Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 2
1 BLAÐSf&A
HIIMSKRINQLA
WINNIPEG, 5. JÚLI 1917.
—
Keisaravaldið þýzka
Eftir síra F. J. Bergmann.
------------------------/
(Framh.)
22.
Vilhjálmur I., 1861—1888.
Vilhjálmur I., Prússakonungur
og keisari Þýakalands, var arinar
sonur Friðriks Vilhjálms III. og
Lovísu drotningar frá Mecklen-
burg-Strelitz. Hann var'fæddur í
Berlín 22. marz 1807. Hann var til
J>ess kvaddur að hafa ríkisforræði
á hendi 1857, þegar Friðrik Vil-
hjálmur IV. fekk slag, eins og áður
er sagt. Við konungstign tók hann
ekki fyrr en árið 1861, er fyrirrenn-
ari hans lézt.
1 raun réttri hefst ríkisstjórn
Vilhjálms I., þegar 1857. En ein-
mitt það ár náði hann sextugs-
aidri. En þó hann væri þegar
hniginn á efri aldur, átti hann fyf-
ir hendi að drýgja glæsilegri örlög
en nokkur fyrirrennara hans, að
Friðriki mikla einum frá skildum.
Hann var ekki nærri jafn-vel gefinn
maður og Friðrik Vilhjálmur IV.,
bróðir hans. En hann var niiklu
stöðuglyndari maður og viljafast-
ari. Hann var að mörgu líkur föð-
ur sínum, Friðriki Vilhjálmi III.
Samt átti hann tvö lundarein-
kenni, sem reyndust honum mikils-
verð. Hann var gæddur stjórn-
mála hugrekki miklu meira en fyr-
irrennarar hans. Og hann hafðí
þegið þá náðargáfu, að kunna að
meta hæfileika og hollustu ann-
arra manna.
Hann þekti sjálfan sig betur, en
margur annar í hans stöðu. Hainn
kannaðist við, að hann brast ým-
islegt á við aðra menn. Hermaður
var hann og vissi, að hann kunni
til þess, sem til hernaðar heyrði.
Hann vissi líka, að hann var enginn
stjórnvitringur. Hann treysti því,
að einhver stjórnvitringur kynni
að verða á vegi hans, og ef svo bæri
undý:, þá að geta kannast við
hann og ráðið hann í þjónustu
sína.
Væri það maður, er treystandi
væri til að ráða stjórnarstefnu
ríkisins, myndi hann treysta hon-
um og efla á allar lundir, jafnvel
þótt hann yrði ekki ávalt sann-
færður um, að stjórnarstefna hans
væri sú heppilegasta. Menn gerðu
sér ekki sérlega háar vonir um
stjórn hins nýja konungs,, með
fram líklega sökum þess, að hann
var kominn af bezta aldri. Þegar
örlög Prússlands voru lögð í hend-
ur honum, hefði enginn trúað, að
undir hans forystu myndi það
verða voldugasta ríkið í Norður-
Athugið!
Allra
Síðasta
Tœkifæri
Þessi auglýsing kemur ekki
aftur, notið því þetta
tækifæri nú!
álfu. Bæði faðir hans og bróðir
höfðu glímt við vandamálið mikla
um einingu Þýzkalands. En báðir
höfðu knéskítir orðið í þeirri
glímu. Skyldi honum þá betur
takast? Engum myndi hafa þótt
það líkiegt.
Konungurinn hafði verið talinn
afturhaldsmaður mikill og ieiðtogi
þess flokksins, meðan hann var
kallaður prinz. Samt sem áður
kallaði hann til ráðgjafa frjáls-
lyndari menn, en þá, er - bróðir
hans hafði leitað hjá halds og
trausts. Naumast mun þó nokk-
urum hafa til hugar komið, að
hann væri alþýðustjórn hlyntur í
nokkurri mynd. Enda var næsta
næsta langt frá því.
Sérlega var hann heppinn með
tvo menn, er hann þegar skipaði í
æðstu stöður við herinn. Hann
gerði Albert von Roon að hermála-
ráðgjafa og Moltke að yfirforingja
hersins. Það varð brátt augljóst,
einkum eftir lát bróður hans í
ján. 1861, er hann hófst sjálfur til
konungstignar, að hugur hans
stóð allmjög til að auka hervald
Prússlands. Eigi sökum þess, að
hann hefði í hyggju að leggja lönd
undir sig, heldur vegna áhrifanna
í Norðurálfu. Hann vildi um fram
alt, að vilji Prússlands væri eins
þungur á metum og vilji Austur-
ríkis, Frakklands og Englands.
