Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 8

Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. MARZ, 1917. Ben. Rafnkelsson CHRKLEICH, MAN., kaupir allar tegundir af gripurn eftir vigt. Verð frá $2.75—$7.00 hundrað pundin. — Einnig kaupir hann allar teg- undir grávöru fyrir næsta verð. Fréttir úr bænum. Heiinskringlu vildi liað til láns, að skömmu eftir að Stefán Péturs- son veiktist í vetur, var hægt að fá Guðna Stefánsson frá Lundar, Man., til að koma hingað og hefir hann stýlsett fyrir hlaðið síðan. En ekki gat Iiann |)ó unnið hér lengur en þangað til á laugardag- inn var, því |>á kölluðu bústörfin hann heim. Guðni er bóndi nálægt Lundar. — Hann er bróðir Björns Stefánssonar, sem nú er yfirliði í herntim á Frakklandi. S. Sigfússon var á ferð hér ný- lega. Hann á heima við Lundar, Man. Hefir hann stundað fiski- veiðar í vetur við Amaranth fiski- stöðina og var nú á leiðinni heim aftur. Afla kvað hann liafa verið af mjög skornum skamti í vetur. Svört satín millipils á $1.00 til $1.25 Einnig satin millipils með öllum lit- um regnbogans á $1.25. Þessi kjör- kaup fást lijá Guðmundi Johnson, á Sargent. adv- J. B. Johnáon, frá Dog Creek, var á ferðinni hér f borginni. Fór hann ofan til Gimli á föstudagskveldið var og bjóst við að koma til baka aftur á mánudaginn. Heimili í>. Þ. Þorsteinssonar er að 732 McGee St., en ekki 723, eins og stóð í síðasta blaði. Hjá G. Johnson fást millipils, al- hvít, jirýdd með mörgum fellingum og embroidery á aðeins $1.00. adv. Blaðið “Mountain and Gardar Tribune” segir að fveruhús Mr. og Mrs^ George Einarson í Pembina bygðinni hafi brunnið fyrir tveim- ur vikum sfðan. Skeði þetta í snjóstormi miklum. sem þá stóð yfir, og varð fjölskyldan að leita sér skjóls f hlöðunrli þangað til um morguninn. “Skuggsjá” Ireitir mánaðarrit, sem gefið er út til skemtunar og fróðleiks, af íslenzkum útgefendum í Wynyard, Saskatchevvan. Heims- kringlu hefir verið sent rit þetta síðan það byrjaði að koma út, en oss hefir láðst að geta þess í blað- inu. Biðjurn við útgefendurna velvirðingar á þessu. — Heftið fyr- ir febrúar hefir fróðlegt og skemti- iegt innihald. Fyrst eru “Endur- minningar um. Þorstein Erlings- son", eftir Jón Jónsson frá Sieð- brjót. Þeir, sem iesa þessa grein, fá gleggri hugtnynd en áður urn óð- mæringinn snjalla, Þorstein Er- lingsson. Næst er grein eftir Jón Einarsson, “Vitrfngarnir rir Aust- urvegi”. Fjallar grein sú um kraft bænarinnar og er einkennileg mjög; en frumlega og skemtilega samin. Svo eru “Kaflar úr ferða- sögu Viihjálrns Stefánssonar”, sem teknir eru úr bók hans, “My life vvith the Eskirno". En fjórða grein. in er “Hvers virði er Niagara foss- inn?" og svo að endingu er ýmis- legt “Smávegis”. — “Skuggsjá” hefir farið v'eí á stað og ætti að vera keypt og lesin af sem flestum Vest- ur-íslendingum. Kjörkaup.—Húskjólar með svuntu og húfu — (to match) mjög fallegir, kosta aðeins $1.65 hjá Guðmundi Guðmundi Johnson, á Sargent. ------------- adv. Lesendur Heimskringlu hafa að sjálfsögðu veitt því eftirtekt, að skömmu eftir að Capt. H. M. Hannesson var skijraður yfirmað- ur 223. herdeildarinnar, var haid- inn fundur af yfirliðunum í deild- inni með því augnamiði að koma á fót öruggri liðsöfnun og gera til- raun að fá þessa 200 manna viðbót við herdeildina, sem nauðsynleg er til þess að hún geti náð fullum iiðskrafti. Það varð undir eins skiljanlegt, að ckkert væri hægt að gera f þessu án jreninga, og af því herdeildin hafði enga jveninga með höndum, varð það fyrsta sporið að reyna að efla hag hennanr hvað ]»etta