Heimskringla - 10.05.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 10. MAÍ 1917.
HEIM8KR1NGLA
3. BLAÐSÍÐA
og á hann þakkir skilið fyrir til-
raunina, því hugmyndin var góð.
En, þvf miður, hefir myndin, að
tnínu áliti, tekist afar illa að sumu
Jeyti. og hefði ekki átt að bjóðast
almenningi. Ramminn, eða um-
gjörð aðalinyndarinnar, út af fyrir
^ig, er ef til vill listaverk. Eg get
«kki um ]>að borið. En litir mynd-
arinnar í heild sinni eru ekki í
Sóðu samræmi, og aðal myndin
(andlitsmyndin) gjörsamlega ó-
þæf. Annað hvort hefir málarinn
þlátt áfram skáldað myndina, eða
•dregið hana eftir ljósmynd (photo-
Si'aph) er tekin hefir verið undir
þhugsanlega herfilegum kringum-
stæðuim—og tekist drátturinn illa,
•eins og meðferðin á hálsbúningn-
hm svo berlega sýnir.
Eg fæ ekki séð, að nokkur drátt-
hr f myndinni geti mint á Vil-
hjálm, og sá eg hann þó fáum dög-
bm áður en hann lagði út í síð-
tistu för sína, og á nokkrar inynd-
ir er teknar voru af honum þá.
Enda hafa allir, sem Vilhjálm
þekkja og eg hefi átt tal við hér
(þar á meðal Jóhannes bróðir
hans), lokið upp sama munni um
myndina
Ræð eg af þessu, að máiarinn
hafi aldrei séð Viihjábn, og var
því ekki við góðu að búast. En
®etla hefði mátt, að listamaður, er
Eugði að taka sér f fang að fara
þöndum um stærsta mann þjóðar-
innar, myndi viðhafa þolanlega
Varfærni. Pað eru til margar
myndir af Vilhjálmi, og voru sum-
ar þeirra teknar um iíkt leyti og
sú, sem málarinn valdi til fyrir-
myndar, og eru þær allar viðunan-
!ega líkar Vilhjálmi. Hefði vel
máluð líking hverrar þeirrar sem
var getað sómt sér vel. 1 stað þess
*r okkur boðin mynd, er vel mætti
takast fyrir skrípamynd af van-
sköpuðum glæpamanni. Og ekki
nóg með það, heldur birtist hver
lofgreinin á fætur annari um
þenna óskapnað í Winnipeg-
þlöðunum. Að sönnu eru flestar
þeirra ritaðar af mönnum, sem
lítið eða ekkert hafa kynst Vil-
þjálmi, eða að einhverju leyti eru
íyrirtækinu nærstæðir; og allar
*ru þær i verunni að eins afsakan-
(r f dularbúningi. Hefði það
®kvaldur gjarnan mátt kollhlaupa
s3álft sig óáreitt, ef maður eins og
Rögnvaldur Pétursson hefði ekki
lotið niður til að ljá því fylgi.
Það er á flestra vitund, að Rögn-
valdur er kunningi og skólabróðir
Yilhjálms, og ejnn af þeiin er sáu
þann skömmu fyrir síðustu burt-
*ör hans, og hafði þar af
leiðandi ástæður til að dæma af
þekkingu um þetta mál. Eru því
bnimæli hans hættulegri en flestra
annara gretu verið, jafnvel þó
^iargir hljóti að álíta að hann hafi
þrugðist sannfæringu sinni í þessu
«fni.
®n erfitt er mér að trúa því á
fjöldann af ísiendingum, að hann
taki mynd þessari tveim höndum
gefi henni langa lífdaga. En
síðarmeir kynni málarinn að gera
nðra tilraun, er betur hepnaðist,
gæti hann með þvf mótá endur-
Soldið það traustatak, er hann að
þessu sinni tók á frægð Vilhjálms
til að auglýsa vörur sínar.
Paul Bjarnason.
