Heimskringla


Heimskringla - 03.05.1917, Qupperneq 4

Heimskringla - 03.05.1917, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNLPEG, 3. MAI 1917 WINNIPEG, MANITOBA, 3. MAI 1917 Kosningarnar í Saskatchewan Næstu fylkiskosningar í Saskatchewan fara fram einhvern tíma í næsta mánuði, að sagt er. Enn þá hefir dagurinn ekki verið tiltekinn. — I Wynyard kjördæminu sækja hvor á móti öðrum, þeir W. H. Paulson, nú- verandi þingmaður liberala, og Jón Veum, þingmannsfni conservatíva flokksins. Blaðið “Foam Lake Chronicle” birtir nýlega stefnuskrá conservatíva flokksins í Saskatchewan. Er hún á þessa Ieið: 1. Algert vínbann í Saskatchewan fylki. | 2. Fylkis löggjöf viðkomandi heim- komnum hermönnum; hermönnum þessum gert mögulegt að koma sér fyrir til sveita, eða mögulegt að hljóta aðra atvinnu, ef hugur þeirra hneigist ekki að landbúnað- inum. 3. Ráðstöfun sé ger eftir því sem mögu- legt er fyrir atkvæðagreiðslu þeirra borgara, sem eru í herþjónustu. 4. Pólitisk og borgaraleg jafnréttindi kvenna í Sascatchewan, og þar með, að kon- ur fái þar jöfn starfslaun og karlmenn, er þær gegna sömu störfum. 5. Ráðstöfun sé ger fyrir stofnsetningu rannsóknar kviðdóms (grand jury). 6. Að við sveitarkosningar séu borin undir kjósendur öll ný lög, sem samþykt eru á þingi, utan lög viðkomandi nauðsynlegum útgjöldum. 7. Árstekjum af sköttum á hreyfivögn- um sé varið til viðhalds góðra brauta í fylk- inu. 8. Árstekjur af leyfum þeim, sem seld eru í sveitunum, afhendist til sveitanna sjálfra. 9. Sveitirnar fjalli með og borgi út alt fé, sem varið er til Vegagerðar. 10. Talþráða samband sé veitt, sem kostnaðarminna sé og fullkomnara en nú er. 11. Stjórnar haglsábyrgð, sem sjálf- viljug sé bændunum. 12. Löggjöf, sem auki lánstraust sveit- anna og takmarki rentur, sem á falla. Hver og einn liður í stefnuskrá þessari, eins og öllum mun verða augljóst, er við- komandi þeim velferðarmálum fylkisins, sem fylkisþingið getur sjálft fjallað um að öllu leyti. Enda er það heppilegast og affara- bezt að hvert fylki út af yrir sig fjalli að j sem mestu leyti um sín eigin mál. — Stefnu- í skrá liberala í Satskatchcwan er aftur á móti alt annan veg farið. Að undanteknu vínbannsmálinu og fjárráðum fylkisins heyr- ir alt í stefnuskrá þeirra undir löggjöf sam- bandsstjórnarinnar og fjallar alí um þau mál, sem sambandstjórnin ein getur haft til með- ferðar. Ekki getum vér trúað því, að þessi stefna skoðist æskileg meðal íslenzkra kjós- enda í Saskatchewan. Flestir þeirra hljóta að skilja, að stefna conservatíva flokksins verði þeim affarasælli og betri. -------o------- Jón Helgason, biskup Biskupaskifti á Islandi eru ávalt stórtíð- indi. Einlægt má við því búast, að í það embætti sé valinn einhver af afburðamönn- um þjóðar vorrar. Enda er staðan svo vax- in, að í hana eru ekki boðlegir nema önd- vegishöldar í hópi andlegrar stéttar manna. Biskupsembættið er ein allra æðsta trúnað- arstaðan með hverri þjóð. Og eins og nú er ástatt á Islandi, hefir vandinn, sem bisk- upsstöðunni fylgir, vaxið að sama skapi sem umsýsla þjóðarinnar öll hefir færst í aukana. Fyrsta einkennið er brennadi áhugi um andlegt líf kirkjunnar. Síra Jón Helgason er af því bergi brotinn, að áhugans mætti vænta af honum, jafnvel þó hann hefði ekki verið eins augljós og öllum er kunnugt frá fyrstu tíð. Hann er sonur Helga Hálfdánar- sonar, þess