Heimskringla - 10.05.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.05.1917, Blaðsíða 5
■WINHIPEG, 10. MAÍ 1917. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA kynt. Eg á margia góða vini í hópi þeirra, sem bendlaðir liafa verið meira og minna við áfengis- sölu, síðan bannlögin öðluðust gildi. En þar sem mér nú hefir verið fengið embætti í hendur, sem er í þvf fólgið að sjá um að lögunum sé hlýtt, þá lýsi eg yfir þvf fyrir öllum, vinum mínum og andstæð- ingum, andbanningum og bann- mönnum hér í umdæmi mínu, að eg álft það sjálfaagða skyldu mína að sjá um að bannlögunum sé hlýtt, eins og hverjum öðrum lög- um ríkisins, öldungis án nokkurs manngreinarálits. Samkvæmt yfirlýsingu þessari rak hann embætti sitt, og tók einkum mikla rögg á sig áfengis- sölunni til útrýmingar. Hann hlífði engum, sem hann sannfærð- ist um að sekur væri um lagabrot i þessu efni. Hann hóf gegn þeim aðför að lögum, jafnvel þó það væri góðir kunningjar hans. Hvað sem ananrs er, virðingu fyrir lög- unum verður hver maður að bera, sem. heita vill góður borgari; því hélt hann stöðugt að mönnum. Sökum þessarar drengilegu fram- komu„ röggsamlegu embættis- færslu og göfugmannlegu lotning- ar fyrir löggjöf ríkisins, jafnvel þó hún bryti bág við sannfæringu sjálfs hans, óx hann svo f áliti allra, bannmanna og andbann- inga, að hann varð öllum þeim höfði hærri, er haft höfðu siama embætti á hendi á urtdan honum. Og óleyfileg áfengissala mátti heita að hyrfi. Hessu ágæta fordæmi finst mér fullkoimlega þess vert að halda á lofti nú, þar sem einmitt þetta er orðið brennheitt spurnaratriði með þjóð vorri: “Eigum vér að sjá um að bannlögunum sé fylgt, eða eig- um vér að láta brjótai þau fyrir augum vorum?” Getur þeim mönnum verið' nokkuð ant um lög- hlýðni þjóðar vorrar yfirleitt, sem heizt vilja sjá lögum þessum traðkað? Andbanningar alls staðar í heimi styðja málstað sinn lang- mest .með einni ástæðu. bað er NÝ UNDRAYERÐ UPPGOTYUN Eftir tíu ára tilraunir og þungt erfiði hefir Próf D. Motturas upp- götvað meðal, sem er saman bland- að sem áburður, og er ábyrgst að iækna hvaða tilfelli sem er aí hinum hræðilega sjúkdómi, sem nefnist Gigtveiki °g geta allir öðlast það. Hví að borga lækniskostnað og íerðakostnað í annað loftslag, þegar Lægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 flaskan. Burðargjald og stríðsskattur 15 cent Aðal skrifstofa og útsala 614 Builders Exchange (Dept, 8) Winnipeg, Man. frelsis-skerðingin, er bannlög hafi í för með sér. Sökum fáeinna ein- staklinga, er neyti áfengis sér til mikilla meina, sé öllum þeim liin- uin mörgu bannað, er vel kunni með að fara, að njóta þess, er þeim þyki mikiís um vert, sé þeim eigi til tjóns, heldur að eins til sak- lauss fagnaðar. Eg neita því ekki, að þeir hafa nokkuð til síns máls. Það iiggur nokkur frelsisskerðing 1 því, að fjöldi fólks neiti sér um eitthvað, einungis sökum þess að það verð- ur mörguim að fótakefli. En slík frelsisskerðing felst í allri löggjöf. Mér skilst, að öll lagaboð muni fela í sér svo og svo mikla frelsisskerðing. Lög eru maumast gera skyldu sína og forðast