Góð sending
var það, sem gamall góðkunningi
miun í Winnipeg sendi mér hér á
dögunum. Það var hin nýgerða
mynd af Vilhjálmi Sfcefánssyni. Að
sönnu hafði eg ásett mér, að eign-
ast hana bráðiega, en “alt er gott
gefins,” ekki sízt þegar getfið er af
vinisemd. En að eg get þess hér
opinberlega, er vegna þess, að mig
lanigar til að nota þetta tilefni til
þess að f æra höfundinum, Þorst.
Þ. Þorsteinssyni, skáldi, mitt inni-
legt þakklæti, sem Islendingi, fyrir
þetta þarfa og mikla verk sitt, og
þá hugulsemi, að stuðla þannig
að auknum áhuga á að kynnast
nánar ]ieim manni, sem nú er fræg-
astur íslendingur. Veit eg að
mörgum af vorum þjóðflokki svell-
ur móður í barmi, er hann horfir á
myndina og fhugar um leið hve
mikið þessi ungi maður og ágæti
Islendingur hefir þegar afrekað.
Eg er hjartanlega samdóma Grími
Laxdal um að íslenzkir kennarar
ættu að gera sér að skyldu, að
vekja athygli ungmenna á þessum
manni og starfi hans, og að til þess
sé mynd þessi ágætt meðal. Senni-
lega myndi af því leiða umtal og
frásagnir af öðrum merkum Islend-
ingum, og mætti slíkt verða eigi
lítill styrkur islenzku þjóðerni hér
vestra.
Ekki skal eg dæma um gildi
myndarinnar frá listarinnar sjón-
armiði, því til þess skortir mig
flest; að eins geta þess, að hugsun
sú, er kemur fram í umgerðinni, er
skáldi samboðin. Og um það er
og alveg viss, að þeir eru æði marg-
ir, setm ekki gera sér í hugarlund
hve mikla umhugsun, tíma og starf
hefir þurft til þess að koma þess-
ari skáldlegu hugmynd þannig
fyrir—«etja hana þannig fram—að
sjá megi með einu yfirliti það sem
annars væri efni í inarga fyrir-
lestra, ef setja ætti fram með orð-
um. Naumast hugsa þeir út í
slíkt, sem tala um hvað myndin sé
dýr.
Hvortm yndin verður nú svo al-
ment keypt, að höifundurinn fái
eitthvað fyrir snúð sinn, má ham-
ingjan vita. Líklegt mætti þykja,
að allir þeir, er íslendingar viljia
kallast, og af nokkurum skilding
geta séð, reyndu að eignast hana,
en dálitla ástæðu hefi eg þó til að
efast um að svo verði. Eins og áð-
ur er vikið að, tala sumir um að
hún sé of dýr, og miða þá við ó-
dýrustu gljálitaðar myndir, en aðr-
ir hafa eitthvað annað út á hana
að setja. Kemur slíkt að miklu
leyti af íhuguniarleysi, að eg hygg.
Vonandi eru þeir þó fleiri, sem
meta hana að verðleikum, bæði
verkið og tilganginn. Þorst. Þ.
Þorsteinsson hefir enn á ný sýnt,
að hann er góður íslendingur.
Að endingu skal eg leyfa mér, að
benda á, að myndir eins og þessi
eg á þar við aðal myndina (mynd-
ina af Vilhjálmi Stefánssyni) njóta
sín því að eins, að þær séu skoðað-
ar í dálítilli fjarlægð, en ekki með
því að halda þeim í hendinni, rétt
upp við nefið á sér. Þannig er því
einnig varið með öll málverk, sem
kunnugt er, en eg hefi ástæðu til
að ætla, að ýmsir hugsi ekki út í
þetta.
Skal svo ekki fjölyrða frekar, en
að eins óska þess, að sem flestir
eignist myndina. Og lýsa vil eg á-
nægju minni yfir því, að bæði
blöðin, Lögberg og Heimskringla,
hafa lokið lofsorði á hana, iað mak-
legleikum.
Sigurbur Magnússon.
-----o----
Bréf frá herbúðunum.
