Heimskringla - 08.11.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGlA
WINNIPEG, 8. NOV. 1917
HEIMSKKINGLA
< 8ti»faatS 18S6)
Kemur út & hverjum Flmtudegl.
tJtgeíendur og elgendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VertS blatSslns í Canada og BandaríkJ-
unum Í2.00 um áritS (fyrirfram borgati).
Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgatS).
Allar borganir sendist rátSsmanni blatSs-
ins. Póst etSa banka ávísanir stílist til
The Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, rátSsmaður
Skrifstofa:
nl SHEHBROOKE STREET.. WIMJdPKO.
P.O. Boz 3171 Tilelml Garrr 4116
WINNIPEG, MANITOBA, 8. NOV. 1917
Stefna Heimskringlu.
Hver stefna Heimskringlu hefir verið frá
því fyrsta stríðinu viðkomandi geta lesend-
urnir bezt um borið. Um þetta þarf því ekki
mörgum orðum að eyða. Vér erum alveg
óhræddir að hlíta úrskurði lesendanna hvað
þetta snertir.
Þegar stríðið skall á, var séra Magnús J.
Skaptason ritstjóri blaðsins. Allir muna, hve
drengilega hann undir eins tók í þann
strenginn að styðja þátttöku Canada þjóðar-
innar í þessu stríði lýðfrjálsra þjóða gegn
einveldi og kúgun, og hve vel hann reyndi að
vekja íslenzka borgara þessa lands til með-
vitundar um hættuna, er hinum lýðfrjlsa
heimi stafaði af hervaldinu þýzka. Um þetta
skrifaði séra Magnús af heilum hug—hann
var þarna allur. Stríðsfréttir hefir enginn
fslenzkur ritstjóri skrifað með öðrum eins
eldmóði eins og hann. Manna bezt fylgdist
hann með öllum viðburðum stríðsins og
mátti heita að þetta byrgði fyrir alt annað í
huga hans. — Vestur-íslendingar hafa ekki
gleymt þessu og munu ætíð kunna honum
bezta hrós fyrir hans drengilegu afstöðu í
öllum málum áhrærandi stríðið.
Og þessari stefnu hefir blaðið haldið síð-
an. Ritstjóraskifti áttu sér stað, en þessari
stefnu, hve þátttöku þjóðarinnar í stríðinu
snerti, var þó ekki breytt, enda hefði slíkt
verið gagnstætt vilja þeirra, sem Heims-
kringlu eiga. Þeir eru allir undantekningar-
laust eins góðir borgarar þessa lands og unt
er að finna. Núverandi ritstjóra varð líka
Ijúft að halda fram þessari stefnu; því skoð-
un hans og hjartans sannfæring er, að þetta
sé sú eina.stefna, sem nú sé unt að velja —
fyrir þá, sem velferð lands og þjóðar bera
fyrir brjósti.
Canada gat ekki staðið utan hjá í þessu
stríði. Einveldið þýzka ógnaði þessu landi
engu síður en öðrum Iýðfrjálsum löndum.
Fyr eða síðar varð Canada því til neytt að
dragast inn í hildarleikinn, alveg eins og
Bandaríkin, Brazilia og önnur lýðveldi. Að
halda því fram, að Canada hefði átt að geta
staðið utan við ófrið þenna og hafi ekkert
erindi í hann átt, er ekki sprottið af öðru en
þröngsýni eða fljótfærni og hefir ekki við
minstu rök að styðjast. Lýðfrelsis hugsjónir
þessa lands voru efngu síður í voða en lýð-
frelsis hugsjónir annara landa, ef einveldið
þýzka bæri sigur úr býtum. Þar að auki var
Canada líka bundið heimaþjóðinni brezku
helgum skylduböndum, sem þjóð þessa lands
gat ekki slitið og haldið heiðri og sóma eftir
sem áður. En að Canadamenn gegndu kalli
skyldunnar svo snemma, brugðu við svo
fljótt til þess að rétta heimaþjóðinni brezku
hjálparhönd og aðstoða hana til þess að
verja göfugan og góðan málstað, verður niðj-
um þessa lands til ódauðlegs hróss þegar
saga þessara tíma verður skrifuð. Hermenn-
irnir frá Canada hafa líka getið sér ágætan
orðstýr á vígvellinum og Vestur-Islending-
um má vera það mesta gleðiefni, að af her-
mönnum þessum eru fyllilega eins margir Is-
lendingar og hægt var að ætlast til að sjálf-
viljuglega myndu bjóða sig fram úr vorum
fámenna þjóðflokki.
