Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 4
4 BLAÐSfBA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JÚLÍ 19171 HEIMSKRINGLA (StofasS 1M«) Komur út k knrjua Haludufl. t5tg«f»ndur o* elfondur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blaBsins í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um áriS (fyrirfram borgatS). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgati). Allar borganir sendist rát5smanni blatSs- ins. Fóst etia banka ávísanir stílist til The Viking Fress, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur Skrlfstofa: 72» 3HERBROOKU STKUT, WIBfNIPBO. P.O. Hoi 3171 Talalml Garry 411» WINNIPEG, MANITOBA. 5. JÚLl 1917 Hálfrar aldar afmæli Canada Þjóðminningardagur Canada, eða Domin- ion-dagurinn, var haldinn hátíðlegur á mánu- daginn var og í þetta sinn hafði dagur þessi sérstaka þýðingu, því nú voru liðin fimtíu ár frá því stjórnar skipulagið var stofnsett hér í Canada, sem hann er haldinn til minningar um. Ef nú hefði ríkt friður á jörðu, hefði þetta hálfrar aldar afmæli Canada þjóðarinnar áreiðanlega verið haldið með stórkostlegri viðhöfn og hátíðlegri um alt ríkið, og hin mörgu þjóðarbrot hér í landi hefðu þá minst þessa með sameiginlegri gleði. En eins og nú er á statt, er hætt við að þessu hafi verið annan veg háttað. Skuggi hinnar ægilegu styrjaldar virðist nú hvíla yfir andans lífi sumra þessara þjóðarbrota og gera þeim myrkt fyrir augum—og því hætt við, að mörg þeirra hafi dregið sig meira og minna í hlé á þessari fagnaðar hátíð ríkisins. En ekki hefði þetta þannig átt að vera. Þjóðminningardagurinn ætti að vera öllum þjóðarbrotunm kær, sem þetta land byggja. Dagur þessi er haldinn í minningu þeirrar stundar, þegar til samkomulags var stofnað í landinu og í samband gengið. Á þessum degi, fyrir fimtíu árum síðan, blönduðu helztu þjóðarbrot þessa lands blóði sínu og sórust í fósjbræðralag. Spor þetta var stigið til velferðar fyrir land og lýð. Þannig var reynt að skapa úr þjóðarbrotunum ýmsu eina þióðarheild — Canadaþjóðina. Leið togar þeir, sem að þessu unnu, voru göfugir í anda og víðsýnir; með sameiginleg vel- ferðarmál íbúa landsins fyrir augum, fórn- færðu þeir öllu flokkskappi og skoðanaríg. I gegn um ókomnar aldaraðir ættu þessir leiðtogar liðinnar tíðar, að vera fegurstu leiðarljós þjóðarinnar. Og aldrei var meiri þörf á ljósi þeirra’ en einmitt nú. Á þessum tímum sundrungar og þjóða-rígs var eins nauðsynlegt og nokk- urn tíma áður, að sem flestir einstaklingar þjóðarinnar gerðu sér grein fyrir þýðingu þjóðminningardagsins. Fyrir fimtíu árum síðan myndaðist á þessum degi það sam- band, sem enn þá hefir ekki verið rofið og sem íbúar þessa lands eiga að þakka alla sína þroskun, vellíðan og framfarir. Ástandið í Canada rétt fyrir 1867 var ekki glæsilegt. Austur-fylkin, sem nú eru, eru þá bygð af tveimur þjóðflokkum aðal- lega, sem eru eins andstæðir hvor öðrum og ólíkir og nokkrir tveir þjóðflokkar geta ver- ið. Sá litli hluti af Canada, sem þá er bygð- ur, er skiftur í tvent — efra og neðra