Heimskringla - 20.09.1917, Side 7
WINNIPEG, íö. SEPT. 1917
HEIM3KRINGLA
7. BLAÐSIÐA
Guðmundur Magnússon
sagnaskáld.
(JÓN TRAUSTI.)
Ritstjóri “Skfrnis” hofir beðið
mig að skrifa grein með mynd Guð-
mundar Magnússonar í Skírni. Eg
hefi engan tíma til þess að líta á
ný yíir skáldsögur hans og rifja
þær á annan hátt upp fyrir mér,
og engan tíma til að rita um þær
eins rækiloga og vera ætti. En eg
man það, að þegar eg fyrir 11 árum
las fyrst yfir handritið af “Höllu”,
sem við Arinbjörn Sveinbjarnarson
gáfum út sumarið 1906, þótti mér
sagan taka svo langt fram því, sem
eg hafði gert mér vonir um, þegar
eg tók við handritinu, að mig furð-
aði á því, að höf. 'skyldi vera í
vandræðum með að koma henni á
prent. En hann kom með handrit-
ið til mín f því skyni að fá það
gefið út, afturreka frá helztu bók-
sölunum í bænúm, er ekki höfðu
viljað taka f mál að gefa söguna út.
Við Arinbjörn höfðum þá gefið út
í félagi eina bók, þýðing á “Quo
vadis?”, og þvf hugkvæmdist hon-
um að reyna við okkur. “Halla”
kom svo út um haustið 1906, og
það mátti heita, að henni væri vel
tekið. Áður höfðu komið út eftir
Guðm. Magnússon kvæðasöfn,
ljóðlei'kurhm “Teitur^- og “Eerða-
minningar”, frásögn um ferð hans
suður um Evrópu árið 1904, og
hafði hann fengið styrk hjá alþingi
til þeirrar ferðar. “Eerðaminning-
ar” komu út sumarið 1905. Með
þeim fylgdi dálítið safn af ljóðmæl-
um, sem hann hafði ort í utanför-
inni. En þessar bækur hans munu
ekki hafa selst vel, og frá ritdómur
um biaðanna 'höfðu þær ekki feng-
ið vingjarnlega dóma. Af þeim á-
stæðum varð höf. afturreka með
“Höllu” frá þeim bóksölum, sem
áður höfðu gefið út bækur hans.
En nú skifti um þetta, þegar
“Halla” kom. Hún fékk fremur
góðar viðtökur í þeim blöðum, sem
á hana mintust. Samt seldist hún
ekki mikið f byrjun. En tveimur
árum síðar, 1908, kom út framhald
hennar í 1. þætti “Heiðarbýlisins”,
sem heitir “Barnið”, og svo enn
þrjár bækur í viðbót, “Grenja-
skyttan”, "Pyigsnið” og “Porradæg-
ur,” sinn þátturinn hvert árið fram
til 1911. Sögurnar vöktu meiri og
meiri athygli eftir því sem á leið,
og það má heita, að síðari heftin
flygju út um leið og þau komu í
bókabúðirnar. Nú eru allar þess-
ar sögur að mestu upp seldar og
þörf á nýrri útgáfu. Jón Trausti
var orðinni, þegar sagnaflokkur
þessi var allur út kominn, einn aí
þektustu og mest lesnu rithöfund-
um landsins, og erlendis höfðu sög-
urnar einnig vakið eftirtekt. Jafn-
framt þessum sagnaflokki komu
og út eftir Jón Trausta tvær aðrar
sögur: “Leysing” 1907 og “Borgir”
1911 (2. útg.), og þar að auki safni
af Smásögum 1909 og 1912.
Þessar sögur, sem hér eru nefnd-
ar á undan, mynda sérstakan flokk
í rítstörfum Jóns Trausta. Þær eru
allar lýsingar á nútíðariífinu. I>ótt
“Halla” fari nokkuð aftur í tímann,
þá er þar þó að eins lýst því, sem
borið hofir íyrir augu höf. sjálfs,
því sagan er bygð á endurminning-
um frá bernsku hans. En eftir 1911
snýr hann sér að sögu landsins á
fyrri öldura, og þaðan er tekið efn-
ið í allar sögur hans, sem síðan
hafa birzt.
