Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 8

Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 8
& BLAÐ6ÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JÚLl 1917. Fréttir úr bænum. Mrs. S. A. Sigurðsson frá Skál- holt P.O„ var flutt á almenna spít- alann hér á hriðjudaginn var. Mrs. S. Sigurðsson, Lundar, hefir afhent féhirði- Rauðakross sjóðs ins $12 frá kvenfélaginu Prækorn. Jivenfélagið Björk að Lundar hefir gefið $10 í hjálparsjóð Belgíu. Hill bygðinni. Hann kom til þess að leita sér lækninga við sjón- depru hjá dr. Jóni Stefánssyni, sér- fræðingi. Pór hanh heimleiðis aft- ur á föstudaginn var. Uin miðja síðustu viku komu frá Gimli hingað til borgar jiau Pálmi Lárusson og kona hans. Þau eru nýgift. Lögðu þau af stað héðan til Kyrrahafsstrandar og verða í skemtiferð þessari um mánaðar- tíma. Miss Sigrún I. Helgáson, B. A., skólakennari, kom ihingað til borg- ar 1 byrjun ^síðustu viku. Um miðja vikuna lagði hún af stað vestur til Kyrrahafs strandar. Laugardaginn }iann 14. þ.m. verð- -ur hinn árlegi íþróttafundur haldinn að Lundar, Man. Ágætt Tirógram af íþróttum. $300 heitið f verðlaunum; dans að kveldinu. Lundar Ladies Base Ball Team hýður hverju öðru boltafélagi kvenna í iandinu að keppa við sig. í>að verður gaman að vera á Lund- ar þann dag. Vér fengum nýlega pöntun frá Bantry, N.D., fyrir sögubókinni “Hver var hún?”, en bréfið var nafnlaust. Vill bréfritinn senda oss nafn sitt? Halldór Stefánsson frá Holar, Sask., sem dvalið hefir við nám hér i vetur á Jóns Bjarnasonar skóla, hélt heimleiðis í byrjun vikunnar. ' ■ Síra Friðrik J. Bergmann fór suð- ■ur til Dakota á mánudaginn til j J>ess að vera viðstaddur járðarför Jónatans Hallgrímssonar, sem þar er nýlátinn. Síra Friðrik bjóst við að koma til baka aftur í lok þess- ■arar viku. Byvindur Sigurðsson, sem heima & á Alverstone str. hér í bænum, varð fyrir því slysi nýiega, að bif- reiðargrind datt ofan á hann, er hann var að vinna í einu bifreiðar- werkstæðinu hér. Meiddist hann töluvert á höfði og höndum, en er nú samt á góðum batavegi. Dr. Brandson stundaði hann. J. J. Gillies lagði af istað vestur til Saskatchewan í byrjun vikunn- ar. Hygst hann að ferðast þar um sem umboðsmaður fyrir The Win- nipeg Piano Co. Hann er þaulvan- ur þeim starfa og íslendingum að góðu kunnur. Fallinn segja ensku blöðin ís- lendingin Hjalta ögrnundsson héð- an úr bænum. Horfinn segja }>au -vera S W. Sigurðsson, sem einnig er talinn að vera frá Winnipeg; hann inun áður hafa át heima í Glen- boro, Man. Jakob Vopnfjörð, sem haft hefir mjólkursölu f undanfarandi ár hér Tétt fyrir utan borgina, hefir nú selt búslóð sína og leggur af stað með fjölskyldu sína í skemtiferð vestur að hafi. Hann bjóst við að verða þar vestra um þriggja mán- aða tíma. Sem gott dæmi þess, hve mjólkurkýr eru nú í háu verði, má geta þess, að kýr hans seldust $92 tiver til jafnaðar, og nokkrar árs- gamlar Holstein kvfgur seldust á $105 til j'afnaðar. Jón Stefánsson bóndi að Stony Hill, Man., kom