Heimskringla - 05.04.1917, Page 5

Heimskringla - 05.04.1917, Page 5
WINNIPEG, 5. APRÍL 1917 HEIMSKRINGLA BL&a. kvöldum, þegar kveðnar voru rímur og lesnar fslendingasögnr. Endur- mtoningar frá vordögunum blíöu, ]>egar skógurinn klæddist skrúöa sfnum og grundirnar skrýddust blómum—M voru ort íslenzk ljóö um hérlenda náttúrufegurð. í»að var runnin upp íslenzk landnáms- öld í skóginum.------ Stuttar sögur frá landnámsárum fsiendinga hér í landi verða birtar við og við í “Æskuiýðnum.” ----o--- Við austurgluggann Eftir séra F. J. Bergmann. Það er eitt af helztu ætiunarverk- um blaðanna, eftir bvf sem mér skilst, að vera eins konar miðlar milli bess, sem hugsað er í heimin- um, og íslenzkra lesenda. Þess kon- ar miðill bykist eg vita að Heims- kringla vilji vera. Fyrir bví kemur mér til hugar við og við að senda blaðinu eitthvað um bað litla, sem mér ber fyrir augu og smám saman berst inn f hugann, með bessari fyr- iiisögn, ef verða mætti, að lesendur bess hefðu eimhverja ánægju af. 1. BlaSamenskan. Yestur-íslendingar hafa nú hvað eftir annað fengið heilmiklar ákúr- ur fyrir blaðamensku sfna. Og er v }>að ekki að ástæðulausu. Skal eg samt sem fæst um bað segja, bví bar er isvo margt að taka til greina. Lögberg og Heimskringla eru mikið stæiTÍ *n önnur íslenzk blöð,—svo stór, að ]>að er hverjum einum manni ofurefli að ná út yfirað leysa ritstjórnarstörf bærilega af hendi. Þegar svo er, er bað eðlilegt að blöð- ini verði eins og ókaraðir kálfar, bæði að efni og búningi, og frágang- urinn sóðale.gur. Eins og nú hefir verið um undan- farið skeið, hafa blöðin alls ekki verið nein sönn skuggsjá andlegs ]f£s Yestur-fslendinga, heidur miklu fremur spé-spegill. Hvar sem fund- um ber saman og farið er að tala um almenn mál, verður vart mciri stillingar og gætni, meiri skilnings og vitsmuna, meiri dómgmndar og prúðmensku, en biöðin hafa tii brunns að bera. Það er vorkunn, bó menn taki sér }>að nærri. Menm vilja hafa blöðin fremur fyrir ofan sig en neðan. Blöð eru ekki hafandi, nema tii beirra sé vandað. Þau geta verið á- gætur menningamiiðill, sé ]>au vel úr garði ger, vandvirknislega af hendi leyst, haldi fram heilbrigðum hugsunum, vel athuguðum, kenni lesendum að hugsa með gætni og dómgreind og leiðbeini beim með á- byggiiegri jK'kkingu á öllum svið- um. Með bvf móti verða blöð vinsæl. l>á geta menn eigi án þeii'ra veriði En bjóð vor á fáum mönnum á að skipa, sem færir eru um að vera rib stjórar. Saga fslenzkrar blaða- rnensku ber bess ijósan vott. örfáa slfka höfum vér eignast. Má telja bá á fingrum annarar handar. Mannfæð og broskaleysi bjóðar vorrar er ]iar um að kenna og tjáir ]ftið uin að fást. Blöð eigum vér fremur of mörg en of fá. Og bau, sem eru, fremur of- stór en oflftil Áhrif fara ekki eftir mergð orðanna. Áhrif farayeftir vits- munum, bekkingu og lundfestu jreirra inanna, sem orðum beita. I’au fara eftir ]>ví hve mikinn og góðan mann sá hefir að geyma, sem talar. l>að er ekki að búast við, að áhrif fífuvetlinganna sé mikil. Með bjóð vorri veljast eiinatt mestu fífuvetlingarnir, sem til em í mannfélaginu, til að vera ritstjórar. Svo heimta menn góð blöð af fífu- vetlingum. Skárri er ]iað nú heimtu- /rekjan. Hve nær lesa menn vfnber af bistlum? Hver lætur sér til hugar koma að annað sé að finna en fífu f Fífuhvammi? Hver býst við að fá annað en fífu úr fffuvetlingi? Nú ert bú, Ólafur Trygvason, fyr- ir rás viðburðanna orðinn konung- ur Heimskringlu. Nú verður bú að sjá um, að hafa eitthvað betra en fífu á boðstólum. Að minsta kosti verður bú að sjá