Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 5 JÚLl 1917. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐ61ÐA Um nokkur íslenzk mannanöfn Eftir Kr. Ásg. Benediktsson. (Eramh.) V 1. Vagp er nafn og þýðir vagn, kerra. l>að er að sjá., sem uppruni þess hafi verið í Danmörku. 3?að- an var Vagn Ákason. Það hefir verið ærið fátítt og lítið borið á því á íslandi. Ekki man eg eftir nema Vagni Eyjólfssyni Lund með því nafni. Nafnið er í alla staði gott nafn, og mætti vera fjölnefnd- ara en er. 2. Valr var nokkuð algengt í gamla daga, og var fult nafn. Val- ur hefir þrjár eða fjórar merking- ar: fallið berlið, fuglsheiti og ann- ara þjóða maður. Enn getur stofn- inn verið iaf sögninni velja (vel, valdi). Stofninn í nafninu Valhöll er eflaust af sögninni velja. Sú var trú manna í heiðni, að Óðinn og Freyja sendu meyjar þær, sem val- kyrjur hétu, að velja feigð á menn sem þeim óðni og Freyju þóttu hæfir til að búa í Valhöll. Eitt af Óðins heitum er Valtýr, þótt á sfð- ari tímum sé tekið upp sem rnanns- nafn. Konunafnið Valdís er bein- línis valkyrjuheiti; og nafnið Val- gerður svipað. Að stofninn val sé dreginn af val fallinna eða vopn- bitinna roanna, er ólíklegt. Það væri sama og maðurinn héti Nár. Mjög líklegt er að valur, annarar þjóðar maður, hafi verið heiti þræla eða hertekinna manna og hafi orðið nafn þrælsins hjá forn- mönnum. Það er vafalaust, að merkingin í nafninu Valur hafi eigi verið bundin við eina af þess- um þýðingum, heldur fleiri. Má vel vera, að merkingarnar felist all- ar í þessum nöfnum. Nöfnin eru eigi margbreytt: Vaigarður, gam- alt; Valgeir, tiltölulega ungt, og eins Valtýr. Valþjófur, gamalt, á- samt fleirum, sem til eru. 3. Vald er stofn og viðliður, þýð- ir yfirráð, ríki. Valdarr og Valda- marr koma ekki mjög snemma til sögunnar og eru ekki fjölnefnd. Valdamarr er úr Garðaríki og flutt- ist til Danmerkur, og náði ekki út- breiðslu fyr en eftir daga Valda- I mars Knútssonar. Valdarr var fá- nefnt og hefir aldrei náð víða yfir. Nafnið Valdi hefir hitzt á íslandi; er runnið af sama stofni. Er talað áður um Valdimarsnafnið í viðlið. Samskeytt nöfn eru: Arnaldur, Haraldur, Hróaldur. Hér fellur v-ið úr, en heldur sér í þessum nöfn- um: Ásvaldur, Auðvaldur, Rögn- Jvaldur, Þorvaldur, ögvaldur. Og | þessi sleppa ur en taka i: Sigvaldi Guðvaldi og Þorvaldi. Sigvaldi er fjölnefndasta nafnið, og hefir það líklega breiðst út frá ætt Sigvalda “langalifs”, er ái var Gizzurar bisk- ups Einarssonar, hins fyrsta lút- erska biskups á Islandi. 3. Varður er viðliður nafna og þýðir sama og vörður. Varð er ekki stofn nafna, nema í tröllkonu- heitinu Varðrún. En í karlmanna nöfnum: Hávarður, Játvarður, Sig- varður og Þorvarður. Nú er Sig- varður orðinn Sigurður. 