Heimskringla - 05.04.1917, Síða 1

Heimskringla - 05.04.1917, Síða 1
Royal Optical Co. Elztu Oplicians i Winnipeg. ViO höfum regnst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifæri til að regn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 5. APRIL 1917 NR. 28 Bretar nálgast St. Quentin á Frakklandi Brezku hersveitirnar þokast einlægt áfram í grend við St. Quentin á Frakklandi. Hafa nýlega tekið mörg þorp af Þjóðverjum á þessu svæði. Haldið er, að Þjóðverjar muni neyðast til að gefa upp borgina St. Quen- tin áður en langt líður. Að sjálfsögu munu þeir brenna hana og eyði- leggja fyrst, eins og aðrar borgir, aem þeir hafa yfirgefið, en að ná borg þessari yrði samt þýðingarmikill sigur fyrir Bandamenn. — Bretar eru nú komnir í tveggja mílna nálægð við hana. Alt bendir til þess, að und- anhaldi Þjóðverja á Frakklandi sé ef til vill ekki lokið. Stríðs-fréttir Frá Palestínu Um miðja síðustu viku unnu hrezku hersveitirnar í Palestínu stóran sigur á Tyrkjum þar, tóku um 900 fanga af liði þeirra og þar á meðal einn yfirforingja. Einnig tóku Bretar fanga alla yfirliða 53. deildarinnar í lier Tyrkja, og mun þetta reynast stórt tap fyrir óvina- herinn. Alt virðist benda til þess, að hervald Tyrkja sé nú óðum að iáta undan. Enda myndi flestum verða það gleðiefni, að harðstjórn og kúgan þossarar þjóðar liði undir iok. Brezku hersveitirnar hafa með sigrum þessum þokast áfram um 15 míiur á vesturströnd Palestínu við Miðjarðarhafið. Ekki eru þetta l>ær hersveitir Breta, sem undir forustu Oen. F. S. Maude tóku Bagdad fyrir ekki löngu síðan. Þessar hersveitir Breta sækja fram í tveimur fylkmg- um, og með ihjálp Rússa að norðan eru þær að leitast við að hrekja Tyrki burt úr Litlu Asíu. Frá Frakklandi Á föstudaginn í síðustu viku komu þær fréttir, að brezku her- sveitirnar á Frakklandi hefðu unn- ið sigur á Þjóðverjum á all-stóru svæði um 8 mílur austur af Ba- paume, og hefðu hertekið þar bæ- inn Ruyaucourt. Skamt þarna frá, um 8V4 mílu suðauatur af Bapaume, tóku Bretar einnig stórt þorp af Þjóðverjum eftir harðan bardaga á báðar hliðar. Yarð mikið mannfall á þessu svæði í liði Þjóðverja. En j>að gagnstæða átti sér stað með Breta, mannfalll á þeirra hlið var mjög lít- ið. Lengra suður af þessum stað komust brezkar hersveitir einnig áfram og hafa þar nálgast St. Quen- tin. Yfir það heila tekið bendir samt alt til þass, iþegar ]>etta er skrifað, að áframhald Bandamanna á Frakklandi vsé nú farið að fá öfl- uga mótspyrnu, þó enn þá hreki þeir óviniina hér og þar. Enda eru nú Bandamenn komnir alla leið að hinum nýju skotgröfum Þjóðverja, þar sem þeirra megin her er nú staddur og mun nú áreðanlega bú- ast til varnar. Tíminn verður að leiða í Ijós hvort Bandamöniíum verður unt að hrekja Þjóðverja lengra. Allar líkur benda sarnt til að þeim muni verða þotta mögulogt áður en mjög langt lfður. Sagt er að Þýzkalandskeisari hafi vitjað hersveita sinna á þessum stað og á hann að hafa hrósað þeim á allar lundir fyrir ' hve snildarlega vel þeim hafi gengið undanhaldið. Seinni fréttir sögðu Breta hafa tekið þorpin ViHers-Faueon og Sal- court af Þjóðverjum. Það er þorp fyrir norðan Roisel—sem skýrt var frá í síðasta blaði. Það voru rfð- andi hcrsveitir Breta, sem þorp þessi tóku, og einnig hröktu þessar sömu hcrsveitir óvinanna á stórum svæðum ögn norðar. Þjóðverjar hafa varist af mesta kappi á þessum svæðum og gert mörg hörð áhlaup á brezku hersveitirnar, en alt hefir þetta oriðið til einskis. Yoru á- hlaup Þjóðverja einna öflugust í