Heimskringla - 06.09.1917, Page 5

Heimskringla - 06.09.1917, Page 5
WIUIírPBG, «. SEPT. 1917. HEIUSKRINCLA 5. SLAÐSS0A Myndi það HMíira til leiðar lroma, wálefni sambands þjóðanna í vil, •n iháif miljón hermanna. Svo máttugt er lífsafl hugmyndanna. Eorsetinn varð fyrstur til að *vara ávarpi páfans. Með þessu svari er eins og hann hafi gerst leiðtogi sam'herja. Á þenna skiln- ing muin fallist af sambandsþjóð- unutn ölium yfirleitt. Það veit hann líka. Fyrir því ávarpar liann fremur þýzku þjóðina sjálfa en samherja. Hann segir Þjóðverjum tvímæla- iaust, að eigi sé unt að semja frið við þá einvaldsstjórn, sem nú situr að völdum á Þýzkalandi. Stjórn- arskipulagi sínu verður þjóðin að breyta í sama horf og önnur menn- ingarlönd í nýrri tíð. Hún verður að breyta skoðunum isínum um skyldurnar, sem á henni. hvíla gagnvart nágrönnum hennar, áður uint er að leiða stríð þetta heppi- lega til lykta. öllum þjóðum þarf að skiljast, Þjóðverjum ekki síður en öðrum, að stríð er óhæfilg og ófær aðferð til að efla sanna velferð. Sagan kann fyrst af Prússlandi að segja sem mjög lítilfjörlegu höifðingjadæmi, einu hinu minsta á Þýzkalandi. Á átjándu öld létu leiðtogar landsins sér hepnast, að leggja undir sig lönd, er lágu upp að landamærunum, með því að heyja hverja styrjöldina á fætur annarri, unz það varð eitt voldug- asta ríkið á Þýzkalandi. Bismarok gerðist leið'togi Þýzka- iands síðara helming 19. aldar. Hann notaði sigur, sem Þjóðverjar unnu yfir Austurrikismönnum, til bess að neyða Habsborgar kon- ungsættina til að gefast upp með að komast til valda á Þýzkalandi. Svo kemur sigurinn yfir Frökk- um 1870—71. Þann sigur notaði Bismarck til að sameina Þýzka- land, svo Frakkland gæti eigi framar skákað í því skálkaskjóli, að sundruing Þýzkalands væri hjálpræði þess. Kórónuna seitti hann á þessa þjóðar-einingu með því að sjá um að Prússland bæri ávalt ægishjálm yfir Þýzkalandi. Á þenna hátt hefir það orðið eins konar þýzk erfikenniing, að n«ta ihernað sem verkfæri á stjórn- málasviðinu. Síðasta aldarfjórð- ung hafa stjórnmálaerindrekar Þýzkalands barist gegn því með oddi og eggju að hernaði væri reistar skorður í sambandi við atjónnmál. Það sem stríðinu hratt af stað fyrir meira en þrem árum var efa- laust þessi metnaður þýzkra þjóð- arleiðtoga, að halda áfram þessa frækiiegu sigurvinningaleið til að auka veg og völd þjóðarinnar. Ekkert kom þeim til að hika, nema ef vera skyldi möguleiki þess,- að þeir bæri ekki sigur út býtum. Sterkar ástæður voru fyrir þá að hika lengur en þeir höfðu þolin- mæði til. Valdadraumurinn togaði þá út á þessa voðalegu glapstigu. Aldrei hcfir nein þjóð spilað djarfara á- hættuspil. Sú nauðsyn, er þeir eögðu að bryti öll lög, þrýsti þeim inn í Belgíu, en gerði um leið allan heiminn að óvinum þeirra. Sama nauðsymin teygði iþá út í kaf- nekkva hernaðinn, sern alls enginn ávinningur hefir orðið þeim, en sogaði Bandarfkin inn í istríðið og gerði endilegan ■ ósigur enn sjálf- aagðari en áður. Hernaður verður að hverfa úr viðskiftum þjóðanna. Með liern- aðaraðferð sinni hafa Þjóðverjar sjálfir gcrt sitt eigið eftirlætis vopn svo hatað af öllum heimi, að van- anda er að honum verði vísað á bug eins