Heimskringla - 08.11.1917, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.11.1917, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. NOV. 1917 7= VILTUR VEGAR * 'iZzZJÍ J “Vissulega, senor.” **Vísa?5u okkur þá til hans.” “Eg vil forSa ykkur frá kvalafullri sjón fanga- hússins,” svaraSi Senor Alfares á sinni bjöguSu ensku. “ViS viljum sjá hann einslega.” Aftur hikaSi lögreglustjórinn og starSi vand- raeSalega á þau Cortlandt hjónin á víxl. "Eg óttast, aS slíkt sé ekki leyft. “Þvættingur!” hrópaSi frú Cortlandt og fékk ekki lengur haldiS sér í skefjum. ViS þekkjum lögin hér eins vel og ef til vill betur en Senor Al- fares. Ef þú æskir þess, getur herra Cortlandt feng- iS leyfi forsetans. Hefir þú ekki talsíma?” "Ó, slíkt er langt frá mínum huga,” lögreglu- stjórinn hneigSi sig nú viSahfnarlega. Sé á mínu valdi aS gera ykkur þægS, hvaS koma lögin því þá viS? En þaS, sem eg á viS, er þetla: Fanginn er «kki alveg veikur og ekki heldur fullfrískur. — Hann sýndi mönnum mínum mótþróa og er ögn aaerSur—ofur litla ögn—en þaS er ekki neitt! En J>aS er heimskulegt, aS berjast á móti lögreglunni, Já—” hann hristi höfuS sitt mæSulega. "Eg er hryggur aS frétta um þetta, en þaS er ekki til neins aS þrjóskast á móti lögreglu, sem skyldu sinni er aS gegna — en þiS, Bandaríkjamenn, eruS svo hug- jprúSir! Eg er til þess neyddur, aS dást aS fangan- om; karlmenska hans er stór.” "Eg held viS skiljum réttan gang málsins/’ 1 itaS þess aS senda þjóna sína, afsakaSi lög- reglustjórinn sig og fór sjálfur. Eftir litla stund kom hann aftur, meS Anthony og marga lögreglu- þjóna. ViS aS sjá vini sína glaSnaSi sýnilega yfir Kirk. "'Helgi Júpíter!” hrópaSi hann, “þaS gleSur mig a2S sjá ykkur. Var aS verSa vonlítill aS þiS mynd- n8 koma.” “Allan fann okkur ekki fyr en í dag,” svaraSi frú Cortlandt. “SagSi hann satt? Hefir þér veriS uiwþyrmt, eins og hann sagSi?” Augu Kirks blossuSu, er hann leit til óvina sinna. Hann var illa til reika og tekinn í andliti. SáriS á höfSi hans var ljósasta merkiS um þá þræls- íegu meSferS, sem hann hafSi orSiS aS sæta. Hann hélt út höndum sínum meS hörkulegu brosi og hljóSaSi frú Cortlandt upp yfir sig .er hún sá |>ær. “Þeir börSu mig aftur í gær,” sagSi hann. *‘Á meSan þú varst í varShaldi?” spurSi Cort- landt undrandi. “Þessi maSur réSi því,” sagSi Kirk og benti á Alfares, sem brosti nú ekki lengur. “Ó, maSurinn er yfirsjón,” flýtti hann sér aS *vara. “Hann er bandvitlaus------” “Eg skvetti á þig vatni aS vísu, en—” “Si Si! ÞaS er rétt, Senor Cortlandt. Hann móSgaSi mína persónu og barSist viS hermenn mína. Hann er þrjótur aS eiga viS.” “Vissir þú, aS honum hefSi veriS misþyrmt í fangelsinu? ” krafSist Cortlandt aS fá aS vita. “Ó, senor!” Alfares 'fórnaSi upp höndum meS ákefS eins og til aS mótmæla því, aS slíkt gæti átt sér staS. “Hann er lygari — hann fyrirskipaSi þetta sjálfur, sat hjá og naut þess meS ánægju.” "Slíkt er ósatt og ómögulegt—nær engri átt!” Kirk