Framan við aðra útg. af “Bprg
um” skrifaði eg fyrir sex árum
stutta greim um skáldsagnaferð
Jóns Trausta íram til þess tíma og
um æfiatriði hans hefi eg áður
skrifað, í aprílblað “óðins” 1907 og
í aprílblað hans 1911. Tek eg hér
upp kafla úr því, sem eg hefi áður
sagt um sögur hans í greininni
framan við “Borgir”:
í þessum sögum rekur hver lýs-
ingin aðra úr íslenzku þjóðlífi, hver
annari trúrri og sannari—úr sveita-
lífinu, úr kaupstaðalífinu, úr við-
skiítalífinu, úr safnaðalífinu, úr
heimilislffinu. Alstaðar liggur
söguefnið opið fyrir Jóni Trausta;
alstaðar finnur hann fólk, sem
vert er að lýsa, og dregur fram við-
burði, som í meðferð hans verða
sögulegir. Innan um sögur hans
koma og fyrir Ijómandi fallegar og
vel gerðar náttúrulýsingar. Sögu-
lýður Jóns Trausta er þegar orðin
svo margiháttaður, að erfitt er að
eegja, hverjar mannlýsingarnar
iáti honum bezt. Hann for inn í
kofa fátækustu vesalingan'na og
opnar hugskot þeirra fyrir lesend-
um sínum; og hann fer inn á heim-
ili höfðingjanna og fer þar eins að.
í "Höllu” iýsir ihann þremur mann-
eskjum: unigum presti og vinnu-
konu og vinnumanni á prestsetri á
útkjálka iandsins, Höllu og ólafi—
öllum listavel. "Heiðarbýlið” lýsir
svo í fjórum söguþáttum lífi þeirra
Höllu og ólafs uppi í afskektu
heiðarkoti. Mjög átakanlegar eru
t.d. lýsingarnar á dauða barnsins f
1. þættinum, og þorradægrahörm-
,, ’wgJUUSa
T3nrsasxs3
ungunum í síðasta þættinum. Það
cru lýsingar úr basllífi fátækustu
fátæklinga landsins. Með óteljandi
smáatriðum, er höf. 'hofir svo næmt
auga fyrir, er lífinu lýst þarna uppi
í heiðarkotinu, hvað þar huggar
og hvað grætir, skuggunum og sól-
skinsblettunum f þessu fátæklega
líifi. Byssuskotið, sem fellir kúna í
hlaðvarpanum og sagt er frá í
byrjun “Þorradægranna”, er stór-
viðburður, sem höf. lýsir út í yztu
æsar. Og mjög vel lýsir hann börn-
unum í heiðarkotinu, leikjum þeirra
og samitölum. 3?ær lýsingar festast
í minni, og eru líka athugunar
verðar. — Hreppstjóraheimilið í
Hvamimi er næsta heimilið, sem
lýst er. Agli hreppstjóra kynnast
menn í öllum “Heiðarbýlis”-sögum
um, alt af betur og betur. Honum
er vel lýst, og hann vex alt af f á-
liti lesandans við kynninguna.
Hreppstjórakonan er líka mann-
eskja, sem vert er að kynnast. Ef
til vill hafa höf. óvíða tekist betur
lýsingar en á henni í “Fylgsni”, því
l>ar er hún ein af helztu söguhetj-
unum. Ferð hennar inn að Kroppi
og lýsingin á hugarástandi hennar
þá, er meistaralog lýsing. Sömu-
leiðis sætt henmar við Höllu. Bæði
Jón Thoroddsen og Gestur Pálsson
hafa áður lýst skapmiklum og ráð-
ríkum húsfreyjum í sveit. En
Ihúsfreyjan mikla” í Hvammi, sem
Jón Trausti hefir l>arna leitt fram
á sjónarsviðið, mun verða minni»
stæðust. Benda má líka á eitt, sem
skilur á milli hjá honum og þeim.
