Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5 JÚLÍ 1917. HXIMSKRIKGLA 3. BLAÐMÐA að senda sambaindsherinn sér til, varnar. Meiri hluti þjóðþingsins veitti Austurríki fylgi sitt. Prúss-j land lýsti yfir því, að þetta væri' beint gegn sambandslögum, og sleit sig út úr sambandinu. Sagði síðan stríð á hendur öllum þeim ríkjum, er veittu Austurríki fylgi, ■og skoðaði alla þá óvini, er ekki veitti Prússlandi lið. Stríð það, sem nú hófst, stóð yfir að eins í sjö vikur. Prússneska hervélin stóðst eldraunina vel. Hún var til búin og lét höggið ríða áður en lið óvinanna var komið á hreyfingu. 15. júní 1866 lóru fyrstu Iherdeildir af stað. Á hálfum mánuði var öll mótspyrna vestur býzkalands buguð. 2. júli var her Austurríkis algerlega sundrað í bardaganum við Sadowa «ða Königgratz. Renydar biðu Itr alir ósigur, en það varð ekki að meini. Napóleon gekk um sættir. En honum hafði komið algerlega á ó- vart þessi skyndisigur Prússa. Meðan samningar stóðu yfir, hélt herinn prússneski lengra áfram. En nú var Bisinarck til þess bú- inn, að koma fram með friðarskil- mála, er aðgengilegir væri Austur- ríki. Af ásettu ráði voru skilmálar þessir mjög vægir. ítalía skyldi fá Eeneyjar. Prússland skyldi fá Slésvík og Holtsetaland. Það var öumlflýjanleg afleiðing sigursins við Sadowa. Gamla ríkjasamband- ið þýzka skyldi uppleyst og Þýzkai- land skiftast í norður og suður Þýzkaland. Á norður Þýzkalandi átti Prússland að hafa íorræði, en Bæjaraland, Wurtemberg og Bad- «n að vera fyrir utan, því þaiu myndi gera sambandið fremur veikara, en efla það. Allar þessar kröfur voru með þeitm hætti, að hvorki Napóleon, né nokkurt stórveldanna, gat með gildum rökum mótmælt. Austur- ríki mátti til með að kannast við, að skilmálarnir væri vægir. Og konungur Prússa gat fram komið með þessar kröfur, án þess að breyta gegn samvizku sinni og þeim hlýhug, er hann bar til Aust- urríkis, sem fyrverandi banda- þjóðar. Sigur Bismarcks var alger. Hann hafði gert eitt veidi úr öllu norður Þýzkalandi. Hann haíði gert út um samkepnina milli Prússlands og Austurríkis. Og sjálfur var hann helzti maðurinn, er öllu þessu hafði fengið framgengt, bæði I augum þjóðarinnar og konungs- ins. En öllu þessu hafði hann til leið- ar komið með þeirri stjórnmála- stefnu, er hann sjálfur skírði: Blóð og járn. -------o------ JOSEPH NICKLIN. Tæddur 29. nóv. 1894; fallinn 9. apr. 1917 á Vimy Ridge á Frakklandi. (Undir nafni vaindamanna og vina hans.) Að hlustum barst mér sorgarsaga. Já, svona gengur alla daga: þegar flest f iyndi leikur, ljós í húmið breytist skjótt. Bikar lífs er beiskju þrunginn, blómin fölna, nýútsprungin, áður en varir unun ihverfur, að ber skarpa hélu nótt. Nú eirðarlaust minn andi þýtur yfir höf, og ströndu lítur drifna blóði vina vorra, í vörn er sýna hreysti. gnægð. Eyðilagðar borgir, bygðir brunarústir,—slitnar trygðir—. Æðistryld því ágirnd veldur, eigingirni, hatur, slægð. 3>ar streymir blóð sem stórar elfur, stórþjóð hver og heimur skelfur; aldrei hefir áður verið önnur þvílík styrjöld þreytt. Er það refsing erfðasynda? önei, fylling valds hugmynda; eá fær mestrar sæmdar notið, sem að flesta getur deytt. Hjartans vin! þar hels að beði hníga varðst, því förlast gleði. Ó, hve sárt þín sakna vinir, sanwistar af förnum stig. En hvað er dauðinn? Sælan sanna samt hjá píslum örkumlanna og við þau lifa langa æfi?