Witley Camp, England,
9. Apríl 1917.
Iværi ritstjóri!
Eg má ekki láta dragast lengur
að senda þér nokkrar línur og vel
eg til þess páskadaginn, því í dag
eru næðissamari stundir en við
að jafnaði eigum að venjast hér í
herbúðunum.
Aðal efnið er að þakka þér fyrir
“Heimskringlu”, sem eg hefi feng-
ið sæmilega reglulega. Við bíðum
með óþreyju hér eftir biöðum og
bréfum að heiman, og þegar póst-
ur er teptur svo vikum SKÍftir,
eins og stundum á sér stað, þá finst
manni sem alt samband við vin-
ina heima sé slitið En það er með
póstinn frá Canada eins og sól-
skinið hér á Englandi, að hann
kemur með köflum, þótt liann
komi seint.
Mér hefir liðið mjög vel þessa
ellefu mánuði, sem eg er búinn að
dvelja liér í landi. Mest af tíman-
um liefi eg unnið í uppskurðar-
deild Moore Barracks spftalans.
Fyrir sex vikum innritaðist eg í
“14th Canadian Field Ambulanee”,
sem myndað var á Englandi, og
saman stendur af mönnum, sem
fengið liafa verklega þekkingu á
ýmsum spítölum á Englandi. Það
er samsafn af mönnum frá Canada,
og svo nokkurir frá Bandaríkjun-
um. Við iförum að líkindum til
Frakklands í fimtu deildinni í vor.
Eg hefi lesið með miklum áhuga
um starfsemi Islendinga í Canada
í sambandi við stríðið. Það er
stórkostlega aðdáunarvert hversu
mikið að. fólk leggur fram í fjár-
munuin og starfsemi til að auka
þægindi og ánægju hennannanna.
I þessu ásamt öðru, er fólk leggur
á sig til að hjálpa til að vinna
þetta stríð, kemur í ljós svo sterk-
ur áhugi fyrir vellíðan hermann-
anna, sem hefir örfandi áhrif á
þá og gefur þeim meiri styrk til að
vinna og sigra.
Fólk, sem svo ríflega leggur fram
styrk til “Rauða krossins”, hlýtur
að vera forvitni á að heyra, hvern-
ig sumu af þessum framlögum er
varið.
Það má með sanni segja, að her-
stjórnin lítur á hermennina sem
vélar, er hljóti að afkasta miklu og
erviðu verki. Kostnaðurinn, sem
viðhald þessara “véla” hefir í för
með sér, er svo mikill, að um þæg-
indi er ekki unt að hugsa, hvorki
fyrir særða eða ósærða hermenn.
Alt sem miðar til að auka þægindi
hinna sjúku og særðu, og mest af
því sem varpar gleðigeislum i'nn í
sjúkrastofurnar, kemur frá Rauða-
kross félaginu.
Við Moore Barracks spítalann, er
rúimar um 1500 sjúklinga, hefir fé-
lag þetta stórt forðabúr. Væri það
ekki fyrir þetta forðabúr, væru
kjör hinna sjúku og særðu ill,
Þannig fá hermenn, sem daglega
koma tómhentir og særðir frá
Frakklandi, fatnað af ýmsu tagi,
sára-umbúnað af beztu tegund,
aldini og niðursoðna ávexti, tóbak,
bækur, blöð og tímarit. Hver
sjúklingur, sem sendir nafn sitt og
áritan Can. Red Cross deildarinn-
ar í London, fær sfcóran böggul af
ýmsu góðgæti og smámunum.
Kauðakross félagið liefir ekki látið
]>ar við sitja. Það hefir bygt og
gefið spítalanum stórt hús. Eru í
því tveir lestrarsalir og stór fund-
arsaiur með leiksviði og máluðum
tjöldum. Hann er 'notaður fyrir
kirkju, til fyrirlestra og skemtisaon-
koma fyrir sjúklinga þá, sem ekki
eru færir um að ganga til næsta
þorixs.
“Canadian Club” og Y. M. C. A.
