Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.03.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. MARZ, 1917. HEIMSKRINGLA BLS. 3. Patmore’s áreiðanlega útsæði, tré, smáviður, piöntur SAMSAFN NO. 1. Samanstendur af 22 tegundum af voru áreiðan- lega kál útsœði í pökkum og únsum. 2VÍ! pd. af útsæði þessu fyrir $1.25, burðargjald borgað. / SAMSAFN NO. 2. 15 pakkar af áreiðanlegu iitsæði fyrir 25 cents, burðargjald bOI‘gað. SAMSAFN FYRIR BÆNDUR NO. 3. Samanstendur af: 1 ptmd Mangel, 1 pd. Sugar Beet, 1 pund Swede, Vá pund Carrot, Va pund Kale og 4 pund Rape — í alt 8 pund, fyrir $3.00, burðargjald borgað. PERENNIAL SAMSAFN. Varanlegur gamaldags blómagarður fyrir 75c. Frá Hávöxnum Hollyhocks og Foxgloves, til hinna lágfættu Forget-me-not, mun þetta blómasafn blómgast hvað eftir annað á hverju ári þangað til seint á haustin. 1 safni þessu eru einnig blóm sem þessi:—Iceland Poppy, Sweet Wiiliam, Pinks, Cantérbury Falls og mörg önnur. 20 pakkar, burðargjald borgað. .....75c. (Vanavert5 $1.50) BLÓMASAFN FYRIR SKÓLAGARÐINN. 55 pakkar af beztu blóma tegundum og marg- víslegum kál-ávöxtum fyrir ........... $1.00, burðargjald borgað Vér erum flti*01umenn fyrlr MesfirN. Sutton Soum, aíí HeaflinK A EiiKlnndi. Vér Llnt- nm S verftskrA vorrl hlfi heimHÍneKa útMirtSl Imvsmh féliiKM — Helt f lokuðum pökkam fyrir 10 eent hvern. The Patmore Nursery Co., Ltd., sbXtoónmsask. Skrifið í dag eftir Verðskrá vorri fyrir 1917 í henni er listi yfir allar þolbeztu og áreiðanleg. ustu kálmatar og blóma útsæðis tegundir, yfir aldini, trjávið, smávið, grös, fóður tegundir ýmsar og útsæðis kartöplur. Með mörgum og góðum myndum og útskýring- um sáning og öðru viðvíkjandi. Fyrir $10 meðfylgjandi borgun með pöntun- inni sendum við ,burðargjald borgað, til hvaða staðar sem er: 50 Currant ogr Gooseberry Bushes, beztu tegund. 100 Raspberry Plants, beztu mismunandi tegundir 12 Pium og Fruit tré, ung og hraust tré, 2 til 3 fet á hætS, og 12 Rhubarb rætur. Alt ofantalií fyrir ...................$10.00 Vér höfum ræktaíi í blóma húsum vorum og bjót5um til sölu— 500,000 Caraganas, 1 til 3 fet á hæt5. 255,000 Native Maple, 1 til 3 fet á hæt5. 6,000 Ontario Maple, 2 til 6 fet á hæt5. 12,000 Native Ash, 1 til 8 fet á hæö. 150,000 Russian and othrer poplar, allar stært5ir. 50,000 Lilac, 1 til 3 fet á hæt5. 115,000 Russian Golden Willow, allar stæröir. 5,000 Crab apple and Plum Trees, og stórt upp- lag af þolgót5um aldinum, fögrum smávit5, plöntum, o.s.frv. 22—26 Patmore Nursery Co. Ltd., Brandon. Please send me Colleetion No....... as advertised in The Heimskringla, for which I enclose $........................... NAME ................................. ADDRESS............................... Islenzkur frömuður. Þessi orð skrautritar Þ. Þ. t>or- steinsson yfir mynd þeirri, sem hann ihefir nýlega málað af Vilhjálmi Stefárissyni norðurfara. Eg hefði kunnað betur við, að orð þessi hefðu verið “Vestur-íslenzkur fröm- uður.” Þá hefði þau kastað ljóma á okkur Vfestur-íslendinga! Og hefði mátt þau til sanns vegar færa, því Vilhjálmur Stefánsson er Vestur- Islendingur. Þessi Vestur-íslendingur, sem fæddist í iheiminn í Huldárhvamml í Nýja-íslandi, er nú orðinn einn af frægustu