og öðru villiinanna at- hæfi. En það verður að brennast svo djúpt inn í sál hinnar þýzku þjóðar, að hún gleymi aldrei. Hiinigað til hefir hún elskað hern- aðinn, eins og barn leikfang. Hér eftir verður hún að gera sér það ljóst, að öll velferð hennar er und- ir því komin, að hún hendi því hættulega leikfangi frá sér, svo það aldrei verði honni fótakefli oftar. Því miður virðist hugur þjóðar- innar enn óbreyttur. Enn lifir ihún 1 von um 'sigur. Enn hygst hún að leggja óvini sína að fótum sér, eins og 1914. Enn eru herdólgarn- ir við völdin. Enn lætur þjóðin þá ielða sig. Hve mikil hörmung sem það er, verður stríðið að standa, unz skýlan íellur þjóðinni frá augum. Triður verður aldrei saminn við þá keisarastjórn, sem inú situr að véldum. Hvernig ætti nokkur að geta fengist til að trúa henni? Einungis með því rnóti, að þjóðin gvípi sjálf í tauma og hrysti af sér hervald og ábyrgðarlausa keisara- stjórn, verður friður saminn. En þá verður líka þjóðin smám naman tekta í sátt og allar hendur á lofti til að lækna isárin, sem; þessi v»ða styrjöld hefir slegið. Menningargildi krístín- dómsins. Fyrirlestur fluttur í Tjaldbúðar- kirkju í Winnipeg 5. júní 1917. Eftir síra Pál Sigurðsaon. (Framlh. frá 7. bls.) að varast þau. En þá verður líka eftir þeim að muna. Enn fremur: Það er ekki alt iaif svo auðvelt, að gleyrna. Það er svo margt, sem þannig er vaxið, að það líður mianni ekki hæglega úr minni. Abyrgðiairtilfinninigin ristir djúpt og verður ekki auðveildlega út m-áð. Og svo má benda á það, að margt af því ágætasta, sem fyrir mann kemur, á eitthvað skylt við fyrir- gefningu. Um hin mikilvægu á- hrif hennar í öllu uppeldi þarf eikki að tala. Hin ástæðan gegn kenningunni um fyrirgefningu syndanna, er, að sú kenning sé svo langt frá að vera nægilega dýru verði keypt. Hún viaildi því, að menn kasti fram af sér beizlum og glati allri ábyrgðar- tilfinningu, sem sé þó stærsta hvöt- in til alls siðgæðis. Kenningin um fyrirgefningu syndanna á blátt á- fram að vera argasta ósiðsemi. Þotta) er nú rétt á iitið, þegar eingöngu er á það horft, hvernig kenningin hefir oft og tíðurn orðið í mieðferðinni hjá kirkjunni. En mótbáran hittir ekki kenningu þessa í ihennar upphaflegu mynd, eins og Lúter uppgötvaði hana (að nýju. Að Lúter uppgötvaði þessa kenn- ingu í hennar upp'hiaflegu mynd, eru áreiðanleg, söguleg sannindi. Og’ það merkilega er, að hann upp- götvaði þetta, einmitt þegar hann átti í snarpiaista bardaganum við sjólfan siig um það, að leggja ekki á flótta undan ábyrgðinni, en gjalda alt, sem gjalda ber, fullu verði. Þess vegma reis hann upp á móti kirkjunni, að hún reyndi að losast undan ábyrgðinmi, með hin- um léttúðuga skrípaleik aflátssöl- unnar, og hélt því fast fram, að leiðin væri einmitt, að hliaupa ekki undan, iheldur þvert á móti, að beygja sig undir afleiðingar synda sinna og yfirsjóna. Því segir Lút- er í hinum alþektu 95 greinum sín- um þar so.rn hann berst á móti af- látssölunni: “Burt mteð þá spá- menn, sem segja við söfnuð Krists: Friður, friður, og það er enginm friður. Heill þeim spámönnum, sem segja við söfnuð Krists: Kross, kross, og það er enginn kross.” Hyggi maður að friður sé og öllu óhætt, er