Þeir hafa gert þá, sem þessar kon-
ur áttu f höggi við heima fyrir, að
vesalmennum og meinleysingjum.
í sambandi við það kamur fram
hjá þeim skörungsskapur húsfreyj-
anna og mikillæti. En hjá Jóni
Trausta á “húsfreyjan mikla” mann
eins og Egil í Hvammi og son, sem
ekkert lætur undan síga fyrir
henni. l>að er hún, sem verður,
þrátt fyrir alt, að lúta f lægra
haldi. Þorsteinn sonur þeirra Eg-
ils er ein af söguhetjunum f tveim-
ur þáttum “Heiðarbýlisins.” Það
er enginn hversdagsmaður, íremur
en móðir hans, og saga hans er fá-
tíð, en þó eðlileg. Sama er að segja
um Pétur á Kroppi, sem er aðal-
maðurinn í “Fylgsni”. Hann á ekki
marga sína líka hér úti um sveit-
irnar. En engu að síður er honum
ágætlega lýst. Setta í Bollagörðum
er og afbrigði írá öðrum mönnum.
Hjá Pétri á Kroppi eiga gáfur og
hæfileikar í stríði við lífskjörin, og
það gerir hann að glæpamanni og
þjófnaðarfélaga Settu í Bollagörð-
um, sem er ófreskjan í sögunni,
reyndar greind og kjarkmikil, en
annars hlaðin öilum ókostum. —
Þessi sagnafiokkur, “Halla” og
“Heiðanbýlið”, er svo ríkur af
myndum, manulýsingum og æfin-
týrum úr almúgalífinu hér á landi,
að ekkert íslenzkt skáldrit opnar
þá heima neitt til líka við hann.
Höf. styðst þar án efa við bernsku-
minningar sínar, lýsir héraðinu og
sveitinni, sem hanm er fæddur í og
upp alinn f fram á tvítugsaldur.
Frá þeim tím'a þekkir hann líf fá-
tækustu fátæklinganna af cigin
reynslu og hugsunarhátt þeirra,
sem lifa við þau æfikjör.
í “Leysing” tekur Jón Trausti
sér fyrir hendur að lýsa öflugri
þjóðfélagshreyfingu. Það er kaup-
félagamyndunini á síðustu áratug-
um 19. aldarinnar og baráttan, sem
sú nýbreytni á í við selstöðuverzl-
anirnar dönsku, sem fyrir eru. 1
"Borgum” lýsir hann fríkirkju-
hreyfingunni. A báðar þossar
hreyfingar lítur höf. mjög skynsam-
lega og með heilbrigðum augum.
Sögurnar verða ekki hjá honum
málsinnlegg, til skemda skáld-
skapnum, heldur er skáldskapur-
inn höfuðatriðið. Hann lætur
söguimenn sína vegast með þeim
vopnum, sem málstaður hvorra um
sig á til, en reynir að líta sjálfur á
viðureignina sem mest frá áhorf-
endanna sviði, hlífir engri skoðun
við ákúrum og hörðum dómum, og
áfellir eigi iheldur neina án þess
að lelða fram varnarmenn hennar
á móti. Hann reynir að fá alt fram
í sókn og vörn báðumegin. — 1
þessum tveimur sögum eru íumar
af beztu mannlýsimgum Jóns
Trausta. 3>orgeir ólafsson verzlun-
arstjóri í“ Leysing”, og séra Torfi,
í “Borgum”, eru stærstu mennirnir
í sögu hans, báðir höfðingjar og
mikilmenni. En þeir eru báðir
fulltrúar gamla tímans, hvor í
sinni sögu. 3>að eru mennirnir, sem
standa á móti nýju hreyfingunum,
ganga á móti straumnum. Báðum
er ágætlega lýst. Fríkirkjufundur-
inn í “Borgum” er ein af meistara-
legustu lýsingum höf. Hliðstæður
honum er í “Leysing” kaupfélags-
fundurinn, og svo mannamótið við
réttirnar, sem þar er lýst. — Kaup-
félagsforingjarnir í “Leysing” eru
allir menn, sem eru blátt áfram,
eins og menn gerast alment, og þvf
er vel lýst, við hvað þeir eiga að
stríða. Hreppstjórinn í Vogabúð-
um og fleiri áf þeim verða dálítið
epaugilegir í sögunni. Eins er um
forkólfa fríkirkjustofnunarin'nar í
"Borgum”, konsúlinn, ritstjórann
og aðstoðarprestinn. Þeir eru all-
ir gallagripir, hver á sinn hátt.