gerSi sig líklegan aS ráSast á lögreglu- stjórann, þó væri hann umkringdur af lögreglu- þjónum, en frú Cortlandt lagSi hönd á öxl hans og leitaSist viS aS stilla hann. SíSan sneri hún sér aS lögreglustjóranum. "Þetta getur haft alvarlegar afleiSingar fyrir þig,” sagSi hún. “Ef þetta er satt, getur stjórn þín orSiS í vanda stödd.” “En viS vissum ekki, aS hánn væri vinur þinn. Ef hann hefSi aS eins úttalaS nafn manns þíns, -væri öSru máli aS gegna. En hvaS mig snertir, get eg sannaS, aS meSferSin á honum var hæsta kurt- eisí og hin bezta í minni viSurvist. Allir mínir ír menn munu vottfesta þau sannindi. Hafi honum misboSiS veriS, skal máliS rannsaka.” GeSshrær- ing lögreglustjórans var nú auSsýnilega afar mikil og sneri hann sér til manna sinna, sem vildi hann •skipá þeim aS hefja rannsókn þessa tafarlaust, en Cortlandt greip fram í fyrir honum: "Hví hélztu honum í varShaldi svo Iengi — hví léztu ekki yfirhejnra hann undir eins?” "Þetta skal eg einnig rannsaka. Skyldi láta rannsókn þessa byrja undir eins, ef þaS — sem þiS nefniS dómara, væri nú ekki sjúkur.” "Jæja, viS athugum málavöxtu alla á sínum tíma. En nú er erindi okkar aS fá herra Anthony trafarlaust lausan.” “Forsetinn mun sjá um aS slíkt geti veriS viS fyrstu hentugleika — eg skal sjá um þaS sjálfur. Á morgun—” “Nú þýSir ekki aS segja ‘á morgun’,” mælti frú "Cortlandt í ákveSnum rómi. “Getir þú ekki gemgíS í ábyrgS fyrir mann þenna sjálfur, mun jnerra Cortlandt tafarlaust snúa sér til stjórnarinnar' ---og Jolson ofursti mun fara á fund lýSveldis for- setans innan klukkustundar. Hann bíSur nú orS- sendingar frá okkur.” Senor Alfares varS allur annar. Tók hann óSamála mjög aS biSjaet afsökunar á öllum þessum drætti, sem þegar væri orSinn. KvaSst hann ekki hafa skiliS, aS máliS væri jafn áríSandi — og sagSi aS vilji sinna háttstandandi gesta væri sér fullnægj- andi lög. Þegar svo stæSf mundi hann skoSa þaS skyldu sína aS hraSa öllu þaS mögulegt væri. Höndur hans væru bundnar, því væri ekki aS neita —en þrátt fyrir þetta hefSi hann þó töluvert fram- kvæmdarvald, og myndi því geta fengiS fangann lausan án frekari fyrirstöSu. Vitanlega væru vissar reglur, sem uppfylla yrSi og þætti honum þaS leitt. AfsakaSi hapn sig svo og hraSaSi sér burt, og þeg- ar hann var farinn sagSi Kirk Cortlandt hjónunum sögu sína. ViS aS heyra hana varS frú Cortlandt gagntekin af gremju og jafnvel hinn kaldlyndi maS- ur hennar sýndi á sér augljós reiSi merki. “AuSvitaS,” sagSi hann, “mun Alfares láta menn sína sanna meS eiSi, aS þetta sé alt bara í- myndun þín, en meiSsli þín hafi orsakast viS mót- spyrhu þína gegn lögreglunni. Hann mun gera sér upp gremju þín vegna og láta hefja rannsókn í málinu.