maður á skakkri leið; beygi maður sig aftur á móti und- ir laillar afieiðingar yfirsjóna sinna og synda, sé fús að bera þær, leggi maður sig fríviljuglega út í sárs- auka hims siðferðilega stríðs, af- neiti imaður sjálfum sér, þá er maður á þeirri leið, sem fyrirgef- andi guð verður fundinn á. Þaið sóst nú ekki, að ábyrgðiartilfinn- ingin sé hér sljófguð, heldur er hún skerpt það frekast að unt er. Fyringefning syndanna merkir þá, að á leið sjálfsafneitunar og sjálfsfórnar—á leið kærleikiams— finni maður þann guð sem, þrátt fyrir alt, treystir manni, og sem manni ber að læra að treysta. Þegar eg því með kristimdómin- um meina þetta “pflaiktiska” guð- samlband, sem bygt er á Jesú Kristi, þá getum vér ekki táknað það með öðrum orðum betur en þessnm: Faðir vor, þú sem ert á himnum. En ihver er nú afstaða þessa kristindóms til menningarinnlair? Hvert er menninargildi hans? Eg svara með þessum fáu orðum, sem eg vil svo gera ofur litla grein fyrir: Kristindómurinn er eins og súr- deigið, sem látið er í deigið og sýr- ir, og “lyftir”. Hann eí eins og krafturinn, sem streymir gogn um alt það, sem hann er leiddur eftir, og “Vinnur” og “knýr.” það er nú auðsætt, að kristin- dómurinn segir ekkert um, hvernig menn eigi að faira að reisa hús, leggja götur, rækta akra. Hann setúr heldur engar reglur fyrir viðskiftailífi manna, verzlun, iðn- aði og öðru þvílíku. Enn frennur segir hann ekkert fyrir um þjóðfé- lagsskipun og stjórnarfar, ekki einu sinni um klrkju fyrirkomulag. Og vísindunum, í hvaða grein sean er, setur hann heldur ekki neinar á- kveðnar aðferðir iað beita við vís- indaiegu rannsóknirnar, og í engu kveður hann á um, hvað sé vís- indalega rétt og hvað ekki. Ekki einu sinni segir kristindómurinn hina minstu vitund um, hvaðla guðfræði sé tiltölulega réttari en önnur. Og það er eftirtektarvert, að Jesús lét ekki eftir isig neina guðfræði, og gaf silg aldrei bein- línis við henni, frekar en öðrum greinum menningarinnlair. Att þetta, sem eg hefi hér nefnt, og fleira þess kyns, fer að öllú leyti mt'. : '.■■■. ■ r ■!.......111 'i"1.:1.^.1 eftir vitsmunum, þroska, reynslu og þekkingarforða einstaklinga og þjóða. Og sitt hvað þess háttar, sem getur verið hárrétt á vissum stöðum, og vissum tímlabilum, og undir vissum skilyrðum, getur ver- ið rammskakt á öðrum stöðum, á öðrum tímabilum og undir öðrunn skilyrðum. Afstaða kristindómsins gagnvart öllu þessu er sú, að hann kemur því öllu ekkert við, beinlínis.—Það er manninum einum, persónunni, sam kristindimurinn kemur við, og það bæði beinlínis og lalvarlega. Nú imá með sanni segja, að mað- urinn, persónan, sé grundvallarskil- yrði allrar menningar. Hann er eins og uppsprettan, sem allir straumar menningarinnar eiga upp- tök sín í. Hann er eins og centrum, ljósgjafi, »om sendir frá sér geisla sína í allar óttir. Og hann er eins og brennipunkturinn, sem þeir sameinast aftur allir 1 og hafa sín áhrif á, eftir því, hverrar tegundar þeir eru. Maðurinn, persónan, er því ekkl að eins uppspretta og grundvall- ar-skilyrði allrar menningar, held- ur einnig grund valliar-ti Igangur hennar og markmið. Sbr. orðið menning. Það er því ekki lítils um vert, hvers eðlis og