Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRISGLA WINNIPEG, 8. MARZ, 1917. Vér játum það að það er ekki nema öðru- hvoru, að vér lesum hið heiðraða blað liberal- Islendinga, Lögberg. En nú var oss bent á það að í því vaeru greinar tvaer óvanaiegar. Grein- | arnar voru ritdómar tveir um ieikinn Jóhanns | Sigurjónssonar: Bóndinn á Hrauni. Vér fórum að lesa þaer því að vér höfðum ] heyrt talað með og móti um leikinn og vér játum það hiklaust að þarna eru ritdómar tveir fullkomnari og betur úr garði gjörðir, en vér höfum lengi séð í íslenzkum blöðum og tókum vér þó ritdómmn eftir Ara K. Eyjólfs- son fram yfir hinn. En báðir sýna þeir að menmrmr tala um hiuti þá, sem þeir bera skynbragð á. Það er eitt ákaflega einkennilegt, sem þeir sýna báðir fram á, en það er þetta: að lcilc- endurnir, sem leikið hafa Bóndann a Hrauni, eru að reyna að gjöra það sem ómögulegt er. Fyrst og fremst tekur fólkið að sér að leika þungan og vandasaman leik, sem alvamr leikendur æfðir og laerðir um margra ára tíma mundu hafa fult í fangi með, jafnvel þó að þeir hefðu æfðan og hálærðan leikstjóra, — J leik sem fengið hefur viðurkenningu hjá þjóð- j um þeim í Evrópu, sem hafa ágætt vit á 1 leikritum og leikaralist. En svo er þetta stórvægilegt atriði að ■ menn eru að leika það sem þeir aldrei hafa \ séð. Það er ákaflega varasamt fyrir fólk að hleypa sér út í annað eins. En þetta er mjög títt hjá mönnum hér. Menn taka að sér | störf og embætti, sem þeir hafa ekki hina j minstu þekkingu á, menn ímynda sér að þeir | séu eins færir um, að gjöra þau störf sem | þeir aldrei hafa reynt áður fyrri, eins og menn þeir, sem hafa gjört þau að iífsstarfi sínu. i Þetta er að brjóta niður og virða að vettugi j alla æfingu, tilsögn og fræðsiu og hlýtur að koma þeim mönnum í koll, sem reyna þetta l fyrri eða síðar. Til hvers eru menn þá að | ganga á skóla, eða fræðast og mentast eða æfast hver í sinni iðn. Þarna í leiknum var víst enginn sem séð j hafði Isiand eða þekti nokkuð til íslenzkra verka eða íslenzkt landslag, íslenzka hætti og } venjur. Hvernig í ósköpunum áttu menn að ' geta sýnt það, sem þeir aldrei höfðu séð. j Menn og konur sem hér hafa fæðst, hafa ald- rei séð íslenzka kaupstaðarferð, kunna ekki j að binda íslenzka heybagga, eða viðarbagga, : kunna ekki að rifja hey eða þurka eða berja tað á velli og hafa ekki hugmynd um þessi verk. Hvernig hugsið þér að færi fyrir kon- um og körlum hér ef að þeir eða þær ættu að renna sér á skíðum ofan af 2000 feta háum fjallabrekkum á rifahjarm, eða sundriða straumharðar jökulár, eða sigla feræringi í brotþungum sjó, eða lýsa tilfinningum sínum við störf þessi. Það er ómögulegt að ætlast til þess, að fólk hér geti sýnt vinnubrögð, hugsunarhátt framkomu og tilfinningar manna í heimi þeim sem þeir aldrei hafa aug- 1 um litið. Og fyrir íslendinga sem hér eru I fæddir, eða hafa komið hingað kornungir er i Island gamla sem annar heimur. Það þarf j ekkert að vera að fólkinu, en það reisti sér j hurðarás um öxl, eins og báðir hinir umgetnu ritdómar sýna, en þó einkum hinn síðari. En menn ættu að varast