snögga ferð til bæ- arins rétt fyrir sfðustu helgi. Var hann að heimsækja ýmsa kunn- ingja sína hér. Hann átti heima hér í Winnipeg í fjölda mörg ár, áður en hann byrjaði búskap við Stony Hill. Til borgarinnar kom í sfðustu viku Bergmann Jónasson frá Stony Þann 21 maí síðastl. lögðu af stað frá Ness P.O. í Nýja íslandi bændurnir Guðmundur Helgason, fsleifur Heigason og sonur ísleifs til Prince Rupert í British Colum- bia. Þeir höfðu í hyggju að stunda fiskiveiðar þar vestra ef arðvænlegt tækifæri gæfist. Fjölskyldur þeirra fara seinna. Þann 10. síðastl. mán. fóru einnig vestur til Prince Rupert bræðurn- ir Jónatan og Helgi Helgasynir og Helgi Eiríksson—allir frá Nes P.O. f Nýj'a íslandi. Eimreiðin hefir mér nú verið send til útsölu af útgefandanum, Dr. Valtýr Guðinundssyni. Þeir, sem vilja, geta því hér eftir fengið þetta vel þekta og vinsæla tímarit hjá mér. Verð: $1.20. árg. Finnur Johnson. ^>668 McDermot Ave., Winnipeg. Phone: Garry 2541. Hraðskeyti kom frá Árna Egg- ertssyni á föstudaginn var. Segir hann J. J. Bildfell kosinn í stjóm- arnefnd Eimskipafélags lslands til tveggja ára. Sjálfur er Árni með- limur nefndarinnar annað ár til.— Arður, sem borgast til 'hluthafa nú, er 7 prócent, sem má telja gott, þegar tekið er tillit til skaðans við Goðafoss slysið og margvfslega teptra ferða. — Útlit er fyrir, að Vestur-íslendingum gefist kostur á að kaupa fleiri hluti, og ættu þeir að nota sér það tækifæri rækilega, þegar það gefst. Frétt í enskum blöðum segir, að landa vorum, Lieut. Hallgr. Jóns- syni hafi veizt sá heiður, að vera sæmdur Military Medal af konung- inum sjálfum í Buckingham kast- I alanum. — Hallgrímur var einnig sæmdur heiðurskrossi í fyrra sum- ar fyrir góða framgöngu með sveit sína. Eiríkur B. 'Stephansson frá Elf- ros, Sask., og Þorbjörg Einarsson frá Pembina, N.D., voru gefin sam- an í hjónaband þ. 3. þ.m. af séra Rúnólfi Marteinssyni, að heimili lians 493 Lipton str. Ungu hjónin lögðu af stað samdægurs til Pem- bina, þar sem foreldrar brúðarinn- ar búa. Eftir nokkra dvöl þar syðra fara þau vestur til Elfros og setjast }iar að á bújörð brúðgum- ans. — Heimskringla óskar þessum ungu og efnilegu hjónum til allra heilla. Blaðið í Glenboro segir, að rignt hafi þar töluvert í byrjun síðustu viku og hafi jörð við þetta blotnað til muna. Regn þetta hefir verið Argylebúum kærkominn gestur, Til bókavina! Eg hefi nýlega fengið til sölu “Sálarfræði”, eftir Próf.Ágúst H. Bjarnason, dr. phil. Bókin er í bandi og kostar $3.50. Þar eð mér voru send að eins tíu eintök, ættu þeir, sem vilja eignast þessa ágætu bók, að panta hana sem fyrst. M. PETERSON, P.O. Box 1703,- Winnipeg. Tannlækning VIÐ höfum rétt nýlega fengiíS tannlseknir *em er ættaður frá Norðurlöndum en nýkominn frá Chicago. Hann hefir útakrífast frá einum af staeTitu skólum Bandaríkjanna. Hann hefir aðal um- sjón yfir hinni skandinavisku taimlœkninga-deild vorrí. Hann viðhefir allar nýjustu uppfundnmgar við það starf. Sérstaklega er litið eftir