manns, er lét sér hverjum manni annara um efling trúarlífsins í landinu og bar andlegan hag íslenzkrar kirkju fyrir brjósti fram í andlátið. Hann er dótturson- ur síra Tómasar Sæmundssonar, þess manns, er bezt lét sér hepnast að vekja þjóð vora af margra alda deyfð og doða, svefni og á- hugaleysi, fyrri hluta nítjándu aldar. Áhuga föður síns og móðurafa hefir líka sína Jón Helgtson tekið í arf. Hann hefir sýnt hann, svo eigi er unt um að villasí, frá því er fyrst var farið að veita honum eftir- tekt. Hann varð kennari við prestaskólann 1884 um Ieið og hann hafði lokið guðfræði- námi sínu erlendis. Sama árið eða árinu eftir tók hann prestsvígslu og prédikaði öðr- um þræði öldungis kaupiaust í dómkirk- junm, einungis til þess knúður af’mnri hvöt, að bæta á sig þeim aukastörfum, er því voru samfara, í því skyni að leggja fram sinn skerf, andíegu lífi til vakningar í höfuð- | staðnum. Honum tókst það líka. Hjá hon- um var kirkjan ávalt vel sótt. Fjör og áhugi | einkendi ræður hans. Engum duldist, að hér var maður, sem talaði, sakir þess hann trúði. Hann var aðstoðar prestur við dóm- kirkjuna frá 1894—1908. Og á árunum 1896—1904 gaf hann út mánaðarritið “Verði ljós”, til þess að vekja nýtt líf í kirkj- unni víðs vegar um land. Víðtæk þekking í guðfræðilegum efnum og eldmóður miklu meiri, en vér höfum átt að venjast, kom þeg- ar fram hjá honum á þessum fyrri kafla æfi hans, og hefir aldrei yfirgefið hann. Tvo ágæta kosti hefir hann sýnt í öllu, sem eftir hann liggur, bæði frá fyrri og seinni tíð: Það er trúmenska við sannfæringu sína og einbeitni gagnvart öðrum. Hann hefir ávalt blásið svo í lúðurinn, að eigi hefir verið unt á að villast. Annað einkennið í fari biskupsins er af- burða þekking í guðfræðilegum efnum. Þessa þekkingu þarf biskup að hafa til þess að geta leiðbeint öðrum. Á engu er nú meiri þörf en að prestum landsins sé í þeim efnum veitt öll sú uppörfun, sem unt er. Og þar er síra Jón Helgason einmitt maður- inn. Þekkingu sína á svæði guðfræðinnar hefir hann lagt fram fyrir þjóð vora í rit- gerðum eins og þeim um Mósebækur og upp- runa gamla testamentisins í Tímariti Bók- mentafélagsins (1900 og 1901) og prest- arnir og játningarritin í Skírni (1909). Þá eru líka hin stærri ritverk hans: Sögulegur uppruni nýja testamentisins (1904) og AI- menn kristnisaga, sem þegar eru komin út tvö stór bindi af, augljós og talandi vottur í því efni. Eigi kemur þessi þekking hans sízt í ljós í hinni ágætu bók hans: Grund- völlurinn er Kristur (1915). Þekking síra Jóns Helgasonar í guðfræði- inni stendur nákvæmlega á sama grundvelli og þekking ágætustu kennaranna, sem uppi eru á Norðurlöndum. Sést það bezt á því að bera þessa síðastnefndu bók hans saman við tvær kenslubækur í trúfræði, sem rétt eru út komnar, önnur í Danmörku eftir dr. Krarup, einn allra-helzta guðfræðinginn þar, hin í Noregi eftir Ording, kennarann í trú- fræði við háskólann í Kristjaníu. Eg nefni þessi tvö dæmi til samanburðar, af því kirk- jan á Islandi stendur í lang-beinustu sambandi við þessi tvö lútersku lönd, Danmörk og Noreg. Vitaskuld er guðfræði allra þessara manna nútímaguðfræði. Þeir væri ekki færir um að vera kennarar og leiðtogar í andleg- um efnum, ef þeir hefði gamaldags, úrelta guðfræði á boðstólum. Nútíma guðfræðin er ekkert annað en skilningur nútímans á kristindóminum, — fagnaðarerindið á máli