(Kristilegt félag ungra manna)
liafa í sameiningu bygt eða leigt
mesla fjölda bygginga á öílum
stöðvum canadiskra hermanna og
í öllum þeim bæjum og borgum,
sem fjöldi þeirra ferðast til. Þar
er greiðasaia með saniigjarnara
verði en á nokkrum öðrum stöðuim
á Bnglandi. Skemtanir eru að
minista kosti tvö kvöld í viku
hverri í þessum byggingum. Hóp-
ar af fólki, mest ensku, ferðast
l>annig úr einum stað f annan til
að skemta hermönnum með söng
og hljóðfæraslætti án endurgjalds.
Flestar Y.M.C.A. byggingarnar eru
undir uinsjón presta ýmsra her-
deilda. Þeir hafa guðsþjónustur á
sunnudögum og ]iar að auki smá-
guðsþjónustur þau kveld, sem ekki
eru skemtisamkomur. •
Jólin vom eins glaðleg og frekast
var unt að hugsa sér við Moore
Barracks spítalann. Sjúklingarnir
höfðu þá sérstaka ástæðu til að
finna að vinirnir heima höfðu ekki
gleymt þeim. Allar deildir spítal-
ans voru fagurlega skreyttar með
alls konar jólaskrauti og borðin
voru hlaðin af ýmsu góðgæti. Alt
var það frá Rauðakross félaginu.
Sjúklingar þeir, er á ferli voru,
settu upp jólaskrautið og keptust
sjúklingar í hverri deild um að
hafa sína deild bezt skreytta.
Skorti þar ekki listfengi og smekk,
því nóg var af listamönnum á með-
al hinna særðu hermanan. Sumir
máluðu myndir og skrautletur til
veggprýði. Á jóladagsmorguninn
voru allir vaktir með heitu tei.
Fann þá hver sjúklingur stóran
sokk útroðinn af jólaanunum hjá
rúmi sínu. Var þá mikið skvaldur
og gleðilæti.
Næstum vikulega eru særðir her-
menn sendir heim til Canada.
Margir eru sendir heim á börum.
Sumir af þeim eru limlestir, en aðr-
ir eru sendir heim, sem hafa ó-
læknandi sjúkdóma. Eg fór einu
sinni til Liverpool, f fylgd með
sjúklingum, sem sendir voru heim.
Þá fóru fjörutíu særðir menn frá
Moore Barracks. Átta af þeim voru
á börum. Frá Sborncliffe til Lon-
don vorum við fluttir í flutnings-
vögnum, óupphituðum. Það var
norðan nístings kuldi, en með því
að ferðin tók ekki nema rúma tvo
klukkutíma, tóku ekki sjúkling-
arnir neitt út af kulda. Til Lon-
don komum við um hádegi. Þá
urðum við að fara æðilangan spöl
á mótorvögnum til þess að komast
á aðra járnbrautarstöð.
Þegar þangað kom var okkur öll-
um gefið tevatn. og brauð í braut-
ar biðsalnum. Svo héldum við af
stað áleiðis til Liverpool. 1 þetta
skifti fórum við samt ekki inn í
vöruflutningsvagna, heldur fórum
Patmore’s áreiðanlega útsæði, tré, smáyiður, plöntur
The Patmore Nursery Co., Ltd., sB«Snm?Ísk.
SAMSAFN NO. 1.
Samanstendur af 22 tegundum af roru áreiðam.
lega kál útsæði í pökkum og únsum. 2V4 pd.
af útsæði þeosu fyrlr $1.25, burðargjald borgað.
SAMSAFN NO. 2.
pakkar af áreiðanlegu útsæði ff rir 25 centa,
burðargjald borgað.
SAMSAFN FTRIR BÆNDUR NO. 3.
Samanstendur af: 1 pund Mangel, 1 pd. Sugar
B««t, 1 pund Swede, V4 pund Carrot, V4 pund
Kale og 4 pund Rape — í alt 8 pund, fyrir
Í3-00, burðargjald borgað.
PERENNIAL SAMSAFN.