snerti. Caj»t. W. Lindal, sem annast liðsöfnunina, stofnaði þá til þess að iirðraflokkur herdeildar- innar héldi söngsamkomur víðs- vegar um bygðir íslendinga. Fylgdi iiann lúðraflokknum f fyrstu ferð þeirra, sem var til Saskatchewan og til Thingvalla- og Vatnabygða. Árangurinn af ferð þesasri var rúmlega $1,500.00 ágóði fyrir her- deildina, eins og skýrt hefir verið frá í Heimskringlu. Síðan hann kom úr ferð þessari hefir Capt. Lindal verið í Winni- j»eg og hefir hann unnið að því, að koma á fót liðsöfnunuar fyrir- komulagi, sem nú er strax farið að hafa góðan árangur. Sumir af er- indsrekum liðsöfnunarinnar eru enn ]>á ekki byrjaðir, en um miðja næstu vriku verður alt komið á stað með fullum krafti. Af því borgarbúar allir hafa sýnt svo vakandi áhuga fyrir velferð herdeildar þessarar, mun þeim að sjálfsögðu umhugað um að frétta hvernig henni gengur. Síðustu viku innrituðust 20 menn í hana, og 16 af þeim stóðust skoðun lækn- anna. Á meðal manna þessara voru fjórir Islendingar: Carl Johnson, Piney, Man. E. Helgason, Amarauth, Man. S. B. Reykjalin, ChurChbridge, .1. F. Reykjalin, Ohurchbfklge, Sask. Árangur þessi er góður og góðs viti, sérstaklega ]>egar það er at- iurgað, að sú lierdeild, sem hæst komst, innritaði aðeins 13 menn yf- ir vikuna. Capt. Lindal vonar að fá um 25 menn vikulega yfir þann tíma, sem eftir stendur af marz. Þar eð séra Rögnvaldur Péturs- son er fjærverandi verður engin messa í Únítarákyrkjunni á sunnu. daginn kemur. Hinn 27. febrúar andaðist ekkjan Margrét Sigurðardóttir Freeman, að heimili sonar síns Sigurðar að 535 Sherbrooke St. hér í bænum. Þess- arar merkiskonu verður nánar getið í næsta blaði. Á þriðjudaginn í síðustu viku vóru gefin saman í hjónaband af séra J. B: Elliot, þau Arthur Mould- en, sonur H. F. Mouiden hér í borg- inni, og Violet Helga dóttir S. .1. Austmanns. Brúðhjónin fóru satn- dægurs í skemtiferð til Bandaríkj- anna. Var ferðinni heitið til St. Paul, Minneapolis, St. Louis, Ohi- cago, New York og víðar, en að .síð- ustu til Montreal þar sem verður framtíðarheimili þeirra. Mr. Arthur Moulden er ]>ar ráð.smaður lijá föð- ur-bróður sínum serri rekur verk- smiðju-iðnað i stórum stíl. Kauj>ið húskjóla á öllum litum og stærður fyrir aðeins $1.00 hjá Guðmundi Johnson, — einnig hús- kjóla jtrýdda með borðum á 1.35. adv. Til kaupenda “ISunnar” Þar eð Stefán bróðir minn er dáinn tek eg að mér útsölu á tirna- ritinu ‘‘Iöunn,” fyrst um sinn að minsta kosti. Eg hefi nú sent til allra kaupenda 3. hefti annars ár- gangis, sem er nýkomið vestur, og er þá óútkomið aðeins eitt hefti af þessum árgangi. Allrnargir áskrif- endur og útsölumenn eiga enn ó- borgað fyrir ritið og vil eg nú biðja ]»á hvern og einn að senda andvirð- ið tafarlaust, svo hægt sé að gera fulla skilagrein til útgefendanna sem allra fyrst. Eg hefi ekki tíma til að skrifa hverjum einum, en bið alla hlutaðeigendur að taka þessa tilkynning til greina Verð árgangsins er eins og áður var aug- lýst »1.25. Þar er heimili mitt er nokkuð afskekt frá íslendingum hér í bæn- um yfirleitt, geta menn til hægðar- auka borgað Iðunni til Miss Nelson á skrifstofu Heimskringiu, og kvitt- ar hún fyrir allar slfkar borganir. Magnús Peterson, P. O. Box 1703 Winnipeg Vér höfum fengið nokkur ein- tök af sögunni “Forlagaleikurinn” sem áður var uppgenginn, og getum því fylt pantanir. Sagan kostar 50c. Send póstfrítt. A Þriðjudaginn var fór hertoginn af Devonshire til Brandon til að opna miðsvetrar sýninguna, sem þar var haldin þessa viku. Verður minst nákvæmar á sýningu þessa í næsta blaði. Við þetta tækifæri voru í fylgd