að mis- beita frelsi sínu í nokkurum hlut. til vegna hinna mörgu, sem ávalt Lög eru ekki samin vegna þeirra, er opin hafa augu fyrir velferð sinni og heildarinnar, og breyta á- valt samkvæmt. En lög eru gerð vegnia barnanna. óvitanna, sem eigi þekkja velferð sína né heildar- innar og eigi hirða mikið um hana. Til þess að koma í veg fyrir, að frelsinu sé misbeitt af svo og svo mörgum, sjálfu/m sér og mannfé- lagsheildinn i til ómetanlegs tjóns, eru þeir, sem kunna að neita sjálf- um sér um alla ofnautn, án þess skipað sé fyrir um það með lögum, fúsir og viljugir til þess að leggja bönd á frelsi sitt, öðrum til vel- ferðar. Banniög eru að verða almennari og almennari og fá meiri og meiri viðurkenningu í mannfélögunum vegna verndiinarinnar, er þau láta reynslulausum. unglingum í té og mönnum, sem hneigðir eru til of- nautnar. Fyrir slíka og þvílíka leggur gróðafíknin sffeldar snörur, til þess að afla sér ávinnings, — hirðulaus um afleiðingarnar. Til eru lyf, sem eru þess eðlis, að þeiriiai verður ekki notið að nokk- urum mun, nema til þess að nautnin verði að vana og áfergju. Þau lyf hefir flestum mennlngar- þjóðunum komið saman að girða um með lögum, svo að almenning- ur manna eigi glæpist á. að spilla ur manna eigi glæpisí á þeim, að spilla með velferð sinni. Eg vil nefna önnur eins ]yf og ópíum, morfín og kókein.. Það ér alls engin frelsisskerðing í almenn- ingsáljtinu, þó þessi lyf sé bannað að selja, nema samkvæmt iæknis- ráði. En sé það holt og sjálfsagt, einstaklingum og mannfélögum til velferðar, sé unt að beita þeim löguim, án þess brotin sé nokkur siðferðileg meginregla eða framin nokkur hættuleg frelsissvifting, þá má með sönnu segja, að með réttf jafn-miklum megi banna sölu vín- anda eða áfengis, nákvæmlega f sama tilgangi. Því öllum hugs- andi imönnum verður það betur og betur ljóst, að áfenginu verður að skijia í flokk með þessum vara- sömu lyfjum og gera jafn-liátt undir höfði. Það er ætlunarverk hverrar stjórnar f öllum lýðvaldslöndum, að veita lífi, eignum og frjálsræði borgaranna sameiginleg.a vernd. Til þess einmitt að leysa slíkt ætl- unaverk af hendi, er hugmyndin um áfengisbann meira og meira að ryðja sér til rúms í heiminum. Þessum þrem frumóðulum mann- anna til varðveizlu, verður oft að skerða einstaklings frelsið. Ann- ars myndi þessi þrjú verðmæti mannkynsins fara forgöi'ðum. Ef maður, er býr í þéttbýlli borg, notar frjálsræði sitt til að geyma inikið af sprengitundri á heiinili sínu, getur það oi’ðiA sjálfsögð skylda að skerða lietta frelsi, sök- um þeirrar hættu, sem það hefir f för með sér fyrir nágrennið. Sama eðlis eru lagabönn um þrælahald, fleirkvæni og vinnubrögð barna o.s.frv. öllum slíkum lögum er torvelt að fá hlýtt til fullnustu, þó þau sé mainnfélögunum bráðnauð- synleg, og öll lög eru meira og minna brotin. En öll eru þau til velferðar. öll lög hafa velferð mannfélagsins og heill að markmiði. Þau miða til þess að kenna hinum tornæmu og hirðulausu að laga sig eftir því, sem heildin álítur .affarasælast, og reynst hefir heilladrjúgast. Og á því leikur enginn vafi, að mönnum hefir