeir höfðu ekki greitt atkvæði og þó sýndu atkvæðabækurnar að kosið hefði verið undir nöfnum þeirra. Átta atkvæðisbærir borgarar voru kallaðir fyrir rétt, sem áttu að greiða atkvæði á nr. 33 en sóru að þeir hefðu aldrei þangað komið c*g þó sýndu bækurn- ar að þeir hefðu greitt atkvæði. Þá var og listi sýndur dómara af um 20 borgur- um sem bækurnar sögðu hefðu greitt atkvæði. En eftir tveggja mánaða leit í borginm var ekki hægt að finna nokkurn þéirra. Margt annað þessu líkt hefir farið þarna fram. Og hið vægasta sem menn geta um þetta sagt er það, að þetta sé fremur sóðaleg • framkoma, og sé fremur til að niðra en auka virð-| ingu manna fyrir lögunum eða borgurunum í þessum parti bæjarins, eða mönnum þeim, sem koma öðrum til að fremja þvílíka óhæfu, eða hinum útvöldu em- bættismönnum, sem líta eiga eftir kosnmgunum. Það er því líkast sem menn hugsuðu sér kosningar meðal skrælmgja eða Mexíkóbúa. Vitanlega mun þetta mest vera í þeim parti borgarinnar þar semút- lendingarmr úr Mið-Evrópu búa. En þetta kastar skugga myrkrum á alla landsbúa. ---------- t Guilbault. Menn eru nokkuð farnir að venjast þjófaleit og þjófnaðarkærum hér í borginni nú um tíma nokkurn, en það var eitthvað farið að dofna, Kelly gamli sat í tukthúsinu, Roblin og félagar hans voru orðnir spakir og heyrðist ekkert tii þeirra, þó að exin héngi einlægt yfir höfðum þeirra, og rarinsókmrnar út af byggmgu akuryrkjuskólans gengu svona og svona. Menn voru orðnir þessu svo vanir, að það var farið að hafa lítil áhrif á menn þó að einn eður annar væri sakaður um að stela tíu eða tuttugu þúsundum. Þetta var svo ómerkilegt, þegar menn htu til þeirra, sem áttu að hafi stolið 30 — 40 eða 60 — 90 þúsundum í einni eður annari kosningunni. En þá kom hann ræfils riddarinn franski Octave S. Guilbault og lýsti því yfir, að hann ætlaði að halda fund mikinn í Industrial Bureau kvöldfð 21. febr. og ráðast á stjórnina og gjörðir hennar í þinghúsbygg- ingarmálunum og sýna fram á þjófnað, þjófnað svo magnaðan, að þessi hundruð þúsund og millíómr dollara sem búið væri að stela og einlægt væri verið að stela, hyrfu og gleymdust fyrir ósköpum þessum. Hann hélt fundinn og sóktu hann ærið margir. Þar bar hann fram kærur sínar og las upp af blöðum, sem hann hafði rita látið, því að maðurinn kunni enskuna illa, og skildi oft ekki hvað hann var að fara með, en ákafur var hann. Það tók hann aðeins fá- einar mínútur að lesa upp kærurnar og voru þær allar um að Mc Diarmid félagið hefði stolið og svikfð verk og efni. En í því og einn félagsmanna er Þorsteinn kontraktor Borgfjörð. Stjórn fylkisms stefndi Guilbault óðara að mæta fyrir nefnd þingsins og sanna kærur sínar og skyldi hann mæta daginn eftir. Þegar Guilbault var búinn að flytja kærur sínar á fundinum á Industrial Bureau fócu menn að spyrja hann, en svör urðu lítil eða engin af hans hendi. Og þegar hann kom fyrir þingnefndina hafði hann lögmann eða lögmenn fyrir sína hönd. Guilbault heimtaði rannsókn og nú var farið að grafa og grafa upp reikninga um alt verkið sem McDairmid félagið gjörði dag eftir dag. En það var eins og hann hefði haldið að reikningarnir væru allir týndir, og gæti hann því borið fram sakir, sem ómögulegt væri að hrekja. En einhvernveginn brást það og reikningarnir komu fram og nú reyndust allar ásakanir hans rangar. Reikningarnir sýndu upp á dag og stund hvað hefði verið keypt og með hvaða verði, og hverjir hefðu unnið og hvað þeir hefðu fengið í kaup og fyrir hvað langan