Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 1
 t--------------------------------- Royal Optical Co. FAztu Optician* i Winnipeg. Viö höfum reynst vinum þínum vel, — gefðu okkur tækifteri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 5. JÚLI 1917 NÚMER 41 Styrjöldin Frá Frakklandi. Borgin Lens er nú sögð því nær «11 í rústum. Enda er þetta ekki að undra, því stórskotalið Breta «g Canadamanna hefir á henni dunið 1 margar vikur. Enn þá halda Þjóðverjar samt borg þess- ari, en búist er við að þeir verði þaðan að hörfa þá og þegar. Borg- in er nú umkringd á þrjá vegu og á einum stað er lið Canadamanna komið inn í útjaðra hennar. Á einn vegin sækja Bretar með öflug- um her og er þvf engin furða, þó að Þjóðverjum sé að verða þarna illvært. Að taka borg þessa verð- ur bandamönnum þýðingarmikill sigur, því hún er miðstöð einhvers 1)ös auðugasta kolanámu héraðs, sem til er á Frakklandi. Bretum gekk víðast hvar vel eíðustu viku og gerðu stór áhlaup á sumum stöðum. Eitthvert mesta áhlaup þeirra var fyrir vestan Oppy á Arras svæðinu. Þar hröktu þeir Þjóðverja á mflu svæði og tóku af þeim marga fanga. Hér og þar gerðu Þjóðverjar áhlaup, en voru hraktir til batoa á öllum svæð- um. En svo öflug eru varnarvirki þeirra á öllum þeim isvæðum, sem þeir halda, að langa sókn og harða verða bandamenn að þreyta á öll- um stöðum áður þeir fái hrakið óvinanna burtu. Canadamenn héldu hátíðlegan þjóðminningardag sinn fyrsta júlí með því að láta öfluga skothríð •dynja á Þjóðverja frá öllum þeim stöðum, sem Canadaherinn heldur. Var Þjóðverjum þannig tilkynt, að nú væri upprenniadi þriðji þjóð- minningardagur Canadamanna síð- an stríðið byrjaði. Alla síðustu viku voru Þjóðverj- ar að gera áhlaup hér og þar á Erakka, en ekki bar þetba mikinn árangur. Sérstakiega sóttu þeir á svæðinu í grend við Beims og tóku þar nokkrar skotgrafir frá Prökk- um á einum stað; en ekki var þetta þeim mikill góði. Áhlaup gerðu þeir einnig allmikið í grend við St. Quentin, en Erakkar ráku þá þar af höndum sér. Erakkar hafa hvergi gert áhlaup í seinni tíð, og virðist stefna þeirra enn þá vera sú, að láta Þjóðverja sækja. ----o----- Frá öðrum Bandaþjóðum. Rússar eru nú óðum að rakna við aftur. 1 lok síðustu viku hófu þeir stórkostlega sókn f Austur- Galicíu og víðar. Var aðal sóknin ger á nærri nítján mílna svæði og börðust Rússar af harðfengi svo miklu, að óvinirnir urðu víðast hvar undan að hrökkva. Víðar sóktu Rússar fram á suðaustur- hersvæðum sínum. Sagt er, að þeir hafi tekið um 16,000 fanga í alt þeg- ar þetta er skrifað. Þetta er fyrsta sóknin í stórum stýl, sem Rússar gera síðan stjórn- arbyltingin varð. Vottar þetta Ijós- lega, að rússnesku hermönnunum og þjóðinni í heild sinni er engu síður áhugamál að sigra í stríði þessu en ihinum bandaþjóðunum. Sagt er að fréttin um þessa öflugu sókn Rússa hafi verið sú mesta gleðifétt, sem borist hafi til Eng- lands í langa tíð. Aðallega er þessi áliugi hersveit- anna rússnesku þakkaður her- mála ráðherranum, M. Iverensky. Hann hefir nú lengi verið í einlægu ferðalagi á milli herstöðvanna og hefir reynt af öllu megni að tala kjark