Can- ada. Að nafninu til eru þessir tveir lands- hlutar undir sömu stjórn, hafa sameiginlegt þing og sama Iandsstjóra, en alt gefst þetta mjög illa. Þessu veldur þjóðernis þröng- sýni og trúarbragða rígur þjóðarbrotanna, sem á bak við stjórn þessa sanda, Frakka og Englendinga. Og það var ósköp eðlilegt, að þjóðir þess- ar ættu bágt með að samþýðast og væru ein- lægt meira og minna andvígar hvor annari. Þær höfðu Iengi í stríði staðið. — Frakkar eru fyrstir til að byggja landið. Þeir stofna hér nýlendu með frönsku sniði og tileinka hana heimalandinu. Bretar flytja inn seinna og brátt hefst blóðugt stríð milli þeirra og Frakka. Var þetta Iítt að undra, því frá byrjun veraldar hafa þjóðir þessa heims rutt sér braut í öllum löndum með stríði og blóðsúthellingum. Frakkar fara halloka og Bretar verða þeim brátt yfirsterkari í landinu. Um tíma búa þjóðir þessar samhliða og undir sömu lögum. Að því kemur þó, að landinu er skift, eins og að ofan er sagt, í efra og neðra Canada. Fyrst voru þessi tvö Can- ada alveg aðskilin, en gengu undir sömu stjórn að nafninu til þegar frá leið og nefnd- nst þá “fylkið Canada” (Province of Can- ada). En af ýmsum orsökum var Iangt frá, að þessi stjórn horfði til heilla fyrir landið. Brezk heimastjórn hafði þá sáralítil afskifti af nýlendum sínum hér, aðstoðaði þær sama sem ekki neitt og ailar framfarir þeirra gengu því mjög treglega. Bæði þetta og annað—aðallega þó áhrif- in frá framfara-umbrotum Bandaríkja lýð- veldisins—mótaði smátt og smátt þá skoðun brezkra leiðtoga hér, að sterk sambands- stjórn myndi reynast skilyrði allra framfara og varanlegastur grundvöllur allrar menning- ar í landinu. í marga tugi ára var þetta að eins draumur, sem langt átti í land að ræt- ast. Mun einna fyrsta tillaga um sambands- stjórn hafa komið frá einum af leiðtogum Nova Scotia fylkis um árið 1800. En tillaga þessi mætti þá sterkri mötspyrnu og varð henni ekkert ágengnt. Að neista þessum var þó einlægt verið að blása þangað til hann varð að björtum loga. Eftir margra ára deilur og stapp og öfluga baráttu á báðar hliðar' komst það á endanum í framkvæmd fyrsta júlí 1867, að fjögur stærstu fylkin að íbúatölu, sem þá voru, gengu í samband og mótuðu sambandsstjórn þessa að nokkru leyti eftir stjórnarskipulagi Bandaríkjanna. Þessi fyrstu fylki sambandsins voru: Ontario, Quebec, New Brunswick og Nova Scotia. Önnur fylki bættust svo við seinna. Til þess að ná British Columbia fylki inn í samband- ið, var Kyrrahafsbrautin lögð þangað. Þá rættist sá draumur, að Canada varð “ríki frá hafi til hafs”. Manitoba fylki gekk í sam- bandið 15. júní 1870.