tíma og við hvaða vinnu. Þetta gekk dag eftir dag. Einlægt kom Guilbault með eitthvað nýtt, en óðara fanst það í bókunum og reyndist lygi. Guilbault þessi hefir unnið hjá McDairmid félag- inu og þóttist vera engineer, en hafði aðeins hin léleg- ustu skírteini. Þegar rannsóknin fór að standa dag eftir dag og Guilbault reyndist lygari hvað eftir ann- að, fóru þingmenn að verða leiðir. Þetta kostaði peninga, en ekkert hafðist upp úr þessu. Maðurinn reyndist garmur og hálfviti, hans eigin lögmenn fengu skömm á honum og sögðu að hann hefði logið að sér og sagt að hann hefði hinar sterkustu sannanir, en nú reyndist það alt saman lygi. En maðurinn hafði þarna haft alla stjórnina, alla Wmmpeg og eiginlega alt fylkið að fíflum. Því að blöð n fluttu út hróka- sögur um þetta á hverjum degi. Og svo lék öllu með því að hann bað fyrirgefningar bæði stjórnina og McDiarmidfélagið. Hver er á bak við hann ? Að einhverjir standi að baki honum þykjast menn vissir um en hvort hann hafi ætlað að gjöra stjórninni bölvun eða McDiarmid félaginu svo að tilboð þeirra að byggja þinghúsið yrði ekki tekið—og Ameríku- félagið, sem Fuller stendur fyrir og Kelly er sagður viðriðinn, fengi það, getur enginn vitað með vissu. Vér vitum ekkert um það. Og ekki gátum vér um Guilbault í þeim tilgangi að sanna þjófnað á einn eður annan. Heldur var það hitt, landfarsóttin, að nú hrópar j einn í eyru öðrum og segir Þjófur, Þjófur, þú ert j argasti þjófur. Það er moldviðri af þessu, eins og | þegar menn riðu í ösku sandbyl á mývatnsöræfum og í fór sandurinn ínn í vit öll svo menn urðu sjónlausir | og gátu varla dregið andann. Er það virkilega svo, j að menn séu sístelandi, ekki hundruðum dollara,, heldur Þúsundum og hundruðum þúsunda, auðfél- i ögin millíónum ? Þarna kemur garmur einn og hrópar: þjófur, þjófur, og óðara er hringurinn kominn um hann að hafa hann í hávegum, bera hann á örmum sér, því að menn þykjast sannfærðir um að nú komi hann upp um einn eður annan nýjan. Nú verði gaman að heyra hvað miklu þessi hafi stolið. Það er eins og það sé náttúrlegt og eðlilegt ástand almennings þetta að vera þjófar, að allir menn séu þjófar. Enginn sé hreinn, i því að allir hafi þó mútu tekið eða mútu gefið við kosningar að minsta kosti og þannig stolið úr vasa almennings. Ef að þetta er satt þá þarf að uppræta það, uppræta þá hugsun að það sé leyfilegt og fyrir- gefanlegt að.hafa fé úr annara vösum ranglega. Það má ekki vera vinarorð eða gæluorð eða heiðursmerki þetta þjófsnafn; því að öll alþýða ætti að steypa yfir það þeirri fyrirlitningu og forsmán að ungir menn og gamhr forðust það sem bik vellanda eða bál ioganda, og sýndu smán og fyrirlitningu öllum, sem það bæru. En þá sem bera þetta á menn eða félög ætti að láta hiífðarlaust sanna sögu sína og áburð eða hitta sjálfa sig fyrir. Ef að heiðarlegt nafn er ekki mannsins dýrmætasta eign, þá er eitthvað rangt við það mann- félag og meðan þær hugmyndir eru ekki upprættan og fótum troðnar, sem meta lítils virðing og heiður manna, þá er þarmeð grundvöllurinn lagður og fræinu sáð, sem fæðir af sér illgirni og eiturkvikindi, sem grafa sig inn í hjarta mannfélagsins og verða því að fjörtjóni. Sumir segja að þetta sé aðeins pólitísk brella, til þess að halda fólkinu heitu og vakandi. En vér trú- um því ekki. Vér ætlum að það sé rétt og viturlegt að fólkið í sveitum og borgum, lifi sem mest í sátt og samlyndi hvað við annað. Vér segjum og fullyrðum að hin pólitísku blöð hér séu