þeim, sem heimsækja oss utan af landsbygðinnL Skrifið oss á yðar eigin hmgumálL Alt verk leyst af hendi með sanngjörpu verðL REYNIÐ OSS! VERKSTOFA: TALSÍMI: Steiman Block, Selkirk Ave. SL John 2447 Dr. Basi/ O’Grady áður hjá Intemational Dental Parlors WINNIPEG því þurkar hafa háð stórum upp- skeru bænda þar þetta ár. Við regn þetta birtir töluvert yfir upp- skeru 'horfum, og segir blaðið, að ef veður haldist gott úr þessu, þá sé ekki ómögulegt að Argyle bænd- urnir fái að minsta kosti 15 busliel af hveiti til jafnaðar af ekrunni næsta haust. Messufall—í fjarveru séra Rögnv. Pétursonar verður eigi messað liér f Únítara kirkjunni á sunnudag- inn kemur. íslendingadags nefndin biður allar ísl. koriur að festa í minni, að nefndin heitir þremur verðlaun- um fyrir fallegustu karlmannsisokk- ana heimaunna, sem henni berast fyrir 2. ág. Sokkarnir ganga til 223. herdeildarinanr. — Hr. Sigurð- ur Björnsson, 679 Beverley stræti, tekur þakksamlega á móti sokkum úr öðrum áttum. Tilgangurinn er sannarlega góður. Messað verður í Únítara kirkj- unni á Gimli næsta sunnudag þ. 8. þ.m. Byrjar kl. 2. R. P. fþróttanefnd fslendingadagsins biður alla þá, er íþróttum unna, að muna eftir því, að á hátíðinni verða kapphlaup 100 yds, lang- stökk, jafnfætis, kapphlaup ein míla, hástökk og langstökk (hlaup- ið til), stökk á staf; íslenzkar glím- ur, knattleikur kvenna; barnasýn- ing, aflraun á kaðli. Öllum boðið að koma og reyna. Söngsamkomur vestur í Saskat- chewan. Þær Mrs. P. S. Dalmann, söng- konan góðkunna hér í bænum, og ungfrú María Magnússon, hafa á- kveðið að halda söngsamkomur á eftirfylgjandi stöðum, sem hér segir:— Foam Lake, mánudag 16. Júlí. Leslie, þriðjudag 17. Júli. Elfros, miðvikud. 18. Júlí Mozart, fimtudag 19. Júlí. Wynyard, föstudag 20. Júlí. Somkomur þessar verða auglýstar þar véstra í blöðunum og nánar hér í næsta blaði. Hér með viðurkenni eg undir- skrifuð, að hafa meðtekið frá I.O.F. félaginu, fyrir milligöngu stúkunn- ar fsafoid Nr. 1048, Winnipeg, $768 (sjö hundruð sextíu og átta doll.j sem ifullnaðarborgun á ábyrgðar skírteini mansins mfns sál., Bené- dikts Jónssonar. Mér er ljúft að láta í Ijós innilegt þakklæti mitt til embættismannanna í stúk. ísa: fold fyrir umsjón þeirra (fg fyrir- höfn, ekki einungis f þessu atriði, heldur æ og æfinlega á liðnum tíma og í sjúkdómsraunum hips látna. — Með beztu þökkum og óskum til hlutaðeigenda. Wynyrad, 27. júní 1917. (Mrs.) Anna B. Jónsson. Vilhjálms-myndin nýja .er nú prentuð og er til sölu og skifta hjá útsölumönnum og undirrituðum. —Þorsteiim Þ. Þorsteinsson, 732 McGfee stræti, Winipeg. 25 ára afmælishátíð Foam Lake bygðar þeim það prýðilega úr hendi. Þess- ar ræðurvoru fluttar: Séra Rögnv. Pétursson: Islenzkt landnám; Dr. Sig. Júl. Jóhanneson: Minni bygð- arinnar; Jón Veum kaupin.: Forn- ar endurminingar og W. H. Panl- son þingmaður: Minni landnáms- kvenna. Þá voru og lesin 2 kvæði: Minni ísl. bygðarinnar við Foam Lake, eftir skáldið Þorst. Þ. Þor- steinssoni og Minni hinna látnu, eftir Dr. Sig. Júl. Jóhanensson. Samkomunni sleit með dansi, er stóð fram undir morgun. Útdráttur af ræðunum verður birtur í næstu blöðum, ef til næst. CONCERT og DANS verður haldinn af Mrs. S. K. HALL Sioprano Mr. PAUL BARDAL, Baritone Mr. C. F. DALMAN, Cellist Mr. S. K. HALL, Accompanist Á eftirfylgjandi stöðum : Argyle, Brú Hall, mánudag 9. Júlí Árborg, fimtudag 12. Júlí. Aðgangur, 50c.