—Nú eru sambands- fylkin níu í alt. Canada er enn á bernsku skeiði, en stór- kostlegar framfarir hafa þó átt sér stað síð- astliðin fimtíu ár. Fáar þjóðir eiga fegurri framfara sögu. Frá rúmum þremur miljönum hefir íbúa- talan aukist upp í átta miljónir. Fólk hefir streymt hingað úr öllum löndum heims, þrungið af ramfara þrá og björtum vonum. Hingað flúðu þjóðirnar ýmsa ánauð og kúg- un heimalandanna og landið Canada reynd- ist þeim öllum sannasta frelsis skjól. Hér lærðu þjóðir þessar margar fyrst að þekkja lýðfrelsið, þá dýrðlegustu gjöf, sem mann- kynið hefir þegið. Islendingar hafa búið hér í rúm fjörutíu ár. Þeir hafa verið hér sjónarvottar að framförum öllum og hafa lagt sinn skerf til þeirra. Þeir hafa séð frumskóginn ruddan og eyðisléttum breytt í blómleg akurlönd. Þeir hafa séð borgirnar bygðar og járnbrautirnar Iagðar um landið þvert og endilangt. Þeir hafa séð verzlunina blómgast, iðnaðinn kom- ast á laggirnar og landbúnaðinn eflast. Og þó íslendingar kæmu hingað fákunnandi, fá- ir og fátækir’ hafa þeir tekið hlutfallslegan þátt í öllu þessu. Fósturgrundin Canada, land lýðfrelsisins og framfaranna, er því orðin íslendingum, engu síður kær en öðrum þjóðum, sem hér búa. Þjóðminningardagurinn ætti að vera öllum þessum þjóðum kær. Og aldrei var meiri þörf að hugsa út í þýðingu þessa dags en nú. Nú vofir sundr- ungin yfir í landinu. Flokkádráttur og þjóða- rígur leitast nú við að kollvarpa öllu, sem þjóðin er að framkvæma. Þjóðminningardagurinn er haldinn til minningar um sambandið. Á þessu sam- ’oandi hafa allar framfarir landsins grund- vallast í liðinni tíð. — Og þetta samband verður að haldast í framtíðinni, annars er heill þjóðarinnar í veði. Canada þjóðin á nú í blóðugu stríði. Á- samt ríkinu, sem hún er partur af, hefir hún tekið upp merki lýðfrelsis og mannréttinda gegn hervaldi og kúgun. Samhliða berjast nú niðjar hinna mörgu þjóðbrota hennar á vígvellinum, samhliða fórna þeir lífi og kröftum fyrir frelsið og fósturlandið — og þessi sameiginlega barátta þeirra verður stærsta sporið til þess að vekja þjóðarmeð- vitund Canada íbúanna. Sambandsstjórnin er að gera alt í sínu valdi til þess að aðstoða þessa vösku hermenn þjöðarinnar. Til þess að þá bresti ekki hjálp í mönnum og öðru, verður nú að grípa til herskyldunnar. En hví skyldu einstaklingar þjóðarinnar þróast á móti þessu? Herskyld- an er ekkert ægilegri í Canada en í Banda- ríkjunum eða öðrum lýðfrjálsum löndum. Hálfrar aldar afmæli Canada ríkisins hefði átt að vekja einstaklingana til rétts skilnings á afstöðu þjóðarinnar á yfirstandandi tím- um. Nú er meiri þörf en nokkurn tíma áður, að þjóðin reynist trú sambands hugsjónum sínum. Við austurgluggann. Eftir síra F. J. Bergmann. Kanada á krossgötum. 17. Kanada mintist þess á þjóSminningardegi sínum, sem haldinn var á mánudaginn var, að liSin eru fimtíu ár af þjóSaræfinni. Slíkir dagar eru ávalt tilefni alvarlega hugsandi mönnum til margvíslegra hugleiS- inga. Ekki sízt nú, þar sem loftiS er þrung- iS alvöru, sakir þeirra mikilvægu viSburSa, sem nú eru aS gerast, og sakir hluttöku þjóSarinnar í þeim. Saga liSinna fimtíu ára er aS mörgu fagnaSarefni þessari ungu þjóS og upprenn- andi. Framfarir og þroski lands og þjóSar hefir veriS á margan hátt hinn glæsilegasti. Fyrst framan af var þaS nokkurum vafa bundiS, hvort þessi dreifSu fylki, er ná yfir svo afar mikiS svæSi, voru svo ólík aS landsháttum og þjóSernum, gæti myndaS eina ríkisheild, er meS árum