Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5 JtTLÍ 1917. HEIMSKBINGLA 5. BLAÐ61BA ' ' "■ . ... —....-J-----.... ' V ÉG SET PENINGA BEINT í VASA YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA TENNUR I MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli. Expression Plates Hellt “set” af tönnum, búl« tll •ftir uppfyndlngu mlnnl, sem eg hefl sjálfur fullkomnati, sem gefur ytlur ! annil slnn unglegan og eblllegan svlp á andlltie. Þessa “Bxpression Plates" gefa ybur elnnlg full not tanna ytSar. Þœr lita út etns og llfandl tönnur. Þær eru hrelnlegar og hvitar og stserti þelrra og afstaba slns og k “llfandl” tönnum. $15.90. Varanlegar Crowns og Bridges Þar sem plata er óþörf, kem- ur mitt raranlega “Brldre- work” at5 góðum notum og fyllir auöa staöinn I tann- garðinum; sama regl&n sem vitthöflJ er í tilbúningum á. *‘J?xpresslon Plates” en undir stöbu atribiö i “Bridges” þess- um, svo þetta hvorutvegrgja gefur andlltlnu alveg etJlileg- an svip. Bezta vöndun a verki og efni — hreint gull brúkatS til bak fyllingar og tönnin vertíur hvít og hrein “lifandi tönn.“ $7 Hver Töan. Porcelain og Gull fyllingar Porcelain fyllingrar mínar eru svo vandaöar og prott verk, at5 tönnur fylta- þanni? eru ó- þekkjanlegrar frá heilbrlgöa tönnunum og endast eins lengi og tönnin. Gull innfylllnyar eru mótaöar eftir tannholunnl og; svo lnn- límdar metJ sementi, svo tönn- ln veröur eins sterk og hún nokkurntima áöur var. Alt crk mitt Ibyrfit atJ verm rasttU. Hvatla tanalakttoftr, ■ena þér þarfnlat, «trad- ■r hla y»«r tll be*a kér. Alltr akatiatir koataatarlasat. — Þfr rra* mér ekke*t i»knld- baaáalr M e* kafl feft* y«nr rfl*lcfKl«Kar vi«vfkjandi tlaa- yttarw. .láenaiV etta tiitakttt A kvnttn tlma þér vlljitt koma. f jKearnaaa talafman. V-ttsr* og su*sl.ll I handrabatatt fr* v.r»l- i.amiHi., [***•«»- ■ m «s preatum. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST í “Hovedstaden” 18. febr. Hann er Jóni Dúasyni sanunála í öllum atriðum nema þvf, að landnámið verði frá íslandi Hann segir, að á því velti það, hvort Grænland verði íslenzkt eða danskt. Eft hann vill ekki vita af öðru en aldönsku Grænlandi. Leggur hann því til, að stofnuð verði dönsk nýlenda í hinni fornu eystri hygð, að verzl- unin á Suður-Grænlandi verði gef- in laus fyrir álla Dani en ekki Is- lendinga, og sömuleiðis eigi fyrst um sinn að leyfa Dönum einum að flytja inn í iandið — með öðrum orðum, loka Islendinga úti. — Mun þetta eflaust vera sprottið af ein- hverjum misskilningi hjá Wiehe, svo góðgjarn sem hann annars er í okkar garð. Alfred J. Ravad er sá einasti af þeim, sem ritað hafa um málið, og hersýnilega er Ijóst, hvaða þýðingu samvinna milli íslendinga og Dama á Grænlandi gæti haft fyrir sam- bandið milli íslands og Danmerk- ur. í alllangri grein í “Illustr. Tidende”, helzta hyndablaði Dana, lofar hann tillögu Jóns mjög fyrir þvað, hve viturleg hún sé, og telur hann manna líklegastan til að koma málinu fram. Ravad þykir vænt um gömlu íslenzku nöfnin í Eystri-bygð og vill láta taka þau