— Lof sé guði fyrir þig. Þín önd er fiogin frjáls til hæða, þar framar aldrei þrautir mæða— og dvelur nú á ljóssins landi, iffsins skuggamyndum fjær. Von sú huggar harms í kælu, að ihittumst við í dýrðarsælu Síðar meir og saman dveijum sjálfu drottins skauti nær. Æfistundin stutt þó væri, stefnufestu, vinur kæri, sýndir þú, og hetju hreysti hels í nauðum. Sof því rótt' Eftir lífsins stríðið stranga, stiltur í sem hlauztu að ganga. Þökk fyrir alt frá æsku tímum! Elsku vinur! Góða nótt! Jóhannes H. Húnfjörð. --------------------------------- Fullkomin meíf rp || , minni 1 anmœkmng bergon en annarstaðar. Dr. J. A. MORAN Dental Specialist Union Bank Chambers, Saskatoon, Sask. - • Fjallabardagar ítal 1 0\ [ Þvtt úr tímarit’nu .0» “ Literary iJmest ] Engin af stríðsþjóðunum hefir átt j höndum saman til þess að gera það óvinnandi.’ við meiri örðugleika að stríða en ít- alir. Til þess að komast að óvinun- um, hafa þeir orðið að klifra hæstu fjöll, eða kljúfa þau sundur. Ein- lægt ihafa þeir verið að- klifra ein- hverja bratta fjallshlíð, en uppi á fjallsbrúninni hafa óvinirnir verið og látið fallbyssurnar og maskínu- byssurnar senda þeim kveðju sina. Þeir hafa verið við og við umkringd- ir af hamrabeltum, þar sem hver hellir var fullur af óvinaliði og hin- um ægilegu skotvopnum nútíðar- innar. En með ótakmarkaðri þraut- seigju og óbilandi festu hafa Italir samt á endanum yfirstigið alla þessa örðugleika. Með hestana, vagnana, stórjbyssurnar og allan sinn herút- búnað eru þeir komnir upp fjöll- in, sem lítt klifranleg voru á frið- artímum. Hersveitirnar ítölsku eru nú komnar á Oarso hásléttúna og teknar þar að brjótast áfram til hæðanna, sem gnæfa yfir borginni Trieste. Um þessa baráttu Itala til þess að ná borg þessari, segir blaðið “The Rocky Mountain News”, það, sem á eftir fylgir: “Vér klettafjalla búar ættum að geta skilið örðugleika þá, sem samfara voru sókn ítala gegn Aust- urríki. Um fram aðra ætti okkur að vera skiljanlegt, hve örðugur þröskuldur í vegi fjöllin hafa hlot- ið að vera hinum vösku hersveit- um þessarar þjóðar. Eyr á árum gátu Austurríkismenn reist land- varnar vígi sín þar, sem þeim hent- ast þótti, og þeir reistu þau í Alpa- fjöllunum og með fram Isonzo fljóti. Voru vígi þessi talin ó- sigrandi. Þegar öll sagan verður sögð af hinni hreystilegu fjallasókn íbala, þá mun alheimurinn dáðst að It- alíu. Hve litlar sögur hafa frá þessu borist, er auðskiljaniegt. Þessir hildarleikir gegn fjöilum og fjandmanna liði voru langt í burtu, og af eðlilegum orsökum gekk áframhaldið treglega. Þegar flytja þurfti stórskotabyssur upp á himingnæfandi tinda, sem fjalla- menn hér fyrrum veigruðu sér við að klifra, útheimti þetta langan tfina og óþreytandi kapp. Hver klettahola geymdi leyniskyttu og var hættan, sem af þeim stafaði, eins og hæfileg viðbót við örðug- leika náttúrunnar. Herferðir Han- nibals og Napóleons þektu ekki fleiri tálmanir, en hersveitir ítala á Trentino svæðinu og við Isonzo fljótið hafa orðið við að etja síðan stríðið byrjaði. Jafnvel á sléttunum umhverfis Trieste hafa Italir orðið og verða enn að berjast við þetta tvöfalda mótstöðuafl, — óvinaherinn og náttúruna. Af dutlungum sínum liefir náttúran ofið skurðum, gjám og sprungum utan um þessa eftir- sóknarverðu borg, sem hugvit þjóðverja og andagift hefði tæp- lega gert betur. Undrun vor yfir því, hve seinlega ítölsku hersveit- unum gekk herferðin milli Görits og Trieste, er af ókunnugleik sprottin um allar tálmanirnar, sem í vegi eru. Að þreyta við aðrar eins tálman- ir var nærri því ofauki menskum kröftum, og þegar þetta er tekið til greina fæst gleggri