grend við Equancourt og varð mannfaU stórt þar í liði þeirra, er Bretar liröktu þá til baka. En á þessum sama tíma gerðu brezkar herdeildir áhlaup á skotgrafir aust- ur af Aix Noulette og norður af NeuviiloSt. Vaust og vanst þeim töluvert með þessu. Fréttir frá Berlin segja, að ein her- deild Canadamanna liafi gert fjögur fiterk áhlaup á skotgrariNÞjóðvcrja austur af þossum sama stað, Neu- ville - St. Vaast, og hafi þær beðið þar ósigur og margir af Canada- inönnum verið teknir fangar af Þjóðverjum. Aðrar íréttir um þetta áhlaup Canada herderldanna hafa ekki borist, þegar þetta er skrifað. En ef til vill er hér átt við sams á- hlaupið og getið er um í brezku fréttunum. Og þó Þjóðverjar vfki frásögninni ögn við sér í hag, þá er slíkt engin nýjung af þeirra hálfu. Fréttir þær, sem bárust í lok síð- ustu viku voru hinar glæsilegustu. Sögðu þær undanhald Þjóðverja halda áfram á stórum svæðum. Tóku brezkar herdeildir fimm þorp af Þjóðverjum í þá ný afstöðnum badaga. Var þetta á svæðinu norð- au.stur af Peronne borgimni og eins í grend við St. Quentin. Frakkar Frönisku hersveitirnar hafa ekki legið neitt á liði sínu sfðan blaðið kom út seinast. í Champagne iiröktu þær Þjóðverja úr skotgröf- um, sem þeir náðu um stundarsak- ir á sitt vald. Fyrir norðan Somrne fljót gerðu Þjóðverjar sterk áhlaup á Frakka. en vanst lítið á. Þegar stórskotabyssur frönsku hensveit- anna taka að drynja, reynist Þjóð- verjum sóknin vanalega all-örðug. f ]ietta sinn urðu þeir undan að hrökkva við töluvert manntjón. í lok vikunnar sem leið gerðu Frakkar áhlaup á óvinina fyrir austan Ailette fljótið og komust þar áfrám á stóru svæði. Vörðust Þjóðvejar þar eftir föngum, en fengu ekki varið stað þenna og urðu und- an að halda. Vfðar hefir Frökkum gengið vel, enda eru þeir ofurhugar mestu og berjaist af fádæma kappi. Rússar Rússum igengur enn þá vel í Pers- íu. Halda þeir áfram að hrekja Tyrki þar á stórum svæðum. Ný- lega hertóku rússnesku hersveitirn- ar þrjú þorp af Tyrkjum í grend við Khanikin. Á þessum stað eru Rúss- ar óðum að nálgast landamæri Mes- opotamiu. Á öðrum stöðum eru þeir komnir inn fyrir þau fyrir all- löngu síðan. Á Caucasus svæðun- um gerðu Tyrkir áhlaup mikil á Rússa nýloga^ en voru hraktir til baka. Bretar í Mesopotamíu Síðan 19. marz hafa liafa brezku hersveitirnar í Mesopotamíu, fyrir norðaustan Bagdad, haldið uppi stöðugri sókn á l'yrki og hefir þeim einiægt gengið betur og hafa getað hrakið tyrknesku hersveitlrnar æ lengra og lengra út frá Bagdad. f byrjun síðustu viku tóku Bretar af Tyrkjum bæinn Sharoban eftir snarpan bardaga á báðar hliðar. Síðan hafa orustur staðið yfir við Diala fljótið hér og þar og hafa Tyrkir mist töluvert aí liði í orust- um þessum. Vfðaist hvar cru Tyrkir á undanhaldi í seinni tíð og virðiat ganga vörnin fremur stirðlega. Her- fylkingar úr liði Rússa sækja fram á þcssum sömu stöðvum og reynst Bretum hin bezta aðstoð. ------o----- Jón Helgason, biskup yfir Islandi Eins og blöðin hafa fært fregnir um, var séra Jón Helgason, prófese- or, settur (constitutus) biskup, þegar eftir lát Þórhalls biskups Bjarnarsonar. Hinm 8. febrúar var hann skipaður f embættið af kon- ungi símleiðis frá Kaupmannahöfn. Biskupsvígslan á fram að fara úr páskum eins fljótt og séra Valdimar vfgslubiskup Briem getur komið að austan til að framkvæma vígslu- athöfnina. Sjóðir, sem biskup ísiands hefir til varðveizlu, og nú hafa verið af- hentir hinum nýja biskupi, eru að uppliæð imálægt fjórðungi miljónar og var alt það fé eftir skilið með stökustu roglu og nákvæmni. F. J. B. SrjÓRNENDUR RÚSSLANDS ABOVE:- GRASO DUKE JS3CHOJ/AS. S MICHAEIi EODZIANKO. BEkÖW:- ÞiCINCE JVVOFF, GEN-. 