og þroska fengi rétt til aS vera tekin í tölu þjóSanna. Einkum gat þaS veriS áhyggjuefni frá fyrstu tíS, aS frakkneskt þjóSerni er svo sterkt og fjölment í Quebec-fylkinu, og hef- ir þegar frá upphafi varast aS blandast ensku þjóSerni, en haldist fram á þenna dag eins og ákveSin heild út af fyrir sig, á valdi katólskrar kirkju, og þeirra hugsjóna, er hana einkenna, þar sem ríkiS verSur aS lúta kirkjunni, mælandi frakkneska tungu og meS ímugust á brezkum áhrifum. Búast mátti viS aS þetta fylkja-samband, er fyrir 50 árum var myndaS og nefnt Dcminion of Canada, ætti einhverja eld- raun fyrir hendi, er reyndi þolrif þess og léti úrslita hildi verSa háSa um framtíS þess. Slíka eldraun urSu Bandaríkin aS þola, er borgarastyrjöldin mikla geisaSi út af þrælahaldinu. Þá fyrst varS þaS útkljáS, aS Bandaríkin hefSi þann lífsþrótt, aS þau gæti haldiS áfram aS vera ein ríkisheild. Sú eldraun virSist sú mikla styrjöld, er nú stendur yfir, ætla aS verSa fyrir Kanada. Þegar er stríSiS skall á, skarst Kanada í leik. ÞaS vildi ekki standa hjá auSum höndum, er Bretland, sem þaS var bundiS ætternisböndum og ríkistengslum, var í nauSum statt. Búist hefir veriS viS, aS senda eina hálfa miljón Kanadamanna út á orustuvöllinn, ef á þyrfti aS halda. ÞaS er mikill fjöldi, þar sem þjóSin telur aS eins milli sjö og átta miljónir fólks. Fjögur hundruS þúsund hermanna hefir þegar veriS sent frá Kanada, eftir því sem sagt er. En af þeim eru níutíu og níu þús- und fallnir, særSir eSa teknir til fanga. Færri og færri innrita sig til herþjónustu af sjálfsdáSum. StöSugt falla fleiri og fleiri, svo hópurinn á orustuvellinum smá gengur til þurSár, ef ekki bætast nýir viS. Herskyldan virSist því eina úrræSiS,— almenn herskylda. Nú er veriS greiSa at- kvæSi um þaS á þingi Kanada í Ottawa, hvort herskyldu skuli leiSa í lög eSa ekki. Má svo aS orSi kveSa, aS staSiS sé á önd- inni um alt land, út af því, hvernig her- skyldulögunum reiSi af, ef til þess kemur, aS þeim þurfi aS beita. Um leiS og Borden lagSi frumvarpiS fyr- ir þingiS, lagSi hann áherzlu á, aS ef Kan- ada léti þaS bregSast, aS halda viS her- mannatölunni á orustuvellinum, væri þaS aS svíkja sjálfboSaliSiS, sem þar væri aS berjast. “Ef þaS, sem eftir verSur af því liSi, kemur heim aftur til Kanada meS gremju í huga, meS tilfinninguna um, aS þeir hafi veriS sviknir og yfirgefnir, — hvernig eig- um viS aS geta litiS framan í þá, þegar þeir spyrja eftir ástæSum?” sagSi Mr. Borden. “Eg ber ekki eins mikla áhyggju fyrir deg- inum, þegar er frumvarp þetta verSur lög, eins og fyrir þeim' degi, er þessir menn hverfa heim aftur, ef þaS verSur felt.” FrumvarpiS gerir ekki ráS fyrir neinni almennri innritan til herþjónustu. En sam- kvæmt því verSa allir Kanadamenn skyldir til herþjónustu frá 20—45 ára. En þeim er skift í tíu flokka, sem hægt er aS kalla í röS, hvern á eftir öSrum, eftir aldri og fjölskyldustærSum. Þeir, sem stunda einhverja þjóSþarfa at- vinnu, sem eigi má án vera, geta orSiS und- anþegnir. Ihaldsflokurinn fylgir stjórninni aS