skilningur á stríði Ibala.” ‘En í augum ítalíumanna varð léttir, að etja við örðugleika þessa og tiltölulega auðvelt í saman- burði við l>að, sem þeir áður höfðu átt við að stríða. Áður höfðu þeir orðið að heyja hildarleikinn hátt uppi í loftinu. Þeir höfðu orðið að vega sig upp brattar hliðar hárra fja.lla, sem engir menn þorðu að klifra á friðartímum, og fjöll þessi höfðu verið rammlega víggirt og hreystilega varin af öflugum óvina- her. Aðrar stríðsþjóðir gegn Þjóð- verjum höfðu barist við her; ltalir höfðu staðið í orustu við fjalla- tinda. Tind af tindi tóku þeir, og hafa þokast með þungar byssur og skotfæralestir upp fjöllin, sem menn voguðu áður að eins að klifra með því móti, að þeir væru bundnir saman. Þeir hafa bygt brýr frá einum fjallstindinum til hins; þeir hafa grafið skurði, reist varnarvirki, rutt vegi, grafið jarð- göng og bygt veggi 10,000 ft. fyrir ofan sjávarmál; og alt þetta gerðu þeir á meðan þeir háðu blóðugt strið við óvin, sem varðist af öll- um kröftum.’ Þannig lýsir blað þetta þessum ægilegu fjalla bardögum. Lesend- unum eru hér gerðir Ijósir sumir af helztu örðugleikum ítölsku her- sveitanna. Jafnframt og þær klifr- uðu fjöllin eða sprengdu leið sína gegn um þau, urðu þær að brjóta á bak aftur eflda óvini. En ckkert af þessu létu þær á sig fá hið minsta. Engin tálmun var svo stór, að ekki sæju þessar vösku hersveitir einhver ráð við henni. Áframhald þeirra fékk ekkert hindrað. Ef þær komu að fjöllum, sem með öllu voru ófær yfirferðar utan fuglinum fljúgandi, þá sprengdu þær þau sundur. Þess- ar fjallasprengingi ítala voru stór- kostlegar. Gegn slíkum aðgangi fengu Austurríkismenn ekki sbað- ist og leituðu því einlægt undan. Þegar Italir tóku Göritz voru þeir komnir úr bardaganum í fjalls- hlíðunum og teknir að berjast á jafnsléttu; þeir voru komnir inn á Carso hásléttuna. Og þó Oarso hásléttan sé ekkert lamb að leika sér við, var hún þó smáræði hjá því, sem Italir liöfðu áður átt við að stríða. Þarna enf þeir nú að berjast og einlægt eru þeir að hrekja óvinina lengra og lengra. Aðal markmið þeirra er borgin Trieste, og svo eftir að þeir hafa tekið hana, að færast lengra austur á bóginn. Hildarleikirnir þarna á Carso há- sléttunni eru stórkostlegir, en þola þó engan samanburð við hildar- leikina uppi í fjöllunum. Víða er háslétta þessi all-geigvænlcg, enda hefir verið um hana sagt, að hún sé sá eini ’staður á jörðu, sem guð hafi ekki skapað.’ Hún er klett- ótt og uppblásin og hvergi í veröld getur að líta lanössvæði, sem sé ófrýnilegra en þessi' háslétta, sem nú er vígvöllur tveggja öflugra stríðsþjóða.------ Og þó land þetta sé örðugt yfir- ferðar, mega ltalir ekki veigra sér við að leggja leið sína yfir það, ef þeir vilja komast til borgarinnar Trieste. Þetta er eina leiðin fyrir þá þangað.” “Blaðið “New York Times” bregð- ur upp eftirfylgjandi mynd af verki því, sem herinn ítalski tók sér fyr- ir hendur og það án þess að vera í minsta vafa með heppilega út- komu: ‘Þótt Austurríkismenn stöðvi ef til vill áframhald Itala, þá verður herferð þessi engu síður mark- verðasti viðburður ársins. Sókn þessi stóð yfir í eextán daga, og var jafn stórkostleg alt í gegn. Frakk- ar og Bretar hafa verið að sækja smáhæðir, hóla og hryggi; Italir hafa verið að klifra fjöll. Frakkar og Bretar hafa leitað áfram; Italir hafa leitað upp á við. Frakkar og Bretar hafa barist á jafnsvæði; It- alir hafa barist í ægilegum fjalls- bratta. Nú eru þeir komnir á há- sléttu og geta haldið áfram — en hvílík háslétta! Hún er gamalt jarðelda svæði, samsafn að eld- gýgum, klettum, hellrum — eins og þetta sé mynd heldauðs tunglsins. Hún er nakin, uppblásin, vatns- laus; aldrei var neinn vígvöllur mannanna áður líkur þessari stein- runnu krampamynd náttúrunnar. Sökum vatnsleysis á þessu svæði hafa ítalir orðið að byggja rennur eða vatnsveitustokka jafnótt og þeir hafa komist áfram. Þetta eyðikletta svæði, hellra og jarð- húsa, inngirt og umvafið af gadda- vír og svo í viðbót varið af stór- skotabyssum Austurríkismanna, var ekki árennilegt. Hugvit manns- ins og náttúran höfðu tekið hér LANDBÚNAÐUR OG SVEITAUF Súrfóður hlöður. Ekkert kemur sér betur fyrir bóndann, en að hafa súrfóður hlöður (Silos). Allar skepnur eru hamslausar í súrfóðrið og þrífast vel á því. íslenzkir bændur, sem ekki hafa súrfóður hlöður, ættu að taka þetta til Ihugunar. Engin uppskera er vissari en uppskera maiskornsins í þeim hér- uðum, þar sem hægt er að rækta það. 1 hinum loftheldu súrfóður hlöðum er hægt að geyma mais- korn og ihey og annað, þar sem það þornar ekki og er því næring- ar bezta og lystugasta fóður. Þrjár ekrur og sjö tíundu partar úr ekru undir mais-korni, sem sett er í súrfóður hlöðúrnar, jafnast á við mais-korn af 5.3 ekrum, sem er slegið og hirt með vanalegri að- ferð. Ágóðinn fyrir bóndann af súr- fóður hlöðunum, er margfaldur. Fáist í uppskeru um 35 bushels af ekrunni, gerir þessi uppskera um sjö ton af súrfóðri, og græðir bóndinn um $11 fyrir að þurfa ekki að þreskja kornið á aikrinum. Kvikfjárræktar - bóndanum er nauðsynlegt að hafa að minsta kosti eina af hlöðum þessum (Silos). Með súrfóðrinu (silage) fær hann hirt skepnur sínar betur árið um kring. Hann getur hafc fleiri skepnur og látið þær vera í betri holdum. Súrfóður hlöðurnar geyma alla mais uppskeruna og halda henni jafngóðri og hún var, er hún hafði mest gildi sem Tóður, og þetta þannig handhægt, til brúkunar bæði á sumrum og vetrum. Súrfóðrið er hið lystugasta og bætir meltingu skepnanna á þeim líma, sem þeim er gefið þurt fóð- ur, og haldast þar þannig vel og í góðum holdum. Það er ókostbærara að geyma fóðrið þannig, en geyma það þurk- að eða sem hey. Súrfóður lilöðurnar gera. bónd- anum mögulegt að geyma til sum- ar brúkunar sitt bezta fóður. 'l hlöðum þessum heldur alt, sem ]>ar er geymt, sínum fyrsta næring- arkrafti. Bezta geymslufóður verður mais, sem sleginn er þegar kornið er móðnað, en stangirnar og laufin eru algræn. í súrfóður hlöðunum geymist þetta svo óþurkað og er einlægt jafngott og næringar mikið. Súrfóðrið er safamikið, lystugt og fyrirferðar mikið og ágætt fyrir allar skepnur. Karfa, sem tekur eitt bushel af slíku fóðri, er frá 16 til 22 pund á þyngd. Betra er að gefi. lítið af fóðri þessu á hverjum degi allan vetur- inn, en að gefa mikið af því stutt- an tfma. Sérstaklega kemur súrfóðrið sér vel í apríl og maí, áður en gripir fara að getai gengið í haga. Mjólkur kýr. Enginn mjólkur bóndi getur verið án þess að hafa eina eða fleiri súrfóður hlöður, ef liann á að geta gert mjólkurbú sitt arð- vænlegt og haft mjólkur fram- leiðslu sína góða. Kýr, sem aldar eru á súrfóðri, framleiða um tuttugu per cent meiri mjólk en kýr, sem fóðraðair eru á heyi eða vanalegum korn- mat. Kornskamtinn á vetrum má hafa að stórum mun minni, ef hægt er að gefa súrfóður. Súrfóður hlöðurnar eru því sér- staklega æskilegar fyrir mjólkur- bóndann og ættu allir þeir bænd- ur, sem mjólkurkýr hafa, að taka þetta til íhugunar. Þetta gerir ýmsan annan