með hertoganum ýmsir af helztu stjórnarmönnum fylkisins. Þegar lestin fór í gegnum Portage la Prairie, stanzaði hún þar í 20 mfn- útur. Var þar fyrir á stöðinni stór mannsöfnuður borgarbúa til að bjóða hertogann velkominn og 100 liðsmenn úr 223. herdeildinni urídir forstöðu Capt. Hannessonari Stóðu þeir þarna á verði. Hertoginn hrós- aði Capt. Hannessyni fyrir 223. her- deildina, éftir hann hafði skoðað þá menn hennar, sem þarna voru. Major O’Grady, sem í fylgdinni var með hertoganum, kom þarna auga á Sergt. Kolskegg Thorsteinsson og vakti athygli hertogans á honum. Kolskeggur barðist á Frakklandi í herdeild þeirri, sem Major O’Grady stjórnaði. Hann særðist 19 sárum f bardaganum við St. Juliene og fékk eftir það heimfarar leyfi til Can ada aftur. Nú er liann algróinn sára sinna og er yfirliði í 223. her- deildinni. Hertoginn af Devonshre hrósaði Kolskeggi fyrir alla hans góðu framistöðu og konunghollustu —Vestur íslendingar mega vera upp með sér af 223. herdeildinni, yfir- manni hennar og öllum mönnum liennar. Bréf frá Dakota. Mountain, N. D. 1. inarz, 1917 Kæri herra Magnús Skaptason: Eitt af því sem sjaldan skeður er það að fréttir héðan úr þessari bygð birtist í fslenzku blöðunum, og hefi eg löngun til þess að bæta úr þeirn skorti, ef þú vildir svo vel gjöra að veita orðum mfnum álieyrn. Það er ekki svo að skilja að eg geti þurausið fréttabrunninn svona í fljótu bragði, þvf margt ber til tíð- inda, en eg vildi gjarnan sýna lit á því að grynna í honum lítið eitt, og ekki er óhugsandi að eg kunni að gera það betur -seinna ef tækrfæri leyfir. Miklar og almennar þakkir átt þú skiiið fyrir þfnar inörgu og kjark- miklu ritstjórnargreinar. Enginn getur unnið verk sitt af meiri ósér- hlffni og af meiri góðvilja fyrir heill og hag þjóðarinnar, heldur en þú, og enginn skilur betur sína kiillun í lffinu. Eg er ekki í nokkrum efa um það, að aliir, sem um þetta efni> liugsa með snefil af dómgreind eru inér af öllu hjarta sammála: en það er aðal gailinn á ölluin ]»orra alþýð- unnar að hún situr eins og hreppa kerling út f horni í algjörðu liugs- unarleysi. og er um of auðtrúa é. mæigi og glamuryrði sumra blað- anna, en kann ekki að tína sauðina frá höfrunum, kann ekki að hafna soranúm og velja gullið. Snemma í vetur voru hér kaj>p- ræður út af fyrirlestri séra M. Jóns- sonar, “Vestan um liaf’’ /Voru þeir á móti fyrirléstrinum Stígur Thor- valdson frá Akra og Tómas Halldór- son, en með voru þeir Jóhannes Jón- asson og Karl Einarson frá Hensel: I Eg set Peninga i vasa vdar MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA TENNUR I MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþóli. Expression Plates Heilt “set” af tönnum, búiö til eftir uppfyndingu minni, sem eg hefi sjálfur fullkomnaö, sem gefur yöur i annaö sinn unglegan og eölilegan svip á andlitiö. Þessa “Expression Plates” gefa yöur einnig full not tanna yöar. Þær lita út eins og lifandi tönnur. Þær eru hreinlegar og hvítar og stærö þeirra og afstaöa eins og á “lifandl” tönnum. $15.00. Varanlegar Crowns og Bridges í»ar sem plata er óþörf. kem- ur mitt varanlega “Bridge- work” aö góðum notum og fyllir auða staöinn í tann- garðinum; sama reglan sem viöhöfó er í tilbúningum á “Rxpression Plates“ cn undir stötSu atriöiö í “Bridges” þess- um, svo þetta hvorutveggja gefur andlitinu alveg eölileg- an svip. Bezta vöndun .1 verki og efni — hreint gull brúkað til bak fyllingar og tönnin verður hvit og hrein “lifandi tönn.” $7 Hver Tönn. Porcelain og Gull fyllingar Porcelain fyllingar minar eru svo vandaðar og gott verk, að tönnur