um, að fífan bín sé ekki lakari en fífan hinna. I bú verður að sjá um, að hún brenni eins vel og gefi ekki lakari birtu, begar hún er snúin í kveik og Jjósi brugðið upp. Hanni var enginn fífuvetlingur, hann nafni binn. Uin hann segir svo: “Óláfr konungr var mestr íbrótta- maðr f Noregi, beirra, er menn hafa /rá sagt, um alla hluti; hverjum manni var harnn sterkari ok fim- ari, ok eru bar margar frásagnir rit- aðar um bat; ein ersú.er hann gekk í Smalsarhorn ok festi skjöld sinn í ofanvert bjargit, ok um bat, er hann halp hirðmanni sínurn, beim er áð- ur liafði klifit bjargit, svá at hvárki mátti komask upp né ofan á jöfnu.” "óláfr konungr gekk eftir árum útbyrðis, er menn hans röru á Orm- inum, ok hamn lék at brimr hand- söxum, svá at jafnan var eitt á lofti, ok hendi æ meðalkaflann. “Hann vá jafnt báðum höndum ok skaut tveim spjótum í senn. “öláfr konungr var allra manna glaðastr ok leikimn mjök, blíðr ok lítillátr, ákafa-maðr mikill um alla hluti, stórgjöfull, sunduigerða-maðr mikill, fyrir öllum mönnum um fræknleik í orrustum, allra manna grimmastr, ]>á er hann var reiðr, ok kvaldi óvini sína mjök. 'suma brendi hann í eldi, suma lét hann ólma hunda rífa í sundr, suma hengja eða kasta fyrir hábjörg. “Váru af beim sökum vinir hans ástúðgir við hann, en óvinir hans hræddusk við hann. “Var bví mikil framkvæmd hans, at sumir gerðu hans vilja með blíðu ok vináttu, en sumir fyrir hræzlu sakir.” Ekki segi eg, að bú eigir alt af honum að læra. En mikið var í manminn spunnið og ágætur var hann fyrir margra hluta sakir. Og góður ritstjóri hefði hann sjálf- sagt oi ðið á vorum dögum. (Meira.) —----o----- Frá hermanni á Frakkiandi 18. Febr. 1917. Heiðraði ritstj. Heimskringlu. Góði vinur. Að eins fáar líniur, til bess að lofa kunningjunum að vita að eg er enn bá tórandi, við góða heilsu og í alla staði bolanlega líðan. Eg er nú búinn að vera hér á Frakkiandi næstum tvo mánuði, og er búinn að sjá talsvert mikið af ýmsu tagi, sem eg ekki áður gerði mér neina hug- mynd uin að til gæti verið. Síðustu vikuna hafa verið gerðar smáhviður á bá býzku, rétt svona til að hailda beim vakandi, bví beir virðast vera heldur syfjaðir annað slagið, eða beir gera að minsta kosti ekki mikið vart við sig, fyr en við beim er kvakað, með bessum fallegu röddum. Annars er fremur iítið að frétta héðan frá okkur. Við lifum hér eins og aðrir menn, étum og drekkum og sofum, og hvað annað, sem daglegt er hjá ykkur heima. Við höfum 'hér nóg af hermanha- kökuim eða eg vildi hér eftir kalla bær bví nafni; auðvitað man eg, að eg heyrði b«ð kallað Flandra-kex heima á íslandi; en bá ensku heyri eg kalla bað hunda-kex (dog bis- cuit). Allir Sem hafa verið svó hepnir að smakka á bessu marg- nefnda brauði, vita hvað bað er mjúkt undir tönninru'. En eg býst við að okkur isé gefið betta til bess að stytkja í okkur tennurnar enda heyri egengan kvarta yfir tannpfnu síðan að hingað kom. Einnig er okkur gefið talsvert mikið af niður- soðnu uxakjöti spikfeitu; sauða- smjör höfum við frá Danmöbku; og sýróp svo sætt, að slíkt hefi eg ekki smakkað fyr, svo ekki ]>arf undan fæðunni að kvarta. Einstaka landa hefi eg rekist á hér í Frakklandi, bótt eg ekki muni nöfn ]>eirra nú, nema Árna nokkurs Thorlacfusar; eg man eftir bví nafni og manninum lfka, bví að begar eg sá hann fyrst, hélt eg að ]>ar kæmi Skarphéðinn Njálsson. Árni bessi óð barna áfram eins og tröll, glott- andi útí annað munnvikið; veit eg ekki betur, en að hanm hafi vaðið jörðina að knjám. Um félaga rnfna (landana), sem fóru með 222. her- deildnni, veit eg ekki annað en áð beir séu allir lifandi enn bá og við góða iheilsu. Að síðustu ætla eg að segja ]>ér frá bví, að eg hefi ekki fengið Heims- kringlu síðan um nýár, og er eg mjög eyðilagður yfir bví. Að endingu bið eg big að láta Kringluna flytja kæra kveðju mína til kunningjanna, með ósk um, að beim megi líða sem bezt. Þinn með vnsemd, Jón Jónsson. frá Piney. Pte. John Joihnson, Reg. No. 292253, 44th Bat., Canadian B.E.F., France. Fundur aS Lundar. 