5. Vé er nafns stofn. Vé út af fyr- ir sig merkir griðastað, helgistað, eða eiginlega vígðan stað, sem sést af því, að sá heitir “vargur í véum,” sem misbýður helginni. Vé í.manna nöfnum merkir goð- helgi. Végeir hét blótmaður mik- ill í Sogni og er fyrsti maður með nafninu. Upphaflega hét hann að eins Geir, en kaliaður síðar Végeir. Börn hans voru öll kend við vé og hétu: Vébjörn, Végestur, Vémund- ur, Veðormur, Veðörm og Védís. Végeir og öil börn hans fóru til ís- lands, og var Vébjörn Signakappi fyrir þeim. Hann var bóndi í Isa- firði. Frá þessu fólki komu miklar ættir. Stofninn vé í nöfnum á Is- landi, er frá þessum systkinum kominn. Vé er viðliður f HlöðVér og Randver, sem eru afar fánefnd sem hin fyr töldu. • 6. Veig er viðliður í konunöfn- um. Veig merkir lög, nærandi og styrkjandi: goðaveigar. Aðalveig, Hallveig, Rannveig, Sigurveig, Þór- veig og ölveig. Alt eru þetta ágæt konunöfn og fjölnefnd, einkum Rannveig og Sigurveig. í stofni mun veig vera til nú í konunafn- inu Veighildur. 7. Ver er stofn í karlmannanöfn- um: Vermundur. Nafnið er gam- alt, fánefnt, en hefir verið uppi ný- lega og er máske enn Scofninn er komin af sögninni: verja (ver, varði). Mundur: fé (mundarlogi, c: fjárlogi), merkir fjörvörður, gulls vörður, skati. Nafnið ætti að vera almennara en það er. 9. Víg er stofn nafna og þýðir manndráp, af sögninni vega (veg, vó). Voru nöfnin mörg á vígaöld- um fornatíma: Vígi, Vigbrandur, Vigbjóður, Vigfúss, Vígharður, Vig- lundur. Héðan eru komin nöfnin Vigdís og Vigríður. Nú eru ekki uppi nema Vigdís, Vígfús og Víg- lundur. Auðvitað er Víglundar- nafnið í sögunni af Víglundi og Ketilríði, skáldanafn. En er gott og gilt og er hermannskenning. Nafnið hefir verið uppi á seinni tfmum og þekkjast menn undir því nafni á íslandi og hér í Vestur- heimi. ^ 10. Vikarr var nafn í fornöld og þýðir víkingur, hermaður úr Vík- inni. Það hefir líklega aidrei ver- ið til á Islandi. 11. Vil er stofn nafna, og er merk- ingin sögð sama og í vili, vilji, ef það er norrænt. Vilborg Ósvalds- dóttir er fyrsta kona, sem fyrir verður með þessu heiti, en móðir hennar var úlfrún Játmundardótt- ir Englakonungs. Ásvaldar nafn- ið, föður hennar, er hæpið nor- rænt nafn, þó skeð geti að Á og ó hafi þar skift sætum, eins og í Áli og óli, og faðir Vilborgar hafi heitið Ásvaldur, þó ritað sé Ós- valdur. En af þessari VTlborgu, dótturdóttur Játmundar konungs, eru óefað flest Vilborgar nöfn kom- in á IslÆndi. Hún átti Þórð skeggja Hrappsson, Bjarnasonar bunu. Eru miklar ættir frá þeim komnar um alt Island. Forna myndin af nafninu Vilhjálmur er komin frá Norðmönnum í Norðmandíu til forn Engla. En samt sýnist þessi vil-stofn viðsjárverður sem nor- rænn. Þýðingin í stofninum vil (vili), er auðvitað af sögninni vilji (vil, vildi). Að nota þá merkingu sem stofn á undan borg og hjálmi, kann eg ekki vel við. En nöfnin eru nú orðin alísienzk, og eru góð og gild í alla staði. Vilhelm og Vil- helmína .eru útlend nafnaskrípi og ættu ekki að nefnast. Nöfnin: Vilbaldur, Vilgeir, Vilmundur, og konunafnið Viigerður hafa verið til, en munu nú afar fátíð. 