hverrar tegundar geislar mienningarinnar eru, að straumar henn|air séu sem ógrugg- ugastir og tærastir. En það fer alt eftir því, hvernig uppsprettan : maðurinn, porsónan, er. Þetta máltæki er svo guðdómlega satt, að sé tréð gott, þá eru og ávextirn- ir alla-jafna góðir. Það leiðir því af sjálfu sér, að alt það, sem hefir í sér fólgið eitthvert gildi, eitt- hvert verðmæti fyrir manninn beinlínis, hefir það óbeinlínis fyrir alla hina- margvíslegu menningar strauma. Og að kristindómurinn hafi nú það gildi fyidr manninn, fyrir persónuniai, sein maðurinn ekki vel geti verið án, ef vel á að fara, og ekkert annað getur bætt honum upp, langar mig nú til að sýna stuttlega fram á. 1 fyrsta lagi: Kristindómurinn hjálpar mann- inum til að átta sig. Veldur kyrð, friði, djörfung. Það má vafalaust finna marga galla á menningu vorra tíaiia. Einna tiMinnanlegasti gallinn, í mínum augum, er það, hvað menn- ing vor er hugsjónasnauð. Það er stór vöntun á háum og yfirgrips- miklum hugsjónum, sem sameinia, rúma hið margvíslega innan sinna vébanda, og hefja það samtímis alt upp f einingarinnar hærra veldi. Menning vor er aftur á móti marghliða; ótal greinum skýtur út í allar áttir. Og væri nú þetta eðli- legur vöxtur greinanna út frá stofiii trésins, þá væri alt gott og bless- að. En þaið er nú einmitt það, sem því miður ekki er. Myndin af eld- hnettinum, sem er á fljúgandi ferð og kastar frá sér eldgiæringum f óða önn og í allar áttir, er að mörgu leyti betri útskýring á á- standinu. Hinn óðflugiai, iðandi straumur menningarinnar hrífur menn með sér, án þess þeir fái átt- að sig, og hefir æðisgengin, ofþreyt- andi og sljófgandi áhrif á allan þeirra persónulegleik. Það er svo hætt við því, að maðurinn verði ekki annað en hjólið í vélinni, sem er og líka prédikað af sumum post- ulum menningarinnar, lað maður- inn sé og eigi að vera. Menning vor er eiginlega ekki vel fallin til þass að skapa frumleik, eða til lað gera menn að persónum; og þá vantar mikið. — Það er hverjum manni ó- eðlilegt, að vena ekki sjálfstæður, að vera ekki frjáls; og í því ástandi nýtur maðilrinn sín aldrei, verður hann alt af sjálfum sér ónógur. Það þekkja og allir, hvílfkt gildi það er manni, sem leggur í eitt- hvert fyrirtæki, að átta sig á því og koma sér niður á einhverja fasta ráðagerð (Plan), áður en hann leggur út f það, og sjaldnast farn- ast þeim vel, sem hlaupa út í blá- inn. Tilfellið virðist vera nákvæm- lega það sama með menninguna. Sú menning, sem skerðir sjálfstæði manna, þrátt fyrir alt slfct tal um frelsi, og er hugsjónasnauð, spáir ekki ncinu góðu. Nú verður auðvitað ekki hialdið aftur af menningunni eða hún neitt takmörkuð og þess er heldur ekki að vænta. En eitt er æskilegt, og það er, að til sé sá kraftur, sem streymi um menning- árinnar miairgvfslegu greinar, haldi öllu saman og 1 réttu horfi, og hjálpi manninum til að týna ekki sjálfum 'sér í hinni miklu hringiðu menningarinnar. Sé slfkan kraft annars nokkurs staðar að finna í öllu því, er vér þekkjum, hefir kristindómurinn hann í sér fólginn. Hann skapar lffi mahns kyrð, frið, leysir úr þein) fjötrað. 