kost- bæran fóðurbætir ónauðsynlegan á þessum tírnum, nema í sérstök- um tilfellum. Kýr þurfa frá tuttugu og fimm til fjörutíu pund af súrfóðri á dag; svo fer þetta eftir því, hvað stórar kýrnar eru, og eins eftir því, hvað þeim er gefið af öðru fóðri. Árs- ganúar kvfgur þurfa frá fimtán til tuttugu pund á dag. Súrfóðrið er sérstaklega gott fyr- ir ungar kvígur, gerir meltingu þcirra betri og þær hraustari í alla staði. ■-----o------- SPURNING. Þegar eg kom í þetta land, heyrði eg talað um “drotningar eneið,” nú að líkindum “kongs sneið,” er lægi fyrir framan lönd manna er settust að við vatnið. Sneið þessi átti að vera sextíu fet á breidd frá hæsta flóðmarki. Ef hún er til, til hvers er hún ætluð? Má taka hana fyrir veg, þar sem svo til hagar og nauðsyn krefst? Heldur sneið þessi alt af sömu breidd, þó landið brotni upp af vatnsgangi? Búandi. SVar.—Engin slík ræma af landi heyrir undir konunginn eða stjórn- ina, nema þar som sérstaklega stendur á, t.d. þar sem er viðtekin höfn, lendingarstaður að námum eða þess háttar. En mönnum, sem um vötnin fara, er frjálst að lenda hvar sem er til viðgerðar á bát eða veiðarfæfum, eða undan óveðri, en slík lending heimilar ekki þeim manni nein önnur afnot landsins noma með leyfi eiganda. EFTIRMÆLI. Hinn 19. ágústmánuð síðastlið- inn (1916) andaðist að heimili sinu hér í Duluth (6403 Wadena street, West Duluth) myndarkonan Mar- grét Gunnarsdóttir Gunnarsson, eftir stutta en harða lungnabólgu, er greip hana með taki að kveldi þess 15. s.m. Margrét sál. var fædd að Ljár- skógum í Laxárdalshreppi í Dala- sýslu á Islandi, en var á öðrum degi eftir fæðinguna flutt að Leið- ólfsstöðum í sama hreppi, til hins velþekta Guðbrandar bóndai Guð- brandssonar, er þar bjó lengi, fyrst með fyrri konu sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur, og síðar með seinni konu sinni Kristínu Bjarnadóttur. Á Leiðólfsstöðum dvaldi hún þangað til eftir lát Guðbrandar sálugai; litlu eftir það fór hún frá Leiðólfsstöðum og var í vistum í sama hreppi til þess tíma, að hún fór til Vesturheims með bróður sín- um Þorleifi Guðmundssyni sumar- ið 1883, og staðnæmdust þau í Winnipeg í Canada. 1 Winnipeg var Margrét 4 ár, þar til vorið 1887, að hún giftist Kristinn Gunnars- syni, ættuðum af Vesturlandi, er var reglumaður og drengur hinn bezti. Þau lijón fluttu frá Winni- peg tveim vikum eftir að þau gift- ust, og hingað til Duluth, og hafa jafnan dvalið hér síðan. Margrét sáluga var greindar- kona, trygg í lund og staðfastur vinur vina sinna, enda átti hún þá í ætt sinni, er voru sagðir vel gefn- ir menn; þar á meðal má telja merkisbóndann Jón Markússon að Spákelsstöðum f Laxárdáilshreppi í Dalasýslu. Hann átti alþekt rausnanheimili, er hann stjórnaði jafnan með dúgnaði og framsýni i hvívetna; vinir höfðu þeir verið góðir, Guðbrandur fóstri Margrét- ar og Jón, svo að varla eru dæmi til anniars eins, og var það eftir fyrirlagi Jóns sál. að Margrét ólst upp á Leiðólfsstöðum Margrét og maður hennar eign- uðust fjögur efnileg börn, eina dóttur og þrjá .sonu. Dóttir þeirra, Kristín að nafni, er gift manni hér í bænum, sænskum að ætt; nafn hans er Gunnar Pedersen. Elzti sonur þeirra hjóna, Hjálmar Gunn- arsson, dó árið 1914 og var lát hans birt í Heimskringlu. Guðbrandur Byron Gunnarsson er giftur, og er kona hans af sænskum ættum. Leon Einar Gunnarsson er ógiftur enn þá, og er til heimilis hjá bróð- ur sínum að heimili Guðbrandar hér í Duluth. öll eru börnin vönd- uð og vel gefin; bræðurnir vinna báðir hjá járnbrautarfélagi í Proc- tor, Minn. Jarðarförin fró fram 23. ágúst- mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Margrét sál. var vel þekt af fólki hér og minnist það hennar sem merkiskonu þeirrar. er af um- hyggjusemi og atorku stundaði köllun sína. starfandi jafnan að velgengni og vellíðan ástmenna sinna og vina. Duluth Minn., í júnímán. 