Frjálslyndir menn á Prússlandi
höfðu 1847 gert sér í hugarlund, að
þeim myndi takast að fá stjórnar-
skrá hjá Friðriki Vilhjálmi IV., sem
líkasta stjórnarskrá Englands. Þá
hafði dreymt um þing, er jafngilti
parlamentinu enska, sem falið væri
æðsta forræði ríkisins, fremur en
konunginum. En sá draumur hafði
reynst tál. Samt sem áður var nú til
prússneskt þing, er hafði ákveðin
réttindi með höndum. Og þetta
þing var ekki vonlaust um, að fá
þessi réttindi aukin með tíð og
tíma.
Hervaldið hafði um þetta leyti
ekki náð neinum verulegum tök-
um á þinginu. Það sá litla eða
enga ástæðu til að auka byrðar og
álögur með nýjum hervæðingum.
Konungurinn og hermálaráðgjafi
Roon leit á það alt öðrum augum
og skoðuðu það hreina lífsnauð-
syn. Það lenti í heilmiklu þjarki
milli þings og konungs.
Betur og betur varð það ’ aug-
ljóst, að konungur gat eigi fengið
viija sínum framgegnt, nema beita
konungsvaldinu til að brjóta nið-
ur vilja þingsins. Þá var það
Roon, sem kom auga á mann, er
því ætlunarverki var vaxinn. Það
var enginn annar, en Otto von
Bismarck.
23.
Otto Edvard Leopold von Bismarck.
Hann var um þetta leyti þýzkur
sendiherra í Pétursborg. Hann
hafði áður sýnt sig ákveðinn for-
vígismann krúnunnar og konungs-
valdsins. Roon kom því til leiðar,
að Bismarck var kaliaður heim.
Hann var þegar boðinn og bú-
inn til að takast þetta vandamál á
hendur, sem býsna hættulegt var
viðureignar. Konungur var til
þess neyddur, að fleygja sér í arma
Bismarcks, eri þó með allsterkurri
juótmælum samvizkunnar. Fiá
1 cin: tfma og þangað til Yilhjálm-
nr '^zt, mátti svo að orði kveða, að
Bismarek réði lögum og iofum á
Þýzkalandi. Ekki var konungur
ávalt ánægður með gjörðir lians.
Því fór fjarri. Sarnt sem áður léði
hann Bismarck ávalt fulltingi sitt.
1 deilunni um stjórnarskrána
vann Bismarck fullkominn sigur.
Hann gekk þess ekki dulinn, að at-
ferli hans gat komið stjórnarbylt-
ingu aí stað. En sú stjórnarbylt-
ing kom ekki. Það var síður en
svo. Konungur hafði lagalegt vald
til að leggja á skyldur og skatta og
fara með alla fjárheimtu. Þingið
hafði réttinn til að hafa eins kon-
ar yfir umsjón með fjárveitingum.
Þenna rétt tróð Bismarck niður í
skarnið.
Herinn fekk nýtt skipulag og
varð honum um leið hentugt verk-
færi til að fá stjórnarstefnu sinni
framgengt. Sú stjórnarstefna var í
einu ofur einföldu atriði fólgin.
Það var að láta Prússland færa
valdakvíarnar út á allar lundir.
Bismarck hugsaði ekki fyrst og
fremst um Þýzkaland. Honum
þótti skömm til hugmyndarinnar
um sameinað og voldugt Þýzka-
land koma, þar sem Prússland
skipaði öndvegi hið óæðra. Þó
unt hefði verið að fá því til leiðar
komið, myndi hann alis ekki hafa
reynt til þess. Hans hugmynd var
að sameina Þýzkaiand undir for-
ysiu Prússlands. Hann var nógu
glöggur til að sjá, að veldi Prúss-
lands varð miklu meira, ef það bar
ægishjálm yfir sameinuðu Þýzka-
landi, heldur en það var, með þvi
móti að vera eitt og út af fyrir sig.