þetta, varast að gjöra landa heima hlægilega — þeir eru það ekki. — En vér getum líka fundið eina á- stæðu til máisbótar leikendunum, en það er, j að mjög sjaldan, síðan þeir Einar og Gestur I fóru, hafa menn með þekkingu á þeim hlut- ; um dæmt um leikrit hér og siðurinn hefur ver- | ið að hlaða á menn lofum og lyfta mönnum j skýjunum hærra fyrir nærri hvað sem þeir gjöra. Það þarf sterk bein til að þola góða : daga, og þetta stöðuga takmarkalausa lof er : nóg til þess að gjöra heila þjóð að glópöldum, j og láta menn standa sem fífl fyrir hérlendum j þjóðum. Skýring. Af því að þó nokkrir hafa gjört.fyrir- spurn um það, hversvegna greinin um Stefán sál. Pétursson á fyrstu blaðsíu hafi verið nafn- laus, viljum vér geta þess að framan við greinina átti að standa: “Ágrip af ræðu séra M. J. Skaptasonar,” en sú lína hefur einhvern veginn fallið úr. Ritsjóri. HEIMSKHINGLA (StofnaV 18K6) Kemur út íl hverjum FimtudeKl. títgefendur og elgendur: THB VIKING PRESS, ITD. VerTS blaBsIn-s i Canada og Ban^£ríki“"l um $2.00 um áritS (fyrirfram borgalS). Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendlst rátSsmanni blah- ■lns. Póst etsa banka ávlsanir stýlist til The Viking Press, L.td. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. R. B. STEPHANSON, ráísmatSur. Skrifstofa: T2» SHERBROOKE STREET.. WINNIPKG. P.O. Box 3171 T.l.lml Omrrj 4110 Nýbrigði. Samsærið þýzka. Einlægt kemur meira og meira í Ijós hið sanna eðli hugsunarháttur og framferði þjóð- verja. Nú er það komið upp hvernig þeir hafa breytt við Bandaríkin sem voru einlægt að treysta því að einhver snefiil af drengskap og ærlegheitum væri þó til hjá þeim. Og þegar þetta síðasta komst nú upp var sem hrollur kaldur færi um Bandaríkin um hvern einasta mann sem í heiðri hafði sóma og drengskap. En þetta sem þýzkir voru að halda leyndu, var samsæri móti Bandaríkjunum, landinu sem þeir þóttust vera að vingast við. Þeir voru að gjöra samsæri við Mexico og vildu fá Japan með líka og hétu Japönum gulli og grænum skógum. En Mexikó hétu þeir stórri sneið af Bandaríkjunum, stærri en alt Prúss- land í Evrópu, og voru það ríkin Texas, New Mexikó og Arizona. — Þetta voru nú vina- brögðin. Skjölin sem ótvíræðlega sanna þetta eru bréf frá Zimmerman, ráðgjafa Vilhjálms keis- ara í Berlin. Bréfið eru fyrirskipanir þýzku stjórnarinnar til von Echards ráðgjafa Vil- hjálms í Mexikó um það hvernig hann skuli haga sér, og hljóðar þannig: Berlin, 19. jan. 1917 Hinn fyrsta febrúar ætlum vér að byrja neðansjávar kviðu ótakmarkaða. En samt er það ætlun vor að reyna að halda Banda- ríkjunum hlutlausum í stríðinu. En lukist það ekki þá viljum vér ganga í félag með Mexikó með þessum, skilmálum. Að vér hefjum og höldum út stríði þessu í félagi, og semjum frið í féalgi. Vér skulum styrkja Carranza með fjárframlögum, það skal skýrt fram tekið að Mexikó verður að vinna frá Bandaríkjunum, ríkin Texas, New Mexíkó og Arizona. Smá atriðum, sem að þessu lítur verðið þér að ráða sjálfir. Þér eigið að tilkynna forsetanum þetta í fullum trúnaði, undir eins og þér eruð vissir um að vér höfum lent í stríði við