fylta- þanmg eru o- þekkjanlegar frá heilbrigöu tönnunum og endast eins lengi og tönnin. Gull innfyllingar oru mótaöar eftir tannholunni log svo inn- límdar meö lemeníi. svo tönn- in verður eins sterk og hún nokkurntíma áöur var. Alt erk initt AbyrgMt að vera vuailtt^ Hvnða tannlæknlnmir, mpiii þér þarfnlwt, Mtend- ur bfiu jðnr til b«ða hér. Vottorð «k meftina*II I hiindraöatali frft verr.l- unarmönuum, l«Kmiinn- iim «K preMtmn. Alllr sk«ðaftir kostnaAarlaust. — Þér eruð mér ekkeit skdld- linndnlr l»ó eg hafl tseflði ybur rAðUn«:ln«ar vibvfkjandl tönn- j’5ar,. . K«mib e#a tiltakiö íi Iivn 5a tlma þér viljiö kotna, I gegniini tnlsímnn. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST öllum .“aKðist þeim mæta vel, enda var þetta einvala lið, sem vant var orðasennum og útúrsnúningum í daglegu máli. Einkunn iiafði fólk orð á þvl að Karl Einarsson væri snjali ræðumaður og sérstaklega snillingur að tala gagnstætt sinni saunfæringu, enda er maðurinn margskólagenginn og ]>ar að auki vel viti borinn frá náttúrunnar fiendi. Má |>jóðarbrotið hér vestan hafs vænta sér mikils heiðurs af iionum í framtíðinni. I/öndum hér umhverfis lfður öll- um bærilega ]>að eg veit til. Hér er hver hóndinn öðrum moiri og fram- takssamari og reyna þeir yngri að feta af fremsta megni í fótsj>or þeirra En þó að margt sé hér af góðum og gildum hændum, þá lield eg að enginn sé kominn eins langt í bú- skaj>num eins og Kristján Geir. t'm liann má segja. eins og sagt var um Gunnar á Hlíðarenda að iiann var jafnvígur á báðar hendur; Kristján lætur jafnvel jarðyrkja og dýrarækt. Fyrir rúmu ári síðan fékk hann melfræ heiinan frá fslandi og vsáði því í dáiítinn akurhlett og var hann seinast ]>egar eg vissi mjög álitlegur og líklegur til þess að gefa góða upp- skeru í framtfðinni; er þetta ærið nóg til þess að bregða uj>j> ljósi af framtaksemi Kristjáns og dugnaði. 'Væri óskandi að fleiri vildu fara að hans dæmi og panta fræ að heiman, því melur er afbragðs fóður fyrir nautgripi og er eg þess fullviss að hann mnndi reynast iiér mjög vel, en samt líklega ekki neina í sendnum löndum: dreg eg þá álikt- un af þvf að hann er mjög óvíða heima nema ]>ar sem sandur er í jörðu. Svo kveð eg þig með vinsemd og virðingu. JOSEPH JOHNSON Peningagjafir til liðsöfnunar sjóðs 223. herdeildarinnar Frá Hayland, Man— G. Peterson................$10.00 S. Peterson................. ’.OO John Helgason............... 5.00 John Holm................... 5.00 Sigfús Holm................. 3.00 Sveinn A. Skaftfeld......... 2.00 Miss S. E. Helgason......... 1.00 Ben Helgason...........,.... 10.00 Frá Siglunes, Man— Paul Johnson................ 5.00 G. Johnson.................. 5.00 Loftur Johnson.............. 2.00 Joe Brandson................ 1.00 A friend .................... 1-00 Joe Eggertson................ 1-00 John O. Johnson ............. 5.00 Björn Eggertson ............. 5.00 S. Mathews ................... L00 A. Strindlund...................50 Frá Narrows, Man.— Paul Kernested............... 5.00 W. Kernested................. 5.00 G. Kernested ................ 5.00 Guðmundur Pálsson ........... 5.00 Miss G. Kernested ........... 5.00 ,1. Kernested ............... 3.00 Mrs. Thorvarðsson............ 2.00 MIss A. Bjarnason............ 1.00 Barney Anderson ................50 Miss B. S. Peterson ......... 1.00 Björn Th. Jónasson, Silver Bay 10.00 Frá Dog Creek, Man. J. H. JoJinson ............. 10.00 Björn Johnson ............... 3.00 G. F. Jónasson............... 2.00 Ólafur Jónasson.............. 1.00 Miss K. Sveistrup............ 