vorra tíma. Þriðja einkennið er dugnaðurinn. Þó á- huginn sé mikill og þekkingin víðtæk, kemur það að litlu haldi, ef dugnaður er lítill til framkvæmda. En það munu fáir bera kvíð- boga fyrir dugnaðarskorti hjá Jóni Helga- syni, sem nokkuð þekkja til hans, ef heilsa hans bilar eigi. Dugnaðurinn er umfram alt einkenni mannsins. Hann cr víkingur að vinna, — afkastamaður með afbrigðum. Fáir menn leggja það á sig, sem hann hefir gert. Eg þykist þess fullvís, að allir, sem hann þekkja, trúi honum til að sýna fyrir- taks dugnað og framtakssemi í sambandi við biskupsembættið. Enda veitir ekki af. Þar mun ærið verkefni fyrir hendi. Um veitingu biskupsembættisins mun það einróma álit viturra manna um land alt, að þó prestar hefði átt að kjósa mann í bisk- upsembætti í þetta sinn, myndi síra Jón Helgason hafa orðið fyrir kjöri nokkurn veginn eindregið. Kirkjunni íslenzku tef eg það mikla ham- ingju, að hafa átt svo áhugasaman, lærðan og frjálslyndan dugnaðarmann til að skipa í biskupsembætti nú á þessum örlagaþrungnu tímum. F. J. B. -------o-------- ^Bréf Professor W. F. Osborne Fyrir tilstilli blaðsins “Free Press’ hér í Winnipeg er Próf. W. F. Osborne, háskóla- kennari, nú að ferðast í ýmsa staði Banda- ríkjanna, og skrifar þaðan eitt bréf á dag, sem “Free Press” birtir svo jafnóðum. Eitt af bréfum þessum var birt í lauslegri þýð- ingu í síðustu Heimskringlu. Að voru áliti er það efnismesta bréfið, sem Prof. Osborne hefir að svo komnu skrifað í þessari ferð sinni. Hér er brugðið nýju Ijósi yfir sálar- Iíf Þjóðverja, — en sérstakiega þó yfir af- stöðu þeirra í Bandaríkjunum. Skýr og ljós mynd er dregin upp af hinni sérkennilegu hugsun Þjóðverja og þeirra afar-einkenni- legu rökfræði. Flest af bréfum Prof. Osbornes eru skil- merkilega skrifuð. En þegar tekið er til greina, hve mentaður maðurinn er, hljóta þó sum þeirra að skoðast töluvert hroðvirkn- isleg. Enda er tæplega við öðru að búast, þar sem bréf þessi hljóta að vera skrifuð á mestu hlaupum. Charles Dickens, söguskáldið enska, var margar vikur að semja og skrifa eina stutta jólasögu—en saga þessi varð líka réttnefnt listaverk. Hinrik Ibsen, norska skáldið, var marga mánuði að semja suma þættina í sjón- leikjum sínum, — en ritverk hans báru af öllu öðru, sem þá var ritað. Og mörg dæmi eru þess, að stórskáld þjóðanna hafi verið lengi að semja listaverk sín, — stundum í mörg ár. Enginn skyldi því ætla, að neitt geti orð- ið til á hlaupum, sem eitthvert bókmentalegt gildi á að hafa. Hinn afskaplegi hraði á öllu er stærsti annmarkinn á menningunni hér í iandi. Hroðvirkninnar verður því alls staðar vart, — í fréttablöðunum, skáldsög- unum, Ijóðunum, kvikmyndunum. Alt þetta mætti vanda mikið betur en gert er. Bréf Prof. Osbornes eru Iesendum fullboðleg sem vanalegar blaðafréttir. Vafa- samt er þó, hvort hann, þótt hálærður sé, er jafnsnjall æfðum fregnritum stórblað- anna hér í því að skrifa hlaupa-fréttir. Þess vegna finst oss tæplega vera eyðandi tíma í að þýða fleiri bréf hans til þess að geta birt þau í blaðinu. Fæst af þeim hafa neitt það til brunns að bera, sem ekki kem- ur smátt og smátt í ljós í almennum frétt- um blaðanna. Og þar með er fyrirspurnum þessu við- víkjandi svarað. -------o------- Hjá blöðum og bókum. Skuggsjá. Apríl-hefti mánaðarblaðsins “Skuggsjá” er nýlega hingað komið. Á rit þttta hefir lítillega verið