------FaSir hans er landstjóri í Panama- ríki, svo Ramón verSur aS líkindum engin skota- skuld úr aS þvo sig hreinan af ákærunum. En þrátt fyrir þaS ættir þú aS geta fengiS skaSa- bætur.” “Eg kæri mig ekki um skaSabætur,” svaraSi Kirk. “Eina löngun mín er sú, aS ná Spánverja þessum einsömlum og—” “I guSanna bænum láttu þér ekki koma slíkt til hugar,” hrópaSi frú Colthardt. “Engin áhrif Bandaríkjanna gætu þá komiS þér til hjálpar. Fimtíu menn myndu þá fengnir til þess aS sverja meinsæri og gera þig sannan aS sök, og þó Banda- ríkjastjórnin kæmi meS áhrif sín til sögunnar, þá hefSi Ramón nóga menn aSra til þess aS votta þig lygara — svo margir hata hér Bandaríkjamenn.” “Nei, ofbeldiS kemur aS litlu haldi á þessum stöSvum,” samþykti maSur hennar. • ”Þú getur taliS þig lánsaman aS fá aS sleppa svo auSveldlega. Hann er nú aS fá ábyrgSarmenn fyrir þig, sem þon- um verSur auSleikiS og ef til vill mun ekkert rétt- arhald verSa í málinu. Eg efast um, aS þetta verSi neitt nefnt frekara, en er þó undir því komiS, aS þú látir þaS liggja á milli hluta sjálfur. Hann fyrirgef- ur þér þetta aldiei, þaS mátt þú vera viss um, en aS líkindum lætur þú slíkt ekki á þig fá.” Fyrri spádómar herra Cortlandts rættust bráS- lega. Dómarinn “veiki” náSi nægilegum bata inn- an hálfrar klukkustundar til aS geta komiS þarna fram á sjónarsviSiS, og eftir aS búiS var aS undir- skrifa ótal mörg skjöl og ganga í gegn um ýmsar formlegar lagareglur, var Kirk loksins slept lausum. Hélt hann þá strax ásamt vinum sínum út úr fanga- húsinu. Allan beiS úti á götunni í hæfilegri fjarlægS frá bæjarráSshúsunum, og þegar hann nú eygSi félaga sinn lausan, greip hann gleSi mikil og keyrSu fagn- aSarlæti hans fram úr öllu hófi. Tárin flóSu niSur kinnar hans, hann hélt í hendina á Kirk—hló og grét á víxl og jafnvel söng. "GuSi sé lof,” hrópaSi hann, ”aS þú ert frjáls maSur, meistari Anthony. DýrS sé drotni! Sál mín var í víti, herra. Eg baS þorparann á hnjánum aS sleppa þér.” GeSshræringar þessa manns vottuSu svo mikla einlægni og hjálp hans hafSi veriS svo mikil, aS Kirk fékk ekki varist þess aS komast viS allra snöggvast. Af öllu því fólki, sem Kirk hafSi kynst síSan hann fór úr heima högum, hafSi þessi maSur mesta ástæSu til aS áfella hann, en sem þó varS svo innilega glaSur viS aS sjá hann lausan. “Svona nú—þetta er nóg,”—Kirk brosti vand- ræSalega. “Ó, herra—eg stóS í þeirri meiningu, aS þeir myndu myrSa þig aftur.” Kirk hneigSi sig hörkulega. “ÞaS gerSu þeir líka.” Allan varS nú enn háværari en áSur og steytti hnefann í áttina til fangahússins. "Þorparar— morSingjar!” hrópaSi hann. Frú Cortland reyndi þá aS þagga niSur í hon- um, en Allan virtist mjög umhugaS aS láta allan kraft reiSi sinnar birtast. Hann nísti tsínum stóru og hvítu tönnum, ranghvolfdi augunum og gretti sig meS grimd svo mikilli, aS hin svarta ásjóna hans varS ægileg ásýndum. “Allan skal Iauna þeim þetta,” hrópaSi hann. “Hann mun slíta úr þeim hjörtun meS fingrum sínum.” Nú fálmaSi svertinginn út í loftiS og hróp- aSi meS skerandi röddu: “BlóS! BlóS!” "Engan meiri hávaSa,” sagSi Kirk brosandi. “Skerandi blóSskrækir eru nú ekki viSeigandi lengur.” “Allan er fús aS deyja fyrir þig,”—hinn hrærSi svertingi