upp aftur. Greininni fylgir upp- dráttur, sem hann hofir gert af Eystri-bygð, með íslenzku nöfnun- um. Ravad mun víðsýnni en flest- ir landar hians um framtíð Græn- lands, og okkur er hann ekki síður velviljaður en Thor Jensen, bróðir hans. Ravad er verkfræðingur og vill fá landa sína til að gera stóra verzluimrhöfn skamt þaðan, sem Jón hugsar sér nýlendu sína. Á Suður-Grænlandi frjósa hafnir ald- rei á vetrum vegna þess, að kvísl af Golfstraumnum rennur norður með vesturströndinni og mildar loftslagið. Hafís er heldur ekki til tálmunar um þær slóðir, því nú sigla skip námufélaganna þangað alt árið. Þessi höfn á að vera til stuðnings fyrir siglingar frá Norð- urálfu til Vestur-Kanada, því sunnanvert Grænland skagar svo langt suður á sjóleiðina, að frá suðurodda þess verður siglt fram með Eystrhhygð í átt til Hudsons- flóa. Þangað verður svo korn og hveiti frá Kanada flutt þann stutta tíma, sem hafnir við Hud- sonsflóa eru auðar, og í Eystri- hygð verður þannig hin eiginlega útflutnings-, hafnar- og verzlunar- horg Vestur-Kanada. í ritgjörð sinni drepur Jón Dúa- son að cins stuttlega á þessa frain- tiðar möguleika, og ef til vill er tillaga hans að eins upphaf meiri tíðinda. Sem sönnur fyrir því, að Grænland sé byggilegt fyrir nor- ræna menn, getur hann þess, að Is- lendingar hafi bygt iandið 4—500 ár, og það þrátt fyrir að samgöng- ur við umheiminn voru illar eða engar í þá daga. En nú sé öldin önnur, — slíkir örðugleikar séu nú óhugsanlegir ' sökum framfara þeirra, sem orðið hafa á skipagerð og siglingafræði. Á landnámsöldinni var Grænland gott land. í höfuðatriðunum er iandið hið sama enn í dag. Veiði- dýrum og fugli, sem hefir fækkað, getur fjölgað ineð friðun. Það er ógrynni <af laxi og silungi í ám og vötnum. í hafinu er ógrynni alls konar fiska. Loðnan gengur í þétt- um torfum inn í firðina eins og á söguöldinni. Hana á að veiða frá því á útmánuðum og fram að slætti og geymia hana sem skepnu- fóður til næsta vetrar. Inni í döl- unum er. ekki eintómt lyng, heldur einnig birkiskógur, sein verður á- lílca hár og skógarnir á Isiandi. Þar eru og sjálfgerðar engjar og grasmerkur. Inni í dölunum vex grasið miklu fljótar og verður miklu hærra en gras á Islandi. Þess vegna er þar auðvelt að nota vélar við heyvinnuna, sem þar á móti er erfitt á íslandi vegna þess, hve grasið er lágt. Loftslagið úti á annesjum á Grænlandi er ekki ó- mildara en á ísiandi, og þar þri.f- ast garðávextir t. d. kartöflur, á- gætlega. En inni í dölunum er loftslagið og ræktunarskilyrði enn betri. Þessa umsögn styður Jón með mörgum tilvitnunum í heim- ildarritum um Grænland. Á þessum stöðum vill Jón láta stofna fsienzka nýlendu. Hann leggur til, að senda þangað 20 ís- lenzkar fjölskyldur fyrst í stað. Bæina vill hann láta gera áður en konur og börn komi til landsins, svo að þau verði ekki að iiggja úti í tjöldum. Hann vill láta byggja upp á gömlu bæjunum, þvf að túnin séu þar rudd og enn í rækt og einnig hafi gömlu bæirnir verið gerðir þar sem bezt voru bæjar- stæði og mest