og kapp í hermennina og yfirforingja. Sjálfur leiddi liann herfylkingarnar rússnesku til þessa síðasta áhlaups, gekk á undan þeim og hvatti þær áfram. Á hersvæðum Itala hefir ekkert sérstaklega sögulegt gerst í seinni tíð. Orustur hafa þó átt sér stað hér og þar, en ekki stórvægilegar. Ef Rússar geta haldið sókn sinni úfram, fara Austurríkismenn bráð- lega að fá nóg af stríðinu Undir sinni nýju stjóm hafa Grikkir sagt sambandi við Þýzka- land og Austurríki slitið . Er talið sjálfsagt, að þetta leiði til strfðs áður langt líður. M. Venizelos, hinn nýi ríkisráðherra Grikkja, hefir myndað nýtt ráðuneyti og sam- kvæmt nýlega samþyktum lögum á Grikklandi er vald konungs nú minna en áður var. Bandaríkin hafa nú seiit sínar fyrstu herdeildir til Frakklands og er búist við að einlægur straumur af liði muni verða sendur til vest- ur herstöðvanna úr þessu. Allur stríðs undirbúningur heldur á- fram með fullum krafti í Banda- ríkjunum. ------o------ Fleiri verkföll í Winnipeg. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, gerðu verkamenn á bygging- um hér í bænum verkfall nýlega. Krefjast þeir hærra kaups, vilja fá 40e. á klukkustundina, en höfðu áður 27ysC. Hingað til hafa vinnu- veitendur hér verið ófáanlegir til þess að yeita verkamönnunum þessa kauphækkun. Ýms iðnaðar- mannafélög hér í bænum hafa nú hótað að gera verkfll sömuleiðis, ef kröfum verkamanna verði ekki sint og sum af félögum þessum h'afa nú gert verkfall allareiðu. Smiðir héldu fund á laugardaginij var og afréðu að hætta strax vinnu þangað til verkamennirnir fái kauphækkun þá, sem þeir biðja um. Plumbers hafa einnig gert verkfall og plastrarar hafa hótað verkfalli um miðja þessa viku. Að líkindum verður nú ger öflug til- raun til þess að afstýra öllum þess- um ófögnuði. Róstusöm fundarhöld. Andstæðingar herskyldunnar hér í bænum gerðu aðra tilraun að lialda opinberan fund á sunnudag- inn var, og í þetta sinn á Market Square undir berum himni. Voru þeir búnir að auglýsa þenna fund áður og múgur og margmenni —- um 9000 manns —• voru þarna til staðar í þeirri von, að heyra and- stæðinga herskyldunnar flytja mál sitt af mælsku mikilli. Einnig voru þarna viðstaddir 75 lögreglumenn borgarinnar til þess að sjá um að alt færi fram samkvæmt lögum og reglu. Kl. 3 síðdegis hófst svo fundurinn á þann hátt, að settur var stóll fram á götuna og upp á hann sté ræðuskörungur einn, sem tók að ávarpa mannfjöldann og mælast til þess, að hann lilustaði á orð sín með friði og spekt. En hann hafði ekki, mælt nema örfá orð, þegar hópur hermanna,— sem nýlega eru heim komnir úr stríð- niu — ruddist þarna að. Yarð ræðumaður þá- óttasleginn mjög, sté niður af stólnum og forðaði sér út í mannþröngina. Hófst nú sá slagur þarna, að annað eins mun tæpelga hafa áður sézt hér í Winipeg. Að lokum fékk lögregl- an skakkað leikinn með hjálp her- manna. Fjórir af andstæðingum herskyldunnar voru hneptir í varð- hald. Þannig lauk fundi þessuin, og ætti nú þeim mönnum hér, sem gjarnt er til orðglamurs og æsinga, að fara að verða það ljóst, að Win- nipeg er þeim ekki hollur staður. ----------------o------ Óeirðir í Bandaríkjunum. í St. Louis, 111., í Bandaríkjunum, átti sér saað í byrjun vikunnar uppþot inikið milli hvítra manna og svartra. 