lét ekki banna sér aS votta vini sínum holl- ustu. “Meistari Anthony barSist viS þræla þessa fyrir mig og nú skal eg berjast viS þá fyrir hann.” Haustskuggar. i. Sál mín er hrygg. I sortann fyrir augum sé eg ei spönn. EimhjúpuS borg mót fulum geislum sólar glottir viS tönn. Trjágreinar benda frostnum fingrum sínum framtímann á. Tómleikinn glápir freSnum ísuaugum alstaSar frá. II. RoSagull sálar felst af fjólubláum feigSskuggans hjúp. Sumarsins barn er sett í myrkvastofu —sefur hjá Þögn. FramtíSar þrár og gripir geymdir eru glerhúsi í. Bylurinn kemur. Brotin yfir jafnar breSi og mjöll.— Ávexti sumars átu maSkar smáir —ormar sem þó fiSrildi urSu í fáa sólskinsdaga, fögur og létt. Gat eg ei eitur á þann fénaS boriS af því mér fanst of margar séu ei fleygar vængjaverur Winnipeg í. Þyngra er aS vita melinn mannssál smjúga — melétin sjá orSin og verkin. Hæstu hugsjón fleygt á hlaSvarpann út. Þyngir þar ei hin ljúfa litarprýSi — ljósvængja fjöld, heldur þeir seigu suSujárnsins hlekkir sakfelda önd. III. Skeggöld og skálmöld, vindöld, vargöld veröld vægSarlaust þjá. Sál mín er þreytt og sjúk í dauSalofti samtíma hjá. Þó veit eg ljósiS lýsir fyrir handan lífskólgu þá, heim þann sem byrgir, sem aS rís mót röSli rústunum frá. Þ. Þ. Þ. +■ + + + OFÞURKUR. ÞaS er aS verSa þurt í voru Ríki; þjáir margan “bone dry” laga sýki; hér er hvorki vatn né vín aS hafa; vel flestir um þetta efni skrafeu Eg er sem dauSur þorskur þurru’ á landi, sem þróttlaus skata uppi’ á Sprengisandi, sem gjarSlaus tunna, gliSnuS, þur og visin, gömul, fúin, alveg sundur gisin. Vatnslaust er aS verSa hér á Mountain; þaS væri gott, ef einhver hefSi “fountain” meS vatni góSu, víni eSa öli, og verndaSi’ oss frá þessu dauSans böli. Ef eg væri almáttugur maSur, þá yrSi margur hér á Mountain glaSur: Eg vera léti vatn í öllum brunnum, já, vín og bjór og öl í hvers manns tunnum. Ó, þá væri yndislegt aS lifa; um þaS mætti fjarskann allan skrifa. VatniS nota vildi allur fjöldinn— vín og bjór viS hefSum þá kvöldin. Hér í flestu fólki’ er slæmur hósti — fuglinn Sút er nú í hvers manns brjósti. Sakramentis sopann þarf aS spara. Syndirnar til vítis allar fara. AS Kristur aftur komi hingaS niSur kristin sál af insta hjarta biSur; vatniS hann meS blíSum orSum blessi, breyti því í vín, sem okkur hressi. P. J- Þegar Allan á endanum lét tillleiSast aS hætta hótunum sínum, tók hann á ný aS láta í ljós sinn mikla fögnuS. Var hann ófáanlegur aS skilja viS þau og staShæfSi meS sterkri áherzlu, aS hann myndi fylgja nýfundna húsbónda sínum hvert sem hann færi, jafnvel þó hann færi til hinna neSri heima—virtust staSir þeir eiga stóran þátt í hug- myndalífi þessa einkennilega svertingja. “Kona mín hefir sagt mér alt frá högum þínum, Anthony,” mælti herra Cortlandt; “og vil eg nú aS þú komir meS okkur til Panama borgar sem gestur okkar, og bíSir þess þar aS fá skeyti frá föSur þínum.” Kirk skýrSi honum frá hraSskeytinu, sem hann hefSi fengiS frá