32UZSKY, 3 GEK BRV5JJ/OFF Þessi mynd er af fimm helztu leiðtogum Rússlands. Efstir eru: Nikulás stórhertogi, sem nú er við æðstu herstjórn, og Michael Rod- zianko, öflugur meðlimur þjóðfulltrúaþingsins. Aðneðaneru: Lvoff prins, núverandi stjórnarráöherra iíúaslands, Gen. Ruzsky og Gen. Brusiloff, báðir yfirhershöfðingjar í rússneska hernum. Fallinn á vígvelli Magnús Pótursson. Sú fregn/ barst til Winnipeg í fyrri viku, að fallinn væri á víg- vellimium á Frakklandii íslending- urinn Magnús Pétursson héðan úr borg. Magnús sál. fór héðan f fyrra vor með 144. iherdeildinni, en mun harfa koinið til vígvallar í haust,—dvaldi þangað til við æfingar á Englandi. Um æfiatriði Magnúsar heitins vitum vér þetta: Hann kom hing- að til lands, að l>ví er vér bezt vit- um, vorið 1913, og dvaldi lengst um síðan hér í borginni þar til hann gekk f herinn. Foreldrar hans voru þau Pétur Þórðarson og Þóra Þórarinsdóttir, systir séra Bjarna Þórarinsonar, og munu þau lemgst um hafa átt heirna í Ólafsvík f Snæfellsnessýslu, en nú munu þau vera í Reykjavík. Er það þungur harmur þeim hjón- um sonar missrinn. Magnús heitinn var góður dreng- ur og liarðger og fjönnaður hinn mesti. Han mun hafa verið tæpra 22 ára, þá hann féll. ------o----- Þjóðræknissjóðurinn í Manitoba Forstjórar Þjóðræknissjóðsins f Manitoba lýstu yfir því nýlega, að fylkisbúar þyrftu ekki að gefa meira í sjóð þenna þetta yfirstand- andi ár. Nóg fé væri nú í sjóði þess- um til að mæta öllum þöi-fum þotta ár. Skyldu menn því að eins leggja fram það, »em þeir hefðu lofað að 31. marz þ. á. og svo ekki meira. En ef eitthvað það kæmi íyrir, sem geiði það að verkum að sjóðurinn yrði í fjárþröng, myndi fylkisbúum verða tilkynt þetta strax af þeim, er fyrir þjóðræknissjóðnum standa. Yfirlýsing þessi kom mönnum mjög á óvart. Þjóðræknissjóður þessi varð til f september 1914 og síðan hafa Manitoba búar gefið í hann rúmar tvær miljónir dollara. Starfsmenn flestra verzlunai-félaga og amnara félaga í Winnipeg liafa gefið vissar upphæðir af mánaðar- launum sínum i Þjóðræknissjóðinn og lagt þenna skerf fram í þaifir lands og þjóðar alveg sjálfviljug- lega. Enda eiga þeir hægast að láta eittbvað af mörkum, sem töst iaun hafa. Skattur ®á, sem fylkisbúar borga af eignum sínum, er að mun hæi'ri þetta ár en árið áður. Af skatti greiddum fyrir árið sem leið hafa $900,000 runnið inn til Þjóðræknis- sjóðsins. Qg af því skattur er hærri þetta ár en áður, er talið víst að nóg fé muni þannig renna í Þjóðrækniissjóðinn til að mæta öll- um þörfum hans næsta ár. ----o----- GULLFOSS KEMUR OG FER TIL ÍSLANDS FRA NEW YORK 1 MAlMANUÐI. Eg fékk þetta skeyti frá Eimskipa- félaginu í gær (2. apr.): “Gullfoss now released from Copenhagen, sail- ing direct to Iceland. Will leave from New York in May.” Þetta sýnir, að Gullfoss kemur vestur eftir áður ákveðinni áætlun, sem var, að hann færi að heiman 28. Aprfl, kæmi til New York 10. maí og færi þaðan þann 20. beina leið til Reykjavíkur. Eftir bréfi til mín frá 21. fobr. eru líkur til þess að Eim- skipafélags skipin verði látin fara til New York fyrst um sinn, og þar af leiðandi verði góðar og greiðar ferðir f surnar milli fslands og New York. Fargjald frá Winnipog til Rvíkur gegn um New York, á fyrsta plássi, Bandaríkin að hervæðast gegn Þýzkalandi Þingið kom saman í Bandaríkjunum 2. þ. m. eins og til stóð. 1 ávarpi