yfirleitt reynst það margfalt affarasælla og heilla- drýgra að neita sér um áfengi,- en að venja sig á n.autn þess. -----o----- Furðuleg umuiœli. Þegar opnað er eitthvert andlegt og kirkjulegt tímarit, eiga allir svo sem að sjálfsögðu von á einhverju til fyrirmyndar. Sfzt af öllu á maður þar von á að sjá nokkuð, er brýtur bág við almennar siðferði- reglu r.v Hvarvetna ætti prúðmenska í rithætti iað vera gildandi regla. Lesendu.m verður vanalega hverft við, þegar er þeir sjá stórkostlega brotið gegn henni á prenti. Menn taka sér það býsna nærri, er prúð- menskan er virt vettugi í dag- legri umgengni, og allir kannast við, hve hættuleg slík brot ávalt eru góðri sambúð. Hvergi ætti prúðmemska í rii- hæíti iað vera jafn sjálfsögð og í kirkjulegum tímaritum; Þau ætti að ver.a beint til fyrirmyndar í þeim efnum. Enda eru áhrif þeirra öll undir þvf komin, að prúð- menska í hugsunarhætti og rit- máli sé þar ávalt augljós. Hún má ekki vera nein uppgerð né tildur. Ef hún er það, fer hún ávalt út um þúfur, um leið og eitthvað kemur fyrir, sem mislfkar. Þá kem- ur iirúðmensku skorturinn og lundfrekjan þeim mun sterkar í ijós, sem hún hefir lengur verið bæld niður. Eg er þess fullvís, að margur hef- ir hrokkið við, eins og liann hefði verið stunginn, við að lesa einar tvær línur, er standa á 22. bls. f miarz-hefti Sameiningarinnar. Þar er ekki um langt mál að ræða, heldur að eins fáein orð. En vel get eg trúað því, að höfundurintt ætti eftir að iðrast þeirra. Hveis vegna? Þau hefði verið hneyk«li, þó einhver ruddi í hópi Vestur- íslendinga hefði látið sér um munn fara. Hneykslið margfald- ast, þegar hugsað er út f, hver það er, sem talar, og á hvaða véttvangi. Þar er verið að benda á ritgerð, sem stóð í síðasta Skírni eftir Guð- mund Finnbogason. Það eru vin- samleg ummæli um Vestur-íslend- Eg set Peninga i vasa ydar MEÐ ÞVl AÐ SETJA TENNUR I MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli. Expression Plates Hellt “set” af tönnum, búlts tll eftir uppfynðlngu mlnnl, sem egr hefl sjálfur fullkomna'B, sem gefur yBur í annaö slnn unglegan og eölilegan svip á andlltltS. Þessa “Bxpression Plates” gefa yBur elnnig full not tanna yöar. Þær líta út eins og lifandi tönnur. Þær eru hreinlegar og hvítar og stærB þeirra og afstaBa elns og á “lifandi" tönnum. $15.00. Varanlegar Crowns og Bridges Þar sem plata er óþörf, kem- ur mitt varanlega “Bridge- work” aö götSum notum og fyllir autSa stat5inn í tann- garöinum; sama reglan sem vitShöftS er í tilbúningum á “Bxpression Plates” en undir stötSu atritSitS í "Bridges” þess- um, svo þetta hvorutveggja gefur andfitinu alveg etSliIeg- an svip. Bezta vöndun á verki og efni — hreint gull brúkatS til bak fyllingar og tönnin vertSur hvlt og hreln "lifandi tönn.” $7 Hver Tönn. Alt erk mltt ábyrfgst nð vern vnmlnð. Porcclain og Gnll fyllingar Porcelaln fyllln^ar mínar eru svo vandaSar og Rott verk, at5 tönnur fylta*' þanniqr eru ó- þekkjanlegar frá heilb>igT5u tönnunum og endast eins lengri og tönnin. Gull innfyllingar oru mótaöar eftir tannholunni og svo inn- límdar meö sementi, svo tönn- in veröur eins sterk og hún nokkurntíma áöur var. Hvafia fannlwknlngnr, •em l>ér þarÍBÍst. »tend- nr hön yður tll boba hér. Vottorö ok metSmœll I hundraöntall frá versl- nnarmönnum, Iðgmönn- um og preatum. Alllr nkoðnðlr koHtnnðnrlaiiNt. — l»ér eruft mér ekkeit mknld- bundnlr þA eg hafl jgeflð yfiur rAIÍleggtngar vlövfkjandl tönn- yðar...KomlV eða tiltaklö ft hvnða tfma I>ér vlljið komn, 1 gegnum talnfman. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST inga og er vel látið yfir. En svo et- þessi böggull látinn fylgja skainm- rifi: “í annan stað lætur vor góði gestur blað sitt flytja í ritdóms formi fúlar skammir og staðlaus ó- sannindi um kirkjufélag Vestur- íslendinga eftir einhvern J. H.” Lesendur Heimskringlu kunna iað renna grun í, við livað er átt. Ritdómur þessi stóð í Heims- kringlu ekki alls fyrir löngu, prent- aður orðrétt upp úr Skírni. Hann var uim bók, er nefnist Trú og þekking, eftir þann, er þetta ritar, og er ritaður af biskupi íslands, síra Jóni Helgasyni. Er víst ekki til isvo fáfróður lesiandi íslcnzkra blaða hér vestan hafs, auk heldur á tslandi, að þurft hafi eins augna- bliks umhugsunartíma, er hann sá J. H. undir greinni, til að láta sér hugkvæmiast hver höfundurinn væri. Enginn læs íslendingur gekk þess dulinn. En ritstjóri Sameiningarinnar gerir sér það upp, að hann viti ekki, hvern hér er um að ræða. Hann þykist sitja á svo háum tindi, að hann þekki ekki smæl- ingja eins og J. H. niðri á láglend- inu. Margar hugleiðingar vekur það sjálfsagt upp í huga viturra manna. En sleppum þvf. Meira er um hitt vert, hver um- mæli hinum háa herra þóknast að viðhafa um þenna meinlausa rit- dóm. Hann lýsir yfir því mjög liá- tíðlegia eins og lionum er lagið, að liann sé: Fúlar skammir og staðlaus ósannindi. Það er hvorki meira né minna. Svona prúfeimannleg einkunnarorð blæs aindinn honum í brjóst að velja. Og ekki þóknast honum með einu orði að rökstyðja þessi um- mæli sín. Þau 'standa þarna ber og nakim. Eigi með einu orði ieitast við að gera þess einu orði ieitast við að gera þoss grein, f hverju þær fúlu skimuniri og þau staðlausu ósannindi sé | fólgin. Lesendum Sameiningar- innar á að vora það nóg, að þetta þóknast honum að segja, er f há- sætinu situr. Innblástur hans eiga þeir að taka góðan og gildan. Ummæli þessi eru þeim mun furðulegri, sem farið var lofsamleg- um orðum f ritdóminum um kirkjufélagið, að eins iniklu leyti og unt var. Þar stendur þetta: “Kirkjufélag iaiula vorra vestan liafs er stofnað í bezta og göfug- asta tilgangi og það hefir vafalaust unnið mikið starf og virðingar- vert til viðhalds og eflirígar krist- indómi landa vorra þar í dreifing- unni og um leið til viðhalds ogj styrkingar fslenzku þjóðerni | þeirna. Að guðfræðilegur skoðana- munur geri vart við sig innan þess félagsskapar, er ekki nema’eðlileg ur hlutúr. Það kirkjuféiag hefir aldrei verið til, þar sem allir starfs- inenn þess litu nákvæmlega sömu augum á trúmálin.” Það virðist þuría býsna við- kvæmar tilfinningar tii að kalla þetta fúlar skammir. En svo getur ekki höfundur rit-1 dómsins hjá því komist, að nefna