1 upphlaupi þessu biðu 22 svartir menn bana og 2 hvítir; 74 svartir menn særðust, sumir hættulega, og um 300 íveruhús, mest negra kofar, voru eyðilögð í eldi. Eignatjón í alt við uppþot þetta er talið að liafa verið um $300,000. Tildrögin að uppþotinu þeirra manna, sem kallaðir hafa verið fluttir inn í bæ þenna í stór- um hópum til þess að gera vinnu svörtu, og er þetta talið að hafa verið til herþjónustu og þeirra, sem nú eru teknir að vinna í skot- færa verksmiðjum stjórnarinnar. Þeir hvítir menn, sem þarna voru eftir, viðast hafa felt sig illa við að þurfa að vinna samhliða þeim svötu, og er þetta talið að hafa orsakað uppþotið. Samkyns upp* þot þessu átti sér stað í St. Louis í vor og biðu þá 3 svartir menn bana. -----o------ Islendingadagurinn. Ákveðið er að lialda Islendinga- dag annan ágúst í Riverton bæ. Þar verður margt til skemtana, meðal annars knattleikur — $25.00 verðlaun í boði. — Riverton horna- flokkurinn spilar. Nánar auglýst síðar. Verkfalli lokið. Eins og skýrt hefir verið frá f blaðinu, hefir verkfall staðið yfir í marga mánuði í kolanámum vest- urlandsins. Verkfalli því er nú lokið og mennirnir teknir að vinna aftur. W. H. Armstrong var ný- lega skipaður til þess af stjórninni að reyna að ráða máli þessu til lykta og hefir þetba sýnilega haft árangur. Að verkfalli þessu er nú lokið verða öllum gleðifréttir, því til mestu vandræða horfði, ef það hefði haldist mikið lengur. ----------------o------- Skógarhögg hjá Skotgröfunum. Fátt mun einkennilegra á vígvöll- unum en það, hvernig þar er gerð ýms vinna, friðsamleg vinna alveg ólfk stríði. Líf þeirra manna, sem að þessari vinnu ganga, er sama og áður var, vinnan er sú sama — að eins martomiðið með lienni er nú annað og svo ósegjanlega ólíkt því sem áður var. Mismunurinn er feykilega mikill. Einhver sá mesti mismunur af þessu tagi, sem ó sér nú stað á Frakklandi, er vinna skógarhöggs- mannanna frá Canada í námunda við skotgrafirnar. Þarna ganga þeir að sinni gömlu iðn, sem þeir kunna svo vel, en nærri þeim drynja stórbyssurnar og gera usla í herbúðum óvinanna. Þó vinna þeirra sé friðsamleg, eru nú skóg- arhöggsmennirnir frá Canada um- kringdir af dauða og eyðiloggingu. En þeir láta þetta ekki fá á sig hið minst'a, en ráðast rösklega á trén og fella þau og saga—alveg eins og þeir væru nú staddir 1 stórskógun- um í Vestur-Canada. Skógurinn var rétt byrjaður að grænka að ofan og við rætur lians voru skógarblómin tekin að gægj- ast upp hér og þar. Stórir trjá- stofnar lágu á víð og dreif og hrúg- nr af afhögnu limi. Hér og þar voru menn að saga hin niðurfeidu tré sundur og bútarnir voru svo jaifnótt dregnir á hestum út úr skóginum. Þar var þeim hlaðið á vagna, sem fluttu þá til sögunar- millunnar þarna skamt frá. Alt þetta var nú gert af mönnum, sem þetbai verk kunnu afburða vel — skógarhöggsmönnum frá Canada. Enda gengu þeir að verkinu eins og þeir menn, sem ekki voru í vafa hvernig þeir ættu að taka höndum til. Allir voru þeir í hermannaföt- um og