Á tímum Friðriks mikla var sam>
eining Þýzkalands óhugsandi. Alt,
sem sá mikli konungur gat iátið
sér hugkvæmast, var, að gera
Prússland voldugasta ríkið á
Þýzkaiandi. Hann vildi gera það
svo miklu voldugra, að það skipaði
sess jafn-háan og stórveldi Norður-
álfu. Enginn Hohenzollern-kon-
ungur, nema Friðrik mikli, hafði
getað losað sig við þá hug-
mynd, að Prússland og Austurríki
yrði að skifta forystunni með sér.
En er til Bismarcks kasta kom,
var honum þegar full-ljóst, að um
slíka skiftingu ríkja forystunnar
var ekki að ræða. Prússland varð
að sitja á þeim Tindastói, er gnæfði
yfir alt hitt láglendið. En í þann
öndvegissess gat Prússland ekki
komist, fyrr en Austurríki væri úti
lokað frá Þýzkaiandi. Sá metnað-
ur, að skapa voldugt og sameinað
Þýzkaland, varð ávalt hjá Bis-
marck að sitja á hakanum og vera
eins konar hornreka fyrir þeim
metnaði, sem hann bar í þrjósti
Prússiandi til handa. Prússland
fyrst; Þýzkaland svo. Þar var Bis-
marcks hugur og æfistarf.
Austurríki var honum verstur
þrándur í götu. 1 innanríkismál-
um var fullkomið einveldi lífsskil-
yrði. Hann fann það glögt, að
stjórnarstefnu hans var svo farið,
að eigi var unt að fá henni fram-
gengt, ef þjóðin átti að ráða.. Her,
sem svo væri sterkur, að ekkert
stæðist fyrir, var frumskilyrðið.
En slíkum her var eigi unt að
halda við lýði með þjóðstjórn.
En þeim mun nauðsynlegra fann
Bismarck, að skapa sér þjóðarhyili,
ávinna sér álit fólksins á alla iund,
taka óvingjarnlegri gagnrýni fyrir
kverkar. Bezti atgeirinn í stjórn-
málaorustunni var i huga hans
dagblöð, er (hann sjálfur gæti biás-
ið því í brjóst, hvað fólkið ætti að
hugsa og hverju að trúa um gjör^
ir stjórnarinnar. Á hinn bóginn’
varð að taka þeim dagblöðum fyr-
ir kverkar, er andstæð voru stjórn-
inni, og kenna vildu þjóðinni að
dæma um stjórnarathafnir frá
öðru sjónarmiði en hennar.
Bismarck er beinn frumkvöðull
þess skipuiags, sem nú ræður á
Þýzkalandi og nú er kunnugt orð-
ið víðs vegar um lönd. Það leyfir
þjóðinni að eins vitneskju þess,
sem stjórninni er hagkvæmt. Og
um leið að skoða það áreiðilegar
staðhafnir, sem stjórninni þóknast
að breiða út, hve langt frá sanni,
sem sá tilbúningur oft og ein-
att er.
24.
Hertogadæmin Slésvík og Holstein.
Engum vafa er það undirorpið,
að Bismarck ætlaði sér þegar í
fyrstu, að láta með einhverjum
hætti verða útgert um það, hvort
ríkið, Prússland cða Austurríki,
ætti að verða öndvegishöldur
Þýzka-lands. Fyrir því sá hann
þann leik heppilegastan á borði,
að leitast við að hnekkja áhrifum
Austurríkis sem mest. Hann leit-
aði vináttu sambands helzt við
þau ríki, er líklegust voru til að
komast f ófrið við Austurríki. En
það voru einkum Rússland og
Frakkiand og Ihið nýstofnaða kon-
ungsríki ítalía.
Fyrsta atriðið, þar sem Bismarck
reyndi «ð koma ár sinni fyrir borð,
var f sambandi við Pólverjaland.
Árið 1863 reyndu Pólverjar síðasta
sinni að brjótast undan okinu
rússneska. Samúðin með Pólverj-
um um aila Norðurálfu var feikna
mikil. Jafnvel á Prússiandi átti
hún sér stað með alþýðu. Ef nú
sá hiuti Pólverjalands, sem var
skattland Rússlands, fengi frelsi,
var það óhjákvæmilegt, að sá
hlutinn, er heyrði til Prússlandi,
2
<
32 z
• M f—t
~ Uj
• V4
(ð '1>
40 40
cð <U
c S
a g
Sr 3
— c
'(6 "
40
e ’>
3 40
00 io
C /lO
.3 öo
a> v
—3
O
bo
8.