í þessu sambandi það, sem öll- um er nú kunnugt orðið, og nú- verandi ritstjóri Sameiningarinniar hefir gert- sitt til að auglýsa: Þröngsýni kirkjufélagsins og ó frjálslyndi í trúmálum, og hverju það hefir til leiðar komið. Má bú- ast við, að það sé þetta, sem geng- ið hefir Sameiningunni til rifja. En fremur hafa þessi ummæli verið óheppilega valin og lélega vegin, Því nuamast hafa verið færðar gleggri sönnur á nokkurt mál en það. Og sannanirnar hafa komið úr þeirri átt, sem ávalt er ó- lygnust, sakaraðilja sjálfum. Eg þóttist þess fullvís, að um- mæli þessi um ritdóminn myndi verðia rökstudd í næsta blaði, og beið þess að segja nokkuð til mót- mæla, unz fyllri skýring væri kom- in. En sú leið hefir orðið árang- urslaus. Apríl-blað Sameiningar- innar er komið og ]sar er engin frekari grein þess ger, við hvað stóryrði þessi hafi að styðjast. Eg finn mig sakir þess neyddan til iað skora á háttvirtan ritstjóra; Sameiningarinnar og forseta kirkjufélagsins að skýra frá því ljóst og skilmerkilega, í hverju . hinar fúlu skammir og hin stað- lausu ósannindi ritdómsins sé fólgin. Mér er málið skyit, þar sem bókin, er um var verið að ræða, er eftir mig, og mín viar persónulega minst. Höfundur ritdómsins er fjarver- andi í annari heimsáifu og fær því ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Svo mun til ætlast, að gífurmæli þessi verði honum til meiðingar, að minsta kosti meðan þeim er ekki vfsað heim aftur. Fyrir því krefst eg þess fyrir hans hönd, og mína, að almenningi s^ gef- ið til kynma, hverjar heimiídir sé fyrir þeim. Gætum við þá fremur borið hönd fyrir liöfuð okkar, ef ástæða verður til, þegar það liefir verið gjört. Dýr hefir ierðin átt að verða dr. Guðmundi Finnbogasyni hingað vestur, ef hún hefir átt að kosta það, að hver sú bók og hver sá maður, sem ekki er þeim háa herra kirkjufélagsins til geðs, mætti ekki fá anniað en skammir í riti því, sem hann hefir meðgerð með. Það verður ekki betur séð af þessum ummælum forsetans, en að það hafi verið beint til þess ætl- ast, að “hinn góði gestur” seldi frumburðarrétt sinn fyrir kirkju- félags baunirnar. ' F. J. B. -----o----- Cr bænum. Einar Skafel frá Mozart er einn hinna efnilegu íslenzku náms- manna. Hann hefir stundað náim hér við háskólamn' í vetur og ver- ið í efsta bekk mentamáladeildar- innar og hefir nú tekið fullnaðar- próf við háskólann." Stærðfræði hefir verið aðal-námsgrein hans og má búast við, að hann hafi leyst nýafstaðið próf vel af hendi, eins og vitnisburður mun brátt sýna, er skýrsla verður birt. Um leið og hann hafði lokið prófi, fór hann vestur til Buchanan, Sask. Þar æ'lar hann að kenna fram að jól- um. Við skóla-uppsögn—Convoca- tion—verður hann fjarverandi og útskrifast því in absentia, eins og ]>að er kallað á skólamálinu. Eftir næstu jól ætlar liann að lesa til kennaraprófs við háskólann í Kaskatoon. Samkvæmt danska blaðinu Poli- tiken frá 16. marz s.l. og hingað lief- ir borist, hefir danski presturlnn Arboe Rasmussen, er málaferlin spunnust út af, sem sagt var frát hér í blaðinu, og vann um síðir al- gerðan sigur fyrir hæstarétti, feng- ið 