fyrirliðai sína ávörpuðu þeir sem “herra”; annar hernaðarbrag- ur var ekki yfir neinu ]>arna í skóg- inum. Skamt frá drundu þó stór- skotabyssur bandaimanna og við og við barst ómurinn frá skothríð óvinanna þarna inn í skóginn, en skógarhöggsmennirnir frá Canada gáfu þessu ekki minsta gaum. Skógarihöggsmenn þessir geta þó skift um ham; það er ekkert frið- samlegt við þá, þegar þcir hafa á- sett sér að hreinsa einhvern skóg af óvina'liði. Slagur hófst einu sinni í einum skóginum, þar sem skóganhöggs mennirnir canadisku voru að vinnu sinni. Yoru þeir ekki lengi að átta sig á, að tatoa þátt í honum, og mun Þjóðverjum hafa þótt þeir illir viðureignar. Fyrirliðinn við þessa skógarliöggs vinnu Canadamannanna liefir sagt frá því, að hann hafi orðið þess var, að Þjóðverjar hafi stælt þetta eftir þeim og tekið upp skógar- högg—iþó ef til vill megi segja, að ekki farist þeirn slíkt tiltakanlega vel úr hendi. Hann segist hafa séð í skógum þeim, þar sem þeir hafi verið hraktir burtu, «ð þar hafi þeir “tekið út við” með svipaðri aðferð og þeirri, sem Canada menn viðhafa. Á friðartímum hafa Þjóðverjar lært skógairhöggið, eins og annað, á þeim stöðum, þar sem það var verklegast og að því unnið með nýrri og nothæfri aðferð. Þjóð- verjar hafa aldrei verið seinir að stæla verk annara þjóða — og nú í dag má sjá þá á bak við skot- skotgrafir sínar gangandi að margs konar vinnu og viðliafandi aðferðir sem þeir hafa lært af E.ng- lendingum og öðrum ensku talandi þjóðum. Ofannofndur fyrirliði hóf skóg- arhöggið með menn sína í önd- verðum síðastl. marz. Síðan hefir liann sagað um háMa miljón feta af við, og í lok ágústmánaðar býst sér um miljón fet af við í alt. Og ef stríðið endist lengur, tekur hann menn sína og sögunarvélar í ein- hvern annan skóg og lieldur þar áfram vinnunni. Herdeild hans er úr liði skógar- höggsmanna, sem safnað var til liér í C-anada. og verður herdeild þessi sú fyrstai úr liði þessu til þess að vinna við skógaihögg á Frakklandi. Allar vélar, sagir og annað, er hér frá Canada. Her- menn deildar þessarar eru flestir æfðir skógarhöggs menn, sem komnir eru yfir ákveðinn heraldur og sem, knúðir þjóðræknis hvöt- um, buðu sig fram til þess að gera þá vinnu, sem þeir nú ganga að. Einnig hafa aðrir verið æfðir til þessarar vinnu, og þar með margir brezkir hermenn. Guðmann Hjalti ögmundsson. Sú harmafregn barst hingað vin- um og vandamönnum, að G. Hjalti ögmundsosn hefði fallið á vígvell- inum á Frakklandi 9. júní síðastl. Hann var fæddur f Þingvallaný- lendu árið 1890. Foreldrar lians voru þau Öginundur ögmundsson og Þorbjörg Gfsladóttir, sem lengi %ttu heima á Yictor str. hér í Win- nipeg, og eru nú bæði látin. Syst- kini hans eru þrjú á lífi, einn bróð- ir og tvær systur. — Hjalti sál. fór með lOth Brigade deildinni og var í 3rd Division Ammunition Col- umn. Hann var mesti efnispiltur, gætin og hvers manns hugljúfi. Stefna Lloyd George. Lloyd George hélt ræðu nýlega í Glasgow á Skotlandi, og fórust hon- um orð meðal annars á þessa leið: “Skoðun mín er, að stríðið taki enda, þegar bandaþjóðirnar hafa náð því takmarki, er þær settu sér þegar