• —
c
c
<G — *-* rJ HD ca —ij i
u ‘53 G :0 a , cc
ÖO oo o p 3 ÖO
ÍO U O ■ÍO 'C 4-4 V) s 0 C 3 4-* C/3 g CO X
03 D ‘-4—1 «c 4*0 3 • H fi 3 o GQ
B -4-4 O o 4-4 t-t o 4-4 c <D V4 N c JJ X o
c/3 a J2 —
heimtaði frelsi um leið. Bismarck
sá um, að Yilhjálmur I. í þessu efm
yrði með Rússlandi. Stórveidin
gengu ekki í miili eins og mátt
hefði. Pólverjaland var kramið
sundur undir járnhæli. En vinátt-
unni rnieð Rússum og Prússum
hafði vaxið fiskur um hrygg.
Með því að veita keisaranum
rússneska þessa hjálp gegn Pól-
verjum, ávann Bismarck sér hatur
og ímugust lallra manna í vestan-
verðri Norðuráifu. Engin athöfn,
er hann framdi alla æfi, aflaði hon-;
um jafn - mikillar óvildar. Hann
var blátt áfram skoðaður um þetta
leyti óvinur frelsis og mannrétt-
inda. En vinátta keisa-rans og
fylgi Rússlands var honum fyrir
mestu, enda kom það honum
brátt að góðu haldi.
Alvarlegri voru vandræðin, sem
upp komu í Danmörku árið 1863.
Það ár lézt Friðrik konungur VII.
Friðrik, prinz af Ágústenbborg,
kom fram með kröfu um að vera
réttmætur ríkiserfingi í hertoga-
dæmunum, Slésvík og Holstein,
sem hingað til höfðu lotið dönsku
krúnunni. Prinzinn hafði eindreg-
ið fylgi hinnar þýzku þjóðar og
margra þjóðhöfðingja þýzkra.
En Bismarck fann sig enn til
þess knúðan, að bjóða almennings-
álitinu með þjóðinni byrginn.
Prússland var bundið af friðar-
samningnum í London 1852. Þár
hafði Prússland ábyrgst, að danska
konungsríkið fengi að haldast ó-
skorað. Ef Prússland hefði nú
virt þenna samning vettugi, hefði
það til þess orðið, að þjóðasam-
band hefði verið gert gegn Þýzka-
landi, líkt og átti sér stað 1851.
Bismarck leit . svo á, að það væri
enginn ávinningur Prússlandi, að
mynda nýtt þýzkt ríki.
í þessu efni var ósk Bismarcks
sú, að ef til þess kæmi, að hertoga-
dæmin gengi Dönum úr greipum,
kæmi þau undir Prússiand. En
ef Prússland viðurkendi kröfur
prinzins af Ágústenborg réttmæt-
ar, gæti þetta aldrei orðið. Þegar
er hann nú snerist þveröfugur ósk-
um þjóðar sinnar, varð hann aftur
eins og svikari í áliti hennar.
Hvað átti nú að verða af her-
togadæmunum? Kröfurnar komu
úr mörgum áttum, en voru gallað-
ar á einn eður annan veg. Danir
höfðu ekki að öllu leyti uppfylt
skilyrðin fyrir Lundúna-samningn-
um. Þýzkir þjóðhöfðingjar höfðu
ekki yfirleitt gefið samningnum
samþykki sitt, hvorki sem einstak-
lingar, né heldur sem heild.
Þegar Friðrik VII. lézt, kom
Kristján IX. til valda í Danmörku.
Rétt áður hafði dóttir hans geng-
ið að eiga prinzinn af Wales. Dan-
mörk vildi uin fram alt framvegis
fá að njóta eignarhaldsins á Slés-
vík og Holtsetalandi. En hins veg-
ar vildu hertogadæmin fyrir hvern
mun losast undan Danmörku.
Þing þýzka sambandsins vildi
lausninai, og að hertogadæmin
gengi um leið inn í sambandið.