Að hvetja Canada-Islendinga til þess að
leggja fram sinn skerf, bæði í mönnum og
fé, og efla af fylstu kröftum þátttöku þjóð-
arinnar í stríðinu hefir, í fáum orðum sagt,
verið stefna Heimskringlu. Og stefna þessi
hefir ekki orsakast af því, að Heimskringla
er conservatív blað og að conservatív stjórn
var nú við völdin hér í Canada, þó margir
virðist vera þeirrar skoðunar. Stefna þessa
blaðs hefði verið sú sama, þó liberal stjórn
hefði verið við völdin, ef stjórn þeirra hefði
breytt gagnvart stríðinu eins og conserva-
tíva stjórnin gerði
Skoðun Heimskringlu frá því fyrsta hefir
verið sú, að á stríðstímum megi engin flokka-
sundrung eiga sér stað hjá þjóðunum. Hefir
þetta margsinnis verið tekið fram hér í blað-
inu. Stríðsþjóðirnar allar hafa orðið að
leggja öll flokka ágreiningsmál til hliðar á
meðan stríðið stendur yfir. Hjá öllum þess-
um þjóðum hafa flokkarnir unnið saman og
samsteypustjórnir verið myndaðar. Og nú
hefir þetta sama átt sér stað hér í Canada,
er beztu menn hinna andstæðu flokka eru í
bandalag gengnir með því markmiði að sam-
eina krafta þjóðarinnar á yfirstandandi
stríðstímum.
Samsteypustjórn þessi er grundvölluð á
þörfinni fyrir samhug og samvinnu. Flokks-
fylgið er látið rýma úr sessi fyrir samvinnu-
hug. Þó slíkt sé enn nýtt hér í landi, mun
fáum blandast hugur um, að þetta var það
heillavænlegasta spor, sem stjórnmálamenn
þessa lands gátu nú stigið.
Heimskringla telur sig því í tölu þeirra
blaða, sem nú styðja samsteypustjórnina ein-
dregið og fylgja þeirri stefnu að láta á-
greiningsmál flokkanna alveg rýma úr sessi
meðan þessi mikla styrjöld stendur yfir.
Vér lýsum því þess vegna yfir í eitt skifti
fyrir öll, að á meðan hermenn Canada-
þjóðarinnar eru í hættu staddir á vígvellin-
um verður Heimskringla ekki flokksblað. Á
meðan verið er að sameina krafta þjóðar-
innar með því markmiði að senda hermönn-
um þjóðarinnar bráðan liðstyrk og annað,
fylgir blað vort engum sérstökum flokki, en
mun Ijá samsteypustjórninni eindregið fylgi.
Oss verður eins ljúft að styðja þingmanns-
efni samsteypustpjórnarmanna við komandi
kosningar, þó maður þessi hafi áður tilheyrt
liberal flokknum.
Þetta er hér tekið fram til þess að fyrir-
byggja allan misskilning og til þess að eyða
þeim grun manna, að Heimskringla sé flokks-
blað enn þá engu síður en Lögberg.
Þó samsteypustjórnin kaupi ekki fylgi
neinna með peningum, bruðli ekki út fé til
þess að komast til valda hlýtur hún þó von-
andi eindreginn stuðning íslenzkra borgara
hér í landi.
Islendingar mega nú ekki láta blekkjast af
æstu flokkshjali óhlutvandra manna.
Sigur-skuldabréf Canada.
Lesendur blaðsins eru ámintir að lesa
með athygli auglýsinguna um Sigur skulda-
bréf Canada — Canada’s Victory Bonds
sem farið verður að selja einhvern tíma í
þessum mánuði.
Það er þjóðinni ómetanlegur hagnaður,
að sem mest af skuldum ríkisins séu hér
heima fyrir. Vextirnir borgast þá til þjóðar-
innar sjálfrar í stað þess að borgast út úr
landinu. Eins og nú er ástatt verður ríkið
líka óumflýjanlega að leita til þjóðarinnar
sjálfrar í þessum sökum, þar sem erlendir
peningamarkaðir eru nú flestir lokaðir.
Þeir Islendingar, sem peninga eiga nú í
sparisjóðum, geta ekki varið fé þessu betur
en til þess að kaupa ríkisskuldabréf Canada.
Þetta er áhættulaust í alla staði og vextirnir,
sem goldnir verða, eru að miklum mun
hærri en sparisjóðs vextir nokkurs banka.