sínu til þingsins hvatti Wilson forseti til stríðs við Þýzkaland. Flutti hann ræðu sína stillilega og gætilega, en orð hans voru þrungin af alvöru. Sýndi hann þinginu fram á það, að aðfarir Þjóðverja í seinni tíð væru í raun og veru stríð gegn Bandaríkjunum. Sérstaklega benti hann á eignatjón það og manntjón, sem Bandaríkin hefðu hlotið af neð- ansjávar bátum Þjóðverja. Kvað hann Bandaríkjaþjóðina ekki geta vex- ið hlutlausa þjóð lengur. Þjóðin yrði að fylkja sér undir merki annara lýðfrjálsra þjóða, sem nú berjast gegn einvaldi því, er öllum hinum siðaða mannheimi býður byrginn. Tók forsetinn það fram, að ekki bæri hann óvildarhug til þjóðarinnar á Þýzkalandi; það væri EINVELDIS STJÓRN Þýzkalands, sem hér væri verið að etja við. Síðan benti hann á, hvaða þátt Bandaríkin yrðu að taka í stríðinu. Fjárhagslega aðstoð og aðra aðstoð yrðu þau að veita þeim þjóðum, sem nú eága í stríi við Þýzka- land. Sjóflota sinn yrðu þau að efla með því augnamiði, að geta varizt neðansjávarbátum Þjóðverja. A margt annað benti hann einnig, sem rúm leyfir ekki að frá skýrt sé i þetta sinn. Verður skýrt nákvæmar frá þessu í næsta blaði. Þegar þetta er skrifað, er þingið ekki búið að samþykkja formlega til- lögur forsetans. En talið er fullvíst að þetta verði, því meiri hluti þing- manna fylgdi honum áreiðanlega að málum. Verður Wilson forseta þá veitt fult vald til að segja Þýzkalandi strið á hendur og falin öll æðsta stríðsstjórn. er $115.45; fæði er selt þar að auki 4 kr. á dag á fyrsta plássi 2 kr. á dag á öðru plássi; hálft far fyrir börn innan 12 ára. Einnig sel eg farmiða fyrir báðar leiðir með nokkrum af- slætti. — Það eru alla reiðu nokk- uð margir, isem eru að hugsa um að fara þossa ferð. Skipið fer norður með ströndum og sein lengst frá víg- stöðvunum. í ráði er að eg fari til íslands með skipinu, til þess að mæta fyrir liönd Vestur-íslendinga á ársfundi félagsins 22. júní í sumar. Vil eg biðja alla þá sem enn eru ekki búnir að borga að ifullu til féhirðis 'hlutasölunefndarinnar, T. E. Thor- steinssonar, ráðsni, Northern Crown Bank, Winnipeg, það sem þeir hafa samið um í sambandi við hluta- kaup «ín, að gera það sem allra fyrst. Því ef eg á að fara heim, vil eg skila klárum reikningum fyrir hönd Vestur-íslendinga. Vinsamlegast, Árni Eggertsson. -----o—.--- UPPÞOT A ÞÝZKALANDI Fréttir eru að berast við og við, sein segja Astandið nú alt aunað en glæsilegt á Þýzkalandi. Uppþot meðal íbúanna eigi sér nú oft stað f Berlin og vfðar út af harðkostum þeim, sem þjóðin á nú við að búa, og matvöruskortinum í iandinu. Eins og við má búast eru þó fréttir þessar mjög óljósar og vafalaust ekki takandi mark á sumum þeirra. Sumar fréttirnar fara srvo langt, að spá því, að stjórnarbyltinig sé of til vill f vændum á Þýzkalandi. Hafa fréttir þessar það til marks, að blöðin helztu á Þýzkalandi séu nú mörg farin að taka í þann strenginn, að vekja þjóðina til nýrra frelsishugsjóna. Sérstakloga hafi þetta átt að koma í ljós við stjórnarbyltingu þá, sem nú er ný- lega afistaðin á Rússlandi. En eins og við megi búast, þori ritstjórar þossara blaða ekki að segja nema örfá orð í einu. En hvað sem öllum þessum frétt- um líður, þá er það víst, að þjóðin á Þýzkalandi hlýtur að vakna fyr eða síðar. Ströng einveldisstjórn gertur ekki þrifistt til eilífðar á Þýzkalandi frekar en f öðrum lönd- um. Stjórnarbyltingin á Rússlandi hlýtur að hafa vekjandi áhrif á þýzku þjóðina , engu síður en á aðrar þjóðir heims. — En spurning- in er: Er þýzka þjóðin nógu sjálf- stæð