1 þessári tilhneigingu og í þessum tiMinningum kemur trú- in í ljós hjá flestum mönnum. Til- finningar þessar geta gert vart við sig með ýmsu móti. Það getur verið umhugsun takmarkalausrar tilveru, eins í smáu og stóru; eða það getur vcrið listin, innblásin af þessum tilfinningum, sem veldur. Þá hefir andi mannsins helzt til- hneigingu til að lyfta sér á vængj- um hrifningarinnar út yfir allar takmarkanir, jafnvel út yfir alla röksemdafærslu—^og ‘hátt yfir hrönnum og ströndum að horfa mót ókunnum löndum”, efns og Björnstjerne Björnson segir. Sá maður, sem eitbhvað til þessa þekkir, er beinlínis fyrir það meiri maður; hann skilur sjálfan sig betur, og einnig samræmið á milli sjálfs sín og insta kjama tilverunn- ar. Það er á þessu sviði, sem marg- ir, er annars eru fyrir utan allan kristindóm og gefa isig ekkert við þeim málum, finna, «ð þeir eru í samræmi við svo margt í kristin- dóminum, einkum eins og það kemur fram í sálmaakáldskapnum. Margir slíkra manna hafa jafnvel óbeit á trúarlærdómunum mörg- um hverjum, og eru mjög svo heyrnarsljóvir, þegar talað er um upprisu, friðþægingu, endurlausn og annað því um líkt. En heyri þeir sungið og fari þeir að raula jneð eitthvað af sálmunum, eins og t. d.: “Ár og síð eg er í voða, ár og sí þó náð til boða,” eða: “Á hend- ur fel þú honum,” og fl., þá verður það alt öðru vísi. Þá er eins og þeir hrífist með af þeirri stórfeldu hreyfingu mannkynsins, sem varð- ar líf og dauða. Hér er það, sem slíkir rnenn finna miklu betur sam- ræmi á milli sín og krtstindómsins, heldur en fríhyggjunnar—líklega af því, að fríhyggjan getur, eða læzt geta, losað sig við að hugsa nokkuð um lif oig dauða. Það er nú auðsætt, hvað það er í kristindóininum, sem Jiannig hríf- ur menn. Það er kyrðin, friður- inn, setmi hann skapar mitt í bylt- ingum og ærslum tilverunnar og lífsins. Og þvf verður tiMinningin svo næm fyrir því, að þörfin sé á nýju fyrirkornulagi, nýjum bún- ingi, sem kristindómurinn verði færður í; búningi, sem fylgist með tfmanum, svo að kristindómurinn fái snortið mennina, þar sem þeir standa í andlegum efnum. Hér drep eg á brýna þörf á vorum tím- um. Það er ekki nóg, að hveræin- staklingur sé f sínu horni með trú sína, og hver trúflokkur í sfnu skoti m'eð sínar kenningar. Þ,að verður að verða kristninni aug- ljóst, hve bráðnauðsynlegt það er, að læra að viðurkenna oig meta sér- kennileik hvers um sig, og beita svo sameiginlega kröftum sínum að sameiginlegu, kristilegu tak- marki. Það eru og líka margir mætir menn, seim snúið hafa baki við kristindóminum, a'ð minsta kosti f orði kveðnu og f þeirri rnynd, sem hann hefir komið friaim í hjá kirkj- unni, sem finna þó, hve óinissandi kirkjan er i raijn og veru. Pró- fessor Höffding, danski heiinspek- ingurinn, telur engan annan fé- lagsskap, í hvaða efni sem er, geta fylt hennaæ skarð. Þó er skiljan- legt, að margur maðurinn geti orð- ið igramur, og jafnvel fengið óbeit á þröngsýni og þrætum kirkjunn- ar manna, og hve kirkjan er oft hugsjónasnauð. En það verður þó að viðurkennast, þrátt fyrir lailla galla, að guðsþjónuvsta kirkjunnar, hið kristilega félagslíf og einkum bænin, hefir 1 sér fólgið það verð- mæti fyrir persónuleik mannsins, sem ekkert tamnaö getur bætt upp. Á þessu sviði sálarlífsins á