Friðrik af Ágústenborg kom
fram með kröfur sínar af nýju um
ríkiserfðir. Nær því alt Þýzkaland
Viaií þeim kröfum samþykt. Þá
grípur Bismarck til þeirra örþrif-
ráða, að halda því fram, að Lund-
únasamninginn verði iað halda um
fram alt. Til þess fekk hann fylgi
Austurríkis, en fylgi Vilhjálms
konungs var mjög hikandi. Nú
átti að þrýsta Dönum til að upp-
fylla öil skilyrði, — en það höfðu
þeir engan hug á að gera.
Bismarck hafði komið því til
leiðar, að Austurríki og Prússland,
þessir æfagömlu óvinir, fyigdust
hér að málum, og væri verkfæri í
hendi hans. En hann virti viija
prússneska þingsins vettugi og
hann virti um leið vettugi viija á-
hrifamikilia stjórnmálamanna við
prússnesku hirðina. Prússland og
Austurríki, undir forystu Bis-
marcks, héidu fram Lundúna-
siamningnum, þvert öfugt þýzka
þinginu, eins og það hefði ekkert
að segja.
En það er af Kristjáni konungi
að segja, að hann neitaði að aftur-
kalla stjórnarskrá þá, sem hann
hafði birt, þótt það kæmi beint í
bág við Lundúna-samninginn.
BiSmarck lagði líka mikla áherzlu
á, að konungurinn danski hefði
brotið loforð sitt um að beita ekki
þýzka þegna sína neinni kúgun.
Fyrir því kemur hann því til leið-
ar, að Austurríki og Prússland
segja Danmörku stríð á hendur.
Hervélin þýzka lagðist á skömm-
um tíma yfir hertogadæmin. Dan-
ir höfðu engin úrræði önnur, en
að semja frið.
Við friðarsamninginn í Vínar-
borg afsöluðu Danir sér öllu til-
fealli til hertogadæmanna. En það
var fyrsta sporið til innlimunar í
Prússland. Ekkert I sambandi við
æfiferil Bismarcks er eftirtektar-
verðara, en þessir atburðir. ótel-
jandi óvinir, bæði heima og erlend-
is, höfðu á honum vakandi auga,
og eí hann hefði misstigið eitt ein-
asta spor, myndi það hafa orðið
honum til falls og háðungar. En
brátt komst Bismarck að því, að
Austurríki var innliman hertoga-
dæmanna f Prússland meira móti
skapi, en að kröfum prinzins af
Ágústenborg væri fullnægt. Kom
hann þá fram með nýjar kröfur af
hálfu hertogans af Oldenborg.
Næsti leikur á borði varð nú sá,
að nota þetta til að loka Austur-
ríki úti fná Þýzkalandi. Það var
Bismarcks aðferð að brjóta aldrei
loforð né samninga sjálfur; til þess
viar hann of varasamur. En hann
reyndi með öllu móti að gera ó-
vinum sínum svo gramt í geði, að
þeir yrði fyrri til að brjóta, og
bæri alla ábyrgð á samningsrofum.
Honum var það ljóst, að upp-
gangur Prússlands og útilofean
Austurríkis frá Þýzkalandi myndi
hafa stríð í för með sér við Austur-
ríki. Þá þótti honum það ráð, að
koma því stríði til leiðar. Tvent
vildi hann fyrst verða öldungis
fuilviss um. Fyrst, að Prússlandi
væri sigurinn vís. Því næst mátti
það til með að vera Austurríki, er
segði Prússlandi stríð á hendur,
en ekki gagnstætt.
Eftirmenn Bismarcks f valdasess-
inum þýzka nú á dögum, hafa leit-
ast af alefli við að feta í fótspor
hans. En þá hefir brostið var-
færninia hans. Þeir hafa verið of
fljótir til að álíta sér sigurinn vís-
an. Og þeir hafa ekki búið jafn-vel
um hnútana, að aldrei yrði hægt
þeim um að kenna. Vilhjálmi II.
-keisaranum núveranda, hefir
naumast tekist að sannfæra
nokkura hlutlausa þjóð um, að
honum sé ekki um að kenna frið-
arofin 1914.
Leikslokin urðu í bráð samningur,
seim gerður var í Gastein í Austur-
ríki 14. ág. 1865, þar sem Austurríki
féll frá þvf að styðja Ágústenborg
prinz til valda. Prússland skyldi
stjórna Slésvík, en Austurríki Holt-
setalandi. Það varð að samning-
um, að erfðamálin til hertogadæm-
anna skyldi eigi lögð fyrir þjóð-
þingið þýzka, sem með því var enn
virt vettugi, af því vilji þess braut
bág við viija Bismarcks.