31. niarz kom saman hér í Good Templars Hall múgur og marg- menni. Þar voru flestir verzlunar- menn og handverksmenn, sem eru í Coldwell sveit, einnig iiefztu bændur og sveitarráðsmenn. *> Hafði samkvæmi ]>etta verið vel undirbúið og Home Economics félagið hafði heitan og góðan mat til reiðu yrir bá, sem að komu. Þá er allir voru mettir byrjaði fundur. Var svo til ætlast, að myndað yrði Board oí Trade, ef svo margir fengjust f féiagið, sem ákveðið er að lögum. Eftir nokkrar umræður var far- ið að sáfna uúdirskriftum um inn- göngu í félagið og fengust á stutt- um tíma 40, og ]>ar fyrir utan 10, sem ek'ki gátu komið ]>cnnan dag á fuindinn, og var ]>á byrjað að kjósa embættismenn fyrir féiagið, sem fylgir: Heiðurfors.: Dr. Ágúst Blöndal. Forseti: Jó'hann HaLldórsson. Varafors.: G. K. Breckman Skrf. og féli. Páll Reykdal. Meðráðamenn: Snæbj. Einars- son, R. Casselman, H. J. Green- ham, H. K. Jackson, F. A. Wind- ross„ Alfred J. King, Andrés Skag- feld, R. Searnani, Jón Sigfússon, B. P. Thorsteinsson, John Lindal, Skúli Sigfússon MP.P., og W. A. Lundy. Næst var tekið til umræðu auka- lög og starfsvið félagsins og er ]>að nokkuð stórt, en alt mjög nauð- synlegt til framkvæmda fyrir borp- ið og sveitina; bar á meðal má telja: hreinlæti borpsins og regla, reyna til að fá matsöluhús í borp- ið, banka, korngeymsluhús, hospi- tal, verjur gegn eldi og margt fleira. Áður en fundi var slitið veittu konurnar öllum ágætt kaffi og eiga ]>ær Mrs. H. Sveinsson, Mrs. R. CassJeman og Miss S. Halldórsson sérstaklega bakkir skilið fyrir á- gæta frammistöðu ]>eirra við veit- ingarnar, Þetta nýmyndaða félag verður nefnit The Lundar Board of Trade og má bíiast við, að bað verði til framkvæmda, ]>ví marga dugloga menn hefir félagið í hópi sínum. R. -----o-—-—- Úr bæ og bygð. B. L. Baldwinson og S. Júl. Jó- hannesson kappræða á skemti- samkomu ]>eirri, sem auglýst er hér í blaðinu, og bandalagið “Bjarmi” heldur í Skjaldborg 10. aprfl. Kappræðuefnið er: Trygg- ing fyrir alheimsfriði, að ein nefnd manma, kosin af öllum bjóðum, stjórni heiminum. S. Júl. ,1. með, en B. L. B. móti. Sjálfsagt mun maiga langa til að heyra kappræðu b®ssa. Kristín L. Gunnarsdóttir Johnson frá Árnes bygð, dvaldi um tveggja mánaða tíma hér í borginni sér til lækninga. Fór lnín heimleiðis aftur á mánudaginn var. Á meðan hún var hér, dvaldi hún hjá dóttur sinni og dótturdóttur. Gamla konan fékk góða bót á heilsu sinni eftir dvöl sína hér og er hin ernasta enn bá, bó hún sé mkið hnigim á efri ár. J. K. Jónasson, frá Sigiunes tós*®- inni, var á ferð Mr f lók. séíSxafSact viku. Hefir hann staðið fyrlr ©Sare söfnunum 'bar ytra fýrir ithBtft*- kross félagið og Befgíir irknarssaiY inn. Af gjafalista beinav sem liúrtaasr er hér í blaðinu, geta menn séð. ÍÉ'W. höfðinglega og veí íslfendjfigwx sS Siglunes bygð og víðar. bar Tti:*v■ hafa snúist við bessu:- Tannlækning VIÐ höfum rétt nýlega fengiíS tannlæknir sem er ættaður frá Norðurlöndum en nýkominn frá Chicago. Hann hefir útskrifast frá einum af stærstu skólum Bandaríkjanna. Hann hefir aðal um- sjón