minst í blaðinu áður. Það er gefið út í bænum Wynyard og er Ásgeir I. Blöndal ritstjóri þess, en ráðsmaður S. S. Bergmann. Markmið tímarits þessa er að vera til skemtunar og fróðleiks og hafa hefti þau, sem út eru komin, fyllilega náð tilgangi sínum. Sérstaklega er síðasta heftið vand- að að efni og frágangi. Fyrst er þar ljóð eftir Þorskabít, sem nefnist “Hermaðurinn í valnum”. Og þó allir verði ef til vili ekki sömu skoðunar og skáldið, verður ekki ann- að sagt, en þetta Ijóð sé snildarverk. Ber það að voru áliti af öllu, sem ort hefir verið hér vestra í seinni tíð. — Næst eru í hefti þessu “Fjögur æfintýri’ eftir góðskáldið J. Magnús Bjarnason. Bera æfintýri þessi á sér dæmisögu-blæ, en hugsan og vit felst á bak við. Þetta er nýtt í íslenzkum bók- mentum; enda hafa öll rit J. M. Bjarnason- ar, bæði í bundnu og óbundnu máli, jafnan meiri og minni frumlegan kjarna meðferðis. — Svo er byrjun á ritgerð um “Ungmenna- félög Islands.” Einnig saga eftir H. G. Wells: “Það sem Davidson bar fyrir augu.” Sein- ast er “Vorkoman” (brot), að sjálfsögðu eftir ritstjórann. — Tímaritið “Skuggsjá” er ekki stórt um sig enn þá, en með “bókmenta- sniði“ að efni og frágangi. og því æskilegur v.ðauki fyrir vestur-íslenzkar bókmentir. “Frfkirkja—Þjóðkirkja.” A. Helgtason að Baldur, Man., hefir nýlega sent blaðinu eintak af fyrirlestri með ofangreindri fyrir- sögn. Hefir hann fengið einkarétt- indi höfundarins til þess að prenta og gefa út penna fyrirlestur hér vestra. — Oss er stranglega bann- að, að birta bann “sem heild” í blaðinu, cn þó sagt um ieið, “að sjálfsögðu ætlist höfundurinn til l>ess að fyrirlestursins sé getið.” Formáli þessi er límdur undir tit- ilblaðið. Að iíkindum vakir ])að fyrir út- gefandanuin, að ekki sé spilt fyrir útsölunni. Eftir að hafa lesið fyrirlesturinn finst oss þó, að fyrir höfundinum inuni vaka .annað stærra og feg- urra. “Leiðin til auðsöfnunar verð- ur oft önnur, en til sáluhjálpar,” segir hann á einum stað. Fyrirlestur þessi var haldinn á Akureyri á ísiandi 26. jan. 1917. Höfundurinn er Jónas Þorbergs- son. Ekki verður annað sagt um þenna íyrirlestur, en hann sé stilli- lega og gætilega saminn og beri vott um all-góðan skilning höf» undarins á málefninu. Hætt er þó við, að margir verði til þess að skoða málið frá fleiri hiiðum, en hér er gert. í byrjun fyrirlestursins bendir höfundurinn á það, að þjóðkirkj- an á íslandi sé undir vernd og styrk ríkisins; en ríkið haldi þó uppi um leið trúarbragða skóla, sem sé á öndverðum meiði við ev. lúterska lijóðkirkju. En mörgum rnun virðast, lað ekki sé neitt at- hugavert við þetta. Ríkið heldur við þjóðkirkjunni, en er þó um leið að reyna að leiða guðfræðinga hennar á annað æðra og fullkomn- ara svið. Þetta mun vera rás straumsins heima, og er tilgiangur- inn góður. Reynslan ein verður að skera úr hvernig þetta gefst. Ekki munu margir Vestur- Islendingar fást til að viðurkenna andatrúar-braskið á íslandi sem trúarbragða-stefnu. Það virðist líkara tilrauna-stefnu — en um á- rangurinn af tilraunum þessum veit umheimurinn sára lítið. Samanburður er gerður í fyrir- lestrinum á iæknisfræðinni og guð- fræðinni. Því er haldið fram, að ef læknarnir ræddu ágreiningsmál sín í opinberum tfinaritum, þá myndi aiþýðan brátt ekki vita liverju trúa skyldi. Slíkt yrði stórkostlegur þröskuldur á vegi læknisfræðinnar. Læknunum yrði brátt