Varanlegur gamaldags blómagarður fyrir 75c.
Erá Hávöxnum Hollyhocks og Foxgloves, til
hinna lágfættu Forget-me-not, mun þetta
blómasafn blómgast hvað eftir annað á hverju
ári þangað til seint á haustin. I safni þessu
eru einnig blóm sem þessi:—Iceland Poppy,
Sweet William, Pinks, Canterbury Falls og
oiörg önnur.
Pakkar, burðargjald borgað........75c.
CVanaverS $1.50)
blómasafn fyrir skólagarðinn.
25 pakkar af beztu blóma tegundum og marg-
vfslegum kái-ávöxtum
,yrir............$1.00, burðargjald borgað
Vér rruna ðt»ðlMmrnn fyrlr Hfiiri. Sutton
& Sobi, att KtadloK * Cnglaidl. Vér Ii*t-
atn f vertS»krA vorri liift helnaafrarsa ItaæVI
lie»»a félacM — »elt f lokutlum pttkkum
fyrfr 10 cent hvern.
Skrifið í dag ftir
Verðskrá vorri fyrir 1917
í henni er listi yfir allar þolbeztu og áreiðanleg.
ustu kálmatar og blóma útsæðis tegundir, yfir
aldinl, trjávið, smávið, grös, fóður tegundir
ýmsar og útsæðis kartöplur.
Mtl mðrgum og góðum xayndum og útskýring.
um aáning og ððru viðvfkjaadi.
Fyrir $10 msðfylgjandi borgun mcð pöntun-
inni sanduu við .burðargjald borgað,
til hvaða staðar s«m or:
50 Currant og Gooseberry Busbes, bestu texund.
100 Raspberry Plants, bestu mismunandl tesundir
12 Plum og Frult trí, ung og hraust trí, S til 3
fet á hœtS, og 12 Rhub&rb rsetur.
Alt ofantalið fyrir ...................$10.00
Vér hðfum rsektab i blóma húsum vorum og
bjóSum tll sðlu—
500,000 Caraganas, 1 til 3 fet á. h»S.
255,000 Native Maple, 1 tll 3 fet á hssll.
6,000 Ontario Maple, 2 tll 6 fet á hæb.
12,000 Native Ash, 1 til 8 fet á hætS.
150,000 Russlan and ottrer poplar, allar stærSlr.
50,000 Lllac, 1 tll 3 fet á hæt5.
115,000 Russi&n Golden Willow, allar stæríir.
6,000 Crab apple and Plum Trees, og stórt upp-
lag af þolgótium aldlnum, fogrum smávlS,
plöntum, o.s.frv.
Patmore Nursery Co. Ltd., Brandon.
Please send me Collection No_______
as advertised in The Heimskringla, for whlch
I enclose $---------------------------
NAME__________:-----------------------
ADDRESS_______________________________
Hvað þýðir
Nafnið ?
SPYRJIÐ KONURNAR j
SEM BRÚKA
PURITV FLOUR
• . fc „•-••; ■■ .. , .7 ' . _ ■ , . .1 •
146
More Bread and Better Bread
við inn í vel upphitaða vagna með
uppstoppuðum bekkjum og stól-
um — nokkurs konar “Puilman”
vagna. Við lögðum sjúklingana í
dúnmjúka legu bekki. Síðan var
dambt inn í vagninn mörgum afar-
stórum og dúnmjúkum fiðurkodd-
um, sem eg tel vfst að séu gjöf frá
Rauðakross félaginu. Þarna dúð-
uðum við þá særðu í koddum og
rúmfatnaði. Það fór þvf vel um
þá alla leið til Liverpool.
Til Liverpool komum við kl. 5
síðdegis. Yið fórum ekki í gegn
um borgina, heldur eftir göngum f
jörðu niðri undir borginni og rann
lestin fram að bryggjunni. Sam-
stundis bárum við þá sem ekki
gátu gengið fram á skip, sem lá við
bryggjuna. Þar voru þeir háttaðir
ofan f rúm. Á skipinu voru lækn-
ar og hjúkrunarkpnur til að líta
eftir þeim á leiðinni yfir hafið.