12. Vin og Vini koma fyrir í við- KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-lslendinga Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda osa fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausú, mega velja um þRJÁR af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : 'Sylvía” ‘Hin leyndardómsfullu skjöl” 'DoIores” ‘Jón og Lára” ‘Ættareinkennið” ««I / *t Lara Ljosvorourmn “Hver var hún?” “Kynjagull” ‘Bróðurdóttir amtmannsins Sögusafn Heimskringlu Þessar bœkur fást keyptar á skrifstofu Heimskringlu, meðan upplagið hrekkur. Enginn auka kostnaður við póst- gjald, vér borgum þann kostnað. Sylvía ............................ $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............ 0.30 Dolores ............................. 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl........... 0.40 Jón og Lára ......................... 0.40 Ættareinkennið....................... 0.30 Lára................................. 0.30 Ljósvörðurinn........................ 0.45 Hver var hún?........................ 0.50 Kynjagull ........................... 0.35 Forlagaleikurinn..................... 0.50 Mórauða músin ....................... 0.50 lið nafna. Þó fáum íslenzkum, og þau, sem til eru, líklega komin af útlenduin höfðingjanöfnum. Til er mjög fornt kvenkyns orð, sem skylt gæti verið þessum viðlið. Það er orðið vin, og vinjar f eignarfalli, í elztu germönskum málum, svo sem wynne og wonne, sem fyrst þýddi: inodælan stað, en síðar haga eða góðgresi. Finst það f gömlum staðanöfnum, sem eru kvenkyns: Björgyn, Björgvin. Einnig í heiti jarðar: Friggjar, Fjörgyn (Fjörg- vin). Faðir Friggjar hét Fjörgynn eða Fjörgvin, karlm.nafn samstætt við konunafnið. Karlanöfn eru þessi: Auðvin, Baldvin, Guðvin (vini, ini, ni). Guðinson var stund- um skrifað fyrir Guðnason, fram á miðaldir. Kvenkynsorðið Hlódyn hefir þenna stofn. Sumir hald'a beygingunni ‘vini’ enn þá, sem er alveg rétt. Eg hefi heyrt marga segja: “Eg kom frá honum Bald- vini mínum.” “Eg fékk þetta hjá honum Baldvini mínum.” Þó nöfn- in séu útlend að uppruna, þá eru þau búin að ná festu í málinu um margaj aldir, og af því að Norður- landa mála þýðingar finnast í stofnum og viðlið, verða þau að teljast íslenzk. Auðvin: auðsins heirokynni. Baldvin: unaðsstað- ur Baldurs. Guðni: unaðsstaður guðanna. 13. Vindur er viðliður í nokkrum norrænum nöfnum, maður frá Vindlandi, eins og Gautur, Húni, Saxi, Vandill. 1 einu nafni heldur þessi viðliður, sem er í nafninu Eyvindur, sem er ærið fornt, og helzt við enn þá, og merkir eybúi. Sumir halda að vindur hafi orðið að indur, sem átt getur sér stað, samkvæmt margbreytni málsins— að vi verði að u eins og ve að u: dagverður, dagurður (Dagverðan- eyri, og Dagurðareyri). Og va í u: Sigvarður, Sigurður. Halda þeir sömu fram, að nafnið önundur hafi verið Anvindur, og Jörundur hafi verið Jarvindur (orustuvind- ur). Þetta getur staðist málfræði lega. 14. Vör er viðliður í konunöfn- um. Það er kvenkynsmyndin af lýsingarorðinu varr. Ein af Ásynj- um hét Vör, “vitr ok spurul, svá at engi hlutr má hana leyna; þat er orðtak at kona verði vör þess, er hon verðr vís.” Mörg konunöín höfðu þenna viðlið í fornöid, en hefir