Heimskringla - 10.05.1917, Blaðsíða 1
Royal Optical Co.
Elztu Opticians í Winnipeg. ViÖ
höfum reynst vinum þínum vel, —
geföu okkur tœkifæri til að regn-
ast þér vel. Stofnsett 1905.
W. R. Fowler, Opt.
<-------------------------------/
XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 10. MAÍ 1917 NR. 33
Stríðs-fréttir
Frá Frakklandi.
Alla leið frá Lens til St. Quentin
héldu Bretar uppi stöðugri sókn
alla síðustu viku. Enn h,aía Þjóð-
verjar ekki getað stöðvað áfram-
'hald þeirra á öllu þessu svæði.
Einlægt eru brezku hersveitirnar
að sækja, en Þjóðverjar að verjast
og svo hér og þar að hrökkva und-
an. Þe.gar tekið er til greina, að
hinir þýzku hafa hér til varnar sín-
ar allra hraustustu og æfðustu
herdeildir og allan sinn bezta her-
búnað, getur enginn búist við því
að herinn brezki geti farið yfir
Jandið afar hröðum skrefuim. Það
útheimtir langan tíma að brjóta á
t>ak aftur jafn öfluga vörn og Bret-
ar mæta frá hálfu Þjóðverja. En
•einiægt eru þeir þó að þokast
Afram, þó þeir f.ari hægt. Mannfall
hefir verið inikið í liði þeirra, en
l>ó ekki eins mikið og við var bú-
Jst i fyrstunni. 1 orustunum í síð-
asta mánuði tóku þeir í alt 19,343
fanga af liði hinna þýzku.
Sóknin mesta frá hálfu Breta í
síðustu viku, var fyrir austan Ar-
ras. Sóttu þeir fram á 12 mílna
svæði, hröktu Þjóðverja á öllu
hessu svæði og tóku ,af þeim marg-
ar fremstu skotgrafir. Markmið
l>eirra með áhlaupi þessu var að
reyna að nálgast þorpin og bæina
I'resnoy, Cherisy og Bullecourt.
Með þessum sigrum sínum hepn-
aðist þeim þetta upp á það bezta.
Herdeildir Canad.amanna hafa
tekið öflugan þátt í bardögum
hessum. Einna mest bar á orust-
um þeirra í grend við þorpið Fres-
noy, sem þær tóku. Á svæðinu fyr-
•i' suðvestan Lens sóttu Canada-
inenn líka fram og tóku af Þjóð-
verjum skotgrafir og marga fanga.
yíðar hefir Canadamönnum geng-
>ð vel, enda sækja þeir ætíð frain
af harðfengi og hreysti.
A mánudaginn í þessari viku
hárust fregnir um það, að hersveit-
>r Breta væru komnar fast ,að bæn-
hni Builecourt, sem nefndur er að
°fan, og hafi á því svæði tekið ótal
^nnrga Þjóðverja fanga. Áhlaup-
um Þjóðverja á svæði þessu hafa
Hretar öllum hrundið á bak aftur.
---------------o----
Frá Frökkum.
Hyrri part síðustu viku gerðu
Hjóðverjar sterk áhlaup á Frakka
é, hersvæðunum við Aisne, en ekki
har þetta neinn árangur. Frakk-
ar vörðust með mestu hreysti að
vanda og eftir orustur harðar og
Jangar urðu Þjóðverjar undan að
J>°pa. Á Champagne svæðinu voru
l>á einnig orustur og gekk Frökk-
um þar betur. Seinni hluta vik-
hnnar brutust þeir áfram á svæð-
>nu frá Craonne til Mount Carnil-
let og tóku f því áhlaupi u<m þús-
und fanga af Þjóðverjum. Einn-
unnu Frakkar sigra stóra fyrir
norðaustan Rheims, komust þar á-
ffam á stóru svæði og tóku um 600
fanga. Einnig féll þá þorpið Cra-
onne í hendur Frökkum, og að ná
borpi þessu á sitt vald er talinn
stór og þýðingarmikill sigur fyrir
1>^- TJm stað þenna hefir lengi
verið barist og var Þjóðverjum
nauðugt að hoi>a þaðan.
1 byrjun þessarar viku tóku
Hrakkar að iherða sóknina fyrir
norðaustan Soissons og víðar.