En öllum er þeim eðlilega lýst;
menn kannast við gallana á þeim
öllum. Þeir eru algengir og al-
þektir.
Það, sem nú hefir verið sagt, á
við skáldsagnagerð Jóns Trausta
fram til 1911, eða þann flokk skáld-
sagna hans, sem fæst við lýsingar
á nútíðarlifinu. En hér á eftir
verður í stuttu máli minst á hinar
sögulegu skáldsögur hans.
“Sögur frá Skaftáreldum’” eru'
elztar þeirra og komu út 1912 og
1913. 1 þeirri bók kemst höf. ef til t
vill lengst f skáldsagnalist sinni,
að minsta kosti í sumum köflum ^
sögunnar, og má því til stuðnings'
benda á t. d. Eldmessuna o. fl. í
fyrra bindinu. Yfir höfuð er fyrra
bindi þeirrar bókar betra en hið
síðara, með því að í síðara bindinu t
virðist höf. binda sig um of við.
frásögn séra Jóns Steingrímssonar,
sem síðar er prentuð í ritum Sögu- j
félagsins, eða meira en þörf gerist j'
til þess, að sagan yrði sem bezt j
úr garði gerð og presturinn, séra
Jón Steinigrímsson sjálfur, sem er
höfuðmaður og stólpi sögunnar,
nyti sín þar sem bezt. Sá Ijómi, sem
um hann leikur í enda fyrra bind-
isins, hverfur mjög er fram í síðara
bindið sækir, og virðist manni sem
skáldsagan ihefði átt að halda
honum som mest í þoirri hæð, sem
húni hafði lyft honum upp í, enda
þótt sagnheimildirnar geri það
ekki og beri vitni um ýmislega
veikleika hjá honum á efri árum.
1 heild sinni er samt þessi bók Jóns
Trausta mikið og merkilegt verk.
Séra Jón heitinn Bjarnason taldi
Skaftáreldasögurnar stærsta skáld-
verk nýíslenzkra bókmenta. Ann-
ar prestur, sem nú býr á stöðvum
þeim, sem sagan most lýsir, séra
Magnús Bjarnason á Prestsbakka,
sagði um fyrra bindi Skaftáaelda-
sagnanna.eftir að hann hafði lesið
bókina í þriðja sinn og þá upphátt
fyrir fólki sínu: “-----Mér þótti
hún starx góð, er eg las hana fyrst,
en betri er eg las hana í annað sinn
og langbezt nú, er cg las hana í
þriðja sinn, en það er einkenni
góðra bóka.að þær vinna við ítrek-
aðan lestur-------Hún sækir í sig
veðrið eftir þvf sem á hana líður,
og nær hástigi sínu 1 “Eldmoss-
unni”, sem er stórfalleg — — eiv
sögulokin þar á eítir, um legu Guð-
rúnar á Prestsbakka og veru Vig-
fúsar þar, varpar mildum og ang-
urblíðum blæ á alt það stórfeng-
lega, hrikalega og hrottalega, sem á
undan er gengið í viðburðum
sögunnar, bæði 1 náttúrunnar ríki
og mann lífinu, og sefar og kemur
í jafnvægi skapsmunum lesandans,
svo að hann rór og ánægður leggur
aftur bókina.” Hann segir og, að
höf. hafi “snildarlega tekist að sýna
hjátrú og hugsanalif þátíðarinnar
og flétta ihinum stórfengilegu nátt-
úruviðburðum inncn um söguvið-
burðina, svo að hvorttveggja fær
eins og blæ og lit af hinu og má
ekki án þess vera.” (Lögr. 5. marz
1913). Þennan dóm séra M. B. um
bókina tel eg réttam
Annars kann eg ekki um það að
dæmia, 'hve réttum tökum Jón
Trausti hefir náð á því, að lýsa
menning og hugsunarhætti liðinna
alda rétt og nákvæmlega. Til þess
að dæma um það, þarf meira en al-
menna þekkingu á sögu landsins.