föSur sínum áSur og sem óbeinlínis hafSi leitt til þess aS hann komst í kynni viS Amón Alfares og Iögreglu hans. “FaSir þinn er ókunnugur málavöxtum,” mælti Cortlandt þá og varS Kirk hissa aS verSa var svo mikillar einlægni úr slíkri átt. “Þú verSur aS setj- ast niSur eins og heilvita maSur og skrifa honum skilmerkilegt bréf, sem leitt geti hann úr öllum skugga. Á meSan þú svo bíSur eftir svari, er okkur gleSiefííi aS þú dveljir á gististöS okkar.” Kirk sá á augnaráSi frú Cortlandt, aS hún væri þessu samþykk og þáSi því boSiS þakksamlega. “Eg hefi aldrei átt viS svo ramman reip aS draga áSur,” mælti hann, “og veit því naumast fótum mínum forráS lengur.” “ViS höfum tapaS af lestinni klukkan hálf- fimm,” sagSi Cortlandt, "og verSum því aS fara heim á sama hátt og viS komum. En eg á erindi í Gatun bænum á leiSinni, og vildi gjarna mega hafa þar viSdvöl í hálfa klukkustund, ef ykkur er þaS ekki á móti skapi.” Kirk kvaSst fús aS hlíta öllu, er þeim virtist hentast. En þegar þau voru komin ofan á járn- brautarstöSina, kom óvæntur atburSur fyrir. Er þau voru í þann veginn aS stíga upp í járnbrautar bifreiS Jolsons ofursta, kom hik á þau viS aS verSa þess vör, aS Allan krafSist þess aS mega fara meS þeim. Lét hann þessar kröfur sínar í Ijós meS svo miklum ákafa, aS frú Cortlandt fann sig knúSa til aS segja: “I öllum bænum, leyfiS þiS dreng vesal- ingnum aS koma meS.” VarS þaS því úr, aS svert- inginn var látinn standa á tröppunni utan á bifreiS- inni. StóS hann þar meS hatt sinn í hendinni, starSi einlægt meS mesta auSmýktarsvip á Kirk og brosti hýrlega viS hvert tillit frá honum. Aftur lagSi járnbrautar bifreiSin af staS og rann út frá hinum margkvísluSu brautum á bak viS bæinn Colon. Eftir aS þau voru komin á fulla ferS reyndi frú Cortlandt aS snúa huga gests síns frá undangengnum raunum meS því aS benda honum á ýmsa merka staSi, sem þau fóru fram hjá. Hún sýndi honum frönsku rústirnar, þar sem vonir heill- ar þjóSar voru nú grafnar. Þau fóru fram hjá gömlum grafreit, þangaS sem lestirnar forSum fluttu alla þá, sem hitaveikin hrepti aS fórn—áSur en vísindin unnu bug á skelfingum hennar. Kirk fékk nú líka aS heyra sögu jámbrautarinnar, hvernig hún hafSi orSiS til — markmiSiS meS henni hafSi veriS aS stytta leiSina aS hinu auSuga Vesturlandi , og stórkostlega miklir örSugleikar höfSu veriS samfara lagningu hennar. En mikinn gróSa hafSi hún haft í för meS sér. BlóS járn- brautaeigandans rann í æSum Kirks og hafSi þetta því töluverS áhrif á hann, þó ekki gæti þaS meS öllu dregiS athygli hans frá hinu fagra landslagi, sem nú mætti augum hans til beggja hliSa. Var þetta í fyrsta sinni aS hann sá meS eigin augum jurtagróSur heitu landanna og hvíldi sjón hans því meS mestu eftirtekt á öllu því, sem fyrir augu hans bar, á meSan hann hlýddi á skýringar frúarinnar. Þéttir skógarrunnar, vínviSur og vafningsviSur —þetta stóS nú alt í fullum blóma, því þetta var sá tími árs í þessum staS, er