mál- um. En frjálslyndi flokkurinn er tvískiftur. Tilraun meS ráSuneyti úr báSum flokkum hefir mishepnast. Herskyldu löggjöfin hef- ir fylgi fjölda frjálslyndra manna í Ontario og vestur-fylkjunum. En .Quebec-fylkiS er nokkurn veginn ein- dregiS á móti lögunum. E. P. Patenaud, sem var ríkisskrifari, hefir sagt af sér stöSu sinni, sökum þess, aS hann var herskyldu- lögum andvígur. Nokkurn veginn allir leiS- togar frakkneskra Kanadamenna taka í sama streng. Hvernig fer, þegar tekiS er aS beita her- skyldulögunum viS þá Quebec-menn. Þeir eru Bysna mikill hluti af öllum Kanada-lýS, —teljast minsta kosti einar tvaer miljónir. Tiltölulega fátt hefir þaSan komiS af her- mönnum. HvaSa áhrif hefir þaS á aSra Kanadamenn, ef herskyldulögin fá þar litlu eSa engu til leiSar komiS? Þetta er fjarska mikiS alvörumál, eftir því sem nú horfir viS. En til þess aS leysa úr öllum vanda, er eina leiSin sú, aS skilja til fulls, í hverju vandinn er fólginn. Hvern- ig stendur á því, aS þessir frakknesku Kan- adamenn skuli bregSast svona illa viS, nú þegar er svo óumræSilega mikiS virSist vera í húfi? Kærleikurinn til Frakklands og kærleikurinn til Kanada og brezka ríkisins ætti aS þrýsta þeim. Þeir sýnast hafa tvöfalda ástæSu til aS taka þátt í stríSi þessu af miklum eldhug. En þá brestur allan eldhug í því efni. Fyrir þaS er þeim legiS á hálsi af öSrum Kanadamönnum. Frakkar í Kanada virSast fremur litla rækt hafa til Frakk- lands. Þeim er vel viS frakk- neska tungu og frakkneskar bók- mentir, en svo nær þaS ekki mik- iS lengra. Þeir segja, aS Frakk- land hafi gleymt þeim, látiS þá algerlega eiga sig og reynst þeim illa, um leiS og Bretar fengu yf- irráS yfir þeim. Þessu geta þeir ekki gleymt, og finna nú enga skyldu sína aS leggja fé og fjör í sölur fyrir Frakkland. Kærleikurinn til Breta virSist líka fremur af skornum skamti. ÞaS var þeim og yfirráSum þeirra aS kenna, aS Frakkar í Kanada skárust úr tengslum viS ættjörS sína. Því geta þeir ekki gleymt, aS þeir voru teknir af Bretum herskildi forSum, og þykjast alls eigi til þess skyldir, aS launa þeim lambiS gráa fé og fjörvi. En Kanada? Þykir þeim þá ekkert vænt um Kanada? Sum- ir neita því. Sú neitan þykist nú fá góS rök viS aS stySjast, er þeir í þessu efni virSast svo lítiS hugsa um sóma Kanada. En þar finnast mér líkur til, aS þeir sé hafSir fyrir rangri sök. Eg held einmitt, aS þeim þyki vænt um Kanada, beri rækt all- mikla til landsins, svo þar standi þeir ef til vill ekki öSrum Kan- adamönnum sérlega mikiS á baki, þó þjóSrækni þeirra kunni aS vera meS nokkuS öSrum hætti og bera annan blæ. Þeir segjast nú vera á móti her- skyldu, af rækt til Kanada, aS minsta kosti. Kanada sé þegar búiS aS gera meira en nóg. ÞaS hafi þegar svo mikiS í sölur lagt, aS þaS bíSi þess seint bætur. Ef þaS haldi áfram aS ausa út fé og mannslífum aS sama skapi og veriS hefir, unz ófriSur þessi sé til lykta leiddur, bíSi Kanada þess aldrei bætur. VelJerS lands- ins sé þá spiIaS úr hendi sér og á glæ varpaS um aldur og æfi. Sá heitir Bourassa, sem er