—Börn 25c. KENNARA vantar við Geysir skóla, nr. 776, fyrir 8 mánuði, frá 1. sept. 1917 til 31. des. og frá 1. marz 1918 til 30. júní. Tilboðum, sem óskað er eítir og tilgreina kaup, æfingu og mentastig, verður veitt móttaka af undirrituðum til 14. júlí 1917. Th. J. Pálsson, Sec-Treas., 38—41 Árborg, Man. Ef eitthvað gengur að úrinu þínu, þá er þér beit að senda það til hans G. THOMAS. Hann er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því, að úrið kastar elli- belgnum í höndunum á honum. _______________________________/ Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrjs hsustnám sitt & WINNIPEG BUSINESS COLLEGE.— Skrifið eftir skólaskrá vorri með öllum upplýsingum. Munið, að það eru einungis TVEIR skólar í Canada, sem kenns hins ágsetu einföldu Psragon hraðritun, nfL Regina Federal Business College. og Winnipeg Business CoUege. Það er og verður mikil ettirspurn eftir skrifstefu-fólki. Byrjið þvi nám yðsr ssm fyrst á öðrum hvorum af þsssum velþektu verzlunsrskólum. GEO. S. HOUSTON, ráZsmaZar. ™ DOMINION BANK Hornl Notro Dooc og Ihcrbrookc •tNft Miðvikudaginn þann 27. júnf síð- astl. héldu búendur við Poam Lake hátfðlcgan f minnigu um, að þá voru liðin 25 ár frá því að fyrstu Islendingar settust að þar í bygð- inni. Það var isumarið 1892, að þangað fluttu 5 búendur og sett- ust að á svæði því, er liggur milli Foam Lake og Kristnes pósthúss. Voru það þessir: Sveinn Halldórs- son, Ingim. Eiríksson, Gísli Bíld- fell, Stefán Ólafsson og Bjarni Ja- sonson. Fjölgaði búendum smám saman frnm undir aldamót, en þó var bygðin fámenn og strjál upp að árinu 1903. En þá byrjaði inn- flutningur í stórum stýl, og bygð- ist á fáum árum afarstórt svæði vestur,—vestur fyrir Quill vötn, svo að nú er svo talið, að nýlenda þessi muni vera ein. stærsta ísl. bygðin hér vestra. Hátíðahaldið hófst upp úr há- degi undir stjórn Jóns Janusson- ar, skrifara Foam Lake sveitar, og var komið saman að félagshúsinu Bræðraborg, er stendur í miðri gömlu bygðinni. Veður var hið bezta um morguninn en votviðri mikil höfðu gengið þá í fulla viku á undan og voru vegir því með versta móti, svo eigi varð bifreið- um komið við; dró það mikið úr aðsókninni. Hafði fólk vestan úr bygðinni og alstaðar að ætlað að koma, en varð að sitja heima vegna ófærra vega. Þó komu sam- an þar-um 400 manns. Til skemtunar voru fyrst sýndar ýmsar íþróttir og leikir. Var þá byrjað á söng og ræðuhöldum. Með söng skemti karlmanna- söngflokur frá Leslie bæ, og fórst HSfaSstSll ■»»».