Bandaríkin og stinga upp á því við forsetann í Mexikó að hann skuli talca það upp hjá sjálfum sér að færa það í tal við Japan að ganga undir- eins í félag þetta og um Ieið að forsetinn skuli bjóðast til að semja sættir milli Japan og Þjóðverja. Gjörið svo vel og vekið athygli Mexikó forsetans á því að vér höfum hafið miskun- arlausa neðansjávarhríð og hljótum að neyða Breta til að semja frið á fáum mánuðum. Zimmerman. Þetta er nú bréfið. Þrátt fyrir fagur- mælin og blíðuna við Bandaríkin eru þýzkir að brugga það að taka af þeim suðvestur ríkin. Þingmenn í Washington urðu óðir og uppvægir er þeir fréttu þetta, og jafnvel Bry- an gamli snerist og er nú hinn ákafasti að láta hart koma móti hörðu. Wilson getur nú fengið hvað sem hann vill hjá þjóðinni og ekki síður fyrir það, að hann hefur látið Senatinu í ljósi að hann hafi í höndum mörg fleiri vélabrögð þjóð- verja, sem hann vill ekki gjöra opinber nú til þess að æsa ekki enn meira hugi manna. Hluttaka Bandaríkjann í stríðinu mikla. (eftir Northcliffe lávarð) Vér viljum geta þess að Northcliffe lávarð- ur er maður sá sem einna mest hefur borið á á Bretlandi nú um tíma. Hann er eigandi að stórblaðinu Times í London og fjölda mörgum stórblöðum öðrum, mánaðarritum og merkum ritum sem um vísindi og menning fjalla. Eftirfylgjandi grein tökum vér úr mánaðar- ritinu Everybody’s Magazine. Eigendur blaðsins byrja þannig: Hinn þriðja dag febrúar mánaðar, sama daginn og sundur slitnaði vináttan milli Banda ríkja og Þjóðverja sendum vér fulltrúa Every- body s í Evrópu, Isaac Marcosson rafskeyti og báðum hann að finna Northcliffe lávarð og spyrja hann þessarar spurningar:—“Hvaða hlut æthð þér, að Bandaríkin muni eiga í stríðinu ef að þau ganga út í það? ” Svarið kom með rafskeyti þegar Marz-ritið var að fara í pressuna, og voru orð Iávarðar Northcliffe þessi: “Snemma í stríðinu benti eg á það, að svo framarlega sem það kæmi til kosta hermanna í Bandaríkjunum þá kynni hið mikla lýðveldi að ráðast í það, að sópa öllum Prússum út úr Belgíu og vinda enda á ógnaröld þeirra og skelfmgar þar í landi. Þá gerði eg ráð fyrir því, að þér munduð sjá háskann er ógnaði heiðri og virðingu Bandaríkja og vera við öllu búnir, og þegar þér færuð á stað, þá munduð þér senda milií- ón hermanna á vígvölluna. En til allra ó- hamingju voruð þér heftir af sömu ástæðum sem ollu því að vér áttum engan her í stríð búinn ánð 1914, og þessar sömu ástæður valda því, að þér eruð nú ráðalausir árið 1917 og verður Belgía því í neyð sinni að treysta á Breta og Frakka þangað til þér eruð vígbúnir, En sumt af viðbúnaði þessum má gjöra skjótlega og er Bandaríkjamönnum sérlega létt verk. Tvö eru þau vopn í stríðinu, sem oss hafa reynst mæta vel, og eru það flug- drekar og “destroyers”. En flugmenn frá Bandaríkjunum sem eru með Bretum og Frökkum hafa sýnt það, að yður lætur sú bardaga-aðferð ágætlega. Og ef að þér stofnið flugmannaskóla á stöðum þeim, þar sem vindur og byljir eru sjaldgæfir, þá getið þér fljótlega æft menn að flúga. Margir beztu flugmenn vorir eru drengir ungir, frá 1 7 til 22 ára gamlir. Þær gætuð