hlunnindi. Seinni innflytjendur taki sér svo aðsetur í þessari bygð unz þeir hafa bygt upp á jörðum handa sér. Islenzkt sauðfé og hestar býst hann við að muni geta gengið liti nálega allan veturinn, því inni í dölunum sé mjög snjólétt. Jón eyðir mörgum orðum til að sýna og sanna, að svona landnám verði Skrælingjum til einskis baga, og heldur ekki ætlast hann til, að einokunarverzlunin verði af num- in; og er hér eflaust mjög hyggilega af stað farið. Jón ætlast til, að ný- lendumennirnir stofni með sér pöntunarféiag, en panti vörur sín- ar gegn um skrifstofu einokunar- verzlunarinnar í K.höfn, og sömu- leiðis selji hún frainleiðslu ný- lendumanna, en nýlendumenn fái fult markaðsverð íyrir vöru sína, og á útlendu vöruna verði ekkert lagt. En pöntunarfélagið greiðir einokunarheildsölunni umboðs- laun og vörurnar á að flytja á skipum hennar. Jón gerir mikið úr framtíð Græn- lands sem iðnaðar-, loðdýraræktar- og fiskiveiðalands, en segir, iað skil- yrðin fyrir því, að hægt sé að nota þessar auðsuppsprettur með hagn- aði, sé að landbúnaðiarhéruð landsins séu numin og Norður- álfumenn taki sér fast aðsetur í landinu. Þessi landnámstillaga virðist svo merkileg, að vert sé að gefa henni gaum, og rannsaka málið. Þótt 20 fjölskyldur flyttu frá íslandi til Grænlands, mundj það ekki stórt blóTStap fyrir okkur, og það sér- staklega vegna þess, að naumast færu aðrir til Grænlands en þeir, sem flyttu úr landinu hvort sem væri.”—Lögrétta. EINMITT NÚ er bezti tími að gerast kaupaadi að Heims- kringln. Sjá auglýsingn rora á ötru stað í blaðÍM. Canada fimtugt. Ræða, flutt í Tínítarakirkjunni 1. Júlí 1917. (Framh. frá 1. bls.) þó þess geti eigi, að í siíka yfirboð- aia hafi verið seidd þrenn manns- vit. Út í landsmálin og meðferð þeirra er ‘alt of sjaldan hugsað, eða afdrifin, sem margar stefnur Iiafa fyrir síðari tfmann. CTt í það, hvernig hugsunarhátturinn er oft afvegaleiddur og sjónin blinduð gjör-samlega fyrir þvf, sem er að gjörast. Eátt hefir heyrst oftar kveða við í blöðum og af ræðu- stólum, en að landsmálin séu of ó- hrein til þess að inn í þau blandi sér betri inenn eða konur. En fátt er athlægisverðara en einmitt sú staðhæfing, og trú, sem búið er að koma inn hjá fjöldanum. Er þá eigi komið svo, að nauðsyn heri til, að þeir láti sig um liað varða, er bæði hafa vilja og vit til að lyfta þeini upp úr þeirri niðurlæg- ingu, sem þau eru komin í? Tilefni til að liugsa út í það og alt, sem land vort snertir, er aldrei betra en einmitt við tímamótin. Þegar hægt er að líta yfir Iiðinn dag og meta í ljósi sögunnar alt, sem unnist hefir og tæpast, allar ] þarfirnar, sem skapast hafa, og við- fangsefnin, sem þjóðin hefir átt við að stríða. Ríkið er á þessum degi 50 ái>a gamalt. Það er enn ungt og lítið meira en eins og barn í reifum. Það er ofur eðlilegt, að margt sé enn ó- þroskað, þegar á menningarstöðu þess er litið, og að eitthvað hafi af- laga farið á þessum árum. Að eigi sé hægt að líta yfir alt, sem gjört hefir verið, og telja það harðla gott. En eins er líka hitt satt, að