mönnum heims. Ekkert fréttablað er svo smátt eða svo af- skekt, að ekki sé hans þar getið þegar frá ihonum fréttist. Og ekk- ert íslenzkt nafn hefi eg séð enskin- um ganga eins vel að stafa. Ein- stöku sinnum hefi eg þó séð það Vilhjálmar, fyrir Vilhjálmur cn ald- rei gleymir enskurinn að hafa essin tvö í enda nafnsins. Vilhjálmur Stefánsson er búinn að stympla þessi tvö ess á m'eðvitund allra manna og þjóða! Þau verða íslenzkt einkenni hans í gegn um söguna. Af þessum manni hefir nú íslenzki listamálarinn okkar hér í Winnipeg, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, málað mynd. Var getið um hana lítillega í síðasta blaði. Og þetta er ekki ein- göngu andlits mynd af Vilhjálmi Stetfánssyni, heldur cinnig neðan undir myndinni málaður fæðlngar- staður hans, Huldárhvammur í Nýja-íslandi og er mynd sú í sama lit og aðalmyndin. Fast við mynd- ina af Viihjálmi eru við hvert horn hennar skipamyndir f skrautlit, af fjórum landnámum íslendinga: “Ingólfur sér ísland,” “Leifur hepni finnur Vínland,” “Eiríkur rauði finnur Grænland,” “Vilhjálmur yfir- gefur Karluk — á leið til landsins nýfundna.” — En utan um alla myndirnar, sem hér hafa verið upp- taldar, er rammj úr allskonar smá- myndum í skrautlegum lit. Smá- myndir þær í heildinni lætur Þor- steinn tákna “tengitaug ættland- sins.” Myndin af Viihjálmi er góð og máluð eftir seinustu mynd af hon- um. Maður starir á hana hugfang- inn. Það er gáfumaðurinn og skáld. ið Vilhjálmur Stefánsson, sem þar mætir augum manns. Augnaráðið er eitthvað dreymandi — enda er ckki ótrúlegt að draumdfsin hafi átt stóran þátt i að heilla Vilhjálm norður í heimskautalönd. Stað- festuliegur og einarðarlegur er þó svipurinn. Eg fæ ekki betur séð en Þorsteini hafi hepnast mynd þessi ágætlega í alla staði. En í mínum imga er það smá- mynda umgjörðin utan uin mynd- ina af Vilhjálmi og myndina af fæð- iugaretað hans, sem er aðal lista- ■verkið. Myndir þær votta hæði hugvit og listfengi málarans. Rúm leyfir hér ekki að bmr séu allar taldar upp — þær eru 36 í alt. Efst er mynd af Gimli-bæ. Svo em myndir af tveimur skipum: Eimskip íslendinga. Ferðalög fyr og nú: Uxar dragandi æki og tveir menn með poka á bakinu og brun- andi eimlest til hliðar. Svo er mynd af Unga íslandi og “Fálkinn” þar sýndur sitjandi á klettasnös. Svo eru myndir af þremur fossum á ís- landi: Goðafossi, Gullfossi, Skógar- fossi. Myndir af Geysi og Heklu. Mynd af forn-íslenzkum sagnritara, sem situr með fjaðra-penna sér f hönd og skritfar. Vestra fyr og nú: Maður sýndur á fleygiferð á hest- þaki, en til hliðar maður með tal- sfma við eyrað. Maður sýndur að slá með orfi og ljá, en ti'l hliðar sýndur maður sitjandi á sláttuvél. Mynd af bjálkakofa, en fyrir ofan hana er mynd af “Nýja húsinu,” stóru og skrautlegu. Framtíðar- draumur fslands: hrunandi eimlcst. Ein myndin er af íslenzkum bónda- hæ á íslandi, sem stendur undir fjallslilið. — En liér og þar innan um myndirnar eru skrautritaðir vísupartar eftir ýms skáld og verð- tir þetta mjög viðeigandi við mynd- irnar. Vostur-íslendingar ættu að kaupa þessa mynd og Táta hana prýða stofur sínar. Myndin er sterk-ís- lenzk og hlýtur að ryfja upp endur- minningar í liugum allra sannra