siðspillandi mikið af tímanum. Þau vilja halda vinum sínum heitum og vakandi, og þessvegna eru þau of alt of oft ag siga mönnum 1 hár saman, ems og hönum eða hundum er saman otað og sigað hvorum á annan. Vér höfum þekt þá tíð ár eftir ár að nágrannar hötuðu hver ann- an ef að sinn var af hvorum pólitískum eða trúarleg- um flokki. En þetta drepur velferð og ánægju félags- manna í hverri sveit, það fleytir ekki fram búnaðin- um, það eykur ekki veliíðun manna, það styrkir ekki kærleiksbanadið milli manna og þeir verða óábyggi- legir flokksmennirnir sem einn eður annar flokkurinn fær með þessu í þann og þann svipinn. Þetta ástand var hér áður fyrrum og var aldrei til fyrirmyndar. Og sérstaklega ættu blöðin að varast það og ekki Iáta ginna sig eða kaupa til þess að vekja póhtískt hatur manna á milli í sveitunum. Herskyldulögin. (Militia Act) 70sta grein Iaga þessara hljóðar á þessa leið: The Governor-General-in-Council may place the militia, or any part thereof, on active service any- where ín Canada, and also beyond Canada, for the defence thereof,, at any time when it appears advis- able so to do by reason of emergency. Flokkarnir. I 1. grein Herskyldir eru: —^-Karlmenn allir sem í Canada búa fra 18 ara aldri til sextugs og séu þeir ekki fatlaðir eða undan þegmr að lögum og séu þeir brezkir þegnar. Undanþegmr eru dómarar og embættismenn stjórnarinnar, prófessorar og prestar, Iögregluliðs- menn, slökkvilið og einkasynir ekkna. 15. grein—Herskyldum karlmönnum skal skift í fjóra flokka: \ 1 fyrsta flokknum verða allir karlmenn ógiftir og ekkjumenn barnlausir frá 18 ára aldri upp til þrítugs. 1 öðrum flokki verða allir ógiftir menn og ekkju- menn barnlausir frá þrítugu til sextugs. 1 þriðja flokki verða allir giftir menn og ekkju- menn með börnum frá 18 ára aldri upp til 45. I fjórða flokki verða allir frá 45 ára aldri upp að 60. Þessir flokkar verða aliir kallaðir út eftir röð. Vér segjum ekki að þetta sé á komið, en það get- ur farið svo að því verði skelt á. Bernstorff. Nú er ]>að fullyrt að Bernstorff sendiherra Þjóðverja í New York lét skipanir út ganga til kafteina allra á hinuin ])ýzku skipum, sem lögð voru upp á höfnum Banda- ríkja imd a'ö ]>eir skyldu ónýta í þeim vélar allar. Þetta var nokkru áður en slitnaði upp úr vináttunni milli Wilsons og Vilhjálms og þótt- ist Bernstórff þá vera hinn mesti vinur Bandaríkjanna. Eftir franska admirálnum de Goney er ])að haft, að þýzkir hafi hundrað neðansjávarbáta nýja, og stóra og vel vopnaða, sem geti farið yfir Atlanzhaf og skotið á strand- borgir í Canada og Bandaríkjun- u 10. Segir aðmírállinn að neðan- sjávarbátum Þjóðverja sé skifti í 5 flokka og séu hinir minstu 800 tonna og hinir stærstu 5,000. Ef að þeir kæmu liingað til strand- anna mætti vera að einihverjum tefðist leiðin heim aftur. Og bæði hefðu Oanadamenn og Bandaríkja- menn sunnan línunnar vilja á að taka á móti þeim. En kannske þetta sé flpipur eitt og að þeir hafi annað að sýsla en koma hingað. Rússar og Bretar. Rússar og Bretar iiafa nú gjört samning sín á ínilli um |)að að hver þjóðin um sig goti heimtað í her- inn þegna beggja ríkjanna, sem í löndum þeirra eru. Þannig geta Rússar tekið Breta sem í Rússlandi eru og heimtað að þeir gangi í her- inn, en kost eiga þeir á að fara með livorum sem þeir vilja. Á Englandi eru mörg þúsund Rússar og sumir þeirar flóttamenn frá Rússlandi fyrir pólitískar sak- Stríðsfréttir. Búast má vi& a& farið ver&i berjast á opnu svæði. að Þeir