þær fyrst snerust gegn Þjóð- verjum, — sem buðu byrginn öllum hinum siðaða heimi. Þá ætti það að enda; en ef það verður einni klukkustund fyr verður það stærsta ólánið, sem skollið hefir yfir mann kynið. Vafalaust getum vér nú fengið frið með vissum skilyrðum. Þýzka- land æskir eftir friði—jafnvel Prúss- land þráir hann nú einlæglega og með ákefð. Þessar þjóðir sögðu: Látið af hendi einhverjar skaðabæt- ur fyrir rangindin, sem vér höfum framið; bætið við örlitlu landssvæði hér og þar og fáeinum einkaréttind- um í aðrar áttir — og þá skulum við fara. Oss er sagt að ef vér værum viljugir að semja frið nú, myndi Þýzkaland fúslega gefa Belgíu frelsi aftur. En hver hefir sagt þetta? Enginn maður riðinn við þýzka stjórn hefir tjáð sig fúsan til þess að endurnýja sjálfstæði Belgíu. Kanzl- arinn komst mjög nærri þessu, en valdhafar landsins réðust þá á hann og járnkreftur hnefi stjórnarinnar laust hann snoppunga. Sá eini skilmáli, sem Þýzkaland hefir fram sett viðvíkjandi Belgíu, var ekki sjálfstæði fyrir þessa þjóð, heldur undrokun. Svo kom kenn- ingin, að alt skyldi vera sem áður og engin innlimun eiga sér stað eða skaðabætur tooma til greina. En enginn þýzkur stjórnmálamaður hefir enn þá samþykt þetta. Enginn kærir sig um að setja þýzkri þjóð reglur um hvers konar stjórn hún eigi að búa undir. En ekki er nema rétt að taka það fram, að vér erum reiðubúnir að leita frið- arsamninga við frjálsa stjórn Þýzka- lands sem ólítoa andlega afstöðu hefði núverandi stjórn, ólíkt lundar- far og ólíkan anda. Stjórn þá mynd- um vér síður tortryggja og meira traust til hennar bera en til stjórn- arinnar f dag sem oss virðist vera undir einráðum hins órásargjarna og hrokafulla prússneska her- valds.” Canada Fimtugt Ræða flutt í Únítarakirkj- unni I. Júní 1917 “Yðar landamerki skulu vera frá þessari eyðiinörk og til hins mikla hafs, gegnt SólsetursstaÖ. Enginn skal geta mótstaðið þér um æfi þína. Vertu hughraustur og ó- kvíðinn, aldrei skal eg yfírgefa þig og ekki frá þér víkja. Haf þú að eins hug og einurð til að halda og gjöra í öllum hlutum eftir lögmáli því, er eg bauð þér.”—Jósúa, 1. kap. Kæru vinir: öll tímaanót flytja með sér ýmiskonar vakningu, mis- munandi mikla, eftir því hvað þau eru inikilvæg. Þau vekja til um- hugsunar um það, sem liðið er; hvetja menn til að rekja upp horfna atburði og minnast þess, sem skeð hefir. Þau segja sögu. Og við það að hlýða á sögu, rifjast upp hið marga, bæði hið stóra og smáa, sem leiddi til söguatburð- anna. 1 ljósi liðins dags verður léttara að meta það, virða fyrir sér sannleiksgildi og menningargildi þess. Mörgum er svo farið, er yf- irstandandi tímanum virðist afar þýðingarmikið, að eftir á kemur í ljós að þar hefir mannlegri dóm- greind skjátlast, og þýðing þess og gildi hvergi nærri verið eins mitoil og ætlað er. Aftur er annað, sem lítilli eftirtekt sætir í fyrstu, en felur í sér mikla og varanlega þýð- ingu fyrir framtíðina. Alt þetta verður sýnlegra og skiljanlegra við tímamótin. Aftur er annað, sem tímamótin gjöra. Þau hvetja menn til sainau- burðar. Það verður öllum ósjálf- rátt, að bera saman ástand og