Ríkis skuldabréf þessi má selja hve nær sem
er, því hvaða banki sem er kaupir þau. Allir
bankar eru fúsir að lána fé gegn tryggingu
þeirra — ríkisskuldabréf Canada eru jafn-
gild og peningar.
Eðlilega er Canada nú í fjárþröng, en lán-
traust þessa lands er ótakmarkað. Öll auð-
legð Canada, bæði í nútíð og framtíð, er sú
ábyggilegasta og bezta trygging, er nokkrum
lánveitanda getur staðið til boða.
Það er h'ka gaman að geta lánað Iandinu
sínu fé og borið úr býtum hærri vexti en fá-
anlegir eru á nokkurn annan hátt. Hverjun?
sönnum borgara þessa lands ætti að vera
það gleðiefni, að geta hlaupið undir bagga
með landinu sínu.
Allir menn geta ekki gengið í herinn, en
allir, bæði konur og karlar, geta nú aðstoðað
land og þjóð á yfirstandandi tímum — með
því að kaupa Sigur skuldabréf Canada.
•*-----------—--------------------------+
Útúrsnúningur Lögbergs.
Grein vorri um kosningalögin nýju, sem
birtist í næstsíðustu Heimskringlu, reynir
ritstjóri Lögbergs að svara með nýjum útúr-
snúningum. En útúrsnúningar þessir koma
honum að litlu liði. Hann stendur nú af-
hjúpaður fyrir framan lesendur sína og upp-
vís að þeirri sök að hafa reynt að kasta
skugga á kosningarlögin nýju að ástæðu-
lausu.
Hann getur ekki hrakið eitt einasta orð í
grein vorri og gerir heldur ekki minstu til-
raun til þess. Með því að hálf-þýða eina
grein kosningarlaganna reyndi hann að
sanna, að lög þessi myndu ekki veita eigin-
konum hermannanna atkvæðisrétt við næstu
kosningar né neinum þeim, sem ekki hefði
borgarabréf sín við hendina þegar kjör-
skrárnar væru búnar til. Vér birtum rétta
þýðingu á þessari umtöluðu grein og gerðum
hann þannig að ósanninda manni. — Gegn
þessu hefir hann enga aðra vörn en nýjar
flækjur og útúrsnúninga.
Staðhæfing hans, að Lögbergi sé yfirleitt
betur trúað en Heimskringlu, er ekki á minstu
rökum bygð og ekki svara verð
Vér skorum á hann að birta á ensku, alla
frá byrjan til enda, umrædda grein kosninga-
laganna og þá geta lesendur sjálfir dæmt
um, hvor ritstjóranna þýddi hana nákvæmar
og betur. Eins ætti hann að birta 62. grein
kosningalaganna nýju, ef honum leikur hug-
ur á að sanna lesendum sínum sjálfur í hvað
miklar ógöngur hann er kominn í máli
þessu.
Hann Iofast til að birta greinina á ensku,
sem hann reynir að byggja alla sína vörn á
—efni hann nú það loforð.
*T------- -------------■»
Ráðherra skifti.
Hon. Albert B. Hudson, dómsmálaráð-
herra Manitoba stjórnarinnar, hefir nú sagt
af sér stöðu þessari til þess að geta gefið sig
allan við lögfræðisstörfum sínum. Á Mani-
tobastjórnin þar góðum manni á bak að sjá,
sem reynst hefir henni vel í alla staði.
Thomas H. Johnson verður eftirmaður
hans. Leggur hann niður embætti sitt sem
ráðherra opinberra verka og stígur í dóms-
málaráðherra sessinn. Hefir því enn þá
einu sinni komið í Ijós traust það, sem borið
er hér í fylkinu til Thomasar H. Johnsons og
er þetta öllum Vestur-Islendingum gleðiefni.
—George A, Grierson M.P.P., verður nú ráð-
herra opinberra verka hér í fylkinu.
Heimskringla árnar Thomas H. Johnson
allra heilla í nýju stöðunni.
+—--------------------------------------+
Feraldarminning siðbótarinnar.
Nú er veriS aS minnast þess hvarvetna í
mótmælenda heiminum, aS liSnar eru fjór-
ar aldir, fjögur hundruS ár, síSan er Mar-
teinn Lúter hóf siSbótarverkiS. ÞaS er ekki
sú kirkjudeild ein, sem ber nafn Lúters, er
finnur ástæSu til aS gera þessa feraldar-
minning hátíSlega. ÞaS er allur mótmæl-
endaheimurinn.