halda nauðugir undan l)arna Þjóðverjar og geta margir sér til að þeir munu lialda enn lengra austur áður en langt ifður, bæði til að taka af krókana og spara við það menn, og svo að komast á þurrara pl&ss til að grafa sig niður. Samt munu þeir nú vera farnir að verða þreyttir á gröfunum og kemur þar tvent til. Annað er það, að grafirnar hafá reynst þeim illa. Þessar voðahrið- ar. sem Bretar senda á þær og koma að heita má beint niður úr háa lofti brjóta alt og uroturna öllu og róta svo um jörðinni að grafirnar hlaupa saman og hrynja oft fyrir opin á niðurgöngunum, sem þýzkir flýja í þegar harðast lætur, oð þarna sitja heilir hópar og sveitir kvíaðar niðri í hinum neðri skálum og séu Bretar komnir fyrir opin ])egar upp styttir þá er þeim dauðinn vís eða að gefa.st upp. Og svo er ananð: Þeir þola ekki biðina i gröfunum, því að fólkið sveltir heima f landinu. Er þá eitt til nefnilega að fara að berjast á víða vangi, og lileypa fram þéttum margföldum skörum og röðum her- mannanna, eins og þeir gjörðu í fyrstu þegar Bretar og Erakkar urðu að hrökkva fyrir þeim úr Belgíu. Nokkrir segja að þeir hinir þýzku muni fyrst losa sig úr her- garði þessum og gjöra síðan hroða- áihlaup á Bandamenn á nýjum stöðum með ofurefli liðs g reyna að brjótast í gegn. En bæði Bret- ar og Frakkar munu viðbúnir hvað sem þeir reyna. Og ekkert getur komið þeim á óvart því að þeir Bretar farnir a& brjóta garðana. Vér gátum ])ess stuttlega áður að Rússar hefðu barið á Tyrkjum í Mesopotamiu og barið þá burtu frá Kut-el-Amara. Þetta hefir ver- ið miklu meira en hið vanalega smákrukk, því að Bretar sópuðu þeim burtu frá Kut og sundruðu þeim svo að þeir flúðu í allar áttir vit í flóana norðvestur og austur, en norður með fljótinu komust þeir ekki, því Bretar voru kómnir í veg fyrir þá. Tyrkir hlupu frá fallbyss- um sínum, virkjum og verkfærum og á flóttanum fleygðu þeir meiru og minna af vopnum sínum. 20.000 fallinna og særðra lágu eftir við grafirnar, en 5,000 voru Bretar bún- ir að taka fanga á mánudag og tíndu þá ejnlægt upp fieiri og fleiri. Og þegar riddaralið Breta var búið að elta þá 30—40 mílur þá má treysta því að þeir séu svo tvístraðir að litið eða ekkert lið verði að þeim sem lífs komast burtu. Þeir fara í felur og liggja á skógum og mörkum úti. Þessi sigur breytir öllum horfum þar eystra og vinni Bretar Bagdad eða taki Jerúsalem er lítið farið að verða eftir af Tyrkjanum. Vi& Ancre á Frakklandi. Við Ancre beggja megin árinnar halda Bretar einlægt áfram, en þýzkir hörfa undan. Þar er nvi frost vvr jörðu og eru menn farnir að vaða leirjörðina (clay) upj) yfir ökla. Þoka hefir verið þar af gufu upp úr jarðveginum er hann þiðn- aði, og hafa þýzkir notað sér það til þess að hörfa undan, því að það er engum vafa bvindið að þeir 1 hafa svo algjörlega yfirhöndina í treysta sér ekki, að taka á móti I loftinu við ský uppi, Bretum þarna. Og voru þó víða1 Getið er að Vilhjálmur ætli að varnir hinar sterkustu. Á fimtu- setja Hindenburg yfir alt Þýzka- daginn voru þeir komnir austur land og láta hann taka við starfi fyrir Bapaume og eftir þvi ætla þeir Betnvann Hollveygs, auk yfirher- stjórnarinnar, sem hann nú hefir. Verður hann þá einvaldur. Er það tilgáta manna að keisari sé von- laus orðinn og viljj skeila öllu á Hindenburg, ef að hann kunni að sieppa hjá cinhverju af skömminni þegar alt hi-ynur 'um koll. Margir hafa sagt að Vilhjálmur sé vitskert- ur af megalomania, stórmensku- æði. En víst er það að hann