margt framfara sporið hefir verið stigið og margt verið gjört, til þess að gjöra land þetta að sæluríkum mannabústöðum. Söguna þýðir ekki að þræða, að ártölum eða landsliagsskýrslum. Er fyrst og fremst iétt, að leita sér ]>ess fróð- lciks, og margir því næsta kunnug- ir, og svo er hitt sannast, að það hvorttveggja ber ekki stóra þýð- ingu fyrir framtíðin'a. Er hitt nær, að virða stuttlega fyrir sér ástæð- urnar, sem til þess leiddu, að sam- bandið var myndað, og tilganginn, sem fyrir vakti með því, og sjá, hvers>u hann hefir ræzt. Ástæðurn'ar voru margar, en á- hrifin, sem mestar höfðu verkanir á sögu þessa lands, stöfuðu frá at- burðum, sein gjörðust sunnan við landamærin, málefnum, sem þar voru á dagskrá, ófriði og styrjöld- um, sem af þeim risu, og ýrslitum þeirra. Gat það eigi annað en vakið eftirtekt hér, og kent mönn- um margt í sambandi við framtíð- ina. Aðal vandamálin hér og erf- iðleikar á vegi samúðar og fram- fara, var öfundssýki og úlfúð, þjóð- ernis- og trúmálalegs eðlis, milli ]>eirra, sem frumbyggjar voru landsins, Frakka öðru megin, og manna af brezkum ættum liinum unegin. Um það að sambandið var myndað, voru deilumál milli þess- ara tveggja þjóða búin 'að vara um sem næst 100 ár. Höfðu tilraunir verið gjörðar, en misjafnlega hepn- aðist að grtiða úr þeim. Ein's og öllum er kunnugt, var land þetta fyrst numið >af Frökk- um, er stofnuðu nýlendu á bökk- um Lawrence fljótsins, þar sem nú stendur Quebee, árið 1608. Köll- uðu þeir nýlenduna Nýja Frakk- land, og stóð hún í nánu sam- bandi við heimalandið, unz hún Var hertekin af Englendingum ár- ið 1763. Var til þess tíma landið eingöngu bygt af Frökkum. En sköromum tíina þar á eftir fluttist fjöldi biienda úr brezku nýlend- unm ifyrir sunnan og settust að ýmist austur við Atlanzhafsstrend- ur, þar sem nú eru strandfylkin, eða vestur af frönsku bygðinni, þar sein nú heitir Ontario. Gjörð- ist lietta meðan á frelsisstíði Bandaríkjanna stóð í iok 18. aldar. Er misjafnlega til getið, hvað margir hafi flutt. En til eru skýrsl- ur, er sýna, að um 40,000 manns hafi styrktar notið fyrstu nýlendu- árin úr ríkissjóði Englands. Samkvæmt konunglegri skipan, sem út var gefin 1774, var ait það land, er Frakkar töldu sér til eign- ar og tók yfir nýlendusvæðin þessi nýju, sett undir eina stjórn, er að- setur ihafði í Quebee. Réðu frönsk lög öllum ríkismálum en sakarétt- urinn einn var bygður á enskum lögum. En eftir því sem nýlend- urnar ensku uxu, kom brátt í ljós, að þetta stjórnarfyrirkomulag var lítt hafandi. Var þá iandinu skift. Mynduðust smá fylki austast, en héröðum var skift vestur frá milli frönsku bygðarinnar og þeirrar brezku. Voru bygðir þessar þá nefndar efra og neðra Canada. Var Quebec fylkið neðra Canada, en Ontario hið efra. Voru landa- merkið við Ottawa fljótið. Var nú fylkjum þessum stjórnað sínu í hvoru lagi upp að árinu 1837. En misjafnlega gafst sú stjórn. Leit hún of mjög á, sem fylki þessi væri útibú og selstaðir heima- landsins, og hnekti það mjög öll- um framförum. En á þessu ári