Sjúklingarnir voru í góðu skapi
yfir því að vera nú á heimleið. Þeir
hlógu og gerðu að gamni sínu sín
á miili. Kátasti maðurinn f öllum
hópnum var korpóral frá Alberta,
lítill maður, broshýr, fjörlegur og
með einbeittan svip. Af honum
höfðu verið teknir báðir fætur
fyrir ofan hné.
Vorið hefir verið venju fremur
kalt hér, svo að gamlir menn muna
varla annað eins. Fyrir fimm vik-
um virtist sem sumarið væri geng-
ið í garð. Þrösturinn og aðrir fugl-
ar sungu þá af miklu kappi og
jörð var farin að grænka. Síðan
hefir verið frost næstum á hverri
nóttu. Stundum hefir snjóað. I
síðustu viku fenti sauðfénaður í
kaf sumstaðar á Englandi.
Alinent fagna menn yfir því hér,
að Bandaríkjamenn hafa slegist í
lið með okkur og eru menn nú
vongóðir um að stríðið muni ekki
vara lengi hér eftir. Allar líkur
virðiast benda til þess, að fleiri
þjóðir segi þýzkum stríð á hendur,
Austurríki semji um frið sér í lagi
og Þýzkaland standi að síðustu
eitt á móti mörgum stórþjóðum.
Þegar svo er komið, verður þar að
líkindum stjórnarbylting sökum
þess, að með því einu móti kemst
Þýzkaland að bærilegum friðar-
skilmálum.
Talsvert strangt eftirlit er með
útbýting vistaforða um þessar
mundir hér á Englandi. Það er
bannað að selja á matsöluhúsum
nema svo litlar máltíðir, að miaður
verður að fara inn í tvö matsölu-
hús til að fá fylli sína. Gott ef
maður yrði ekki sektaður ef slfkt
athæfi kæmist upp. Hér í herbúð-
unum fáum við stundum ekki
nægilegt að borða, en það bagar
ekki, því við höfuim næga peninga
til að kaupa mat fyrir í hinum
mörgu “canteens”. Að eins verð-
um við nú að gera slík kaup á
kveldin, þvf öllum búðum og mat-
söluhúsum er hannað að selja
okkur ætan bita alla daga vikunn-
ar til kl. 4.30 e.m. Hermenn, sem
á ferðalagi eru, geta fengið mat
með því að sýna ferðaskírteini
sitt. Það kvcður svo ramt að þess-
ari sparsemi, að Englendingar eru
farnir að spara ljós. Virðist þá ær-
ið langt gengið á Englandi. Nú
leyfa lögin þeim að brugga að eins
tíu miljón tunnur af bjór á þessu
ári. Ásíðastliðnu ári brugguðu
þeir tuttugu og sex miljón tunnur.
Lítið veit eg um líðan Isiendinga
hér, þvi það kemur naumast fyrir,
iað eg sjái íslending. Um miðjan
marz særðist systursonur minn,
Wilhelm Kristjánsson. Það var
þó ekki stórvægilegt, þvf 5. þ.m.
hann á fótum aftur.
Lífið í herbúðunum er viðburða-
lítið og fremur dauflegt. Hermenn-
irnir sofa á hörðum fjölum, fara á
fætur kl. 5.30 — nema í morgun
kl. 4.30, því allar klukkur voru
færðar einn kl.-tíma til baka til að
spara ljósmeti. — Svo eru allir á
stöðugum hreyfingum við ýmsar
æfingar eða á löngum göngum með
bagga sína, sem verða eins og part-
ur af sjálfum manni. Samt eru
allir liraustir og glaðir og koma
syngjandi “hoim” með bagga sínia
á kveldin.
Þetta er nú orðið lengra en eg
ætlaði í fyrstu að hafa það. Þú
getur birt f blaðinu það af því sem
þú heldur að fólk hafi áhuga fyrir
að heyra. Aðallega langar fólk tii
að heyra eittlivað frá Frakklandi,
og má vel vera, að eg-«endi þér lín-
ur þaðan einhvern tíma.