Samningur þessi kom því til leið-
ar, að það drógst enn um stund,
að ófriður brytist út með þeim
Miðveldunum, Prússiandi og Aust-
urríki.
25. •
Stríðið við Austurríki 1866.
Næsti leikur á borði yar, að ein-
angra Austurríki svo, að það ætti
enga bandaþjóð, er til ófriðar
kæmi. Bísmarck vissi, að Rúss-
landi var honum óhætt að treysta.
En Napóleon III. varð hann með
einhverjum brögðum að blekkja,
þó Napóieon væri sjálfur talinn
mesti bragðareifur og oft ekki unt
að komast fyrir, yfir hverju hann
bjó.
Bismarck var aftur á móti feiki-
lega blátt áfram og óbrotinn, og
reyndist það miklu betur, en tvö-
feldni Napóleons. - Bismarck lék
sér með Napóleon og var honunr
margfalt ráðslungnari. Keisarinn
frakkneski lofaðist til að vera
hiutiaus, ef til ófriðar kæmi með
Austurríki og Prússlandi. Hann
hélt, að ieikslok mundu verða þau,
að Prússland yrði undir og myndi
neyðast til að leita til hans, tii
þess að verða ekki of hart leikið.
Þá myndi hann geta gert báðum ó-
friðaraðiijum þá friðarkosti, sem
honum sýndist.
Um aifskiftaleysi Englands þótt-
ist Bismarck fullvís. En við Italíu
varð hann eitthvað að gera. Hon-
um leizt, að ítalíu gæti Prússland
vel staðið sig við að launa væntan-
legt liðsinni, sér að meinfanga-
lausu. ítaiía vildi fá Feneyjar, og
það mætti hún. Það væri tilvalið
ráð, að fá ítalíu til að koma Aust-
urríki í opna skjöldu. Bismarck
hepnaðist að gera samninga við
ítalíu og reyndist hún honum vel.
Þegar til ófriðarins kom, bauðst
Austurríki til að kaupa hana til
friðar, en hún neitaði að gera
samninga, nema í sameiningu við
samtherja sinn, Prússland.
Bismarck lét sér ant um að koma
ófriði þessum til leiðar, ekki ein-
ungis vegna Slésvíkur og Holtseta-
lands, heldur um fram alfe til þess,
að skera úr um forystu Prússlandá
á Þýzkalandi. En konunginn varð
hann að haifa með sér. Konungi
var ófriður á móti skapi, og hann
bar fremur hlýjan hug til Austur-
ríkis, þar sem það hafði staðið í
bandalagi við bann. Vilhjálmur
vildi vera viss um, að það væri
Austurríki en ekki Prússland, er
orsök yrði í ófriðinum. Ætlunar-
verk þetta var næsta torvelt, en
Bismarck lét sér hepnast það.
Þvert ofan í samninginn f
Gastein lagði Austurríki krðfur
Ágústenborgs til ríkiserfða í Slés-
vík og Holtsetalandi fyrir þjóð-
þingið þýzka. Þá sendi Bismarck
prússneska herinn inn í Holtseta-
land. Austurríki bað þjóðþingið
(Framh. á 3. bls.)
GISLI GOODMAN
TINSMIÐUR.
VerkstœtSI:—Horni Toronto 8t. 08
Notre Dame Ave.
Phone Helmllla
Garry 2»K8 Garry 809
J. J. BILDFELL
FASTEIGNASALI.
Unlon Bnnk Rth. Floor No. SU
Solur hús og lótJlr, ogr annaTJ þar aV
lútandl. Útvegar peningalán o.fl.
Pkone Mnln 20N6.
-------------------------/
TH, JOHNSON,
Úrmakari og Gullsmiður
Selur giftingaleyfisbréf.
Sérstakt athygli veitt pöntunum
og vióffjöróum útan af landi.
248 Main St. - Phone M. 6606
J. J. Swan.on H. Q. Hlnrlkaaon
J. J. SWANSON & CO.
FASTEIGNA9ALAR OS
penlnn mltllar.