leiS- togi þeirra í þessum efnum nú. Hann er aS mörgu mikilhæfur maSur sagSur, og sópar aS per- sónu hans, áhrifamikill ræSu- maSur, sem gott lag virSist á því hafa, aS gera málstaS sinn Ijósan og stySja glæsilegum rökum. Af því aS eg álít aS svo mikla nauSsyn beri til þess aS skilja þaS mál, sem hér er fyrir hendi, áSur þaS lendi í æsingum og blossa, ef til vill, langar mig til aS gefa lesendum mínum hug- mynd um rökfærslu Bourassa í þessu efni, án þess aS mér komi til hugar aS halda henni fram. SíSur en svo. Eg geri þaS þeim mun öruggari, sem eitt blaSanna hér, Canadian Courier, er mælir sterklega meS herskyldu, hefir í löngu máli gert nákvæma grein þess hugsana fer- ils, er Bourassa rekur og fylgt er af Quebec-mönnum yfirleitt, aS eins til þess lesendur skilji og geti sjálfir vegiS í huga sínum. Bourassa heldur því fram, aS hver maSur í her Kanada kosti IandiS þrefalt meira, en hver enskur hermaSur kosti England, og fjórum sinnum meira, en hver frakkneskur hermaSur kosti Frakkland. Sé tilkostnaSur Frakka margfaldaSur meS fjór- um og Englands meS þremur, komist maSur aS þeirri niSur- stöSu, aS herliS Kanada hafi kostaS álíka og þaS hefSi kostaS England aS hafa 8,100,000 her- manna. En næst á eftir Banda- ríkjunum, sé England og Frakk- land auSugustu lönd heimsins, en Kanada hiS fátækasta. SamanburS viS Bandaríkin segir hann enn meira sláanda. BæSi ríkin eru í jafnmikilli fjar- lægS. Bandaríkin hafi fjórtán faldan fólksfjölda á viS Kanada og auSlegSin sé 74 sinnum meiri en í Kanada. Ef nú Bandaríkin vildi jafnast viS Kanada, yrSi þau aS senda til NorSurálfu 6,000,000 hermanna, og búast viS aS kosta til hundmð þúsund miljónir dollara. Þó hafa áköf- ustu hernaSarpostularnir ame- rísku ekki látiS sér til hugar koma aS gera ráS fyrir nema þrem mil- jónum manna, eftir tveggja ára undirbúning. ÞaS væri einmitt helmingur þess, sem Kanada hef- ir gert hingaS til. En þeir Ame- ríkumenn, sem nær fara um áætl- anir stjórnarinnar, gera ráS fyrir aS eins einni miljón hermanna, er þátt taki í stríSinu. MeS því móti yrSi framlög Kanada til stríSsins sex sinnum íærri en Bandaríkjanna og hafa staSiS þremur árum lengur. Þeg- ar reiknaS er í dollurum og cent- um, verSur munurinn enn meiri. Bandaríkin borga $1.00 á dag hverjum hermanni. Kanada borg- ar $1.10; Bourassa gerir ráS fyrir, aS her Kanada sé nú 420,- 000. Setjum nú svo, segir hann, aS Bandaríkin hefSi 2,000,000, þótt reyndar sé ekki í alvöru gert ráS fyrir meira en helmingi þess, þá myndi hver skattgreiSandi Kanada, hvort heldur maSur, kona eSa barn, gjalda $24 á ári til hersins, en BandaríkjamaSur- in aS eins $7. Ef stríSiS skyldi verSa til lykta Ieitt næsta ár, verSur Kanada - maSurinn aS gjalda $96 á móti $7 Banda- ríkjamannsins. En ef stríSiS skyldi standa þangaS til 1919, koma $120 á hvert höfuS Kan- adamanna, þar sem Bandaríkja- maSurinn fær aS sleppa meS $ 14. I þessum reikningi er aS eins gert ráS fyrir óbreyttum liSs- mönnum. Ef herforingjar, eftir- laun, flutningur og vopn er tekiS til greina, verSur munurinn