„________SS.SSS.SaS TarullSif_____________________I7HMM ▲Uar dcrmlr_____________STS.SBS.SSS Vír áakum aftlr vltleklftum v«n- liuruiu es Sbyrgjumrt K« |Kt (ullaezju. BtaruJIMtlU ver er rú itanta itm mekkar kmoki kef- Ir 1 kersiaml. fkúemSur kesem klntm korsmrlmmaar éakm m» eklftm vtS ntetiam ra þelr Nmfs rlS etetemi ntm mS ar mlferlevm trrmm. Ifmfm vort er fmUtrycslas éhiutletkm. BjrrJiS e*mrl ImmlecK fjrrlr ajálfm jrSur, kemm og bðrn. W. M. HAMILTON, Rátswatw PHONS QARRT MM HRAÐRITARA OG BÓKHALD- ARA VANTAR Það er orðið örðugt að fá æft skrifstofufólk vegna þess hvað margir karlmenn hafa gengið í herinn. Þeir sem lært hafa á SUCCESS BUSINESS College ganga fyrir. Success skólinn er sá stærsti, sterkasti, ábyggileg- asti verzlunarskóli bæjarins Vér kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deildar- skóla víðsvegar um Vestur- landið; innritum meira en 5,000 nemendur árlega og eru kennarar vorir æfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business College Portape oíí Edmonton. WINNIPEG “Margt smátt gerir eitt stórt” Látið oss hjálpa yður til þess, að spara ‘cent’-in — þau draga sig fijótt saman og verða að ‘ dollars.’ v-^ jjÚ dýrtfðar alda, sem hefir verið að færast yfir veröldina nú í seinni tíð, er farin að gera vart við sig um þvert og endilangt þetta land. En vegna þess vér notuðum tækifærið og keyptum miklar birgðir af alls konar vörum, meðan þær voru í lágu verði,- látum vér viðsiftavini vora njóta hagnaðarins af innkaupum vorum. í næstu tíu daga seljum vér 3,000 yards af léreftum (prints) sem nú eru 18c til 20c. virði yd., að eins á 15c. yardið. Þessi léreft eru voðfeld og efnisgóð og 32 þumlunga á breidd. Nýkomið í verzlanir vorar járnbrautar- vagnhleðsia af grænu kaffi. Þetta kaffi er að útliti hið álitlegasta Brazilíu kaffi, sem vér minnumst að hafa séð um ianga tíð. Allir. sem eru þess megnugir, ættu að kaupa nóg af því til ársins. Vort verð að eins 20c. pd. eða 5 pd. $1.00 Santos kaffi brent, 23c., eða 4/2 pd. $1.00 Sigurðsson, Thorvaldson Co., LIMITED Gimli, Arborg, Hnausa og Riverton, Manitoba Athugið! Lesið! Við höfum ætíS miklar birgðir af vörum á hendi.: Matvöru, álnavöru alls konar skó, hveiti, fóður, harðvöru, þakspón og bygg- ingar pappír. Erum nýbúnir að fá vagn- hlass af alls konar olíu. Einnig höfum við net, blý og “korka” fyr- ir fiskimenn, og æskjum viðskifta þeirra. Við kaupum líka á hæsta verði og borgum í peningum allar afurðir bænda. Vörur okkar allar seljum við á mjög sann- gjörnu verði. Komið, sjáið og reynið. Við gjörum ykk- ur ánægða. Lundar Trading Co., Ltd. Verzlanir að LUNDAR og CLARKLEIGH, Manitoba MarteLs Ljósmynd- arastofa 264 1-2 Portage Ave. tXppi yfir nýju 5—10 og 15 conta búðinni EIN AF ELZTU LJÓSMYND ASTOFUM BÆJARINS. Látið okkur taka myndii ai börnum yðar eða yður sjálfum —til reynslu. Við ábyrgjumst verk okkar, hvort sem myndirnar sru smáar eða stórar. — Peningum fúslega skilað aftur, ef við getum ekki gert yður ánægð,— PRISAR VORIR MJÖG LAGIR SAMFARA GÓÐU VERKI. Martel Stuc/io, 264i/2 portage avenue

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.