miargur maðurinn djúpar friðar- stundir. Eg veit það raunar, að hægt er að Ifta svo á tilveruna í heild sinni, að maðurinn fyllist kyrlátum, lotninganfullum tilfinn- ingum, og, eins og tekið tiefir ver- ið ifram: slíkt er mikils vert. En ef betur er að gáð: Er það þó ekki að horfa og fcala eða huigsa út í þegjandi geiminn? Því, ef að fyr- ir alvöru er spurt: Hvera vegna er alt þetta, em vér köllum tilveru? Hver er tilgangurinn? Hver er eiginlega meiningin með «gin lífi voru og allri þeirri starteemi, sem vér köllum menningu? Þá Sé eg ekki annað, en að menn verði iað fara einhverja af þessumi þremur leiðum: (1) Að gefast upp við, hætta alveg að hugsa nokkuð um það, og láta þar nótt sem nemur. Þessa leið fara margir. En verð- mæti eða gildi þess sé eg ekki mik- ið frábrugðið því, að berast með straumnum,—að hlaupa út f blá- inn. (2) Að geta ekki tosað hug- ann alveg við þetta alvörumál, en geta heldur ekki fest hann við neitt, að lifa 1 sífeldri óvissu efans um alt. Það má vísa til Cartesi- usar: De omnibus est dubitandum. Eg hygg, að sá maður sjái ekki eftir, sem einhvem tíma hefir komist irin á þessa leið, að efast um alt— það er að segja, ef hann hefir kom- ist af henni aftur. Því 1 slíkum hreinsunareldi bróðnar margur sorinn burt, En að halda þá leið, svo lengi sem maður lifir, er ó- bærilegt. (3) Er leið trúarinnar: trúartraustsins. Eitt sinn, þegair Goethe, þýzka skáldið, var að fhuga heimildirnar um elztu sögu ísraelsþjóðarinnar, skrifaði hann þessi orð. “Hið eig- inlega, einasta og dýpsta viðfangs- efni veraldar- og mannkynssögunn- ar, sem öllum öðrum viðfangsefn- um er meira, verður sífelt baráttan á milili vantrúar og trúar. öll tíma- bil, þar sem trúin ríkir, í hvaða mynd sem ihún er, eru skínandi, lyftandi, frjófgandi öldum og ó- bornum. öll tfmabil, aftur á móti, þar sem vantrúin, í hvaða mynd sem hún er, hefir unnið dálítinn sigur, hverfa komandi kynslóðum sýn,—^þó þau kunni um stund að gorta af tálljóma sínum,—og það af þvf, að enginn kærir sig um, að vera að þreyta sig á að grafa það upp, sem er einskis nýtt. Það þekkja nú allir verðmæti traiU'stsins, í hvaða starfsemi sem er, er menn taka sér fyrir hendur. Listin að lifa, er yfirleitt að kunna að treysta, að gefca staðið gagnvart tilverunni með lotningarfullu trausti. Og til þess hjálpar kristin- dómurinn manni, öllum lífsskoð- unum og stefnum fremur. Til þess að geta til lengdar stað- ið mcð lotningarfullu trausti gagn- vart tilverunni, verður maður að sannlfærast utm, að hinn insti leyndairdómsfulli kjarni hennar sé guð: Guð, ®em yfir öllu vakir, alt heyrir, öllu svari og stefni öllu að settu marki, þvf tilgangur gerir ráð fyrir einhverju, sem tilganginn hef- ir, og blindum öflum er ekki gott að treysta. Geti maður nú ekki sannfærst um slíkan guð, í þvf | guðssambandi mannssálarinnar, j sem manns sonurinn hefir leitt í ljós, þá veit eg ekki hvernig eða hvar í heiminum maður á að geta sannfærst um það. Það verður víst að álítast stór-efasamt, að það sé nægilega hugsandi og vitsimuna þroskuðum manni yfirleitt unt. Aftur á irióti er unt að benda á aragrúa af fólki, bæði hátt og lágt settu í ýmsu tilliti, sem með fullri vitund og vilja