fækkað. Þó eru allmörg tíðkanleg enn: Ásvör, Gunnvör, Hervör, Salvör, Steinvör og Þórvör. í einu barlmannsnafni finst við liðurinn varr. Það er nafnið Há- varr, sem nú er fánefnt eða týnt. Jíöfnin eu forn og góð. Þ 1. Þjóð er stofn nafna og þýðir landslýður. Stofninn var settur framan við wafnorð, lýsingarorð og atviksorð í fornöld. Þau juku merkinguna eða táknuðu það,.sem almenning varðaði. Aðalnöfnin eru þessi: Þjóðgeirr, Þjóðólfur, Þjóðrekur, og konunöfnin: Þjóð- hjörg, Þjóðgerður, Þjóðhildur. Þar sem fundist hafa nöfn eða stofninum Þétt(marr), eru þau þýzk, og af þessum stofni. Diðrik og Þiðrik eru þýzk; á íslenzku: Þjóðrekur og Þýðrekur. 2. Þór er konungur stofna f mannanöfnum, fyrir merkingu og fjöld þerenda. Það er algengast f ísl. nöfnum karla og kvenna, i stofni og viðlið, einkum í fornöld. Af Þór er nafnið Þórir, og sam stæða konumafnið Þóra. Bæði þessi nöfn eru algeng í viðlið Þessi nöfn leiddu öll önnur nöfi^ á Þorfinnur, Þorgautur, Þorgeir, og sögninni svara, og þýðir: sá. Þorgils (Þorgisl), Þorgrímur, Þór- haddur, Þórhallur, Þórir, Þorkell, Þorlákur, Þorleifur, Þorleikur, Þor- móður, Þóroddur, Þórólfur, Þor- steinn, Þorvaldur, Þorvarður, Þor- viður, Þóröður. Kvenkyns: Þóra, Þórarna, Þorbjörg, Þórdís, Þór- hildur, Þorlaug, Þórleif, Þórhalla- Þorveig, Þórunn, Þórríður og mörg fleiri. Þessi hafa þór í viðlið: Arn- lór, Bergþór, Bjarnþór, Eyþór, sem heldur uppi svörum, andmæl- andi, kappræðumaður, andsvörull. Nafnið er stutt, hefir góða merk- ingu og ætti að baldast við í mál- inu íslenzka. Hér eru búnir stofnar manna- nafna. Eru flestir þeirra taldir; þeir léttvægari eftir skildir, þ6 fáir. Er þcim Gunnþór, Hallþór, Hjálmþór, Hall- [ sumstaðar raðað hér um hiL þ» sé nokkur brestur á. dór, Steindór; og konunöfn: Arn-! Stofnum nafnanna er raðað ctftir þóna, Astaþóra, Bcrgþóra, Eggþóra, stafröð undantekningarlítið. Þýð- Eyþóra, Gunnþóra, Halldóra, m. fl. ingu nafnanna geta menn fundið í Þórsnöfnin eru sérkenni ísl. þjóð- stofni eða viðlið nafnsins. Sjálf- arinnar nú, og mega með engu stæð nöfn segja til sín. Megin þorrí móti leggjast niður. ! norrænna nafna er talinn, þó nokk- ! urir séu feldir úr. valkyrju heiti í Grímnismálum. —■— Þrúður hét dóttir Þórs og Sifjar, og er ein áf Ásynjum. Nafnið er skylt lýsingarorðinu þrúðigr, nú þrúðg-, ur: öflugur, máttugur, tröllauk- inn. Bústaður Þórs hét líka Þrúð- vangr og hamar hans þrúðhamar (hinn máttki hamar). Niafnið er sjálfstætt og líka haft f viðlið. Á íslandi hafa þessi nöfn- verið uppi: Arnþrúður, Geirþrúður, Jarðþrúð- ur ok kannske Herþrúður. Á síð- ari tímum hefir nafnið Sigþrúður | komið til sögunnar. Rangt er að rita nafnlð Þrúða, heldur Þrúður. öll eru nöfnin fögur og gjörvileg. Jarðþrúður ætti að sleppa ð-inu í nafni sinu, því það er þar hús- gangur og ekki aðialsborið. 