1’óku þeir í þeim orustum um 6,10(1
fanga og hröktu Þjóðverja aftur á
hak á stóru svæði. Var orusta þessi
hin stórkostlegasta, því svo marg-
ar hersveitir tóku þátt 1 henni á
háðar hliðar.
-------o-------
Frá austur herstöívunum.'
Á austur herstöðvunum gerðust
engin stórtíðindi sfðustu viku.
Rússar hafa ekki gert nein stór á-
hlaup í seinni tíð, en smá orustur
e>f?a sér þó við oð við stað á her-
svæðum þeirra.
ítaiir hafa hrundið af sér áhlaup-
úm Austurríkismanna á Trentino
svæðinu. Á Julian .svæðinu hafa
e>nnig verið háðar all-snarpar or-
Ustur og hefir ftölum gengið þar
betur.
Herdeildir Grikkja, undir for-
Ustu Venizelos ar, fyrverandi for-
ssetisráðgjafa Grikkja, liafa liáð
sína fyrstu orustu gegn Bulgurum
í Macedoníu. Hröktu þeir Bulg-
ara á all-stóru svæði og unnu á
þeim algeran sigur, enda eru her-
deildir þessar þær öflugustu og
gengu fram af hreysti mikilli í
þessari fyrstu orustu sinni.
-----o-----
Frá Þýzkaiandi.
Friðar tillögum þeim, sem Beth-
mann-Hollweg, ríkiskanzlari, átti
að leggja fyrir þingið í síðustu
viku, hefir verið frestað til óákveð-
ins tíma. Fréttir um þetta bárust
frá Danmörku. Haida sumir, að
óeirðirnar á Rússlandi muni vera
orsök þessa. ÞjóðVerjar séu farnir
að halda, að þeim muni ef til vill
hepnast að fá Rússa tii að semja
frið. En ef þeim ’hepnaðist þetta,
myndi öll afstaða þeirra verða önn-
ur. Þá gætu þeir fært allan hinn
mikia heráfla á austur herstöðvum
til vestur herstöðvanna og þá bar-
ist á Frakklandi gegn Bretum og
Frökkum með tvöföldum krafti. —
En þar sem Bandaríkin eru nú að
senda sendinefnd til Rússlands í
því skyni að gera tilraun til þess
að tryggja samvinnu þjóðarinnar
þar og hinna bandaþjóðanna, eru
öll líkindi til þess að hinum glæsi-
legu vonum Þjóðverja verði koll-
varpað.
Sagt er, ,að Þjóðverjar hafi orðið
fyrir sárum vonbrigðum, er þeir
fréttu, að herskylda væri komin á
í Bandaríkjunum. Á dauða sínum
áttu þeir von, en ekki þessu. Áð
sjálfsögðu hafa þeir talið vfst, að
til þessa myndi aldrei koma í
Bandaríkjunum.
Róstur miklar er sagt að hafi átt
sér stað í Berlín nýlega. Til þess
að bæla róstur þessar niður varð
lögregian að skjóta á fólkið með
maskíu byssum.
Sá sögulegi atburður skeði líka á
Þýzkalandi, nýlega, að ríkisþingið
tók sig til og takmarkaði að mun'
vald keisarans. Lagabreytingar
voru gerðar, sem gera það að verk-
um, að allar fyrirskipanir keisar-
ans verða eftirleiðis að vera undir-
ritaðar af ríkis-kanzlaranum, sem
þannig gerist ábyrðarfullur fyrir
þessu gagnvart þinginu.
-----o-----
Norvegur ókyrrist.
Samkomulag á miili Noi-vegs og
Þýzkalands er að verða all-stirt í
seinni tfð. Enda hafa neðansjávar
bátarnir þýzku gert Norvegi stór-
kostlogt skipatjón. Búist er við,
að Norðimenn muni ekki þola slíkt
iengi úr þessu og muni slíta sam-
bandi við Þýzkaland þá og þegar.
-----o-----
Frá Bandaríkjunum.