hefir skipað eér undir verndarvæng og handleiðslu hins kærleiksrfka guðs, sem krist- indómurinn boðar, og eru vottar þess, að á augnablikum hinnar leyndardómsfullu, kyrlátu til- beiðelu gagnvart honum, hafi þeim lærst að átfca sig á tilveunni og líf- inu og fylst heilagri djörfung. Þetta er þá í fyrsta laigi menn- ingargildi kristindómisins, að hann hjálpar manninum til að átta j sig á ti’lverunni og lífinu og gerir hann reiðubúinn og færan um að leggjá inn ó alveg ákveðna leið, með djöfnng og trausti. (Meira.) --------O------- Takið eftir! Eg hefi fengið frá íslandi bækur Sögufélagsins fyrir 1917: 1. Alþingisbækur Islands, III, 1. 1595—1603). 2. Landsyfirréttar og hæstaréttan dóma 2. h. (102—1873). 3. Skólameistarasögur Jóns pró- fasts Halldórssonar, 2. h. Bækurnar eru 11 króna virði, en skilvísir kaupendur fá þær fyrir 5 krónur (hér $1.75). Bækur Sögufó-1 ----------—.'igj: lagsins frá byrjun geta menn fongið með því að snúa sér til mfn. Þess skal hér getið, að bækur félagsins fyrir 1915 og 1916, sem sendar voru áleiðis frá New York tij Winnipeg 1 haust eð var, eru enri ókomnar. En nú er verið að gera gangskör að því að hafa upp á þeim. Þegar þær koma, verða þær sendar áskrif- endum tafarlaust. Ólafur S. Thorgeirsson. 674 Sagent ave., Winnipeg. Jacksoman VEGGJA-LÖSA OG COCKROACH Eitur “Eina veggjalúsa eitri’ð sem kem- ur að gagni”—þeta segir fólkið, og það hefir reynt margs konar t*g- undir. — Þetta eitur drepur allan veggja maur strax og það er brúk- að. Eg sendi þennan “Extermina tor” í hvem b* og borg f Vestur- Ganada, alla leið til Prince Rupart f B. C. — og alstaðar dugar það jafnvel — og kaupendur þess nota það ár eftir ár. — Jacksonian er ekki selt á lægra verði en önmir pöddu eitur, en það má reiða sfg á að það dugir. — Komið eða skrttið eftir fullum upplýsingum. HARRY MITCHELL, 466 PORTAGE AVE. ’Phone Sher. 912 Winnipeg Góð Tannlœkning á verÖi sem léttir ekki vas- ann of mikið—og endist þó Gjörið ráðstafanir að koma til vor bráðlega. Sérstök hvílustofa fyrir kvenfólk. Dr. G. R. CLARKE 1 to 10 Dominion Trust Bldg Regina, Saskatchewan HRAÐRITARA OG BÓKHALD- ARA VANTAR Það er orðið örðugt að fá seft skrifstofufólk vagna þess hvað margir karlmenn hafa gengið í berinn. Þeir sem laert hafa á SUCCF.SS BUSINESS College ganga fyrir. Success skóliun er sá stærsti, sterkasti, ábyggileg- asti verzlunarskóli bæjarins Vár kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deildar- skóla víðsvegar um Vestur- landið; innritum meira en 5,000 nemendur árlega og eru kennarar vorir asfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business College Portasre <>k RéwuBtou WINNIPEG Látíð oss búa tii fyr- ir yður sumarfötin Besta efni. Vandaö verk og sann- gjarnt verö. H. Gunn & Co. nýtízku skraddarar 37» PORTAGE Ave., Winnipeg Fhone M. 7404 nnwMALT UU VV EXTRACT HOLLUR OG GÓÐUR DRYKKUR Ágæt næring — hefir hlotið beztu meðmæli lækna Richard-Beliveau Company, Ltd. Dept. “H” WINNIPEG Richard-Beliveau Company of Ontario, Ltd. Dept. "H” RAINY RIVER, ONT. Flutningsgjald það sama írá Rainy River og frá Kenora.— Pöntunum taíarlaust sint. Sendið eftir veröskrá.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.