ofaukið með ráðleggingar sínar, ef alþýða manna fengi “að grauta þannig í þessari vísdóms- grein með ímyndunarafli sínu, hleypidómum og heimsku.” — AIl- ófögur lýsing á íslenzkri alþýðu. En að læknisfræðinni er haldið frá aliþýðunni mun vera af öðru en mannkærleika sprottið. Læknis- fræðin er atvinna læknanna, hún er féþúfa þeirra. Ef þeir ræddu deilumál sín opinberlega í blöðum, myndu augu alþýðunnar opnast fyrir mörgu, sem henni nú er hul- ið. Þekking al])ýðunnar myndi smátt og smátt þroskast við deil- urnar—og atvinna læknanna líða baga við. Af þessum orsökum einna mest mun læknunum á- hugamál, að halda læknisfræðinni frá lalþýðunni. Eins og nú er á- statt f heiminum, mun ekki vera glæsilegt í augum presta og lækna. að hver maður reyni eftir því sem honum er framast unt að vera “sinn eigin læknir og sinn eigin prestur.” En alt á eftir að taka breyting- um í heiminum frá því, sem nú er. — Sú skoðun er skaðleg, á hvaða svæði, sem hún birtist, að heppi- legt sé að halda alþýöunni blindri fyrir sannleikanum. Alþýðan get- ur krafist þess, að fá að sjá inn f instu leyndardóma læknisfræð- inniar og guðfræðinnar. Á herðum hennar hvflir þetta hvorutveggja. Syrpa. 0. S. Thorgeirsson, útgefandi “Syrpu”, varð fyrir áfalli í haust sem leið, þegar prentsmiðja hans brann til kaldra kola. Tafðist t>v> útkoma “Syrpu” um tíma. Áð- ur langt leið kom Ólafur sér þó á laggirnar aftur, enda er hann ekki einn af þeim mönn- um, sem uppgefast “þó endrum og sinnum gefi á bátinn.” — Kom seinasta hefti af “Syrpu út fyrir löngu síðan, en oss hefir láðst að geta þess. Innihald heftis þessa er hið fjölbreyttasta. Saga eftir J. Magnús Bjarnason. Þrjár sögur þýddar. Fróðleg ritgerð, sem nefnist ”Komu Norðmenn til Minnesota árið 1362?”—Margt annað fróð- legt hefir “Syrpa” meðferðis í þetta sinn, sem rúm leyfir hér ekki að upp sé talið. Hefir tímarit þetta tekið miklum framförum í seinni tíð. Efni vandaðra en áður og próf- arkalestur Hetri. Höfundur fyrii'lestursins er ekki hlyntur skilnaði rfkis og kiikju — og þar erum vér honum samdóma. Sem sýnishorn af fríkirkju dregur hann upp mynd af kirkjufélaginu íslenzka hér vestan hafs. Mynd_sú virðist oss nokkurn veginn rétt dregin. Sýnir hann meðal annars fnam á, hvennig þeir menn, sem mest láta fjárhagslega af hendi rakna í garð kirkjunnar, taki smátt og smátt valdataumana í sínar hendur — og veljist því ekki ætíð óhlutvöndustu mennirnir til forustu. 1 sambandi við þetta bendir hiann á bókina “Inside of a cup,” eftir Winston Churchill, sem svo mikla útbreiðslu hefir fengið hér í landi. Þar er kirkjan sýnd verða oft og einatt að “skálkaskjóli og lepp lægstu hvata mannanna.” Ekki verður þannig löguð frí- kirkja glæsileg, —því “Kirkjan á að vera leiðtogi þjóðarinnar og siðgæðis aflgjafi hennar.” Og þetta er hverju orði sannara. ,Með viðeigandi orðum bendir höfundurinn á hættu þá, sei» auðmagnið geti haft í för með sér fyrir þjóðlífið. Enda er flestum að verða hætta þessi betur og bet- ur skil janleg eftir því sem tímar líða. Hann vill hefja kirkjuna frá þeirri niðurlægingu, sem hún- sé komin í. Yill að trúmáladeilurnar hætti og hinar ýmsu kirkjudeildir sameinist undir þeim merkjum, sem þær allar sameiginlega geti staðið undir. Ríkið taki svo að sér lað vernda og styrkja þá kirkju, sem þannig er stofnsett. Fögur hugsjón og góð, en hætt við að hún eigi langt í land. ----o---- Við austurgluggann Eftir séra F. J. Bergmann. 