13. marz í votur konunglega veit- ingu sóknarprestsembættisins í Vaalse-söfnuði í Láland—Falsturs bisk-upsdæmi. Síðastliðið sumar tók hann við brauðinu sem settur prestur. Upphaf beirrar iöngu deilu var ]>að, að 3. des. 1910 flutti hann erindi í stúdentafélaginu danska, sem alt óveðrið reis út af. Nvi er það loks til lykta leitt, og hefði átt að vera fyrir löngu. — 1. maf 1916 var presturinn algerlega sýknaður af trúvillukærunni, sem á hann var borin, af hæstarétti. En biskuparnir dönsku, sem sjálfir höfðu stefnt málinu fyrir hæsta- rétt, voru ekki af baki dottnir, þú þeir biði ósigur. Með allskonar brögðum reyndu þeir að gera þenna sigur ónýtan, en gerðu með því þann feikna ósigur, er þeir sjálfir höfðu beðið, enn áþreifan- legri. “Gott er það samt sem áð- ur, að málið er nú til lykta leitt, og lyktar með sigri fyrir frjálsiyndið í kirkjunini og mannfélaginu,” bæt- ir blaðið við. F. J. B. Prófin f undirbúningsdeildinnf, eða milliskólunum, byrja 12. júní og standa yfir til 22. júní. R. J. Patton « SfrfræWnKnr um Optometrist and Optician a 1 1 a nuKnaNjllk- tlóitin. Kullkom- Inn f»thftnn ftn r. — Afiur yflr jfcierauKiiR- lifttlh hann ako$a deihllnni hjft Mnton, n iikii yAar Aftur en l>aK er of aelnt 21 I Enderton Building M Hornl Portaice ok HarKrave HVAÐA GAGN ER í ÞVÍ AÐ REYNA AD SPARA? Það hefir ekkert gott í för með sér að reyna að eins að nurla saman sem mestu fé. Nirfinglegt athæfi er að safna fé að eins peninganna vegna. Söfnum fé'Voru eins og við á svo vér getum varíð því vel. $500 upphæð er hægt fyrir hvern algengan mann að verja þannig, að fé þetta efli varanlega lífsánægju hans og velmegun hans. Gæti hann þannig búið í haginn fyrir sig með því að eyða $1 í hitt og þetta 1 fimm hundmð tilfellum? Fyrirhyggjusamur maður gorir sér ljósa grein fyrir þvf, hvernig hann á aö verja fé sínu—til þess aö bæta heim- iliskjör sín, gera endurbætur á eignum sínum eöa f starfi sínu, undirbúa sig betur hvaö þekkingu og æf- ingu snertir undir einhverja sérstaka iön, o.s.frv. Hvert innlegg I sparisjóðinn er í huga þess manns partur af fyrirfram borgun fyrir það, sem hann þráir að hljóta. Færið yður í nyt sparisjóðsdeild Western bankans, 811 Main St. Þar fáið þér 4 prct. vexti af sparisjóði, sem draga má út með ávfsun, og 5 prct. af fé, sem lagt er inn fyrir lengri tíma. Einnig bjóðum vér viðskiftareikn- inga með góðum skilmálum. Markmið vort er að gera alla ánægða. Einnig erum vér reiðubúnir að gefa við- skiftavinum vorum allar upplýsingar ókeypis viðvíkj- andi öllu, sem að sparisjóðs reikningum lýtur og við- víkjandi áreiðanleika og fjárhagslegri afstöðu’vorri. Komiö inn til vor og ræðið máliö ítarlega viö oss. WESTERN BANKERS 611 MAIN STREET PHONE MAIN 4323 ?1.00 opnar parisjóös reikning. n*' • Vér borgum undantekningarlaust Kjomi hæsta verö. Flutningabrúsar Iagöir til fyrir heildsöluverö. Saetur og Súr Fljót afgreiösla, góö skil og kur- 17’ ' ■ teis framkoma er trygö meö þvf aö Kevotur verzla viö SÆTUR OG SÚR DOMINION CREAMERY COMPANY ASHERN, MAN, OG BRANDON, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.