hæglega fengið sýnishorn af hinum beztu flugdrekum Frakka og Breta og í hinum mörgu og góðu verksmiðjum yðar gætuð þér bygt dreka þessa í þúsundatali. Sjóforingjar vorir segja að sjóherforingjar Bandaríkja séu ágætir og léttiskip þeirra (de- stroyers) séu afbragð. En þó að sjómenn vorir viðurkenni að þýzkir sjómenn séu her- menn góðir og sjómenn, þá séu þeir fremur seinir og hikandi og ofbundnir venjum við- bátanna. En “destroyers” eru beztu skipin á móti neðansjáfarbátum og til margra ann- ar hluta þarflegir. Nú þegar neyðin rekur á eftir getum vér fullsmíðað hvern “destroyer” á fáum mánuðum. En þér hafið feikn mikil af stáli og ágæta vélasmiði. Þér ættuð því skjótlega að geta bætt hundruðum herskipa þessara við flota yðar. Þér gætuð veitt oss Bandamönnum lið með því að hjálpa Bretum til þess að leggja fram fé og lána Rússum, Belgum, Itölum, Serbum, Rúmenum og Svartfellingum og kannske Frök- kum eitthvað. Þéf gætuð einnig séð fyrir matvælum handa sumum landa þeirra, sem nú eru eingöngu upp á Breta komin. En nú sem stendur gjörið þér lofsvert verk í Belgíu, þó að það sé langt frá því að vera nóg í saman-! burði við það, sem Frakkland og Bretland leggur fram. Eg er einn af þeim, ,sem hef verið á móti því að Bandaríkjamenn færu í stríðið. Vér getum lokið við það sjálfir. Þýzkir vilja að þér takið þátt í því af því, að þeir halda að þér leggið til meiri hlutann af skotfærum vor- um—en það er alveg tilhæfulaust—og svo af þeirri ástæðu að þeir treysta því, að áhrif þjóðverja í Bandaríkjunum muni styðja og styrkja þá, þegar friður verður saminn. Ef að þér leggið út í það, þá munuð þér: reka yður á það, að það er ekki eins auðvelt,1 í lýðveldi einu, að koiina herbúnaði í lag og herflokkum á stað, eins og þar sem einn maður eða fáeinir menn stýra herbúnaðinum og stríðmu. Þér hafið komist að raun um þetta í smádeilu yðar við Mexícó. En þér gætuð mikið Iært ef að þér veittuð því eftir- tekt hvernig Canadamönnum hefur farist það. Eitt er það, sem menn þurfa að gæta fyrst af öllu, en það er þetta, að hvert eitt smáatriði er nú tíu sinnum stórkostlegra, en það hefur verið í nokkru stríði áður fyrri. Þetta á við | alt frá byssum og skotfærum til sjúkravagna. En farið þér út í stríðið þá veit eg að hagsýni, vitsmunir og uppfindingar yðar munu aukast og margfaldast og ekki brestur yður féð. Þegar eg skrifa þetta hinn 3. febr. vil eg helzt að þér sitjið hja og farið ekki í stríðið. Frakkar og Bretar og Rússar halda nú þýzk- um föstum og ætlum ekki að láta þá losna. Frumvarp um kjörgengi kvenna í sveitastjórn. Guðný Vilhelmina Einarsdóttir Björnsson frá Grashóli í Argyle-bygS. P. 14. feb., 1855 — D. 6. jan., 1917 I. Ef alveran fléttar í eilífðarsveiginn hvert örstundarblómið, sem sprettur við veginn, —hver jöklanna sóiey, sem ann sínu eigin, sér íslenzka nýlendu sólfjaila megin. Þar vornóttin lýsir sem ljómandi dagur og iognsærinn spegiast þar kveldroða fagur. 