ís- lendinga. “íslendingar viljum við allir vera.” Framtíðarlandið. Eftir Ágúst H. Bjarnason. Já, móðir vor ein á að bíða! Og þó veit maður aldrei og sízt nú, hverju fram kann að vinda. Enn er allt f uppnámi í heiminum og dýrtíðin ætlar oss lifandi að drepa, þó einna helzt daglaunamenn og — emhættismenn þessarar þjóðar! — Því að hinir, framleiðendurnir og kaupsýslumennirnir, komast allvel af og sumir ágætlega. En það tjáir nú ekki um þetta að tala, og ein- hvern tíma léttir þessum ósköpum af. En hvert eigum vér þá að stefna og hvernig eigum vér helzt að ko-ma ár vorri fyrir borð, vér íslendingar? Engu verður spáð í eyðurnar, og enginn veit, hverju fram kann að vinda. Þótt vér séum hlutlausir, sitjum vér með verzlun vora og við- skifti eins og milii tveggja elda, eða jafnvel tveggja varga, og er viðbúið, að annarhvor eða háðir grandi oss. Englendingar, þessir "verndarar smáþjóðanna,” er þykjast vera, hafa að nokkru leyti bannað oss verzl- unarviðskifti við sig eina og þá helzt þannig, að vér seljum þeim vöru vora ódýrari en aðrir! Og er vér hlýðum þessu, sem vér, lítilmagnar- nir, auðvitað verðuin að gera og siglum skipum vorum til Englands, já, þá koma kafbátarnir þýzku upp úr hafinu og hóta að sökkva skip- um vorum! — Það er vandlifað í henni veröld. En hvað eigum vér þft að gera? Eins og allir þeir, sem eru minni rnáttar, verðum vér auðvitað að beygja af og láta undan síga. En hvert eigum vér þá að halda, livert eigum vér að beina verzlun vorri og viðskiftum? Vér verðum að fara að hugsa fyrir oss sjálfir, því að ekki geta Danir verndað oss eða styrkt. Vér verðum l>vi að fara að reyna að spiia upp á eigin spýtur. En þá er víst réttast að athuga fyrst legu vora á hnettinum. Hún er nú, eins og allir vita, næsta und- arleg, þótt norðlæg sé og vér lifum á hjara veraldar. Þegar hnöttur- inn er klofinn til helminga, eins og gert er stundum á landabréfuin, þá er eins* og ísland sé skift hnífjafnt rnilli Ameríku og Evrópu, eins og oss l>egar af náttúrunna.r hendi sé ætlað að standa með sínn fótinn í hvorri heimsálfu, að verða tveggja heima börn! Og hver veit nema vér eigum eftir að verða þetta, verða einskonar óhjákvæmilegur millilið- ur milli Ameríku og Evrópu. Það mundi tryggja oss bæði sjálfstæði og vaxandi velgengni. En hvernig má það verða? Hingað kom um árið maður frá Ameríku, sem var danskur að ætt en hafði þó dvalið langdvölum vestra. Hann hét Lorenzen og hafði verið prófessor við háskólann í New York, að mig minnir, en var nú kominn hingað til þess að kynna sér háskóla vorn og hag hans, ef Jiann gæti greitt eitthvað úr fyrir honum. úr því varð nú lítið, enda naumast á öðru von, og maður þessi virtist hafa miklu gleggra auga fyrir öllu verklegu en andlegum á- hugamálum, enda var hann sjálfur verkfræðingur. Oft dáðist hann að því, hversu oss íslendingum hefði farið fram í verklegu tilliti nú síðari árin; hann hafði nefnilega komið hér einu sinn áður endur fyrir löngu, sem sjáliði á einu varðskipinu danska. Og einna mest gaman þótti lionum að ganga hér með höfninni, alla leið innan frá Kirkjusandi, þar sem fiskurinn er verkaður, fram hjá Iðunni, ullarverksmiðjunni, inn á Sláturfélagslóðina til þess að athuga kjötframleiðsluna og svo alla leið