brúk- ar nvi opium og cocaine svo að úr öllu hófi gengur. og einlivern kölduhroll hefir liann haft vikuna sem leið. Á föstudagskvöidið sögðu blöð- in að Tyrkir á flóttartum hefðu farið um borgina Aziziah, 52 mílur norður af Kut-el-Amara og höfðu verið á hraðri fcrð og ekki viljað við standa því að Bretar voru á hælum þeirra. sér ekki að halda borg þeirri, sem þó var á krossgötum og þvf fyrir- taks gott til aðflutninga allra fyrir Þjóðverja. Er það talið að þeir muni ekki stanza fyrri en þeir eru komnir 25 mílur frá hinum fyrri stöðvum sfnum. Alt sem þeir geta gjöra þeir, sem eðlilegt er, til þess að tefja fyrir Bretum. Þeir fella stór tré fyrir vegina, sprengja holur og gjár í þá og leggja gildrur fyrir óvinina. Eitt sinn rákust Bretar á keðju eina, sem strengd var yfir gjá eða gil eitt, og hefði fast verið við komið hefði illa farið, því að báðir endar keðj- unnar voru festir í sprengikúlum, sem alt hefðu sprengt í háa loft. Bretar hafa nú tekið þarna 63 þorp og smærri borgir síðan þeir hófu kviðuna fyrsta júlí f fyrra. ir. Þeim liafði ekki litist á iilik- una fyrir nokkrum árum síðan, er þeir fréttu að Rúsasr ætluðu að lieimta l)á heim. Mikið af Rvissum þessum eru Gyðingar og fóru at- kvæðamestu mennirnir á fund stjórnarinnar að fá þessu breytt, og liefir ]>etta orðið niðurstaðan. Er sagt að þessi viðauki verði drjúgur lijá Bretum og mennirnir hinir öruggustu. Ný uppfinding a& ey&a ne&an- sjávarbátum. Frá Pittsburg kemur fregn 2. marz að válafræðingur einn Eich- holz og byggingameistari í borginni hafi fundið upp vfrlaus skeyti, eða sendingar, sem hann geti haft tii að eyöileggja neðansjávarbáta með ])ví að gjöra gassprengingu í bát- ununv. En neðansjávarbátarnir eru jafnan fullir af gasi þessu. Mr. Eichholz reyndi vél sína fyrir nokkrum dögum heima hjá sér í Neville eyju. Hafði hann þar lítinn bát gjörðan sem neðansjávarbát og sökti honum í Ohiofljótinu 5 mílur í burtu, svo að hann var 10 fet undir yfirborði vatnsins. Þegar neðansjávarbátarnir eru í ka-fi þá renna þeim rafmagnaðar vélar, en vélar þesasr mynda gas nokkurt, sem dreifist út um allan bátinn. í þessu gasi getur Eioh- holz kveikt þó að hann sé langt í burtu og þá náttúrlega sprengt í sundur bátinn. Þegar Eichholz var búinn að sprengja í sundur litla bátinn í ánni, þá fór hann undir eins með uppfindinguna tii stjórnarinnar f Washington. Spæjarar og lygarar. Einlægt þangaðtil Bandaríkin slitu vináttunni við Vilhjélm blóð. héldu þýzku blöðn og blaðstjórar þeirra því fram að þýzkir hefðu fullan rétt til þess að drejva inenn á sjónum og sökkva skipum öllum. Þeir sögðu að á þessu væri enginn efi, allir heilvita menn yrðu að við- urkenna það að Bandaríkin -heíðu engan rétt til þess að mæla á móti þessu. En daginn eftir að Wilson sagði Bernstorff að fara, þá hlupu þeir uj)j) til handa og fóta og segja nú hið inótsetta að Bandaríkin hafi fullan rétt til þass að verja og vernda borgara landsins, sem uni sjóinn fara. Þarna var blaðinu al- veg snúið við. En þegar hverjum Þjóðverja er kent að vera spæjari, þá verður þetta náttúrlegt. Þeiin er kent að þetta sé heiðarlegt og hin fyrsta skylda þeirra. Þotta er orðið rót- gróið í eðli þeirra. Þess vegna er þeim svo ljvift að gjöra samsæri og ijúga, að látast vera bezti vinur manna og faðma þá og sleikja, þó að þeir séu einmitt ,sömu stundina að brugga þeini vélar, eignatjón eða dauða — þetta er hin þýzka stjórnvizka — og menning.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.