Bandiaríkin eru nú að senda sitt
fyrsta lið til orustuvallarins. Er
þetta heilt skip af herlæknum,
hjúkruuarkonum og sjúkrahúss
þjónum. Einnig eru á skipi þessu
margir yfirliðar og óbreyttir her-
menn úr Bandaríkjahernum. Skip-
ið hefir einnig meðferðis stórar
birgðir af öllu, sem sjúkrahús
þarfnast. Um 340 læknar fara með
skipi þessu og verður það að sjálf-
sögðu lagt af stað þegar þetta
blað kemur út.
Fyrir þingið á að leggja bráð-
lega þá tillögu, að $1,000,000,000 sé
varið til skipagerðar. Hafa Banda-
rfkin í hyggju að láta smfða stóran
flota af vöruflutningsskipum. Á
þetta að bæta upp það mikla tjón,
sem hlýzt af völdum neðansjávar-
bátanna þýzku.
-----o-----
Keisaranum sýnt banitilræði
Frétt frá Rome segir, að nýlega
hafi tilraun verið ger að ráða
Þýzkalands keisara af dögum.
Hann hafi verið akandi í allri
sinni kejsaralegu dýrð eftir stræt-
um Berlínar borgar, en þá hafi
verið skotið á hann þremur byssu-
skotum. Ekkert af skotum þessum
hitti hann þó, tvö skullu á bifreið-
inni en það þriðja fór veg allrar
veraldar. Sé frétt þessi sönn, vott-
ar hún ijóslega, að ekki muni allir
Þjóðverjar keisarahollir. — —
Aðrar fréttir, scm bcrast frá
Kaupmannahöfn, segja afturhalds-
menn á Þýzkalandi og aðra hafa
risið í seinni tíð öndverða á móti
Bethmann-Hollweg, ríkis-ka'nzlar-
anum. Á honum lenda nú aliar
vammir og skammir. Honuim er
brugðið um að vera sök þess hve
stríðið sé nú orðið langt. Strax f
byrjun stríðsins hafi liðsöfnunin
tafist til muna sökum þess, hve
hann hafi verið óákveðinn og hafi
lietta orsakað ósigur Þjóðverja í
orustunni við Marne. Aðallega er
lionum þó brugðið um vægð og
tilslökunarsemi í sambandi við
neðansjávarbáta hernaðinn. Hann
liafi látið þar undan Bandaríkjun-
um og öðrum þjóðum. Ef neðan-
sjávarbáta floti þjóðarinnar hefði
tekið til starfa ári fyr, þá væri
stríðinu nú iokið fyrir löngu.
Vilji þessara manna er vafalaust
sá, að steypa Bethanann-Hollweg
frá völdum og setja einhvern ann-
! an í bans stað, — einhvern í meira
lagi óhlutvandan og samvizku
snauðan náunga.
En afturhaldsmennirnir á Þýzka-
landi eru ekki öll þjóðin. Þeir
mega sín ef til vill mikils, en úr
þessu er þó hætt við að áhrif
þeirra fari að minka. — Það eru
jafnaðarmennirnir, hugsjónamenn-
irnir og skáldin, sem nú eru efnis-
viður framtíðarinnar á Þýzka-
landi. Alt virðist benda á það, að
stórkostleg breyting sé þar nú á
næstu grösum — ef til vill stjórnar-|
bylting.
Innflutningur frá Bandaríkjunum.
Mikill innflutningsstraumur frá
Bandaríkjum hingað til Canada
liefir átt sér stað í vor. Innflytj-
endur þessir frá Bandaríkjum hafa
heldur ekki komið tómhentir.
Þeir, sem komið liafa fjóra fyrstu
mánuði ársins 1917, hafa eigi haft
minna með sér enx tvær miljónir
doilara í reiðupeninguin. Á þess-
um fjórum mánuðum h.afa, sam-
kvæimt skýrslum innflu:nings-
skrifstofunnar, 15,445 innflytjendur
komið, bæði landtökumenn og
vinnuiýður. Sömu skýrslur sýna.
að þeir hafa haft með sér $2,344,439.
Á þessum tíma hafa 2,126 heimilis-
réttarlönd verið tekin, 344 liér i
Manitoba, 720 í Saskatchewan og
1,062 í Alberta. Miklu fleiri inn-
flytjendur á þeissum tím.at heldur
en á sama tíma árið sem leið. Vik-
una sem endaði 1. maí s.l., komu
helmingi fleiri en sömu viku í
fyrra. ------o-----
íslendingur fallinn.