4. Þýr, týr,—þér, tér, eru molar af sama kletti. Stofnar þessir finn- ast í viðlið^í forna daga, í karlm,- nöfnum. Þó tóku Danir Þýr(i) og smeltu á eirna drotningu sína. Líka finnast í þessum stofnamol- um: þírr og terr. Merkingin er: þræll og þý, amlóði, ambátt; það er fólk í þrældómshelsi. Þessi ko.must annað hvort aldrei til Is- lands eða mjög sjaldian. Þó eru viðliðirnir í nöfnunum Hjámtýr og Kolþerna. Hjálmtýr hefir sprott- ið upp í seinni tíð, en Kolþerna er hagvant framan úr tímum. Þessi nöfn mættu missa sig. 5. Þjófr hefir líklega verið sjálf- stætt nafn í giamla daga, því bæir á Islandi lieita Þjóísstaðir. Má vera að frumstofninn eigi skylt við þýr. Getur vel skeð, að forfeður vorir hafi vikið þýr í þjóf; Yalþjóf- ur sé þræll frá öðrum þjóðum; Val þýðir annara þjóða þræll, þjófur. Yalþjófur bendir þá á, að maður- inn sé hertekinn frá suður Bret- landi, en Húnþjófur hertekinn frá suður Þýzkalandi. Friðþjófur er haldið að meini þann, sem stelur friðnum—ifriðrofi. Fáein voru þessi þjófs nöfn á Islandi: Herþjófur, Geirþjófur, Gunnþjófur, Valþjófur. Nú eru þau öll dottin úr sögunni og koma tæplega aftur. Yið sum þeirra er nokkuð sögulegt, og því er þeirra getið hér. Norðurlöndum, að ríki og liefð, sér- staklega í Svíþjóð og Noregi, og ís- land varð eigi eftirbátur fóstur- jarðarinnar, Noregs. Þór var lítlð dýrkaður á Þjóðverjalandi og nafn hans fánefnt í forna daga. Þar hét hann Þunar, og sama hjá Gotum. Þórsnafn fluttist til Englands með Dönum og viarð Þur. Thur helzt. enn við—Arthur: Arnþór. En forn-Englar nefndu Þór Þunor, og fimtudaginn Þunores-dag (Þórs- dag). Þunor hét enskur maður á 7. öld. Auðvitað er norræna mynd- in Þór saman dregin iir Þonarr, Þunarr, sem sagt er að sé sama nafn og Donner á þýzku. Upphaf- lega er ú en ekki ó í Þórsnafninu, og segja rúnasteinar til þess. Frum hljóðstafurinn í nafninu var breið- ur, og er það f supium nöfnum enn þá, sem sé þegar viðliður byrjar á hljóðstaf: Þórálfur, Þórarinn, Þór- ey. Einnig á undan h-i: Þórhall- ur. Og enn eru undantekningar í nöfnunum Þórður (saman dregið af Þór-röður) og konunöfnum: Þórdís, Þórný og Þórvör. Konu- nafnið Þórrfður er nú stytt í Þur- fður. Þegar stofninn Þór er hafð- ur í viðlið og linur staíur fer á undan (1 eða n), breytist orðið í dór og ór: Halldór, Halldóra, Stein- dór og 1 nöfnum ýmist Arnþór, Arpór, Arnþóra, Arnóra. Þórs- nöfnin voru ákaflega mörg og fjöl- breytin. Eru þessi stofnnöfn, karl- kyns: Þórarinn, Þórálfur, Þor- bergur, Þorbjörn, Þorbrandur, i 1. öl er stofn í mannanöfnum. Ö1 eru þorstadrykkir af ýmislegri gerð, að fornu og nýju; sumir á- fengir, sumir ekki. Konur bjuggu stundum til drykki þessa og báru mönnum. Kendu skáld konur oft við öl, sem annan starfa þeirra. ölmóður, ölver, ölviður, og ölrún, ölveig. Eru nöfnin mjög fáheyrð. Ölveig hefir verið uppi nýlega; má vera að sum hinna séu til, en fá- gæt munu þau. 2. özurr er fult nafn, og ekki svo fánefnt í gamla daga. özur özur- arson, skáld Vestfirðinga, er dáinn um 1874. Á síðári tímum hefir nafnið aðallega átt heima á Vest- fjörðum. Þar eru menn enn með þessu nafni. Aðal uppruni wafns- ins mun vera í Svíþjóð í fornöld. Þar finnast nöfn á rúnasteinum: Antsuar jafnt og Usur, og And- swar og