út á “batterríið” eða Jörundar-vígi, sem nú er að hverfa fyrir hafnar- virkjunum. Þar nam hann helzt staðar, benti yfir til örfiriseyjar og sagði: “Sko, þarna er staðurinn, þarna eiga kornforðabúrin og myln- urnar að vera! Og þarna er fram- tíðar-borgarstæðið!” En þá benti hann út á melana. Eg var meira en lítið hissa, þegar eg heyrði þetta fyrst; en þessi út- lendingur kom mér i skilninginn um, að hér var um mikla framtíðar- möguleika að ræða. Því er nefnilega svo farið, að það er mestu vandkvæðum bundið að flytja út íhveiti og kornvöru síð- sumars frá Ameríku til Evrópu. — Það er svo hætt við, að hitni í kornvörunni og hún eyðileggist á leiðinni; en eins og kunnugt er, er Ameríka enn sem komið er eins- konar kornforðabúr og hveiti- skemma Evrópu. Og nú eru Amer- íkumenn að leggja Hudson-flóa brautina meðal annars til þess að geta komið korni sínu eins norðar- lega og unt er, svo að það skemmist síður, áður en það kemst á ákvörð- unarstaði sína í Evrópu; en Hud- sonflói liggur liér um bil á sömu breiddarbaugum og ísland, þó nokkuð sunnar, og er þó ekki ís- laus nema þrjá til fjóra mánuði árs, júlí — óktóber. Þótt kornið sé nú flutt út frá Hudsonflóa, l>á er enn hætt við því að það liitni í því i skipunum á hinnj löngu leið frá Ameríku til EvrÓpu. En segjum nú, að við fyndum einhverja millistöð, einhverja stiklu í miðju Atlanzhafi. ísland liggur nú einmitt miðja vega milli Ameríku og Evrópu og nógu norðarlega til þess. Hví þá ekki að tflytja kornið hingað, þá fáu sumarmánuði, sem Hudsonflóinn er ólagður, og mala það hér? Og ÖrfirLsey, eyjan sem liggur öðru meg- in við Hafnarkjaft Reykjavíkur, er einmitt staðurinn, sem maðurinn benti á. En þá f-ngjum vér íslend- ingar svo að segja ókeypls eða í kauphætur sem vörumiðlar korn- forðahúr inn í landið og island yrði um leið að hveitiskemmu Evrópu. Vér færum þá að flytja hveiti og korn til Englands og annara landa, þegar engin hætta væri á því leng- ur, að það skemdist. Og enn fleira gætum vér hugsað oss að fá með hættum og auknum saingöngum vestur um haf. Það mætti einnig húa til olíugeyma (svonefnda tanks) á örfirisey og víðar. Og þá gætum vér sprengt af oss höft þessa dásamlega “íslenzka” steinolíufélags, sem hefir nú undan- farið verið að reyna að spenna skollagreipar sínar umhverfis land- ið. Og ótal margt fleira mætti fá frá Amei’íku. Þarna er þá staðurinn! Þarna er framtiðar forðabúrið okkar, en þó einkum eftir að höfnin er komin. En nú ríður á því að bæjarstjórn Reykjavíkur glopri ekki þessum blettimim eiivs og svo mörgum öðr- um úr höndum sér, að hún geri hvorki að leigja hann né selja félög- um eða einstökum mönnum, nema þá til skamms tíma, fyrri en þetta kemst í framkvæmd. Og þá á Reykjavfkurbær sjálíur að eiga þenna dýrmæta blett. Skip vor eru farin að snúa stöfn- um sínum til Ameríku og verzlunar- samhöndin að aukast með ári hverju. óðar en varir fara ef til vill flutningaskipin miklu að sigla hingað. Þá er um að gera að vera til taks, hafa staðinn til rétt við hafnarkjaftinn, og svo nóg að flytja héðan aftur vestur um haf. Og svo verzlunaraamhönd og greiðar sam- göngur á háða hóga við Ameríku og Evrópu. Þá gæti farið svo, að ls- land yrði einskonar miðstöð verzl- unarinnar