brauzt út uppreisn í báðum fylkj- unum. 1 neðri Canada var upp- reisnin undir forustu fransks hers- höfðingja er Papineau hét, og var tilgangurinn sá, að hrinda af sér oki Breta og stofna franskt lýð- veldi. I efri Canada eða enska hlut'anum, var uppreisnin hafin af Skotum gegn óstjórn heima fyrir. Var þetta sama árið, sem Victoria drotning kom til rfkis. Var þá hingað sendur landstjóri, Durham lávarður, er með mannúð og lipurð fékk friði á komið og með því að lieita réttarbótum. Engum þeim, er þátt tóku í uppreisninni, lét hann hegna, en gjörði forkólfana að elns landræka. Varð hann fyr- ir þetta illa þokkaður heima fyrir og framkoma hans talin “hneixlan- leg mildi”. Var hann kallaður heim aftur hið bráðasta, eftir 5 mánaða veru hér. En koma hans og verk, urðu til stórmikillar þýðingar fyr- ir þetta land og hafa leitt til marg- faldrar blessunar fyr og síðar. Eftir að hann kom heim samdi hann ítarlega ritgjörð um ástand- ið hér og lagði til að fylkin, efra og neðra Canad'a, væri sameinuð, og svo eins fljótt og auðið yrði, hinar aðrar nýlendur, í eitt sam- hands ríki, er fengin væri yfirráð allra sinna mála í eigin hendur. Með þessu móti sagði hann að komið yrði í veg fyrir þá óstjórn, er átt liefði sér stað, og eins myndi það draga úr þjóðernis ríg og flokkadrætti, sein ríkið yrði stærra og hvert fylki fengi yfirráð yfir sínum sérmálum, en ríkis- málin yrði l>au sömu, og myndi þau síðar valda ágreiningi. Tillögum hans var lítill gaumur gefinn i fyrstu, en þó með nýrri stjórnarsamþykt árið 1840 er efra og neðra Canada sameinuð í eitt ríki, með sameiginlegu þingi og einum iandstjóra. Áttu þau bæði að hafa jafna fultlrúatölu á þing- inu. En iítil bót var með þessu unnin og var það sjaldan, að þing- menn kæmi sér saman um neitt. En þannig stóð þó ofan til 1860. LTm það leti brauzt út hið œgi- lega innanríkistríð í Bandaríkjun- um. Var tilefnið ágreiningur út af þrælahaldi í Suðurríkjunum, er Congressið var í þann veginn að afnema. Var nú farið til baka, til sögunnar um sambandsmyndun Bandaríkjanna og vitnað 1 það, að hvert ríki um sig hefði eigi selt af hendi sjálfsforræði sitt með því að ganga í sambandið, hefði því rétt til, ef þvf sýndist, að eegja sig úr, ef því fyndist rétti sínum hallað. Þrifu Suðurríkin til þess úrræðis. Var nú iandið klofið í tvent. Aft- ur héldu Norðurríkin því fram, að sainbandið eitt hefði alræðisvald- ið, en ríkin að eins vald yfir sér- málum sínum. Stríðið varð því að- alega um það, að viðhalda ríkis- heildinni og vaidi samhandsþings- ins yfir öllum landsmálum. Rót það, er koinst á allan hugs- unarhátt í sambandi við þetta, náði brátt hingað norður. Sáu menn nauðsyn á þvf, að komið yrði hér á sambandi, svipuðu og því, sem syðra var, en traustara um hnútana búið, og urðu nú strandfylkin til þess að koma þessu máli í hreyfingu, er bundust nú fyrir ríkissambandi sín á milli. En áður en því var lengra komið. bauðst efra og neðra Canada til þess að vera með. Var um það haldinn fundur í bænum Quebec 1864 og þar samþykt frumvarp til