Blöðin segja nú faliinn í orust-
um á Frakklandi J. Benjamínsson,
frá Lundar, Man.
-----o-----
Góð samvinna.
Sir George Foster, er mætti sem
fulltrúi Canada á ráðstefnunni í
Washington, er nýlega kominn
heim aftur. Sagði hann samvinnu
Canada og Bandaríkjanna nú aðal-
lega vera fólgna í því, að gera ráð-
stafanir sameiginléga í þá átt að
halda í skefjum verði á öllum
nauðsynjavörum og einnig að stíg-
in séu öll spor til þess að efla fram-
leiðslu allrar fæðu bæði hér og
syðra. Einnig hafa ráðstafanir ver-
ið gerðar eftir því sem mögulegt er
í þá átt, að öll bændavinna geti
gengið greiðlega í sumar og liaust
og vinnumanna ekla verði þar ekki
þröskuldur í vegi. Vinnumönnum
fyrir bændur á að safna í stórum
stýl og senda straum af þeim til
Kansas í júlí og láta þá svo færa
sig norður á við til Minnesota f
ágúst og svo til Canada í fyrri
hluta september mánaðar. Einnig
segir Sir George að allar mögulegar
ráðstafanir hafi verið gerðar við-
vfkjandi öllum vöruflutningi.
7----o-----
Til almennings.
íslendingafélagið “Helgi magri”
býður hér með Islendingum í
Winnipeg til almennrar hluttöku
í samkvæmi, hér f bænum, á hæfi-
legum stað, sem haldið sé í því
skyni að kveðja þá Stephan G.
Stephansson, skáldið, er boðinn
hefir verið til íslands í virðingar
skyni, og Árna Eggertsson, sem fer
til íslands f þarfir Eimskipafélags-
ins, áður en þeir leggja af stað í
förina. Hefir félagið fundið heppi-
legast og ákveðið að samkvæmi
þetta verði haldið á gistihúsinu
Fort Garry, laugardaginn 19. maí
n.k., kl. 7 að kveldi. Aðgöngumið-
ar verða á boðstólum Jijá O. S.
Thorgeirssyni, 674 Sargent Ave.,
Talsími: Sh. 971 og hjá öðrum með-
limum féiagsins.
f umboði
“Helga magra,”
A. SigurSsson, ritari.
Slíkt er ósigranlegt
Þjóðverjar hafa við undanhald
sitt á Norður Frakklandi lagt
lagt landið í eyði og hnept yngri
ibúa þessara staða f ánauð. En
þrátt fyrir þetta lifir Norður-
Frakkland samt enn ]»á. Þegar
hersveitir Frakka hcrtóku aftur
þessi sundurtættu þorp, sem óvin-
irnir höfðu haldið í rúm tvö ár,
fundu þær þarna fólk, sem “alls-
láust var af öliu, en þó glatt f
sinni.” Enginn getur þó gert sér í
imgarlund allar þjáningar þessa
fólks á meðan Þjóðverjar voru
þarna við völdin. Gegnir jafnvel
ine^u furðu, að það skyldi halda
heilum sönsum eftir þetta alt. En
við að öðlast nú aftur frelsi sitt
varð fólk þetta nærri brjálað af
gleði. Þjóðverjar höfðu kvalið
þessa frönsku íbúa á alla vegu, en
þeir fengu ekki sigrað anda þeirra
og ekki brotið á bak aftur þeirra
óbifanlegu trú á Frakkland. Þjóð-
verjar hófu stríðjð með því mark-
<miði, að eyðileggja. En einhvern
dag verða þeir þess varir, að suma
hluti er ekki hægt að eyðileggja.
Belgía, Serbía og Pólland lifa enn.
Alda hræðiiegustu eyðileggingar
hefir skollið yfir Armeníu, en dug-
ur þjóðarinnar lifir samt enn þá.
Allar þessar iitlu þjóðir hafa verið
troðnar undir hælum hins ógur-
lega hervalds Þjóðverja, en eiga all-
ar í fari sínu einhvern þann
kjarna, sem ekki var hægt að sigra
eða brjóta á bak aftur.
Dýrslegu afli er takmarkað svið.