til að hefjast handa og bylta af sér einveldis-farginu, sem á henni hefir legið svo lengi? ——o-------- Skipverjar á neðansjá- varbát gefast upp Þýzkur neðansjávar bátur réðist nýlega á brezkt botnvörpu-fiskiskip einhvers staðar við strendur ír- lands. Hafði neðanejávarbátur þessi skotið einni sprengikúlu á bráð sína, en kúla þessi hitti ekki, er brezkt varðskip kom til sögunnar og hóf strax skothríð á neðansjávar- bátinn þýzka. Lagði neðansjávar báturimn þá tafarlaust á flótta og vildi auðsjáan- lega ekkert við brezka varðskipið eiga. En ekki var hann kominn nema stuttan spöl, Jiegar alt í einu var hægt á ferð hans. Varðskipið brezka færðist þá nær honum og skaut að eins á hann einu skoti eft- ir þetta, því nú sáust margir skip- verjanna þjóta óðsloga upp á þil- far neðansjávarbátsins og héldu þeir upp höndum sínum, sem merki þess að þeir gæfust upp. Hætti þá varðskipið að skjóta og færði sig með varkárni nair bátnum, en hafði þó allar byssur miðaðar á hann, ef ske kynni að þetta væri einn af hrekkjum Þjóðverja. Strax og varðskipið var komið svo nærri, að hægt var að tala saman á milli, tóku þýzku skipverjarnir að út- skýra afstöðu sína fyrir mönnunum á brezka varðskipinu.. Töluðu þeir allir í einu og voru hinir æðisleg- ustu í sjón. Á endanum hrópaði þó einn þeirra yfir alla hina og talaði á þolanlega góðri ensku: “Yfirmennirnir eru allir dauðir.” Var þá sendur bátur frá varð- skipinu til þeirra. Á meðan þetta var að geiwt, stóðu þeir grafkyrrir og með upplytftum höndum. Voru þeir svo teknir um borð á varðskip. inu, en brezkir yfirliðar á skipi þessu fóru yfir i neðansjávarbátinn til að skoða hann. Urðii þess þá vísari að sumir af yfirmönnum báts- ins höfðu verið skotnir af skipverj- um, en aðrir báru þess merki, að þeir hefðu ráðið sér bana sjálfir. Var auðséð að skipverjar hefðu snú- ist gegn þeim og að slegist hefði í bardaga á milli þeirra og yfirmann- anna. Sjálfir sögðu skipverjar söguna þannig, að þeir hefðu snúist til mótspyrnu gegn því, að þeim væri lengur haldið við þenna ægilega eltingaleik neðansjávar. Þeir hofðu því ráðist á yfirmenn sína og strax skotið suma þeirra til bana. Sum- ir af yfirmönnunum hofðu ráðið sér bana sjálfir. öll skipshöfnin hefði farið í uppþot við fyrsta skot varð- skipsins brezka á neðansjávarbát- inn. Kváðust menn þessir hafa mátt vinna eins og galeiðuþrælar frá því fyrsta þeir hefðu í neðan- sjávarbátinn stigið og hefðu þeir ekki getað aifborið þetta lengur. Sögðu þeir «ð yfirmennirnir sjálfir hefðu verið orðnir dauðþreyttir á þessu öllu saman, en verið of skyldu ræknir og hlýðnir til þess að gefast upp. Þegar öll líkindi voru til þass, að neðansjávarbátnum yrði sökt af varðskipinu, sem farið var að elta hann, höfðu skipverjarnir orðið æð. istryldir og höfðu ráðist á yfirmenn sína með öllum mögulegum vopn- um,—stálslám og öllu, sem þeir gátu hönd á fest, þangað til þeir gátu klófest skammbyssur þeirra. Fáir munu hrósa þessum þýzku skipverjum fyrir frammistöðu sína. Þó yfirmennirnir á þessurn neðan- sjávarbáti væru óvinir vorir og komnir í glæpsamlegum erindum inn á brezk höf, er þó ekki annað hægt að segja um þá, en það væri drengilogt að falla heldur dauðir en reynast ótrúir stöðu sinni. Ef til viU, er skipverjum ögn bót mæl- andi; þeir hafa verið því nær yfir- bugaðir af erfiði og þess vegna orð- ið vitstola þegar hættan skall á. E» flestum mun þó finnast upp- reist þeirra gegn yfirmönnum sínuim mjög ódrengilegt athæfi.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.