1917. Vinur hinnar látnu. Ljómandi Fallegar Siikipjötlur. til að búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patehwork”. — Stórt úrval af stórum silki-áfklippum, hentug- ar í ábreiður, kodda, sessur og fl. —Stór “pakki” á 25c., fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG Innvortis Bað -~ — • - --------------- Eg býst við að þér vitið, að eina ráðið, sem brúkandi er við hægða- leysi, er J. B. L. Cascade. — Það er það eina áhald, sem er læknis- fræðislega búið til, og vinnur því verk sitt vel. En svo verðið þér að kaupia það frá manni, sem næga reynslu hefir á meðhöndlan þess og getur sagt yður nákvæm- lega hvernig með það skal fara til þess að sem beztum árangri verði náð. — Það eru fleiri en einn veg- ur til að brúkia J. B. L. Cascade, og þá vegi get eg sýnt yður . Lfka þekki eg alla líkamsbyggingu mannsins og get því gefið yður ýmsar góðar ráðleggingar við veik- indum yðar. — Enginn ætti að selja þetta áhald, nerna sá, sem hef- ir næga þekkingu á verkun þess— varist slíka umboðsmenn. Kaupið af manninum, sem fyrst- ur tók að sér sölu á J. B. L. Cascade í Winnipeg, og sem getur gefið yð- ur nauðsynlegar leiðbeiningar, — betur en nokkur annar í Winni- peg getur gert. Harry Mitchell, D.P. 466 PORTAGE AVE. ’Phone Sher. 912 Winnipeg Fyrir Fjós, CirðÍBgar og Komhlöður notið Fjós Mál FARÐU MEÐ CANADIAN NORTHERN BRAUTINNI KYRRAHAFSSTROND Strstök numar-farbréf tll VANCOUVBR, VICTORIA, NEW WESTMIN STER, SEATTLE, PORTLAND, SAN FRANCISCO, I.OS ANGELES, SAN DIEGO Til sölu frá 15. júní til 30. september. Gilda til 31. Október—Vibstaba á leiblnni leyfö. Sérstök farbréf til Norbur Kyrrahafa atraxdar Júni: 26., 27., 30—Júlí: 1. og 6. í tvo mánubi. Sérstök farbréf til Jaspcr I*ark or Mount Robioi 15. Maí til 30. Sept. TÍL AUSTUR-CANADA HrlnnferS A OO dJlKum. Somar-frrtllr. Farbréf frá 1. Júní til S0. heptember Standard raflýstir vagnar. Sérstök herberxi og svefnvagnar alla leiC vestur a® fjöllum og hafi og austur til Toronto. Bœklingar og allar upplýsingar fúslega gefnar af öllum umboös- mönnum Canadian Northern félagsins, eöa af U. CREELMAN, G.P.A., Wlnnipeg, Man. n • / • Vér borgum undantekningarlaust Kjomi hnsta v»rð. Flutningabrúsar lagðir tdl fyrir heildiöluverl. Sætur og Súr . Fljót afgraiösla, góð skil og kur- 1r i teis framkoma er trygð mel þvi að • Keyptur ▼erzla við SÆTUR OG SUR DOMINION CREAMERY COMPANY ASHERN, MAN, OG BRANDON, MAN. :: Colvin & Wodlinger ;; ► . .....- i ► J Live Stock CommitsioB Brakers j Room 28, Union Stock Yards Winnipeg, Canada A. I. WODLINGER •• Residence Phone; Main 2868 - • F. J. COLVTN -► Resídence Phone: Ft.R. 2397 ♦ ♦-»•»♦--»♦♦♦♦ ♦♦♦♦,»♦♦ , ♦♦>♦♦♦♦♦ »4 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦▼■»♦"♦♦♦♦♦♦♦♦♦-» Hveitibœndur! Sendið korn yðar f “Car lots”; seljið ekk I 1 smáskömtum.— Ý Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út "Shlpping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN C0MPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPIG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðaklitl

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.