9. Cecil Rhodes. Fyrir mánuði voru fánar dregnir- á stöng víðs vegar um bæinn; þaði- var fimtudaginn 29. marz. Fáir* vissu víst hvern var verið að heiðra,—fáir af öllum fjöldanum. Fyrir fimtán árum lézt þá einrt hinn-a einkennilegustu manna og: djúpúðgustu í brezka heiminum,— auðinaðurinn mikli Cecil Rhodes- Hann lézt 29. marz 1902. Eg viðhef um hann einkunnarorðið djúp- úðgur af ásettu ráði. Eg finn ekk- ert íslenzkt orð annað, sem betur einkenni manninn. Hann var stór- liuga miaður með afbrigðum. For- feður vorir töluðu um Hjálmar hugumstóra. Yar þá mest átt við hugrekki hans í orustum. Oecil Rhodes var hugum stór í öðrum skilningi. Hugur hans var evo stór, að ihann hugsaði fyrir allan heim. Eins og Auður djúpúðga reisti hús sitt yfir alfaraveg, til að vera viss um, að enginn færi beina- laust fram hjá bæ hennar. Allur lffsferill hans var stór- markverður og ólíkur ]>ví, sem al- ment gerist. Faðir hans var prest- ur í Hertfordskíri á Englandi- Prestur átti sjö sonu og talaði oft um þá í gamni “sem sjö engla hinna sjö safnaða”. Mikill fögn- uður mundi honum hafa verið það, ef einhver þeirra að minsta kosti hefði gengið í þjónuistu kirkj- unnar. En hann var of vitur mað- ur og nærgætinn til þess að þrýsta sonunum til nokkurs, sem þeir eigi voru hneigðir til. Elzti sonurinn hét Herbert og stefndi hugur hans til Natal f Afrfku. Þiar tók hann sér bóm- ullarrækt fyrir hendur. Þegar Cecil varð 17 ára gamall, fór hann til Suður-Áfríku, til að vera með bróð- ur isínum. Á skömmum tíma voru þessir tveir ungu menn búnir að: eignast eitt hundrað bómullar- ekrur. Ekki verður Cecil um það brugð- ið, að hiamn færi svo langa leið tií að losast við bækur og bóknám. Þrettán ára gamall hafði hann fengið há verðlaun eða námsstyrk, fyrir vel af hendi leyst próf í gömlu málunum, grísku og latínu. En sérlega heilsusterkur var hann ekki og sannfærðist um, að líf' undir beru lofti væri honum heilsuskilyrði. Herbert bróðir hans hafði aug- un opin þarna í Suður-Afríku- Snemma á árinu 1870 tók hann sér fyrir hendur demanta-leit á bökkum Vaal - árinnar. Hann komst brátt að því, að þar myndi auðlegð meir en lítil bíða þeirra, er vildu bera sig eftir. Sendi hann þá eftir bróður sínum, Cecil; lét hann ekki á sér standa, en brá við hið skjótasta. Svo segist mönnum frá, að ferð þessa hafi hann gert í skozkri kerru með tveim hjólum. Hafði hann með sér skjólu og spaða til demantaleitarinnar. En auk þess heilmörg bindi grískra og lat- neskra höfunda og gríska orða- bók. Mun flestum finnast það býsna furðuleg fararefni fyrir þann, sem er á leið f náma. En vér minnumst nú þess, að einhvern tírna hefir manninum. er varði öllum auð sínum til að stofnsetja námsmanna styrkinn fræga við skólann i öxnafurðu, hlotið að þykja meira en lítið til grískra og latneskra höfunda koma. Annars hefði honum ekki hugkvæmst það heillaráð. En með því hefir hann eflaust aukið og margfaldað veg og áhrif þjóðar sinnar meira en nokkur annar einn maður, sem unt væri að nefna. Alla sína starfsömu æfi bar hann sömu lotningu fyrir grfskum og latneskum bókmentum. 1 bóka- safni sínu átti hann ágætt úrval helztu grfskra og iatneskra höf- unda í fullkomnustu útgáfum. Þeir höfundarnir, sem hann hafði mestar mætur á í enskum

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.