ásig- komulag alt, við byrjun þess tíma- bils, og svo 'aftur cins og það er við lok þess. Með þessu móti er mönnum gcfinn mælikvarði til þess að mæla með verkin, sem unn- in hafa verið, mæla með framfarirn- ar sem átt hafa sér stað, meta stefn- urnar sem uppi hafa verið. Það getur aftur verið mönnum vís- bending um fmmtíðina, hversu henni skuli háttað. Ekkert eins og reynslan sannar mönnum gildi allra hluta. Það sem gefist hefir vel, leitt hefir til gagns og gæða, er sá arfur liðna tfmans, sem ómetanlegust cign er fyrir eftirkomandi tímann. Hitt, seim reynst hefir illa, orðið til þess að takmarka frelsi og vellíðan manna, er sá óláns arfur, sem fram- tíðin lilýtur alt af að gjald'a fyrir. Af ávöxtunum má þekkja eðli alls, sem gjörst hefir. En það tekur á- valt nokkurn tíma, fyrir ávextina að koma í ljós, og því eigi gott að glöggva þá í byrjun. En eftir viss- 'an tíma fer að votta fyrir þeim, má sjá þá. Þeir dyljast ekki við tíma- mótin, ef samanburðurinn er nógu ítarlegur. Tímamótin eru því í öllum skiln- ingi andleg vakning. Þau hafa mentandi og betrandi áhrif á hugs- unarháttinn. Reynslan er undir- staða allra hygginda. Hún er líka dómari allra verka, allra gjörða mannanna. í sögu þessa lands stande nú yf- ir tímamót, og mjög svo eðlilega og skiljanlega hefir skipan komið írá æðstu stjórn landsins, um að minn- ast þeirra eftir því sem föng væri til, við öll mannamót og samkom- ur, fram og aftur um landið, og eigi sízt í kirkjunnm, hverrar trúar sem þær væri. Er það í sjólfu sér það, scm eigi hefði þurft á að minna, því fátt er sjálfsagðara en það; en tvöfalt er það skyldugt, fyrst þess er krafist með ríkis- skipan. Menn hugsa kannske ekki út í það, að sízt of oft eða of mikið hug- leiða menn sögu landsins, lands- ins, sem er þeirra eigið og heima- landi, í bráð og lengd, þeirra og af- komenda þeirra, og ættingja og vina. Sízt of oft eða of mikið er hugsað út í framtið þess, framtíð- arheill og velferð þess, yfirveguð árin, sem liðin eru og liuganum beint í áttina að tækifærunum mörgu, og miklu, til þess að gjöra liað, að því sem tilveran sjálf liefir ætlast til að öll ríki veraldar yrðu, mönnunum sæluríkur bústaður, er þroska skuli hjá þeim það bezta, sem í fari þeirra er. í engu landi ætti það að vera auðveldara en hér. Landið eða ríkið er svo ungt. Undirstaða þjóðlífsins enn í smíð- um og ekki fullhlaðin; böndin svo fá, sem reyra það við útlifaðar setningar afgamals vana, lifs útveg- irnir svo rnargir. Það ætti að vera svo létt að koma réttu skipulagi á, meðan fjölmennið er ekki meira. út í alt þetta er langt of sjaldan hugsað. Stundar hagsmunir einstaklings- ins, og þeir oft smáir, skipa þeim í flokka, í fylgi með mönnum, er slá sér fyrir, að segja fyrir þjóðfé- lags verkunum. Og þessir flokks- stjórar stunda oftar að því einu, með ýmiskonagr brögðum, er að engu gjöri andmæli gegn gjörðum þeirra, er að engu gjöri áhrif kjós- enda, er ónýti atkvæðagreiðsluna að miklu leyti, — að halda völdum, heldur en að halda lifandi voldug- um framtíðar hugsjónum hjá þjóð- inni. Hafa menn hugsað út í það, hve oft það hefir borið við í sögu lands- ins, að