Það getur mölbrotið listaverkin
iniklu, sem staðið hafa í margar
aldir, en ]>að getur ekki rænt
heiminn andagift þeirri og hug-
sjónum, sem listina skapa. Til
]»eirra ná stórskotabyssurnar ekki.
Frá rústum stríðanna rfs því oft-
ast stærri og iegurri menning en
áður. ódauðleiki þjóðanna er ekki
fó.'ginn f hinum fögru byggingum
þeirra eða iðnaði þeirra, eða afl-
inu, sem nefnist auður; iiann er
fólginn f anöguleika þeirra að við-
halda til eilífðar konungsríki and-
ans. Mennirnir, sem falla á vígvcll-
inum, stuðia til þessa. Þeir eru ó-
dauðlegir. Minning þeirra varir
um aldur og æfi. Með dauða sín-
urn ruddu þeir frelsinu braut og
nöfn þeirra eru því grafin óafmá-
anlegum stöfum á spjöld sög-
unnar.
----o-----
Fær medalíu.
Sveinbjörn Loptsson, hermaður í
Princess Patricias herdeildinni á
Frakklandi, hefir nýlega verið
sæmdur heiðurs medalíu fyrir
hreystilega framgöngu á orustu-
vellinum. Hann er sonur Mrs. O.
Loptson, sem nú býr f Edmonton,
Alta., og þar innritaðist hann f
lierimn fyrir nærri tveimur árum.
Faðir h.ans var Ólafur Loptsson úr-
smiður, sem margir íslendingar
kannast við, og sem andaðist í Ed-
monton 1915. — Sveinbjörn stund-
aði nám á Alberta háskólanum
áður hann gekk í herinn. Hann
er góðum hæfileikum gæddur, bæði
til sálar og líkama, og hvers manns
hugljúfi, sem til hans þekkir.
----o-----
Frá fslandi.
(Eftir “Lögréttu”)
7. marz.—Land.sstjórnin hefir nú
leigt skip í Ameríku, sem “Escon-
dido” heitir, 1400 smál., og á það
að fara þaðan innan skamms áleið-
leiðis hingað með olíu og ef til vill
fleira. Enn sem komið er, mun
það að eins leigt til þessarar einu
ferðar.
Vegna ógæfta, hefir þér verið lít-
ið um aflabrögð að undanförnu.
“Höfuðst.” segir þá fregn af Seyð-
isfirði, að drengur var að fikta við
hlaðna byssu hjá húsi 'einu, en
maður gekk fram hjá, og hljóp þá
skotið af og í hann og beið hann
bana af. Maðurinn hét Karl Hildi-
brandsson, unglingsmaður liéðan
úr Reykjavík.
“Líf og dauði” er titill á bók eft-
ir ELnar H. Kvaran, sem nú er ver-
ið að prQnta og kemur út bráðlega.
Þar í eru íyrirlestranir um bók
Sir Oliver Lodge, sem hann flutti
liér njlega og vöktu mikla athygli.
14. marz—Umtal hefir verið um
það, að “Fálkinn” komi með póst
liingað frá Khöfn. Þar eru nú
staddir margir íslendingar, sem
beðið hafa þar lengi skipsferðar
hingað, þar á ineðal ekki fáir
kaupmenn héðan úr bænum. Er
búist við að þeir komi með “Fálk-
anum”, ef úr för hans verður. —
“Ceres” er nú í för til Norðurlands
með vörur þangað. — Von á skipi
sem “Kora” heitir með kolafarm
frá Englandi tit Kveldúlfsfélags-
ins, en skipið er frá Bergens félag-
inu.
Við Meðalland strandaði síðast
liðiinn föstudag enskur botnvörp-
ungur og fór “Geir” ausíur til að
reyna að ná honum út, en kom
aftur og hafði ekki tekist bjorgun-
in. Menn höfðu komist af.
Geir Zoega hefir legið veikur um
tíma og þungt haldinn. Meinið
stafar af blöðrusteinum, og hefir
hann verið skorinn upp.
Fyrir nokkru misti fiskiskútan
“Björgvin” mann út sunnan við
land. Maðurinn. hét A. Jónsson
frá Botni f Arnarfirði, 22 ára gam-
all og efnilcgur.