Þótt siSbótin bæri nokkuS annan blæ á
Englandi, Hollandi og Svissaralandi, þar
sem hún einkendi sig ekki nafni Lúters, held-
ur nefndist refortneruS kirkja, og þar sem
þaS var fremur andi Kalvíns og skilningur,
er varS ofan á, en andi Lúters, var þó mun-
urinn svo lítill og óverulegur, aS hann kem-
ur nú alls ekki til greina. S.ameiginlegu
einkennin tengja alla mótmælendur í eina
heild. Kristnin stendur nú þann dag í dag
klofin sundur í þær tvær aSaldeildir, er
mynduSust meS siSbótinni, — katólska
kirkjan annars vegar, og mótmælenda
kirkjan hins vegar.
Mótmælendur, sem áSur voru tvískiftir
eSa jafnvel margskiftir, hafa smám saman
betur og betur vaxiS saman í eina heild.
Aldrei hefir sá samvöxtur orSiS eins augljós
eins og nú síSustu hundraS árin af þessum
fjórum. SíSustu fimtíu árin hefir hann ein-
mitt gerst meS mestum hraSa. Á Þýzka-
landi var sameining lútersku kirkjunnar og
reformeruSu eSa endurbættu kirkjunnar
framkvæmd meS lagaboSi. Þar er nú sam-
einuS kirkja.
En í hinum enska heimi hefir eSlilegur
samvöxtur átt sér staS m S hinum mörgu
klofningum, sem orSiS hafa. Nú má ganga
úr einni kirkjunni í aSra, frá einni kirkju-
deild til annarrar, og heyra nákvæmlega
sama fagnaSarerindiS flutt. Sérkenning-
anna verSur alls ekki vart. Þær hafa smátt
og smátt dáiS út og horfiS. Nú verSur eng-
is mismunar vart lengur aS kalla má milli
lúterskrar kenningar og kalvínskrar. Agnú-
arnir hafa falliS af. Þrátt fyrir alt, má heita
aS mótmælendur standi nú gagnvart
katólskri kirkju sem samvaxin heild.
SiSbótarhátíS hefir haldin veriS svo aS
segja á ári hverju síðan snemma á tímum.
Reynt hefir veriS aS komaf fyrir upprun-
ann, þar eins og annars staSar, en ekki
hepnast. Sum part hefir siSbótarhátíSin
yeriS haldin 31. okt., sum part sunnudaginn
eftir 1. nóv., sum part síSasta sunnudag í
október, sum part 20. sunnudag eftir tríni-
tatis.
En alls staSar hefir mönnum komiS sam-
an um, aS upphafs atburSur siSbótarinnar
hafi veriS andmæli Lúters gegn aflátssöl-
unni meS hinum 95 greinum, er hann festi
upp á hallarkirkju dyrnar í Wittenberg.
Þó eigi sé unt aS segja fyrir víst, hvernig
siSbótarhátíSin komst á, er hægt aS segja,
aS Lúter hafi sjálfur haldiS fyrstu siSbótar-
hátíSina. Til er bréf frá honum til Nikul-
áss von Amsdorf, sem ritaS er 1. nóvember
1527 og endar meS þessum orSum:
Zu Wittenberg, am Tage Allerheiligen im
zehnten Jahre nach der Zertretung des Ab-
lasses, zum deren Gedaechtniss wir in dieser
Stunde einen gar tröstlichen Trunk getan
haben.
Á íslenzku:
“1 Wittenberg, á allra heilagra messu á
tíunda ári eftir aS aflátssalan var sundur
troSin, höfum viS til minningar um hana á
þessarri stundu fengiS okkur ofur ánægju-
legan sopa.”
Á þessu mun þaS bygt, er nýrri
sagnfræSingar, eins og t. d. pró-
fessar Thomas M. Lindsay í Glas-
gow, bæSi í bók sinni um Lúter
og siSbótarsögu sinni, telja svo
til, aS Lúter hafi fest greinarnar
95 upp, á allra heilagra messu 1.
nóv., en ekki 31. okt., eins og
alment hefir veriS taliS.
Engan grun rendi Lúter í þaS,
hvílíkt hættuspil sú athöfn var
fyrir hann. MeS öSrum orSum:
Hann vissi í rauninni ekkert hvaS
hann gerSi. Andmæli hans gegn
aflátssölunni voru uppreist gegn
því drottinvaldi, sem þá var ægi-
legast í heiminum --- drottinvaldi
katólskrar kirkju. En sannleiks-
ástin og samvizkan þrýstu hon-
um. Hann gat ekki lifaS viS þaS
endemis-hneyksli, sem aflátssal-
an var. Hann hefSi svikiS sjálf-
an sig og sannleikans guS, sem
hann átti aS þjóna, ef hann hefSi
látiS hættuna, sem hann stofnaSi
sér í, aftra sér. Hann hefSi þá
veriS heigull, en ekki hetja.