1 ummyndun drauinsins býr alsæluhagur og endursöngsdýrðin — þinn hörpunnar slagur. / Og alt sem frá stofninum íslenzkra er runnið f aldanna stórhlaupum frosið og brunnið, fær lffinu borgið og ljósi þvf unnið, sem iýsir því göfgasta’ og bezta’, er ]>ér kunnið. En norrænar dísir með feigðblæjum falda, og frumbýlin íslenzku húmskuggum tjalda, er landneminn hinsta þarf land'kaup að gjalda: — að leggjast í úfclendingsgröfina kalda. Hér geymist sá einasti varðinn við veginn, sem vonin og minningin knýta í sveiginn. Og helgasta trúin, sem ann sínu eigin, sér ættlandið sólroðið himnanna megin. rs 11. Undir nafni manns og barna. “Verði guðs vilji,” vonglöð fyr þú mæltir, er sorgarörin við hjarta hneit. “Verði hans vilji,” vinir þínir mæla, er hnípnir ganga’ úr grafarreit. Þökk fyrir þrekið, þungu árin mörgu, Þótt reyndi’ á krafta ei þreyttist þú, strfðið að stríða, starfið alt að vinna í von og kærleik — vorsins trú. i Heilleika höndur hlýjar, mjúkar þínar,' þær hjúkrun veittu og vermdu æ ástvinum öllum ■ eins og þegar vorsól með geislum siær af grundu snæ. * Hjartað þitt hreina, hjartað móður ti-ygga, nú brostið syrgja öll hörnin þín. Ástvinur aldinn, árin fjörutíu þér þakkar öll, f endursýn. Sfðasta sinni, systur þína heima, þú kveður árnaðarorði góðs. — Þökk mætir þökkum þessa lieims og annars sem höfuðstafir lfnum ljóðs. Á Á Á Til Rauða kross félagsins. . Mrs. J. B. Johnson, I)og Creek $ 5.00 Ágóði af samkomu að Lundar, Man., undir umsjón unga fólksins ])ar. Afhént af J. Halldórson ................ 75.25 Samtals ... $77.25 “KENNARA VANTAR’’ Við Odda skóla No. 1830 fyrir þrjá mánuði; frá 1. apríl til 30. júní, 1917. Umsækjendur tiltaki mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka til 20 inarz, 1917. Thor. Stephanson, Sec.-Treas. Winnipegosis, Man. ATHUGID Yiniskonar húemunir og til eld- húss. Tvö sérlega vönduð stykki fyrir svefnherbergi (chiffonier og dresser), góð saumavél, gólfábreiða, borðbúnaður og inargt fleira. Eru brúkaðir munir en f góðu ástandi. Til sölu næstu daga fyrir mjög lágt verð hjá Halldóri Methusalems 676 Sargent Ave. Lagafrumvarp Iiggur nú fyrir Manitoba- þingi um að konur hafi ekki einungis kosn- ingarrétt heldur kjörgrip til allra embætta í stjórn bæja og sveita. Lagafrum þetta er ekki langt eða flókið, það er aðeins bætt þessum tveimur orðum inn í sveitarstjórnarlögin þar sem orðið “male” (karlmaður) stendur í lögunum skal bætt inn í orðunum “or female” (eða kona). Þetta skal gera hvar sem orðið “male” kemur fyrir í lögum þessum. Eftir þessu má eins kjósa konur sem karla í sveitarráð á landi úti og í bæjarráð í borg- um. Náttúrlega má þá líka kjósa þær til oddvita í sveitunum og bæjarstjóra í bæjun- j um. Búist er við að þetta gangi mótmælalaust í gegn. Þinghús-byggingin. Framhald og fullkomnun á stjórnarbygg- ingunum hefir nú McDiarmid félagið hlotið, sem lægst bjóðandi ryrir $1,783,681.17. En auk þess kostar stjórninn í plumbing, heat- ing og electric wiring og hleypir það kostn- aðinum upp í $2,097,71 7.17 Sendið Heimskringlu til hermanna á Englandi og Frakklandi K0STAR AÐ EINS 75 CENTS í 6 MÁNUÐI eða $1.50 I 12 MÁNUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. THE VIKING PRESS, LIMITED. P-0. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.