Iþróttafélag Reykjavíkur átti 10
ára afmæli s.l. sunnudag. Stofn-
andi félagsins og fyrsti kennari var
A. Bertels, þá forstjóri klæðaverk-
smiðjunnar “Iðunn’. Nvi eru í fé-
laginu um 200 manns, karlar og
konur, í sex flokkum, Sem skift er
eftir aldri, karlmenn í fjórum flokk-
um og kvenmenn í tveimur. Opin-
benir leikfimiseæfingar .hefir fé-
lagið öðru hvoru.
Akureyrarbær hefir nýlega keypt
Templarahúsið þar í kaupstaðn-
um, sem er aðal samkomuhús og
leikhús bæjarins, fyrir 28 þús. kr.,
með innanstokksmunum, er tald-
ir voru 4,000 kr. virði.
Frá Siglufirði. — Blaðið “Fram”
frá 21. f.m. segir að Lúðvík Sigur-
Jónsson frá Akureyri sé þar stadd-
ur og sé að undirbúa byggingu
nýrrar síldarsöltunar bryggju.
----------------o-----
Fréttir úr bænum.
Þessar upplýsingar hafa blaðinu
borist um Gunnar Rickardson,
sem sagt var frá f sfðasta blaði að
væri særður á Frakklaindi: “Hann
kom frá íslandi 1. Júlí 1914 og átti
þar heLma í Reykjavík. Hann er
fæddur 5. ágúst 1896 að Rafnseyri
við Arnarfjörð. Er sonur séra Rik-
arðar Torfasonar, er lét af prests-
skap árið 1901 og er nú bankaibók-
ari við Islandsbankann f Reykja-
vík.” ----------
B. W. Frostdale, frá Spanish
Fork, Utah, í Bandaríkjunum, kom
hingað til borgarinnar í síðustu
viku. Hygst hann að dvelja hér
sumarlangt að minsta kosti. Hann
sagði líðan íslendinga í Utah yfir
höfuð góða og mikill stríðs við-
búnaður af öilu tagi ætti sér stað
syðra. Hamn korna frá íslandi íyrir
að eins tveim áruim, en talar þó
ensku afburða vel.
Hermann Davíðsson, sonur Helgu
Davisson, að 518 Sherbrooke St. hér
f borginni, kom heim á Lamgardag-
inn var frá herstöðvum Frakk-
lands. Hann særð ist f einni or-
ustunni þar og misti annan fót-
inn.
Mrs. J. Thompson, Mather, Man.,
hefir fengið skeyti þess efnis, að
sonur hennar, Joseph Höskuldur,
sem tók þátt í or.ustunum á Frakk-
landi í 100. herdeildinni, hafi verið
einn í tölu þeirra, sem enginn veit
hvað af hefir orðið eftir orustuna
9. apríl (misisng). Þessi piltur er
systursonur Ásm. Jóhannssonar
hér í bænum.
Th. Thorsteinsson bankastj. hof-
ir tekið á móti fimm dollurum f
Rauðiakross sjóðinn og öðrum
fiinm doll. í hjálparsjóð Belgiu, frá
Heiga Bjarnasyni, Narrows P.O.,
Man., og þakkar fyrir.
Árni Eggertsson fékk skeyti frá
íslandi á sunnudaginn þess efnis,
að skipið “Gullfoss” hefði lagt af
stað (að líkindum á laugardag-
inn). Eftir þessu kemur “Gullfoss”
til New York í kring um þann 16.
eða 17. þ.m. og leggur svo af stað
þaðan aftur í kring um þann 26.
eða 27. þ.m. — En þeim, sem hafa i
hyggju að tara tmeð skipinu til ís-
lands, verður tilkynt náið um
þetta síðar.
Járnbrautirnar í Canada.
Nefnd sú, sem sambandsstjórnin
setti til þess að ; rannsaka ástand
járnbrautanna f Canada, hefir nú
nýlega lokið starfi sínu. En eklji
urðu nefndarmennii’iiir allir sömu
skoðunar á máli þessu, skiftist
nefndin því í tvent og eru skýrslur
hennar þar af leiðandi tvær.