Um þetta hefir hann sjálfur
fariS þessum orSum:
Engu góSu verki er til leiðar
komiS af eigin vizku vorri. ÞaS
er hafiS sakir brýnnar nauSsyn-
jar. Mér var þrýst til aS vinna
mitt. En hefSi eg vitaS þá, þaS
sem eg veit nú, myndi eigi tíu
fældir hestar hafa getaS dregiS
mig inn í þaS.
Þau orS sýna, hvaS Lúter hefir
fundiS til. Slíkar píslir hafSi þaS
í för meS sér fyrir hann aS svíkja
ekki þá hugsjón, sem guS hafSi
gefiS honum. Hún náSi svo
traustum tökum á huga hans, aS
hún hafSi hann allan á valdi sínu,
svo hann gleymdi öldungis sjálf-
um sér. Einmitt þetta einkennir
hvert mikilmenni.
Hver er ávinningurinn ? Hverju
kom Lúter til leiSar? Hann vann
úrslita-sigur samvizkufrelsinu til
handa. Skilvegginn milli guSs og
manns reif hann niSur. ÞaS er
ekkert drottinvald í andlegum
efnum, sem maSurinn sé skyldug-
ur aS lúta, nema rödd sannleik-
ans í sinni eigin sál. AS komast
aS þeirri niSurstöSu, var óum-
ræSilega mikils um vert.
Eigi dæma allir fylgismenn
Lúters um hann og siSbótina frá
sama sjónarmiSi. Sumir álíta, aS
viS siSbót sextándu og seytjándu
aldar eigi aS sitja. Feti framar í
skilningi fagnaSarerindisins megi
kirkjan aldrei stíga. Skilning sinn
á hugsunum trúarinnar hafi siS-
bótaröldin bundiS í trúarjátning-
um, eitt skifti fyrir öll, og viS þær
játningar og skilning þeirra sé
kirkjan fastreyrS um aldur og æfi.
Frá þeim bókstaf má ekki víkja.
En eigi eru þeir nema tiltölulega
fáir fylgismenn Lúters, er skoSa
siSbótina, sem viS hann er kend,
frá þessu sjónarmiSi.
Hinir eru margfalt fleiri, er
skoSa siSbótina sem stöSuga og
sífelt áframhaldandi hreyfing.
Þeir líta svo á, aS Lúter hafi stig-
iS fyrsta sporiS aS eins á þeirri
braut, er ganga verSur til þess aS
brjóta niSur alla fals-páfa og alt
fals-páfavald, sem til er í heimin-
um í ótal myndum, eigi sízt í and-
legum efnum.
Þeir hugsa sér, aS Lúter myndi,
ef hann hefSi veriS uppi á þess-
arri öld, hafa staSiS öllum frjáls-
hugsandi mönnum eins mikiS
framar og hann stóS á sinni eigin
öld. Hann hefSi veriS jafn-
framarlega í baráttunni gegn
páfavaldi vorrar aldar og hann
var á sextándu öld. Hann hefSi
veriS leiStogi þjóSar sinnar gegn
keisaravaldinu nú, eins og hann
var gegn keisaravaldinu þá.
Eins og hann kom fram meS
kenninguna um hiS almenna
prestdæmi kristinna manna, eins
myndi hann nú koma fram meS
og stySja af alefli kenninguna um
bræSralag mannanna. Stærsta
harmsagan í sambandi viS æfi-
starf hans, var framkoma hans í
bændauppreistinni. Hann var
barn samtíSar sinnar og skildi
ekki, aS þaS var í insta eSli sama
hreyfingin og hann hafSi sjálfur
vakiS.
Á vorum tímum hefSi Lúter
veriS sjálfkjörinn leiStogi lýS-
frelsishugmyndanna, sem siSbót-
in fóstraSi í skauti sér og hefir
gefiS svo sterkan byr undir
vængi. Undir forystu hans myndi
viSjurnar, sem Bismarck IagSi
þjóS sína í, hrökkva sundur og
ÞjóSverjar verSa ein sannfrjáls-
asta þjóS heimsins.