enn meiri. Hann heldur því fram, aS herkostnaSurinn, sem fellur á hvern mann í Kanada verSi sex sinnum meiri en sá, er fellur á hvert höfuS í Banadríkjum, þó Kanada sendi ekki fleiri en þá, sem búiS er aS senda. Bourassa bendir á, aS fjöldi út- lendinga hafi fluzt frá Kanada 1914, svo aS hæsta íbúatalan, sem Kanada hafi, sé 7,000,000. Á orustuvellinum eSa í herbúS- um á Englandi sé nú þegar 420,- 000 Kanadamenn. ÞaS sé til- tölulega miklu fleiri menn, en England hafi sent til Frakklands í tvö ár og tíu mánuSi. Þó ætti Englandi aS vera þaS aS minsta kosti jafn-mikiS áhugamál og Kanada, aS koma í veg fyrir, aS þýzkt herliS kæmist alla leiS til Calais. fram í hugan: “Hví sagSi Bour- hermenn frá Frakklandi og jafn- vel frá Englandi, hér fyrir vestan, ef Bandaríkin réSust á Kanada? spyr Bourassa. Af þessu og ótal ástæSum öSr- um álítur hann, aS hver hugsandi KanadamaSur hljóti aS komast aS þ eirri niSurstöSu: “ViS höf- um lagt fram okkar skerf og meira en okkar skerf.” AS halda áfram eins og hingaS til, hefir eySingu Kanada í för meS sér. “EySing Kanada ættjörSinni til frelsis” sé bein landráS gegn Kan- ada. HvaS sem um þetta, er hugs- aS, kemur sú spurning ósjálfrátt fram í hugann: “Hví sagSi Bour-> assa þetta ekki fyr? Hví kom hann ekki fram meS allar þessar tölur, þegar í byrjan?” Setjum nú svo, aS Kanada hafi lagt á sig meira en aS sínu leyti, er þaS ekki fremur til hróss en lasts. Þó Kanada sé fátækt land enn sem komiS er, getur þaS þó orS- iS auSugt land. AuSsuppsprett- ur þess hafa naumast enn veriS snertar, þar sem flest önnur lönd hafa notaS auSsuppsprettur sínar út í æsar. Líkur eru til, aS auS- legS Kanada aukist meS meiri hraSa, þegar er stríSinu linnir, en auSlegS nokkurs annars lands. ÞaS kann aS hafa veriS fariS nokkuS geist af staS hér í Kanada í þessu efni. En væri þaS ekki fremur lítilmannlegt, aS hætta í miSju kafi og segja: HingaS og: ekki lengra? Myndi þaS ekki verSa til þess, aS aSrar þjóSir breytjti eins, allir gæfust upp, áS- ur en nokkur sigur fengist og á- rangurinn af allri fórninni yrSi nákvæmlega núll. Þá hefSi Kan- ada betur aldrei af staS fariS. En gætilega verSur aS fara. Annars lendir í óefni. Aldrei hef- ir Kanada þurft eins á afburSa- leiStogum aS halda og nú. Kanada er statt á krossgötum. Landnám á GrœnlandL Lögréttu er skrifað frá K.höfn: “Nú í vetiír hafa komið fram- tvœr tillögur um landnám á Græn- landi hér í Danmörku. önnur til- lagan var frá einum af starfsmönn- um grænlenzku verzlunarinnar, en: hin frá efnilegum íslenzkum náms- manni við háskólann, Jóni Dúa- syni. Unditektir undir tillögu: verzlunarmannsins voru góðar en skammar, því málið reyndist líttr framkvæmanlegt af ýmsum ástæð- um. Jóns tillögu var og vel tekifr í fyrstu, og sfðan hafa blöðin öðru hvoru verið að flytja greinar umr málið. Það hefir þó eflaust spilt fyrir tillögu Jóns, að hann ætlast til, að landnámsmennirnir séu íslenzkir. Þannig kemur þetta f ljós í grein, sem Hoiger Wiehe ritar (Framh. á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.