yfir hinni skandinavisku tannlækninga-deild vorri. FSann viðhefir allar nýjustu uppfundningar við það starf. Sérstaklega er litiS eftir þeim, sem he’msaekja oss utan af landsbygðinni. Skrifið oss á yíSar eigin tungumáli. Alt verk leyst af hendi með sanngjömu verði. REYNIÐ OSS! VERKSTOFA: Steiman Block, Selkirk Ave. TALSIMI: St. John 2447 Dr. Basil O’Grady áður hjá Intemational Dental Parlors WINNIPEG LOÐSKINN I HÚÐIRI ULL Ef þér viljið hljóta fljótustu skil á andvirðí og hæsta verð fyrir lóðskinn, húðir, ull og fl. sendið þetta til. F R A N K M A S S / N Brandon, Man. Dept H. Skrifið eftir prísum og shipping tags. I HALDIÐ MATVÖRU- BIRGÐINNI VIÐ OG HJÁLPIÐ til ad GERA SIGURINN VÍSAN “E I G er þess fullviss, að fólk mitt mun bregðast vel við hverju kalli í þarfir mál- efnis vors—með sama óbif- andi áhuga og hollustu, sem einkent hefir svo marga þegna mína síðan stríðið byrjaði, og mun eg ætíð minnast þessa með gleði og þakklæti. His Majesty King George. n •' • Kjomi Sætur og Súr Keyptur Vér borgum undantekningarlaust hæsta verð. Flutningabrúsar lagðir til fyrir heildsöluverð. Fljót afgreiðsla, góð skil og kur- teis framkoma er trygð með þvl að verzla við SÆTUR OG SÚR Dominion Creamery Company ASHERN. MAN. OG BRANDON, MAN. ¥ ¥ ERMENN YORA verður að fæða! Fólkið heima fyrir verður að fæða! Og þrátt ¥ ¥ fyrir hinu glæpsamlega tilgang Þýzka- lands, að útiloka Bandaþjóðirnar, með því að sökkva hverju skipi á höfum úti, þá verð ur stöðugur straumur af matvöru að sendast til Englands og Frakklands. Þetta er Lyð-þjónusta. Ekki eingöngu bóndans, _ Einnig YÐAR—áskorun þessi nær til alllra. I #ER verÖum aÖ sameinast sem þjótS—í fy LýÖþjónustu—í Spama'ði og í Frsun- leiðslu. Menn og konur og börn, ung- ir, miSaldra menn og gamlir—allir geta aS- stoSaS viS framleiðslu þjóSarinnar. ^^#VERT pund framleiddrar fæSu dreg- pj ur úr ’kostnaSi lífsnauSsynja heima fyrir og eykur matvörubirgSir her- mannanna fyrir handan hafiS. ^^ŒKTIÐ garS, lítinn eSa stóran. Not- iS blettinn á bak viS húsiS ySar. — RæktiS auSu lóSirnar. LátiS alt slíkt hjálpa til aS framleiSa fæSu. K ÆNFÓLK í bæjum getur nú ekki beitt þreki sínu til neins þýSingar- meira en aS rækta kálgarS. Allar upplýsingar gofnar viðvíkj- andi búnaði og garðrækt. Skrifið INFORMATION BUREAU Department of Agriculture OTTAWA YERIÐ LÝÐHOLLIR TIL ORÐA OG YERKA Færið alt til afnota Gleymið engu Dominion Department of Agriculture OTTAWA CANADA. HON. MARTIN BURRELL, Minister. ÞAD EQRGAR HG FYRR YKKUR Þeir, sem ætla sér aá gaaga á ver?! taarslíóla í veris.r, geta sparaö sér periaga, ef þei; fiaaa rúo..n:zn Heimskringlu á<Sur en þc r serrija uia LeaJu. Reyndur og áreiðanlegur kraddan tyrir unga og gatnla Islendinga. H. GU\N & CO, NÝTÍSKU SKRADDARAR 8* I N ÖII nýjustu snið og nýjustu fataefni ávalt á reiðum höndum. 370 PORTAGE AVE. Fluttur frá Logan Ave. WINNIPEG, MAN. Phone: Main 7404 & w Bújarðir til sölu Vér ætlum að selja eftirfylgjandi lönd í yðar nágrenni me& sérstaklega góðum söluskilmálum og búumst við að bændus muni nota það tækifæri til að fá lönd fyrir syni sina;—engín niðurborgun, aðeins skattar, 1917; afgangurinn borgist með parti af uppskeru eða hvaða skilmálum sem þér helzt viljið: N. E. 32—22—31 N. E. 28—22—32 S. E. 34—22—32 S. W. 36-22-32 N. W. 7—23-31 S. E. 2—23—32 N. E. 4-23-32 S. W. 4-23-32 öll fyrir vestan fyrsta Meridian.Frekari upplýsing, BREIDFJORD, P. O. Box 126 Churchbridge, Sask. :'ur G. S. FIRST NATIONALINVESTMENT CO., lm. R. O. BOX 597 WINNIPEG

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.