milli Amerfku og Ev- rópu, líkt og Liverpool á Englandi er nú. Þá væri oss borgið. Þá yrði ísland framtíðarlandið. (Iðunn) Samninear milli Kelly og stjórnarinnar. Hinn 23. sögðu blöðin að samning- ar hefðu komist á milli Kelly og stjórnarinnar um að gjöra út um málin milli stjórnarinnar annars- vegar og Kelly gamla og sona hans annara vegar. f nokkra mánuði hefur þetta verið á leiðinni, og hefur W. A. T. Sweat- man lögmaður fyrir hönd Kelly’s og dómsmálaráðgjatfi Hon. A. B. Hud- fiiiaA «jaq .iiíiiii[.iiíujfiC^s nj[Bi[ jb uos að koma sér saman um það hvernig þetta s’kyldi gjörast. Málið kemur í einskonar gjörð og kýs hvor hliðin sinn gjörðarmann, ,en báðir máls- partar koma sér saman um odda- manninn og er tilnefndur hygginga- meistari Mr. Robert MacDonald í Montreal. Úrskurður gjörðarmanna á að binda þrætumál þessi. Liggur viS sulti í stórborgum Bandaríkjanna. Það kann mörgum að finnast það undarlegt og ótrúlegt að sulturinn skuli ógna mönnum f hinu ríkasta landi heimsins og blöðin skuli upp úr þessu fara að tala um stjórnleysi og uppþot. En það er tvent sem þessu veldur. Fyrst er það að verð á matvælum er orðið svo hátt að mikill þorri hinna fátækari manna í borgunum geta ekki keypt það, geta ekki keypt nóg til að fæða kon- una og börnin. En svo er líka ann- að sem þessu veldur, en það er að heilir hópar vagnlesta eru strandað- ir á brautum og komast ekki áfram með allar tegundir matvæla. Og ofan á þetta bætist það að gróða- brallsmennirnir kaupa matvælin í stórslumpum og halda þeim svo til að skrúfa upp prfsana og eru þann- ig sannkallaðir böðlar þjóðarinnar. Eru svo mikil brögð að þessu að einn Senatorinn í Washington, Thomas frá Colorado vill láta taka fyrir kverkar mönnum þeim sem þannig sprengja upp matvælin og valda dýrtíð í landinu. í Chicago hafa menn verið hræddir við upp- þot og anarki ekki einungis í þeirri borg heldur mörgum öðrum, en í New Y'ork og fleiri borgum ganga konur og mæður í þúsundatali um stræti borganna og heimta hót á þessu. í New York heimtuðu þær að borgarstjórnin keyfti miljón dollars virði af fæðutegundum hin- um helztu til að selja með skaplegu verði þeim sem ekki gætu keyft mat handa familíum sínum. O. T. Johnson. 1>AÐ BORGAR SIG FYRIR YKKUR Þeir, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla í vetur, geta sparað sér peninga, e( þeir finna ráðsmann Heimskringlu áður en þeir semja um kenslu. KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur aö blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir ; ‘Sylvía” ‘Hin leyndardómsfullu skjöl” ‘Dolores” »1/ f r II Jon og Lara ‘Ættareinkennið” “Bróðurdóttir amtmannsins” ««V / •« Lara “Ljósvörðurinn” ‘‘Hver var hún?” “Kynjagull” Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía ....................... $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ...... 0.30 Dolores ....-•................. 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl..... 0.40 Jón og Lára ................. 0.40 Ættareinkennið................. 0.30 Lára........................... 0.30 Ljósvörðurinn.................. 0.45 Hver var hún?.................. 0.50 Kynjagull...................... 0.35

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.