líka Atsur og Assur. Er þá nafnið af forsetningunni and Lækningarnar sem eru “kraftaverkum” nœst, eru nú gerðar á Winnipeg Mineral Springs Sanitarium. Eru mjög eSIilegar, vegna þess, að náttúran sjálf er á bak við þær. Fyrir 25 árum var einn af lækn- um vorum álitinn að vera ólækn- andi sjúklingur, — en hann fann út, að lögmáli náttúrunnar hafðl skaparinn útbúið meðal fyrir sjúk- leik mannanna eíkki síður on dýr- anna. Það er marg sannað, að dýr merkurinnar kunna að lækna veikindi sín sjálf, — stundum fara þau svo hundruðum mílna skiftir til þess að komast að komast a® til þess að komast að málmkend- um uppsprettum. Svo það er ekki að undra þó að læknir, sem var sjálfur hrifinn af grafarbakkanum og hefir þar að auki séð fleiri hundruð manna og dýra læknuð á líkan hátt, hafi ó- bilandi trú á öflum náttúrunnar til lækninga. Síðan veröldin var til, hefir veikt fólk flykst að heilsubrunnum víð» vegar um heiminn, til þess að drekka af þeim og baða sig f þeirra iífgefandi vatni. Margar undursamlegar lækningar hafa þannig gjörst. Verkiamir þess a vatns hafa í ó- tal tilfellum líkst kraftaverkum. Þetta óviðjafnanlega náttúru meðal er gott fyrir þig, ef þú ert veikur. Þetta málmblandaða vatn er ó- brigðult meðaJ til að hreinsa mag- ann, þarmana, lifrina og nýrun. — Brennisteinninn í því hreinsar blóðið; járnið i því styrkir blóð- ið, og klórínið í í því drepur eótfc- gerlana. Það er ekkert dautt og rotið efní í þessu vatni, heldur er bað lifandí og Hfgefandi, gérstaklega ætlað til lækninga frá náttúrunnar hendi. Það gjörir ekkert tii hvað veikí þín heitir, — að cins þarftu að drekka og þvo líkama þinn úr þessu náttúrunnar undra vatni. Komið og sjáið sjálfir. Ef þér getið ekki komið, ]>á skrifið eftir vi nisburðuin fólks, scm læknasfc hefir af gigt, þvagteppu, ný"na- veiki, blöðrusteinum. gylliniæð og kvensjúkdómum, meÞingarlcysi og hægðaleysi, skinnkvillum, tauga- veiklun, hjaUabilun og af mörgum öðrum sjúkdómum. Þoir scm ekki gefca komið á heilsuhæli vort, geta látið se’>d» sér vatnijö, — en ]>að er margfalt betra, að koma og dvelja um tíma hjá oss. Þcir sem á hælið koma, njó‘a leiðbeiningar lækna vo~ra, — einn- ig rafmagnsnudd, og svo eru sum- um sefctar sérstakar reglur hvað matarhæfi snertir, og sem n!*uð- synlegt þykir að sinna. Annað hvort skrifið oss eða komið. Allar upplýsingar eru fús- lega gefnar með pósti. Læknar vor- ir geta máske læknað yður í heima- húsum, svo skrifið þeim um veiki yðar. ™S MINERAL SPRINGS SANITARIUM Desalaberry WINNIPEG, Ave., Elmwood, MANITOBA. LOÐSKINN J HtÍÐIR 1 ULL Ef þár viljið hljóta fljótnstu skil & andvirði og hœsta verð fyrir lóðskinn, húðir, nll og íl. sendið þetta til. Frank Massin, Brandon, Man. Dept H. Skrifið eftir prísum og shipping tags. B0RÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDÍWGS. ViS höfum fullkomnar birgSir af öllum tegundum VerSskrá verSur send hverjum þeim er þess óskar THE EMPiRE SASH <fc DOOR CO., L7D. Henry Ave. Eaat, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.