H'ann hefir á síðari áruin sökt sér
mjög niður f lestur íslenzkra
sagnarita, og hann hefir jafnan
ferðast um þau svæði, sem sögur
hans segja frá, áður en hann fer að
skrifa um þau og viðburði þá, sem
þar hafa gerst, t.d. dvaldi hann um
tfma austur í Skaftafellssýslu og
fór þar víða um, meðan hann var
að búa sig undir að skriía “Sögur
frá Skaftáreldum.” Eg ætla um
þetta efni að færa hér til ummæli
þess manns, sem færastur er um
það að dæma. 3>orv. Thoroddsen
prófessor segir um fyrra bindi
Skaftáreldasagnanna: Eg hefi með
mikilli ánægju lesið sögur Jóns
Trausta frá Skaftáreldi, og finst
mér höf. hafa ágætlega tekist að
leiða í ljós áhrif þessa voðavið-
burðar á þjóðlíf þess tíma. Það er
mjög sjaldgæft, að skáldsagnahöf-
undur kynni sér jafn vel sögu þess
tímabils, sem þeir rita um, eins og
Jón Trausti hefir gert; til þess hef-
ir þurft mikla elju og fyrirhöfn. —
Smávegis galla má eðlilega finna í
þessari bók, sem öðrum, en þeim
er svo varið, að hægt er að leið-
rétta þá í nýrri útgáfu. Erlendis
hefir það verið talin skylda skálda,
sem um söguleg efni rita, að láta
aðalpersónur sagnfræðinnar koma
frarn með réttum einkennum hinn-
ar ftrustu söguþekkingar, en það
er talið fult skáldaleyfi, að lýsa og
skipa niður viðburðunum í lífi
smámenna, eftir því sem bezt henfc
ar í skáldsögunni. Með þessu fær
alþýða manna gott og rétt yfirlit
yfir aðaldrætti sögunnar, en skáld-
ið hefir fult frelsi fyrir hugmynda-
flugið innan við vébönd aimennr-
ar sagnfræði. að er ekkl hlutverk
skáldsins, að fræða menn um æfi-
atriði, ætt og einkenni ómerkilegra
manna, sem enga þýðingu hafa í
þjóðarsögunni. — Náttúrulýsing
arnar f bók þeasari eru mjög góð-
ar, sannar og áhrifamiklar, og höf.
notar -heimildarritin mei athygli
og dómgreind. Yæri óskandi, að
íslendingar fengju margar slíkar
skáldsögur, sem jafnvel og þessi
sýndu þeim viðburði liðinna alda
í skuggsjá nútímans; af þeim gætu
þeir margt lært um landið sitt, og
um kjör og lffsskilyrði hinnar ís-
lenzku þjóðar. Það gæti ef til vill
nokkuð lægt belging heimskra
manna og sýnt hugsandi fólki, hve
áríðandi það er, að íslenzk alþýða
lagi sig eftir þeim náttúruskilyrð>
um, senn fyrir hendi eru, svo að
hún hlaupi ekki í gönur og sé svo
óviðbúin og ráðalaus, þegar ó>
lánsviðburðir skella yfir.” (Lögr.
5. marz 1913). (Meira).