sambandslaga, er á síðan var stað- fest í brezka þinginu með mjög litium breytingum. Var frumvarp þetta sniðið að nokkru eftir sam- bandslögum Bandaríkjanna, en þó með þeim breytingum, að gengið var frá þvf að skifta ráðum og rétt- indum milli fylkjanna og sam- bandsins, svo engum tvímælum skyldi valda síðar, og sambandinu gefið æðsta vald 1 öllum málum, er landið áhrærði. Höfðu þeir, að þeir héldu, þar dæmið fyrir sér að sunnan, að slíkt væri hollara. Var svo frumvarp þetta síðar staðfest og kom í gildi 1. júlí 1867. Voru þá fylkin fimm, er mynduðu fyrsta sambandið, en Vesturlandið þá ein óbygð. En þau ákvæði voru gjörð, eins og í stjórnarskrá Bandaríkj- anna, að auka mætti við fylkjatöl- una eftir því sem land bygðist, og hafa síðan bæzt við fjögur fylki. (Framh. í næsta blaði.) V Góð Tannlœkning á verði sem léttir ekki vas- ann oí mikið—og endist þó Gjörið ráðstafanir að koma til vor bráðlega. Sérstök hvílustofa fyrir kvenfólk. Dr. G. R. CLARKE 1 to 10 Dominion Trust Bldg Regina, Saskatchewan t---------------------------------------------------------- BEZTU PLÓG-SKERAR 12 tumlunga........hver 13 og 14 þuml.......*2.75 ” 15 «e ltt þumk......*2.05 ” Aflvéla—Gang— No. 340-342—S.R. 17 *3.10 " Plógskerar No.. SP220 *3.25 « Beztu vörur og fljót afgreiðsla. Pantið í diag. Western Implement Supply Co. J. Cunningham, manager 1605R llth Ave. Regina, Sask. __ “OVANALEGA RIGNINGASAMT” Er veðurspáinn fyrir þetta sumar. Vernd- ið yður því undir GOODYEAR REQNKÁPU Góðar í öllum veSrum Vertu ekki án Goodyear í þesasri rigningatíS, þegar þú getur keypt þær fyrir $8.00, S 10.00 og $12.00, hvort sem er fyrir konur etS karla. Regnkápur Karla og Kvenna, ábyrgstar, á ,$4.75 ATHUGIЗAllar vorar regnkápr eru búnar til ÞETTA ÁR og AÐ EINS NÝR RUBBER BRÚKAÐUR. Allar vorar svörtu og bláu regnkápur, sem vér auglýs- um hér, ábyrgstar aS litst ekki upp. Hér eru kápur, sem brúka má í þurru, köldu veSri og einnig í rigningum. — Allir litir, öll möguleg sniS og ýms- ar tegundir af efni. SÉRSTÖK KJÖRKAUP Vér höfum nú sem stendur 25 olíukápur, sem vér á- byrgjumst aS harSni ekki, brotni ekki og leki ekki. Pen- ingum skiIaS aftur fúslega, ef þeta reynist ekki satt. VanaverS á þesum kápum er $12 til $15, til þess aS losast viS þær sem fyrst, þá bjóSum viS þær nú á aS eins........... þeta reynist ekki satt. — $6.75 Kápur fyrir unglinga, 6 til 16 ára; Þær eru blaar aS lit og venaverS þeirra er $5.90. En vér seljum þær nú fyrir aS eins . .................... $2— Sendið póstpantanir, og gefið mál yfir brjóst með pöntun- inni. GOODYEAR RAINCOA T COMPANY 287 Portage Ave., Næst við Sterling Bank Dept. 4. OpiS til kl. 10 ákveldin. Winnipeg, Látið oss bóa til fyr- ir yður sumarfötin Besta efni. Vandaö verk og sann- gjarnt verC. H. Gunn & Co. nýtizku skraddar&r 370 PORTAGE Ava., Winnipag Phone M. 7404 North Star Drilling Co. CORNBR DKWDNEY AND ARMOUR STREETS Reglna, : Satk. Agentar í CanaHa fyrir Gu* Pech Foundry Co. og Monitor Brunnborunar áhöld.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.