Talaími Maln 2607
Cor. Portag. and Garry, Wlnnio.8
MARKET HOTEL
146 Prlnr *nm Strret
á nótl markaVinum
Bestu vínfön^. vindlar og aV-
hlynin^ g:ó?5. Islenkur veitinga-
maCur N. Halldórsson, leióbeln-
lr íslendingum.
F. O’CONNEL* Eigrandi Wlnnlpeg
Arni Anderson E. P. Garland
GARLAND& ANDERSON
L#GFRÆB1KGAR.
Phon. Maln 1561
891 Iloctric Railway Chambari.
Talsími: Main 6302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portagre Avenue. WINNIPEQ
Dr. G. J. Gis/ason
Fhyslclan and Surgeon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skuröi.
18 South 3rd St., Grand ForEra, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 IIOYD BUII.DING
Hornl Portage Ave. og Edmonton St.
Stundar eingöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er ah hitta
tri kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til i e.h.
Phone: Main 3088.
Helmill: 105 Ollvla St. Tal*. Q. 2316
V6r höfum fullar hirgíir hrein-
ustu lyfja og meöala. Komlt
meil lyfseöla yöar hingati, vér
gerum metulln nákvæmlega eftir
ávísan læknisins. Vér sinnum
utansv.lta pöntunum og seljum
giftingaleyfi. : : : :
COLCLEUGH & CO.
Notrc Dane A Sherhrooke Sts.
Phons Garry 2690—2691
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur sá b.sti.
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnlsvartJa og legstelna. : :
813 SHERBROOKE ST.
Ph.ae G. 2152 WIITNIPBG
AGRIP AF REGLUGJÖRB oia
heirailisréttarlönd í Canada
og Norðvestnrlandinu.
Hver fjölskyldufatJIr etia hver karí-
matiur sem er 18 ára, sem var breskur
þegn í byrjun strítjsins og hefir veritl
þati sitlan, etia sem er þegn BandaþjðtJ-
anna et!a öhátSrar þjðöar, getur tekií
heimilisrétt á fjórtiung úr section af ó-
teknu .tjðrnarlandl i Manltoba, Sas-
katch.wan et!a Alberta. Umsnkjandt
vertSur siálfur atS koma á land.krif-
stofu itjdrnarinnar etSa unðirskrifstofu
hennar i þvi hératii. f umbotJi annars
Skyldari—Sex mánatia ábúí og ræktun
má taka Iand undir vissum skilyrtSum.
Iandsins á hverju af þremur árum.
1 vlssum hérutJum gstur hver land-
Iandnemi fengltl forkaupsrétt á fjórtS-
ungi sectlonar metl fram landi sínu.
Verö: »3.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur:
Sex mánatla ábútl á hverju hlnna
næstu þriggja ára eftir hann hefir
hlotltS elgnarhréf fyrir heimilisréttar-
landi sínu og auk þess ræktaö 59
ekrur á htnu selnna iandl. Fprkaups-
réttar bréf getur landnemi fengltl um
leltS og hann fær helmillsréttarbréfitS,
en þð metJ vissum skilyrtlum..
Ltndnerai, sem fengiti hefir helmtlis-
réttarland, en getur ekki fengtö for-
kaupsrétt (pre-emptlon) getur keypt
heimillsréttarland i vissum hérutSum.
VertS $3.00 ekran. Veröur atl búa &
landinu sex mánutll af hverju af þrem-
ur árum, rækta 50 ekrur og byggja hús,
sem sé $300.00 virtSi.
I>eir sem hafa skrifat! sig fyrir helm-
llisréttarlandi, geta unnits landhúnats-
arvinnu hjá bændum i Canada ðritJ
1917 og timl sá reiknast sem skyldu-
tíml á landl þeirra, undir vissum skii-
yrtSum.
"begar stjðrnarlðnd eru auglýst et5a
tilkynt á annan hátt, geta heimkomnir
hermenn, sem veritS hafa I herhlðnusttt
erlendis og fengiti hafa heitSarlega
Iausn, fengltS elns ðags forgang* rétt
til atS skrifa sig fyrir helmilisréttar-
landi á landskrifstofu hératSsins (en
ekkl á undirskrifstofu). Uausnarbréf
vertiur hann atS geta sýnt skrifstofu-
stjðranum.
W. W. CORY,
Deputy Minlster of the Interior.
B188, sem flytja auglýsingu þessa C
helmlldarleysl, fá enga borgua fyrlr.