1.00 Miss Anna Sveistrup ......... 1.00 Miss Guðlaug Jónasson ....... 1.00 Miss Ásta Johnson ........... 1.00 Frá Dolly Bay, Man. A. Thorlasius................ 5.00 Mrs. O. Thorlacius........... 5.00 O. D. Thorlacius............ 2.00 Miss T. Thorlacius........... 1.00 Búi Thorlacius............... 2.00 Frá Oak View, Man. S. Erikson .................. 5.00 K. Erikson.................. 2.00 A Friend .................... 3.00 Helgi Eirikson.............. 2.00 K. Brandson.................. 1.00 V. S. Jonasson ............. 1.00 K. Eirickson, Pebble Beach .... 5.00 Fred. A. .Johnson Lundar .... 1.00 Miss K. Brynjólfsson. Gimli . 1.00 Jóh. Hannesson, Wpg.......... 5.00 Frá Mulvihill, Man. Árni Lundal ................. 5.00 Eggert Sigurgeirsson......... 5.00 A. F. Deruchie .,............ 5.00 A. Tindell ................ 2.00 Mrs. N. Derucrie............. 1.00 Andrew Johnson .............. 1.00 A. Forsberg ....................50 P. Acherman....................50 W. H. Robinson ................50 August Grunberg.................25 O. Isaacson.....................25 Paul Johnson ................. 25 E. M. Peterson..................25 M. Larsen ......................25 A. Peterson ....................25 R. Martell .....................25 Alls..............$193.25 Bújarðir til sölu Vér ætlum að selja eftirfylgjandi lönd í yðar nágrenni með sérstaklega góðum söluskilmálum og búumst við að bændur muni nota það tækifæri til að fá lönd fyrir syni sína;—engin niðurborgun, aðeins skattar, 1917; afgangurinn borgist með parti af uppskeru eða hvaða skilmálurm sem þér helzt viljið: BŒNDUR SENDIÐ AFURÐIR YÐAR TIL A. McKeí/ar The Farmers Market EftirfyIgjandi prísar borgaðir Hænsni, lifandi, puntlið...................................16c Ungir hanar, j>undið.......................................18c Svín^ innan 150 pund, pundið........................... 17c Ný egg, dúsínið............................................40c Mótað smjör, pundið....................................33c—35c Smjör í kollum.........................................30c—32c 247 Main Str., Winnipeg. GRETTIS MOT Að I.O.G.T. Hall, Lundar, Man. Föstudaginn 16. Marz, 1917 Til skemtana verða tveir stuttir leikir: FUNNYBONES FIX og RASCAL PAT Vocal Duets, Solos og quartettes. Dans á eftir. — Ágætur hljóðfærasláttur. — Samkoman byr- jar stundvíslega kl. 8.30 e.m. — Veitingar seldar á staðnum. Inngangur fyrir fullorðna 50 cent Unglinga innan 14 ára 25 cent KOMIÐ ALLIR-------------------KOMIÐ SNEMMA. | X X *■ Kaupið Te beint frá Importers Yér verzlum með beztu teg- undir af TE. KAFFI, COCOA BAKING POWDER, EX- TRACTS, JELLY POWD- ER ^ Ojs.frv. Vér kaupum beint frá framleiðendum og spörum þvíalla milliliði og óþarfa kostnað. Getum því selt beztu vörur á rýmilegu verði. Þetta félag er myndað og stjórnað af afturkomnum hermönnum N. E. 32—22—31 N. E. 28—22—32 S. E. 34—22—32 S. W. 36-^22—32 N. W. 7—23—31 S. E. 2-23-32 N. E. 4—23—32 S. W. 4—23-32 öll fyrir vestan fyrsta Meridian.Frekari upj>Jýsingar gefur G. S. BREIDFJORD, P. O. Box 126 Churchbridge, Sask. FIRST NATIONALINVESTMENT CO., m. P. O. BOX 597 WINNIPEG Mönnunum, sem búnir eru að gjöra sitt í stríði þessu, og eru n-ú að reyna að byggja upp verzlun og ná í veiðskifta- vini, — með því að selja ósvikna vöru með sanngjörnu verði. FÓNIÐ OKKUR 1 DAG um það sem yður vanhagar um. Menn vorir munu þá koma, og ef þér eruð ekki alveg ánægð- ir, — þá skal peningunum skilað aftur tafarlaust. RETURNED SOLDIERS TEA CO. 708 Boyd Building. Phone: Main 4042

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.