héröð eða nágrenni, er eiga kannske ótal trúverðuga, mikil- hæfa menn, hafi einum rómi til þeirra komið og falið þeim á hend- ur erindi sitt, umboð sitt til opin- berra verka? Það mun vera óhætt að fullyrða, að slíkt hefir aldrei fyrir komið. Þessum mönnum myndi þau þó trúa fyrir, að reka, fyrir sig öll viðskifti, kaup eða sölur, þau myndi trúa þeim fyrir að ganga frá erfðaskiftum eftir sig, svo alt væri gjört með réttsýni, þau myndi trúa þeim fyrir börnum sín- um, að liafa eftirlit með þeim og beina þeim á rétta braut. En fyrir stjórn þoss opinbera trúa þau þeim ekki, eða, sem sama er, reyna ekki að fá þá. Til þeirra hluta láta þau, oft og oft, menn frá fjarlæg- ustu stöðum tilnefna fyrir sig um- boðsmennina, er þau lítið þekkjia og oft liafa enga gilda ástæðu til að- treysta. Ef fyrri aðferðin væri notuð, myndi það skjótt kveða niður alla flokkaskiftingu, sem bú- in er að marg-sýna sig sem eitt langversta þjóðlífsmeinið. 1 stað þess að hópa sig undir flokksnöfn og úreltar setningar yrði skipast um manngildið, um hæfileika og innræti mannsins, sem í ljós hefði komið og allir þektu. Það sýnist vera mjög skammur vegur út úr völundarhúsi flokkaskiftingarinn- ar og greiðfær. Að 'hvert bygðar- lag, hérað, kjördæmi velji sér sinn fulltrúa sjálft, er það hefir reynt að trúmensku og mannkostum dg þekkingu á opinberum málum. Er þá öllu borgið, hinn sanni þjóð- vilji í ljós leiddur, og liin sanna þjóðstjórn fengin, án allra flokka, í stað þess sem tfðast á sér stað. En út í þetta er alt of lítið liugsað, eins og svo margt, sem að lands- málunum lýtur. Sem dæmi þess, livað fyrir getur komið undir fyrirkomulaginu, sem tíðast er fylgt, má benda á hvað átt hefir sér stað í sumum borgum þessarar álíu. í borg einni 1 Banda- ríkjunum — Philadelphiu — fyrir nokrkum árum síðan, fundust, að á kjósendaskrá voru 40,000 nöfn manna, sem ekki voru til, og voru nöfn hunda og húsdýra, er í eign voru ýmissa ríkismanna. Undir nöfnum þessum létu þeir svo hina og aðra greiða atkvæði með full- trúum, sem þeir höfðu sjálfir kjör- ið, eh ekki spurt fólkið að, livert það vildi hafa. Hefði nú af vangá eitthvert nafn þessara mállausu borgara verið útnefnt fyrir bæjar- ráðið, eða þingsetu, eða ríkisem- bætti, hefðu svo nefndir kjósendur hlotið ferfætt dýr fyrir fulltrúa og er stórt efamál, hvort ekki hefði eins vel farið, eins og þó valið hefði fallið á suma þá menn er í kjöri eru oft. Það er í annálum haft frá fornri tíð, um Eystein Upplendinga kon- ung liinn illa, er hann lagði undir sig Þrándheim, að hann “bauð Þrændum, hvort þeir vildi heldur til konungs taka þræl hans, er Þórir Faxi hét, eða hund hans er Saurr hét, en þeir kuru hundinn, því at þeir þóttusk þá mundu heldur sjálfráða. Þeir létu seiða f hundinn þriggja manna vit, og gó hann til tveggja orða en mælti hið þriðja. Helsi var honum gjört og viðjar af silfri og gulli, en þegar saurugt var, báTu hirðmenn hann á 'herðum sér.” Atburður þessi er sannur, því hann varð til þess að Jamtaland bygðist. Og dæmi slíks eru eigi með öllu ótíð síðari tíma, (Framhald d 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.