Með kærri kveðju til kunningj-
anna og vina, og beztu óskuim til
þín, er eg þinn einlægur,
(Pte.) H. F. Daníelsson,
No. 523737, 14th Can. Field
Ambulanee,
Army P. O., London, England.
1 TANADA.
F- Finnbogason______________ Árnes
Magnús Tait _____________ Antler
Páll Anderson______Cypress River
Slgtryggur Sigvaldason _ Baldur
Lárus F. Beck........... Beckville
Hjálmar O. Loptsson.... Bredenbury
Thorst. J. Gíslason........ Brown
Jónas J. Hunfjörd____Burnt Lake
Oskar Olson ________ Churchbridge
St. ó. Eiríksson ..... Dog Creek
J. T. Friðriksson...........Dafoe
O. O. Johannson, Elfros, Sask
John Janusson ....... Foam Lake
B. Thordarson..............Gimli
G. J. Oleson............. Glenboro
Jóhann K. Johnson..........Hecla
Jón Jóhannson, Holar, Sask.
F. Finnbogason .............Hnausa
Andrés J. J. Skagfeld ...... Hove
S. Thorwaldson, Riverton, Man.
Árni Jónsson...............Isafold
Andrés J. Skagfeld _______ Ideal
Jónas J. Húnfjörð......Innisfail
G. Thordarson .... Keewatin, Ont.
Jónas Samson____________ Kristnes
J. T. Friðriksson_______ Kandahar
Ó. Thorleifsson ________ Langruth
Th. Thorwaldson, Leslie, Sask.
óskar Olson _____________ Lögberg
P. Bjarnason ........... Lillesve
Guðm. Guðmundsson .......Lundar
Pétur Bjarnason ______Markland
E. Guðmundsson_________Mary Hill
John S. Laxdai______________Mozart
Jónas J. Húnfjörð____Markerville
Paul Kernested.............Narrows
Gunnlaugur Helgason........ Nes
Andrés J. Skagfeld______Oak Point
St.. Eiríksson_________Oak Yiew
Pétur Bjarnason ____________Otto
Sig. A. Anderson_____Pine Valley
Jónas J. Húnfjörð_____________Red Deer
Ingim. Erlendsson_____ Reykjavík
Sumarliði Kristjánsson, Swan River
Gunnl. Sölvason_________ Selkirk
Paul Kernested__________Siglunes
Hallur Hallsson ..... Silver Bay
A. Johnson ............. Sinclair
Andrés J. Skagfeid...St. Laurent
Snorri Jónsson ........ Tantallon
J. Á. J. Líndal ........ Victoria
Jón Sigurðsson........... Vidir
Pétur Bjarnason_________Vestfold
Ben. B. Bjarnason______Vancouver
Thórarinn Stefánsson, Winnipegosis
Ólafur Thorleifsson_____ Wild Oak
Sig. Sigurðsson__Winnipeg Beach
Thiðrik Eyvindsson____Westbourne
Sig. Sigurðsson--Winnipeg Beach
Paul Bjarnason..........Wynyard
t BANDARIKJTTNTJM:
Jóhann Jóhannsson........... Akra
Thorgils Asmundsson . Blaine
G. KarveKson ........ Pt. Roberts
Sigurður Johnson ..........Bantry
Jóhann Jóhannsson ..... Cavalier
S. M. Breiðfjörð........Edinburg
S. M. Breiðfjðrð ________ Garðar
Elís Austmann____________Grafton
Arni Magnússon...........Hallson
Jóhann Jóhannsson________ Hensel
G. A. Dalmann____________Ivanhoe
Gunnar Kristjánsson.......Milton
Col. Paul Johnson.......Mountain
G. A. Dalmann ......... Minaeota
Einar H. Johnson....Spanish Fork
Jón Jónsson, bóksali ..... Svold
Sigurður Johnson___________ Upham
Fjós og Kornhlöðu Máli
Endist Lengst