Skýrslu meiri hluta nefndarinnar
hafa undirbúið þeir Sir Henry
Drayton og Mr. W. M. Acworth. í
skýrslu þeirri eru settar fram þær
tillögur, að þjóðin taki að sér all-
ar megin járnbrautirnar í Canada
að undanskilinni járnbraut Can-
adian Pacific félagsins. Þessar
járnbrautir sé nú aliar í þeim
krögguin fjárhagslega, að þeim sé
ómögulegt að sjá fyrir sér sjálfar úr
þessu. Verði þær þjóðeign og
þannig settar á iaggirnar fjárhags-
lega, geti þær áður langt Jíður orð-
ið arðvænlegar fyrir landið. Þetta
sé ei'na úrræðið tii þess að þær geti
komið^að notum fyrir þjóðina,
Ekki er meiri hluti nefndarinnar
því þó hlyntur, að stjórnin hafi
járnbrautir þær, sem þannig verða
eign þjóðari'nnar, að öilu leyti tii
umsjónar. Er það sérstaklega tek-
ið fram í skýrslunni, að öllum
“pólitiskum áhrifum” verði að
lialda frá járnbrautum þessum, ef
þær eigi að blessast vel í alla staði.
Tillögur þær eru gerðar, að þeim sé
stjórnað af félagi, sem einstakling-
ar Canada þjóðarinnar sé einu
hluthafarnir í.
Þessar umræddu járnbr. eru:
Grand Trunk járnbrautin, Grand
Trunk Pacific brautin, National
Transcontinental brautin frá Win-
nipeg til Moncton, Canadian
Northern brautin og fleiri. Ef
allar þessar járnbrautir verða
að þjóðeign, og ef þeim er stjórnað
vel, geta þær orðið ótæmandi
auðsuppspretta fyrir landið.
Skýrsla minni hluta nefndarinn-
ar, undirbúin af Mr. A. H. Smith,
forseta New York Central járn-
brautarinnar í Bandaríkjunum,
kemur með tilögur, sem and-
stæðar eru þjóðeign þessara
járnbrauta. Margar óstæður eru
færðar á anóti því, að þetta sé
heppilegt. Það sé ekki hægt að á-
byrgjast áframhald neinnar þeirr-
ar stefnu, sem háð sé þingstjórn.
En þjóðeign járnbrauta undir
stjórn, sem ekki sé háð þinginu,
sé nýtt og óþekt og engin reynsla
fyrir því fengin. Og að einni biljón
dollara sé nú bætt við þjóðskuld-
ina, sé sfður en svo æskilegt nú á
tímum. En þessa auka byrði
myndi þjóðeign járnbrauta hafa í
för með sér.
1 þessari skýrslu eru gerðar þær
tillögur, að stjórnin 'hlaupi undir
bagga með öllum þessum járnl
brautum, sem fjárhagslegrar að-
stoðar þarfnist, og hjálpi þeim að
koma sér á laggirnar aftur. Svo
fylgja ótal margar tillögur í þá átt
livernig hægt sé að framkvæma
þetta. Rúm leyfir hér ekki, að
birt sé meira úr skýrslu þessari í
þetta sinn, en síðar verður hún
tekin til íhugunar í blaðinu.
Eins og lesendur sjá, er hér um
tvær stefnur að gera. Enn hefir
þetta ekki verið gert að flokks-
máli á þingi, en allar likur virðast
benda til þess, að þjóðeignastefn-
an muni verða hlutskarpari.
Heyrst hefir, að Canadian North-
ern járnbrautarfélagið muni geta
fengið lán frá Bandaríkjunum, sem
nægi þvf til þess að setja sig fjár-
hagslega á laggirnar aftur. En
vafasöm er frétt þessi talin, þegar
þetta er skrifað.
-----o------
Skrásetning fylkisbúa.
Fylkisstjórnin hefir nýlega til-
kynt að skrásetning allra karla og
kvenna, sem atkvæðisrétt hafi,
byrji hér í fylkinu 21. þ.m. Fyrst
fer skrásetningin fram út um
sveitirnar. En enn þá hefir ekki
verið tiltekið hvenær skrásetning
fari fram í Winnipcg.
Allir brezkir Dorgarar, bæði karl-
ar og konur, sem eldri eru en 21
árs og dvalið hafa nógu lengi í
fylkinu, hafa atkvæðisrétt og geta
verið skrásettir.
Talið er víst, .að skrásetningin
liér í fylkinu muni standa yfir
þangað til í lok næsta mánaðar.