Á hörmunga tímum fæSast
þjóSunum oft miklir menn, sem
hrinda þeim áfram og leiSa nýja
þjóSarheill aftur til öndvegis. Ég
fæ ekki óskaS þýzkri þjóS neins
betra en þess, nú á feraldar af-
mæli siSbótarinnar, aS henni
fæSist annar L.uter, er eins lati
sér hepnast aS brjóta á bak aftur
allan þann öfuga hugsunarhátt,
sem hrundiS hefir þessarri styr-
jöld af staS, og heldur þjóSinni í
prísund, eins og hann bar ham-
Dodd's Nýrna Pillur, góðar fyrir
allskonar nýrnaveiki. Lækna og
gigt, bakverk og sykurveiki.
Dodd’s Kidney Pills, 50c. askjam,
eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá ölluae
lyfsölum eða frá The Dodds Medi-
cine Co., Ltd., Toronto, Ont.
ingju til aS buga öfugan og spilt-
an hugsunarhátt eigin aldar
sinnar.
Vér þurfum allir á Lúter aS
halda, samherjar ekki síSur en
MiSveldin, til aS reisa rönd viS
kúgan og ofbeldi hvar sem þaS
stingur upp sínu ægilega höfSi.
Hver einasta öld, sem yfir menn-
ina rennur þarf á sannleikselskum,
þreklunduSum Lúter aS halda,
sem slær sínum 95 greinum upp
á kirkjudyrnar og gengur í ber-
högg viS páfavald og keisara-
vald, hræsni og skynhelgi, farí-
seahátt og aflátskram, sem rekiS
er á vorum dögum engu síSur en
á öldinni hans.
F. J. Bergmann.
------o-------
<BN
StuðnÍDgsmenn
keisarans.
(Eftir Skuggsjá.)
Meðal þeirra, sem hafa verið og
eru enn að hjálpa keisaranuin
þýzka, eru l>eir, sem nú skal
greina:
Þeir, sem heimtuðu að stjórn
Bandaríkjanna legði bann fyrir
sölu skotvopna til Evrópu af því
að keisarinn gat ekki sótt þau.
Þeir, sem heimtuðu að borgarar
Baradaríkjanna, 1 friðsömum er-
indagerðum, væru sviftir verndar-
rétti ríkisins.
Þeir, sem reyndu og reyna enn
að réttlæfca kafbáta níðingsverk
Þjóðverja.
Þeir, sem vildu semja við Vil-
hjálm keisara um borgun fyrir lff
Ameríkumanna.
Þeir, sem heimtuðu að Bandarík-
in héldu frið við Þjóðverja, þó þeir
herjuðu á ríkið.
Þeir, sem reyndu að hindra frarn-
Miljónir fólks deyr á ári hverju
úr tæringu. Miljónum hefði mátt
bjarga, ef rétt varnarmeðul hefði
verið brúkuð i fyrstu. — Andar-
teppa, hálsbólga, lungnabólga, veik
lungu, katarr, hóeti, kvef og alis-
konar veiklun á öndunarfærunum,
—alt leiðir til tæringar og berkla-
veiki.—Dr. Strandgard’s T. B. Medi-
cine er mjög gott meðal við ofan-
nefndum sjúkdómum. Veitt gull-
medaiía fyrir meðul á þremur ver-
aldarsýningum—London 1910, Par-
is 1911, Brussels 1909, og f Rotter-
dam 1909. Skrifið eftir bæklingi.
Bréfum fljótt svarað.
)r.STRANDGARD’S MEDICINE Co.
263 266 Tonge St., Toronto.
“Gat ekki staðið
uppréttur”
Cornwallis, 23. Jan.
“Fyrir ári sífcan var eg svo
slæmur í bakinu og mjötSmunum,
aö eg gat ekki rétt úr mér timum
saman. Einn vinur minn sagöi
mér þá frá
Qtplls
Eg keypti einar öskjur og eg fðr
þegar aö finna batamerki.
“Eg hefi nú brúkaö 12 öskjur.
Verkurlnn i baki og mjöömum er
alveg farinn. Eg get ekki nógsam-
lega lofaö Gin Pills fyrir verkan-
ir þeirra á mig. Þér megiö nota
þetta bréf ef yöur sýnist.
Meö vinsemd,
B. C. Daviú.’*
Allir iyfsalar selja Gin Pills á
60c. öskjuna eöa sex öskjur fyrlr
$2.50. Askja send frítt til reynslu,
ef skrifaö er til
NATIONAL DRUG & ('HEMICAL CO.
OF CANADA, LIMITBD,
Toronto, Ont.
Dept. “J”