Sreiinm Swanson................10
Guðm. Johnson..................50
Mr. og Mra. S. Björnsson.. .. 2.00
Björg Björnsson............. 1.00
Guðrún Björnsson............ 1.00
Björn Björnsson............. 1.00
Jón Olafsson...................50
Steingrímur Olafsson......... .50
Reimar Olafsson.............. .50
Mr. og Mrs. Br. Josephson .. 3.00
Anna Thordarson............. 1.00
C. A. Oleson...................50
Ohris. Swanson.............. 1.00
Alls $26.25
EINMITT NÚ er bexti tími að
gerast kaupaidi að Heims-
kringlu. Sjá anglýsÍBgn vera
á öðram stað í blaðin.
Spellvirkjarnir
Skáldsaga eftir Rex Beach, þýdd
af S. G. Thorarensen, — Bók þessi
er nú fullprentuð og er til sölu á
skrifstofu Heimskringlu. Bókin er
320 bls. að stærð og kostar 50c.,
send póstfrítt.
Sendið oss
Pantanir
Tafarlaust.
Sögusafn Heimskringlu
Spellvirkjarnir
Saga eftir Rex Beach
Þýðing eftir
S. G. THORARENSEN
WINNIPEG :
Prentsraiðjaa Viking Press, Limitsd
i ð 16
Hér sjáið þér kápusíðuna, eins og hún lítur út á
bókinni. Hún er prentuð á bleikan pappír (þykk-
an), með grænu bleki.
Gjafir frá Skálkolt, Man., í
jólasjóð hermajinania.
Tryggvi Olafsson............$1.00
Mrs. Berglaug Olafsson .. .. 1.001
Abegail C. Olafsson......... 1.00
Gunnar Olafsson............. 1.00
Hialldóra Lilja Anderson.......25
Ingólfur Árnason...............50
Mrs. María Ármason.............50
Mr. og Mrs. B. Heiðman .. .. 2.00
Mr. og Mrs. G. Heiðman .. .. 1.00
Mr. og Mrs. Ben Heiðman.. .. 1.00
Mr. og Mrs. Árni Paulson .. .50
Mrs. Sigurveig Oleson..........25
Árni Paulson ..................25
J. S. Heiðmann.............. 1.00
Mr. og Mrs. S. A. Sigurðsson.. 2.00
Mrs. Kristín Swanson...........50
Ingiberg Swanson...............50
™ D0M1NI0N RANK
■ml a«b« ■
ItrMi
----
T«m«|*a«> —
llhi rhrolr -------
TSr »ftU ..
hiurM«»* oa Ibyr
>*4» 8»
M »4 ataMrotu i«a IU
tr 1 l«rfl««t.
IMmIW kMM hl
hu ■« ikiA* ti»
nt« «« «r »i»«n
r«rt »r fulltry
■pjn »*»rf Imi .
rvur, kun »g bðru.
W. M. HAMHTOM,
raoaa eia«T
BORÐVIÐUR
SASH, DOORS AND
MOULDHfGS.
Vi8 Kofum fullkomnar birgSir af öllum tegundum
VerttekrA verður aend hverjum jteim er þess óskar
THE EMHKE SA3H & DOOR CO., LTD.
Heor7 Arm. EaO, Wkaiptf, Man., Telephone: NUb 2S11
Minnist íslenzku drengjanna
sem berjast fyrir oss.
Seadid.beim Heúukriafla; það kjálpar til að gera lífið léttara
KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MANUBI
eða $1.5« I 12 MANUDI.
Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamena í *kot-
gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á EngLedi,
með því að senda þeim Heimskringhi í hverri viku, ættu
að nota sér þetta kostaboð, sem að eini stendur um statt-
an tíma. Með því að slá eínum fjérða af vaaalefn verði
blaðsins, vill Heimskringla hjáipa til að bera kestnaSnu.
Sencfið om nofnin og skildingaaa, og skrifið vandkga
utanáskrift þess, som blaðið á að fá.
The Vlklng Press, Ltd.
P.O. Bex3l71. 729 SbexWsoke St., Wamipeg