vætutíSin leiSir í ljós fylsta gróSurmagn jarSarinnar. Stór tré og hrika- leg tilsýndar risu upp úr skógarflækjunni og voru greinar hinna tröllslegu stofna þeirra hlaSnar alls konar aldinum. ÞaS var eins og gróSur jarSarinn- ar stæSi nú í stríSi á þessum stöSvum—alt væri aS heyja öfluga baráttu gegn tilverunni, þar sem þeir sterku yfirunnu þá veiku, og bar hver einasti trjá- stofn á sér örin eftir þessa ströngu baráttu. Fuglar meS margskreyttum fjöSrum voru á flugi hér og þar, fimm feta langir ferfætlingar skriSu í grasinu eSa störSu niSur frá greinum trjánna. AS vitum manns barst sterkur gróSrarilmur frá jurtum og öSru, sem þarna stóS nú í fullum blóma. Þegar Kirk var aS verSa þess fullviss í huga sínum, aS hann gæti setiS og hort á slíkt útvsýni til eilífSar, hvarf þaS alt í einu aS baki og bifreiSin tók aS renna upp á meSal grasigróinna smáhæSa og inn í gisiS kauptún, sem stóS til hliSar viS breiS- an dal. ÞaS var enginn latneskur svipur yfir þess- um staS, því alt, sem hér mæt.ti augum, bar á sér merki Bandaríkjanna. Húsin flest voru meS sama byggingarsniSi og getur aS líta í smærri borgum Bandaríkjannna og voru þau á.víS og dreif og oft langt á milli þeirra. Sléttir og mölbornir vegir lágu fram og aftur og eftir þeim var stjórnarvögn- um ekiS, sem dregnir voru flestir af stórum og þungum múlösnum; blómagarSar blöstu viS augum meS margrvíslega lituSu blómskrúSi; konur og börn —hvítt fólk og hreinlegt, auSsjáanlega frá Banda- ríkjunum — sátu á pöllunum fyrir framan húsin og hér og þar sáust börn vera aS leika sér á grænu grasbölunum á milli húsanna. Alls staSar gat aS líta sama hreinleikann; bær þessi var allur eins og fyrirliSasetur í herstöS, allur jafn hreinlegur, sóp- aSur og þveginn. Colon bær hafSi veriS furSu hreinn, en hrein- indin þar stöfuSu af völdum náttúrunnar, eins og bærinn væri þveginn hreinn þvert á móti vilja íbú- anna. Um bæinn Gatun var alt öSru máli aS gegna; hreinkleikinn þar var mönnum meSskap- aSur. “Þarna eru stíflurnar.” Cortlandt benti í vesturátt og þar sá Kirk bera viS loftiS háa og upp- mjóa stálturna og frá þeim lágu óteljandi vírar eins og kongulóarvefir. ögn fjær eygSi Kirk allra snöggvast einhverja hringiSu af vélum og verka- mönnum viS vinnu, en þetta hvarf meS sama er bifreiSin rann inn aS stórri og reisulegri járnbraut- arstöS. “Eg hefSi gaman af aS sjá, hvaS er aS gerast þarna fyrir handan,” varS Kirk aS orSi. “Til þess verSur nægur tími,” svaraSi Cort- landt. "Edith getur sýnt þér umhverfiS á meSan eg er aS Ijúka erindi mínu hér.” Gekk kona þessi þá á undan Kirk út fyrir járn- brautarstöSina og eftir aS hafa gengiS yfir renn- sléttan svörS, voru þau, áSur en Kirk vissi af, komin aS barminum á hinum mikla skurSi. Sá hann nú svo stórkostlega sjón, aS allra snöggvast átti hann eins og bágt meS aS átta sig á henni og hrópaSi upp eins og utan viS sig: “Eg hélt ekki 1— þetta er stórkostlegt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.